Lögberg - 12.04.1934, Blaðsíða 8

Lögberg - 12.04.1934, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 12. APRÍL 1934 Ur bœnum og grendinni Islenzkt útvarp frá Jóns Bjarna- sonar skóla er nú verið að undir- búa. Það heyrist frá CKY stöðinni á þriðjudaginn kemur (17. apríl) frá kl. 6.10 til 6.30. Söngflokkur skólans, undir stjórn Miss Halldórs- son, syngur nokkur lög. Alt pro- gramið verður hið vandaðasta. G.‘ T. spil og dans, verður hald- ið á föstudaginn í þessari viku og þriðjudaginn í næstu viku i I.O.G.T. húsinu á Sargent Ave. Byrjar stundvíslega kl. 8.30 að kvöldinu. 1. verðlaun $15.00 og átta verð- laun veitt, þar að auki. Ágætir hljóðfæraflokkar leika fyrir dans- inum.—Ivofthreinsunartæki af allra nýjustu gerð eru í byggingunni. — Inngangur 25C.—Allir velkomnir. Vinsamleg tilmœli: Þá meðlimi stúkunnar Skuldar, sem ekki hafa haft ástæður til að sækja fundi, vil eg hér með biðja að senda ársf jórð- ungsgjöld sín til undirritaðs eða gjaldkera stúkunnar, Mrs. G. Jó- hannsson, 757 Sargent Ave. Stefán Baldvinsson, f jármálarit, stúkunnar. Ste. 4 Sargent Block. Gjof til Betel, 1. marz 1934 Mrs. Ásdís Hinriksson ....$10.00 Heklufundur í kvöld, fimtudag. Séra Rúnólfur Marteinsson flutti guðsþjónustu í kirkju Selkirksafn- aðar á páskadagskveldið. Mr. Guðmundur Fjeldsted frá Gimli, Man., kom til borgarinnar á fimtudaginn var. Sigurður Finnbogason frá Lang- ruth, Man., dvelur hér i borginni nokkra daga, í heimsókn til vina og kunningja. Mrs. Orton, Los Angeles, Calif., er stödd í borginni þessa daga. Hún kom til að kveðja föður sinn, Mr. Jónas Jónasson, sem nú er á förum til íslands. Nemendasamband Jóns Bjarna- sonar skóla hefir ráðist í að gefa út smáblað, sem nefnt er “The J. B. Alumni Reporter.” Blaðið verður prentað eins oft og nauðsyn krefur eða ástæður leyfa. Ritstjóri er Sam Shewchuk, vara-forseti sambands- ins. Ýmsar fréttir, sem snerta fyr- verandi nemendur skólans, eru birt- ar í þessu fyrsta eintaki, og mun það ætlun útgefenda að styrkja þannig sambandið á milli þeirra, sem ein- hvern tíma hafa sótt skólann. Ef- laust fýsir marga að eignast þetta snotra og skemtilega blað. MessuboÖ FYRSTA LÚTERSKA KIRKJA Guðsþjónustur næsta sunnudag, 15. april, verða með venjulegum hætti: ensk messa kl. 11 f. h. og ís- lenzk messa klukkan 7 að kvöldi. Sunnudaginn 22. apríl messar séra Sigurður Ólafsson í Hnáusa, kl. 2 síðdegis; í Riverton kl. 8 síðdegis, ensk messa. Blað ungmennafélags Fyrsta lút. safnaðar kom út í annað sinn, skömmu fyrir páska. Það hefir ver- ið skírt “The Lutheran Clarion,” og er nú bæði skemtilegt og mjög vel # úr garði gert. Mr. og Mrs. J. Halldórsson, sem dvalið hafa i bænum yfir vetrar- mánuðina, eru nú flutt heim til Langruth, Man., til sumardvalar. Þau voru til heimilis að 623 Simcoe St., Winnipeg. Mrs. S. Th. Westal, frá Williston, N. Dak., og Louise dóttir hennar hafa verið staddar hér í borginni nú í tvær vikur; er ungfrúin að leita sér lækninga hjá vorum góðkunna augnlækni, dr. Jóni Stefánssyni. Herra ritstjóri: I sambandi við frásögn blaðs yðar um samsæti það er Þjóðræknisfé- lagið hélt Jónasi Thordarsyni, sem nú er á förum til íslands, 2. apríl, vil eg geta þess, að ásamt honum var þar staddur annar heiðursgestur og íslandsfari, Mr. Jónas Jónasson, sem ásamt konu sinni, er að fara heim til Islands, eftir 21 árs dvöl hér í landi. Hafa þau hjón bæði tekið á- kveðinn þátt í þjóðræknismálum hér vestra, og getið sér hinn bezta orðstír í hvívetna.—/. J. B. Þeir, sem koma til bæjarins til að dvelja lengri eða skemri tíma, reta fengið fæði og húsnæði á ís- izku heimili.—LTtanáskrift 739 verstone St. Yngri deild»lúterska kvenfélags- ins er að undirbúa te-samkomu, sem haldin verður 1. maí. “Hrer getur návist þeirra Rcyndu það.” erið lundlciður i sem geðgóðir eruf KARLMENN ! Tilbúnar kl. 9 á laugardaginn V'firhafnir S12.00 FatnaCir til vorsina, með allra nýj- asta sniði—herringbone, stykkj. óttir og röndúttir; allslags Tweed fatnaðir—bláir, Oxford, brúnir, ljósbrflniri og gráir. Ein- og tvihneptar yfirhafnir úr ailslags Tweed: pað er efniS, sem notað er þessa árstlS. Fáið yður tilsniðin föt eða yfirhöfn hjá FIRTH, og bregðið yður út I aprll-sólskinið. Fatnaðir....$19.50 til $45.00 Yfihafnir....$17.00 til $35.00 Firth Bros. Ltd. 417J4 PORTAGE ave. Gegnt Power Bldg. ROY TOBEY, Manager. Talslmi 22 282 “DRENGURINN MINN” Þessi merkilegi leikur, eftir franska leikritahöfundinn, Arthur L’ Arronge, verður sýndur af Leik- félagi Sambandssafnaðar, mánu- dags- og þriðjudagskvöld þann 30. apríl og 1. mai. Leikurinn er í 5 þáttum, og má kallast alvöruleikur, þótt svo skemti- legir og skringilegir kaflar séu í gegnum allan leikinn, að hann má að sumu leyti kallast gamanleikur. Leikurinn fer fram í Evrópu, og fjallar um uppeldi ungs manns, sem á rikan föður, er lætur hann njóta bæði ofmikils dálætis og eftirláts- semi. Afleiðingar slíks uppeldis koma fram í leiknum og er með skýrum dráttum sýnd sorg og líka gleði aðstandenda og þeirra, er hlut eiga að máli. Um. 17 manns taka þátt í leiknum. Aðalhlutverkin eru mörg, og má ó- efað búast við að þau verði leyst vel af hendi. Frekari auglýsingar koma i næstu blöðum. Sumarmála guðsþjónusta og vetr- arkveðja boðast í kirkju Konkordía safnaðar næsta sunnudag, þ. 15. þ. m., kl. 1 eftir hádegi. Hjálpumst öll að, gera athöfn þessa uppbvggilega. Lesíur með fermingarbörnum fer fram að guðs- þjónustu endaðri. Þetta eru menn beðnir að muna.—S. S. C. ------- / Séra Jóhann Fredriksson messar á Lundar sunnudagana þ. 15. og 22. þ. m., kl. 2.30 e. h. Séra Björn B. Jónsson fór til Gimli á þriðjudaginn til að flytja erindi sitt: “íslenzkt þjóðlif, eins og það kom mér fyrir sjónir.” Takið eftir auglýsingunni frá Coquette Beauty Salon. Tvær vel þektar, íslenzkar stúlkur vinna þar þær Miss Lily Backman og Miss Ásta Peterson. Látið þær njóta við- skifta yðar. Sunnudaginn 15. apríl messar séra H. Sigmar sem fylgir: Ví- dalíns kirkju kl. kl. 3 e. h., Mountain kl. 8 e. h. Mountain messan fer fram á ensku og er undir umsjón ungmennafélags- ins Offur gengur \ sálmabókar- sjóðinn. Karlaklúbbur Fyrsta lúterska safnaðar hélt fund á þriðjudags- kveldið í síðustu viku. Aðalræðu- maður var séra Rúnólfur Marteins son og flutti hann fróðlegt og skemtilegt erindi um Jón Sigurðs- son, forseta. Flokkur ungra manna söng nokk- ur lög og tókust þau ágætlega.—Mr. Fred Rjarnason, forseti félagsins stýrði samkomunni. Hún var all- vel sótt og þótti hin skemtilegasta. SUMARDACUR FYRSTI Séra Jóhann Bjarnason býst við að messa á þessum stöðum i Gimli prestakalli, næsta sunnudag, þ. 15. apríl, og á þeim tíma dags, sem hér er tiltekinn: I gamalmennaheimil- inu Betel að morgni, á venjulegum jtíma. I kirkju Víðinessafnaðar kl 2 síðdegis og í kirkju Gimlisafn. kl 7 að kvöldi.—Þetta er fólk beðið að athuga og festa sér í minni. Þú sæli sumardagur, sé þér lof og dýrð; n.f. h., Gardar ] þú allar vonir vekur og vegsemd þín er skvrð. Þú breiðir vorsins veldi á vegu nú- tímans; þú kælir hreldra hjörtu með hlýleik gróandans. Þú vetur lætur víkja með voðakulda’ og snjó, Þú býður klaka að bráðna, þú bræðir ís og sjó; og fuglar kátir fljúga með fegurð yfir lönd, og æ vér sífelt sjáum að söm er drottins hönd. Mannalát Takið eftir auglýsingunni um sumarmála samkomuna. Það er al- íslenzk skemtun og ætíð vel sótt af íslendingum hér í borg. Dr. Tweed, tannlæknir, verður staddur í Árborg á fimtudaginn 19. apríl. Mr. Oddur Oddsson, sem dvalið hefir út við Lundar, Man., siðustu tvo mánuði, kom til borgarinnar á iriðjudaginn. Hann hélt samdæg- urs suður til Chicago, þar sem hann stundar alls konar smíðavinnu sumrum. Hann gerði ráð fyrir að miklu meira yrði um vinnu þar syðra, í sumar, en verið hefði und- anfarin ár. Látinn er að Höfn í Árnesbygð í Nýja íslandi, þ. 19. marz s. 1., Pétur Eyjólfsson, fyrrum bóndi þar. Var ættaður af Austurlandi, fæddur í Fossgerði, í Eiðaþinghá, þ. 3. okt. 1857. Kom vestur um haf 1889. Bió fyrstu árin í Dakota, síð- an um tveggja ára tímabil við Rauð árósa, en lang lengst í Höfn, eða yfir þrjátíu ár. Lætur eítir sig þrjú börn á lífi. Þau eru Guðlaug Sess^ elja, kona Þorsteins bónda Sigurðar í Höfn; Þórunn Björg, kona Júlí- usar Sigurðar, er býr í grend við Riverton. Eru menn þeirra systra bræður Jóhanns kafteins Sigurðar í Selkirk, er margir kannast við. Þriðja barn Péturs sál. er Magnús Páll, bóndi í Höfn ; hann á enska konu. Meyjarnafn hennar var Frances Brown. Kona Péturs sál. Eyjólfssonar var Sigurbjörg Magn- úsdóttir, góð kona, er andaðist fyrir rúmum tveim árum. Hún var hálf- systir Mrs. J. J. Vopni hér i borg. —Pétur Eyjólfsson var einn í hópi hinna mörgu, vænu og trúverðugu, íslenzku bænda, er margir sakna, þegar burt eru farnir. Jarðarförin fór fram frá Höfn þ. 23. marz, og var lík hans jarðsett við hlið konu hans, í grafreit Gimlisafnaðar. Séra a Jóhann Bjarnason jarðsöng. — Og vonir lífsins vakna og vermist okkar jörð, og hugir manna hrærast í helgri þakkargjörð. • Vér göngum fram til frama og finn- um manna þrótt, og ekkert þá sem amar, og öllum verður rótt. G. Th. Oddson. LAUSN FRA PRESTSSKAP hafa fengið þessir prestar frá 1. júní n k. að telja: Árni Þórarins- son í Miklaholtsprestakalli í Snæ- fellsness prófastsdæmi, Magnús Jónsson í Staðarprestakalli í Aðal- vík og Pálmi Þórðarson i'Hofs- og Fellsprestakalli í Skagafirði. Jörð tímarit með myndum Afgreiðsla: Lækjargötu 6A, Reykjavík, Iceland Stærð árgangs 250 blaðsíður, “Sameiningar”-brot Greiðist við pöntun. Verð $1.25 224 NOTRE DAME AVE. Winnipeg, Man. Phonb 96 647 MEYERS STUDIOS Largest LIMITED Photographic Organiza- tion in Canada. STUDI0 P0RTRAITS COMMERCIAL PHOTOS Family Groups and Children, a Specialty Open Evenings by Appointment LAFAYETTE H0LLYW00D Stndiofl Stodios 189 PORTAOE Av. Winnipegr, Man. 8ASKATOON Sank. We SpeclaUze in Amateur Developing and Printing -Ji HJÓNA VfGSI.A Gefin saman í hjónaband af séra Sigurði Ólafssyni í Árborg: Mr. Guðmundur Erlendsson og Miss Pauline Sölfason, bæði til heimilis í Árborg. Jón Bjarnasoh Academy—Gjafir: J. B. Johnson, Gimli, Man...$ 5.00 B. Árnason, Mozart, Sask. .. 5.00 G. T. Athelstan, Minneapolis, Minn ..................... 1.00 O. Frederickson, Wpeg..... 1.00 Miss Inga Johnson, Gimli .. 10.00 Kvenfél. Melankton safn., Upham, N. D.............. 10.00 Vinsamlegt þakklæti vottast fyrir þessar gjafir. S. W. Melsted, gjaldkeri skólans. ÆTTATÖLUR peir menn og konur, sem af Is- lenzku bergi eru brotnir geta fengið samda ættartölu slna gegn sanngjörnum ömakslaunum með þvl að leita til mln um það. OUNNAR POR8TEINSSON P.O. Box 608 Reykjavik, lceland. Mr. Jóhann Davidsson, sem dvalið hefir í bænum undanfarið, sér til lækninga, fór heimleiðis til Leslie, Sask., í gær. Með honum fóru Mrs. Jóhanna Elíasson og Mrs. Ingólfur Bjarnason. Þér fáið aldrei betri fata- hreinsun fyrir jafn litla pen- inga, eins og hjá PERTH’S Smá viðgerðir ókeypis—öll föt ábyrgst gegn skemdum. Fötin sótt til yðar og skilað aftur. Sanngjarnt verð. Alt þetta styður að því að» gera PERTH’S beztu fatahreinsun- arstofuna. 482 & 484 P0RTAGE AVE. Sími 37 266 Sumarmála Samkoma Undir umsjón kvenfélags Fyrsta lúterska safnaðar, í samkomusal kirkjunnar FIMTUDAGINN 19. APRÍL 1934 1. 2. 3- 4- 5- 6. 7- PROGRAM: O Canada ......................................Allir Upplestur..........................Gerald Stephenson Söngur—Selectecf..................Mr. P. G. Magnus Ræða—islenzk ....................Mr. W. J. Lindal Einsöngur .......................Mrs. Elma Gislason (a) Vorvindur, eftir Kaldalóns (b) Til næturinnar, eftir Kaldalóns Samtal (frumsamið) “íslenzk sumarmál”.....Sex konur (Fjallkönan í hátíðarbúningi) Söngur—Selected ..................Mr. P. G. Magnus Veitingar ókeypis Byrjar klukkan 8.15 Inngangur 25 cents THEATRE DOMINION Macbeth COMING APRIL 13, 14, 16 M. Rupert Harvcy, l.ondon, Englpnd, gueat ditector. Auspices of Regional Committee, Dominion Drama Festival Under the distinguished partonage of His Excellency the Governor-General of Canada and the Countess Bessborough Command performance, April 13th, at 8.15 p.m. Tiokets novv on sale at Box Office, Dominion Theatre, 175 Portage Avenue East. AU Seats Tickets—$1.00, 75c, SOc, 35c Resorved Murphy’s 715>/2 Ellice Ave. PHONE 37 655 SPECIALIZING IN Fish and Chips per Order 15c Fish per Order 5c Chile Con Carne per Order 15c Salisbury Snacks Ige. lOc small 5c Orders Delivered Anywhere 11. a. m. to 12.30 a.m. CURB SERVICE Open Sundays from 4 p.m.—1 a.m. Jakob F. Bjarnason TRANSFER Annast grelðlega um alt, flutningum lýtur, im&um eða atör um. Hvergi sanngjamara verð. HeimlU: 762 VICTOR STREET Slml: 24 500 Visit the New Modern BEAUTY SAL0N (George Batchelor) Ássisted by fully experienced Operators Only FEATURING Guaranteed Croq. Push Up $1.50 OPENING SPECIALS Finger Wave or Marcel.35c With Shampoo .......50c Other Waves at $250—$7.50 C0QUETTE BEAUTY SAL0N 285 EDMONTON ST. First Door North of Portage MISS LILJA BACKMAN MISS ASTA PETERSON Formerly with the New York Hairdressing Parlor. Phone 25 013 AUÐVITAÐ ERU giftinga leyfisbréf, hringir og gimsteinar farsælastir I gull og úrsmlða verzlun CARL TH0RLAKS0N 699 SARGENT AVE., WPG. Slml 25 406 Heimas. 24 141 Distinguished Citizens Judges, Former Mayors, Noted Educationists, Editors, Leading Lawyers, Doctors, and many Prominent Men of Affairs—send their Sons and Daughters to the D0MINI0N BUSINESS COLLEGE When men and women of keen discernment and sound judgement, after full and painstaking enquiry and investigation, select the Dominion Business College as the school in which their own sons and daughters are to receive their training for a business career, it can be taken for granted that they considered the many ad- vantages offered by the Dominion were too important to be over- looked. The DOMINION BUSINESS COI.LEGE today offers you the best husiness courses money can buy, and that at a cost that brings it easily within your reach. An ordinary business course no longer fills one’s requirements. It is the extra measure of skill and knowledge conferred by a Do- minion Training that singles one out for promotion in any modern business office. It has always been a good investment to secure a Dominion Train- inB—but today, more than ever, it is important that you secure the best obtainable in order to compete worthily in the years to come. Oar Schools are Localed 1. ON THE MATiU. 2. ST. JAMES—Oorner College and Portage. 3. ST. JOHNS—1308 Maln St. 4. EUMWOOD—Comer Kelvin and Mclntosh. JOIN NOW Day and Evening Ciasses You May Enroll at Any One of Our Four Schools With Perfect Confidence.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.