Lögberg - 19.04.1934, Qupperneq 1
47. ARGANGUR
WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 19. APRlL 1934
NÚMER 16
FRÁ ÍSLANDI
Lillian Sigríður Thorvaldson
ÞaÖ er ástæða til aÖ geta unga fólksins, sem hefir markaíS sér
fallega lífsbraut, engu síður en hins eldra, þó sporin þar séu fleiri
og afrekin af þvi skapi stundum meiri. Með sanni verður það
sagt um Miss Thorvaldson, að hún hefir stigið fallega fram á æfi-
brautina. Vil eg því segja frá henni með nokkrum orðum.
Hún er fædd í Pine Vallev i Manitoba fyrsta dag september
mánaðar árið 1909. Foreldrar hennar eru þau hjónin Björn G.
Thorvaldson og Kristrún Jónsdóttir. Búa þau enn rétt við þorpið
Piney og er heimili þeirra alþekt fyrir vinsemd og myndarskap.
Lillian lauk barnaskólanámi í Piney árið 1924. Næsta haust
hóf hún miðskólanám í St. James, sem er ein af undirborgum
Winnipeg. t janúar 1925 innritaðist hún í Jóns Bjarnasonar skóla,
og lauk þar miðskólanámi (11. bekk) vorið 1927. Á þeim tíma
vann hún, að minsta kosti stundum, fyrir fæði og húsnæði. Hún
gat sér góðan orðstír við námið. Síðasta árið var hún efst á skrá
i sínum bekk, í öllum skólaprófum, og var því nafn hennar greipt
á Arinbjarnar-bikarinn fyrir það ár.
Hún var þá ákveðin í því að nema hjúkrunarfræði, en var á
þeim tíma of ung til að ná inngöngu í skóla Almenna sjúkrahúss-
ins í Winnipeg. Þar innritaðist hún sem nemandi 1. okt. 1928 og
útskrifaðist þaðan 13. okt., 1931. Háskólaprófið i hjúkrunarfræði
tók hún síðastliðið haust og stóð sig ágætlega. Hún hefði tekið
það próf fyr, en heilsan var dálítið biluð er hún hafði lokið námi,
og þegar hún var orðin góð, fékk hún hjúkrunarstarf í náma-
bænum Flin Flon í norðurhluta þessa fylkis.
Lillian hefir kynt sig að góðu alstaðar þar sem hún hefir verið:
i föðurgarði, í skóla, í sjúkrahúsi. Hún er tápmikil stúlka, alvöru-
gefin og einbeitt. Til náms hafði hún góða hæfileika, en til þess
lagði hún lika dugnað og samvizkusemi. Hún var aldrei ánægð
með það eitt að ná prófi. Henni var ætíð um það hugað að gjöra
sitt allra bezta, enda féll hún aldrei í skólaprófi. Sami myndar-
skapurinn einkendi hana í öllu verklegu. Alstaðar fékk hún góðan
vitnisburð fyrir nám eða verk. Meðan hún var í hj úkrunarskól-
anum varði hún nokkrum tíma til starfs í Margaret Scott Mission,
sem þó var ekki gjört nemendum að skyldu. Er það starf unnið
eingöngu fyrir fátæklinga, sem ekki geta borgað fyrir.hjúkrun.
Hún lagði þar mikið á sig til að hjálpa þeim aumu, enda er hún
bæði skyldurækin og nákvæm við hjálparþurfa.
Hún ávann sér vináttu skólasystkina sinna og traust kennara
sinna, bæði í hjúkrunarskólanum og áður. Hugheilar blessunar-
óskir hinna mörgu vina hennar fylgja henni fram á starfsskeiðið,
sem þeir vita að verður auðugt að nytsemd.
Hún hefir nú góða stöðu sem hjúkrunarkona í sjúkrahúsi
Flin Flon bæjar. Verði framtiðin henni farsæl eins og undirbún-
ingurinn hefir verið góður.—R. M.
SILDARVERKSMIÐJ A
AAKUREYRI
Á bæjarstjórnarfundi lagði síld-
arverksmiðjunefndin fram svohljóð-
andi tillögu:
“Bæjarstjórnin samþykkir að taka
þátt í byggingu fullkominnar síld-
arbræðsluverksmiðju á Oddeyrar-
tanga að einum f jórða stofnkostnað-
ar, þó ekki yfir 250 þús. kr., og eigi
bærinn verksmiðjuna að þeim hluta.
Var þessi tillaga samþykt í einu
hljóði. — Framsögumaður, Jón
Sveinsson, áleit að með því að
byggja verksmiðjuna hér myndu
sparast um 200,000 kr., á við það,
að byggja hana einhversstaðar á lítt
bygðum stöðvum.—Dagur 27. marz.
ERA ISAEIRÐI 20. MARZ
Aukafundur hefir verið haldinn í
bæjarstjórn kaupstaðarins, og gerð-
ist þetta aðallega: Kosin í barna-
verndarnefnd Björn Jónsson skóla-
stjóri, Sigurgeir Sigurðsson prófast-
ur, Sigurður Sigurðsson kennari,
Helga Tómasdóttir og Unnur Guð-
mundsdóttir. Ákveðið var að fara
þess á leit við Brunabótafélagið, að
það hafi mann i þjónustu sinni, sem
leiðbeini um slökkvistörf og björgun
úr eldsvoða. Samvinnufélagi ís-
firðinga var leyft að setja á stofn
hraðfrystitæki. Slysavarnasveit
kvenna hér á ísafirði var leyft ó-
keypis húsnæði í kvikmyndahúsinu
til fundarhalda. Samþykt var að
taka upp 8 stunda vinnudag í allri
gatnavinnu og atvinnubótavinnu hjá
bænum, að tillögum Alþýðuflokks-
ins. LTndanfarið hefir verið 8
stunda vinnudagur hjá fiskþvotta-
stúlkum í f iskimj ölsverksmiðj um og
grjótmulningsvél bæjarins. Ung-
meyjardeild var stofnuð hér innan
Slysavarnafélagsins- þann 4. þ. m.
með rúmlega 50 'féiögum. For-
maður er Lilja Magnúsardóttir.
Framhaldsstofnfundur í Ungmenna-
deild Slysavarnafélagsins var hald-
inn síðastliðinn sunnudag. Félagar
eru á annað hundrað. Formaður er
Þorvaldur Sigurgeirsson. Þá eru 4
deildir starfandi hér. í kvöld efnir
kvennadeildin til skemtunar í Templ-
arahúsinu, en hvitklæddar meyjar
selja i dag merki á götunum til ágóða
fyrir björgunarskútusjóð Vest-
f jarða. Allir kaupsýslumenn bæjar-
ins hafa lofað að leggja 5% af sölu
miðvikudagsins fyrir páska í björg-
unarskútusjóðinn, aðaldeildin hefir
haft forgöngu þessa máls. Þingmað-
ur Norður-ísfiringa hélt leiðarþing
í Bolungarvík siðastliðinn laugardag.
Fjölment var á fundinum og þing-
maðurinn hyltur að fundarlokum.
—N. dagbl.
ERA SEYÐISFIRÐI 16. MARZ
Fvrirlestranámskeið, sem baldið
var á Eiðum 1.—3. þ. m. sóttu um
400 manns daglega. Aðalfyrirles-
arar voru Pétur Sigurðsson úr
Reykjavik með 4 fyrirlestra, og séra
Sveinn Víkingur með 2 og eina pré-
dikun. Auk þeirra fluttu sitt erind-
ið hvor: Gísli Helgason, Skógar-
gerði, Haraldur Guðmundsson
bankastjóri á Seyðisfirði, Anna
Guðmundsdóttir kenslukona á F.ið-
um. Auk þessa var til skemtunar
upplestur og söngur söngflokks
skólans. — Skuggasvein léku nem-
endur Eiðaskólans á hverju kvöldi.
—N. Dagbl., 17. marz.
MAÐUR DRUKNAR
í ofviðrinu 21. þ. m. tók mann út
af vélskipinu “Nanna” og náðist
hann ekki aftur. Hann hét Frið-
björn Jónson og var frá Siglufirði,
ungur maður og ókvæntur. Slysið
vildi þannig til, að stórsjór féll á
skipið og skolaði öllu Iauslegu fyrir
borð.—N. dagbl. 23. marz.
SUNDNAMSKEIÐ
stóð yfir í Sundskála Svarfdæla frá
10. jan. þ. á. til 15. f. m. Kennarar
voru Kristinn Jónsson og Jón
Trausti Þorsteinsson. Sundnemar
voru alls 87. Þar af voru: úr Svarf-
aðardal 41, úr Árskógshreppi 13, úr
Arnarneshreppi 2, úr Ólafsfirði 9
og frá Siglufirði 22. Nýnemar voru
30, en eldri nemar 57. Sundpróf
var haldið að námskeiðinu loknu.
Hæstir urðu: Jón Björnsson með 67
stig, Skafti Þorsteinsson með 63 stig
og Gaunnlaugur Friðriksson með 60
stig. Hæst einkunn er 70 stig. All-
ar tegundir af almennu sundi voru
kendar, einnig björgun og lífgun.
Skóli þessi tók fvrst til starfa á ár-
inu 1929. (Kristinn Jónsson, sem
er heimildarmaður þessarar frásagn-
ar, getur þess, að kunnugt sé um að
6 af eldri og yngri sundnemum
skólans hafi fyrir sundkunnáttu
sína bjargast frá druknun.—N. D.bl.
SKÝRSLA MENTASKÓLANS
AAKUREYRI
fyrir skólaárið 1932—33 er nýkoin-
in út. Rúmlega 170 nemendur hafa
stundað nám við skólann. Um vorið
tóku 50 nemendur gagnfræðapróf
og 14 tóku stúdentspróf, þar af 3,
sem lesið höfðu utanskóla. Breyt-
ingar á kennaraliði skólans urðu
þær einar, að Þórarinn Björnsson
frá Víkingavatni réðist kennari að
skólanum. Hann lauk stúdents-
prófi utanskóla i Reykjavík 1927 og
hafði numið allan skólalærdóm við
Akureyrarskólann. Síðan stundaði
hann nám við Sorbonne i París i
frönsku, frönskum bókmentum,
uppeldisfræði og latínu. Hafði
hann stundað þessar námsgreinar
með tilliti til að kenna þær síðar við
Akureyrarskólann, því svo hafði
verið ráðið áður en hann sigldi.
—N. dagbl.
DÓMUR I
SJÓÐÞURÐARMALINU
Vestmannaeyjum 22. marz.
f gær var kveðinn upp í aukarétti
Vestmannaeyja dómur í máli því,
sem höfðað var af hálfu réttvísinn-
ar gegn Sigurði Snorrasyni fyrv.
féhirði Útibús Útvegsbanka íslands
h.f. í Vestmannaeyjum. Niðurstaða
dómsins er svohljóðandi:
Því dæmist rétt vera: Ákærður
Sigurður Sivertsen Snorrason sæti
betrunarhúsvinnu í 18 mánuði.
Hann greiði Jóni Baldvinssyni og
Jóni Ólafssyni fyrir hönd Útvegs-
bankans h.f. kr. 60,733.00 innan 15
sólarhringa frá lögbirtingu dóms
þessa. Loks greiði ákærður allan
kostnað sakarinnar, þar á meðal
ostnað við gæsluvarðhald sitt. Dómi
þessum skal fullnægt með aðför að
lögum Jón Hallvarðsson settur.—
N. dagbl. 23. marz.
PRA HAFNARFIRÐI 16. MARZ
Áttræðisafmæli átti í gær Jón
Þórðarson fyrverandi hreppstjóri
frá Hliði á Álftanesi, en hann hefir
nú um margra ára skeið átt heima
hér í Hafnarfirði. Hann var for-
maður safnaðarstjómar Fríkirkj-
unnar hér í 17 ár, eða þar til síð-
astliðið, og heiðraði söfnuðurinn
hann með þvi, að gera hann að
heiðursmeðlimi safnaðarins. Enn-
fremur afhenti prestur safnaðarins
honum útvarpstæki að gjöf frá
söfnuðinum.—N. Dagbl. 17. marz.
VLLBATUR SEKKUR
Vélbáturinn Helga frá Hnífsdal
sökk í Isafjarðardjúpi í fyrrinótt.
Mennirnir björguðust í togarann
Hávarð ísfirðing. Veður hafði ver-
ið mjög vont og komust margir bát-
ar með naumindum til lands kvöld-
ið áður.—N. dagbl. 22. marz.
Konungs bíll
Albert Belgíu konungur var, á
yngri árum, mesti æfintýramaður.
Hann hafði gaman af ferðalögum,
I og ók jaínan í sínum eigin bíl. Kon-
ungur hafði fullkomið verkstæði í
kjallara í einni höll sinni. í þessu
verkstæði smíðaði hann stálvarða
yfirbyggingu á einn bíl sinn. Það
var Excelior bíll og mesta dverga-
smíð. Ráðgjafar konungs sögðu
honum að það myndi misskilið, ef
hann æki um götur höfuðborgarinn-
ar í þessari brynreið. Þá gaf kon-
ungur bílinn og lenti hann til belg-
iska auðmannsins Alfred Lowen-
steins, þess, er datt úr flugvíl sinni
yfir Ermasundi fyrir sex árum, og
beið þar bana.
Næst fréttist að konungs bíll þessi
væri kominn til New York, og átti
hann þá Larry Fay, illræmdur
glæpamaður þar í borg, sem myrtur
var nokkru seinna. Fay gaf vin-
konu sinni. “Texas” Guinan, bílinn,
og ók hún í honum oft á tíðum, þar
til dauða hennar bar að fyrir misseri
siðan. Þá var bíllinn seldur á upp-
boði og keyptur fyrir 80 dollara af
bílasala einum.
Fyrir einum tveim vikum síðan
var þessi frægi bíll sendur til
Evrópu með Cunard skipinu Scythia
frá Halifax, og verður hann geymd-
ur i minjasafni í Brussels, þar sem
aðrir gripir hins látna konungs verða
til sýnis.
Frjálslyndi flokkurinn sigr-
ar í South-Oxford
Aukakosning til sambandsþings
fór fram á mánudaginn í South-
Oxford kjördæminu i Ontario.
Þetta þingsæti hefir verið autt síðan
Thomas M. Cayley lézt í fyrra.
Hann var merkisberi frjálslynda
flokksins, og eftirmaður hans, Al-
mon Secord Rennie, verður það
einnig. Rennie fékk 1,530 atkvæða
meirihluta fram yfir Hon. Donald
Sutherland, íhaldsflokksmann og
fyrrum ráðgjafa í stiórn Arthur
Meighen’s. Aldrei í sögu þessa kjör-
dæmis hefir nokkur þingmaður
fengið jafn stóran hluta atkvæða
fram yfir mótstöðumann sinn, eins
og Rennie fékk að þessu sinni.
Aukakosning þessi var sótt af
miklu kappi af báðum eldri flokk-
unum. Bennett, stjórnarformaður,
Stevens, ráðgjafi verzlunarmála,
Manion, járnbrautarmálaráðgjafi og
fleiri merkir íhaldsmenn ferðuðust
um kjördæmið og fluttu ræður til
styrktar Sutherland. Af hálfu
frjálslynda flokksins tóku þátt í
kosningabaráttunni þeir Mackenzie
King, Earnest Lapointe og Mitchell
Hepburn, foringi flokksins í Ont-
ario.
Margir innan frjálslynda flokks-
ins líta svo á að sigur Rennie’s spái
góðu um úrslit fylkiskosninganna í
Ontario, sem í hönd fara bráðlega,
ekki síður en fyrir sigri frjálslynda
flokksins i næstu almennum kosn-
ingum.
Fregnir frá Tokio segja að tals-
maður fyrir utanríkisráðið japanska
hafi lýst því yfir að Japan myndi
hér eftir sjá um að útlendar þjóðir
skifti sér ekki af stjórnmálum Kína-
veldis, eða annara þjóða í Austur-
Asíu. Maður þessi sagði einnig að
Japan myndi ekki hika við að beita
herafli, ef þess þyrfti með.
Flestir líta svo á að með þessari
yfirlýsingu sé Japan að vara, bæði
Evrópuþjóðir og Bandaríkin við því
Uppruni Norður-Ameríku
Indíána
Vísindamaðurinn nafnkunni, Dr.
Ales Hrdlicka, hefir til margra ára
haldið því fram, að Norður-Ame-
ríku Indíánar séu í fyrstunni komnir
frá Asíu.
Margir amerískir fræðimenn eru
nú komnir á sömu skoðun og telja
nú fullsannað að Indíánar þessir
hafi komið frá Asíu til Alaska fyr-
ir 15 þúsund árum síðan. Þaðan
fluttust þeir smám saman yfir Can-
ada. Þar greindust þeir í fjórar
aðalkvíslir. Ein þeirra hélt austur
á bóginn til Stóru Vatnanna, það var
Algonquion kynkvíslin, sem siðar
bygði alla norðaustur strönd Banda-
ríkjanna. Sioux Indíánar héldu
suður með vesturströndinni og flutt-
ust seinna austur yfir Klettaf jöll og
út á slétturnar. Úr sömu átt komu
einnig Muskhogean Indíánar. Þeir
fluttust alla leið suður að Mexico-
flóanum. Hinir herskáu Iroquois
komu frá Ozark-fjöllunum í Mis-
souri, og skiftust þar. Annar flokk-
urinn hélt suður til Norður-Carolina
en hinn settist að við Stóru Vötnin
og i Ontario, svo sem kunnugt er
af canadiskri sögu.
Allir þessir Indíánar voru upphaf-
lega af Mongóla-kyni, eftir því sem
næst verður komist.
Bresku fjárlögin lögð
fyrir þingið
Neville Chamberlain, fjármála-
ráðgjafi Breta,, lagði fjárlagafrum-
varpið fyrir þingið á þriðjudaginn.
Ráðherrann sagði þingmönnum,
a% tekjur rikissjóðs hefðu, á árinu,
orðið næstum 200 miljón dollurum
hærri en útgjöld. Það var nokkru
meira en álitið var í fyrstu. Þessi
tekjuafgangur verður notaður til að
hækka meðlag með atvinnulausum
mönnum, sem lækkað var árið 1931,
og til að bæta upp, að hálfu leyti,
þá kauplækkun, sem allir starfs-
menn stjórnarinnar urðu að sæta
sama ár. Einnig verður tekjuskatt-
urinn færður niður eitthvað dálítið,
eða því sem næst 10%.
Þingmenn og almenningur tóku
þessum fréttum með fögnuði, sem
vonlegt var. B.retland hefir aukið
verzlun sína til muna, á síðasta ári,
og alt útlit er fyrir að eitthvað dragi
úr atvinnuleysinu bráðlega. Lands-
menn eru vongóðir um framtíðina.
Ráðstefnan í Róm
Fulltrúar helstu kornræktar þjóða
heimsins hafa setið á ráðstefnu und-
anfarnar vikur, til að komast að
föstum samningum um framleiðslu
ög sölu á hveiti.
Ráðstefnan hefir ákveðið að
leggja fyrir stjórnir þessara þjóða,
frumvarp um lámarksverð á hveiti.
Ekki er kunnugt hvað það verð á
að vera, en það kemur á daginn,
þegar þingið kemur aftur saman i
London, snemma í maí. Einnig
kom til tals að takmarka enn meir
framleiðslu, en fulltr)úar Ástralíu
mótmæltu þvi, og við það situr.
að skifta sér af framferði Japana i
Kina.
Japanska stjórnin hefir auðsjáan-
lega tekið sér tjl fyrirmyndar hið svo
kallaða “Monroe doctrine” Banda-
ríkjanna, en fara þó jafnvel enn
lengra. Japan lofast til að tryggja
frið í Asíu og mótmælir því, að vest-
rænar þjóðir stuðli að þvi að flytja
vopn til Kína og kenna þeim bar-
daga-aðferðir.
Trotzky kominn til
Frakklands
Rússneski byltingamaðurinn Leon
Trotzky, sem farið hefir huldu höfði
í seinni tíð, fanst á sunnudaginn var
í bænum Barbizon á Frakklandi.
Trotzkv var gerður útlægur frá
Rússlandi fvrir sjö árum siðan,
vegna þess að skoðanir hans voru
andstæðar stefnu Stalins, alræðis-
manns.
Lengst af hefir Trotzky dvalið á
Tyrklandi, því stjórnir flestra
stærri Evrópu þjóða hafa ekki treyst
sér að eiga þennan fræga uppreist-
armann yfir höfðum sér.
Trotzky hafði leigt sér góðan bú-
stað i Barbizon, en íbúar þorpsins
urðu tortryggnir, vegna hins leynd-
ardómsfulla framferðis leigjandans.
Mjög sjaldan sást nokkur manneskja
á ferð utanhúss, og póstur kom
aldrei með venjulegu móti, heldur
var hann sendur frá París á hverju
kveldi. Lögreglunni var þá gert
aðvart og vaktaði hún húsið í tvo
sólarhringa. Að þeim tima liðnum
þóttist lögreglan viss um að alt væri
ekki með feldu og braust inn.
Trotzky átti einskis von og var hann
auðveldlega tekinn og síðan yfir-
heyrður. Hann sagðist hafa komið
frá Corsíku í júlí í fyrrasumar og
síðan dvalið í Barbizon. Kona hans
var þarna líka. Þá sagði Trotzky
að ætlun sin væri að koma á als-
herjar byltingu, ekki síður í Rúss-
landi en annarsstaðar, því einnig þar
væri stjórnarfarið að spillast. Skjöl
hafði Trotzky meðferðis, sem sýndu
að honum væri heimilt að dvelja í
Frakklandi. Þá fóru yfirvöldin.
Á mánudagsmorgun var Trotzky
allur á brott; hafði strokið um nótt-
ina. Ástæðan er sögð sú, að hann
óttist um líf sitt fyrir rússneskum
keisarasinnum, sem fjölmennir eru
í París, og víðar á Frakklandi.
Trotzky er talinn stórgáfaður, og
stjórn hans á rússneska uppreistar-
hernum hefir lengi verið viðbrugð-
ið.
Japanir mótmœla afskiftum hvítra
þjóða í Asíu