Lögberg - 19.04.1934, Blaðsíða 7

Lögberg - 19.04.1934, Blaðsíða 7
LÖGBEÍRG, FIMTUDAGINN 19. APRIL 1934 7 ŒFIMINNING Sunnudaginn 4. marz, s. 1., andaðist að heimili tengdadótt- ur sinnar, Mrs. Þórunnai Finnsson, Wynyard, Sask., hefÖarkonan Sigurlaug Jó- hannesdóttir Finnsson, rum- lega átatiu og eins árs að aldri. Sigurlaug sál. var fædd á Húsavík á íslandi hinn 7. ágúst 1852, foreldrar hennar voru Jóhannes Jóhannsson og Kat- rín Sigurðardóttir; mun Sig- urlaug hafa alist upp hiá for- eldrum sinum þar til hún var rúmlega 25 ára að aldri, en þá giftist hún Sigurfinni Finns- son. Þau ungu hjón byrjuðu þá bú sitt í Dölum í Mjóafirði, og bjuggu þau þar til ársins 1889, að þau fluttust til Vest- urheims, hið sama ár komu þau til Pembina i N. Dakota, og búsettu sig þar á svokölluðum Pembinafjöllum. Þeim hjónum búnaðist vel, þrátt fyrir það þó þau byrjuðu bú sitt-við mjög lítil efni, en bæði voru þau samanvalin í dugnaði og myndarskap, enda varð heimili þeirra á Pembinaf jöllum brátt álitið eitt af þvi mynd- arlegasta og géstrisnasta heimili þar syðra, og þau hjón voru elskuð og virt af öllum, sem þeim kyntust. Árið 1906 fluttist Sigurlaug sál. ásamt manni sínum til \’atna- bygðanna 1 Saskatchewan og byrjuðu þau þar hið mesta íyrir- myndar bú, nokkrar mílur norður af Wynyard. Einnig þar bún- aðist þeim vel, og ekki er of mikið sagt, að heimili þeirra hjóna var viðurkent að vera í röð hinna allra beztu og al-íslenzkustu heimila þar í sveit. Marga mun þar hafa borið að garði, en enginn þurfti þaðan svangur eða þyrstur að fara, og ávalt voru þau hjón boðin og búin til að hjálpa, og þó sérstaklega þeim, sem bágstaddir voru. Sigurlaug heitin var merkiskona hin mesta, hún var höfðing- leg í allri framkomu, hún var orðlögð fyrir að vera sérstaklega frið sýnum og skynsöm með afbrigðum, enda var hún vel lesin og þar af leiðandi víða heima. Út á við var hún fáskiftin og seintekin, en vinum sínum trú og óbrigðul, hún hafði yndi af að lesa góðar bækur, sem auðvitað áttu sinn þátt i því að gjöra hana blíðlinda og mjög bjartsýna. Hún elskaði alt, sem var fagurt og gott og kærleiki Drottins var gróðursettur í hjarta hennar, þessvegna elskaði hún að gjöra öðr- um gott, og kom allstaðar fram til hins bezta. Sigurlaug var trúkona mikil.v og lét hún það í ljós stöku sinn- um við beztu vini sína, að hún tryði því að Guð mundi aldrei láta ólaunað það, sem gjört væri í réttum anda. Hún varð fleiri sinnum fyrir sárri sorg á lífsleiðinni, og var því hennar óbilandi Guðstrú oft prófuð, eins og eftirfarandi línur sýna. Sigurlaugu og Sigfinni varð átta barna auðið, og dóu tvö þeirra í æsku heima á Islandi, svo fyrsta árið, sem þau voru hér í Vesturheimi, mistu þau þrjú af börnum sínum, öll dóu þau á sömu vikunni, og öll í æsku. Þrjú komust til fullorðinsára, sem voru: Guðfinna Sigurlín, Finnur og Fritz Wilhelm. Árið 1918 misti Sigurlaug sál. mann sinn, og brá hún þá búi og fór til sonar síns, Finns, sem giftur var Þórunni Hallgrímsson, dóttur þeirra merkishjóna, Mr. og Mrs. Hallgrímsson, vel búandi þar í bygðinni. Mrs. Þórunn P'innsson er líka hin mesta myndar og dugnaðar kona. Einnig þetta sama ár 1918, misti Sigurlaug sína einustu dóttur, sem hún átti á lífi, Guðfinnu Sigurlín, unga og efnilega konu, sem þá var nýgift Jóhannesi Stefánssyni, þar i Wynyard-bygðinni, mesta myndarmanni. Ekki voru þó allar sorgar- og reynslustundir Sigurlaugar sál. búnar, því árið 1928 misti hún sinn góða og myndarlega son, Finn, mann Þórunnar, sem áður er getið, og eftirlét hann konu og átta börn, öll í æsku. Aðeins eitt af börnum sinum átti nú Sigurlaug heitin eftir á lífi, sem er Fritz Wilhelm; hann er giftur Ingu Plördal, og eru þau hjón búsett í Wynyard, Sask. En þrátt fyrir það þótt himna- föðurnum þóknaðist að kalla svo mörg af börnum Sigurlaugar heim, á undan henni, þá gaf Guð henni að sjá bæði mörg og falleg barnabörn, sem eru fjórar dætur og fjórir synir Mrs. Þórunnar, ekkju Finns sál. Öll þessi góðu börn eru vel af Guði gefin, bæði til líkama og sálar, og þau elstu vel á vegi mentunar, og sýnir það hinn mesta myndarskap og fram úr skarandi dugnað Mrs. Þ. I' innsson, að liafa komið börnum sínum svo vel áfram, sem raun er á, þrátt fyrir marga og mikla erfiðleika. Einnig á eftirlifandi sonur Sigurlaugar, Fritz .Wilhelm og kona hans, sex dætur, allar hinar myndarlegustu stúlkur og mjög vel gefnar. Öll þessi indælu barnabörn Sigurlaugar sál. voru henni til mikillar ánægju, og þótti henni f jarska vænt um þau, enda sakna öll börnin sinnar blíðu og góðu ömmu. Einnig átti Sigurlaug mörg systkinabörn og fleiri skyldmenni, bæði hér í Canada og Bandaríkjunum, sem eg ekki kann nöfn á. Nú hefir þessi mikla merkiskona barist trúarinnar góðu bar- áttu, og andi hennar hefir höndlað hið eilifa lífið, hún var trú Guði sínum og Frelsaranum, og hún hefir uin óendanlegar eilífðir öðlast kórónu lífsins. Þegar sorgirnar bar að hönduin, þá stóð hún eins og hetja, klædd brynju trúar og kærleika. “Þessi cþvrðlegu orð voru skrifuð í hennar sanleikselskandi hjarta: “Drottinn gaf og Drottinn tók, og lofað veri Drottins nafn.” Fram til síðustu lífsdaganna var Sigurlaug við góða heilsu; hún var þó nokkuð mikið lasin síðustu vikuna, sem hún lifði, en þó við fulla rænu, og fylgdist með því, sem fram fór í kringum hana, og minnið var óskert. Þrátt fyrir margar og fallegar bækur, sem Sigurlaug hafði lesið, þá voru það þó sérstaklega tvær, sem hún elskaði, og það voru Nýja testamentið og íslenzka sálmabókin,—sálmana las hún daglega, og þegar hún var orðin svo máttfarin, að hún ekki treysti sér til að lesa sjálf, þá fekk hún eina af vinkonum sinum til að lesa fyrir sig þá sálma, sem dýpst höfðu grafið sig í hennar sálarlíf, og sem sérstaklega voru þessir: “Á meðan, Jesús minn, eg lifi, mun eg aldrei gleyma þér,” og “Ó þá náð að eiga Jesúm,” og síðast bað hún að lesa fyrir sig sálminn: “Eg lifi og eg veit hve löng er mín bið.” Biðjandi í friði og fullkominni sælu sofnaði hún, og andi hennar var leystur frá þvi jarðneska og ófullkonma og borinn af englum Guðs heim til landsins uppljómaða af geisladýrð guðdóms- ins, þar sem alt réttlæti hefir náð fullri þroskun. Hin látna var jarðsungin hinn 7. marz, frá lútersku kirkjunni í Wynyard, og einnig frá samkomuhúsi íslendinga þar nyrðra í bygðinni, að viðstöddu nokkuð mörgu fólki á báðum stöðunum. Líkræðu flutti Guðm. P. Johnson, guðfræðanemi við presta- skólann lúterska í Saskatoon. Sigurlaug sál. var lögð til hvíldar í Grandy grafreit, þar sem einnig maður hennar, sonur og dóttir hvíla. Guð blessi minningu hennar. G. P. J. KAUPIÐ ÁVAXiT LUMBER THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD. HENRY AVENUE AND ARGYLE STREET. WLNNIPEG, MAN. PHONE 95 551. Walter Scott (Aldarminning) Eftir prófessor Richard Beck Framh. III. STYRKIR TAUGAR OG VEITIR NÝJA HEILSU N U G A-T O N E styrkir taugarnar, skerpir matarlyst, hressir upp á melt- ingarfæri, stuðlar að værum svefni. og bætir heilsuna yfirleitt. NUGA-TONE hefir gengið manna á meðal I 45 ár, og hefir reynst konum sem körlum sönn hjálparhella. Notið NUGA-TONE. Pað fæst í öllum lyfja- búðum. Kaupið hið hreina NUGA- TONE, því fá meðöl bera slíkan árang. ur. Scott var maður bæði fjölhæfur og f jölfróður. Hann var fornfræð- ingur, samdi æfisögur merkismanna og sá um útgáfu ýmsra skáldrita; einnig var hann skarpskygn ritdóm- ari. Víðkunnastur er hann sem Ijóða- og sagnaskáld. Hann hóf rithöfundarferil sinn árið 1796 með sögukvæða-þýðing- um úr þýsku; voru þær háróman- tískar að efni og sýna ljóslega hvaða bókmentastefnu þýðandinn hneigð- ist að. Hið furðulega og skelfilega heillaði jafnan huga hans, eins og hann segir sjálfur á einum stað í rit- um sínum, og þá elcki síður hið f jar- læga í rúmi og tima. Miklu merkara heldur en þýðingarnar úr þýsku var safn það af skotskum þjóðkvæðum, Minstrelsy of the Scottish Bards, sem Scott gaf út 1802—1803, með ágætum inngangi og skýringum. Hafði hann unnið að söfnun kvæð- anna árum saman og ferðast viða Hða lesandanum fyrir sjónir litauðg- lega vel að lýsa því stórfenglega og trylta, hamförum í náttúrunni og mannlífinu, enda mun mega segja, að lýsingin á Flóðvallarbardaga (The Battle of Flodden Field) sé snjallasti kaflinn i Marmion; og leit mun á kröftugri bardagalýsingu í enskum bókmentum. En Scott var að eðlisfari athafnamaður — bar- dagamaður — engu miður en skáld. Hann var meira að segja sjálfboða- liði í skotska hernum þegar hann samdi Marmion, og mikinn hluta kvæðisins orti hann á hestbaki. Ekki er því kyn, þó að hófadvnur og hergný.r hljómi viða sem undirspil í kvæði þessu. Mannlýsingarnar í Marmion eru einnig sannar og glöggar, en í því efni bregst Scott stundum bogalistin. The Lady of the Lake er róman- tísk og yndisleg Ijóðsaga, er gerist í Iiálöndunum skotsku, en landslag þar er bæði hrikalegt og fagurt. Náttúrulýsingar Scotts á þessum stöðvum vöktu svo mikla athygli og aðdáun, að ferðamenn tóku að flykkjast þangað, og enn sækir þangað margmenr.i árlega. Flug og fjör er í frásögninni og hvarvetna eins og fögrum blómum og fágætum, víðsvegar um skáldsögur hans. Þessi kvæði hans eru venjulega framúr- skarandi ljóðræn, þrungin djúpri til- finningu; og í sumum þeirra kafar skáldið djúpt í sannleikshafið, glim- ir við hinar dulrænustu gátur manns- andans—leyndardóma lífs og dauða. Að jafnaði falla þessi smákvæði vel inn í umgerð skáldsögunnar, auka áhrifamagn hennar, hvíla lesandann og hvessa honum sálarsýn. Framh. Bera skalt þú höfuð hátt, heims þó lánið þverri, því í vændum eflaust átt ekki liðan verri. Þórður Einarsson Sýnist víða sælu rýrð; sorgin flesta mæðir.— Lengst í fjarska ljósadýrð Ijóma Sigurhæðir. Blín Jónsdóttir. um Skotland í þeim tilgangi; útgáf- an er hin vandaðasta í hvívetna og ber fagurt vitni smekkvísi safnand- ands og víðtækri þekkingu hans í þjóðlegum fræðum. Nokkur frum- samin kvæði eru i safninu, ort í anda þjóðkvæðanna ; nær skáldið vel blæ fyrirmynda sinna og krafti. Kvæðasafn þetta átti verðskulduð- um vinsældum að fagna og kom hon- um á bekk með góðskáldum. Scott lét nú skamt stórra höggva tnilli í skáldskapnum. Hann sendi frá sér hverja Ijóðsöguna á fætur annari, og eru þessar merkastar: Thc Lay of the Last Minstrel, Marmion og The Lady of the Lake; hlutu þær sjaldgæfa lýðhylli. Af hinni fyrstnefndu seldust t. d. fjór- tán útgáfur á skömmum tima. Ekki var það heldur tilviljun ein, að ljóð- sögur þessar féllu í svo frjóa jörð. Deyfð var yfir enskri ljóðagerð; bar þar mest á merglausri íhygli og andríkissnauðri raunsæi; þar skorti þann eld tilfinninganna, sem er hjarta lýrisks kveðskapar. Sögu kvæði Scotts komu eins og lífgandi og svalandi vindur eftir þreytandi lognmolludag. Þar voru nýir streng- ir snortnir á hörpunni. Kvæðaefn- in voru nýstárleg og hrífandi, frá- sögnin f jörug og auðug að fögrum náttúrulýsingum, bragarhátturinn hressandi og hreimmikill. Fjarri fer að ljóðsögurnar séu allar iafn snjall- ar, enda er sliks ekki að vænta, en snildin er þar víða yfirgnæfandi. Eftirfarandi ljóðlínur úr sjötta kafl- anum í The Lay of the Last Min- strcl munu viðkunnastar Ur öllum kveðskap Scotts, og ekki er örðugt að skilja hversvegna þær hafa brent sig inn i hugi manna; þær eru mælt- ar beint út úr hjarta skáldsins og bergmála í hverri heilbrigðri sál. Þýðingin er eftir séra Jónas A. Sig- urðsson (Tímarit Þjóðræknisfélags fslendinga, 1923, bls. 70) : “Andar nokkur svo andlaus sál að aldrei skildi jafn hugrænt mál sem: Hér er míri cigin œttarströnd; Það hjarta, er fann ei ástaryl er átthaganna sneri til úr utanför um önr.ur lönd?— —Ef andar slikur, ugg þú hann, fá? ælta eg lofi slikan mann; 1 þótt frægð og titlar fegri hans nafn, 'af f jársjóðum þótt hann eigi safn; , því þr^tt fyrir orður, auð og 'sæmd, l af eigingirni er sál hans dæmd. I Vjð líf hans enginn lofstír þreyr, og látinn slikur tvisvar deyr. En moldin spilt fer moldargöng ,án mannorðs, tára og yfirsöngs.” Marmion er að flestra dómi ágæt- ust ljóðsagna Scotts. Snild hans í 1 frásögn i lýsingum á atburðum og ,hinni ytri náttúru, er óvíða meiri heldur en hér. Honum lét sérstak- ar myndir af umhverfi og atburð- um. Efnið er einnig hið hugþekk- asta; ást föður á einkadóttur hans og trygð þjóns við fallinn herra sinn eru hér meginþættir og verða enn á- hrifameiri vegna þess, að þeim er skipað gagnstætt ástríðuofsa Há- landshöfðingjans. Þó ýmislegt sé vel um siðari ljóð- sögur Scotts, þá standa þær þrem hinum ofannefndu að baki, en víð- lesnar voru þær á sinni tíð; samt náðu þær hvergf nærri slíku valdi yfir hugum manna sem hinar fyrri; höfuðorsök þess var það, að Scott hafði nú eignast keppinaut í ljóð- sagnagerðinni, 'sem var honum fremri og heillaði lesendur meir en dæmi höfðu verið til—Byron lávarð. Hætti Scott þá samning ljóðsagna og sneri sér að skáldsagnasmíð; var það, sem sýnt mun verða, enskum bókmentum—og heimsbókmentun- um—ómetanlegur gróði. Urðu þeir Scott og Byron siðan hinir beztu vinir, enda er það einn vottur göf- uglyndis Scotts, að hann var laus við alla skáldaöfund, jafnan boðinn og búinn til að rétta skáldbræðrum sínum hjálparhönd. Eflaust hefir það gert honum hægara um vik, að meta snild samtíðarskálda sinna, að hann hafði ekki neina oftrú á sjálf- um sér eða listgáfu sinni. Hann taldi önnur hlutverk æðri ritmensk- unni. Hann dáði athafnamanninn miklu meira en skáldið. Þrátt fyrir það veittu ljóðagerðin og önnur rit- störf honum óblandna ánægju og hann leit svo á, að með þeim væri hann að vinna gott verk og þarft. Scott liktist okkar fornu skáldum í því, að honum var ljúft að lýsa hetjudáðum og stórfenglegum at- burðum, og tókst það meistaralega. Ljóðsögur hans skortu hinsvegar dýpt, andagift og formfágun. Þess vegna eru gagnrýnendur á einu máli. um það, að þó merkilegar séu, þá hefðu þær ekki nægt til að skipa honum í röð fremstu skálda Breta. Listgáfa Scotts nýtur sin fyrst til fulls í skáldsögum hans. Þó er þess jafnframt að minnast, að ljóðsögur hans marka nýjan áfanga í enskum bókmentum. Með þeim gerðist Scott brautryðjandi í skáldskap sinnar tíðar, því að þær voru sögukvæði í nýjum stíl, orkt undir bragarhætti, sem að vísu var bygður á þjóðkvæð- unum skotsku, en Scott hafði mjög lagað í hendi sér, gert hann hæft form fjölbreyttrar og langrar frá- sagnar. Liggur í augum uppi, að betta eitt, þó ekki væri öðru til að dreifa, var mikið bókmentaafrek; komandi ljóðskáldum var þar með vegur greiddur. Hreinustum og dýpstum tónutn nær Scott í ýmsum smákvæðum sínum, ekki síst þeim, sem stráð er, GEFINS Blóma og matjurta fræ ÚTVEGIÐ EINN NÝJAN KAUPANDA AD BLAÐ- INU EÐA BORGIÐ YÐAR EIGIÐ ASKRIFTAR- GJALD FYRIRFRAM. Fræið er nákvæmlega rannsakað og ábyrgst að öllu leyti. TAKIÐ ÞESSU KOSTABOÐI! / Hver gamall kaupandi, sem borgar blaðið fyrirfram, $3.00 ðskrift- argjald til 1. janúar, 1935, fær að velja 2 söfnin af þremur númerum, 1., 2, og 3. (I hverju safni eru ótal tegundir af fræi eins og auglýsingin ber með sér). Hver, sem sendir tvö endurnýjuð áskriftargjöld, $6.00 borgaða fyrirfram, getur valið tvö söfnin aí þremur nr. 1. 2. og 3 og fær nr. 4 þar að auki. Hver, sem útvegar einn nýjan kaupanda og sendir áskriftargjald hans, $3.00, fær að velja tvö söfnin úr nr. 1. 2. og 3., og fær nr. 4. þar að auki. Hinn nýi kaupandi fær einnig að veija tvö söfnin nr. 1., 2. og 3., og fær nr. 4. þar að auki. Allir pakkar sendir móttakanda að kostnaðarlausu. NO. 1—ROOT CROP COLLECTION Note The Ten Big Oversize Packets BEETS, Half Long Blood PARSNIP, Early Short Round (Large Packet) (Large Packet). CABBAGE, Eniklmizcn (Large RADISH, 1'rench Breakfast Packet) (Large Packet). „ , ,, .. „ TURNIP, Purple Top Strap CARROT, Chantenay Half Leaf (Large Packet). The Long (Large Packet). early white summer table ONION, Yellow Globe Danvers, turnip. (Large Packet). TURNIP, Swede Canadian Gem LETTUCE, Grand Rapids. This (Large Packet). packet will sow 20 to 25 feet ONION, White Pickling (Large of row. Packet). NO. 2.—ANNUAL FLOWER COLLECTION Large Size Packets ASTERS, Queen of the Market. MATHIOLA, Evening Scented. BACHELOR S BUTTON, Fine D Stock. TVfjXP4 POPPY, Shirley Mixed. „ "„ T _ . PETUNIIA, Choice Hybrids. COSMOS, New Early Crowned. SURPRISE FLOWER CLIMBERS, Fine Mixed. GARDEN. EVERLASTINGS, Fine Mixed. SNAPDRAGONS, New Giant CALIFORNIA POPPY, Fine Flowered. Mixed. SPENCER SWEET PEAS — MIGNONETTE, Fine Mixed. Mixed. NO. 3—SPENCER SWEET PEA COLLECTION 6 — Big Packets — 6 Here are six splendid Spencer Sweet Peas that will hold their own either in the garden or on the show bench. Conceded by experts to be six of the best in their respective color class. DEEP PINK, Pinkie — SALMON, Barbzara — CRIMSON Crim- son King — LAVENDER, Austen Frederick Improved—BLUE, Heavenly Blue — MAROON, Warrior. NO. 4 — WINTER VEGETABLE COLLECTION BEETS, Dctroit Dark Red (Ounce). The best round red Beet. Ounce will sow 100 fet of drill. CABBAGE, Danish Ball Head (Large Packet). This packet will grow 1,000 lbs. of as good cabbage as you ever tasted. CABBAGE, Red Rock Pickling (Large Packet). This packet will easily produce over 300 heads. CARROT, Chantenay Half Long (Ounce). Ounce will sow 250 feet of drill. PUMPKIN, Sweet or Sugar (Large Packet). Packet will sow 10 to 15 hills. ONION, Yellow Globe Danvers (Large Packet). Will sow 25 to 30 feet of drill. PARSNIP, Half Long Guernsey (Ounce). Ounce enough for 250 feet of drill. SQUASH, Imported True Hubbard (Large Packet). Sufficient seed for 12 to 20 hills. VEGETABLE MARROW, Long White Vining (Large Packet). Packet will sow 20 to 25 hills. TURNIP, Purple Top Swede (Ounce). Will sow 300 feet of row. Sendið áskriftargjöld yðar í dag (Notið þennan seðil) To THE COLUMBIA PRESS, LIMITED, Winnipeg, Man. Sendi hér með $........sem ( ) ára áskriftar- gjald fyrir “Lögberg.” Sendið póst frítt söfnin Nos. : Nafn............................................... Heimilisfang...................................... Fylki .............................................

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.