Lögberg


Lögberg - 03.05.1934, Qupperneq 1

Lögberg - 03.05.1934, Qupperneq 1
47. ARGANGUR IWINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 3. MAl 1934 NÚMER 18 FRA ISLANDI Götubardagar í París — Oeirðir í ýmsum stórborgum heimsins LA UGA VA TNSSKÓLINN Honum var sagt upp 27. marz. I skólanum voru í vetur 137 nemendur úr nálega öllum sýslum landsins, þar af 44 í eldri deild og luku 39 nem- endur prófi í þeirri deild, en 82 í yngri deild, af 93, sem þar voru. Auk þess starfaði þar íþróttaskóli Björns Jakobssonar. — FæÖi kost- aði kr. 1.15 á dag fyrir pilta, en kr. 0.90 fyrir stúlkur. Allur dvalar- kostnaður yfir 6 mánaða tíma varð kr. 312.00 fyrir pilta en 267.00 fyr- ir stúlkur. (Bækur og fatnaður ekki meðtalið).—1. maí hefjast þar tvö námskeið í garðyrkju- og mat- reiðslu.—N. dagbl. 8. apríl. SIMSLITIN A SKEIÐARARSANDl Símalinan á austurhluta Skeiðar- ársands hefir verið athuguð af Run- ólfi bónda á Svínafelli og tveim mönnum öðrum. Kom þá í ljós að austasta útfallið hefir tekið 120 staura eftir því, sem næst varð kom- ist., Einnig hafa fallið 13 staurar austan við miðsandinn og fundust 3. Þar er ekki íshrönn til baga fyrir símalinu, en aðal-íshrönnin er út frá austasta útfallinú og nær um 4. km. vestur á sandinn. Telja þeir ekki fært að leggja símalínu fyrst um sinn yfir mikinn hluta af því svæði. TJtlit er fyrir að Skeiðarárfarvegur verði við Skaftafellsheiði eftir flóð- ið, þó ekki sé nú útséð um það. Heppilegast telja þeir að leggja jökulþráð yfir fönnina til þess að koma á símasambandi.—N. dagbl. MINNINGARA THÖFN I gærkveldi kl. 9 fór fram í Neðri- deildarsal Alþingishússins athöfn til minningar um Finn Jónsson pró- fessor. Var þar viðstatt margt manna. Fyrst söng Karlakór K.F. U.M. hinn forna greftrunarsálm: Þér ástvinir eyðið nú hörmum (á latínu). Þvínæst flutti háskólarekt- or Alexander Jóhannesson stutt á- varp frá Háskólanum. Mintist hann þess sérstaklega, hve velviljaður Finnur Jónsson hefði verið Háskól- anum og gat þess, að hann hefði á- nafnað honum bókasafni sínu. Þá flutti próf. Sigurður Nordal minningarræðu. Mintist hann þar afreka Finns Jónssonar í vísinda- grein hans, gat 'um verk hans ýms og hver eljumaður hann hefði verið til hins síðasta. Flestum mönnum þrekmeiri og traustari i hverri raun. Að endaðri ræðunni söng Karlakór- inn þjóðsönginn: Ó guð vors lands. —N. dagbl. 6. apríl. FRA AKUREYRI 5. APRÍL Með Dettifossi verður flutt suður frá Akureyri lík frú Margrétar Sigurðardóttur, konu Karls Ó. Run- ólfssonar, til greftrunar í Reykja- vík.—3. þ. m. var jarðsett ekkjan Hólmfríður Jónatansdóttir fyrrum húsfreyja í Holtakoti í Þingeyjar- sýslu. Hún andaðist 24. f. m. í Kristnesi.—N. dagbl. FLUGLEIDIN UM ISLAND Síðustu rannsóknir þær, sem fram hafa farið í sambandi við flugleið- ina milli Ameríku og Evrópu, um Grænland og ísland, hafa gefið góð- an árangur, en leiðin er ekki nægi- lega könnuð enn þá og því ekki á- kveðið til fulls, hvernig fluginu á þessari leið verði hagað. En um- boðsmaður Pan-American flugfé- lagsins í Kaupmannahöfn, Botved kafteinn, fullyrðir að rannsóknum á flugleiðinni Ameríka—Godthaab— Angmasalik—ísland — Danmörk, verði haldið áfram.—Mbl. 7. apríl. ÞAÐ ER STUNDUM EKKI LANGT TIL VESTURHElMS Svo að segja með hverri póstferð berast nú stórar og smáar gjafir til Hallgrímskirkju hvaðanæfa að af landinu íyrir tilstilli Hallgríms- nefndanna eða annara velunnara þess máls. Fæstar af nefndunum hafa enn getað komið því við að vinna svo sem þær vildu fyrir mál- ið. Sumar eru í undirbúningi. En aðrar eru að sitja eftir færi. Við höfum því yfir engu að kvarta. Alt gengur vel. En nú varð eg alveg undrandi, þegar pósturinn færði mér bréf frá Dr. Birni B. Jónssyni í Winnipeg. Innan í bréfinu var hvorki meira né minna en ávísun á kr. 2,396.60, sem óskað var eftir að kvittað væri fyrir þannig: “Til Hall- grimskirkju. Gjafir frá Vestur-Is- lendingum. Áður auglýst í Eög- bergi.” Þó yfir engu sé að kvarta hér heima, er það fullkomið undrunar- efni hve fljótt, hve rausnarlega, bræður okkar og systur í “fæðingar- landi kreppunnar” (Ameríku) bregða við, þegar þeim rennur blóð- ið til skyldunnar. Þegar þeim finst þurfa að viðurkenna arfinn að heiman. Það getur ekki verið svona langt milli heimsálfanna. “Fjörð- urinn milli frænda,” getur ekki ver- ið svona mjór, nema þegar hjörtu bræðranna slá sem eitt um viður- kenningu arfsins, sem fluttur var að heiman. Við þökkum af alhug bræðrum og systrum vestan hafs, hve vel þau muna, og elska alt, sem þau hafa erft, og tengir þau við gamla land- ið “fjarst í eilífðar útsæ.” Við þökkum af alhug þeim mikla ágæt- ismanni Dr. Birni II. Jónssyni, sem við og þeir hafa kjörið sem fulltrúa Vestur-íslendinga um alt það er varðar og viðkemur þessu máli. Síðastliðið sumar bar hann kveðju að vestan og vestur. Kveðja slíkra manna knýtir saman. Færir frænd- ur saman, og það er mikils virði. Með innilegu þakklæti, f. h. Landsnefndar Hallgrímskirkju, Ól. B. Björnsson. Mbl. 5. apríl. ELDGOS 6. apríl. Frá Núpsstað sást í dag mökkur yfir jöklinum og lagði móða fram yfir Skeiðarársand. í gær fóru tveir synir Hannesar bónda, Jón og Eyjólfur, upp á “Björn,” fjall fyrir ofan Núpsstað, og sáu þaðan norð- ur til jökulsins. Sáu þeir greinilega hvar mökkurinn kom úr jöklinum, en loga sáu þeir ekki, því jökulbunga skygði á. Frá tindinum á “Birni” virtust þeim eldstöðvarnar 1 norð- norðaustur, nálægt kletti einum, sem stendur upp úr jöklinum, og mjög nálægt eldstöðvunum frá 1913, eða lítið eitt norðar og austar. Hlóðu þeir vörður er bera saman í stefnu á eldgosið.—Mbl. 7. apríl. BALFÖR Finns Jónssonar prófessors var hríf- andi minningar athöfn. Hvert ein- asta sæti var skipað í bálstofunni á Rispebjerg og var þar margt nafn- kunnra manna. Yfir kistunni töluðu þeir Ásgeir Ásgeirsson forsætisráðherra íslands og prófessor Arup. Ásgeir Asgeirs- son talaði á íslenzku. Að ræðum þeirra loknum mælti sonur hins framliðna, Jón Á. Jóns- son, stórkaupmaður, og þakkaði þeim hlýleg og vel valin orð. Á eft- ir sungu íslenzkir stúdentar sálnt- inn “Alt eins og blómstrið eina.”— Mbl. 8. apríl. Japanar slaka til j Það olli miklu umtali í vikunni, j sem leið, að Japanar lýstu því yfir I að þeir myndu í framtíðinni ekki I leyfa hvítum þjóðum að skifta sér af sérmálum Kina. Bretar urðu fyrstir til að mót- mæla þessu og sögðu það koma í bága við gerða samninga um sjálf- stæði Kínaveldis og jafnrétti stór- veldanna til verzlunar við Kína, eins og samningar frá 1922 mæla fyrir. Fyrst í stað stóðu Japanar við yfir- lýsingu sína og vildu ekki láta sig, en þegar Bandarikin mótmæltu einnig, kom hik á stjórnmálamenn- ina í Tokio, og segja þeir nú að at- vik þetta sé bezt gleymt, og að þeir hafi aldrei ætlað sér að amast við afskiftum þessara þjóða í Kína. Ekki þykir ástæðulaust, þótt Jap- önum sé meinlega við gerðir hvítra þjóða í Kína. Víst er um það, að bæði Bandaríkin og aðrar þjóðir, hafa selt mikið af flugvélum og öðr- um stríðsútbúnaði til þess lands. Einnig eru ýmsir frægir evrópiskir herforingjar að þjálfa liðssveitir kínverska hersins. Til dæmis hefir þýzki hershöfðinginn, Hans von Seeckt, verið ráðinn til þess starfa. af Nanking-stjórninni. Þá eru tveir af beztu flugmönnum Banda- ríkjanna, þeir Frank Hawkes og James Doolittle, í Kína. Verk þeirra er að kenna Kínverjum að stjórna bandarískum flugvélum. Fjölgun mannkynsins Ibúum jarðarinnar er stöðugt að fjölga. Á næstu 10 árum er gert ráo fyrir að sú ‘fjöi'gun neu.i 195 miljónum. Gulu þjóðirnar tímgast miklu hraðar en þær hvítu, og eykst íbúa- tala þeirra fimm til sex sinnum örar en hinna. Af Evrópuþjóðunum íjölgar Júgóslövum rnest, eða um 35 fyrir hverja 1000 íbúa á ári. Svíar eru lægstir, aðeins 15 á hvert 1000. Eftir 10 ár ætti íbúatala Asíu að hafa aukist um 140 miljónir, Norð- ur- og vSuður-Ameriku um 35 milj- ónir og Evrópu um 20 miljónir. Bredenbury, Sask. 26. apr. '34. A. Loptson, M.L.A., fyrir Salt- coats kjöræmið var í einu hljóði kos- inn til þess að sækja um þingmensku í fylkisþingi Saskatchewan fylkis fyrir Pheasant Hill kjördæmið fyr- ir hönd frjálslynda flokksins. Var þetta gert á fundi, sem haldinn var hér i bæ í dag. Hófust fundarhöld klukkan þrjú eftir miðdag. Voru mættir 120 erindrekar frá öllum kosningarstöðum innan kjördæmis- ins og þar að auki margir vara- erindrekar. Mr. Loptson var sá eini, er sótti um þingmensku. Er sagt að fundur þessi hafi verið fjöl- mennari en nokkurn tíma hefði kom- ið fyrir áður. Eindrægni og afar mikill áhugi ríkti innan fundarins. Segjast ekki gamlir menn muna f jöl- menni og eindrægni svo tnikla á neinum fundi innan þessa héraðs. George Collins frá Saltcoats stakk upp á A. Loptson sem þingmanns- efni, stutt af Robert Gunn frá Wal- dron. Gat Collins þess, að hann hefði stungið upp á A. Loptson, þeg- ar hann varfc í fyrsta sinn útnefnd- ur fyrir þingmann; kvaðst hann aldrei hafa haft ástæðu til þess að sjá eftir því. Var uppástungan samþykt í einu hljóði og með öllum greiddum at- kvæðum. Þá tók til máls Shalmark læknir frá Neudorf, þingmaður fyrir Salt- coats á undan A. Loptssyni; Christie læknir frá Esterhazy, forseti fyr- Skýrslur þessar eru eftir fransk- an vísindamann, Charles Richet. Hann hefir einnig samið skýrslur unt íbúatölu helztu stórborga heims- ins og kynt sér vöxt þeirra síðast- liðin ár. íbúum Shanghai fjölgar nú urn 55 fyrir hvetja 1000 á ári hverju. Tokio og Osaka korna næst með 44 og 33 á þúsundið. New York er einnig að stækka og fjölg- ar íbúum hennar um 19 á þúsundið. Eftir tíu ár verða þessar borgir mannflestar: New York (8,700,- 000), Tokio (7,100,000), Shanghai (5,700,000, Berlín (4,600,000) og Moscow (4,500,000). Maryland-ríkið 300 ára I haust, sem leið, voru þrjú hundr- uð ár liðin frá því að fyrstu ensku innflytjendurnir settust að í Mary- land-rikinu. Karl fýrsti, Englakonungur, veitti aðalsmanni nokkrum leyfi til að setja á stofn nýlendu vestanhafs. Þessi rnaður var kaþólskur, og hét Sir George Calvert, fyrsti lávarð- urinn af hinni frægu Baltimore-ætt. Skipið, sem flutti hópinn vestur um haf hét “The Ark and the Dove” (Örkin og dúfan). Helstu menn leiðangursins námu lönd þar sem nú er Maryland-ríki, og eru stórar og miklar ættir frá þeim komnar. Snemma bar mikið á sjálfstæði þeirra og atorku. Eftir mikla bar- áttu gegn Indíánum, mynduðu þeir sjálfstætt ríki, sem enn stendur i rrtiklum blóma. Þeir börðust jafn rösklega gegn Bretum í frelsisstríð- inu, og í þrælastríðinu var Mary- land með Norðurríkjunum, jafnvel þótt þrælahald ætti þar mikið ítök. Maryland tilheyrir því hvorki Suð- ur- né Norðurríkjunum að öllu leyti. Síðan 22. október s. 1. hafa staðið yfir hátíðahöld til minningar um fyrstu landnemana. Þeim er nú lok- ið og alt gengur nú sinn vanagang. Þrjú hundruð ár er ekki langur tími í sögu þjóðanna, en saga þessa merka rikis hefir verið viðburðarík og sérstök, og hvergi á andi hinna fyrstu brezku inflytjenda dýpri ræt- ur en í Maryland. ir Melville Federal Liberal Associa- tion. Síðast talaði Mr. Loptson. Fundur var og að kvöldinu; var aðsókn svo mikil, að menn urðu að hverfa frá vegna rúmleysis. Hóf þingmannsefnið mál sitt, og gaf stutt yfirlit yfir störf síðasta kjörtímabils og veik máli sinu að ó- heillavænlegu fyrirkomulagi stjórn- arinnar í verkamannamálum. Þá flutti Paterson langt og ítarlegt er- indi um slæma fjármála frammi- stöðu stjórnarinnar. Paterson var f j ár málaráðg j af i Saskatche wan- fylkis þegar frjálslyndi flokkurinn sat að völdum.” Ofanskráð er útdráttur úr fund- arskýrslu þeirri, er gefin var. Fund- urinn fór fram vel og skipuíega. Lá vel á öllum, og með einum huga allir. Kjördæmið Pheasant Hill, sem Mr. Loptson sækir í, er myndað af “afklippum” af Moosomin og Saltcoats kjördæmum, er það verk núverandi stjórnarflokks. Þykir afturhaldsmönnum kuldi nokkur standa í þeirra garð frá kjördæminu. Sagði einn fundarmanna þá sögu, eftir gamalli “yfirsetukonu” um kjördæmið, að þetta “kramarbarn” hefði komið í heiminn án þess að læknir eða hjúkrunarkona hefði komið þar nærri, vænti hún þess að það yrði ekki langlíft. Fundarmaður gat þess, að lítt hefðu óskir “yfir- setukonunnar” hrinið á barni þessu að svo komnu; sýndi það ljóslega þessi fjölmenni fundur.—N. Y. C. Fyrsti maí varð róstusamur í flestum stærri borgum eins og við var búist. Stjórnin franska hafði gert ítarlegar ráðstafanir til að af- stvra vandræðum og hafði kallað margar herdeildir til Parisarborgar, ef skeð gæti að kommúnistar reyndu að koma af stað óeirðum. Samt sló í bardaga í útjaðri borgarinnar og nokkrir menn meiddust. A Spáni var öllum búðum og verksmiðjum lokað á þriðjudaginn. Skærur urðu víða þar í landi milli lögreglunnar og kommúnista, og voru nokkrir menn drepnir. I Indlandi urðu alvarleg uppþot og fleiri hundruð manna meiddir. Á Cuba kvað lítið að óeirðum, nema í Havana. Þar var skotið á kommúnista og dó eirjn en sex særð- ust. Talið er að einhver úr leyni- félaginu ABC hafi verið valdur að glæpnum. I Bandaríkjunum urðu smávægi- legar skærur hér og þar, en alvar- legum vandræðum varð afstýrt. I London á Englandi, gekk alt friðsamlega. Plér í Winnipeg urðu engin vand- ræði. Kommúnistum var veitt l^yfi til að ganga í fylkingu eftir Main og Portage. Mikil regla var á liði þeirra og hafði lögreglan lítið að gera. Börn og unglingar gengu í broddi fylkingar með rauðar húfur og rauða kraga. Atkvæðamestur var flokkur sá, er nefndi sig “Anti- Fascist Guard.” I þeim flokki voru eingöngu yngri menn og báru þeir sig hermannlega og sungu af krafti. Alls voru um 4,500 manns í fylk- ingunni. Frækileg björgun Einn af merkustu vísindamönnum Rússa er prófessor Otto Schmidt. Hann hefir undanfarin ár verið við rannsóknir meðfram ströndum Síberíu og í Norður-íshafinu. Fyr- ir tveim árum tókst honum að sigla á isbrjótnum Sibiryakov frá Arch- angel til Vladivostok á einu ári, og hafði engum tekist það fyr. I fyrra sumar lagði prófessorinn aftur af stað á ísbrjótnum Chelyu- skin og ætlaði að sigla sömu leið. I september lenti skipið i ís og komst ekki leiðar sinnar. Björgunarskip var þá sent til hjálpar, en það sneri aftur sökum óveðurs. Chelyuskin sat nú fast þar til loks að ísinn þjappaði svo að skipinu að það féll saman. Schmidt tókst þá að koma allri skipshöfninni á ísinn og miklu af vistum og bygginarefni. Smám saman sprakk ísbreiðan og varð því að flytja jaka af jaka. Útvarpstæki höfðu Rússarnir með sér og sendu þeir daglega skeyti til umheimsins. Rússneska stjórnin lét þegar senda skip norður, og fluttu þau beztu flugmenn landsins og sterk- ustu flugvélar. En á meðan á þessu stóð dóu tvö börn og 8 fullorðnir úr kulda. Skipshöfnin var upp- haflega um hundrað manns, þar af 10 kvenmenn. Nú var komið fram í byrjun marz og ætíð sífeldar stór- hríðar. Þrátt fyrir það komst ein flugvélin til skipbrotsmanna og flutti með sér til lands 10 konurnar og tvö ungbörn. Nú leið og beið, og ekki slotaði veðrinu. Prófessor Schmidt tókst, með dæmafárri hreysti og dugnaði, að halda mönn- um sínum lifandi á ísjökunum. Loks batnaði veður og komust þá þrjár flugvélar- út á ísinn. Þeir tóku með sér þá, sem verst voru leiknir Ein flugvélin rúmaði aðeins þrjá menn, en flugmaðurinn tók það ráð að vef ja tvo aðra í ábreiður, og batt þá síðan, sinn undir hvorn væng flug- vélarinnar. Þannig flaug hann til baka með fimrn menn, og sakaði engan. Þegar hér var komið hafði Schmidt fengið lungnabólgu og var þungt haldinn. Samt hélt hann á- fram starfi sínu, eins og ekkert væri að. Hann neitaði að fara fyr en allir væru komnir til lands, þar til stjórnin í Moskva skipaði að láta flytja hann burt. Þá var flögið með hann til Nome og síðan til Fair- banks og liggur hann þar á spitala. Nú er búið að bjarga öllum skip- brotsmönnum, en strax og þeirri björgun var lokið, fóru flugmenn- irnir aftur út á ísinn til að ná í sleða- luindana, og það af áhöldum rann- sóknar leiðangursins, setn enn voru óskerríd. Eins og nærri má geta er rúss neska þjóðin fagnandi yfir þessum úrslitum, enda sýndu allir, sem i hlut áttu, fádæma hreysti og frækn- leik. Flugmennirnir allir hafa verið sæmdir Lenins orðunni. Óátjórn í Rúmeníu Carol konungur situr enn við völd í Rúmeniu, þótt flest gangi þar á afturfótunum, eins og viðast hvar annarsstaðar í heiminum. Fascistar hafa verið uppvöðslu- samir þar í landi, í seinni tíð, og gætir áhrifa þeirra einna mest meðal foringja hersins. Flokkurinn er undir stjórn ofstækismannsins Cor- neliu Codreanu, og nefnir sig “járn- liðið” (Iron Guard). Á páskadaginn var Carol með son sinn Michael við guðsþjónustu í dómkirkjunni í Bucharest. Járn- liðar vissu að konungur myndi vera þarna á tilteknum tíma og höfðu þeir gert ráðstafanir um að fleygja sprengjum inn í kirkjuna og drepa konung og alt hans fylgilið. Leið- toginn var gamall vinur Carols og sá sem kom honum til valda 1930. Maður þessi er ofursti í hcrnum og heitir Pricup. Hann var grunaður um morð Ian Duca, forsætisráð- herra, i desember í fyrra. Ofurstinn lét nú gera allar ráðr- stafanir. Hann skipaði liðsforingja nokkrum að senda sér kassa af sprengjum, en liðsforinginn fór til yfirmanns síns og sagði honum frá þessu, en yfirmaðurinn aðvaraði lögreglustjórann. Sprengjurnar voru samt sendar ,en alt púður tekið úr þeim fyrst. Lögreglan fór nú að rannsaka þetta og kom þá samsærið í ljós. Stjórnin lét banna að senda nokkrar fréttir af þessum atburði út úr landinu, en nokkrir fréttarit- arar héldu ekki bannið, og fengu þeir harðar ávítanir. Astæðan fyrir óánægju hersins við konung er sú, aðallega, að Carol fæst ekki til að reka fylgikonu sína, Lupescu, úr landi. Þessi rauð- hærða Gyðinga-stúlka hefir í mörg ár verið í vináttu við konung, og má hann'ekki af henni sjá. Á með- an hún hefir nokkuð að segja, get- ur hún afstýrt Gyðinga-ofsóknum í landinu, en fascistar líta Gyðinga hornauga. Eftir þetta síðasta uppþot var Carol ráðlagt að reka Lupescu burt, og giftast aftur drotningu sinni, Helenu. Þau hafa verið skilin í mörg ár. Helen er dóttir Con- stantin Grikkja-konungs. Hún sagði skilið við Carol. þegar hann strauk til Frakklands með Lupescu, fyrir nokkrum árum. Konungur neitaði að verða við tilmælum ráðunauta sinna, en hætt- an vofir yfir honum jafnt eftir sem A. Loptson útnefndur í Pheasant Hill

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.