Lögberg - 03.05.1934, Side 4
4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 3. MAl, 1934
Högberg
OeflS út hvern fimtudag a1
TBK COLUMBIA PRE88 LIMITKD
69 5 Sargent Avenue
Winnipeg, Manitoba.
Utan&akrift ritstjórans,
BDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVE.
WINNIPEG, MAN.
VerS $3.00 um árið—Borgist fyrirfram
The “Lögberg” is printed and published by The Colum-
bla Press, Limited, 695 Sargent Ave., Wnnipeg, Manitoba
PIIONE 86 327
“Er menningu vorri hætta
búin ?”
Nvl.'ga skrifaði merkur fræðimaSur,
Artliur Weigall, grein með þessari fyrirsögn,
í velþekt tímarit, amerískt.
Höf. byrjar með því að segja að margir
séu nú orðnir þeirrar skoðunar að amerísk
siðmenning sé á fallanda fæti og líkindi til að
hún eyðileggist bráðlega. Spilling í öllu verzl-
unar lífi þjóðarinnar er nú svo mikil og sið-
ferði manna, yfirleitt, svo ábótavant, að til
vandræða horfir. Alþýða manna hefir tapað
trausti á leiðtogum sínum; glæpamenn vaða
uppi og virða lög landsins að vettugi. Menn
gera sér í hugartund að stórfeld bylting sé í
aðsigi, borgir verði brendar og menn og kon-
ur berjist fyrir brauði sínu. Þetta sama
gildir í flestum menningarlöndum heimsins,
nú sem stendur.
Greinarhöfundur viðurkennir að margt
af þessu sé réttilega athugað. Þrátt fyrir það
er hann þess fullviss að engin ástæða sé að
óttast. Veraldarsagan sannar það, að menn-
ingarríki veraldarinnar hafa aldrei eyðilagst
á skömmum tíma. Að vísu befir þeim smám
saman hnignað, en sú hnignun er mjög hæg-
fara.
Þá segir höf. að nauðsynlegf sé að gera
greinarmun á hinni eiginlegu siðmenningu
og hlutum, sem helst einkenna nútíma menn-
ingu, svo sem uppfyndmgar seinni ára, járn-
brautir, flugvælar, talsími, útvarpstæki o. fl.
Hvert tímabil í sögu veraldarinnar er einkent
af því, sem það hefir framleitt á þessu sviði.
Nú eru þessir hlutir ekki hin eiginlega menn-
ing, heldur tákn hennar í það og það skiftið.
Þannig geta þeir glatast og jafnvel gleymst;
en hin eiginlega menning glatast aldrei, held-
ur rís hún upp aftur í annari mynd, í öðrum
löndum.
Víst er um það, að mörg stórveldi, sem
um eitt skeið áttu sér menningu á háu stigi,
eru nú horfin. liómaveldi féll, en fall þess stóð
yfir í margar aldir. Aþenuborg hnignaði
smátt og smátt, en sú hningnun var að áger-
ast í 900 ár. Það var ekki fyr en hinir fyrstu
kristnu keisarar Rómaveldis lokuðu heim-
spekisskólunum grísku, á sjöttu öld, að hægt
er að segja að menning Grikkja liði undir lok.
Alexandria var í margar aldir ein mesta
menningarborg heimsins; hnignunartímabil
hennar varði um 700 ár.
Assýríumenn tóku Babylon og lögðu hana
í eyði 689 árum fyrir Krists burð; samt reist-
ist hún við og taldist til stórborga í fjögur
hundruð ár eftir það. Þannig má lengi telja.
Það sem á yfirborðinu einkendi siðmenn-
ingu þessara ríkja eyðilagðist, en þó smám
saman. Sigmenningin sjálf, sem er menn-
ingararfur alls mannkynsins hverfur ekki
heldur blómgast aftur í nýjum jarðvegi.
Ef vér nú höfum hliðsjón af þessum dæm-
um sögunnar, þá virðist skynsamlegt að álíta,
að menningin ameríska (fari hún hnignandi,
sem þó er mjög vafasamt) muni samt vara í
fleiri aldir. Þannig er mjög ólíklegt að New
York, til dæmis, eigi ekki enn þá eftir að
standa í margar aldir.
Vel getur það verið að þessir erfiðleik-
ar, sem vér eigum við að búa, séu upphafið
að Imignun vestrænnar menningar, en jafn-
vel þótt svo væri, myndi sú hnignun verða svo
hægfara að flestum myndi dyljast að um
nokkra afturför væri að ræða.
Aðeins eitt getur flýtt fyrir þessari eyði- ,
leggingu. Ekki er líklegt að útlendur her j
komist hingað til álfunnar, til að leggja land- |
ið í eyði. En mörgum verður á að spyrja
hvort stærri borgir Norður-Ameríku séu ekki
nú þegar í hers höndum. Eins og Gotar og
Húnar eyðilögðu Rómaborg, þannig eru
glæpamannaflokkar nútímans að ná svo mikl-
um yfiráðum að líf og eignir einstaklinga eru
sífelt í veði, og ef að siðmenningin grundvall-
ast á samfélagi löghlýðinna borgara, þá má
segja að glæpamenn þessir séu að inna af
hendi sama starf og Vandalir til forna —
nefnilega að eyðileggja menninguna.
Þegar virðingin fyrir lögum og rétti
hverfur og íbúar ríkjanna láta óheiðarlega
stjórnmálamenn og ræningja féfletta sig, þeg-
ar dómstólarnir og lögreglan geta ekki leng-
ur haldið illvirkjunum í skef jum, þá má óhætt
segja, að siðmenningunni í því landi sé hætta
búin. En þegar þessi hætta kemur í ljós, er
ætíð liægt að sporna við henni. Borgarar þjóð-
félagsins geta tekið höndum saman og upp-
rætt spillinguna.
Hér hafa verið lauslega settar fram skoð-
anir fræðimannsins Arthur Weigall. Hann
endar grein sína með þessum orðum:
“Eg veit að amerísk siðmenning á enn
eftir að ná hámarki sínu. Hún er ekki í aftur-
för. Viðskiftakreppan er ekki upphaf hnign-
unar, en það, sem eg vil sérstaklega taka
fram er þetta: Öll hliðstæð dæmi úr mann-
kynssögunni sýna að jafnvel þótt svo væri,
þá myndi sú hnignun standa yfir í fleiri aldir.
Þér þurfið ekki að óttast. Siðmenning yðar
verður ekki eyðilögð á einni nóttu.”
Vopnin og mennirnir
Nokkuð hefir verið ritað í seinni tíð um
hinn svonefnda “Armament Ring,” sem í
mörg ár hefir haft stjómir Elvrópu landanna
í klóm sínum. Þeir, sem lesa kanadisk blöð
hafa ef til vill séð eitthvað af greinum Col.
Drew, sem birtust í “MeLean’s” í fyrra-
sumar. Þá fékk bók Beverly Nicols, “Cry
Havoc,” allmikla útbreiðslu. Fyrir skömmu
birtist en önnur grein um þessi efni í hinu
vandaða bandaríska tímariti “Fortune.”
Greinin hét “Arms and the Men” (Vopnin og
mennirnir) og vakti afarmikla eftirtekt, Höf-
undurinn hefir kynt sér þessi mál rækilega,
og er óhræddur að ljósta upp aðferðum þeirra
manna, sem nú hafa töglin og hagldirnar í
þéssum félagsskap, sem vinnur að því nótt
og dag að framleiða morðvopn fyrir næsta
stríð.
Ekki er svo að skilja að öllum vopna-
verksmiðjum heimsins sé stjórnað að fáum
mönnum, sem af og til haldi leynifundi, til að
koma. af stað ófriði eða æsa til byltinga. Engu
að síður er það víst að þessi félög, á megin-
landi Evrópu að minsta kosti, eru á einhvern
hátt tengd. Félög þessi eiga námur, bræðslu-
smiðjur, vopnaverkstæði, hlutafélög og banka,
og í gegnum hlutafélögin og bankana tekst
þeim, sem efstir standa, að hafa áhrif á stjórn.
ir landanna og jafnvel að móta stefnu þeirra
algerlega.
Svo er sagt, að í síðasta stríði hafi það
kostað að jafnaði $25,000 að drepa einn her-
mann. Meirihlutinn af þessari upphæð fór
til auðmannanna, sem vopnaverksmiðjurnar
áttu.
Hverjir eru þá þessir menn, sem högnuð-
ust svona á stríðinu. “Fortune” telur upp
þá helstu: Fyrst má nefna Krupp í Þýzka-
landi. Fyrir stríðið seldi Krupp-félagið vopn
til 52 landa, og á stríðsárunum stóð það eitt
gegn allri veröldinni, að heita mátti. Nú á
dögum er álitið að Krupp framleiði eingöngnJ
eimkatla, járnbrautarteina, stál til brúar-
gerðar o. s. frv. Þetta er að nokkru leyti satt,
en Krupp er samtímis að hervæða Þýska-
land á nýjan leik. Versala-samningurinn
bannar Þjóðverjum að flytja vopn inn í land-
ið, en Krupp fær nægar byrgðir frá Svíþjóð
(Bofors vopnaverksmiðjurnar þar eru í hönd-
um Krupps), og frá Hollandi. Þjóðverjar
mega heldur ekki selja vopn út úr landinu, en
þeir selja Suður-Ameríku ríkjunum og Japan
fallbyssur og brynreiðar, þrátt fyrir það. En
þótt Krupp sé voldugur, þá er félag hans lítið
og ómerkilegt samanborið við ýms önnur
félög.
Næst má taka Bandaríkin. Stærstu félög-
in þar eru du Ponts. Þeir framleiða ógrynnin
öll af púðri og öðrum sprengiefnum. Þá kem-
ur Midvale félagið, sem græddi stórfé á stríðs-
árunum. Það smíðar stórskotabyssur, stál-
verjur á skip og brynreiðar og sprengikúlur.
Colts smíða ekki eingöngu skammbyssur,
lieldur einnig vélbyssur og stríðsrifla. Sama
gerir Remington félagið, sem er eitt útibú du
Pont hringsins. Síðast en ekki sízt má nefna
Bethlehem Steel félagið, sem smíðar herskip
fyrir bandáríska flotann. Formaður þess er
hinn velþekti Charles M. Schwab. Hann flyt-
ur oft ræður á móti stríðum. Þetta eru nú
helstu Bandaríkja félögin, en þau eru langt
frá því að vera þau stærstu í heiminum.
A Englandi kveður langmest að Vickers-
Armstrong. Verksmiðjur þess félags selja
vopn til allra landa heimsins. Verkfræðing-
ar þess eru stöðugt' að finna upp ný morð-
vopn. Margir af helstu mönnum Breta eru
hluthafar í Vickers, þar á meðal fjármálaráð-
herrann Sir Neville Ohamberlain, og bróðir
hans Sir Austen. (Hann fékk friðarverðlaun
Nobels árið 1925). Sir John Simon, utanrík-
isráðherra, var einnig hluthafi árið 1932, en
losaði sig við þá í fyrra. Stærsti hluthafinn
og æðsti maður í Vickers-Armstrong, er samt
Grikkinn Zaharoff. Hann byrj-
aði bláfátækur, að selja vopn
fyrir Vickers á Balkanskagan-
um. Honum gekk svo vel að
hann var von bráðar orðinn
stóraúðugur. 1 mörg ár lagði
hann sig mest eftir því að æsa
til ófriðar í löndum Balkan-
skagans og tókst það vel. Búa-
stríðið auðgaði hann enn meir,
en með stríðinu mikla fóru þó
draumar hans fyrst að rætast.
Zaharoff var einkavinur Lloyd
George á þessu tímabili, og
studdi hann til valda, en svo
fór vinskapurinn út um þúfur
og Lloyd George var kastað út
í ystu myrkur og þar verður
hann að hýrast á meðan Sir
Bazil ýfaharoff má sín nokkurs
á Bretlandi.
Zaharoff er ef til vill ríkasti
maður heimsins nú í dag.
Hér hefir verið farið nokkr-
um orðum um Krupp, Vickers-
Armstrong og Zaharoff, en nú
eru frönsku félögin eftir, og
þau eru margfalt voldugri og
hættulegri en hin öll.
Frakkland hefir, sem stend-
ur, öflugasta landher í lieimi,
og lang fullkomnastan að öllum
útbúnaði. Ep veröldin þarf
ekki að óttast franska. iierinn.
Það eru mennirnir, sem stjórna
vopnaverksmiðjunum frönsku,
sem hættan stafar af. Þeir eru
svo öflugir að þeir hafa stjórn
landsins í hendi sér. Þeir eiga
áhrifamestu blöðin í París, svo
sem Le Journal des Débats, Le
Temps (málgagn stjórnarinn-
ar) og part í Le Matin, L’Bcho
de Paris og Agence Havas, sem
selur öllum smærri blöðum
landsins fréttir sínar.
Stærstu vopnaverksmiðjur
landsins eru í eign Schneider-
Creusotfélagsins, en það, ásamt
250 öðrum iðnaðar- og vopna-
félögum landsins, er stjórnað
af hinum tröllaukna liring
Comité des Forges de France.
Yfirmaður þessa sambands er
Francois de Wendel. De Wen-
dels hafa verið vopnasmiðir í
Bvrópu síðan á dögum frönsku
bvltingarinnar. 1 stríðsbyrjun
var höfuð ættarinnar Humbert
von Wendel, og átti hann sæti
í þýzka ríkisþinginu. Eftir
stríðið breytti hann nafni sínu
í de Wendel. Hann er bróðir
Francois, sem áður er nefnd-
ur.
Eitt af félögum þeim, sem
stjórnað er af Oomite des
Forges er hin fræga vopna-
verksmiðja SKODA, í Czecho-
slovakiu. 1 stjórnarnefnd þess
félags eiga sæti bæði franskir
og þýzkir iðjuhöldar. Tveir aif
þeim studdu Hitler til valda í
Þýzkalandi, með ríflegum f jár-
framlögum, því Hitler var
manna líklegastur til að koma
af stað ófriði í Evrópu. Þessi
von brást ekki, því um leið og
nazistar tóku völd, fóru aðrar
Eyrópuþjóðir að auka vígbún-
að sinn á nýjan leik.
Sem dæmi um það hvað áhrif
Comite des Forges voru mikil
á Frakklandi á stríðsárunum,
nægir að benda á það að
franska bemum var bannað að
eyðileggja járnbræðslu smiðj-
urnar í Briey dalnum, eftir að
Þjóðverjar höfðu tekið þær af
Frökkum um sumarið Í914.
Samt vissu menn að þrír f jórðu
hlutar af öllu járni, sem Þjóð-
verjar notuðu til stríðsþarfa,
komu úr Briey námunum. Oft-
ar en einu sinni áttu Frakkar
kost á að eyðileggja þennan
bjargvætt óvinanna, en skip-
anir frá frönsku stjórninni
komu í veg fyrir að svo væri
gert, til þess að auðmennirnir
sköðuðust ekki.
Svo er vald þessara manna
mikið í Ðvrópu, að þeir geta,
ef þeim svo sýnist, hleypt af
stað ófriði í Bvrópu hvenær
sem er. En ekkert liggur á.
Stórþjóðirnar eru að auka víg-
búnað sinn eins ört og fjárhag-
urinn leyfir.
NÝ—þægileg bók
í vasa
SJÁLFVIRK
— EITT BLAÐ í EINU —
pægilegri og betri bók í vasann.
Ilundrað blöð fyrir fimm cent.
Zig-Zag cigarettu-blöð eru búin
til úr bezta efni. Neitið öllum
eftirlíkingum.
ZIG-ZAG
Sumarsamkomu
hugleiðing
Asgeirs Bjarnasonar, flutt á sam-
komu kvenfélags Selkirk-saf naðar á
sumardaginn fyrsta.
Þó að stjórnmálamenn heimsins
reki í vörðurnar og verði að stanza,
þó einstaklingur verði fyrir farar-
tálman, og komist ekki áfram, þó
árnar stíflist og nái ekki fram að
renna, þó öll mannvirki heimsins
standi kyr, og ekkert hjól neinnar
vélar fái snúist, þá heldur samt sem
er eitt áfram, og það er tíminn.
Tíminn, sem vér mannlegar verur
þessarar jarðar förum ver með en
nokkurn annan þann hlut, sem okk-
ur er fenginn til yfirráða og með-
ferðar.
Við stöndum nú á tímamótum;
við erum að kveðja veturinn með
sínum kulda og frosti og næðingum,
—með sínum dimmu og drungalegu
dögum og löngu nóttum.—við erum
að kveðja þá árstíðina, sem oss jafn-
an finst að liggi sem mara á sál
vorri, sem gjörir oss óglaða og ó-
þreyjufulla. Margur lítur til vetrar-
ins eins og óvelkominns gests, sem
hefir borið að garði og setið mót
ósk og vilja húsráðenda, og þeim
finst létt af sér þungu fargi er gest-
urinn fer. Um leið og við nú kveðj-
um þennan gest—þennan kaldrana-
lega gest, ber annan að garði, sem
vér heilsum glaðir og fagnandi. Við
erum nýbúin að fylgja vetrinum til
dyra, og erum nú að heilsa sumrinu
með þess löngu, björtu og hlýju
dögum, — með þess stuttu nætur,
með þess sólskini og yl, sem streym-
ir gegnum hverja taug og hverja
æð í líkama vorum, eins og töfra
straumur.
Við sumarsins yl léttir oss i lund,
gerir oss vonglaða og bjartsýna.
Sterkir geislar hækkandi sólar koma
oss til að þykja svo vænt um alt í
kringum okkur og láta oss gleyma og
fyrirgefa þeim, sem oss finst að hafi
gert okkur rangt til.
Meðan veturinn rikti vorum við
svo svartsýn og lundin svo þung
og armæðufull. Vér fögnum sumr-
inu með þess blómskrúði og fugla-
söng,—með þess gróðrarskúrum og
angan jurta. Hve dýrðlegt er ekki
að mega lifa og njóta alls þess fagn-
aðar.
En hvað höfum vér mennirnir svo
unnið til þess að fá að njóta dýrðar
ZAM-BUK
HERBAL OINTMENT
& MEDICINAL SOAP
ArelCanlegt metial vi6 Bad Legs,
kýlum, Eczema, eitruSum sárum,
skurtum I höfSi, o. s. frv.
Ointment 50c Medicinal Soap 25c
sumarsins? Notuðum vér tímann
. vel á liðnum vetri? Vorum vér ár-
vök og vöktum yfir hvers annars
velferð? Auðsýndum vér kærleika
og hjálpsemi þeim, sem þyngra voru
hlaðnir örðugleikum en vér sjálf?
Tókum vér málstað lítilmagnans ?
Þetta hefðum vér átt að geta gert,
þótt kalt væri í veðri og dagurinn
stuttur. Ef við höfum ekki gert
þetta, þá höfum vér notað tímann
illa.
Oss er þá mál að rísa af svefni,
og taka til starfa: plægja hina mið-
ur hirðtu akra mannfélagsins og þá
hæfilega gjöra fyrir sæði sannleik-
ans, svo eik rétlætisins nái að þroska
blómskrúð sitt mót sól og sælu
sumri.
Sumardýrðin endist aðeins skamma
stund og þá kemur vetur aftur og
hætt við að vér föllum í sama and-
varaleysið og áður.
Fögnum þessu komandi sumri
með þeim einlæga ásetningi i hjört-
um vorum að reynast verðugir
þeirrar dýrðar, sem sumarið færir
oss með því að nota timann vel—
tíminn er nothæfur til fleira en erf-
iðisverka og liver sá, er vill hugsa
og skilja, getur æfinlega hagnýtt sér
tímann.
PRA ARNGERÐAREYRI
1 Nauteyrarhreppi í Norður-lsa-
fjarðarsýslu er stofnað íþróttafé-
lagið Þróttur. Félagar eru 33 og
kennari Jakob Jónsson iþróttakenn-
ari Reykjanesskóla. Félagsmenn
ætla að æfa sund, knattspyrnu, leik-
fimi, fjallgöngur og allskonar úti-
íþróttir. Félagið á sundlaug, sem
það ætlar að endurbæta og full-
komna.—Það vildi til hér, er Pétur
bóndi i Hafnardal gaf 5 hestum 15
kg, af votheyi ofan af votheystóft,
er hann byrjaði að gefa úr, að allir
hestarnir veiktust og dó einn eftir
2 sólarhringa. Óvíst þykir hvort
hinir lifa. Níu kindur átu af skóf
ofan af sömu tóft, og veiktust allar
og ein er dauð. Sýnishorn af hey-
inu verður sent Búnaðarféiagi ís-
lands.—N. dagbl. 5. apríl.
Móðurminning
ÞURIÐUR ÞORLEIFSDÖTTIR
fædd á Mjóabóli í Laxárdal í Dalasýslu
25. olctóber, 1847
fíóiin í Riverton í Manitoba 27. april, 1933
(Tileinkað Þorleifi L. Hallgrímssyni, einka-
syni hinnar látnu).
Sem ungbarn eg mintist hve mild hún var—
þó mörgu eg seinna glevmdi.
Bg veit að hún ávalt vakti þar,
eg veit hana líka dreymdi.
Nú veit eg að draumur um drenginn sinn
\Tarð dásamleg júní vaka
í hennar augum, sem anda minn
átti til dýpstu raka.
Að hvílunni hinstu með henni’ eg gekk—
í himnunum englar sungu.—
Frá móðurhjartanu mér hún fékk
merginn úr íslands tungu.
Þó bresti strengir og bogni menn,
eg ber það í heitu sinni:
að \úð eigum sumar saman enn
við sólbros úr eilífðinni.
Einar P. Jónsson.