Lögberg - 03.05.1934, Blaðsíða 7

Lögberg - 03.05.1934, Blaðsíða 7
LÖGBEBG, FIMTUDAGINN 3. MAl, 1934 7 Ritgerð eftir Inga Irigaldson. forstöðumann Canadian Livestock Co-operative (Western) Limited og skrifara M a n i t o b a Co-operative Livestock Producers, Limited, um búpenings framleiðslu og markað. Þegar maÖur fer aÖ leita sér upp- lýsinga í sambandi við framleiðslu og sölumarkað búpenings, þá relcur maður sig á erfiðleika að fá full- nægjandi sannanagögn, sem nauð- syn ber á og þess vegna eru þær upp- lýsingar sem hér eru framsettar nð mestu leyti dregnar úr óbrotinni þekkingu og reynslu í sambandi við búpenings samvinnufélag okkar og starfrækslu þess á St. Boniface markaðinum. Þá er fyrsta spurningin, hvaða prósentur af hverjum dollar, er neytandi vörunnar eyðir, kemst til framleiðanda? Það eru engar áreiðanlegar skýrsl- ur í Canada og hefir aldrei verið gangskör gerð að því að fá þær, um hvað virkilega skeður frá þeim tíma er framleiðandi selur skepnu sína, og þar til hún er komin sem fæða á borð neytanda. Eg tek sem dæmi geldneyti af bestu tegund, og seldu til neytanda í september 1933. Eins og kjötverð var þá, þá borgar sá, sem notar, $58.20 fyrir þenna grip, í smásölu, og virðing á úrganginum úr skepn- unni, eftir markaðsverði, var $8.30, svo heildar verðlag í smásölu verð- ur $66.50. Bóndinn eða framleið- andinn fékk fyrir þetta geldneyti $39.20, og verður þá niðurstaðan sú, að neytandi borgaði $27.30 meir en bóndinn fékk, og hefir þá mis- munurinn farið í flutning til mark- aðar, sölulaun, sölutorgs-gjald, slátrun og smásölukostnað. Árið 1932, gerði Búnaðarskólinn i Illinois-ríkinu rannsókn á þessum mismun og komst að þeirri niður- stöðu að framleiðandinn fengi 43 U prósent af dollar neytandans og hin 56^2 prósentin gengi til heildsala, smásala, slátrara og markaðskostn- aðar. Sannarlega ætti að rannsaka þenna mismun hér í Canada, ef hag- ur framleiðanda er nokkurs virtur. Kostnaður við' flutning búpenings frá framleiðanda á sláturhús: Tafla þessi sýnir kostnaðinn á heildarsölu á 257 vagnhlössum af búpening, er seld voru á St. Boni- face markaðinum í janúar 1934. 257 vagnhlöss seld í heildsölu á $279,000.00 eða $1,086.00 hvert. Kostnaður á vanalegu vagnhlassi frá mismunandi stöðum í Manitoba, með flutningstaxta, er nemur 220 á hundraðið, yrði $122.90, eða 11.3 prósent af heildar verðleika. I því felst flutningur, sölutorgs-gjald, fóður, sölulaun, jöfnunar kostnað- ur, ef 13 eða fleiri senda vagnh'ass saman, og vátrygging, sem þó er ekki skuldbundin. . Sundurliðuð tafla. Blutningur á 22C hundraðið ,.$ 46.20 Viðstaða að fylla vagninn .... 3.00 Afíerming við sölutorg .... 1.00 Sótthreinsun .. . 0.75 Alls .... 50.95 eða 4.7% Sölutorgsgjald og fóður ......... 20.25 e®a 1.9% Sölulau og jöfn- unarkostnaður 20.00 eða 1.8% Forstj. sölulaun 26.40 eða 2.4% Vátrygging (ekki skuldbundin) 5.30 eða .5% Alls ....$122.90 eða 11.3% Þessi tafla sýnir að 11.3% ganga í að koma búpening til almennra sölutorga, og er þessi kostnaður ekkert hærri en að lcoma öðrum af- urðum til markaðar. Hveiti á 65C mælirinn kostar 20% að koma til hafnstaðar. Á Englandi er kostn- aðurinn $4.00 á hausinn, eða 25%, og innibindur ekki sjálfan flutnmg- inn. Að sundurliða hinn mismunandi kostnað verður sölutorgsgjald 25C á hausinn, fyrir fullorðna gripi, 15C fyrir ungviði, yc svín, 6c fé, skepnu- fóður $1.15 hver baggi af heyi og $1.65 poki af söxuðu korni. Fóður- gjald er ekki í samræmi við virki- legan kostnað á því. Sölulaun eru að jafnaði $15.00 á hvert vagnhlass. Jöfnunarkostnaður er fyrir að gera skilagrein beint til bænda, og fer eítir því hvað margir hafa átt hlut í vagnhlassinu. Forstjóra sölulaun fara til þess manns, er sér um flutn- ing og allan undirbúning í þvi sam- bandi og fer eftir því hvaða nauð- synjaverk þarf að gera. Lástigavigt í hverju Lámarksvigt i hverju vagnhlassi er, fyrir gripi, 20,000 pund og fyrir svin og lömb, 16,000 pund. Fyrir hér um bil 2 árum síðan settu járn- brautarfélögin í gildi tollskrá, til að mæta samkepni frá vöruflutning'- bílum,' og lækkaði hún lámarkið á vigt, en mér finst að flutningstaxt- inn á slíkri vigt vera of hár. Til dæmis að taka taxtann á 22C hundr- aði frá mismunandi stöðum í Mani- toba, ef 12,000 pund eru send í vagn- hlassi, kostar það 28>úc hundraðið og ef 6,000 pund eru send, þá 39JÖC hundraðið. Sparnaður á 12,000 punda vagn- hlassi er mjög lítill, en á 6,000 punda vagnhlassi er hann meiri, þegar tekið er til greina, að áður þurfti að borga fvrir 20,000 punda iámarksvigt á vagnhlassi af svínum og kindum. Það er enginn efi, ef taxtinn væri lækkaður á léttari vigtinni, að meira yrði sent með jórnbraut en á vö:u- flutningsbílum. 14,000 punda lámarksvigt ætti að vera á vagnhlassi af svínum á viss- um tímum árs og alls ekki meir en 10,000 til 12,000 fyrir lömb. Flutningur með vörubílum hefir stórkostlega aukist á síðari árutn. og sérstaklega á sumrin. Taxtinn er afar mismunandi, alt frá 35C upp i 90C hundraðið. Einhver tilraun ætti að vera gerð að jafna þenna taxta, líkt og járnbrautirnar gera, eftir mílnaf jölda. Sölulaun á gripum er 8oc á haus- inn og sölutorgsgjald 25C, alls $1.05. Á ungviði 25C og 15C, alls 40C; á svínum 20C og yc, alls 27C, og á fé 20C og 6c, alls 26C á hausinn. Eigendur vöruflutningsbílanna setja sinn taxta til að innibinda sölu- ' laun og sölutorgsgjald, en flytja svo skepnurnar beint á sláturhúsin, og hafa þenna gróða sjálfir Flutningur beint til sláturhúsa. Það er erfitt að sanna hver áhrif beinn flutningur á búpening til slát- urhúsa hefir á markaðsverð. Það er alment viðurkent að á sölutorg- unum sé verðtaxinn settur. Sólu- torgin eru einu staðirnir, þar sem samkepni í sölu á sér stað; þangað koma kaupmenn til að kaupa og selja í smáum og stórum stíl. Með bein- um flutning til sláturhúsanna mink- ar þörfin að kaupa á sölutorgunum. Ef allir keyptu á sölutorgum mundi verðlagið vera mjög líkt á vissum tímum, en ef einhver hefir keypt lægra verði, fyrir að hafa flutt beint til sláturhúsanna, og notar það svo til að selja ódýrara til smásalanna, gerir það að verkum að hinir reyna að kaupa með lægra verði til að mæta samkepninni og afleiðingin verður sú, að framleiðandinn fær minna fyrir vöru sína. Samkepnin við að selja verkað kjöt og kjötmeti er alt of mikil og því nauðsynlegt fyrir sláturhúsin að kaupa sem ódýrast. Og óefað hafa sláturhúsin meira tækifæri að kaupa ódýrara þegar búpeningurinn er fluttur beint til þeirra. Afleiðingin verður sú, að sláturhúsin, eftir að kaupa góðar byrgðir á þenna hátt, eru i örugg- ari sess að selja kjötmeti og verk- að kjöt af öllu tæi. Kaupendur og seljendur á sölutorgunum eru leikn- ir í sinu starfi og má því búast við sanngjörnu og viðunandi verði, en þegar bara kaupiandinn er laginn í sinni list, er hætt við að framleið- andinn beri lægra hlut. Um tímabil um sumarið 1932, þá minkuðu tvö af stærri sláturhúsun- um kaup sin á sölutorginu ofan í 500 svín á mánuði, og hjá öðru af þessum sláturhúsum, gekk þetta í tvo mánuði, og óefað' voru þau að kaupa ódýrara beint frá bændum á þeim tíma. Á sama tíma keyptu sum smærri sláturhúsin eins mikil eins og 2,000 svin. Samskonar háttarlag átti sér stað á sama tima með lamba- kaup. KAUPIÐ AVALT LUMBER THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD. HENRY AVENUE AND ARGYLE STREET. VVENNIPEG, MAN. PHONE 95 551. Vestan frá hafi Heiðraði ritstjóri Lögbergs: Um leið og eg hér með læt fylgja þrjá dollara, borgun fyrir eins árs tímabilið enn, langar mig til að biðja um rúm í blaðinu fyrir nokkrar yfir- lits hugleiðingar, þó ekki verði bein- línis kallað fréttabréf, þvi fátt hefi eg að skrifa, sem almenning við kemur. Yfir fjörutíu ár hefi eg stöðugt átt heimili í Winipegborg, og nálega allan þann tíma verið kaupandi Lögbergs, sem mér er nú kærara að fá sent til mín, en nokkru sinni áður, því nú er eg kominn í fiintán hundruð mílna fjarlægð.— Það var seint í ágúst, síðastliðn- um, að eg, ásamt konu minni, flutti hingað vestur að Kyrrahafinu. í borginni Vancouver höfðum við keypt hús og afráðið að setjast þar að. Margs sakna eg nú, fyrst um sinn, frá Winnipeg: fólksins, og samvinnu með því í ýmsum félags- skap. Hér tekur mig víst nokkuð lengi að kynnast. íslendingar ekki margir hér búsettir og mjög á dreif- ing; þó hefi eg komið á heimili nokkurra, sem eg þekti fyrir tugum ára í Winnipeg. Vil eg nefna tvo þá fyrstu húsfeður, er eg leitaði uppi hér, af íslendingum, og vildi svo til að þeir voru hiuir sömu, er eg kynt- ist fyrst, fyrir f jörutíu árum, þá eg kom ungur frá íslandi til borgar- innar Winnipeg. Annar er W. B. Anderson, sem tók mig heim til sín af innflytjendahúsinu; en hinn var Árni Friðriksson, kaupmaður. Kom eg oft í hans veglegu matsöiubúð á Ross Ave., og fékk þangað send mín fyrstu bréf frá íslandi. Svona geng- ur það: "víða liggja vegamót.-’ Eitt er sem eg harma þó ekki, og það er að þurfa ekki að mæta síðastliðnum vetri eins og hann var í Winnipeg og þar um slóðir. Hér hefir verið sá indælasti vetur hvað veðurfar snertir; menn hér muna ekki eftir öðrum eins síðan 1922. Á annan í jólum féll snjór, lítið eitt, er bráðn- aði eftir þrjá daga. Aldrei kom svo mikið frost að yfir smápolla hafi frosið; en nóg er af þeim, því oft rignir vikum saman. Þegar litið rignir og sólin skín, sjást menn hér berhöfðaðir, léttklæddir, eitthvað að dútla í blóma- og jarðeplagörðum við hús sín. Eg kann lítið að garð- rækt; hefi þó allstóran blett, bæði til arðs og prýðis, í kringum hús okk- ar. Eg hefi sáð þar nokkrum mis- munandi tegundum. 22. febrúar vann eg i garðinum meiripart dags- ins og plantaði þá í smábeð til reynslu. Kartöflur eru nú farnar að koma upp. Úr því eg réðst nú til að rjúfa þögnina að þessu leyti, svona opin- berlega, langar mig til að láta les- endur Lögbergs vita hvar eg er nú niður kominn, þótt yfirborði fjöld- ans varði það lítið, en margir af þeim eru vinir mínir og ættingjar, sem eg get aldrei komist yfir að senda bréflega kveðju mína. Mig langar til, af sérstakri ástæðu að minnast iá Islendingadaginn síð- asta, er Winnipeg-Islendingar höfðu á Gimli. Dýrmætt þótti mér að geta verið þar staddur og hafa tækifæri á að heilsa og kveðja kunningjana, áður en eg hvarf burt í fjarlægt hérað. Öll árin mín í Winnipeg man eg ekki til að hafa mist neinn ís- iendingadag. í þetta skifti varð mér dagurinn sérlega áhrifamikill gleði- dagur, þótt i huga mér væru skiln- aðarstundir frá nánustu ættingjum. Eftir örfáa daga, hlaut eg að setjast að á nýju heimili, ‘‘bak við fjöll og djúpa dali’’ vestur við haf. Fyrstu vikurnar beið eg nú þar | óþreyjufullur eftir mínu kæra Lög- bergi, færandi mér fréttir að aust- an, á minu móðurmáli—lesmál, sem engin ensk blöð, sem eg næ í til að lesa, geta fært. Heyra má þó radd- ir þannig hljóðandi, að Winnipeg vikublöðin íslenzku mættu falla úr sögunni, og að litlu yrði tapað; menn hefðu alt birt i ensku blöðun- um. Þeir sem lesa íslenzku samsinna iví aldrei. Taka vil eg fram, að nokkuð af lesmáli, sem Lögberg befir nú fært lesendum sínum um síðustu mánuði, hefðu engin ensk blöð getað flutt. Nefni eg nokkur atriði, sem mér varð hug- næmasta lesmálið: Þær f jórar dá- samlegu prédikanir, sem dr. B. B. Jónsson flutti í kirkpi sinni, nýkom- inii úr íslandsferð sinni. Einnig ferðasögu vinar míns A. S. Bardals um ísland. Eftir að hafa lesið hana, skrifaði eg honum upp á góðan og gamlan kunningsskap og komst með- alannar þannig að orði, i því bréfi: Unaðsfrétt barst ein til min, innan um Lögbergs-fréttir: áf íeðralandi frásögn þín um fjallgöngur og réttir. Svo næst vil eg nefna íslendinga- dagsræðurnar: Ræðu Dr. B. J. Brandson las eg nákvæmlega, þó eg væri þar staddur um daginn. Misti ég af að heyra hann flytja þá ræðu, vegna þess að á þeim sama tima sat eg i flugvél um átta hundruð fet beint upp yfir ræðupalli, þar á hringferð með flugmanninum Konna Jóhannesson. Þótti mér mikið í var- ið að vera svo hátt upp hafinn yfir Dr. B. J. Brandson, þó eg gæti ekki séð hann eða heyrt þá stundina.— Konnie hafði loftfar sitt þannig út- búið, að það gat tekið til flugs upp af vatninu, og það þótti meira í varið, en af þurru landi. Mig hefir undrað að engin um- getning skyldi sjást í sambandi við allar auglýsingar og meðmælarit- gerðir þessa Islendingadags, viðvíkj- andi þessum vel þekta islenzka flug- manni. Fyrir mörgum árum man eg glögt eftir nokkurs konar loftfari, “balloon,” sem enskir áttu, og fyltu gasi og létu skríða í loft upp. I körfu þar neðan í áttu tveir hundar að sigla upp í vissa hæð, losna svo við ‘’balloon”-inn og koma niður hægt á fallhlíf, án þess að verða meiddir. Þetta var nú notað sem aðdáttaraf 1 fyrir einn Islendingadag- inn, sem haldinn var í Winnipeg. Mynd var af því og mikið talað um og auglýst fyrirfram í íslenzku blöð- unum. Þetta þótti nú afar merkilegt á þeim döguni, og margir hlökkuðu mikið til að fá að sjá þetta. Þegar til kom, mistókst þessi sýning. Ein- hversstaðar kviknaði í belg þessum, svo hann varð ófær til flugs þann daginn. Fjöldinn varð fyrir miklum vonbrigðum. Gamanbragur var saman settur um þetta atriði, og hljóðar ein vísa úr þeim brag þann- ig: Ilið umrædda atvik skal grunda, er það ei dálítið valt: —Það átti að hefja upp hunda í hundana fór það svo alt. Síðan þessi saga gerðist hafa loft- förin breyst og verið gerð fleygari og fullkomnari. Konnie Jóhannesson, sem er fædd- ur og uppalinn i Winnipeg, að eg hygg, er víst sá fyrsti íslendingur hér vestan hafs, sem keypt hefir flugvél og stjórnað henni sjálfur. Nú var það ekkert aðdráttarafl á- litið, né vert að auglýsast fyrir fram þennan áminsta stórhátíðisdag ís- lendinga, ])ó þessi framtakssami flugmaður væri þar staddur, að Gimli, aðalstöð íslenzku landnem- anna, með þessa merkilegu fleytu sína, sem öldur Winipeg-vatns vögg- ugu hinn blíða sólskinsdag, þar við sandinn. Hún var þar í kjölfari flatbotnanna, sem þar sáust margir, á frumbýlingsárunum; — merkileg framför að eg álít. Góður gestur kom til min nýlega; það var Mr. Finnur Stefánsson frá Winnipeg. Hann var að heimsækja son sinn, sem hér er búsettur og til- heyrir slökkviliði, eða máske rétt- ara sagt eldliði, Vancouver-borgar. Mikið þótti mér vænt um að eiga NUGA-TONE ENDURNÝJAR HEILSUNA NUGA-TONE styrkir hin einstöku líffæri, eykur matarlyst, skerpir melt- inguna og annað þar að lútandi. Veitir vöðvunum nýtt starfsþrek og stuðlar að almennri velllðan. Hefir oft hjálpað er annað brást. Nokkurra daga notkun veitir bata. NUGA-TONE fæst hjá lyf- sölum. Gætið þess að kaupa aðeins ekta NUGA-TONE. tal við Finn. Spurði eg hann frétta frá gömlum átthögum og kunningj- um í Winnipeg. Meðal annars spurði eg hann um þennan hér á- minsta flugmann. Sagði hann mér að Konnie hefði keypt sér nýlega fullkomnari og miklu dýrari flugvél; væri nú í ferðum með hana norður við \\Jinni]tegosis. CABliAGE, Emkhuizen (Large Packet) C A R R O T, Chantenay Half Long (Large Packet). ONION, Yellow Globe Danvers, (Large Packet). LETTUCE, Grand Rapids. This packet will sow 20 to 25 feet of row. ASTERS, Queen of the Market. BACHELOR’S BUTTON, Fine Mixed. COSMOS, New Early Crowned. CLIMBERS, Fine Mixed. EVERLASTINGS, Fine Mixed. CALIFORNIA POPPY, Fine Mixed. MIGNONETTE, Fine Mixed. Svo óska eg yður, og vinum mín- um, sem lesa þessar hugleiðingar, góðs og gleðilegs sumars. Vancouver, B.C., Skrifað á sumardaginn fyrsta. Guðjón H. Hjaltalín. FRA AKRANESI 5. APRÍL Héðan hafa allir bátar róið und- anfarna daga og komið með fullar lestir og þilför. Áætlað er að alt að 100 þús. fiskar hafi komið hér á land i fyrradag, og hefir aldrei fyr aflast hér svo mikið og jafnt. Har- aldur Böðvarsson lét í gær breiða fisk. Lyra var hér á Akranesi í gær I og lestaði hrogn og lýsi.—N. dagbl. — GEFINS Blóma og matjurta fræ ÚTVEGID EINN NÝJAN KAUPANDA AÐ BLAÐ- INU EÐA BORGIÐ YÐAR EIGIÐ ASKRIFTAR- GJALD FYRTRFRAM. Frceið er nákvœmlega rannsakað og ábyrgst að ölln leyti.% TAKIÐ ÞESSU K0STAB0ÐI! Hver gamall kaupandi, sem borgar blaðið fyrirfram, $3.00 áskrift- argjald til 1. janúar, 1935, fær að velja 2 söfnin af þremur númerum, 1., 2, og V (i hverju safni eru ótal tegundir af fræi eins og auglýsingin ber með sér). Hver, sem sendir tvö endurnýjuð áskriftargjöld, $6.00 borgaða fyrirfram, getur valið tvö söfnin af þremur nr. 1. 2. og 3 og fær nr. 4 þar að auki. Hver, sem útvegar einn nýjan kaupanda og sendir áskriftargjald hans, $3.00, fær að velja tvö söfnin úr nr. 1. 2. og 3., og fær nr. 4. þar að auki. Hinn nýi kaupandi fær einnig að velja tvö söfnin nr. 1., 2. og 3., og fær nr. 4. Þar að auki. Allir pakkar sendir móttakanda að kostnaðarlausu. NO. 1—ROOT CROP COLLECTION Note The Ten Big Oversize Packets BEETS, Half Long Blood (Large Packet) NO. 2.—ANNUAL FLOWER COLLECTION Large Size Packets NO. 3—SPENCER SWEET PEA COLLECTION 6 — Big Packets — 6 Here are six splcndid Spencer Sweet Peas that will hold their own either in the garden or on the show bench. Conceded by experts to be six of the best in their respective color class. DEEP PINK, Pinkie — SALMON, Barbzara — CRIMSON Crim- son King — LAVENDER, Austen Frederick Improved—BLUE, Heavenly Blue — MAROON, Warrior. NO. 4 — WINTER VEGETABLE COLLECTION BEETS, Detroit Dark Red (Ounce). The best round red Beet. Ounce will sow 100 fet of drill. CABBAGE, Danish Ball Head (Large Packet). This packet will grow 1,000 lbs. of as good cabbage as you ever tasted. CABBAGE, Red Rock Pickling (Large Packet). This packet will easily produce over 300 heads. CARROT, Chantenay Half Long (Ounce). Ounce will sow 250 feet of drill. PUMPKIN, Sweet or Sugar (Large Packet). Packet will sow 10 to 15 hills. ONION, Yellow Glóbe Danvers (Large Packet). Will sow 25 to 30 feet of drill. PARSNIP, Half Long Guernsey (Ounce). Ounce enough for 250 feet of drill. SQUASH, Imported True Hubbard (Large Packet). Sufficient seed for 12 to 20 hills. VEGETABLE MARROW, Long White Vining (Large Packet). Packet will sow 20 to 25 hills. TURNIP, Purple Top Swede (Ounce). Will sow 300 feet of row. Sendið áskriftargjöld yðar í dag (Notið þennan seðil) To THE COLUMBIA PRESS, LIMITED, Winnipeg, Man. Sendi hér með $............sem ( ) ára áskriftar- gjald fyrir “Lögberg.” Sendið póst frítt söfnin Nos. : Nafn Heimilisfang Fylki ................................................ ----- ■ ■■■.- " ^ ■■■■ ■=5^=!’E PARSNIP, Early Short Round (Large Packet). RADISH, F'rench Breakfast (Large Packet). TURNIP, Purple Top Strap Leaf. (Large Packet). The early white summer table turnip. rURNIP, Swede Canadian Gem (Large Packet). ONION, White Pickling (Large Packet). MATHIOLA, Evening Scented. Stock. POPPY, Shirley Mixed. PETUNIIA, Choice Hybrids. SURPRISE FLOWER GARDEN. SNAPDRAGONS, New Giant Flowered. SPENCER SWEET PEAS — Mixed.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.