Lögberg - 24.05.1934, Blaðsíða 1
47. ARGANGUR || WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 24. MAl 1934 ' | NÚMER 21
FRA, ISLANÐI .
Hér eru birtar myndir af nokkrum íslenzkum námsmönnum, sem útskrifuðust frá háskóla Manitoba
fylkis í vor. Myndir þessar voru góðfúslega lánaðar af mönnum þeim, sem umsjón höfðu með árbók
háskólans þetta ár. Þvi miður gat blaðið ekki flutt aðrar myndir en þær, sem þar birtust. Blaðið vill
þakka þeim Mr. Norman Bergman og Mr. Kára B jerring fyrir þá hjálp sem þeir létu blaðinu í té
viðvíkjandi þessum myndum.
Myndirnar frá vinstri til hægri—efri röð : Roy H. Ruth, B.A.; Stanley H. Samson, B.Sc.; María
S. Jónsson, B.A.; Tryggvi J. Oleson, B.A.; Kári H. Bjerring, B.Sc. Neðri röð (frá vinstri til hægri) :
Norman St. Bergman, B.A.; Percival Johnson, M. D.; Tryggvi Ingaldson, Diploma in Agriculture;
Helen E. Johnson, B.Sc.; Myrtle Th. Thorvaldson, B.A.
Bretar hlutlausir
ÍSLENZKA VIKAN
Akureyri 27. apríl.
Hún hófst á sunnudaginn. Ýmsar
verzlanir höfðu um nóttina útbúið
sérstakar gluggasýningar fyrir ís-
lenzkan varning og snemma morg-
uns voru fánar dregnir á stengur
víðsvegar um bæinn. -
Klukkan 2 hóf Lúðrasveit
Reykjavikur hljómleika á Austur-
velli og hafði fjöldi fólks safnast
þar saman. Klukkan 2.15 kom Þor-
steinn Briem atvinnumálaráðherra
fram á svalir Alþingishússins og á-
varpaði mannfjöldann með ræðu.
Þeirri ræðu var útvarpað, og á síma-
stöðinni voru tvö gjallarhorn.
Hann talaði um íslenzkan iðnað
og íslenzka sjálfsbjörg, rakti hvern-
ig þjóðin hefði fyr á öldum lært að
búa sem mest af sínu, hvernig þetta
breyttist á undanförnum áratugum
með breyttum atvinnuskilyrðum og
lifnaðarháttum, og hvernig þetta
yrði nú að færast í hið fyrra horf,
þjóðin að læra að nýju hið gamla
spakmæli: “Holt er heima hvað.”
Að því loknu lék Lúðrasveitin
aftur nokkra stund.
Um sama leyti gengu skátar í
langri fylkingu um bæinn. Báru
þeir með stuttu millibili stangir og
var stór stafur á hverri. Þegar horft
var á hlið fylkingarinnar mynduðu
þessir staf ir: “Kaupið íslenzkar vör-
ur.” Fylking þessi fór víða um bæ-
inn og var þetta tákn þess, að skátar
vilja leggja íslenzku vikunni lið sitt.
—Mbl. 24. apríl.
MAÐUR DRUKNAR HJA
VESTMANNAEYIUM
í fyrrakvöld seint voru 2 eða 3
trilubátar ekki komnir að landi.
Maður að nafni James White (ís-
lendingur) vildi þá fá vélbáta til
þess að fara út að leita að þeim, því
að bróðir hans var á einum bátnum.
En einhvern veginn fórst það fyrir
að leitað yrði, mun formönnum ekki
hafa þótt þess þörf, því að veður
var sæmilega gott, en dálítil snjó-
mugga. Mun James hafa sárnað
þetta. Hann átti sjálfur lítinn vél-
bát, yfirbygðan að hálfu, og hafði
notað þann bát *til ferða milli skipa
og lands, aðallega til þess að flytja
lækni um borð í skip. Hann tók nú
þennan bát sinn og lagði á stað til
þess að leita að bróður sínum. En
þegar hann kemur fyrir klettinn á
Heimaey, kom vélbáturinn “Veiga”
þar á móti honum. Sá hvorugur
annan fyr en þeir mættust þarna og
rákust saman. Bátur James sökk
samstundis og druknaði maðurinn.
“Veiga” fór út til veiða í fyrri-
nótt aftur og var ekki komin úr
róðri þegar blaðið talaði við Vest-
mannaeyjar í gær. Var því ekki
hafin rannsókn í málinu. En heyrst
hafði eftir bátverjum á “Veigu,” að
James hefði stýrt öfugt þegar hann
sá til þeirra, og þess vegna hefði
áreksturinn orðið.—Mbl. 24. apríl.
VERKAMANNABOSTAÐIR
7 HAFNARFIRÐI
Á fundi, sem bæjarfulltrúar sjálf-
sr.æðismanna boðuðu til síðastliðinn
sunnudag, var stofnað Byggingar-
félag verkamanna í Hafnarfirði.
Stofnendur voru 30. Á fundinum
voru samþykt lög fyrir félagið og
kosin bráðabirgðastjórn. Skipa
hana Loftur Bjarnason bæjarfull-
trúi, Þorleifur Jónsson ritstjóri og
Ólafur Bíjörnsson bifreiðarstjóri.
Tilgangur félagsins er, að koma
upp góðum og hentugum íbúðarhús-
um fyrir verkamenn og sjómenn og
aðra þá, er uppfylla þau skilyrði,
sem sett eru í lögunum um verka-
mannabústaði frá 1931, enda er fé-
lagið stofnað og því ætlað að starfa
samkvæmt þeim lögum.—Vísir 27.
apríl.
SJOKRAHOSBYGGING
A HOSAVIK Húsavík 20. apríl.
Sjö félög hér á Húsavík hafa í
vetur beitt sér fyrir fjársöfnun til
sjúkrahúsbyggingar hér á Húsavík.
Var fyrst haldin hlutavelta, síðan
var komið af stað krónuveltu, og
hefir þannig safnast allmikið fé.
Nokkrar gjafir hefir spítalasjóður
fengið. Þar á meðal hefir Kaupfé-
lag Þingeyinga heitið 1000 krónum.
Spítalanefndin hefir ákveðið að
halda aðra krónuveltu á næsta
hausti. Ennfremur er ráðgert að
halda skemtisamkomur 17. júlí, til
arðs fyrir spítalann.
Formaður Spítalanefndar er séra
Friðrik Friðriksson.—Vísir.
SNJÓR I SIGLUFIRÐI
Frá Siglufirði er símað að þar
sé óvenju mikill snjór um þetta leyti
árs, og eru mannhæðar háir skaflar
á götunum.—Mbl. 24. apríl.
SJOKRAHOSIÐ /
STY KKISHÓLMl
Nýlega er hafin vinna við bygg-
ingu sjúkrahússins, og hafa Meul-
enberg biskup og Sigurður Guð-
mundsson húsameistari verið á ferð
í Stykkishólmi, til eftirlits.—Góðar
horfur eru með atvinnu hér í Stykk-
ishólmi í sumar og fram á haust,
við þessar byggingar, auk annara.
—Visir 2i. apríl.
SKIPUN VARALÖGREGLU
Fjörutíu menn hafa verið skipað-
ir í varalögreglu og telst skipun
þeirra frá 25. þ. m. Varalögreglan
var sl.ipuð á síðasta bæjarráðsfundi.
—Erlingur Pálsson fulltrúi hefir á
hendi stjórn varalögreglunnar, auk
þess sem hann hefir á hendi stjórn
bæjarlögreglunnar.—Vísir 27. apríl.
MAÐUR VERÐUR
BRAÐKVADDUR
Akureyri 27. apríl.
Þegar Nóva fór frá Akureyri í
gærkvöldi, var meðal farþega þaðan
Ingólfur Kristjánsson skipstjóri frá
Framnesi, Norðurgötu 19. Ætlaði
hann til Noregs, til að sækja skip.
Þegar Nova kom út hjá Hjalteyri,
ætlaði Ingólfur að hátta, en í því
hann ætlaði upp í rekkjuna, féll
hann út af, og var þegar örendur.
Nova sneri þegar við og skilaði
líkinu i land.
Ingólfur var um sextugt, vel met-
inn maður, og þótti afbragðs sjó-
maður. Hann hafði verið skipstjóri
á ýmsum veiðiskipum frá Akureyri
og var lengi stýrimaður á flóabátn-
um Unni, og á Drangey. Ingólfur
lætur eftir sig konu og fimm börn.
MAÐUR HVERFUR
Björn Björnson, Suðurgötu 16 á
Siglufirði, ættaður frá Svarfaðar-
dal, var horfinn úr rúmi sínu kl. 5
í gærmorgun. Hans var leitað allan
daginn í gær og i nótt, meðfram
öllum bryggjum á Siglufirði, en
árangurslaust.
SKIPASMIÐASTÖÐ OG
DRATTARBRAUT
Gunnar Jónsson, bátasmiður, á
Akureyri, hefir keypt dráttarbraut-
ina og hafnarbryggjuna af Ragnars-
bræðrum, og reisir þar stóra skipa-
smíðastöð og leggur dráttarbraut.
Byrjað er á byggingu hússins.
—Vísir 28. april.
LANDSBANKANEFNDIN
hélt futíd i gær. Þar voru kosnir
tveir menn í bankaráð, Jóhannes Jó-
hannesson fyrv. bæjatfógeti (end-
urkosinn) og Helgi Bergs framkvst.
i staðinn fyrir Héðinn Valdintars-
son. Endurskoðendttr voru kosnir:
Jón Kjartansson ritsti. (endurk.)
og Pálmi Einarsson ráðunautur, en
áður var Jörundur Brynjólfsson
endurskoðandi.—Mbl. 28. apríl.
Eldur í Chicago
Á laugardaginn var kom upp eld-
ur i sláturhúsahverfum í Chicago,
i og varð hann ekki slöktur fyr en á
| sunnudagskveld. Eldurinn hafði þá
gert afarmikið tjón og lá nærri að
hann færi unt alla borgina. Öll
slökkvitæki borgarinnar voru send á
eldstöðvarnar samstundis og eldur-
inn kviknaði. Eftir \]/2 klukku-
stund tókst að einangra svæðið, svo
að borgin ekki eyðilegðist. Það var
gert með þvi að sprengja upp bygg-
ingar hér og þar og dæla vatni á
næstu húsin. Eldinn í sláturhús-
unum og gripakvíunum var ekki við-
lit að slökkva og brann alt til kaldra
kola á fermílu svæði. Fleiri hundr-
uð gripir og svin brunnu þar.
Þurkar ntiklir höfðu gengið und-
anfarandi vikur og breiddist eldur-
inn út með geysihraða. Annars ber
það við svo að segja daglega að eld-
ur komi upp á þessu svæði, en út-
búnaður allur er svo góður að í f lest-
um tilfellum er eldurinn slöktur
næstum því samstundis.
Skaðinn af þessum eldi er metinn
á milli 5 til 10 miljón dollara. Tólf
hundruð manns eru heimilislausir.
Þvi hefir verið fleygt fyrir að
verkamenn . hafi kveikt í viljandi.
Einhver vandræði hafa verið í slát-
urhúsunum á milli verkamanna og
sláturhúsfélaganna, en enn eru eng-
ar sannanir fyrir því að hér hafi
verið um glæp að ræða.
A sunnudaginn kom fólk í bílum
frá nærliggjandi ríkjum, og er talið
að um 150 þúsund manns hafi safn-
ast saman til að horfa á rústirnar.
Ef að slökkvivélar allar væru nú
ekki miklu fullkomnari en þær voru
fyrir nokkrum áratugum, er talið
víst að eldur þessi hefði orðið eins
skaðulegur og sá, sem geisaði í Chi-
cago árið 1871.
Háskólaprófin
I lista þeim, sem birtur var í síð^
asta blaði, yfir þá íslendinga, sem
útskrifuðust frá Manitoba háskól-
anum í vor, féll úr nafn STANLEY
HERBERT SAMSON. Hann hlaut
nafnbótina Bachelor of Science.
Stanley er sonur Mr. Jón Samson,
lögregluþjóns í Winnipeg.
NORMAN RICHARD JOHN-
STONE, sem er íslenzkur i aðra
ætt, hlaut nafnbótina Bachelor of
Science, (miðað við 11. október,
1933)-
Isbister Scholarship, að upphæð
$40, hlaut Margrét Björnsson, dótt-
ir Dr. Ólafs Björnssonar í Winni-,
peg. Hún er í þriðja bekk háskól-1
ans.
Isbister Scholarship að upphæð
$60, hlaut Grace S. Stanley, i fyrsta
bekk. Móðir hennar er íslenzk,
Mrs. Jas. Stewart, í Winnipeg.
SIGURÐUR SKAGFIELD
Þessi ágæti söngmaður, sem nú er
á förum til Evrópu, heldur kveðju-
hljómleika í Sambandskirkjunni á
fimtudaginn 31. maí. Hann syngur
meðal annars þessi lög: Sverrir
konungur, When Celia Sings og
Óðins sjóferð.
Stúlkubarni átolið
í vikunni, sem leið tapaðist lítil
stúlka frá heimili sínu við Moose-
horn, Man. Hún var dóttir Mr. og
Mrs. Carl Wolfrum þar í sveit.
Stúlkan, sem er fjögra ára að aldri,
var með föður sínum dálítinn spöl
frá heimili þeirra hjóna. Maðurinn
hafði verið að vinna á akri og bjó
um stúlkuna í kerru, sem stóð við
skógarrunna n^lægt akrinum. Móð-
irin var að heiman.
Seinna um daginn tók bóndinn
eftir því að barnið var ekki í kerr-
unni, enda gat hann ekki séð til þess
nema af og til, eftir því hvar hann
var staddur í akrinum. Hann tók
strax hestana frá verkfærunum og
fór að leita. Hvernig sem hann
kallaði, fékk hann ekkert svar, og
hvergi sá hann 'spor eftir barnið.
Móðirin kom heim um kveldið og
gerðu þau hjónin þá nágrönnunum
aðvart um hvarf stúlkunnar.
í fjóra daga leitaði stór hópur
manna að stúlkunni, undir forustu
lögreglumanna þar norður frá.
Þegar stúlkan fanst ekki fóru
menn að geta sér til að hún hefði
verið numin á brott af einhverjum
sem þannig vildi hefna sín á for-
eldrum hennar. Þeir, sem til þekkja
telja það vel mögulegt, þar sem ó-
vinskapur hefði verið á milli manna
þar í bygðinni. Sniám saman fest-
ust menn í þessari trú, og kom til
tals að gera aðsúg að þeim, sem
grunaðir voru. Þessu varð þó af-
stýrt.
Á sunnudaginn, klukkan 2 e. h.
fanst litla stúlkan, um tvær milur
vegar frá heimili sínu. Hún var þá
á leið heim til sín og virtist ómeidd.
Auðséð var að hún hafði fengið
nóg að borða og sætt góðri meðferð.
Þetta virðist sanna það að einhver
hafi stolið barninu, en ekki þorað að
halda því lengur, og því slept því
aftur.
Fylkiskosningar
í tveinmr fylkjum, Ontario og
Saskatchewan, verður gengið til
kosninga 19. júní n. k. Blöðin segja
að Henry stjórnarformaður í On-
tario og Anderson stjórnarformað-
ur í Saskatchewan hafi komið sér
saman um að láta kosningar fara
fram sama dag í báðum fylkjunum.
Það mun hafa verið gert til þess að
úrslitin í öðru fylkinu, ef illa skyldi
fara, yrðu ekki til þess að skemma
fyrir stjórninni í hinu.
Stjórnin í Ontario hefir áreiðan-
lega tapað fylgi síðustu árin, en
hvort óánægjan er orðin nógu mikil
til þess að steypa henni frá völdum,
er auðvitað óvíst, þar sem það fylki
hefir til margra ára verið öflugasta
vígi íhaldsflokksins hér i landi.
I Saskatchewan hefir frjálslyndi
flokkurinn jafnan verið mjög sterk-
ur, og því líklegt að hann kornist
aftur til valda, þó ihaldsmenn hafi
þar góðan leiðtoga og C.C.F. flokk-
urinn sé orðinn þar all-f jölmennur.
Uppreisn í Búlgaríu
Á laugardaginn var gerði herinn í
Búlgaríu uppreisn og rak stjórnina
frá völdum. Álitið er að Bioris kon-
ungur hafi verið í vitorði með upp-
reisnarmönnum og notað sér óá-
nægju þeirra til að losna við stjórn
og þing. Víst er það að konungur
samþykti gerðir þeirra og lýsti því
yfir að þing væri rofið.
Svo var uppreisn þessi vel undir-
búin að fæstir vissu hvað til stóð,
fyr en alt var afstaðið. Herinn tók
í sínar hendur samtímis allar stjórn-
arbyggingar, herskála og vopnabúr.
Ráðgjafarnir voru allir handteknir
og settir í varðhald, en ný stjórn
mynduð samdægurs. Hinn nýi
stjórnarformaður er Kimon Georgi-
eff. Stjórn hans verður einræðis-
stjórn og þingræði afnumið.
í höfuðborginni Sofia var skift-
unum vel tekið og er þess ekki get-
ið að nokkur mótspyrna hafi verið
sýnd.
Hin nýja stjórn hefir þegar gert
grein fyrir afstöðu sinni gagnvart
helstu nauðsynjamálum þjóðarinn-
ar. Hugmyndin mun vera að sarrt-
eina því sem næst alt vald í mið-
stjórninni. Borgarstjórar allir í
landinu verða hér eftir útnefndir af
miðstjórninni og löggæsla verður
einnig algerlega í hennar höndum.
Þá ætlar stjórnin sér að styrkja að-
stöðu ríkisins út á við með samn-
ingum við nágrannalöndin, þar á
meðal Rússland. En stjórn þess
lands ætlar Búlgaría að viðurkenna
formlega.
Með stjórnarmyndun þessari bæt-
ist enn við tölu þeirra þjóða, sem nú
búa við einræði í Evrópu. Sem
stendur er Búlgaría talin í hernaðar
ástandi, en ef engar óspektir verða
næstu daga má búast við að hern-
aðarlögin verði numin úr gildi bráð-
lega.
Á þriðjudaginn var vildi það slys
til í Chicago að stór vatnsgeymir,
með 40 þúsund gallónum af vatni,
féll í gegnum þak á sjö hæða hárri
byggingu og alla leið niður á annað
gólf. Varð svo mikill hristingur af
fallinu að byggingin lék á reiði-
skjálfi. Menn ætla að fjórir menn
hafi dáið af þessu slysi.
Sir John Simon, utanríkismálaráð-
herra Breta lýsti því yfir á laugar-
daginn var að brezka stjórnin álíti
sig ekki skuldbundna til að vernda
Kínverja gegn yfirgangi Japana,
nema því aðeins að þær átta þjóðir
aðrar, sem skrifuðu undir níu velda
samninginn 1922, gerðu hið sama.
Þessari fregn var illa tekið í Kína
og segja stjórnmálamenn þar, að
nú sé auðséð að Rretar ætli sér að
halda vinfengi Japana og muni það
stafa af því að Bandarikin og Rúss-
land séu að vingast hvort við annað.
Þetta sama er haft eftir rithöfund-
inum George Bernard Shaw. Hann
er nýkominn heirn úr ferðalagi sínu
um Austurlönd. Varar hann Breta
við því að sýna Japönum vináttu, því
það verði aðeins til þess að styggja
Bandaríkin og draga þau nær Rúss-
landi.
Verkfall í Minneapolis
Verkfall mikið hefir staðið yfir í
Minneapolis undanfarandi daga.
Það byrjaði með því að ökumenn á
flutningabílum þar í borg lögðu nið-
ur vinnu. Nokkru seinna gerðu
smiðir einnig verkfall og munu nú
vera um 45 þúsund manns, sem hætt
hafa vinnu. lívað eftir annað hef-
ir slegið í bardaga milli lögreglunn-
ar og verkfallsmanna og hafa nokkr-
ir menn verið drepnir og margir
meiddir. Ökumenn gerðu verkfall
þegar flutningsfélögin neituðu að
viðurkenna rétt þeirra til að stofna
“union,” og semja um kaup og
vinnutíma í samlögum.
Það er siður við kennaraskólann
(Normal School) hér í borginni, að
haldin sé ein samkoma á ári, þar sem
nemendum er skift i flokka eftir
þjóðerni og verður hver flokkur að
sjá um einhvern hluta skemtiskrár-
innar. Vanalega hafa íslendingar
tekið einhvern þátt í þessu, og þá
helst með því að syngja íslenzka
söngva og með því að klæðast ís-
lenzkum búningum.
í vetur voru ekki nema fáir ís-
lenzkir nemendur við kennaraskól-
ann, og þvi erfitt fyrir þá að taka
mikinn þátt í þessari árssamkomu,
sem fór fram í síðustu viku. Samt
skýrðu dagblöðin frá því að einn
íslenzkur nemandi, Eirikur Björns-
son, frá Lundar, Man., hefði flutt
skörulegt og mjög fróðlegt erindi
um ísland og íslenzka menningu.
Eiríkur er ungur maður og vel gef-
inn. Hann á þökk skilið fvrir góða
framkomu við þetta tækifæri.