Lögberg


Lögberg - 12.07.1934, Qupperneq 1

Lögberg - 12.07.1934, Qupperneq 1
47. ARGANGUR * FRÁ ÍSLANDI MBNTASKÓLI NORÐURLANDS Akureyri 13. júní. Mentaskóla Norfiurlands var slit- i8 í gær kl. 14, aÖ viÖstöddu fjöl- menni. Seytján stúdentar utskrif- uSust, alt karlar, og hlutu 14 þeirra fyrstu einkunn, en þrír aðra eink- unn. Eftir að skólameistari hafði afhent stúdentum prófskírteini, flutti hann þeim ávarp. Stúdentar sungu fyrir og eftir. Um kvöldið bauð skólameistari til kaffidrykkju í hátíðasal skólans, kennurum, próf- dómendum, stúdentum og ýmsum vandamönnum þeirra, fréttariturum blaða og útvarps, og nokkrum ö'8r- um bæjarbúum. Margar tölur voru fluttar yfir borðum, og stúdentar og fleiri sungu. SamkvæmiÖ stóÖ fram undir miðnætti. Undir próf í skólanum gengu um 25d nemendur. Ágætiseinkunn, eða yfir, 7.50 hlutu þrir nemendur: Sig- urður Áskelssson, Akureyri, Rann- veig Kristjánsdóttir frá Dagverðar- eyri, bæði í öðrum bekk, 7.56 hvort, og Ingvar Brynjólfsson frá Stokka- hlöðum, í fjórða bekk, 7.ÖI, eða hæstu einkunn, sem tekin hefir ver- ið í skólanum frá byrjun.—Vísir. SOGSVIRKJUNIN Lántakan til Sogsvirkjunarinnar var til annarar umræðu á aukafundi bæjarstjórnar í gær. SvohljóÖandi tillaga var samþykt með samhljóða atkvæðum: Beejarstjórn Reykjavíkur sam- þykkir að taka lán til virkjunar Sogsins, samkv. lögum nr. 82, 19. júni 1933, um virkjun Sogsins, að upphæð 275,000 sterlingspund, eða tilsvarandi upphæð í öðrum gjald- eyri. Bæjarfélagið ábyrgist láns- upphæðina, með eignum sínum og tekjum, og sem sérstakar trygging- ar fyrir láninu verði ábyrgð ís- lenzku ríkisstjórnarinnar og fyrsti veðréttur í Sogsvirkjuninni. Bæjarstjórn Reykjavíkur veitir borgarstjóranum í Reykjavík, Jóni Þorlákssyni, fult og ótakmarkað umboð til þess, fyrir hönd bæjar- félagsins, að undirrita lánssamning svo og til að undirrita skuldabréf fyrir láni því, sem ræðir um í 1. HÖ þessarar samþyktar, hvort heldur er aðalskuldabréf eða sérskuldabréf eða hvorttveggja. Ennfremur veitir bæjarstjórnin nefndunr borgarstjóra, Jóni Þorlákssyni, fult og ptakmark- að umboð til þess að gefa Iánveit- andanum bindandi loforð um 1. veð- rétt í Sogsvirkjuninni, til tryggingar lánsupphæðinni, og til þess að undir- rita veðbréf samkvæmt þessu, þegar til kemur. Umboð þetta getur Jón Þorláks- son framselt öðrum.—Ah'sir 14. júní. NÝJA SJÚKRABIFREIÐ fékk Rauði Kross íslands með Brú- arfossi nýlega. Er hún frá Chrysler- verksmiðjunni og búin allskonar ný- tísku útbúnaði til aukinna þæginda fyrir sjúklinga þá, sem með henni verða fluttir. Sjúkraklefinn er upp- hitaður með heitu lofti, sem dælt er inn frá vélinnixig fyrir ofan rúmið er bjalla, sem sjúklingurinn getur gefið merki með til ökumannsins, ef eitthvað amar að honum, Á mið- vikudaginn var sótti bíllinn sjúkling austur undir Eyjafjöll og reyndist bann mjög vel, þó á misjöfnum veg- um væri.—Vísir 16. júni. NÝ BÓK Nýlega er komin á bókamarkað- inn einhver vinsælasta saga Tónasar Lie, “Den fremsynte,” í íslenzkrn, þýðingu. Sagan heitir í þýðingunni “Davíð skygni.” Þýðandi er Guðm. Kamban, en útg. Bókaverzl. Sigfús- ar Eymundssonar.—Vísir 16. júní. ISFIRSK SKÓLABÖRN ísfirsk skólabörn, 23 að tölu, kornu hingað til Reykjavíkur með l Dettifossi á þriðjudaginn. A mið- vikudagsmorgun fóru þau austur yfir fjall og heimsóttu Reyki, skoð- uðu Mjólkurbú Ölfusinga, vermi- reitina og hælið, Grýlu o. fl. SiÖan fóru þau að Ölfusá, Þjársárbrú og ÆgissíÖu. Þar skoðuðu þau hell- ana, en síðan var haldiÖ að Hlíðar- endá og skoðaðar þar tóftir þær, sem talið er að bær Gunnars hafi staðið, og enn fremur dys hans. Frá Hlíðarenda gengu þau að Múla- koti og skoðuðu þar hinn fræga garÖ, og þar gistu þau. Um kvöld- ið, áður en þau fóru að hátta, gengu þau að Bleiksá og skoðuðu þar Bleiksárgljúfur, en þau gljúfur voru notuð, þegar kvikmyndin Hadda- Padda var tekin. Um morguninn lögðu þau aftur af stað og fóru að Skálholti og skoðuðu þann rnerka sögustað. Síðan var haldið að Laug- arvatni, og þar gistu þau um nóttina. I gærmorgun fóru þau af stað hing- að og komu í bæinn kl. 4. Daginn i dag nota þau til að skoða bæinn og nágrenni hans. Á mánudag fara þau til Þingvalla, á þriðjudag til Hafnarf jarðar og á miðvikudag heimleiðis með Goðafossi. Leiðsögumaður barnanna er Helgi Hannesson kennari. Fyrsta bæjarfélagið á landinu, sem stofnar til slíkra ferðalaga fyr- ir skólabörn, er ísaf jarðarbær. Bær- inn veitir árlega 500 kr. styrk til þessara ferðalaga, en auk þess er til ferðasjóÖiir barnanna við Barna- skólann, og var hann stofnaður í minningu um látinn kennara, Guð- jón Baldvinsson. Börnin hafa verið mjög heppin með veður. Sólskin allan tímann, og skap þeirra fult af sólskini og gleði. —Alþ.bl. 16. júní. BRUNAR A AKUREYRI Eldur kviknaði um kl. i6j4 í fyrradag í húsi Sigurjóns Sumar- liðasonar, fyrrum pósts, í Munka- þverárstræti á Akureyri. Kviknað ■hafði út frá rafstrokjárni i eldhúsi hjá leigjendum, sem ekki voru heima. Slökkviliðið kom þegar á vettvang og tókst að slökkva eldinn, svo að ekki brann til muna annað en innviðir i eldhúsi. Síðar sama dag, um kl. 21, kvikn- aði i hlaða af heyböggum á vegum Kaupfélags Eyfirðinga, er stóðu úti við bryggjuhús félagsins á Akureyri. Koin slökkviliðið þangað og stöðv- aöi skjótt útbreiðslu eldsins og kæfði hann á einni klukkustund. Enginn baggi brann til fulls, en um 40 hey- hestar stórskemdust af eldi og vatni. —Alþ.bl. 11. júní. BILL YFIR REYKJAHEIÐI Síðastliðinn fimtudag fór fvrsta bifreiðin á þessu vori yfir Reykja- heiði nyrðra. Heiðin er sæmilega góð yfirferðar, og mun þá bílfært frá Reykjavík til Möðrudals. Næst- komandi miðvikudag hefjast viku- legar áætlunarferðir milli Akureyr- ar og Kópaskers. Og hafa slíkar fastar ferðir ekki tíðkast milli þess- ara staða.—Alþ.bl. 18. júní. SIGURÐUR EGGERZ bæjarfógeti á ísafirði og sýslumað- ur í NorÖur-ísaf jarðarsýslu, var 11. þ. m. skipaður bæjarfógeti á Akur- eyri og sýslumaður í Evjafjarðar- sýslu frá 1. n. m. að telja.—Vísir 16. júní. HALLDÖR KRISTINSSON héraðslæknir í Hólshéraði, var 11. þ. m. skipaður héraðslæknir í Siglu- fjarðarhéraði frá 1. n. m. að telja. —Visir 16. júní. WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 12. JÚLÍ 1934 NÚMER 28 Myndin er af Rev. Winston Manby Nainby og konu hans.— Á þriðjudaginn 3. júlí s. 1. voru gefin saman í hjónaband i Edmonton, þau Rev, Winston Manby Nainby frá Liverpool á Englandi og Miss Isabel Jonason, dóttir Mrs. Christian Jonason frá Edmonton. Eftir hjónavígsluna tóku bruðhjón- in sér skemtiferð vestur á kyrrahaísströnd. Heimili þeirra verður St. John’s vicarage, Sedgewick.—Þessi mynd af ungu hjónunum er tekin úr Edmonton Journal. Frá Ontario Verkfallinu jí Flin Flon lokið Á mánudaginn var aftur byrjað að vinna i námum Hudsons Bay Mining and Smelting félagsins í Flin Flon. Sagt er aÖ rúmur helm- ingur þeirra, 13 hundruð manna, sem lögðu niður vinnu, hafi nú tekiÖ til starfa. Ekki gekk félagið að þeirri kröíu verkamanna að það viðurkendi rétt United Mine Workers Union til aÖ sernja fyrir hönd þeirra við eigendur. Ekki eru heldur líkindi til þess að félagið hækki kaupiÖ fyrst um sinn. Bracken stjórnarformaður fór til Flin Flon á dögunum til þess að reyna að sætta málsaðila, en það gekk illa. Samt fór að bera á sund- urlyndi innan verkamannaflokksins, éftir því sem leiÖ á timann og kjör þeirra fóru að þrengjast. Um helg- ina var útlit fyrir að þeir væru.orðn- ir i meirihluta. sem aftur vildu byrja að vinna. Þá var ákveðiÖ að opna námurnar og lögreglunni skipað að vernda þá, sem tækju upp vinnu, ef að hinir reyndu að koma í veg fyrir þessar ráðstafanir. Það kom þó ekki til þess. Fjölment lögreglulið hefir verið í Flin Flon undanfarandi vikur, til að gæta réttar og laga. Milli tuttugu og þrjátíu manns voru hneptir í varðhald fyrir helgina og kærðir fyrir mótþróa gegn lögreglunni o. s. frv. Mál þeirra liggja nú fyrir rétti. Verkfall þetta stöðvaði alla vinnu í námunum um mánaÖartíma og or- sakaði mikil vandræði. Roosevelt tekur sér hvíld! Roosevelt Blandarikjaforseti tók sér hvíld frá störfum sínum strax eftir þingslit. Hann sigldi á beiti- skipinu Houston, og ætlar að koma við á ýmsum stöðum, þó að ferð- inni sé aðallega heitið til Virgin- eyjanna í Kyrrahafinu. Með for- setanum er kona hans og f jórir syn- ir, einnig nokkrir leynilögreglu- menn og þrír fréttaritarar. Fyrsti viðkomustaðurinn var Cap Haitien í Haiti, þá ætlar hann að koma viÖ í Puerto Rico áður en far- ið verður til Virgin-eyja. • Bandaríkin keyptu eyjar þessar af Dönum fyrir seytján árum síðan, fyrir 25 miljónir dollara. Til margra ára hefir verið hin mesta fátækt á eyjum þessum, en nú ætlar forset- inn að veita eyjarskeggjum stórt stjórnarlán til þess að byggja upp helztu atvinnugreinar þeirra. Fyrst eftir að Bandarikin tóku eyjar þessar, var þeim stjórnað af hermálaráðuneytinu, en fyrir þrem- ur árum síðan var Paul M. Pearson, fyrrum prófessor í málsnildarfræði, skipaður landstjóri. Síðan hefir hann barist fyrir velferð eyjar- s^eggja og nú ætlar forsetinn að ráða bót á erfiðleikum þeirra. T:in 20 þúsund manns búa á eyj- um þessum og eru 93% þeirra af svertingjaættum. Á St. Croix, stærstu eyjunni, borguðu 43 tekju- skatt árið sem leið. Af þeirn, sem deyja árlega eru 65% grafnir sem beiningamenn. 65% af þeitn börn- um, sem fæðast árlega eru óskilget- in. Aðeins icoo karlmenn af 4,545 fjölskyldum Hafa kosningarrétt, en til þess þarf að hafa $60 tekjur á ári, eða eignir metnar á $300. Sýnir þetta hvernig ástandið er á eyjunum. Áður en bannlögin gengu í gildi í Bandarikjunum, var romm-brugg- un helzta atvinnugrein á eyjunum. Nú mun eiga að taka upp þann starfa að nýju. Einnig á að stofna þjóð- banka og koma á reglubundnum samgöngum frá Bandaríkjunum til eyjanna. Mitchell Hepburn, foringi frjáls- lynda flokksins í Ontario, mun taka við stjórnartaumunum bráðlega. Hann hefir þegar skfpað ráðuneyti sitt og mun það verða sem hér segir. Stjórnarformaður og fjármálaráð- hérra Mitchell Hepburn, fylkisskrif- ari og fiskveiðaráðherra. H. C. Nixon, dómsmálaráðherra, Arthur W. Roebuck, akuryrkjumálaráð- herra Duncan Marshall, heilbrigðis- málaráðherra Dr. J. A. Faulkner, verkamálaráðh. David Croll, eftir- litsmaður með skógum og stjórnar- löndum Hon. Peter Heenan, eftir- litsmaður með námum Paul Leduc, mentamálaráðgjafi Dr. L. J. Simp- son, ráðgjafi opinberra verka T. B. McQuesten. Fyrsta verk nýja stjórnarfor- mannsins verður að lækka árslaun ráðherra um $2,000. Fær þá stjórn- arformaður $10,000 árslaun og hin- ir ráðherrarnir $8,000 hver. Einnig hefir komið til tals að afnema fylk- isstjóra embættið. Margar aðrar sparnaðar ráðstaf- anir ætlar Hepburn að gera, þegar hann sest að völdum. Reid tekur við af Brownlee Eins og getið var um í síðasta blaði þá sagði Brownlee stjórnar- formaður i Alberta lausu embætti sínu í vikunni sem leið. EftirmaÖ- ur hans verður Hon. R. G. Reid, en ekki George Hoadley, eins og fyrst var spáð. Þá hefir komið til orða að Hon. O. L. McPherson, ráðgjafi opinberra verka muni segja af sér, og ef til vill einhverjir aðrir ráð- herrarnir. Hon. R. G. Reid kom til þessa lands fyrir 31 ári síðan, og hefir stundað búskap í Vermilion héraÖ- inu í Alberta í mörg ár. Hann var fæddur i Glasgow á Skotlandi. Reid hefir tekið drjúgan þátt í málum bænda um langt skeið. Ár- ið 1921 var hann kosinn til fylkis- þings fyrir Vermilion kjördæmið. Sama ár tók hann sæti í ráðuneytinu. Siðustu árin gegndi Reid fylkis- skrifara embættinu í ráðuneyti Brownlees. Rússar smíða herskip Nú þegar Rússar eru búnir að kotna landhernum í sæmilegt horf, ætla þeir sér aÖ auka flota sinn eins mikið og efni leyfa og þörf sýnist til. Rússneski flotinn er, um þess- ar mundir, mjög smár og algerlega ónógur til að verja strendur lands- ins, ef að við stórveldi væri að eiga. \’erða því hin nýju skip að líkindum smá og hraðskreið og betur fallin til strandvarna heldur en til orustu í fjarlægum höfum. Enginn veit með vissu hvað mörg skip verða bygð, enda verður þess langt að bíða að rússneski flotinn geti jafn- ast á við flota Japana og Englend- inga. Rúesum mun standa á sama hvað stórveldin gera, þegar ráðstefnan um takmörkun flotanna kemur saman á næsta ári, samt er álitið að þeir væru fáanlegir að senda erindreka á ráð- stefnuna, ef að þeim væri það boðið. Frá Þýskalandi Alt hefir verið meÖ kyrrum kjör- um i Þýskalandi siðan um mánaða- mótin síðustu. Samt er óánægja þar gegn flokki Hitlers mjög að magnast og flokkurinn sjálfur svo klofinn að til vandræða horfir. Storm-sveitirnar hafa að mestu leyti veriÖ afvopnaðar, svo að rikis- herinn hefir nú öll ráð í hendi sér. Hindenburg forseti stjórnar þessum her, og er því sterkasti maður í landinu, sem stendur. Hitler hefir tapað rniklu fylgi og getur vel fariÖ svo að1 hann verði að fara frá völd- um. Svo er hann hataður af fyrri samherjum sinum að ráðstafanir hafa verið gerðar til þess að koma honum út úr landinu, og er það látið heita svo að hann taki sér langa hvíld utanlands. Enginn veit enn með vissu hvað margir voru drepnir, þegar “hreins- unin” var gerð í nazista-flokknum. Stjórnin hefir þrásinnis lofað að gefa um það ítarlega skýrslu, en hún er enn ókomin. Nú hefir Hitler kallað saman þingið og ætlar hann að leggja fyrir það áætlanir sínar, og verja um leið gerðir stjórnarinnar. Þau miklu tíðindi, sem gerst hafa nú í Þýskalandi hafa sannað að ein- ing og samheldni þjóðarinnar var miklu minni en ætlað var. Þar af leiðandi hræðast Frakkar og aðrar Evrópuþjóðir Þýskaland minna en áður. Það þótti tíðindum sæta að Rudolf Hess, háttsettur nazista-for- ingi, frrðmæltist við Frakka á dög- unum. Lét hann mikið yfir því hversu Þjóðverjar æsktu eftir friði, en sagði um leið að þeir myndu risa upp sem einn maður, ef reynt yrði að ráðast á þá. Þótt horfurnar séu slæmar á stjórnmálasviðinu, er það þó enn í- skyggilegra að útlit er fyrir að jarð- epla-uppskeran bregðist að miklu leyti á Þýskalandi og getur það or- sakað hungursneyð. Nú þegar er stjórnin farin að gera takmörkunar ráðstafanir svipaðar þeim, sem tiðk- uðust á ófriðarárunum. Ef hungursneyð bætist við aðrar hörmungar hinnar þýsku þjóðar, er ómögulegt að segja hvað fyrir kann að koma. Frakkar og Englendingar Louis Barthou, utanríkisráðherra Frakklands hefir verið í London undanfarna daga. Sagt er að hann hafi viljað fá loforð frá Englending- um um að þeir sendu her til Frakk- lands, ef Þjóðverjar réðust inn í landið. Lundúnablöðin töluðu mikið um þessa heimsókn Barthous, og i þing- inu var hvað eftir annað heimtað af stjórninni að hún skýrði frá þvi hvort nokkrir leynisamningar væri með Bretum og Frökkum, sem orðið gætu til þess að draga þá fyrnefndu út í annað strið. Ráðgjafar brezku stjórnarinnar fullyrtu að svo væri ekki, nema hvað Locarno sáttmálinn mælti svo fyrir að Bretar væru skyldugir að veita Belgiu og Frakk- landi liðveizlu, ef á þau væri ráðist., Brezkir herforingjar fóru nýlega til Frakklands til að kynna sér víg- girðingar og varnir á landamærun- um milli Frakklands og Þýskalands. Franski hershöfðinginn Maxime Weygand var skömmu áður í Lon- don og hafði þá tal af Viscount Hailsham, hermálaráðgjafa Breta. Það er gömul hjátrú að föstudag- urinn sá óhappadagur, ef hann ber upp á þann 13. mánaðarins. Þetta verður á morgun og sigla þá éngin fólksflutningaskip frá Montreal, né beldur frá Englandi til Canada. t

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.