Lögberg - 12.07.1934, Side 4

Lögberg - 12.07.1934, Side 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 12. JÚLl 1934 Högtjerg OeflB ðt hvem fimtudag af TBe COLUMBIA PRE88 LIMITMD 69 5 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba UtanAakrift ritatjórans: EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. TerO **.00 um árið—Borgist tvrirfram The “Lögberg” is printed and published by The Colum- bia Press, Limited, 695 Sargent Ave., Wnnipeg, Manitoba PHONE 86 327 Óheppilegar aðferðir Nú á döírum, þegar hart er í ári og ein- staklingar og stofnanir hverskonar eiga erfitt uppdráttar, er hætt við að jafnvel heiðvirðir og skvnsamir menn freistist til þess aS grípa til ýmsra örþrifaráSa, ef þau eru líkleg til þess aS gefa eitthvaS talsvert í aSra hönd. AS vísu hefir þaS á öllum tímum átt sér staS, aS einstaka menn notuSu sér heimsku fólksins til þess aS augSa sjálfa sig, og hafa þeir fundið upp margvíslegar aferSir til þess aS ná undir .sig fé annara. Sumar þessar aS- ferSir hafa veriS miSur heiSarlegar, svo sem hlutaveltur o. fl., og víSa eru nú lög sem banna þær algerlega. 1 Canada eru lög á móti hluta- veltum og hafa þau staSiS í mörg ár, þrátt fyrir ítrekaSar tilraunir þeirra manna, sem sjá sér liagnaS aS því aS fá þau afnumin. Þrátt fvrir núgildandi lög, er enn mögu- legt, á lagalegan hátt, aS safna fé í þarfir líkn- arstofnana meS líku fyrirkomulagi og hluta- velturnar gömlu voru bygSar á. En þó aS svo sé, er alment álitiS að slíkt komi í bága viS tilgang laganna, og víst er um þaS, aS flestir skoSa þessa aferS mjög óheppilega, enda fáir, sem vilja nota hana. Eins og vikiS var aS í byrjun, eru nú margir í vanda staddir fjárhagslega. Þannig orsakast þaS aS nú finst mörgum leyfilegar þær aSferSir, sem áSur þóttu óhæfar. Ýms fyrirtæki eiga erfitt uppdráttar, sérstaklega þau, sem notiS hafa fjárframlaga frá almenn- ingi. Stofnanir okkar Vestur-íslendinga eru einnig, sumar hverjar í fjárþröng; því mun hafa komi til tals aS taka upp einhver ný ráS til þess aS hafa saman fé, og virðist margt benda til þess aS eitthvaS verSi skylt meS þeim ráSstöfunum og hlutaveltum, þó aS nafn- iS verSi annaS og löglega aS öllu fariS. VerSi þetta gert og arSinum variS til þeirra hluta, sem lögin bjóSa, þá er ekkert viS þaS aS athuga. En í því tilfelli myndi þetta tæplega koma aS tilætluSum notum og verSur því aS álykta aS önnur hugmvnd liggi til grundvallar en sú, sem látin er í veSri vaka. HingaS til hafa Islendingar liér í álfu gefiS sig lítiS viS svona söfnunaraSferSum, því þaS er hvorttveggja, aS meS því móti get- ur aSeins lítill hluti af því fé, sem inn kemur gengiS til 'þess fyrirtækis, sem styrkja á, og svo hitt, aS þeir hafa hikaS viS aS gera nokk- uS þaS, sem kæmi í bága viS tilgang þeirra laga, sem meS samþykki landsmanna, voru til þess sett aS uppræta, ef unt væri, öll fjár- hættuspil, hverju nafni sem þau kynnu aS nefnast. óhætt mun þessvegna aS treysta því, aS Islendingar hér vestra grípi aldrei til slíkra örþrifaráSa, aS minsta kosti er ólíklegt aS umsjónarmenn nokkurrar kirkjufélagsstofn- unar verSi fyrstir til þess. Gamlir leyndardómar séðir í nýju ljósi Allir skógræktarmenn vita aS til eru svæSi í hverjum skógi þar sem tré geta ekki vaxiS eSa þar sem þau ná aldrei sæmilegum þroska. Þetta giklir einnig meS aldingarSa. 1 þeim flestum eru svæSi þar sem trén deyja, eSa bera ekki ávexti, hvernig sem aS þeim er hvnt. Ennþá einkennilegri eru samt meinsemd- ir þær, sem oft búa um sig í trjám og gefa frá sér slímkendan vökva (slime-flux). HingaS til hefir ekki tekist aS ráða bót á þessari veiki og hefir enginn getað skiliS hvernig á því stendur. Nú kemur í ljós skýring á þessum fyrir- brigðum og það úr óvæntri átt. ÁriS 1931 kom út bók eftir franskan vísindamann við Pasteur stofnunina, George Lakhovsky aS nafni. Bók þessi heitir “ Leyndardómur lífs- ins” (The Secret of Lýfe). Höfundurinn reyn- ir að sanna aS lífiS hafi byrjað og haldið á- fram aS þroskast í lifandi sellum, sem gáfu frá sér ether-bylgjur með mismunandi sveiflu- lengdum. Eftir því er alheimurinn fullur af ósýnilegum geislum með óteljandi bylgju- lengdum. Lakhovsky færir fram nokkrar merkilegar sannanir fyrir skoðun sinni, sem bygðar eru á tilraun, sem hann gerði sjálfur með bréfdúf- ur. Hann slepti þeim frá staS, sem gerði þeim nauðsynlegt aS fljúga yfir turna útvarps- stöðvar einnar, til þess aS komast heim til sín aftur. Fuglarnir tóku nokkrar sveiflur í loftinu og fundu áttina, en þegar þær flugu yfir turnana, setti hann rafmagnsstraum í vírana og töpuðu þá dúfumar áttunum sam- stundis, en um leið og rafmagnsstraumurinn var tekinn af, þá jpfnuðu þær sig strax aftur og héldu leiðar sinnar. Hver, sem les þessa bók, hlýtur'að komast að þeirri niðurstöðu að hin svokallaða eðlis- ávísun fugla, sem vísar þeim leið yfir lönd og höf, er í rauninni ekkert annað en næmleiki þeirra fyrir radio-bylgjum, sem stafa frá áfangastaSnum, og sem fuglarnir veita mót- I töku með skilningsfærum sínum. Bókin sann- | ar einnig að þessar næmu geisla-ibvlgjur geta | haft áhrif á jurtir, dýr og menn. Þýski vísindamaðurinn Gustav Freiherr von Pohl tók við þar sem Lakhovsky slepti þræðinum í rannsóknum þessum. ÁriS 1932 gaf hann út bók með nalfninu “ JarSgeislar sem orsök sjúkdóma” (E/arth Rays as Causes o*f Disearse).Höfundurinn sannar með þeirri nákvæmni og vandvirkni, sem þýskum vís- indamönnum er svo eiginleg, aS ef að sólin og pláneturnar gefi frá sér þessa geisla, þá hljóti jörðin, sem er ein af plánetunum að gera hið sama. Hann sannar einnig að geislar þessir séu ekki jafnsterkir alstaðar á jörðinni, held- ur virðist þeir safnast í mjóa borða mismun- andi að þykt, sem svo skera hverjir aðra. Þetta álítur von Pohl að stafi af hinum mörgu vatnsæðum, sem svo víða liggja undir yfir- horði jarðar. Þessar æðar, sem eru góðir leiðarar rafmagnsstraumanna, safna að sér þessum geislum og kasta þeim frá sér á svip- aðan hátt og brennigler safnar Ijósgeislum. Höfundurinn tekur ekkert gilt, sem ekki er fullsannað. Þannig segir hann aS elding- um slái hvergi niður á yfirborð jarðar, nema þar sem tveir borSar þessara jarðgeisla skera hvor annan. Enn einkennilegri eru sann- anirnar fyrir því hvernig dýrin eru móttæki- leg fyrir áhrifum þessara geisla. Hundar virðast forðast þessa geisla, en kettir aftur á móti virðast helst sækjast eftir því aS liggja þar sem jarðgeislarnir eru sterkastir. Von Pohl trúir því fastlega, sem læknar hafa þó ætíð neitað, að eitthvað samband sé á milli jarðgeisla og krabbameins í mönnum. Hann rannsakaði nokkur tilfelli, sem skeð höfðu í smábæ einum í Bavaríu. 1 þessu þorpi höfðu orðið nokkur dauðsföll af krabbameini, og hann komst að því að í sérhverju tilfelli hafði rúm sjúklingsins verið þar sem jarð- geislamir vora sérstaklega sterkir. I bókinni er einnig kafli, sem skýrir áhrif geislanna á jurtalífið. MeS orðum og mynd- um tekst honum aS sanna að þessi dauðu svæði, þar sem tré geta ekki vaxið, eru jafnan þar sem tvær vatnsæðar mætast eða skera hvora aðra neðanjarðar. Einnig segir hann að tré, sem verða fyrir eldingum séu undan- tekningarlaust í námunda við vatnsæðar, sem jarðgeislan stafi frá. Þessi vísindamaður hefir engin marg- brotin eða vönduð rafmagnstæki til þess að finna geislana, heldur notar hann pílviðar- grein með tveimur álmum. Alveg það sama sem menn hafa notað í margar aldir, til þess að finna vatnsæðar í jörðinni. Til forna héldu menn að vatnið í jörðinni drægi að sér pílviðinn, en auðvitað staf- ar þetta fyrirbrigði af áhrifum jarðgeisianna. Nú vita menn að þeir eru færri, sem fundið geta vatnsæðar á þennan hátt og stafar það af því að bylgjulengd geislanna þarf að vera eins og sveiflur þeirra geisla, sem sellur mannslíkamans gefa frá sér, eif að greinin á að hreyfast. Eg hefi reynt látúns- og stálstengur, sem von Pohl er nú byrjaður á að nota, en þær hreyfast ekki í mínum höndum. Aftur á móti gengur mér vel að finna jarðgeislana með pílviðargreinum. Nokkrir vinir mínir hafa getað það sama, en aðrir alls ekki. MeS þessum nýfundnu tækjum fór eg svo að rannsaka þá hletti í skógum, þar sem tré gátu ekki þrifist. Sannfærðist eg þá um, aS athuganir von Pohl voru réttar. Einkennilegt er það að vatnsæðar og upp- sprettur, sem liggja grunt í jörðu gefa ekki frá sér sterka jarðgeisla. Þess dýpra sem vatnsæðarnar liggja þess sterkari eru geisl- arnir. Þannig hreyfist ekki pílviðargreinin, þótt henni sé haldið yfir pollum eða keldum, sem liggja á yfirhorði jarðar. Alt er þetta ótrúlegt og óskiljanlegt; samt er lítill vafi á því að við erum að komast að nýjum vísindalegum staðreyndum. Og fyrst við erum nú að notfæra okkur margar aðrar tegundir óþektra geisla með útvarpinu og öðrum uppfyndingum, þá ættum við ekki að láta neitt órannsakað, sem orðið gæti til að auka þekkingu okkar á þessum hlutum hvað leyndardómsfullir sem þeir kunna að vera. (Grein þessi, sem er lauslega þýdd, er eftir Earnest Gonzenbach og hirtist fyrst í ritinu American Forests.). Systkinamyndir VI. SVEINBJÖRN GISLASON Allir Goodtemplarar kannast viS bróður Sveinbjörn Gíslason. Hann hefir verið svo lengi í reglunni að mynd hans—bæði andleg og líkam- leg—hlýtur að vera mótuð í minni og huga allra bræðra og systra ; sér- staklega vegna þess að hann sækir fundi svo að segja jöfnum höndum i báðum stúkunum, og er hér um bil sama, að því leyti, i hvorri Kefla- víkinni hann rær. Hann er félagi Heklu og hefir alt af verið, en kemur svo oft á Skuld- arfundi að stundum hefir verið vilst á honum af þeim, sem nýkomnir voru í stúkuna og stungið upp á honum í embætti í Skuld. Hefir hann þá verið fljótur á’sér að neita og fundist sem sér væri móðgun gerð á sama hátt og ef stungið væri upp á því að hann yrði Mormóni. Þetta man eg að minsta kosti að skeði einu sinni fyrir aldarf jórðungi, en það hefir ef til vill skeð oftar. Bróðir Sveinbjörn er meðalmaður á hæð og fremur þéttvaxinn. Var þó heldur grannur fram eftir æfinni, en hefir safnað holdum i seinni tið, og er nú farið að bera talsvert á ístru; er hann því þéttari á velli en hann var, en ekki alveg eins þéttur í lund, þvi hann þótti býsna fastur fyrir í skoðunum og ógjarn á að láta af þeim, en hefir með aldrin- um orðið þjálli og þíðari. Ekki þó svo að skilja að hann standi ekki enn fullkomlega við skoðun sina; hver sem bríxlaði honum um það, hann væri annaðhvort ókunnugur eða illgjarn, eða hvorttveggja. Bróðir Sveinbjörn er bjartur á brún og brá; hafði hann gulbjart hár, sem aldrei var mjög þykt, en það var ræktarlegt og fallega hrokk- ið. Átti því við hann vísa Simonar Dalaskálds um Kjartan Ólafsson; hún er þannig: “Andlits klára blómann bar birtu—jóraviður; gullbjart hár um herðarnar hrökk í bárum niður.” Skiftir Sveinbjörn hárinu í miðju, eins og konur voru vanar að gera áður en þær settu upp karlmanns- höfuð, og greiðir það til beggja hliða. Nú er hár hans farið að þynnast og grána og er rák niður eftir miðjum hnakkanum, Ijósari eða hærðari en hitt; þessi rák nær alla leið ofan frá hvirfli niður í hársrætur. Augu hefir Sveinbjörn gráblá og verða þau oft tinnuhvöss, ef hann ræðir eitthvert áhugamál. Nefið er heldur stærra en í meðallagi, en fremur þunt. Hörundið er óvenju- lega bjart og fíngert eins og á ungri stúlku. Bróðir Sveinbjörn er skegglaus og einstaklega unglegur; kveður svo mikið að því að það gæti auðveldlega orðið villandi fyrir systurnar, ef þær vissu ekki allar, að hann er kvæntur. Bróðir Sveinbjörn á sammerk í því við flesta aðra, að hann hefir vanið sig á ýmislegt, sem einkennir hann frá öðrum mönnum. Þegar hann situr á stúkufundum, hvílir hann venjulega annan fótlegginn á hnénu hinum megin, skiftir um öðru hvoru og hvílir þannig fæturna á víxl, en sýnist þó hlífa þeim hægri dálítiðmeira. Hann spennir greip- ar og lætur hendurnar Iiggja niðri, eru oftast báðir þumalfingurnir á sifeldri hreyfingu. Bróðir Sveinbjörn hefir einkenni- legan málróm, ekki háan, dálítið hálsbundinn, og örlítið ráman, en þó skýran og greinilegan. Þegar eitt- hvert mál er til umræðu, horfir hann stöðugt á þann, sem talar, og hlustar nákvæmlega eftir hverju orði. Sést það glögt á andlitinu, hvort hann er sammála ræðumanni eða ekki; verður andlitið þá eins og nokkurs konar gríma eða mynd, sem allavega breytist. Stundum leikur um alt andlitið gletnisbros, stund- um stríðnisglott, stundum fyrirlitn- ingar kuldi og stundum samsinning- ar gleðigeislar. Bróðir Sveinbjörn er trésmiður; er hann talinn vandvirkur mjög í þeim verkahring, og öllum mönnum áreiðanlegri. Er sögð saga um það. að hann átti að smíða hús, sem eig- andinn ætlaði að græða á og selja. Þótti Sveinbirni efnið illa valið og lítt vandað, og sagði við eigandann: “Þú verður að fá einhvern annan en mig til þess að smíða hús úr þessum fjanda. Það væru verstu svik.” Hvort þessi saga er sönn eða tilbúin, veit eg ekki, en hitt er víst, að æfinlega stendur alt eins og staf- ur á bók, sem hann lofar eða dregst á að gera. Ef hann t. d. kveður mann á stúkufundi með því loforði að hann skuli hella yfir mann dynj- andi skömmum á næsta fundi, þá er það víst að hann efnir það ekki síð- ur en önnur loforð. Sveinbjörn hefir gegnt mörgum störfum i stúku sinni, og ýmsum sameiginlegum vandamálum beggja stúknanna hefir vegnað vel í hans höndum. Jafnvel þegar hann stundum hefir barist af alefli á móti einhverju, og engum hlift i sambandi við það, þá hefir hann unnið vel að því sama máli á eftir, þegar meirihlutinn hef- ir drekt mótbárun^ hans með at- kvæðagreiðslu. Bróðir Sveinbjörn er goodtempl- ari frá hvirfli til ilja, að hvirflinum og iljunum meðtöldum. Eg hefi fáa heyrt komast liðilegar að orði en hann, þegar hann hefir átt í deilum við andstæðinga reglunnar. Rangt væri einnig að halda því fram að hann hefði æfinlega verið ljúfur og leiðitamur í sérmálum stúkunnar. Hann hefir oft átt í skærum við ýmsa bræður og systur stúkunnar. Han eg sérstaklega eftir ýmsu, er þeim hefir farið á milli bróður Gunnlaugi Jóhannssyni og honum; þar hefir oft “fjandinn hitt ömmu sína,” og stundum verið erfitt að segja hvor var fjandinn og hvor amman. Gaman væri að hafa stúku með 200 bræðrum og systrum, sem öll væru eins reiðubúin alt af og alstað- ar, til þess ’að verja bindindismálið og bróðir Gíslason er, þar er sama við hvern er að etja og hvernig á stendur. Það eru engar ýkjur, sem systir Benson sagði um hann einu sinni, að hann setti ekki upp neina silki- veltinga, þegar hann mætti brenni- víns berserkjunum eða talmönnum þeirra. “Þú átt ekki að vera svona hvass- orður við greyið!” var einu sinni sagt við hann, þegar hann skamm- aði miskunnarlaust brennivínstals- mann í stjórnarþjónustu. “Ó, látum helvitið hafa það!” svaraði Sveinbjörn. Sig. Júl. Jóhannesson. Til Kristniboðsvina VORLEYSING (Ritað í apríl 1934) Frá trúarvakriingunni í Kína. Þeir, sem fóru að biðja um trúar- vakningu gerðu það vegna þess, að þeir trúðu því í fullri alvöru að “fagnaðarerindið er kraftur Guðs til hjálpræðis.” Þeir þráðu að fá að sjá það, að Guð gæfi þar ávöxt, sem unnið hefir verið í nafni hans. Þeim fanst óþolandi að'sjá engan annan árangur kristniboðsstarfsins en kirkjur fullar af nafn-kristnu fólki, sem þekti Frelsarann með heilanum en ekki hjartanu, játaði nafn hans með vörunum, en afneitaði honum i instu fylgsnum hjartans, og þar af leiðandi einnig með breytni sinni. Það þarf trúarvakningu til þess að menn snúi sér til Guðs og fari að trúa á hann i fullri alvöru. Hér á stöðinni er piltur rúmra 20 ára, sem heita má að hafi alist upp undir handarjaðri kristniboð- anna. Hann snerist til lifandi trú- ar á samkomu hér fyrir rúmum mán- uði. Það sem vakti ótta og iðrun í sál hans var það, að honum varð það ljóst að hann hafði alls ekki trúað á lifandi Guð, heldur hjáguð, sem var ekkert annað en hans eigin hugmyndasmíði. Sú guðstrú, (hvort heldur er í Kína eða á fslandi), sem engin á- hrif hefir á hugarfar manna og breytni, er uppbót (surrogat) í stað trúarinnar á lifanda Guð, og því stórkostlega til fyrirstöðu að menn öðlist sáluhjálplega trú. Það er hægur vandi að steypa af stalli skurðgoðum úr aureltu og grjóti. En til þess þarf trúarvakn- ingu að menn auðmýki sig fyrir lif- anda Guði, en hafni hjáguði hjart- ans; þ. e. þeirri guðsmynd, sem er aðeins fóstur afvegaleiddrar skin- semistrúar, hugsmíði að eigin skapi. Það þarf trúarvakningu til þess að menn, i staðinn fyrir að gera als- konar kröfur til Guðs, auðmýki sig fyrir honum og kannist við syndina, sem hræðilegasta raunveruleika lífs- ins. Menn venjast syndinni, að sínu leyti eins og óþrifnaði, og lifa á- hyggjulausu lífi án samfélags við Guð. Af því blindnin er áhyggju- laus og kæruleysið ósvefnstygt. 7- Á vakningasamkomunum er fyrst og fremst fluttur vægðarlaus boð- skapur um synd. Skulu hér tilfærð- ir örfáir ritningarstaðir, sem oft er vitnað til. “En það eru misgjörðir yðar, sem skilnað hafa gjört milli yðar og Guðs yðar, og syndir yðar, sem byrgt hafa auglit hans fyrir yður, svo að hann heyrir ekki.” Syndin er nefnd á nafn og stundum haldnar heilar ræður um sérstakar syndir, i ljósi Ritningarinnar, svo sem hór, þjófnað, hatur, lygi o. s. frv. Það er bent á það, að eitthvað hljóti að vera bogið við trúarlífið, ef ekki er nein aðgreining milli safnaðar Guðs og heimsins, sem er þó í hinu illa. “Gangið því ekki undir ósamkynja ok með vantrúuðum.—Eða hvaða samfélag hefir ljós við myrkur?— Eða hver hlutdeild er trúuðum með vantrúuðum?” “Lýður þessi nálgast mig með munni sínum og heiðrar mig með vörum sínum, en fjarlægir hjarta sitt langt i burt frá mér.”—“Og vér urðum allir sem óhreinn maður, all- ar dygðir vorar sem saurgað klæði.” Og ekki gagnar að skella skuldinni á aðra, jafnvel heldur ekki á satan. “Fyrir því skal þá sérhver af oss lúka Guði reikning fyrir sjálfan sig.” af því, “sérhver verður fyrir freisting dreginn og tældur af sinni eigin girnd.” Menn eru beðnir að láta það ekki dragast að snúa sér til Guðs. “Kom- ið nú og eigumst lög við!” segir Drottinn. “Þó að syndir yðar séu sem skarlat, skulu þær verða hvitar sem mjöll. Þó að þær séu rauðar sem purpuri, skulu þær verða sem ull.” Það kemur oft fyrir að menn, sem hlýða á boðskapinn um synd og náð, taki þegar sinnaskiftum og frelsist. Og þeir fara ekki leynt með það, heldur lofa Guð hástöfum og vitna um dýrðlega reynslu sina í tíma og ótíma. Og það hefir sýnt sig að reynsla þeirra er haldgóð og ekta. Á samkomunum eru sjaldan fleiri en einn eða tveir ræðumenn, en sálu- sorgarar eru margir. Allir. sem hafa gefist Guði taka beinan þátt í samkomunum, fyrst og fremst í bæninni, og því næst með vitnis- burði, og svo loks með því að taka að sér fólk, sem orðið hefir fyrir áhrifum, og leiðbeina því i sálu- hjálparefnum. Þeir haga sér bók- staflega eftir orðunum í Jakobs- bréfi: “Játið því hver fyrir öðrum syndir yðar og biðjið hver fyrir öðr- um.”—“Þú hefir þóknun á hrein- skilni hið innra,” og til slíkra manna eru þessi orð i I. Jóh. 1.9. töluð: “En ef vér játum syndir vorar, þá er hann trúr og réttlátur, svo að hann fyrirgefur oss syndirnar og hreinsar oss af öllu ranglæti.” 8. ’ Sem dæmi þess hvilíka einlægní og baráttu slík syndajátning kost- ar, nægir að segja aðeins tvær aftur- hvarfssögur. Ung kona hér í Honan hafði drep- ið manninn sinn, og auðvitað var elskhugi hennar í ráðum með henni, Þau höfðu ekki fyr komið ódæðis- verkinu i framkvæmd, en þau höfðu lent í höndum yfirvaldanna. Tengda- móðir þessarar konu hafði kært þau, án þess þó að hafa nokkura óyggj- a.ndi sönnun með höndum. Hún kærði þau fyrir að hafa drepið son sinn, og krafðist þess að þau yrðu tafarlaust líflátin lögum samkvæmt. Þau voru ekki aðeins yfirheyrð, heldur einnig barin hvað eftir annað

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.