Lögberg - 12.07.1934, Side 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 12. JÚLl 1934
5
og pínd til sagnar. Endalok málsiná
urðu þau, a<5 elskhugi konunnar réði
sig af dögum í varðhaldinu, eftir
að hafa sætt ógurlegum pyndingum,
en sjálf var hún látin laus, enda
hafði hún, þrátt fyrir pyndingarnar,
þverneitað að hafa verið nokkuð við
þennan glæp riðin.
Nokkru síðar voru haldnar trúar-
vakningarsamkomur á kristniboðs-
stöðinni þar í nágrenninu. Kona
þessi kom þangað, af einskærri for-
vitni, en varð fyrir þeim áhrifum
að hún sannfærðist um nálægð lif-
anda Guðs og sá nú sínar mörgu
syndir í því ljósi. Hún varð ekki
knúin til sagna með pyndingum. En
nú varð hún að hlýta dómi Guðs
orðs og samvizkunnar, og fór sjálf-
viljug en sundurkramin rakleitt til
tengdamóður sinnar og játaði á sig
glæpinn. Þetta þótti tengdamóður
hennar svo óskiljanlegt að í staðinn
fyrir að sfiúa sér til lögreglunnar
fór hún samdægurs til kristniboð-
stöðvarinnar, til þess að grenslast
eftir hvernig á því gat staðið að
tengdadóttur hennar hafði snúist
svo gersamlega hugur. Og svo fór
að hún trúði einnig boðskapnum um
synd og frelsi. En þegar þær báð-
ar höfðu látið sættast við Guð, var
ekkert framar því til fyrirstöðu að
þær sættust innbyrðis.
Vakningasamkomur eru venjulega
haldnar nokkra daga í röð, og er þá
segin saga að á fyrstu samkomun-
um er áberandi' og afskaplega mikil
mótspyrna. “Lögmálið verkar reiði,
—er þoðorðið kom lifnaði syndin
við.”
Það var eitt sinn sem oftar, að
nokkrir kínverskir trúboðar voru á
meðal þeirra, sem löstuðu kenning-
una leynt og ljóst. Einn þeira gat
loks ekki á sér setið, en kvað upp
úr með það á fjölmennri samkomu
að þessi lögmálaprédikun væri ekki
aðeins ólútersk, heldur einnig algjör-
lega andstæð anda og kenningu nýja
testamentisins. Honum var ekki
svarað öðru en þvi, að ‘lögmálið er
tyftari vor til Krists,—fyrir lögmál
kemur þekking syndar.” í lok sam-
komunnar sannfærðist hann loks um
að til þessa hefði hann skort þá
þekkingu. Hann bað um fvrirbæn
og kannaðist þá meðal annars við
það, að hann hefði, áður en hann
varð kristinn, kviksett einkabarn,
litla stúlku; hún hafði veikst, en
hann vildi hana feiga. Sálarangist
hans og tárum fá ekki orð lýst.
9-
Eg hefi skrifað kristniboðsvin-
um að jafnaði einu sinni á hverjum
mánuði, en þó hefi eg sjaldan sagt
frá trúarvakningunni. Það ber að
skilja á þann veg, að eg vildi ganga
úr skugga um áhrif og varanleik
vakningarinnar. Nú hefi eg að stað-
aldri haft tækifæri til að kynnast
þeim áhrifum á undanförnum þrem-
ur árum, bæði í lífi fjölmargra ein-
staklinga og heilla safnaða.
Af einstaklingum, sem álitið er
að hefðu snúist, hafa mjög fáir fall-
ið frá algjörlega. En' sumir hafa
dregist aftur úr og standa nú í sömu
sporum og áður. Fjölmargir ein-
staklingar, sem hafa frelsast frá
syndum sínum og orðið nýir menn,
er dýrlegur ávöxtur vakningarinn-
ar. Á þeim hefir orðið sú gjör-
breyting að um það verður ekki deilt
fremur en afturhvarf Páls postula.
Mér dettur afturhvarfssaga sumra
þessara manna í hug, hin langa og
harða sálarbarátta áður en þeir vörp-
uðu sér sem glötuðum syndurum i
faðm Frelsarans, og þáðu frelsið
fyrir náð einbera eins og ræninginn
á krossinum. Jafnframt því að
kannast við yfirtroðslur sínar fyrir
Guði, gerðu þeir sitt ítrasta til að
bæta fyrir brot sín eftir því er í
þeirra valdi stóð. Þeir skrifuðu
oft og ferðuðust langar leiðir til að
biðja fólk fyrirgefningar, hefðu þeir
gert á hluta þess. Menn, sem sner-
ust á vakningasamkomunum í Pek-
ing í vetur, endurgreiddu alls yfir
3o þúsund krónur, sem þeir höfðu
ýmist stolið eða haft út með svik-
samlegum hætti. Mér er kunnugt
um mann, sem seldi jörðina sina upp
í “svikagjöld.” Og hann hafði sagt
það eftir á að þess iðraði hann ekki,
því hann vildi þúsundfalt heldur
vera beiningamaður og frelsa líf og
sál, en selja sig glötuninni fyrir
rangfengna pehinga. Sbr. vitnis-
burð Davíðs konungs: “Heldur vil
eg standa við þröskuldinn í húsi
Guðs míns, en dvelja í tjöldum ó-
guðlegra.”
Eg hefi áður minst á kínversku
vakninga prédikarana, sem nú ferð-
ast margir landshornanna á milli og
eru einn hinna mörgu ávaxta vakn-
ingarinnar. Þá hafa og innbornir
samverkamenn “kristniboðanna end-
urnýjast; sumir þeirra hafa tekið
þeim stakkaskiftum að þeir eru
naumast þekkjanlegir.
Mér er ekki betur kunnugt en að
vakningunni haldi þar alstaðar á-
fram, sem hún einu sinni hefir byrj-
að. Þar sem áður réði helkuldi kæru-
leysisins er nú blómstrandi safnað-
arlíf. Safnaðarmeðlimum fjölgar
örar en nokkru sinni fyr. Um 90
manns fullorðinna, hafa tekið skirn
og gengið inn í söfnuðina, sem eg
þjóna, síðustu mánuðina þrjá.
Sjálfboðastarf hefir aukist að
miklum mun, en er þó ekki skipu-
lagsbundið, nema að nokkru leyti.
Þannig hafa verið myndaðir ótal
trúboðsflokkar, sem halda samkom-
ur og útbreiðslufundi á meðal heið-
inna manna einkanlega. Það ræt-
ist nú vor á meðal, sem sagt var um
meðlimi frumsafnaðarins: ‘En þeir
fóru viðsvegar og boðuðu orð fagn-
aðarerindisins.”
10.
Eg vil líkja trúarvakningunni í
Kina við vorleysingar á íslandi.
Trúarvakning er líkt og vorleys-
ing mikil Guðs gjöf, já, blátt áfram
lífsnauðsyn. En trúarvakning er
einnig lík vorleysing að þvi leyti,
að hún er umrót, bylting, sem mikl-
ar áhættur fylgja, en einnig miklir
möguleikar.
ólafur Ólafsson.
Oxford hreyfingin
STARF OG STEFNA.
Þessum andlegu samtökum eykst
svo mikið fylgi meðal lærðra og
leika i flestum löndum heimsins; en
af því að þessi hreyfing er lítt þekt
meðal vor, þá finst mér að íslend-
ingar ættu að gefa þesSum kristi-
legu samtökum meiri gaum. Og
þvi fara hér á eftir upplýsingar um
þessi samtök, þýddar úr nýlega út-
gefinni bók “What is the Oxford
Movement.”
B. J. J.
“Og það skal ske að síðustu, segir
Drottinn, að eg mun blása mínum
anda i alla lýði, og synir yðar og
dætur munu spá, æskumenn sjá
sýnir og öldungum yðar vitranir
birtast i draumum.” Postul. Gjörn-
ingar 2, 17.
Þú getur ekki sameinast þvi, sem
nefnt er nafninu “Oxford Group,”
með þvi að engin meðlimaskrá er til,
engin félagstillög, reglugerð né
samastaður fyrir þau samtök. Það
er nafn á fólki af öllum stéttum,
störfum og viðskiftasviðum, í mörg-
um löndum, sem hafa falið æfi sína
Guði, og eru að reyna að lifa hinu
andlega lími með leiðbeiningu Heil-,
ags anda.
Þetta eru ekki trúarbrögð; hefir
ekki klerkastétt, ekki kirkjur, engar
fasteignir; þeir, sem að því vinna fá
ekki kaup og enga ráðasetning nema
Guðs ráðagerð; öll lönd eru þeirra
ættjörð, allir menn þræður þeirra.
Þeir eru Heilagir Pílagrímar i nútíð-
ar gerfi, klæddir andlegri harneskju.
Þeirra markmið er: “Ný skipun ver-
aldar fyrir konunginn Krist.”
Mjög mörgum er ókunnugt um,
að hin svokallaða “Oxford Group”
og “Oxford Movement eru sitt
hvað. Af hendingu, fremur en ráði,
er svo kallað, að athöfnum hins fyr-
nefnda á Englandi sé stjórnað frá
Oxford, og þær miða til þess að fá
menn til á ný, að breyta eftir sann-
indum einfaldrar kristni; hið síðar-
nefnda er katólsk endurnýjunar-
vinna í ríkiskirkju Englands.
Þessi stefna, sem nú er kend við
Oxford Group starfar í öllum kirkj-
um, hverjar sem þeirra kreddur eru,
að því að koma þeim í kviarnar, sem
utan þeirra eru og að vekja þá, sem
inni fyrir eru til kristilegrar íhug-
unar. Sú stefna heldur engu fram,
nema því, sem er undirstaða allra
kristilegra trúarbragða, og lætur all-
an ágreining um afbrigði í kirkju-
legum efnum afskiftalausan. Hún
sækir til þess að oss notist að trú
vorri, sem bezt, sjálfum oss og öll-
um öðrum. En þetta merkir það,
að lifa, með Guðs hjálp, sem líkast
því lifi, sem hann hefir vísað oás á.
Þegar vér hverfum af þvi ráði, sem
Guð hefir gert fyrir oss, þá getum
vér horfið að ráði hans aftur, með
því að gefa honum líf vort, og með
kristilegri viðleitni til að liía sem
líkast Krists jarðneska lífi, og með
Guðs tilvísun hvernig bezt er að
fara að þvi, má oss takast að halda
Guðs ráði og koma því til ávaxtar.
Kraftaverkum líkastar eru þær
líkamsbreytingar, sem stafa frá
görpum þessarar andlegu stefnu.
Eins og líkamleg mein geta drepið
líkamann, þannig getur syndin vald-
ið, ekki aðeins sálarmorði, heldur
eytt til fullnustu hugarins kröftum,
'gáfum og farsæld, og karlmenn og
kvenfólk, sem var ókunnugt um
þetta, hafa þreifað á að með þvi að
gefast upp fyrir Guði, með því að
láta hann ráða athöfnum ekki siður
en orðum og ráðum, hafa þau öðl-
ast nýtt líf, samfara meiri gleði, far-
sæld og frama en þau kunnu sér áð-
Jur í luig að gera. Þau hafa öðlast
nýtt lif í veröldinni, ekki síður en
nýtt lif í Guði. Þeim hefir veist alt,
sem þeim þótti bezt og merkilegast
í lífinu, störfum og viðskiftum við
aðra; lífi þeirra voru engin takmörk
sett, hvorki á vídd né hæð né dýpt.,
sem ólikast kirkjandi prísund synd-
ar. Þeim finst Kristur ekki framar
vera fígúra i trúarbrögðum, heldur
verða sannur, er sækja má til ótæm-
' andi vit um það, sem er að gerast,
skilningshvöss og hjálpfús nærvera,
þeim næsta nærri í öllu sem þeir
hugsa, gjöra og tala. Nú vita þeir
launung sannrar farsældar i jörðu;
vita hinn andlega gróða af réttu við-
horfi; kunna rétt skil á mætum lífs-
ins og hlutföllum andlegra og ver-
aldlegra efna. Ná þvi, ef segja skal
eins og er, að verða með réttu ráði.
Tákn og stórmerki hafa gerst af
starfi þeirra, sem kendir eru við
Oxford Group, eins og lesa má í
mörgum nýjum bókum, og lýst hefir
verið í heyranda hljóði af leikum
og lærðum á þeirn fundum,
sem haldnir eru víða um lönd
og nefnast “House Parties.” Mjög
margar þúsundir manna hafa borið
vitni um það opinberlega, hvernig
Oxford Group hefir breytt högum
þeirra og hugarfari. Vitnisberar
eru fúsir til að fara hvert sem er,
hvenær sem er, til að hjálpa hverjum
sem orðið hefir syndabyrði úr lífi
sínu, og munu liðsinna þeirri mann-
eskju, þar til sú er laus við vanda,
og hefir skilið Krist og lífið til fulln-
ustu. Engin sál er svo djúpt sokkin,
enginn andlegrar lækningar þurfi
svo langt leiddur, að þeir vilji ekki
láta það til sín taka. Þessir menn
valda auðnubrigðum og þurfa ekki
annað til að skerast í, heldur en að
vita hve mikið okkur liggur á að
breyta um hugarfar og háttalag.
Þeir vita fyrir vist, að enn gerast
Krists kraftaverk meðal vor, og eru
viljug verkfæri með Guðs aufúsu
til að láta þau gerast.
Með atbeina þessara manna hafa
heimili verið varin sundrung, hjóna-
bönd haldist, er ella hefðu slitnað,
eiginmönnum og konum hjálpað til
að skilja og elska hvort annað að
nýju, einmana fólki kent að sjá, að
margir eru til, sem mundu taka um-
gengni og vináttu þeirra fúslega og
með þökkum, og þykja sómi að,
syndurum sýnt, sem eru þungt
haldnir af syndum sínum, að þeir
geta lausir orðið við þann þunga og
fæðst á ný til andlegs frjálsræðis,
bæði karlar og konur, sem hvggja á
að farga sér, hætta við, og lifa gagn-
sömu og farsælu lífi; ungt fólk verð-
ur vart við að framtíð þess er ekki
tómleg og leið, heldur full með ó-
væntum atburðum og merkilegum
markmiðum, sem eru þess verð að
keppa að, og þeir, sem komnir eru
á gamals aldur læra það, að þeir
skulu njóta til fulls hvers dags, sem
þeim er veitt að lifa óg að öll fánýt
eftirsjá og iðrun umliðinnar æfi
þeirra er álíka gagnslaus og vind-
hviða, sem hefir rokið hjá.
(Framh. á bls. 7)
Ekkert er ánægjulegra til eignar en
GODUR
BATUR
til að flytja mann burt frá öllum áhyggjum dagsins
Einn snúningur vélarinnar, eða nokkur hraustleg áratog og þú ert kominn langt burt frá öllum
áhyggjum. Góður bátur þarf ekki að kosta mikið. Það eru ótal tegundir til, að mæta öllum
þörfum og allra kaupgetu til sýnis í Eaton Annex, — stórir bátar, litlir þátar; hraðskreiðir bát-
ar og skemtifleytur.
Bátar sem hægt er að setja vélar í
The “Lakeside Special”
—er nýjasta viðbótin við Petersborough flotann. Fallegur bátur, þrisætaður—má nota með
“out-board” vél. Bygður úr cedar plönkum með kopartengslum—oliuborinn að utan. Tvö sæt-
in með baki. Tekur alt að 12 hest afla vél; einnig góður til róðrar. Með tveimur árum. Verð
$115.00
The “Lakeside Standard”
Sterkur bátur, ágætur til fiskiveiða eða skemtiróðra. Má nota með 4 hestafla vél, og er auð-
veldlega róið. Sedrus-plánkar-—kopartengsli—viðurinn með náttúrlegum litum. Verð—
$108.00
The Peterborough Speedster
Sjáið þennan bát þjóta eftir vatninu! Stærri bátur, sem tekur 22 hestafla vél. Viðarverkið af
beztu gerð. Sætin með baki, sem hægt er að taka niður. Með öllum útbúnaði og tveimur árum.
Verð, hver—$145.00
The Gadabout
Öruggur bátur fyrir alla fjölskylduna, með striga-þaki. Útbúinn með Spoinson loft-klefum,
sem varna bátnum að sökkva eða hvolfast. Jafn hentugur fyrir “out-board” vél eða árar. Með
öllum útbúnaði og tveimur árum. Verð—$145.00
CANOES
Petersborough og Chestnut lystibátar
EgI!jlKf,'TfPritn'!'!!H!í1'1^
-þaktir með seglcþik. Útbúnir með rimla-þóftum. Með tveimur árum. Verð—$69.00
“Safety First” Sponson
—með innibyrgðum loftklefum. 16 fet á lengd. Þak úr segldúk. Með tveimur árum. Verð
$115.00
Komiát sem fyrát af átað með
Viking mótorunum
Þessi ábyggilega 4 hestafla vél getur knúið bátinn þinn á
fleygiferð, þegarVþú vilt taka þér hvild eftir hita og þunga
dagsins.
Takið eftir þyngdinni—aðeins 39 pund—samt hefir hún nóg-
an kraft til að knýja vanalegan bát og getur einnig dregið
flutningabáta. Carburetor útbúinn þannig að ekkert vatn
kemst að honum. Kælitæki ágæt, “Exhaust” pípan undir
vatnsborði. \’erð—$1J 9.50
Main Floor Annex
<*T. EATON C°„,T„
WINNIPEG - CANADA