Lögberg - 12.07.1934, Side 6
6
LÖGBEÍRGr, FIMTUDAGINN 12. JÚLl 1934
Maðurinn frá Indiana
Eftir BOOTH TARKINGTON
“Segðu mér hvað þá átt við,” sagði
Helen. “Hvað varstu að segja um blaðið?”
“Við skulum tala um eitthvað annað en
‘Herald’. Eg skai frekar segja þér hvað Bris-
coe dómari var hress þegar hann kom til að
sjá mig; annars ættir þú að segja mér frá ferð
þinni norður.”
“Nei,” svaraði Helen. “Þú manst að eg
sagði !þér að mér þætti gaman að blaða-
mensku.”
“ Já,eg hefi jafnvel frétt það frá öðrum,”
sagði Harkless og brosti þurlega.
“Segðu mér eitthvað um 'blaðið.”
“Það er auðvelt. Vinur þinn Fisbee út-
vegaði einhvern risavaxinn 'frænda sinn í
minn stað. Hann sendir mér löng bréf, vél-
rituð. Hann virðist vera duiglegnr og hug-
myndaríkur, strák-aulinn. ’ ’
“Aulinn, er hann liugmyndaríkur og dug-
legur ? ’ ’ Helen sat í skugganum og Harkless
sá ekki framan í hana.
“Miklu betri og miklu skynsamari en
eg, ” sagði Harkless.” Þeir eru að leita eftir
crlíu þarna niður frá, og þegar hann kom þang-
að fyrst þá vissi hann ekkert um olíu, og sagði
í fyrsta bréfinu til mín að þeir væru að ‘bora
eftir benzíni.’ Nú virðist hann orðinn þess-
um málum nákunnugur, og skrifar um þau
af mikilli þekkingu. Ef að olía finst, þá ætlar
liann sér að gefa út aukablað. Ef til vill
veiztu hve erfitt það muni vera með jafn
litlum mannafla og Herald hefir á að skipa.
Eg á honum margt að þakka, jafnvel
hlutina, sem eg hefi keypt í olíufélaginu.
Hann ráðlagði mér að kaupa þá. Svo ætlar
hann að gera Herald að dagbiaði. Manstu
þegar þú spurðir mig hversvegna eg hefði
ekki reynt það? Það sýndist í of mikið ráð-
ist að( ætla sér að keppa við stórblöðin í
Rouen, með alheimsfréttir, en þessi náungi
hefir komist í samband við Associated Press
og býst við að prenta heilmikið af fréttum.
Næsta mánudag verður byrjað að gefa út dag-
blaðið.”
“Heldurðu að það takist?”
“Ó-nei, ekki held eg það,” sagði Hark-
less hlæjandi.
“Ekki það?” Harkless skildi ekkert í
því að henni skyldi vera svona.ant um þessi
mál. Svo datt honum í hug að þetta stafaði
af því að hún héldi að henni gengi betur að
skilja Macauley, ef hún vissi eitthvað um
blaðaútgáfu.
“ Því léztu hann ráðast í þetta? Eg býst
við að þú hafir hvatt hann til þess?”
“Já, það gerði eg. Strák-kjáninn er á-
ræðinn og duglegúr, og eg héfi gaman af öllu
saman.”
“Ertu viss um að þetta takist ekki?”
“Já, alveg viss,” svaraði Harkless með
kæruleysi.
‘ ‘ Hvað annað hefir hann gert, sem mark-
vert er?”
“Hann hefir sérstaka deild í blaðinu fvr-
ir kvenfólk. Þar gefur hann ýmsar upplýs-
ingar um matartilbúning og alt mögulegt. Það
er undravert að konurnar, sem farið hafa eftir
tilsögn hans, skuli ekki vera búnar að hengja
hann án dóms og laga.”
“Svo að þú heldur að dagblaðið fari illa
og að ritstjórinn ætti að vera hengdur. Því
heldur þú þetta?”
“Sérstaklega vegna þessarar kvenna-
deildar.”
“Er hún svo hlæileg?”
“Hvað heldur þú að þessi sex feta risi
viti um matreiðslu og því um líkt?”
“Veizt þú ekkert um matreiðslu?”
“Nei, guð komi til!”
‘ ‘ Ertu viss um að hann sé sex fet á hæð ? ’ ’
“Þú ættir að sjá skriftina hans. Svo
gefa hæfileikar hans til kynna hvað stór hann
er.”
“Fer það alt saman?”
Nú mundi Harkless að þetta hafði áður
borist í tal, og hann áleit vissara að tala með
varúð. ‘Já, það er í öfugu hlutfalli.”
“Þá er þessi eftirmaður þinn ekki sér-
lega gáfaður,” sagði Helen alvarlega.
Sú litla birta, sem var þarna á svölunum
féll á andlit hans. Hún sneri bakinu að hon-
um og gat aðeins séð hann með því að smia
við höfðinu. Hefði Harkless getað séð að
henni lá við að gráta, þegar hún talaði þessi
síðustu orð, þá hefði hann fundið til meðaumk-
unar. En honum datt ekkert í hug. Það var
langt síðan honum hafði liðið jafn vel. Bara
að vita af henni nærri sér var honum nóg.
Nú var hann búinn að gleyma Macauley og
fyrstu viðtökunum í danssalnum. Því mátti
hann ekki sitja þarna og tala við hana. Nýi
ritstjóri ‘Herald’ var eins gott umtalsefni
og nokkuð annað.
“Þessi ungi maður er að vísu undantekn-
ing. Eg á honum mikið að þakka, og eg vil
ekki viðurkenna að hæfileikar hans séu ekki
stærð hans samsvarandi. Hann ráðlagði mér
að kaupa þessa hluti í olíufélaginu, og ef að
alt gengur vel, þá fer eg að mótmæla tekju-
skattinum. Þá streymir fólk til Plattville og
blaðið fer að heimta hvers kyns umbætur.
I’að er strax farið að krefjast þess, með
Henry Schofield, hringjaranum, að Aðal-
stræti verði lagfært og “asfalterað.” Þetta
kemur alt einhverntíma. Þessi ungi maður
er of skvnsamur.”
“Og samt heldurðu að dagblaðið geti
ekki borið sig?”
“Nei, þar er of langt farið, nema að skrif
hans um tollmálin veki éftirtekt þeirra, sem
safna .skopgreinum. ”
‘ Svo að hann hefir þá ekkert vit á stjóm-
málum ? ”
‘Ekki er það; liann er vel skýr. Ritstjórn-
argreinar hans bera þess glöggan vott, að
hann hefir kynt sér vel skrif fyrirrennara
síns. En tollmálin hafa náð tökum á honum.
Hann skrifar um þau eins og kvenmaður. Þú
veis‘t að sagt er að enginn kvenmaður hafi
nokkurn tíma skilið tollmálin. Skoðanir hans
hljóta að skemta fólki sérlega mikið.”
Helen brá illa við. “Þetta er ekki sann-
gj^rnt. Þetta er fjarstæða. Bnginn gæti ver-
ið eins heimskur og þú segir. Hvert barn
getur skilið tolLmálin. Þúivarst ekki svona
þegar ]>ú varst í Plattville. Eg vissi ekki að
þú værir svona kaldlyndur.”
‘Eg kaldlvndur? Hvað áttu við?”
“Miss Hinsdale hefir verið að tala um þig,
í alt kveld. Þú kannske veist það ekki, en hún
er meira en lítið hrilfin af þér. Það virðist
hálf ósanngjarnt að tala svona um þennan
unga mann, sem er að vinna fvrir þig þarna í
Plattville á meðan þú situr hér og hlustar
á söng og hljóðfæraslátt með Clöru Hinsdale.
Svo hæðir þú hann í þokkabót.”
En eg mintist ekki á hann við Miss Hins-
dale. Eg mintist ekki á neitt við hana. Hvað
hefi eg gert? Þessi ungi maður er að vinna
fvrir sínu kaupi við blaðið og fvrir mér um
leið. Mér finst bara að skrif hans um toll-
málin séu fremur hlæileg.”
Helen fór að hlæja. “Auðvitað eru ]>au
hlæileg. Hvernig ætti eg að vita það? Auð-
vitað veit liann ekkert um tollmál eða mat-
reiðslu eða nokkurn annan skapaðan hlut.
Mikill aumingi hlýtur hann að vera. Og dag-
blaðið hans. Það fer víst fallega. Sjálfsagt
hefir honum fundist það alt gott, sem hann
skrifaði. Veslings unglingurinn. Þaðersvei
mér hlæilegt, alt saman.”
“Þekkirðu hann?” spurði Harkless hvat-
lega.
“Eg hefi ekki átt því láni að fagna að
kvnnast þessum herramanni. Nú skil eg hvað
þú átt við. Það er gamla sagan. Þú lieldur
bara af því að eg er kvenmaður, að eg geti
ekki reiðst fyrir aðra en þá, sem eg þekki. En
sleppum því. Eg er reið, vegna manns, sem
eg þekki—vegna þín.”
Hann beygði sig nær henni. Mér þykir
betra að þú sért reið við mig, frekar en að þú
takir mig ekki neitt til greina.”
“Þá skifti eg mér ekkert af þér. ”
“Þú storkar mér. Það er enn betra.”
‘ ‘ Eg hata þig aðallega fyrir að segja að
þú ætlir ekki aftur til Plattville.”
“Sagði ©g það?”
“Það er auðheyrt á öllu að það er satt.
Þú vilt ekki fara þangað aftur.”
“Já, það er satt. Mig langar ekkert til
að fara þangað.
Þú vilt fara þaðan sem þú getur orðið
að gagni; þú vilt skilja við fólkið, sem þykir
svo vænt um þig, og sem alt vill leggja í söl-
urnar þín vegna,” hrópaði Ilelen. “Það er
skammarlegt. ”
“Það veit eg, ” svaraði Harkless alvar-
lega; “og eg skammast mín fyrir það.”
“Segðu þetta ekki,” sagði Helen. “Held-
urðu að eg viti ekki hvað leiðinlegt það hefir
hlotið að vera. Heldurðu að egsjái ekki hvað
mikið þú kvíðir fyrir að fara þangað aftur. '
Þanga, sem endurminningarnar um þetta
hræðilega slys, hljóta að rifjast upp. ’ ’ Hark-
less skildi ekkert í þessari breytingu, sem
yfir hana var komin. Hann gat varla fylgst
með því sem hún var að segja. Hún stóð á
fætur og gekk nokkur skref til hliðar. Fyrst
þú vilt ekki koma aftur til Carlow, þá þarftu
þess ekki. Ertu að hæja að mér?” Hún gekk
nær honum og horfði í augm honum. Hann var
ekki að hlæja, en augu hans leiftruðu.
“Mér þykir vænt um að þú ert ekki að
hlæja að mér,” sagði Helen. “Þér finst það
I íklega fjarstæða af mér að segja að þú þurf-
ir ekki að fara aftur til Carlow? Þetta er
satt. Eg vissi ekki hvað eg var að sogja,
frekar en þú. Seinna muntu skilja þetta bet-
ur. Komdu nú.”
‘ ‘ Hvert ? ’ ’
“Það er bezt að eg slíti samtalinu núna.
Þú manst hver gerði það seinast þegar eg var
með— ”Hún þagnaði og bvrgði andit sitt
með höndunum. “Fyrirgefðu, eg gáði ekki
að mér. Eg ætlaði ekki að minnast á þá hræði-
legu nótt, og eg er að lá þér að vilja ekki fara
þangað aftur.”
“Eg hefi ekkert að fyrirgefa,” sagði
Harkless hlæjandi.
“Við verðum að fara,” sagði Helen.
Hann hreyfði sig ekki, en starði á hana.
Hún rétti honum hendina og hann stóð
upp. Þau stóðu nokkra stund og héldust. í
hendur. Ómur af hljóðfæraslættinum barst
til þeirra. Svona höfðu þau staðið tvö ein
við lækjarbakkann og horft á tunglsgeislana.
leika sér á grynningunum.
“Eg óska aðeins eftir einu í þessari ver-
öld,” sagði Harkless, og röddtn titraði af
geðshræringu. “Hefi eg tapað þér? Eg
ætlaði ekki að spyrja þig þess, þarna um
kveldið, þótt þú svaraðir. Er engin von fyrir
mig? Elr það of seint?”
Helen dró að sér thendina og horfði á
liann.
“Þú verður að skilja aðeins eitt,” svar-
aði hún með viðkvæmni, og það er að kven-
maður getur verið þakklátur. Eg er þér inni-
lega þakklát. Þú mátt aldrei gleyma. því. ”
‘ ‘ Þakklæti ? Hvað getur----”
“Þú skilur það ekki nú, en einhverntíma
færðu að vita það. Eg bið þig að muna, að
öll brevtni mín gagnvart þér var sprottin af
þakklátssemi, eingöngu af þakklátssemi. Eg
bið þig að triía því. Viltu lofa mér því?”
“ Já,” svaraði Harkless stillilega.
“En hvað hitt snertir—” Hún þagnaði
snöggvast. “Hvað það snertir—eg elska þig
ekki. ’ ’
Harkless beygði liöfuðið og svaraði engu.
“Þú skilur þetta?” spurði hún.
“Eg skil það, ” svaraði hann í lágum
róm.
Hún horfði á hann nokkra stund. Svo
var eins og hún kendi í brjósti um hann og
ætlaði að ganga til hans. Harkless rétti upp
hendina og brosti: “Nei, kærðu þig ekkert.
Þetta var rétt af þér. Eg hagaði mér barna-
lega þarna hjá Briscoe. Þá sagðir þú mér
sannleikann, en eg gat. ekki þolað að hitt
fólkið sæi mig', svo að eg skildi þig eina eftir
og þaut burt. Eg hagaði mér eins og ræfill.
En eg er að tefja þig frá dansinum. I.ofaðu
mér að fylgja þér inn í danssalinn.”
1 þessu hevrðu þau grófa kvenmannsrödd
á bak við sig:
“Helen?”
Stiílkan sneri sér við snögglega. “Já,
mamma.”
“Mætti eg biðja þig að koma með mér til
kveldverðar? Faðir þinn er búinn að leita
þín um alt og er orðinn órólegur.”
“Mamma, þetta er Mr. Harkless.”
“Komdu sæll,” svaraði konan, eins og
henni stæði á sama hver maðurinn væri. Hún
lézt ekki taka eftir því þegarHarkless hneigði
sig djúpt í kveðjuskyni. Það var auðséð að
þessi frú var hvorki geðgóð né lítillát. Á bak
við hana gekk Brainard Macauley. Hann
hneigði sig mjög kurteislega. ‘ ‘ Mr. Macauley
hefir óskað eftir að fá að sitja til horðs með
okkur,” sagði sú gamla við Helen. “Væri
þér sama þó að þú kæmir strax. Föður þín-
um er farið að leiðast.”
“Sjálfsagt,” svaraði Helen. “Við Mr.
Harkless komum á eftir vkkur.”
“Eg held að Mr. Harkless afsaki þig.
Hann er bundinn. Mr. Mereditli hefir verið
að leita hans til ]>ess að hann geti fylgt Miss
Ilinsdale til kveldverðar. ”
“Góða nótt, Miss Sherwood,” sagði
John glaðlega. “Þakka þér fyrir skemtun-
ina. ”
“Góða nótt, ” svaraði Helen og tók í hönd
hans. “Mér þykir verst að eg sé þig ekki aft-
ur; eg fer héðan á morgun, sfiemma, annars
hefði eg boðið þér að heimsækja mig. Góða
nótt. — Já, mamma.”
Þau gengu þrjú burtu. Macauley leiddi
Helen og Harkless sá að hún leit til hans
gletnislega og að þaii töluðu saman vingjarn-
lega. John horfði á eftir þeim, þar til þau
hurfu í mannþröngina. Þarna var svo bjart
og allir svo glaðir. Hljómsveitin lék fjörugt
danslag.
John Harkless lyifti hægri hendi upp að
vörunum og kvsti hana. Þarna höfðu fing-
ur hennar snert. Svo tók hann báðum hönd-
unum um ennið og fleygði sér niður á stólinn,
sem hún hafði setið á.
“Eg verð að komast heim, — heim til
Pláttville; ]iar ætti eg að vera.”
Tom Meredith var að koma. “Harkless!
John Harkless!”
“Hér er eg, Tom.”
“Komdu, drengur minn. Hvað ertu að
gera hér aleinn ? Eg ihélt að þií hefðir verið
með—með einhverju fólki. Þér hefir hlotið
að leiðast. Komdu nú og fáðu þér að borða.
Svo skulum við fara heim. Eg hefi útvegað
ykkur Miss Hinsdale sæti við matborðið.”
“Gott er nú það,” svaraði Harkless og
lagði hendina á öxl vinar síns. “Eg þakka
kærlega.”
Daginn eftir komst hann ekki úr rúminu.
Hann var með hitasótt og aiflleysið hafði mik-
ið aukist. Meredith hafði sárt samvizkubit
út af því að hafa látið vin sinn ráfa einan síns
liðs í röku naúurloftinu.
17. KAPITULI.
Helen.
Briscoe dómari sat við húsvegginn og
reykti. Þetta var skömmu eftir hádegi og
sólarhitinn var mikill. Dómarinn sat á skyrt-
unni og lét fara vel um sig. Minnie sat, við
hlið hans og var að sauma tölu á slopp föður
síns. Hún starði með dreymandi augum á
flíkina, eins og stúlkur gera, þegar þær eru
að sauma fyrir aðra.
Það heyrðist mannamál frá húsinu. Auð-
heyrt var að nokkrir menn voru að spjalla
saman með mikilli alvöru; en bráðlega heyrðu
])au feðginin að Iíelen fór að tala. Hún tal-
aði með hreinni og skærri rödd. Eftir svo sem
tvær eða þr jár mínútur þagnaði hún og menn-
irnir, sem inni voru, fóru að hrópa af gleði,
eins og ráðið hefði verið fram úr einhverju
miklu vandamáli. Svo þögnuðu þeir, en hún
hélt áfram að tala í stillilegum róm.
“Þú getur ekki vilt mér sjónir,” sagði
dómarinn við dóttur sína, og leit í áttina til
stofugluggans, þaðan sem nú lievrðist bftssa-
rödd Warren Smiths. ‘Eg veit, að hún myndi
fylgja John Harkless alla leið til Jeríkó. ”
Minnie hristi höfuðið og 'beit í þráðinn
og gretti sig.
‘Nú, því ekki það?” spurði dómarinn
hranalega.
‘ ‘ Því tók hún honum þá ekki ? ’ ’
“ Já, en veist þú nokkuð hvort hann hefir
beðið hennar?”
Minnie rak upp skellihlátur. Henni ógn-
aði heimska föður síns.
“Hvers'vegna hljóp liann þáburtu þarna
um kveldið. Því kom hann ekki með henni
inn í liúsið til okkar?”
“Bull!”
“Heldurðu að stúlka skilji þetta ekki?”
“Áttu við það að þú munir skilja ]>etta bet-
ur en eg?” sagði Briscoe.
“Já, faðir minn,” svaraði Minnie og
brosti góðlátlega.
“Sagði hún þér frá því?” spurði hann
hvatlega.
“Nei, nei, en sannleikurinn er sá að kven-
fólk tekur betur eftir hlutunum, þó það sé
kannske ekki skilnings betra en karlmenn.
Kvenmenn vita ýmislegt þó að þeir hnfi ekki
lesið um það í bókum.”
“Ó, sVoleiðis er það. Jæja, það gerir
minst til. Hún nær í hann, þót.t seinna verði. ”
“Nei, pabbi. Hún er honum aðeins þakk-
lát.”
“Þakklát!” hrópaði gamli maðurinn.
“Stúlkur gera engum svo mikinn greiða bara
af þakklátssemi. Sjáðu hvað hún hefir gert
fvrir hann. Ekki einungis að hún hafi séð
um blaðið, heldur hefir hún gert úr því dag-
blað, ágætt dagblað. Þegar eg sá hana í fvrsta
skifti, vissi eg strax að lnxn var sú greindasta
stúlka, sem eg hdfi au.gum’ litið. Hún hefir
það eÚaust frá móður sinni. Þakklátssemi!
Vitleysa! Þarna vinnur hún fyrir liann dag
og nótt. Lét hún hann ekki kanpa þessa hluti
í olíufélaginu hans Eph Watts? Þarna talaði
hún við Watts og rannsakaði alt svæðið með
honum og svo lét hún Harkless kaupa. Þegar
olían finst verður Harkless stórríkur án þess
að hafa unnið nokkuð til þess. Þetta gerði
nú þessi stúlka fyrir hann. Er það ekki
satt?”
‘ ‘ Þú veist ekki livaða ánægju hún fær af
að gera þetta,” svaraði Minnie. “Henni
hefir aldrei liðið betur en einmitt nú. Eg hefi
aldrei séð nokkra manneskju eins hamingju-
sama.”
“ Já, hún fór til Rouen þarna um daginn,
til að sjá hann, og hún veit að hann er að
hugsa um hana ennþá. Eg yrði ekki hissa
'þótt hann hefði beðið hennar og að þessvegna
væri hrin svona kát.”
Ekki er líklegt að hún hafi þá tekið hon-
um, því að hann fór í núnið daginn eftir, og
hefir verið þar síðan.”
“Það var vegna meiðslanna. Hann varð
þreyttur og fékk hitasótt.”
‘ ‘ Heldurðu að hún væri svona kát á með-
an hann liggur dauðveikur, ef henni þætti
vænt um hann?”
“Hann er ekki mikið veikur. Hún er glöð
vegna þess að hún er að vinna fyrir hann, og
veit að veikin er ekki hættuleg. Honum batn-
ar þegar hún tekur honum. Hann er veikur
af ást. Eg held eg viti það.”
“Það er þá ekki hitasótt?” sagði Minnie
og brosti háðslega.
“Þú ert eins og aumingja móðir þín,”
sagði Brisooe og varð rauður í andliti. “Hún
gat aldrei lært að rökræða nokkurt mál. ”