Lögberg - 09.08.1934, Blaðsíða 1
PHONE 86 311
Seven Lines
a u«étca
For
Service
and Satisfaction
PHONE 86 311
Seven Lines
R'J’S
(Ot
a U's:
\X _
,v^VVV
For
Better
Dry Cleaning
and Laundrj
47. ARGANGUR
WINNIPEG, MAN., FIM'TUDAGINN 9. ÁGÚST 1934
NÚMER 32
FRÁ ÍSLANDI
MAÐUR HVERFUR
SiÖastliðinn þriÖjudag, io^ júli,
hvarf Bjarni Björnsson bóndi á
Eystra-Geldingalæk í Rangárvalla-
sýslu og hefir ekkert til hans spurst
síðan. Hann hvarf kl. 8 að morgni
en eftir 2 klst. v^r hans leitað og
síðan alla daga vikunnar, en árang-
urslaust. Húfa hans fanst á vegin-
um fast við Rangá, og er talið víst,
að hann hafi druknað í ánni. Bjarni
var yfir sjötugt.—Mbl. 17. júlí.
FRA NORÐFIRÐI 16. lÚIJ
Stjórn Síldarverksmiðjunnar bauð
í dag bæjarstjórn og fleiri gestum
að skoða hina nýju síldarverksmiðju
og sjá hana starfa.
Páll Þormar konsúll, formaður
stjórnarinnar sýndi gestunum vél-
arnar og útskýrði vinnubrögð þeirra,
frá því að sildin kemur i þrærnar og
þar til hún er orðin að mjöli og lýsi.
Síldarverksmiðja þessi er bygð í
sambandi við fóðurmjölsverksmiðju
þá, sem bærinn keypti af dr. Paul.
Hún getur unnið úr um 300 síldar-
málum á dag. Þrærnar rúma 3,000
mál. Verksmiðjan mun kosta full-
gerð um 75—80 þús. krónur.—Mbl.
JÓN LEIFS
kom hingað til bæjarins frá Þýska-
landi með “íslandi” siðast og hygt
að dvelja hér á landi fram eftir
sumri. Hafa allmargar tónsmíðar
éftir hann komið út síðasta árið, og
hlotið loflega dóma i tónlistarblöð-
um og margar þeirra verið leiknar
í útvarp víðsvegar um álfuna, sér
staklega í Mið-Evrópu og á Norð-
urlöndum, þ. á. m. hvað eftir annað
til endurvarps frá öllum þýskum
útvarpsstöðvum.—Mbl. 17. júlí.
ÚR STRANDASÝSL U
er skrifað 10. júlí: Tíðarfar er nú
hlýtt og gott. Vorið var fremur
kalt fram yfir hvítasunnu, en eftir
það fór að hlýna og hefir verið
besta tíð síðan. Grasspretta er orð-
in góð á túnum og lítur vel út á
engjum. Sláttur er alment byrjað-
ur. Fiskafli hefir verið tregur,—Mbl.
SKÝRSLA LANDSBÓKA-
SAFNSINS
fyrir árið 1933 er nýlega komin út.
Við árslok var bókaeign safnsins
alls 133,308 bindi, en handrit 8,304.
Á árinu eignaðist safnið 2,248 bindi
af prentuðum bókum og 13 handrit.
Á lestrarsal safnsins komu 17,949
lesendur á árinu og frá útlánssal
voru lánaðar 8,300 bækur.
—N. dagbl. 13. júlí.
LOFTSKEYTASTÖÐIN
1 REYKJAVÍK
Nýlega hafa farið fram margvís-
legar endurbætur á Joftskeytastöð-
inni í Reykjavík. • Viðtöku og
sendisalur stöðvarinnar hefir verið
stækkaður talsvert og þar settir upp
tveir nýir sendarar, stuttbylgjusend-
lr og sameinaður milli- og lang-
bylgjusendir. Orka beggja sendar-
anna 0.5 kw. í loftneti. Með stutt-
bylgjusendaranum hefir náðst sam-
hand við flestar stuttbylgju stöðvar
í Evrópu (þeirra, er annast send-
ingar til skipa) og til nokkurra
stöðva í Ameríku. — Stöðin hefir
haft samband við fjölda skipa út
um allan heim og sýnir þessi reynslu-
tími að stuttbylgjusendarinn ætlar
að reynast vel og koma að tilætluð-
um notum. Öll skeytaviðskifti milli
íslands og Grænlands fara nú fram
á stuttbylgjum. Hinn sendarinn er
fyrst og fremst ætlaður til við-
skifta- og, talstöðvar, en þeim fjölg-
ar nú óðum í íslenzkum og erlend-
um skipum. Má nú segja að loft-
skeytastöðin í Reykjavík sé svo vel
út búin að hún standi mjög framar-
lega í röð nýtísku landátöðva.
—Mbl. 15. júlí.
VIDSKIFTAMAL ISLENDINGA
OG ÞJÓÐVERJA
Eins og skýrt hefir verið frá hér
í blaðinu, fór Jóhann Þ. Jósefsson
alþm. utan snemma í vor á vegum
ríkisstjórnarinnar, til þess að leita
samninga við þýsku stjórnina um
ýms viðskiftamál þjóðanna.
Jóhann dvaldi all-lengi í Þýska-
landi og ræddi viðskiftamálin við
þýsk stjórnarvöld. Var þá lagður
grundvöllurinn að samningum í ýms-
um málum, en endanlegir samning-
ar skyldi gerðir siðar. Þannig hafði
Jóhann lagt samkomulagsgrundvöll
um sölu á ísfiski héðan til Þýska-
lands, þótt ekki væru samningar
undirskrifaðir áður en hann fór
heim í sumar. En samkvæmt sím-
skeyti, sem ríkisstjórninni barst i
gær, eru nú allar líkur á að þýska
stjórnin fallist á þenna samkomu-
lagsgrundvöll, en hann er sá, að við
fáum að selja ísfisk í Þýskalandi
fyrir 200 þúsund ríkismörk á mán-
uði, yfir mánuðina ágúst, september,
október og nóvember á þessu ári.
Þessir samningar geta haft mikla
þýðingu fyrir togaraflota okkar, svo
framarlega sem ró kemst á í Þýska-
landi og aðrar ástæður ekki valdi
því, að ótrygt þyki að selja fisk
þangað.
Jóhann Jósefsson fór aftur utan
með Lyru í gær, einnig á vegum*
ríkisstjórnarinnar. Fer hann enn til
Þýskalands til þess að halda áfram
samningum um önnur viðskiftamál
þjóðanna. Væri óskandi að þeir
samningar mættu vel takast.
—Mbl.'13. júlí.
SÆNSKUR
LEIKFIMISFLOKKUR
Reykjavík 15. júlí.
Hingað kom með “íslandinu” síð-
ast 16. manna leikfimissveit frá
Svíþjóð. Fimleikastjórinn og for-
ingi fararinnar er Jan Ottoson, leik-
fimiskennari við lýðháskólann í
Tárna í Svíþjóð.
Ottoson var hér á ferðalagi fvrir
10 árum, sá hann þá íslenzka glímu,
leist vel á hana og fekk því mann
héðan til Tárna til þess að kenna
þar glímu dálítinn tíma, sem hefir
svo öðru hvoru verið iðkuð þar síð-
an."
Til Tárna hafa fleiri íslendingar
farið en glimumenn. Þangað hafa
margir aðrir farið og m. a. stúlkur
til þess að læra þar matre;iðslu síld-
ar o. fl. Siðustu 10 árin hafa verið
um 50 íslendingar á Tárna við nám.
Leikfimiskennarinn, Jan Otto-
son er einn af þektustu leikfimis-
kennurum Svíþjóðar. Sérstaklega
hefir hann barist fyrir byggingu
gufubaðstofu af finskri gerð á
sveitabæjum, og hefir orðið svo vel
ágengt, að flestir bæir í því léni, þar
sem hann er búsettur, hafa nú gufu-
baðstofur.
Næsta haust hygst Ottoson að
setja á stofn sinn eigin leikfimis-
lýðháskóla, sem verður sá fvrsti i
Svíþjóð. Til þessa skóla hefir hann
fengið stóran herragarð að gjöf,
sem er 250 þús. kr. virði, og auk
þess sjóð, sem gefur honum árlega
10 þús. kr. í tekjur. Þetta gefur
nokkra hugmynd um dugnað Otto-
sons og hvers trausts hann nýtur
í föðurlandi leikfiminnar.
Sá flokkur, sem Ottoson er með
hér, eru nemendur hans úr lýðhá-
skólanum. Það eru menn, sem til-
tölulega stuttan tíma hafa stundað
leikfimi og flestir ungir, á aldrin-
um 16—20 ára. Það sætif því
undrum hve ágætir leikfimismenn
þeir eru.
í flokknum er meðal annara einn
íslendingur Jónas Jónsson frá
Brekknakoti í Reykjahverfi.
—N. dagbl.
Uppskeruhorfur slæmar
Uppskeruhorfur í ýmsum bygðum
Islendinga hér vestra eru nú mjög
slæmar. f kringum Minneota er
nú byrjað að þreskja og er upp-
skeran mjög rýr—3 til 4 mælar af
ekrunni—eftir því sem Minneota
Mascot segir.
í Norður Dakota hafa verið mikl-
ir þurkar og ofsahitar. Uppskera í
íslenzku bygðunum í kringum
Mountain verður fremur litil og
heyskapur næstum enginn. Sama
er að segja um Mouse River hérað-
ið.
Vestur í Argyle er kornslætti að
mestu lokið. Víðast hvar þar um
slóðir verður uppskeran talsvert
neðan við meðallag. Fóðurskortur
verður þar einnig sumstaðar.
í Vatnabygðum og norður i kring-
um Churchbridge er útlit fyrir sæmi-
lega og máske góða uppskeru.
Norðurhlulti Manijtoba og Sas-
katchewan fylkja hafa í sumar feng-
ið nóg regn og útlitið þar miklu
betra en suður frá.
Skeyti frá íslandi
Reykjavík 3 945P
Ásmundur Jóhannson,
910 Palmerston Ave.,
Winnipeg,
I tilefni af sextíu ára minningar-
hátíð íslendingafélagsins Vísir i
Milwaukee, sendir ríkisstjórn Is-
lands og íslenzka þjóðin Þjóðræknis-
félagi Vestur-íslendinga innilegar
heillaóskir með gæfuríkt starf Is-
lendingaf élagsins.
Forsætisráðh. Hermann Jónasson.
Ámi Frederickson
Leikkona deyr
Á laugardaginn 29. júlí dó úr
krabbameini, leikkonan fræga Marie
Dressler, á sjúkrahúsi í Santa
Barbara, Calif. Hún var 62 ára
að aldri.
Marie Dressler fæddist í Cobourg,
Ont. Ung að aldri byrjaði hún að
gefa sig við leiklistinni og varð brátt
fræg, enda var hún sérstökum hæfi-
leikum gædd á því sviði.
Árið 1914 tók hún að leika i skop-
myndum Mack Sennetts, en hætti
því fljótlega og gaf sig aftur að
leiksviðinu. Þá kom stríðið og
Marie Dressler ferðaðist um öll
Bandaríkin og seldi Victory Bonds.
Að stríðinu loknu varð hún aftur
að gefa sig við kvikmvndun, þvi
hún var þá félaus með öllu. Náði
hún brátt miklum vinsældutn, og
það þó sérstaklega eftir að talmynd-
irnar komu. Einna frægust varð
hún fyrir hlutverk sitt í myndinni
“Min and Bill.”
Þetta skeyti, sem sent var hr. Ás-
mundi Jóhannssyni, kom ekki hing-
að fyr en að J. J. Bíldfell, forseti
Þjóðræknisfélagsins var farinn suð-
ur til Milwaukee, sem fulltrúi fé-
lagsins á hátíðina, sem þar var hald-
inn á sunnudaginn var. Skeytið var
því sent til hans og lesið á hátíðinni.
Einnig var það lesið á íslendinga-
deginum að Gimli á mánudaginn.
Öllum Islendingum hér vestra
þykir eflaust vænt um þann hlý-
hug til okkar, sem þetta skeyti ber
vott um. Einnig fekk maður með
þessu skeyti fyrstu ábyggilegu frétt-
ina um það hver hinn nýi stjórnar-
formaður er. Hermann Jónasson
lögreglustjóri í Reykjavík og j)ipg-
maður fyrir Strandas^slu er for-
sætisráðherra íslands. Hverjir hin-
ir ráðherrarnir eru vitum vér ekki,
enn sem komið er.
Winnipeg sýningin
I tilefni af því að Winnipegborg
er nú orðin 60 ára, var ákveðið að
stofna til mikillar sýningar á þessu
sumri. Sýning þessi byrjaði á laug-
ardaginn var og stendur yfir í viku.
Hún er haldin í River Park.
Margt til skemtunar og jafnvel til
fróðleiks hefir verið sett á sýning-
una. Einn stærsti þátturinn eru
veðreiðarnar og leikir “kúreka,”
þeirra beztu, er nú eru uppi hér í
álfu.
Aðsókn hefir verið mjög góð
hingað til. Á mánudaginn sóttu um
33 þúsund manns sýninguna.
Sidney Smith kominn
Sidney E. Smith, hinn nýi for-
seti Manitoba háskólans, kom til
Winnipeg á þriðjudagsmorguninn,
til þess að taka við starfi sínu. Með
honum var kona hans og dætur
þeirra tvær, báðar á unga aldri.
D. C. Coleman, formaður háskóla-
ráðsins, J. W. Dafoe, kanzlari há-
skólans og aðrir velþektir borgarar,
mættu þeim hjónum á járnbrautar-
stöðinni.
Sidney Smith er yngsti maður,
sem gegnir forsetaembætti við nokk-
urn háskóla hér í landi. Hann kem-
ur frá Halifax, þar sem hann hefir
veitt lagadeild Dalhousie háskólans
forstöðu undanfarið.
Skeyti hefir borist um það, að
andast hafi í borginni Vancouver, 1.
þ. m., öldungurinn alkunni Árni
kaupmaður Frederickson, eftir langt
og erfitt sjúkdómsstríð. Er þar á
bak að sjá einum þeirra manna, er
fremstir stóðu í fylkingu íslenzkra
fyrirliða á landnámstíð og lengi
ruddu brautir í íslenzku félagslífi.
Árni var um langt skeið kaupmað-
ur hér í Winnipeg og fyrstur allra
íslendinga hlaut hann sæti í stjórn
borgarinnar. Hann var einn stofn-
enda Fyrsta lúterska safnaðar og
kirkjufélagsins. Hann var og einn
af stofnendum “Lögbergs.” Æfi-
saga þessa merka Vestur-Islendings
verður óefað ítarlega sögð á sínum
tíma.
íslendingadagurinn í
Hnausa
Þessi þjóðhátíðardagur íslend-
inga við Winnipegvatn var haldinn
fimtudaginn 2. ágúst á Iðavöllum
við Hnausa.
Fjöldi manns viðsvegar frá Nýja
íslands bygðum var samankominn,
og nutu allir hinnar heztu skemtunar
við ræðuhöld og íþróttir.
Ræðurnar fluttu þeir séra Björn
B. Jónsson, séra Eyjólfur Melan og
Dr. S. E. Björnson. Ræða séra
B;jörns er prentuð hér í blaðinu.
Einnig tóku til máls nokkrir gestir,
sem forseti dagsins, Sveinn Thor-
valdsson, bauð upp á ræðupallinn.
Meðal þeirra voru þeir Joseph T.
Thorson, K.C., og Walter Lindal,
K.C.
Margar íþróttir voru sýndar um
daginn, og fóru þær vel fram.
íslendingadagur þessi var í alla
staði hinn ánægjulegasti.
Tillög lækkuð
Stjórnarformenn hinna ýmsu
fylkja i Canada, fóru austur til
Ottawa á dögunum, til þess að ræða
við Bennett forsætisráðherra um til-
lög sambandsstjórnarinnar til fram-
færslu atvinnulausra.
Bennett tók þó afstöðu, að þar
sem nú væri meira um vinnu en ver-
ið hefði, þá sýndist stjórninni ekki
nauðsynlegt að greiða eins stórar
fjárupphæðir til fylkis- og sveita-
stjórna og áður. Vildi hann að
fylkin tækju að sér að sjá fyrir sér
og sínum, eftir því sem helst væru
möguleikar til. Hon. Thascherau
frá Quebec og Hon. Mitchell Hep-
burn frá Ontario mótmæltu þessu og
neituðu að taka á sig aukna ábyrgð.
Þegar samkomulag náðist ekki, þá
gengu þeir af fundi.
Hinir stjórnarformennirnii; fóru
gætilegar í sakirnar og reyndu að
sýna Bennett fram á það, að fylkin
væru þegar alt að því gjaldþrota og
myndi þeim ókleift að sjá fyrir styrk
til atvinnulausra manna. Bennett
var i fyrstu til með að greiða til
Manitobafylkis eina $100,000 á
mánuði í stað $200,000, eins og ver-
íð hefir síðastliðið ár.
Loks varð það að samningum, að
þetta fylki fengi $135,000 úr ríkis-
sjóði mánaðarlega.
Enn vantar þó mikið til að þetta
hrökkvi, og verður því að draga úr
meðlaginu með hinu atvinnulausa
fólki, ellegar að fylkið verður að
taka ný lán. Hvorttveggja má heita
ógerningur og mun þetta óefað
valda hinum mestu vandræðum,
hvor leiðin sem tekin verður.
Hveiti hækkar í verði
Á þriðjudaginn fór hveitiverðið
upp í einn dollar mælirinn i korn-
söluhöllinni í Winnipeg. Ekki stóð
þetta þó lengi, því verðið féll strax
aftur um eitt eða tvö cent, og hélst
þar. Um miðjan júlímánuð í fyrra
náði hveitið þessu verði, þótt ekki
stæði það lengi.
Margt bendir til þess að verðið
geti haldist eitthvað svipað og það
er nú, því útlit er fyrir mjög rýra
uppskeru bæði í Bandaríkjunum og
hér í Canada. Liverpool markaður
inn er nú mun hærri en verið hefir
Verðið farið upp um 20 cents síðast
liðinn mánuð.
Verkföll í Bandaríkjunum
Síðustu mánuðina hefir verið
mikið um verkföll í Bandaríkjun-
um. Oft hefir horft til stórvand-
ræða og í sumuml tilfellum hefir
orðið að kalla út herlið til að
varna skemdum og gæta réttar og
laga. All margir menn hafa verið
drepnir úr hópi verkamanna í San
Francisco, Minneapolis, Toledo og
víðar. í San Francisco hafa verið
óeirðir og barda!gar af og til síð-
ustu vikur. Þar var hafið als-
herjar verkfall á dögunum í þeirri
von að hægt væri að knýja vinnu-
veitendur til þess að ganga að
kröfum uppskipunarmanna þar
við höfnina, en þeir urðu fyrstir til
að leggja niður vinnu. Eftir fá-
eina daga lauk alsherjarverkfall-
inu, oíg hinu mun nú lokið einnig. 'j
Allstaðar berjast verkamenn fyrir
því sama. Þeir vilja fá vinnu-
veitendur til þess að viðurkenna
rétt verkamanna félaganna til
þess að semja um kaupgjald 0g
vinnukjðr. Einnig vilja þeir að
meðlimir verkamannafélalga sitji
fyrir allri vinnu.
í Minneapolis hófu ökumenn
vöruflutningabílanna verkfall fyrir
einum þrem vikum, og síðan hafa
nokkur^ önnur verkamannafélög
gengið í lið með þeim. Þar í borg
er nú alt í uppnámi og götu bar-
dagar á hverjum degi.
Ríkisstjórinn Floyd B. Olson lét
kalla út ríkisherinn á dögunum og
lýsti Minneapolis í hernaðar á-
standi. Síðan hafa vopnaðir menn
gengið í fylkingum um götur borg-
Hindenburg deyr—Hitler
verður forseti
Paul von Hindenburg dó á fimtu-
dagsmorguninn 2. ágúst s. 1., á bú-
garði sinum í Neudeck í Austur-
Prússlandi. Hann var 86 ára að
aldri.
Hitler tók við forseta embættinu
um leið og fréttin um lát Hinden-
burgs kom til Blerlín. Það voru lög
Þýskalandi að yfirdómari hæsta-
réttar skyldi gegna forseta embætti,
>ar til lögmætar kosningar gætu
fariS fram. Þessum lögum hafði
Hitler látið breyta á stjórnarráðs-
fundi kveldið áður en Hindenburg
dó, og er því nú bæði kanzlari og
forseti Þýskalands.
Hindenburg var lagður til hvíld-
ar í Tannenberg, (þar sem hann
ann hinn fræga sigur á Rússum um
haustiS 1914), þótt hann hefði mælst
til þess að vera grafinn í Neudeck.
Hindenburg á langa og viðburða-
ríka sögu að baki. Hann var full-
tiða orðinn þegar Þjóðverjar börð-
ust við Frakka árið 1870. I því
stríði fekk hann orð á sig sem ágæt-
ur hermaður. Hann smá hækkaði í
tigninni, þar til hann varð hershöfð-
ingi. Þegar stríðið mikla byrjaði
1914, var Hindenburg að mestu
leyti hættur að fást við hernaðar-
mál, enda lítill vinskapur með hon-
um og Vilhjálmi keisara. En þeg-
ar Rússar óðu inn í Austur-Prúss-
land, seinnipart sumars 1914. °g
Þjóðverjar fengu ekkert viðnám
veitt, þá var skorað á Hindenburg
að taka við forystu hersins á þeim
slóðum. Eftir nokkrar vikur hafði
honum tekist að koma rússneska
hernum inn í Masurian flóana, en
þar fórust tugir þúsunda af Rúss-
um, og biðu þeir hinn mesta ósigur
fyrir Þjóðverjum. Eftir stór-
orustuna við Tannenberg varð
Hindenburg þjóðhetja og hélzt
frægð hans óskert til hins síðasta.
Þó að Hindenburg reyndist nýt-
ur hershöfðingi á meðan á stríðinu
stóð, þá sýndi hann kjark sinn og
þrek iniklu betur, þegar hann, að
loknum ófriði leiddi hinar sigruðu
hersveitir aftur til Þýskalands, eftir
flótta keisarans. Hindenburg var
það að þakka að lýðveldið komst á
fót, því að hinn aldni hershöfðingi
bauð aðstoð sina til þess að koma
á friði og stjórn í landinu.
Að þessu starfi loknu dró Hind-
enburg sig aftur í hlé. Sundrung
og flokkadráttur héldu stöðugt á-
fram að aukast og hver hendin var
upp á móti annari. Árið 1925 var
hann beðinn að gefa kost á sér til
forseta. Það gerði hann og var
kosinn með miklum atkvæðamun
fram yfir alla andstæðinga. Eftir
að Hindenburg varð forseti vann
hann að því að sameina þjóÖina, þótt
árangurslaust yrði. Seinni árin sá
hann fylgi Hitlers aukast sí og æ,
og þannig fór að lokum, að forset-
inn veitti honum kanzlara-embætt-
ið þegar nazistar höfðu fengið
meirihluta í ríkisþinginu.
Eftir að Hitler tók við og gerðist
einráÖur, fór minna að bera á
Hindenburg, enda var hann orÖinn
fjörgamall og ekki fær um að
standa í stórræðum. Samt var álit-
ið að hann hefði eitthvað taumhald
á nazista foringjunum, og víst er
um það, að nú eru menn mun
smeykari við Hitler og stjórn hans,
en á meðan Hindenburgs naut við.
Þrek, trúfesti og hreinskilni ein-
kendu Hindenburg og gerðu hann
að átrúnaðargoði hinnar þýsku
þjóðar. Honum verður eflaust, er
tímar líða, skipað á bekk með Bis-
marck, sem einum af landsins mestu
mönnum, jafnvel þó hæfileikar hins
látna forseta væru hvergi nærri eins
miklir og hæfileikar kanzlarans.
arinnar og reynt að afstýra vand-
ræðum, en íálsverðar ryskingíar
hafa þó verið þar síðustu daga.