Lögberg - 09.08.1934, Page 4

Lögberg - 09.08.1934, Page 4
4 jjfe <*.• -xmi Hnbw# .1» *«■&• Högtjerg Oefie Ot hvern fimtudag af r*K COLUMBIA PRE8B LIMITMD 69 5 Sargent Avenue Wlnnipeg, Manitoba. Utanáakrift ritstjórans: BDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. Vrrð $g.00 um ériS—Borgitt fvrirlra-m The “Lögberg” is printed and published by The Colum- bia Press, Limited, 69 5 Sargent Ave„ Wnnipeg, Manitoba PHONE 86 327 Ritstjóri: HEIMIR THORGRlMSSON Islendingadagurinn að Gimli. Islendingadagurinn var haldinn að Gimli á mánudaginn 6. ágúst, eins og ákveðið hafði verið- Um morguninn var loft þungbúið og út- lit fvrir að rigna myndi um daginn. tTr þessu rættist þó, og um kl. 10 fyrir hádegi var heiðríkt orðið. Mar^ir fóru héðan frá Winnipeg, með farartækjum 'þeim, sem nefnd dagsins hafði útvegað og aðrir í eigin bílum. Um kl. 11 um morguninn var all-mannmargt orðið og byrjuðu þá íþróttir, á stórum velli, spölkorn frá lystigarðinum. Helztu íþróttirnar voru hlaup og stökk. Hér í blaðinu verður birt skrá yfir þátttakendur og úrslit hverrar sam- kepni fyrir sig; þarf því ekki að orðlengja um það í þe&sari grein. Mesta athygli af íþróttamönnum vakti Sveinn Sigfússon frá Lundar, kornungur maður og líklegur til frama á sviði íþróttanna. Hann vann stökkin öll auðveldlega. Skömmu eftir kl. 2 e. h. byrjaði hátíðin. Þá hafði gullafmælisbörnunum verið skipað til sætis á pallinum til hægri handar við hásæti Fjallkonunnar; þeim megin var einnig karla- kórið og söngflokkur Gimlibæjar. Til vinstri var pallur ræðumanna, og sátu þar einnig nokkur gullafmælisbörn. Byrjað var með því að karlakórið söng “O Canada” og “ó, Guð vors lands,” en mannfjöldinn tók undir. Að því loknu gekk Fjallkonan, frú Jónína Stephenson, til há- sætis síns, og fylgdu henni tvær hirðmeyjar; söngflokkur frá Gimli söng á meðan. Fjall- konan ávarpaði nú gestina og karlakórið söng svo “ Fósturlandsins Freyja.” Mr. C. B. Paulson, bæjarstjóri Gimli, bauð gesti dagsins velkomna í fáum orðum, en að því loknu tók séra Jóhann P. Sólmundsson, for- seti íslendingadagsnefndarinnar, til máls. Hann bauð alla velkomna og fór því næst fá- um orðum um tilgang þessa hátíðarlialds. Síðan flutti Friðrik Sveinsson ræðu um þjóð- minningarhátíðina í Milwaukee, 1874. James Stitt, sambandsþingmaður fyrir Selkirk kjördæmið ávarpaði mannfjöldann. Hann talaði vingjárnlega í garð Islendinga og árnaði þeim allra heilla í framtíðinni. Karlakórið söng á milli ræðanna. Einar Páll Jónsson flutti kvæði fyrir minni Islands og J. T. Thorson, K.C., flutti ræðuna fyrir Islands mínni. Fyrir minni Canada flutti Dr. Sig- Júl. Jóhannesson kvæði og séra Guðmundur Árna- son ræðu. Fyrir minni Vestur-íslendinga mæltu þeir Kristján S. Pálsson og séra Kristinn K. Ólafson, sá fvrnefndi í ljóði. t Þessum þætti hátíðahaldsins lauk með því að sungið var “God Save the King” og “Eld- gamla Isafold.” Að ræðuhöldunum afstöðnum fóru fram glímur. Þá varð talsvert hlé, en um kl. 8 e. h. fór fram söngur undir stjórn Mr. Paul Bar- dal og tóku flestir viðstaddir þátt í honum. Þá fóru margir aðkomugestir að búa sig til heimferðar; þó var danssalurinn troðfull- ur, þegar dans byrjaði, um kl. 9. Islendingadagmr þessi var hinn ánægju- legasti í alla staði. Veður gott, garðurinn prýðilega skreyttur og undirbúningur allur nefndinni til stórsóma. Færri munu hafa ver- ið frá Winnipeg í þetta sinn, en árin áður. Aftur voru þeir með fleira móti, sem hátíðina sóttu,’frá bygðunum meðfram Winni- pegvatni. Margir komu einnig frá Lundar og annarsstaðar að. Mikið væri það ánægjulegra, ef reist væru upphækkuð sæti framan við ræðupallinn; gætu menn þá notið allra skemtana mun betur en nú, þar sem aðeins fáir komast fyrir á bak- lausum bekkjum, en hinir verða að standa, eða þá að liggja á vellinum, svo langt í burtu að ómögulegt er að sjá framan í ræðumann, jafnvel þótt gjallarhomin flytji rödd hans til manns. LÖGBERG, FIMTUDAGINN 9. ÁGtJST, 1934 *. m* Draumalandið. (Islands-minni) Eftir Björn B. Jónsson, D.D. “Þar aðeins yndi fann eg, þar aðeins við mig kann eg, þar batt mig trygðaband, því þar er alt, sem ann eg.— • Það er mitt draumaland-” Mér þykir sennilegt að mörgum fari eins og mér, þá þeir heyra þessi tilfærðu orð titra á raddstrengjum söngvarans, — þá fari að dreyma. Engan meiri fögnuð veitir lífið mannin- um, heldur en fagra drauma, sérílagi ef mað- ur er vel vakandi, þegar mann dreymir. Unga skáldinu íslenzka úti í Danmörku þótti váent um drauminn sinn. “Svo dreymdi mig draum af nætur náð, en nú er byrjaður dagur. Á daginn er tregandi, dapurt mitt ráð —en draumurinn var svo fagur. ’ ’ Svo skýrir Gísli Súrsson frá kjörum sín- um í útlegðinni. “Elk á draumkonur tvær, ok er mér önnur velviljuð ok ræður jafnan heilt, en önnur segir mér jafnan þat, er mér þykkir illa ok spáir mér ilt.” Því veldur stjórn vor á hugarfari voru, hvora draumkonuna vér hænum meir að oss. A íslenzkri þjóðhátíð má enginn aðra fylgju hafa, en draumkonu síns bezta drengs. Draumaland! Eg held öllum mönnum sé það góður skapbætir, að eiga sér fagurt draumaland. Island er öllum Vestur-íslendingum dýr- legt draumaland. Veruleiki lífs vors er allur hér. “Vest- urheimur, veruleikans álfa, vonarland hins unga, hrausta manns,” er nú óðal vort og ættjörð kær. Hér er öll framtíð vor og barna vorra. Fæstir vorir munu’ framar líta ísland augum. En draumgáfunni skal oss enginn svifta. Enginn þarf við því að amast, að huldufólkið heiman að heimsæki oss á ný- ársnóttum. Enginn skal banna það, að sögu- dísin íslenzka signi oss að lesnum bænum vorum á kveldin. ísland er skapað til þess að vera drauma- land. Eg gæti bezt trúað því, að það liggi fyrir Islandi að verða eitthvert mesta draumaland veraldarinnar. Það þarf ekki annað en horfa á Island á landabréfi til þess mann fari að dreyma. Eitt og afskekt þar úti í hafsauga kveikir það í ímyndun manns og seiðir mann til sín. Eg minnist þess er eg í fyrra sumar, kominn til Englands, blíndi á landabréfin. Vitið eggjaði mig á, að sigla yfir mjótt sund- ið til meginlands og láta berast með flug- hraða ferðatækjanna þar suður í blómstrandi lunda álfunnar. Á hinn bóginn hraus mér hálfpartinn hugur við því að sigla f jórar dag- leiðir norður í höf, þar sem Island var. Eti draumkonan heilráða réði því, að eg gat ekki annað en farið um borð í ‘ ‘ Goðafoss ’ ’ og stýrt út að ströndum draumalandsins míns, og ekkert annað. Það er með fleiru gott við Island, að ekki flýr það burt úr draumi manns, þó maður komi við það. Ekki hefir mig fallegri draum, þess kyns, dreymt á æfi minni, en þann á Jónsmessunni í fyrra við Vestmannaeyjar. Skipið lagðist þar í höfn um miðnætti. Það blakti ekki hár á' höfði; spegilfagur sjórinn glóði í geislum miðnætursólar; logagylt stand- bergið blossaði annars vegar, en hins vegar á hárri hæð bældi fénaðurinn sig á grænu flos- klæði; endur og eins ómaði um loftið fugla- kvak, blítt eins og andardráttur Áslaugar í hörpu Heimis. Fagur var sá draumur! Ekki hvarf hann heldur þó haldið væri á stað frá eyjunum þessa hásumars jólanótt, því nú komu fjöllin á Islandi fljúgandi á móti manni; er farið var fyrir Reykjanes brostu við manni bændabýlin, og svo kom Esjan, um hádegi, og Reykjavík bragandi í sólskininu. Svona tók Isafold á móti mér, útlendu barni sínu, eins og í dýrasta draumi. Fyrir það þakka eg henni og bið: “Drjúpi’ hana blessun Drottins á um daga heimsins alla.” Ekki get eg dulið það, að á náttúru Is- lands sækja draumkonur tvær, ill og góð, eins og á Gí&la Súrsson. Landið er víða bert og ömurlegt, hraunið er hart og heiðamar lang- aV, margur kaldadalurinn. Veðráttan er oft óblíð, regn, þokur og drungi. Fólkið á við margt erfitt að stríða; í fiskiverum er óhreint og ljótt. Eöi komi sól og sumar, þá er þar sú litadýrð á fjöllum og fjörðum, að alt nema yndið gleymist. Og víst er um það, að svo SlMÁ NOTKUN I WINNIPEG SÍÐAN 1882 • Og í dag, á 6o ára afmæli Winnipeg-borgar, líta íbúarn- ir til baka og virða með stolti fyrir sér þær framfarir, sem hér hafa í ýmsum greinum orðiÖ og sem svo mikinn þátt hafa átt í aÖ efla borgina. EIN AF ÞESSUM FRAM- FÖRUM OG EIGI S0 MINSTA ER NÖTÍMA SÍMAKERFIÐ Manitoba Telephone Syátem njótum vér, Islands börn í Vest- urheimi, bezt drauma vorra, að vér geymum ekki aðrar myndir frá draumalandinu voru kæra, en myndir fegurðarinnar. Og| fegurðin er svo mikil, að ef vér viljum, þá endist hún oss alla æfi. Draummynd íslenzkrar náttúru má oss gjarnan ávalt vera: “ Fífilbrekka, gróin grund, grösug hlíð með berjalautum. ” Náttúran á Islandi er ekki ein um draumana. Við barm hennar dreymir alt, sem andar og lifir. Þjóðin, sem í landinu býr, hefir vakað við dýrlega drauma í þúsund ár. Jafnvel fremur en um Noreg hefði Björnson mátt kveða um Is- land: ‘ ‘ Og den Sagenatt, som sainker Drömme paa vor Jord,” því yfir nær því hvern blett á landinu steypir-sagan geislum dýrlegra drauma. 1 hverjum dal má dreyma um drengskap og dáð hraustra manna og göf- ugra kvenna, sem skilið hafa þar eftir óafmáanleg spor. Við hvert fótmál um landið þvert og endilangf eru örnefni, sem vekja drauma um atburði frá fyrri tíðum, og um öll héruð óma ljóð um sorg og gleði dal- búanna á fyrri dögum. Eg á sjálfur^marga drauma frá ferð minni um Island í fyrra, en enga hugðnæmari en endur- minningarnar um þær stundir, þá eg í ihópi góðra vina stóð á sögustöðunum gömlu og farið var þar með ljóðin dásamlegu, er við staðina eru bundin. Stóð eg á hæðinni háu uppi yfir Sauðárkróki; við blasti sveitin að innan, en Þórðarhöfði, Tindastóll og Drangey að utan; las þar Halfdán biskup fyrir mér ‘ ‘ Skagaf jörð ” Matthíasar. Frá Húsafelli í Borgarfirði var horft um söguríkt hérað og far- ið með “ Gilsbakkaljóð ” Stein- .gríms og voru þau Gunnlaug- ur, Hrafn og Helga öll við- stödd. Svo var um Gunnar og Kolskegg er austur á Hlíðar- enda var farið með ‘ ‘ Gíunnars- hólma” Jónasar, og fanst mér gráskeggjaður Friðrik prestur Friðr&ksson verða útlits sem Óðinn sjálfur, er hann flutti kvæðið. Svona er um alt land. Steinarnir tala. Huldufólk kemur á móti manni út úr hverjum hól. Dísir syngja þar í hverju bjargi. Það er trú mín, að slík sé náttúra Islands, og slíkur sé menningar-möguleiki íslenzkra manna, að dýrustu drauma sína eigi þjóðin ódrevmda enn. Svo er hólmi sá af Guði gerður og svo er runnið þar í æðar manna rauðavín ástríða og vona, að þar verða í framtíð meitlaðir í stein, málaðir á spjöld, steyptir í stuðla margir mannkynsins dýrustu draumar.' ísland get- ur orðið eitthvert auðugasta draumaland veraldarinnar. Það er margra trú, að þá dreymi fyrir daglátum. Mun þeim forspám valda hugboð á rökum reist í undir'vitund,' þótt lítt gæti í vöku. Mig drevmir svo fyrir daglátum, að fsland verði á komanda tíð farsælt, og sæmilega auðugt land. Gull- kisturnar við strendur landsins vátryggja það, ef vit er nóg. Stuggur má mönnum standa af stjómarfarslegri Sturlunga- öld, sem nú er í landinu. En sú þjóð, sem svo lengi og drengi- lega barðist fyrir frelsi sínu og fullveldi, hlýtur að vera því vaxin að stjórna sjálfri sér, þegar glímuskjálftinn ronnur af. Þess eru dæmin ljós í mann- kynssögu. Ásókn engrar illrar draumkomu óttast eg fyrir fs- lands hönd annarar en anðæfa- fýsnarinnar. Mér blöskraði hvað hún er orðin ásækin, á unga menn einkum, úti á fs- landi. Snargróða ástríðan, sem sálina er að drepa í stórþjóð- unum, sækir nú mjög á smá- þjóðina heima. Láti landsins börn lokkast af tálbrosi henn- ar, fer um fsland eins og aldin- garðinn Eden í æfintýri Ander- sens. Þá sekkur draumaland- ið og kemur ekki upp aftur að eilífu. Ef með vaxandi velmegun dvínar draumgáfa fslendinga, þá er æmu verði árbítur sá keyptur af Esaú. Vér, sem hér vestra búum á sléttunum auðgu og við stór- vötnin blá og eigum í muna og minni kendir sprotnar upp í ís- lenzkri sál, skulum varðveita draumalandið vort dýra. Það stoðar oss ekki að látast vera íslenzkir íslendingar. Vér er- um það ekki, nema eitt og eitt gamalmenni. Eftirhermur láta oss illa. En hvað sem vér erum og hvað sem vér verðum, yerð- um vér betri mannverur, mild- ari og andríkari, fyrir það, að láta oss sem lengst vér getum dreyma “heim til fslands.” Samvista við ísland njótum vér ekki framar öðruvísi en sem í draumi. Méðan drauma- dísin lifir í oss. fáum vér Jilust- að, og heyrt duninn í Detti- fossi; horft, og séð glitúðann við Gullfoss; lesið, og látið fs- lands daladísir flytja oss söng og kvæði; lifað, og látið ís- lenzka sumarsól lýsa oss upp til hærri fjalla; dáið og látið svanaklið íslenzkra passíu- sálma vísa oss leið til drauma- landsins eilífa. Eg veit ekki hvernig þér viljið geyma fsland í sálum yð- ar. Eg ætla að láta það vera draumalandið mitt og alla daga biðja: Guð blessi mitt draumaland —ísland. Þakkarorð Nýlega birtist ávarp í þessu blaði til okkar hjónanna “frá vinum í fjarlægð” og í tilefni af því, og einnig samtökum vina og kunningja í Winnipeg og víSar í bygðum, sem fundu sér ljúft að heiðra okkur á tuttugasta og fimta giftingar afmæl- isdegi okkar, me!5 því að færa okkur verðmætar gjafir, auk þess hlý orð og hamingjuóskir, viljum við votta alúðar þakklæti. Ávörp þau, sem okkur bárust, á- samt kvæði vestan frá hafi, eru kær- lega metin, en okkur finst of nær- komin til þess að þau séu birt opin- berlega; vonum við að það sé ekki misvirt þó það sé ekki gert. Velvildarhugurinn allulr í þeim stíl, sem hann kom fram, er auðvit- að meiri en við eigum skilið, en við metum sólskinshug vina okkar nær og f jær og búum lengi að þeim geisl- um, sem oss bárust við þessi eykta- mót okkar. Sigrtður og Sigtryggur Bjerring ► Borgið LÖGBERG! Ferðist til Islands með Canadian Pacific Eimskipunum #/ • Hin hraða sjóferð frá Canada eftir liinni fögru St. Lawrence siglingaleið priðja flokks farrými frá Montreal eða Quebec til Reykja/víkur— Aðra leið $111.50 — Báðar leiðir $197.00 Fargjöld örlltið hærri með “Duchess” og “Empress” skipunum. öll þjónusta ábyrgst hin ánœgjulegasta Vegabréf ónauðsynleg Sendið heim eftir konu yðar og börnum eða heitmey, og látið þær ferðast með CANADIAN PACIFIC til þess að tryggja þeim greiða og þægilega ferð. Vér Táðstöfum öllu aðlútandi hinu nauðsynlega land- gönguleyfi. * I Eftir frekari upplýsingum spyrjist fyrir hjá næsta umboðsmanni eða skrifið til W. C. CASEY, Bteamship General Passenger Agent, 372 Main Street, Winnipeg, Man.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.