Lögberg - 06.09.1934, Blaðsíða 1

Lögberg - 06.09.1934, Blaðsíða 1
47. ARG4NGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 6. SEPTEMBER 1934 NÚMER 36 FRÁ ÍSLANDI Landhelgisbrot. — Varðbáturinn Skúli fógeti tók um seinustu helgi tvo litla vélbáta, annan frá Flatevri, en hinn frá Reykjavík, aÖ dragnóta- veiðum í landhelgi. Varðbáturinn kom meS bátana hingaS, og voru próf haldin í málinu. Dómur hefir ekki veriÖ kveSinn upp ennþá, en málsskjölin munu hafa verið send stjórnarráðinu. Sagt er ,aS prent- villa í sjómanna-almanakinu hafi valdiS þvi, aS formennirnir á bát- unum héldu sig hafa leyfi til drag- nótaveiða um þetta leyti árs, ein- mitt á þessum slóSum, sem þeir héldu sig, er þeir voru teknir. — Skutull 27. júlí. * * * Kópasker 10. ágúst.—í gærkvöldi kviknaÖi i vélarhúsi vélbátsins Fálk- ans á Raufarhöfn, og vélamaðurinn, Þorsteinn Gestsson, sem var aS koma vélinni af staS brendist mjög á andliti og höndum. í nótt var hann fluttur til Þórshafnar og lagð- ur þar í sjúkrahús. Eldurinn var slöktur áSur en verulegar skemdir yrfiu á bátnum.—Vísir. Bandalag íslcnckra listamanna hefir nýlega gert rá'ðstafnir til þess, að “Kirkjuráð hinnar íslenzku þjóð- kirkju,” gem gaf út bókina “Við- bætir við sálmabók,” og nefnd sú, sem sá um útgáfuna, verði látin sæta ábyrgð að lögum fyrir meðferð sína á ljóðum, sem tekin voru í bókina. Höfundar þessara sálma hafa skor- að á Bandalag íslenzkra listamanna að gera ráðst-afanir til þess að bókin verði gerð upptæk. Ryggja þeir kröfur sínar á eftirfarandi atriðum: 1) Sálmar hafa verið teknir í við- bætinn án vitundar og leyfis höf- undanna. 2)nefndin hefir viða felt úr sálmunum og réttri röð erinda hefir verið raskað. 3)Nefndin hefir gert stórkostlegar brevtingar á sum- um þessara sálma án vitundar og leyfis höfunda. Hafa “Bandalaginu þegar borist áskoranir frá átta hlut- aðeigendum. En það eru Steingrím- ur Matthiasson vegna föður síns, Davíð Stefánsson, Hulda, Kjartan Ólafsson, Ólína Andrésdóítir, Bryn- jólfur Dagsson vegna Brynjólfs frá Minna-Núpi, .Tón Magnússon og Ólína Þorsteinsdóttir, ekkja Guðm. Guðmundssonar skólaskálds. — N. dagbl. 12. ágúst. * * * Jón Þorláksson hefir dvalið við böðin í Nauheim í Þýskalandi und- anfarnar vikur sér til heilsubótað, en er nú kominn til London, og fer þaðan væntanlega innan skamms heimleiðis.—Vísir. * * * Húsavík 9. ágúst.—í gær lágu fimtíu skip við síldveikar á Skjálf- andaflóa. Nokkur þeirra tóku síld- ina rétt framan við Húsavíkurhöfn. Mikil sild er talin i flóanum, og sömuleiðis á Grímseyjarsundi. Brúarfoss kom í nótt hingað til Húsavikur með efni til hafnar- bryggjunnar hér á Húsavík. * * * Vopnafirfíi g. ágúst.—úr Vopna- firði símar fréttaritari útvarpsins, að þar séu daglega þokur og rigningar og að töður liggi undir skemdum. Grasvöxtur er góður. Á Héraði eru rigningar minni. Sild hefir verið töluverð á Vopna- firði undanfarið og allmikil síld er i frvstingu þar í þorpinu. Fiskafli er dágóður. Aflahæstu bátar hafa nú 40—50 skippund. Jarðvinslumaður vinnur í Vopna- firði með Rudolfs-herfi, sem geng- ur fvrir vélarafli. Mælst hefir ver- ið til að unnar yrðu um 70 dagslátt- ur.—Vísir. Siglnfirði io. ágúst.—Síldarsam- lagið hér á Siglufirði hefir ráðið Sophus Blöndal konsúl fyrir skrif- stofustjóra. Allmikil bræðslusíld berst nú hingað til Siglufjarðar og verk- smiðjuþrærnar fyllast óðum. Síld vestanað er mjög stór og jöfn, en austanað blönduð smásíld. Alls hafði verið saltað í landinu i gær rúmlega 104 þúsund tunnur, en tæp- lega 135 þúsund tunnur um sama leyti í fyrra. Gufuskipið Kolumbus frá Reykja- vík, sem Þorsteinn Þorsteinsson í Reykjavík og fleiri eru eigendurað, kom hingað til Siglufjarðar fyrstu ferð í gærkvöldi með tunnufarm. Skipið er 1200 smálestir. Skipstjóri Árni Gunnlaugsson úr Reykjavík. Talstöðin hér á Siglufirði er tek- in til starfa og afgreiðir viðtöl við skip frá kl. 7.50 til kl. 23. * * * Óþurkar. Töður stórskemdar.— Utan til á Langanesi hafa verið sí- feldir óþurkar í alt sumar, og töður eru þar óhirtar og stórskemdar. * * * Sildz'eiðar. Heyskapur. — Næg síld er spgð á Þistilfirði'. Verk- smiðjan á Raufarhöfn hefir tekið á móti um 37,000 hektólítrum síldar. Síldarsöltun hófst í gær á Raufar- höfn og voru þá saltaðar 300 tunn- ur. Heyskapur gengur stirðlega sökum óþurka.—Vísir 10. ágúst. * * * Síðan Bálfararfélag fslands var stofnað í febrúarmánuði s. 1. hafa um fimm hundruð manns gcrst fé- lagar. Markmið félagsstjórnarinn- ar er að flýta því sem mest, að bál- stofa verði reist i höfuðstaðnum og annarsstaðar hér á landi, þar sem nægur áhugi er á bálfararmálinu. Borgarstjóra Reykjavíkur barst nýlega uppdráttur að bálstofu í Reykjavík, frá útlendum húsameist- ara, sem hafði verið falið það verk. Ræjarráðið hefir ályktað að fela bæjarverkfræðingnum að leita ráða og samvinnu við stjórn Bálfararfé- lags íslands út af þessum tillögu- uppdrætti, svo og um endanlegt fyr- irkomulag á væntanlegri bálstofu og hvar hún skuli sett í borginni,—Vísir. * * * H craðsmót Ungmcnnasambands Dalamanna. — Nýlega var haldið í Búðardal héraðsmót Ungmennasam- bands Dalamanna. Fóru þar fram ýmsar íþróttir, hlaup, stökk, kapp- glíma og reipdráttur. Þar var sýnd- ur kappsláttur á 200 fermetra reit- um. Þátttakendur voru 6. Fljót- astur varð Sveinbjörn Kristjánsson úr ungmennafél. Unni djúpúðgu. Sló hann reitinn á n mín. Einnig þóti hann skara fram.'úr um sláttu- gæði. Næstur varð Sigmundur ól- afsson úr sama félagi. Sló hann reit sinn á 11 mín. 30 sek. Svein- birni var dæmdur sláttuskjöldur Ungmennasambands Dalamanna í annað sinn.—Vísir 13. ágúst. * * * Kaupgjald í opinberri vinnu. — Ríkisstjórnin og Alþýðusambandið hafa gert með sér samning.um kaup í opinberri vinnu. \^r samningur- inn undirritaður í gær. — Sam- kvæmt honum á lágmarkskaup al- mennra verkamanna að vera 90 aur- ar á klst. um land alt. Lágmarks- kaup vörubifreiða á að samræma um land alt og “hækki það hlut- fallslega við kaup verkamanna (miðað við kaupið fyrir 1. júní) í kr. 4.00 á klst.” Vinnutími verður 10 klst. á dag og kaffihlé 30 mín. á dag án kaupfrádráttar fyrir verka- menn og bifreiðarstjóra 0. s. frv.— Vísir 8. ágúst. Guðmundur K. Breckman dáinn Hann dó á sjúkrahúsinu í Minne- dosa, Man., 30. ágúst s. 1. af meiðsl- um, er hann varð fyrir 17. ágúst, eins og getið var um hér i blaðinu í vikunni sem leið. Guðmundur Kristján Breckmari fæddist 17. júní 1866 í Klungur- brekku i Snæfellsnessýslu á. fslandi. Foreldrar hans voru þau hjónin Guðlaugur Guðmundsson og Karitas Guðmundsdóttir frá Klungurbrekku. Af sjö börnum þeirra. eru fjögur dáin, Jóhanna, Guðrún, Kristián og nú síðast Guðmundur. Þessi eru á lífi: Þórarinn, búsettur að Lundar, Mrs. V. Stefánsson og Mrs. S. ITnappdal, báðar i Winnipeg. Guðmundur fluttist til Artieriku árið 1884. Fyrstu tvö árin var hann i Bandaríkjunum, siðan fluttist hann til Winnipeg og dvaldi þar í 14 ár. Hann giftist eftirlifandi ekkju sinni, Takobinu ísleifs, árið 1896. Hún var dóttir þeirra Guðjóns og Sig- ríðar ísleifs. Þau Rreckmans hjónin fluttu til Lundar, Man., árið 1900, og hafa dvalið þar síðan. Þau eignuðust 11 börn, mistu tvö i æsku, en þessi eru á lífi: Mrs. A. Stefánsson, Vivian, Man.; Walter Fredrick, Lundar, Man.; Gúðmund- ur Kristján, Oak Point: Guðjón George, Fort William, Ont.; Mrs. T,. Ingimundsson, Lundar, Man.; Sigurlaug Helga, Winnipeg; Guð- laugur Ágúst, Lundar, Man.; Maria Emily, Winnipeg og Margrét Guð- rún, Lundar, Man. * Fösturbörn þeirra eru: Guðmund- ur Jóhann og Thelma Þórhalla Ey- ford, bæði .að Lundar. Guðmundur heitinn var i mörg ár einn af atkvæðamestu mönnum T.undarbygðar. Hanniók mikinn og góðan þátt í málum sveitarinnar og lúterska safnaðarins þar í bæ. Hann far lengi forstjóri rjómabúsins á Tætndar og keypti það fvrir nokkr- um árum, í félagi við fósturson sinn, G. Jóhann. Guðmundur var jarðsunginn frá Fyrstu lútersku kirkju í Winnipeg á mánudaginn 3. sept. að viðstöddu fjölmenni. Þrír prestar voru við- staddir og fluttu ræður. Það voru þeir séra Björn B. Jónsson, D.D., séra Jóhann Fredriksson, I.undar og séra Guðmundur P. Johnson, Foam T.ake, Sask. Hjálpræðisherinn kýs sér foringja Tæiðtogar Hjálpræðishersins, 47 að tölu, frá 22 löndum, komu sam- an i Lundúnum fvrir skömmu, til þess að kjósa eftirmann General Edvvard J. Higgins, sem sagt hefir af sér. Eftir miklar og snarpar umræð- ur var Evangeline Booth, foringi Hersins í Norður-Ameriku, kosin i þessa ábyrgðarmiklu stöðu. Evangeline Booth, sem er 68 ára að aldri, er dóttir General William Booth, þess er stofnaði Herinn ár- ið 1867. og hafði forystu hans með höndum í fjöldamörg ár. Bramwell sonur hans var einnig i mörg ár for- ingi hersins, þar til honum var vik- ið frá embætti árið 1929, þrátt fyrir öfluga mótstöðu Booth fjölskyld- unnar. T>á varð sv'o mikil óánægja að við lá að Bandaríkjadeildin segði sig úr Hernum. Ekki varð þó af því, enda dó Bramwell Booth skömmu seinna. Sem yfirforingi Hjálpræðishers- ins fær Evangeline Booth um $2,250 í árslaun, en þar að auk fær hún allan ferðakostnað goldinn og vand- aða íbúð í Lundúnum. Frá Auálurríki Þessa dagana ber lítið til tíðinda í Austurríki. Schuschnigg kanzlara hefir tekist að koma á friði í land- inu og nazista-flokkurinn er svo latnaður, að af honum stafar lítil hætta fyrst um sinn. 1 Styríu, þar sem uppreisnarmenn höfðu mest fylgi, er hið fræga Erz- berg' fjall. í því fjalli eru auðugar járnnámur, um 800 miljón tonn af járni eru sögð í fjallinu. Eigendur þess er hið austurríska Alpine Mon- tan G€sellschaft, sem er stjórnað af stálhringnum þýska, en formaður hans er Fritz Thyssen, vinur Hitlers og stuðningsmaður hans. Fyrir nokkru sendi austurríska stjórnin hermenn til forstjóra Alpine Montan og færðu þeir honum skipun frá dómsmálaráðuneytinu um að gjalda $40,000 fyrir skemdir, sem nazistar gerðu í Styríu, og $30,000 til að mæta kostnaði við að bæla niður Vtppreisnina. Forstjórinn, Herr Anton Apold, þorði ekki annað en að hlýða. Austurrríska stjórnin þykist hafa sönnun fyrir því að Apold þessum hafi verið ætluð staða í ráðuneytinu, ef að uppreisnin hefði heppnast. Einnig er sagt að Anton Rintelen hafi verið í vitorði með nazistum. Rintelen reyndi að drepa sig á dög- unum i fangelsinu, en tókst það ekki. IJans er nú Vandlega gætt af lögreglunni, því nazistar munu hafa gert tilraun til þess að ná honum i sinar hendur. Frá Tyrklandi ^ Miklar framfarir liafa orðið á Tyrklandi siðan Mustafa Kemal tók þar við forráðum. Ætlun hans er að gera landið sem óháðast öðrum þjóðum, með þvi að koma upp iðn- aði er fullnægt geti þörfum lands- ins. Nýlega opnaði Kemal geysimikla bómullarverksmiðju, eina af ntörg- um, sem komið verður upp á næstu árum. Allar vélar i þessari verksmiðju komu frá Rússlandi. Stalin hafði sent þær með þeim orðum að þær væru “lán án vaxta,” sem goldið yrði með vörum innan 20 ára. Að þessu afstöðnu fór Kemal i annan landshluta og var viðstaddur þegar pappírsmylna ný tók til starfa. Mylna þessi framleiðir 35 lonn af pappír á dag og er það helmingur þess, sem alt landið þarfnast, nú sem stendur. Sér til hjálpar, við byggingu þess- ara iðnaðarstofnana, hefir Kemal útlenda sérfræðinga. Ráðátefna Gyðinga í Geneva Gyðingar frá öllum löndum heims- ins komu saman í Geneva um dag- inn, til þess að ræða sín vandamál. Á þinginu kvað mest að hinum fræga rabbi Stephen Samuel Wise, frá New York. Hann sagði meðal annars: “Við Gyðingar stöndum nú i fremstu skotgröfum. Við erum ‘Blelgia’ þessa síðasta stríðs Þjóð- verja á hendur mannkyninu. Á bak við okkur stendur hin öflugi her kristninnar og menningarinnar.” Á þingi þessu voru ýmsir merkir Gyðingar, sem flæmdir hafa verið úr Þýskalandi. öllum kom saman um það að Gyðingar yrðu að sam- einastftil að geta sem bezt mætt þeim ofsóknum, sem þeir hafa orðið fyrir i seinni tið. Fundir fóru fram leynilega, en sá orðrómur barst út að helzt væri í ráði að mynda nokkurs konar yfir- stjórn eða leynisamband Gyðinga i ýmsum löndum. Þegar þetta fréttist urðu undir- tektir mjög misjafnar á meðal Gyð- inga hér í álfu. Öflugur félagsskap- KIRKJAN Næsta sunnudag, 9. sept., hefst alt starf að nýju í Fyrstu lútersku kirkju: Hádegisntessa (á ensku) kl. 11 f. h. Síðdegismessa (á íslenzku) kl. 7 e. h. Sunnudagsskóli kl. 12:15 e. h. . Menn taki sérstaklega eftir, að sd. skólirin byrjar kl. 12115, en ekki kl: 10, eins og var nokkura sunnudaga í vor. Allir kenn- arar séu til staðar. Fólk e'r ámint um að fjölmenna við messur bæði skiftin, og stuðla að því, að hin nýja starfstíð safnaðarins byrji þegar með miklu fjöri og gleði. Alvarleg efni tekin til umræðu og góður söngur í Fyrstu lútersku kirkju næsta sunnudag. ur hér í landi, American Jewish Committee, lýsti því yfir að ekkert gæti frekar orðið til þess að vekja alment Gyðingahatur en einmitt þetta, að’setja á stofn leynisamband líkt og þingið í Geneva gerði ráð fyrir. Málgögn annara Gyðinga- félaga tóku i sama streng. Þrátt fyrir þessa viðvörun fóru erindrekar Geneva-þingsins sínu fram og létu þess getið að efnt yrði til “kosninga” meðal Gyðinga, til þess að kjósa menn á fyrirhugað þing, er svo skyldi koma saman í Geneva næstu ár. Einnig hvöttu þeir þjóðbræður sína til þess að neita að verzla með þýskan varning. Þá var ákveðið að fá ýmsa leiðandi menn til að flytja fyrirlestra um málefni Gyðinga í Ameríku. Einn af þessum mönnum verður Pierre Dreyfus, kafteinn, sonur “pialar- vottarins” franska, er allir kannast við. American Liberty League Félag með þessu nafni var stofn- að i Bandaríkjunum fyrir skömmu. Markmið félags þessa er að berj- ast fyrir einstaklingsfrelsi og að sporna við því að réttindi þau, sem stjórnarskráin tryggir bandarískum borgurum sé fótum troðinn. Margur myndi ætla að stofnend- ur þessa félags væru einhverjir auðnuleysingjar, sem fyndist lögin þannig túlkuð, að erfitt væri að ná rétti sínum. Svo er þó ekki. Þessir eru stofnendur: John William Davis, frambjóðandi demokrata í forseta- kosningunum/1924, frægur lögmað- ur og auðugur, hefir oft farið með tnál Morgans og hans félaga í yfir- rétti landsins. Jouctt Shouse, háítsettur í flokki demokrata, um eitt skeið fortnaður framkvæmdarráðs flokksins ; fræg- astur fyrir afskifti sín af því að fá bannlögin afnumin. Alfrcd Emmanuel Smith, nafn- kunnur stjójnmálamaður og forseta- efni demokrata 1928. Hann tapaði fyrir Hoover sama ár, náði ekki út- nefningu árið 1932 og hefir síðan dregið sig í hlé. Hann er talinn and- vígur Roosevelt, þótt þeir v-æru áður beztu vinir. James Wolcott Wadsworth, fræg- ur republicani, senator i sextán ár, var kosinn þingmaður neðri mál- stofunnar í fyrra og er nú talinn einn færasti rnaður á þingi í flokki republicana. Nathan Lezvis Miller, rikisstjóri i New York frá 1021-23, sterkur republicani, gegnir nú lagastörfum fyrir stálhringinn volduga, United States Steel Corporation. Ircnée du Pont, fyrrum republi- cani, snerist með Smith 1928 og fylgdi Roosevelt 1932. Hann er af du Pont ættinni frægu, vellauðugur maður. Þó að félagskapur þessi eigi að nafninu til að vera óháður i stjórn- málum, þá dylst engum að hann muni beita sér eindregið á móti Roosevelt og hans stefnu og getur hann orðið forsetanum skeinuhætt- ur, þvi að forkólfarnir eru allir ein- beittir og áhrifamiklir menn.og má telja víst að allir, sem óánægðir eru með Roosevelt, fylki sér um merki þeirra. Límt yfir nöfn svikaranna Nazistar í Þýskalandi hafa gefið út stóra bók með nöfnum og æfi- ágripum helztu meðlima flokksins. Þegar bókin kom út, tóku menn eftir því að vandlega hafði verið límt yfir æfiágrip Ernst Roehm og annara foringja, sem drepnir voru í sumar. í formálanum stendur að nólitískir viðburðir hefðu orsakað miklar breytingar á bókinni, en hún hefði verið búin til prentunar áður en þeir viðburðir skeðu. Til þess að fólk þyrði að kaupa bókina var prentað með feitu letri á kápu/na að miðstjórn flokksins hefði ekkert á móti því að hún (bókin) væri lesin. Verzlun Þjóðverja og nýjar uppfyndingar Þýska stjórnin hefir lagt bann við innflutningi margs útlends varnings, til þess að fá verslunar jöfnuð sér í vil. , Afleiðingin varð sú að þýskir visindamenn tóku til starfa eins og á stríðsárunum, til þess að fram- leiða sem flest til heimaþarfa í sín- um eigin verksmiðjum. Sérstaklega er það vefnaðarvara alls konar og málmar, sem ónóg er af. Efnarannsóknarstofum þeirra hef- ir nú tekist að framleiða þrenslags tegundir vefnaðar, þar sem garnið er unnið úr við í stað ullar eða silkis. Þráðtegundir þessar eru nefndar “vistra,” “wollstra” og “silvestra.” “Vistra” þráður er búinn til ein- göngu úr við og er hann jafn fínn og léttur, eins og silkigarn, og íult eins traustur, þar sem allir þættirnir eru jafnlangir. Ekki þolir samt klæði úr þessu efni eins vel raka, og eitthvað er það dýrara en bómullar- dúkar. “Wollstra” fæst með því að spinna saman “vistra” þráð og ull, en ef silki er notað í stað ullar fæst “silvestra” þráður. Ekki verður eins auðvelt að fá nægar birgðir af málmi. Sagt er að farið sé að bræða niður kirkjuklukk- ur, dyrakólfa, götulampa og hvað annað. Náttúrlega hrekkur slíkt ekki til, en frestar því í lengsta lagi um nokkrar vikur, að málma þurfi að kaupa. Innflutningshöftin hljóta að skaða þjóðina þegar til lengdar lætur, enda þendir margt til þess að hún eigi erfiða daga fvrir höndum.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.