Lögberg - 06.09.1934, Síða 2

Lögberg - 06.09.1934, Síða 2
2 LÖGBERGr, FIMTUDAGINN 6. SEPTHMBER 1934 Góður dagur í bygð vorri Sólin rann af austri og sendi geisl- ana hlýja og hressandi yfir heila og vanheila; yfir sæla og sorgbitna. Það var ekkert heitt, en bjart á öll- um stöhum. Miðsumars gróðurinfl breiddist um jörðina eins og glitof- inn dúkur. Friður x)g ró hvíldar- dagsins ríkti um lög og láð. Þannig gekk í garð hinn bliði og minninga- riki dagur. Þetta var sunnudagurinn tuttug- asti og niundi júli—gullbrúðkaups- dagur hjónanna Sveinbjarnar Lopt- sonar og Steinunnar, til heimilis í Bredenbury, Sask. Fór fyrst fram stutt athöfn i kirkjtt Konkordía safnaðar. Þá var gengið í samkomusal safnaðarins og sezt undir borð. Gullbrúðhjónin voru leidd til öndvegis og veizlu- gestir tóku sér sæti gegnt þeim og til beggja handa. Þau hjón Jóhannes Einarsson og kona hans Sigurlaug sátu næst brúðhjónunum, sitt til hvorrar handar. Kirkja og samkomusalur báru há- tiðabúning þennan dag, með blóm- um, skrautborðum og'ljósum. Brúðarkaka stórkostleg stóð á borði gegnt brúðhjónunum ; var hún prýdd gyltum stjörnum og með marglitum doppum. Brunnu fimtíu smáblys efst á kökunni. M<eðan setið var undir borðum fóru fram margskonar skemtanir; söngur, ræður og frumort kvæði, samfagnaðarskeyti lesin; lesið stutt æfiágrip brúðhjónanna. Mrs. Lopt- son var flutt þakklætiskveðja fyrir hönd kvenna bygðarinnar og Mrs. Guðrún Essex galt foreldrum sín- um þakklæti fyrir hönd systkina sinna og Sveinbjörn Gunnarsson fyr- ir hönd barnabarnanna. Báðar voru kveðjur þessar innilega hlýlegar og tilhlýðilegar. Skrifari Churchbridge sveitar lýsti ítarlega hinu nytsama starfi Sveinbjarnar í þarfir sveitarinnar og innan bygðar, áður en sveitarfélag var sett á stofn. Forseti Konkordía safnaðar, Magnús Bjarnason talaði um starf þeirra hjóna og þátttöku í velferð- armálum Konkordía safnaðar. Þá voru gullbrúðhjónunum bornar gjafir. Var borinn fram skraut- diskur með fullum $56.00—þar af $50.00 í gulli, eða freklega þáð. Var gjöf þessi frá veizlugestum alment og diskurinn frá fjölskyldu prests Konkordía safnaðar. Þá var borinn fram sjóður fyrir hönd barnanna og f jærverandi skyld- menna, að upphæð $117.00. Barnabörnin gáfu brúðinni blóm- vönd ágætan og brúðgumanum vandaðan göngustað, ristan rúnum og dýramyndum. Systir brúð'arinnar, Mrs. Joh'n Erlendson í Vancouver eyju i B. C. sendi vandaða stundaklukku. Mrs. Brovvn í Seattle, Wash. og dóttir hennar, Evelyn Violet, færðu brúðinni gullnisti; var það hinn mesti gripur. Mrs. Nelson til heimilis i Prince Rupert, B.C., og sonur hennar Law- rence Stanley gáfu blómastjaka úr silfri, vandaðan og gerðan af mikl- um hagleik. Mrs. Guðfríður Laxdal, kunnug þeim hjónum að fornu og nýju, færði þeim borðdúk ágætan, með gyltu kögri og glitofinn. Var það ágætur hlutur og prýðilegur og sjaldséður. Margar voru ileiri gjafir, sem eg ekki kann að nefna, vegna ókunnug- leika. Börn, barnabörn og tengdafólk stóð straum af öllum veizlukostnaði og, sá um alla framreiðslu. Sigurð- ur Sveinsson var forseti dagsins. Ekki skorti veizluföng, er talið að fjögur hundruð manns hafi setið boð þetta. Fór veizlan fram með prýði. Má svo kveða að, að blíða bjó í brjósti og bros i auga á þess- ari ógleymanlegu stund. En það sem mesta gleði vakti og virðing skyldum sem óskyldum, er hinn mikli kærleikur barna og tengdabarna til foreldranna, yfirleitt, en ekki síst þeirra, sem sóttu langt að. Sum komu sunnan úr Kali- fornia og önnur vestan frá Kyrra- hafi; urðu þau að fara dagfari og náttfari til þess að ná áfangastað í tiltekinn tíma. Er það í augum uppi að ferðalag þetta hafði mikinn kostnað í för með sér og mörg óþægindi. Var horft í hvorugt. Ásmundur þingmaður Loptson, sonur gullbrúðhjónanna galt gest- unum þakklæti fyrir að hafa sótt boðið og prestur Konkordía safnað- ar þakkaði fyrir hönd brúðhjónanna börnunum og öllum boðsgestum. Samkomunni lauk með þvi að presturinn lýsti postullegri blessun. Þau hjón Sveinbjörn og Steinunn Loptson hafa átt hér heimilisfestu hátt á fimta tug ára; eru þau talin með nýtustu mönnum innan bygðar og víðar. Sveinbjörn hafði eftirlit með bygðarmálum áður en sveitarfélag komst á stofn og einnig að þeim tíma liðnum. I safnaðarmálum hafa þau hjón aldrei dregið af sér. Var Sveinbjörn eftirlitsmaður með f jár- málum safnaðarjps milli tuttugu og þrjátiu ár og leysti það starf vel og skilvíslega af hendi. Steinunn kona Sveinbjarnar er vel samhent manni sínum í ölltt er að hag Lýtur og þau hvort með öðru. Er hún með afbrigðum atorkusöm og hirðusöm í smáu og stóru; var þess ekki vanþörf, þvi ellefu eru börn þeirra hjóna, er upp komust. Fvrst eftir að Sveinbjörn fluttist inn í þorpið Churchbridge, var f jöl- skyldan eftir á heimili þeirra úti í bygðinni. Lagði þá Sveinbjörn sima frá Churchbridge alla leið að heimili sínu, til þess að halda við sambandi. Vegalengdin er um sex mílur ; mun það nokkuð sjaldgæft og sýnir umhyggju ekki svo litla. Virðing og velvild vottuðu menn hjónum þessum, með því að stunda kappsamlega að sækja hina hátíð- legu gullbrúðkaupsathöfn þeirra. Er það hugheil von og ósk allra vina og vandamanna, að þau hjón Sveinbjörn og Steinunn Loptson megi eiga rólegar og gleðiríkar siðari stundir æfinnar og að þau fái horft mót blíðu og friðsælu sólsetri, eftir ys og annir, bros og beiskleika hins þarfa og langa æfidags. Sveinbjörn Loptson er fæddur 22. marz 1861. Foreldrar hans voru Loftur Jónsson og Barbara Magn- úsdóttir á Hlíðarenda i Flókadal í Borgarfjarðarsýslu. Er Sveinbjörn af ellefu börnum, er flest dóu í æsku. Var hann á öðru ári er hann misti föður sinn og var á vegum móður sinnar til tólf ára aldurs; fór hann þá til frænku sinnar Guðlaugar Magnúsdóttur, sem var í húsmensku hjá Jóni hreppstjóra Magnússyni að Stóra-Ási. Þá réðst Sveinbjörn í vinnumensku hjá Tómasi Jónssyni að Skarði. Þá fór hann til Jóns Pálssonar á Dagverðarnesi til þess að læra söðlasmíði, sem ekkert varð af. Þá fór hann að Fellsenda Ólafs Finnssonar og fullnumaðist í söðlasmíði og rak þá iðn um tíma í Reykjavík. Árið 1884 fluttist Sveinbjörn aft- ur að Fellsenda og giftist ungfrú Steinunni Ásmundsdóttur, Þor- steinssonar. Ásmundur Þorsteinsson var hreppstjóri í Miðdölum milli tíu og tuttugu ár. Þorsteinn faðir Ás- mundar var Þiðriksson að Reyk- holtsdal í Borgarf jarðarsýslu. ECZEMA, KAUN og aðrir skinnsjúkdómar læknast og græðast af Zam-Buk Kona Ásmundar var Sigríður Jónsdóttir frá Haukagili í Hvítár- síðu. Varð þeim hjónum Ásmundi og Sigriði 16 barna auðið. Sumarið 1887 fluttust þau Svein- björn og Steinunn alfarin til Can- ada; settust að i Winnipegborg um tíma, en hurfu bráðlega vestur til Þingvallanýlendu í Saskatchewan og námu sér land í grend við Church- bridge. Fluttust eftir nokkur ár inn í þorpið. Þar rak Sveinbjörn verzl- un um tíma. Þaðan fóru þau til Bredenbury, þar sem þau nú eiga heima. Þeim hjónum, Sveinbirni og Steinunni Loptspn varð fjórtán barna auðið ; komust ellefu á fót, og eru nöfn þeirra þessi: Sigríður, gift Eyjólfi Gunnars- syni við Churchbridge, Sask. Eiga þau fjögur börn. Ásmundur, þingmaður fyrir Phea- sant Hill kjördæmi, giftur Kristínu Guðmundsdóttui' Sveinhjarnarson. Eiga þrjú börn. Guðlaug, gift Sigurði Sveinssyni i Bredenbury. Þau eiga tíu börn. Barbara Ólafía, gift Guðjóni Brown i Seattle, Wiash. Eiga eitt barn. Vilmundur, giftur Agnes Muriel Churchill Baugh, í Bredenbury. Börn þeirra eru tvö. Herdís, tvígift, fyrri maðurinn Elías Lewarton. Eignuðust þau þrjú börn: Olive Daisy Lewarton, gift Henry Parsek. Emily Amey Lew- arton, gift John Radhuber. Barn jþeirra John James. Hugborg Kristin Lewarton, gift Orville Burris. Seinni maður Herdísar er Harry Morrison, San Francisco, Cal. Hugborg, gift J. F. McQueen, Saskatoon, Sask. Eiga þrjú börn. Kristín, gift Harry Nelson, Prince Rupert, B.C. Eiga einr. dreng. Jakobína, gift Albin Anderson, Tathlow, Sask. Eiga eitt barn. Guðrún Aðalbjörg, gift J. L. Essex, Saskatoon, Sask. Sigurmunda Margrét, gift Rand- olph Elliot, Wynyard, Sask. Ávarp Mrs. Guðrúnar Essex til foreldra sinna fyrir hönd systkina sinna: » Engum eru eins kunnug tárin okk- ar eins og pabba og mömmu. — \ / : 1 K 1 / 1 f ' n c 0 Pegar þer þarrnist 11 k j Prentunar ► 1 a þá lítið inn eða skrífið til rr lí h tr te*- The Golumbia Press Ltd, • y ei » T sem mun fullnægja á Þ í þörfum yðar S Þ ! 0 lE / Þ \ >' ! / Ekkert er jafn kært í hinum imla heimi eins og gullvægu hjört- n “heima.” Frá Mrs. Guðbjörgu Seyðfjörð, alder, Sask.: “Kveðja frá niræðri konu til Mr. Konkordia ;a til staðins í safnaðar þ. 29. Blessun Guðs föður og kærleiki Þið eruð búin að reyna ráð meist- ra Jóns Vídalíns, sem að efni til lælir á þessa leið : Úr þessum þáttum þurfum snúa fs vors vað. Svo vært sé við að úa. Vísir skrifa það. Tökum efnið austri trú. Kærleiks vafin vonar í. Veitir hjarta bú. Fyrirgefið samsetninguna. Ráðið blár, þraut, væri braut Guðbjörg Sigurðardóttir Byron Fædd 21. janúar 1864; dáin 8. ágúst 1934. “Hrollkalt úti, hljótt í bæ, hugarauga grátið; alt hefir fengið annan blæ eftir móðurlátið.” Sig. Breiðfjörð. Síðastliðin nokkur ár hefir óvenjulega margt hinna eldri manna og kvenna horfið úr hópnum vor á meðal og lagst til hinn- ar liinstu hvíldar. Er þetta næsta eðlilegt; landnemarnir eru. f lestir komnir til efri ára og allmargir þeirra orðnir fjörgamlir; kraftarnir voru lagðir fram til þess að ryðja brautina og bera byrðarnar á förinni yfir “eyðimörkina” og voru þvi oft að þrotum komnir hjá mörg- um, þegar þeir komust inn á fyrirheitna landið—það er að segja hjá þéim, sem því láni áttu að fagna að eygja það og komast þang- að; því margir voru þeir, sem örmagna hnigu á leiðinni. Gamla fólkið, sem er að kveðja, legst til hvíldar að liðnum degi eftir erfitt og vel unnið æfistarf. Kona sú, sem hér er stuttlega minst, Guðbjörg Sigurðardóttir Byron, var fædd að Kornhúsum í Hvolshreppi í Rangárvallasýslu á Islandi 21. janúar 1864. Foreldrar hennar voru þau Sigurður Sigurðsson bóndi og Katrín Jónsdóttir kona hans. Var Guðbjörg tviburi og dó hitt barnið svo að segja nýfætt. Tvö önnur systkini átti hún: bróður, er Sigurður hét og systur, sem hét Katrín. Þann 20. September 1891 giftist Guðbjörg sál. eftirlifandi manni sínum Stefáni Byron; gaf séra Matthías Jochumsson þau saman að Lögmannshlíð á Akureyri; áttu þau heimili á Akureyri þangað til 1893; þá fluttu þau til Vesturheims og komu til Winni- peg 15. júlí það ár. Áttu þau þar stutta dvöl og fluttu til Grunna- vatnsbygðar; þar námu þau land meðal hinna allra fyrstu Islend- inga og bjuggu þar allan sinn búskap þangað til þau brugðu búi fyrir fjórum árum og fluttu til Oak Point. Þau eignuðust alls ellefu (11) börn; eru niu (9) á lífi en tvö látin. Börnin voru þessi: Kári, sveitaroddviti i Coldwellsveit, er liann kvæntur og býr að Lundar; Soffía gift G. Thorkelssyni, hún dó 24. febrúar 1920; Björn, kvæntur og býr að Oak Point; Járnbrá gift Jóhanni Vigfússyni bónda i Hovebygð í Manitoba; Bessi, á heima að Oak Point; Sigriður, dó í æsku; Laufey, gift hérlendum manni, er Taylor heitir, búa þau að Oak Point; Auður gift hérlendum manni, Kilcup að nafni, þau eiga heima að 631 Garfield St., WJnnipeg; Helga og Elinborg, báðar í Winnipeg og Friðþjófur að Oak Point. Þau áttu fimtán (15) barnabörn. Auk sinna eigin barna ólu þau upp dötturdóttur sína, Guð- björgu Thorkelsdóttur, eftir að hún misti móður sína. Eins og flestir aðrir frumbyggjar hér í landi áttu þau hjón við mikla og marga erfiðleika að stríða fyrstu árin. En þau voru bæði gædd frábærum dugnaði og framsýni og komust í ágæt efni með sparsemi og ráðdeild. .Var heimili þeirra hin mesta fyrir- mynd og svo vel hýst að það var sannkallað höfðingjasetur. Eins og fyr er sagt brugðu þau búi fyrir fjórum árum og fluttu til Oak Point. Þar dvöldu þau síðustu árin í ró og næði og nutu verðugrar hvíldar eftir vel unnið dagsverk og langt. En æfikvöldið varð stutt. Hún hafði verið heilsutæp um all- langt skeið; fór hún til Winnipeg síðastliðið vor í von um bætta heilsu. Var hún þar til heimilis hjá dóttur sinni; en um bata var ekki að ræða; hún lagðist í rúmið eftir stuttan tíma. Ekkert var til sparað að hún mætti fá bata veikinnar og dætur hennar stuud- uðu hana með hinni mestu nákvæmni. Hún var flutt á Almenna spitalann í Winnipeg 5. ágúst og skorin upp, eftir eigin ósk, við innvortis meinsemd, en andaðist þremur dögum seinna (8. ágúst). Jarðarför hennar fór fram að miklu Jjölmeiini viðstöddu, og var hún jarðsungin af séra Jóhanni Fredricksyni presti að Lundar. Guðbjörg sál. var góðum gáfum gædd og mannkosta kona hin mesta . Var hún manni sínum samhent í öllu og börnum sínum hin ákjósanlegasta móðir. Er það víst að þau geta tekið undir með skáldinu og sagt: “Alt hefir fengið annan blæ eftir móðurlátið.” S. J. J. Er glóði við hamingjudagur. Og umkringd af ástvina liði Þið eyðið nú kveldinu í friði. Þið störfuðuð saman um æfinnar ár Og urðuð þar mörgum að liði. Þið hvílist nú saman hér ellinnar ár, í ánægju, rósemd og friði. Eg bið þess að blessa’ ykkur megi Bjarminn af komanda degi. B. Thorbergson. Til Sveinbjarnar og Steinunnar Loptson frá börnum og barnabörnum. í dag er jMnnadagur, og dýrðlegt sem um jól, á öllu unaðsbragur og allur heimur fagur, já, sunna þýðir sól. 1 kringum ömmu og afa —og ekki í svifum þung— öll börnin hópast hafa og hugglöð við þau skrafa— því þau eru ennþá ung. Þau lifðu Iangan aldur,— þá læðist hrukka um kinn er sálin björt sem Baldur og blærinn hvergi kaldur, og heiðskir hugurinn. í dag er margs að minnast; hér mikil stund er leyfð: Fá öll að endurkynnast, í einum hópi að finnast.— I ýmsar áttir dreifð. Við heiðurs hátið þessa er heilsað sálum tveim. Hér Guð og gæfan messa, þau gömlu hjónin blessa og halda í hendur þeim. 1 dag er sunnudagur;— og dagsins byrjað kvöld. Já, afa og ömmu dagur var allur sunnudagur og dýrðlegt dagsins kvöld. Sig. J. Jóhannesson. Til Mr. og Mrs. S. Loptson, flutt í samsœti á gullbrúðkaupsdegi peirra hjóna: Eg fagna ykkur heiðurshjón, sem horfnra minnist daga, og leyfi mér í lágum tón að leika á hörpu Braga. Við brúðkaupsdagsins sólarsýn, skal signa full og leiðir; En sveitin gullna logalín á liðnar stundir breiðir. (Framh. á bls. 7)

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.