Lögberg - 06.09.1934, Page 3

Lögberg - 06.09.1934, Page 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 6. SEPTEIMBEB 1934 3 SOLSKIN Sérstök deild í blaðinu fyrir börn og unglinga Bill Murray Andstæðingar hans segja, aS hann sé ekki meS réttu ráSi. Vinir háns segja, aS hann sé annar Abraham Lincoln. — Svona eru skoSanirnar skiftar um hann í Oklahoma, ef á hann er minst. AnnaS hvort fellur hann þeim vel í geS eSa ekki; en því verSur ekki neitaS, aS hann er einhver hinn merkilegasti Banda- ríkjamaSur, sem nú er uppi. Hann er venjulega kallaSur Bill og ekkert annaS, skrifarinn hans kallar hann þaS meira aS segja. Bill ávann sér ógleymanlega frægS í Ameríku, þegar hann tók aS sér aS koma föstu skipulagi á verSiS á hráolíunni. Oklahoma er þaS bandarikiS, sem framleiöir mesta hréolíu; en verSiS á þessari óhreinsuSu olíu var komiS niSur í 40 aura fyrir tunnuna, en þaS var sarna sem aS skattekjur rikisins færSust niSur um 8—10 miljónir dpllara á ári. Bill Murray ríkis- stjóri skoraSi þá á olíufélögin aS takmarka framleiSsluna; en mörg af hinum stærri félögum létu sér ekki segjast af áskorun hans, og gerSu ráö fyrir aS stjórnin í Wash- ington mundi láta til sín heyra um þeta mál, ef Bill hefÖi i hyggju aS þröngva þeim til hlýSni viS sig. En Bill kærSi sig kollóttan um þaS. Hann stefndi saman öllu setuliSi ríkisins og lét loka öllum oliulindun- um, þangaS til ölíuverðiÖ væri orð- iS hæfilega hátt. Og enginn bland- aSi sér i þaS mál, því aö þetta at- ferli ríkisstjóra var aS öllu sam- kvæmt lögum, því aS ríkislögin i Oklahoma taka þaS fram, aS enga olíu megi úr jörðu taka, þegar verS olíunnar samsvari ekki raunveru- legu gildi hennar. Murray lét sér ekki nægja aS loka olíubrunnunum, meS aSstoS setuliSsins, heldur skip- aSi hann vörS hermanna á brúna, sem liggur milli Oklahoma og Texas-rikisins, til aS hefta allan innflutning af olíu til hreinsunar- stöSvanna. Tímaritin í Bandaríkjum eru si og æ aS tala um persónuleg sérein- kenni Murrays ríkisstjóra. Þau segja aS hann sé maÖur, sem aldrei taki ofan á ríkisþinginu, skrifstof- unni né heima. Þegar hann á ann- ríkt, hefir hann morgunmatinn sinn með sér í bréfpoka. ÞaS er honum yndi og'eftirlæti aS leggja fæturna upp á skrifborSið sitt og aldrei rit- ar hann nafn sitt undir skjöl, nema á hné sér. Þeim, sem konta til fundar viS hann, tekur hann með nöldri og segir: “Nú, hvaS er yÖur á höndum ?” og lætur þá svo frá sér fara meS þessum oröum: “GetiS þér þá ekki hypjað yður burtu, eg á svo annríkt.” Hann hefir ótrú á öllum ríkismönnum, en brjóstgóður er hann við fátæka. Aldrei gefur hann sér tóm til að skemta sér eSa lyfta sér upp; en stundum má sjá hann á gangi úti í garÖinum sínum klukkan 3 aS morgni og er hann þá aS brjóta heilann um úrlausnarefni næsta dagsins. En hið sanna er, aS hann er einn af hinum góöu og gömlu og heiðar- legu stjórnmálamönnum. Jafnvel ó- vinir hans játa, aS ráðvendni hans sé óvinnandi borg. Hann hirðir ekkert um peninga og er nú fyrst nýslopp- inn úr skuldum sínum. Fyrstu mánaðarlaunin sín eftir þaS, er hann tók við ríkisstjórninni, varði hann til að byggja hús yfir fátæka, þá er urðu að standa og biSa hópum sam- an eftir matvæla-skömtum. Bill er nú 63 ára gamall. Hann er borinn og barnfæddur í Texas, í “kafaldsbyl,” eins og hann sjálfur segir, og fór að heiman tólf ára gamall. Kjör fátækra manna þekk- ,r hann út í æsar af persónulegri reynslu, hefir sjálfur veriS á ver- gangi og oröiö að basla fyrir lif- inu. Hann sá, að bráðnauSsynlegt var að afla sér mentunar, ef hann ætti að verða að manni og svo las hann af kappi við vinnu sina, hver sem hún var. En er hann hafði náS háskóla- mentun, þá gerSist hann skólakenn- ari, ritstjóri og málaflutningsmaSur. Fór hann þá til nýlendu þeirrar, er kend er viS Indíána, er þaS var hluti af hinu núverandi Oklahomaríki, og gekk í flokk Chickasaw-Indíána. Hann gerðist þá saksóknari þeirra og kvæntist bróSurdóttur höfSingja þeirra, og þá tóku þeir hann til sam- lags viS sig. Hann var nú önnum kafinn.viS aS gera samninga fyrir þessa Indí- ána; en jafnframt tók hann af kappi aS kynna sér stjórnarskipun og lög aS fornu og nýju. Þegar Indíána- nýlendan var sameinuS Oklahoma og þaS riki stofnaS 1907, þá var Murray kosinn til forseta stjórnskip- unarnefndar. Og er hann hafSi sjö um þrítugt, þá samdi hann aleinn stjórnarskipun hins nýja ríkis. Hann bauÖ sig þá fram til ríkisfor- seta, en náði ekki kosningu. Hann var kosinn til aS sitja á sambandsþingi Bandaríkjanna 1912, en var feldur frá kosningu 1916, og sömuleiSis 1918, er hann reyndi aS nýju aS ná ríkisforsetatigninni. ÞaS leit svo út, aS nú væri úti um frama Bill Murrays. En æfintýra- löngun hans var sí og æ jafn lif- andi. Tók hann sér þá för á hendur til Suður-Ameríku, til aS freista hamingjunnar þar. Hann kyntist þá landnámsskilyrS- um í Bólivíu og fluttist þangað bú- ferlum 1924 og sex aðrar fjölskyld- ur með honum til að nema land; hafði hann vakið áhuga hjá þeim á þessu máli. En fyrirtæki þetta fór út um þúfur, af því aS stjórnin í Bólivíu ógilti landtökuleyfin. Og 1929 flutti Murray aftur til Okla- homa, eftir 10 ára útivist, því sem næst févana. En 18 mánuöum sið- ar var hann sestur í öndvegi ríkis- stjórans. Kosningabarátta hans var furðu- lega einföld og óbrotin. Hann fór fótgangandi eftir þjóðvegunum og hitti menn aS máli. Ekki var þaS eitt blaS i ríkinu, sem lagSi honum liðsyrÖi. AndstæÖingur var olíu- kóngur, forrikur. Murray sagði nú sínum áheyrendum, aS nú væri kom- inn tími til að félausir menn settust að ríki. Til kosningabaráttunnar allra fór kki fram úr 500 dollurum, og megn- ið af þeim peningum var frá mönn- um, sem voru nærri jafn snauðir og hann sjálfur. Hann var skammaS- ur og haföur aS athlægi. Hver mundi vilja fá ríkisstjóra, sem borS- .Öi með hníf ? Enginn vildi viS hon- um lita nema sauðsvartur almúginn, en svo var þeim mikill hugur á aS fá hann, að hann var kosinn meS 100,000 atkvæða meiri hluta. Eftir kosninguna sögðu blöðin, aS hann hefði keypt sér nýjan alfatn- aS til hátíSabrigða, er hann tók við ríki. Og hann sagði viS einn blaða- snatann: “Þér getiS ósköp vel skrifað, að það hæfi ekki að eg kaupi mér nýj- an alfatnaö. En eg lét hreinsa og pressa fötin, sem eg er í.” Hann brosti. “Eg skil”—sagði blaðasnatinn, “þér eigiS ekki nema einn fatnað.” “Nei, nei,” svaraði hann, “eg á svei mér tvennan fatnað.” Aldrei gerir Bill sér far um að afla sér vina né að blíöka óvini sína. Hann er sannfærður um, aS alt til þessa hafi fátækir menn notið alt of lítillar verndar af hálfu ríkisstjórn- arinnar. Hann telur það skyldu sína að breyta þessu til batnaSar, og setji einhver sig upp á móti honum, þá fær hann að kenna á því óþægi- lega. Ef einhver þingmaSu'rinn á ríkisþinginu reynir að veita honum viðnám, þá gleymir hann seint því svari, sem Murray gefur honum. Hann húðskammaSi hvern einasta af andstæðingum sínum og benti á þá með djúpri fyrirlitningu. Murray ríkisstjóri er heljarmenni, sem ekki skeytir hið minsta um al- menna háttu og venjur. Vilji hann hafa hattinn á höfðinu, þá gerir hann það. Vilji hann leggja býf- urnar á sér upp á skrifborSið sitt, þá gerir hann þaS; en hann er eng- an veginn fávís og uppstökkur lýð- skrumari úr Indíána-landinu, eins og andstæSingar hans halda fram. ÞaS var ekkert fljótræSi af hans hendi, þegar hann kallaSi saman setuliSiS. Hann vissi, aS þaS var samkvæmt st j órnskipunarlögunum og auðvelt að koma vörnum viS, ef á væri leitað. Og allar hans stjórn- arathafnir eru lögum samkvæmar. Bill er þaulvanur stjórnskipunarlög- um Oklahoma, því aS hann hefir samiÖ þau sjálfur. — Heimilisbl. Njósnir á friðjrtímum Þegar þér dettur í hug orÖiÖ njósnari, þá seturÖu þaS í samband viS styrjaldir eða stjórnmál, hugs- ar þér mann eSa konu, sem gerS eru út til þess að snuðra eftir leyndar- málum viSvíkjandi hernaSaráform- um og þessháttar. Þær eru svo margar þessar tryllandi frásagnir er hernjósnarar hafa skrifaÖ eða látið skrifa um afrek sín, að þú gleymir öllu öSru. En líklega hefir þú aldrei heyrt neinar frásagnir um njósnar ana, sem vinna á atvinnumálasvið- inu, aS því að snuðra upp leyndar- mál viðvíkjandi einkaréttum og framleiSsluaÖferðum ákveðinna vörutegunda, sem hafa gott gengi á heimsmarkaðnum. Þessi tegund njósna er orðin al- geng um allan heim. í Ameríku hefir hún einkum blómgast innan olíuframleiSslunnar. Þar hafa menn njósnir af því, er einhver verÖur var viS stað, þar sem þaS svari kostnaði aS bora eftir olíu. Rann- sóknir á þessu eru afar kostnaðar sainar. Jafnframt verður aS kom- ast að því hvort landeigandinn, sem hlut á að máli, hefir ekki hugboÖ um, aS jörS hans hafi fólgna fjár- sjóði. Ef nú aS olíufyrirtæki, sem er keppinautur annars, kemst aS þeirri niSurstöSu, að keppinauturinn hafi látið fara fram rannsóknir á landinu, reynir það að snuðra uppi alla þá vitneskju, sem keppinaut- urinn hefir fengiS um svæðið, not- fært sér þær, og ef svo her undir, ná eignárétti á svæðinu, án þess að kosta nokkru til. Keppinauturinn liefir borgað brúsann! Hann hefir kostað rannsóknirnar, sem hinir njóta góSs af. 1 ýmsum verksmiSjum er variö of fjár til þess að gera tilraunir með ýrnsar framleiÖslutegundir, og með því aS ekki er hægt .18 taka einkaleyfi fyr en tilraununum er lokið, verða verksmiSjurnar aS gæta þess vel, að ekkert fregnist um árangurinn af því, sem gert hefir veriS, eSa um aÖferðirnar til þess aS ná þeim árangri, sem fenginn er. Annars getur svo fariS, aS einhver keppinauturinn steli uppgötvuninni og noti hana í skjóli einkaleyfis, fyrir augunum á þeim, sem hafa gert hana eða variS stórfé til að gera hana. ÞaS er alls ekki nóg aS hafa trún- aÖarmenn til aS vinna þessi störf. MaSur kemur inn á rannsóknarstof- una og segist t. d. vera frá rafmagns- veitunni og eiga aS lesa á mælirinn. Hann getur vel verið njósnari og haft ljósmyndavél innan vestisins og tekið mynd af áhöldunum sem gerð hafa verið til uppgötvunarinnar eða uppgötvuninni sjálfri. En þó njósnarinn sé slyngur, þá getur þaÖ verið að verksmiSjustjór- inn sé honum slyngari, sérstaklega í verksmiðjum, sem þannig er háttaS, að maður viti hvers virði það er, að missa uppgötvunina úr höndum sér. Þar eru viðhafSar skrítnar ráSstaf- anir. Ljósmyndin er hættulegasta gagn- ið, sem njósnarinn getur fengið í hendur, því að hún getur gert keppi- nautnum og sérfræöingum hans kleift að gera eftirlíkingu af því, sem um er að ræða. Hún er miklu hættu- legri en þó aS maöur komi inn á rannsóknarstofuna og sjái það sem þar er, því að hann man ekki það smávægilega, sem myndavélin geym- ir. —Tóta frænka.—Fálkinn. PROFESSIONAL AND BUSINESS CARDS PHYSICIANS and SURGEONS DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Office tímar 2-3 Heimili 214 WAVERLEY ST. Phone 403 288 Winnipeg, Manitoba DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arts Bldg. Talsimi 26 688 Stundar augna, eyrna, nef og kverka sjúkdóma.—Er að hitta kl. 2.30 til 5.30 e. h. Heimili: 638 McMILLAN AVE. Talsími 42 691 Dr. P. H. T. Thorlakson 205 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts Phonea !1 213—21 144 Res. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 200 DR. B. H. OLSON Dr. S. J. Johannesson DR. L. A. SIGURDSON 216-220 Medical Arts Bldg. 109 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Viðtalstími 3—5 e. h. Phone 87 293 Phone 21 834-Office tímar 4.30-6 Office tlmar: 12-1 og 4-6 e.h. Heimili: 5 ST. JAMES PLACE 218 Sherburn St.~Sími 30877 Heimili: 102 Home St. Winnipeg, Manitoba Phone 72 4 09 BARRISTERS, SOLICITORS, ETC. H. A. BERGMAN, K.C. íslenzkur lögfrœðingur J. T. THORSON, K.C. W. J. LINDAL K.C. og BJORN STEFANSSON Skrifstofa: Room 811 McArthur tslenzkur lögfrœðingur tslenzkir lögfrœðingar 325 MAIN ST. (á öðru gólfi) Building, Portage Ave. P.O. Box 1656 801 GREAT WEST PERM. BLD. PHONE 97 621 Phone 92 755 Er að hitta að Gimli fyrsta PHONES 95 052 og 39 043 þriðjudag í hverjum mánuði, og að Lundar fyrsta föstudag / - G. S. THORVALDSON B.A., LL.B. E. G. Baldwinson, LL.B. Svanhvit Johannesson LL.B. tslenzkur lögfrœöingur fslenzkur lögfrœöingur tslenzkur etlögmaður" Viðtalsst.: 609 Mc ARTHUR BG. Skrifst. 702 CONFEDERATION Phone 98 013 Portage Ave. LIFE BUILDING (í skrifstofum McMurray & Main St., gegnt City Hall 504 McINTYRE BLK. Greschuk) Simi 95 030 Phone 97 024 Heimili: 218 SHERBURN ST. Sími 30 877 DRUGGISTS DENTISTS Medical Arts Drug Store DR. A. V. JOHNSON Drs. H. R. & H. W. R. A. McMillan tsienzkur Tannlœknir TWEED PRESCRIPTIONS Tannlœknar Surgica! and Sick Room 212 CURRY BLDG, WINNIPEG 406 TORONTO GENERAL Supplies Gegnt pósthúsinu TRUSTS BUILDING Phone 23 325 Medical Arts Bldg. Simi 96 210 Heimilis 33 328 Cor. Portage Ave. og Smith St. Winnipeg, Man, PHONE 26 545 WINNIPEG Plionc Yonr Orders Dr. Cecil D. McLeod DR. T. GREENBERG Roberts Drug Stofes Dentist Dentist * Limited Hoyal Bank Building Hours 10 a. m. to 9 p.m. Sargent and Sherbrooke Sts. PHONES: Dependable Druggists Phones 3-6994. Res. 4034-72 Office 36 196 Res. 51 455 Prompt Delivery- Nine Stores Winnipag, Man. Ste. 4 Norman Apts. 814 Sargent Ave., Winnipeg OPT OMETRISTS MASSEUR “Optioal Authorities of the West” PHONE 28 200 Res. 35 719 STRAIN’S LIMITED Optometrists 318 Smith Street («”** Yy«u»ií) iauMiNnr 1 wttk1 (Toronto General Trusts Buildin*) Tel. 24 552 Winnipeg 305 KENNEDY BLDG. (Opp. Eaton’s) BUSINESS CARDS G. W. MAGNUSSON Nuddlœknir 41 FURBY STREET Phone 36 137 Sfmið og semjið um samtalstfma A. S. BARDAL 848 SHERBROOKE ST. Selur líkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaður sá beztl. Ennfrsmur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Skrifstofu talsfmi: 86 607 Heimilis talsfmi: 501 662 A. C. JOHNSON 907 CONFEDERATION LIFE BUILDING, WINNIPEG Annast um fasteignir manna. Tekur að sér að ávaxta sparifé fólks. Selur eldsábyrgð og bif. reiða ábyrgðir. Skriflegum fyrir- spurnum svarað samstundis. Skrifst.s. 96 7 57—Heimas. 33 328 HANK’S HAIRDRESSING PARLOR and BARBER SHOP 3 Doors West of St. Charles Hotel Expert Operators We specialize in Permanent Waving, Finger Waving:, Brush Curllng and Beauty Culture. 251 NOTHE DAME AVE. Phone 25 070 oORES Ujr, LTD. 28 333 LOWEST RATES IN THE CITY Furniture and Piano Moving J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARIS BLDG., WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. Út- vega peningalán og eldsábyrgð af öllu tægi. Phone 94 2 21 C. E. SIMONITE TLD. DEPENDABLE INSURANCE SERVICE Real Estate — Rentals Phone Office 9 5 411 806 McArthur Bldg. HOTEL I WINNIPEG THE MARLBOROUGH SMITH STREET, WINNIPEG “Winnipeg’s Doion Town BoteV’ 220 Rooms with Bath Banquets, Dances, Conventions, Dinners and Functions of all kinds Coffee Shoppe F. J. FALL, Manager ST. REGIS HOTEL 285 SMITH ST„ WINNIPEG pœgilegur og rólegur bústaður ( miðbiki borgarinnar. Herbergi $.2.00 og þar yfir; með baðklefa $3.00 og þar yfir. Agætar máltíðir 40c—60c Free Parking for Ouesta SEYMOUR HOTEL 100 Rooms with and without bath RATES REASONABLE Phone 28 411 277 Market St. C. G. Hutchison, Prop. PHONE 28 411 THE CorntoaU 5)otel HOTELST. CHARLES M c L A R E N HOTEL Sérstakt verð á viku fyrir námu- ln the Heart of Everything Enjoy the Comforts of a First og fiskimenn. WINNIPEQ Class Hotel, at Reduced Rates. Komið eins og þér eruð klæddir. Rooms from $1.00 Up $1.00 per Day, Up J. F. MAHONEY, Special Rates by Week or Month framkvæmdarstj. Dining Room in Connection MAIN & RUPERT WINNIPEG Excellent Meals from 30c up It Pays to Advertise in the “Lögberg”

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.