Lögberg - 06.09.1934, Page 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 6. SEPTEMBER 1934
5
síðar—eg vera eins ríkur og þegar
Samúel sendi mig á Gráskjóna, bezta
töltaranum í sveitinni, meÖ kind—
feita kind, handa mömmu,—launin
fyrir sumariÖ.
Ó-já, J?aS var gott að vera í sveit.
Hvergi er fólkiÖ betra.
G. T. Athelstan.
Bréf frá Vancouver
Herra ritstjóri Lögbergs!
Eg sendi þér með þessum línum
borgun fyrir 'blaðiS, 3 dali, og 5
dali til Jóns Bjarnasonar skóla, sem
eg bið þig svo vel gera að koma til
skila. Eg lofaði þeim í vor í bréfi
til Mr. Jón Bíldfells, þó það muni
litlu upp í þá skuld, sem skólinn er
í, og er það illa farið, ef skólinn
þarf að hætta starfa sínum og miss-
ir eignir sinar fyrir hálfvirði eða
minna, og vil eg vona að þeir Is-
lendingar, sem enn hafa ekki sýnt
vilja á að gefa neitt til skólans sýni
það nú í verki, að sameinaður f jöldi
getur lagt fram háa upphæð, þótt
lítið sé frá hverjum einum, því
margt smátt gerir eitt stórt.
Eg fór í ferðalag austur að Gimli
í Manitoba, eftir 16 ára veru hér
vestur á ströndinni. Eg fór að sjá
gamla nábúa mína og frændfólk
mitt—börn Jósefs bróður míns, sem
dó 1915; þau eru sjö, öll gift og
eiga samanlagt 21 barn. Öllu líður
þessu fólki mínu vel og er eínalega
vel stætt, eins 'og flestir eru, sem
eg kom til í Gimlisveit og Gimli-bæ.
Mig furðaði á því að heyra það að
Gimli-bær er skuldlaus og Gimli-
sveit mjög skuldlítil. Mr. H. Terge-
sen kaupmaður, hefir verið bæjar-
stjóri í 8 ár og sýnir það góða stjórn
á bæjarfé. Á sama tíma hefir bær-
inn tekið risavöxnum framförum, í
samanburði við aðra bæi á líkum
aldri, með góðar brautir í allar áttir
út frá honum : rafmagnsljós og önn-
ur þægindi. Sömu framfarir eru
hjá flestum bændum, sem eg kom
til—vandaðar byggingar og löndin
komin í akra og engi, sem áður voru
kjarr og skógur. Talsími er einnig
í mörgum húsum.
Eg vil hér með senda mitt alúð-
legasta þakklæti til allra, sem eg
kom til; þeir tóku allir á móti mér
sem eg bróðir væri, jafnt vanda-
lausir sem skyldir, og vil eg fyrst
nefna Mr. Gunnar og Albertu konu
hans, sem tóku fvrst á móti mér;
þau búa á Gimli. Þau hafa stórt land
út frá bænum og er þar bæði hey-
land og akurlendi. Þau höfðu f jóra
verkamenn, borguðu þeim 2 dollara
á dag, og er það kaup þar urn slóðir,
og er gott, því alt er nú orðið ódýrt
sem kaupa þarf, við það sem var,
þó margt sér dýrt enn, svo sem
gasolía, því margir eiga bit'reiðar,
og er hann einn af þeim, en þær eru
kostnaðarsamar; einnig hefir hann
tvö eða þrjú hesta pör til vinnu á
löndunum.
Næst kom eg til frænku minnar
Margrétar konu Kalla Albertssonar
á Steinsstöðum : þar er mikið heimili
og margbrotinn búskapur ; konan ein
af þessum framúrskarandi dugnaðar
og búhyggnu konum, með 9 börn og
heilsutæpan mann, sem lítið þolir
að vinna, en sum börnin komin á
þroskaaldur og hjálpa því áfram
heimilinu.
Eg kom til Þorvaldar Sveinsson-
ar, þau hjón búa góðu búi, hann í
hárri elli en konan heilsutæp, en
börn þeirra hjálpa áfram heimilinu.
Við Þorvaldur unnum saman 1882
á C.P.R. brautinni 700 mílum fyrir
vestan Winnipeg. Þá var búið að
byggja fáein hús þar sem borgin
Regina stendur, ásamt mörgum
öðrum stórborgum og bæjum. Þá
var alt norð-vestur landið óbygð
eyðiipörk, og datt mér þá ekki í
hug að slík mannvirki risu upp, sem
nú er að sjá alla leið vestur að hafi.
Á þeim tíma var Winnipeg smá við
það sem nú er.
Ekki var björgulegt að líta yfir
bænda-lifið í Vesturlandinu, alt
skrælnað upp af þurkum, svo ekki
var hagi fyrir skepnur sjáanlegur,
og akrar hálfsprottnir, en þó víða
móðnaðir seint í j úlí. Þetta útlit var
alla leið frá Klettafjöllum og aust-
ur undir Brandon, þá fór að skána
útlitið, þó víða væri stráið lágt á |
ökrum. Vegna þess að eg hafði
helstu viðkynningu af bændalífinu
i Gimli-sveit, þá hygg eg að fólk
þar sé efnalega betur stætt en víða
annarsstaðar í bygðum.
Eg kom á nokkur heimili, svo sem
Bólstað til Jóns Jóhannssonar og
Oddfríðar konu hans og til Pálma
bróður Jóns á Breiðabólsstað, Anna
Magnúsdóttir er kona hans. Að
Keldulandi kom eg til Friðfinns og
Rínu konu hans og Sigurðar Ein-
arssonar og konu hans, sem hafa
eignast 16 börn, sem öll lifa, ef eg
man rétt, og sum af þeim gift, en
konan lítur út sem ung væri og
nokkuð holdug. Einnig kom eg til
hjónanna Guðmundar Fjelsted,
fyrrum þingmanns, og konu hans,
einnig kom eg til Einars Einarsson-
ar á Auðnum og Sigríðar konu hans
ásamt Kristjáni Einarssyni, sem
þar býr með bróður sínum, og móð-
ir þeirra býr þar lika. Hún er á
háum aldri, 96 ára gömul, og hefir
alt af verið vinnandi á heimilinu,
sína löngu æfi, fram á síðustu ár,
er nú orðin aumingi, en klæðist þó
enn; hún er nær því blind. Börn
hennar lifa 6, fimm synir og ein
dóttir, kona Guðmundar Fjelsted.
Fjóra synina hefi eg nefnt hér að
framan og sá fimti er Ásmundur;
hann var lengi í síðasta heiinsstríð-
inu, en bar lítið úr bítum efnalega,
eins og fleiri, sem þátt tóku í því;
það voru góð loforð en efndir minni.
Á Grund sá eg stóran og fjöl-
breyttan matjurtagarð. Þau hafa
mjög vandaðar byggingar, eins og
flestir hafa í bygðinni; smáhýsin eru
horfin, en vönduð íveruhús og hlöð-
ur komnar í staðinn. Hjá Guðjóni
á Espihóli var mjög stór og fjöl-
breyttur matjurtagarður með tveim-
ur ekrum að jarðarberjum. Einnig
kom eg á heimili Balda kapteins
Árnasonar og Odds á Vigri bróður
hans, mjög myndarleg heimili. Mörg
áminstu heimilin hafa mikla hænsna-
rækt, sum mörg hundruð, og kýr
mjólkandi taldi eg tuttugu á einu af
ofangreindum heimilum; flest með
sjö til tíu mjólkurkýr, ásamt öðrum
gripum, sum með nokkuð af sauð-
fé og vinnuhestum, sem allir þurfa
að hafa til vinnu við heyskap og
kornslátt.
Eg kom á Víðivelli til Eliasar
Magnússonar, það er stórt heimili,
einnig kom eg til Jóns frænda míns
er hefir gotUog stórt heimili; svo og
til frænku minnar, konu Alberts og
til Sigurðar Benediktssonar. Þá er
einn stórbóndi, sem eg kom til á
Birkinesi, Jón Björnsson, ef eg man
rétt, og Bína kona hans. Þar var
ríkmanlegt yfir að líta, og mér var
sagt skuldlaust.
Þá má eg ekki gleyma Guðrúnu
Þorsteinsdóttur, sem var seinni
kona Jóseps bróður míns. Hún tók
eins vel og hægt var á móti mér.
Hún er mjög farlama af byltu, sem
hún varð fyrir, og getur ekki óstudd
komist um húsið. Hún hefir efna-
lega nóg að lifa á og á heimilið sjálf.
Eg gat ekki kvatt hana fremur en
marga fleiri.
Eg kom til Björns, sem kallaður
er Hornstaða Björn. Þau hjón búa
í stóru og vönduðu húsi við góð
efni. Hann var f jöldamörg ár verk-
stjóri Gimli-bæjar og eg vann einn
tíma undir hans stjórn, fyrir bæinn,
en það er nú langt síðan.
Þá er að minnast á einn frænda
minn, Martein Jósepsson, sem eg
kom til á Gimli. Þau hjónin eiga
tvo drengi, tvíbura, sem eru svo
likir að það kvað vera öðrugt að
þekkja þá hvorn frá öðrum. Þeir
eru nú komnir á seinni hluta vaxtar-
áranna.
Þó að bóndanum finnist erfið-
ir tímar og fái lítið fyrir af-
urðir sinar, þá eru þeir sem löndin
eiga og á þeim vinna, ríkir, að bera
þá saman við verkalýðinn, sem safn-
ast saman í borgum og bæjum, at-
vinnulausir mikið af árinu og verða
að lifa á opinberu fé. Það er alt of
lítið hugsað um landbúnaðinn af
yngra fólkinu. Það þyrpist í bæina
og vill ekki taka við landbúnaði hjá
farlama foreldri. Því miður mun
löndum íslenzku frumbyggjanna
vera að fækka hér í Gimli-sveit.
Þau renna til annara þjóða fólks,
og er það illa farið, ef það liggur
fyrir framtiðar Jslendingum að
verða ánauðugir þrælar auðvalds og
kúgunar. Að visu eru hér heiðar-
legar undantekningar. Sumt af
) yngra fólkinu stundar landbúnað og
gerir vel, en samt er alt of mikið af
fátæku fólki í bæjunum, sem ekki
vill reyna að bjarga sér í sveituniim.4
Þá eru fiskveiðar ein atvinnu-
greinin í Gimli og Bifrastar sveitum,
en það er að verða arðlaus atvinna,
fyrir fjöldann, sem stundar hana.
Það er viss pundatala af fiski, sem
félögin mega taka úr vatninu á
sumrin, um tvær miljónir, eða lítið
yfir, og bátafjöldinn, sem veiðir
Skammdegisnóttin
Eg stari á heiðstirndan himininn
og liugur minn reikar þá víða.
Mun örlagarúnirnar, andi minn
um eitthvert sinn
fá rænu og ráð til að þýða.
Er trúaðir syngja á sálmakver
þá syng eg á víðbláins nótur.
Er andi minn Baldur og Isis sér,
eg uni hér
sem verzlegur vantrúar þrjótur.
Hvað upphiminsveldið er breitt og bjart,
mig bilar þrek til að skoða,
þó auga mitt greini svo ógna margt —
slíkt undra skart! —
sem ljósbrot á lagar boða.
Hvað jörðin mér sýnist þá sára smá,
—eitt sandkorn í Ægisdjúpi!
Er tindrandi ljóshvelið lít eg á,
mig langar þá
að laugast þeim leifturhjúpi.
Þar þús-hundruð augu er að sjá,
er á mig í húminu stara.
Hér stend eg sem eilítið ýlustrá,
með ást og þrá
og vil hvorki vera né fara.
Hvað nóttin er dýrðlegri en dagurinn!
hvað dimman er ljósinu skærri!
Hún sýnir hærra í himininn
og huga minn
þá gerir svo gleggri og stærri.
Mér háleikinn birtist á helgri nótt
um haust, þegar dagur er styztur.
Og hjarta mitt fyllir með heljuþrótt,
svo hlýtt og rótt.
Þá hugsa eg — Hvað er Kristur?
Eg stari á heiðstirndan himininn,
sé hlálegar töfra myndir.
Mér virðist eg skilgreina skuggann minn
þar skjótast inn
með fáeinar saklausar syndir.
Xc
S. B. Benedictsson.
þessa tölu gerir stuttan veiðitímann,
og f jöldinn skapar það að allir hafa
lítinn hagnað, sumir engan. Margir
bændur á liðnum tima hafa stund-
að fiskiveiðar og orðið að vanrækja
búskapinn, því það hefir verið oft
fljótteknari peningar úr vatninu en
landbúnaðinum, en á sama tima tek-
ur það arð frá hinum, sem ekkert
hafa að lifa á nema björg úr vatn-
inu, sem er flest af bæjarfólkinu.
Þetta ætti að breytast, þótt allir hafi
sama rétt til að bjarga sér með öllu
heiðarlegu móti. Þvi ætti bóndinn
að stunda húskapinn, því það verð-
ur farsælast fyrir framtíðina. Einn-
ig ættu þeir, sem lönd eiga að var-
ast það að selja þau til að flytja inn
i bæina, því þar er lítil framtíðar-
sæla fyrir fátækt fólk af fátæku
stéttinni. . \"erður búskapurinn líf-
vænlegasta staðan í nútíð og fram-
tíð undir því stjórnarformi, sem nú
er, en verkalýðurinn, sem þarf að
sækja atvinnu iína til auðfélaga og
annara verkveitenda er bágast stadd-
ur.
. Að endingu vil eg geta þess að eg
var á íslendingadagshátíðinni á
Gimli sjötta ágúst. Þar kom f jöldi
fólks, mér var sagt um fimm þús-
und, og alt fór mjög vel fram, fyr-
ir alla, sem gátu haft full not af því.
Eg hefi slæma heyrn og hafði því
ekki not af ræðum þeim, sem þar
voru fluttar, enda var eg í f jarlægð
frá ræðupalli, sat með gamla land-
nemafólkinu, auðvitað í virðingar-
sæti. Þetta var fyrsta Islendinga-
dags samkoma, sem eg hefi verið á
í þessu landi og verður að likindum
sú síðasta. Svo að ending bið eg að
virða á betri veg ef eitthvað er of
sagt eða einhverjum misboðið.
Marteinn Jónsson.
Handa lystarlitlu fólki
Sé matarlystin ekkl sem ákjósanleg-
ust og meltingin hefir farið út um þúf-
ur, gasólga í maganum og fleira þess
háttar; sé einnig um höfuðverk, magn-
leysi lifrarkvilla og taugaslappleik að
ræða, er Nuga-Tone vafalaust ábyggi-
legasta meðalið.
Nuga-Tone er verulegur heilsugjafi;
það auðgar blóðið að lífrænum efnum
og veitir ásmegin vöðvum og taugum;
það er einnig gott við blöðrusjúkdóm-
um. Nuga-Tone nemur á brott hina
lamandi þreytukend og veitir væran
svefn. pér getið fengið Nuga-Tone í
lyfjabúðinni, en hafi lyfsalinn það ekki
við hendina, þá getur hann útvegað það
frá heildsöluverzluninni.
Heill og heiður - rækjum, höldum
kostum þeim.
Jónas Stefánsson,
frá Kaldbak.
Gleðimót
Fjölmennan skemtifund höfðu
konur í kirkju Bræðrasafnaðar í
Riverton sunnudaginn 26. ágúst s. 1.
Voru þar saman komnar hátt á ann-
að hundrað konur, meðlimir hinna
ýmsu kvenfélaga úr prestakalli séra
( Sigurðár Ólafssonar; sömuleiðis
hafði verið boðið þangað kvenfélagi
frá Mikley og einnig utanfélagskon-
um frá Riverton.
Annar fundur þessúm líkur liafði
veri í/ haldi nn síðastliðið haust, af
kvenfélagskonum Árdalssafnaðar í
Arborg; huðu þær þá heim til sín
hinum kvenfélögum bvgðarinnar.
Eyrir þessum. fundi gengust kven-
félagskonur frá Riverton. Var
fundinum stjórnað af Mrs. S. Ól-
afsson: byrjaði hann með sálm og
hænagjörð. fór svo fram vönduð
skemtiskrá er samanstóð af söng og
hljóðfæraslætti, einum upplestri og
tveimur erindum. Voru þau flutt
af Mrs. B. B.. Jónsson, Winnipeg,
og Mrs. S. Ólafsson, Árborg. Ávarp
var lesið frá kvenfélaginu lTndina í
Mikley, af Mrs. Sigurgeirsson:
flutti hvin einnig kvæði, er ort hafði
verið við þetta tækifæri og fylgir
hér með. Nokkrir geStir ávörp-
uðu fundinn: Mrs. S. Sigurdson,
Árborg; Mrs. G. Björnson, River-
ton og Mrs. G. Magnússon, Víðir.
Höfðinglegar veitingar voru fram-
reiddar af heimakonum. Var stund-
in í alla staði hin ánægjulegasta.
KVJEÐI
flutt á skemtifundi kvenfélaqa
(Til fundarins stofnuðu kvenfélag
Bræðrasafnaðar og kvenfélagið
“Djörfung” í Riverton)
Úndinu” er vndi yfir vatnið hlátt
Svífa í sunnan vindi,
Setja rnerkið hátt.
Fvrir firntiu árum fékk á Mikley
sál;
I g*leði, sorg og sárum sint urn
hennar mál.
Bjartar landnámsbygðir blessa þenn-
an dag;
Sverjum systrum trvgðir,
Syngjum gleðibrag.
Heill þér “Djörfung” hljómi liátíð-
leg í dag.
Blessist bvgðar sórni “Bræðra”-
kvenfélag.
Unga ísland dreymir enn á dýpra
svið, \
Hita í hjarta geytnir,—
Hækkum sjónar mið.
Sólar megin sækjum. systur, menn-
ing heim.
Upton Sinclair
Almennar undirbúnings ríkis-
stjórakosningar í California ríki
fóru fram hinn 28. ágúst s. 1., og
sem rikisstjóra efni fekk Upton
Sinclair afarmikinn meirihluta af
öllum greiddum atkvæðum. Þetta
virðist hafa kornið sem stór þruma
úr heiðu lofti, yfir báða flokkana,
republikana og demokrata, með
hræðslu um að flokka-pólitík verði
alment dauðadæmd í nálægri fram-
tíð.
Sinclair sótti þessa markverðu
kosningu undir demokrata merkjum,
en þar hann hefir verið þektur sem
jafnaðarmaður alla æfi, þykir sum-
um i demokrataflokknum þetta hin
mesta óhæfa, og hafa orð á því að
flokkur þeirra muni klofna. Næst-
I ur Sinlair að atkvæðaf jölda, af sjö
öðrum frambjóðendum, var maður-
að nafni Frank F. Merriam, er nú
gegnir ríkisstjórastöðu síðan James
j Rolph Jr. dó 2. júní s. 1. Báðir
| þessir menn hafa tilheyrt republi-
kana flokknum og hafa stjórnað
eingöngu eftir vilja þess flokks.
Þeir hafa verndað hina riku frá há-
um tekjusköttum og .öðru þvium-
líku. Svo af þessu sést það glöggt
að republikönum er það meira en
hugþekt að reyna til að ónýta sigur
| Sinclairs í hinutn virkilegu kosn-
ingum, er frarn fara í næstkomandi
nóvember.
Annað er það, er vakið hefir mjög
nvikla athygli við þessa útnefningar-
kosningu, að Upton Sinclair hefir
unnið sjálfur fyrir öllum sínurn til-
kostnaði við þessa hörðu kosninga-
í baráttu, á tveggja mánaða tímabili,
| með því að selja aðgang að sam-
komum sínum, og svo þar að auki
hefir hvert ritið af öðru flætt úr
' penna hans og selst í tugum þúsunda
, tali. Þetta eitt fyrir sig er óþekt
lað undanförnu ; með öðrum orðum,
j aldrei þekt áður. Þetta, með mörgu
fleira, gerir Sinclair óháðan öllum
velyrðum í garð ýmsra flokksfylgis-
tnanna, er undanfarandi hafa lagt
fram fé fyrir þá menn, er þeir hafa
viljað koma að háum embættum í
opinberum stöðum. Allir þekkja
Sinclair að þvi leyti, að ekki skortir
hann hugsjónir og sjálfstæði. Á
sama tíma vekur þetta, með öðru
fleiru, enn meiri dugnaðar. eftirtekt
á þessum mikla afkastamanni. Með
mörgu fleira er Sinclair hefir í
hy&giu breyta í núverandi stjórn
er það, að þvo á burt alla fátækt í
California ríki, með því að gera
fólk sjálfstætt úti á landi, i stað
þess að láta það vera ósjálfbjarga í
borgum ríkisins framvegis. Allir
heilvita menn sjá að eitthvað verð-
ur að gera á þessu sviði, þó þeir
einu, er enn hafa auð fjár, vilji ekki
fylgjast með neinum tilrautlum til að
hjálpa hinum bágstöddu. Sinclair er
maður, sem hefir kjark til að segja,
um leið og hann klappar á öxl
kapítálistans: “Heyrðu vinur, þú
mátt ekki að réttu eiga nema eina
miljón. Það setn fram yfir er, þurf-
um við að fá í rikissjóð til hjálpar j
alþjóðar ríkisiðnaði.” Um önnur I
ný viðskifti (New Deal) í stjórnar-
fari, er ekki að ræða. Og kæmi það
fvrir að ný lög yrðu staðfest, er ,
takmörkuðu eignarrétt á stærstu
auðsöfnun, þá væri öll kreppa
hverfandi skuggi liðinnar tíðar. Á
annan hátt en þennan er ekki hægt
að lækna þá óheyrilegu ágirnd, er
forsetinn sjálfur talar svo oft um í
ræðum sinum. Peningarnir yrðu
innbvrðis í landinu eftir sem áður,
og engu tapað. Þetta þyrfti ekki að
hindra neina framsóknarkepni cin-
staklings, því hann myndi stöðugt
keppa að því að eignast þessa einu
miljón, er honum væri leyfilegt að
eignast, enda myndi þetta skapa
greiðari veg einstaklings upp að
þessu takmarki, en nú á sér stað.
Ekki svo að skilja að neinn haldi
því fram að allir yrðu miljónerar.
Eitt er það i California, er hefir
vakið afarmikla hræðslu innan
beggja flokkanna, nú á siðastliðnum
fáum mánuðum. I febrúar s. 1. var
stofnað félag, með aðeins nokkr-
um meðlimum, er nefnist Utopian.
Nú telur þetta sama félag þrjá
fjórðu miljón meðlima. I þessu fé-
lagi er að mestu verkalýður, er gerð-
ur hefir verið eignalaus á siðastliðn-
um árum. Þetta félag stendur að
baki Sinclair og vinnur að miðlunar-
stefnu á afkomu fólks. Margt af
þessu fólki hefir verið svift aleigu
sinni og öllum atvinnuvegum. Þetta
fólk virðist nú vera vaknað að fullu,
og sjá glögt hið afarmikla óréttlæti
i flestum viðskiftum á síðastliðnum
árum.
Þetta félag sýnir í hreyfimyndum
hörmungar ástæður atvinnulausra.
Einnig horfallin börn og garnal-
menni i landi alsnægtanna. Eg var
boðinn á eina allra stærstu samkomu
þessa félags í Shrine Auditorium
nýlega, og sá þar nóg af angist á
útskerjum hamingjuleysis. En til
að gera langt mál stutt, þá datt mér
í hug, hvort nokkur persóna gæti
komið til leiðar meiru og stærra
uðdómlegu verki en að bæta úr nekt
og hungri þessa fólks, er fremur
sjálfsmorð daglega, sem þó aðrir
eru ábyrgðarfullir fyrir.
Erl. Johnson.
Vefarar hefja verkfall
X'efarar í Bandaríkjunum gerðu
verkfall á mánudaginn var, og er
sagt að um 200,000 manns hafi þeg-
rr sagt upp vinnu.
Verkfallið nær til allra, er vinna í
bómullarverksmiðjum og ullarverk-
smiðjum landsins. Einnig þykir
líklegt að starfsmenn við silkiverk-
smiðjurnar gangi«* lið með hinum.
Talið er víst að verkfall þetta or-
saki mikil vandræði og blóðsúthell-
ingar áður en lýkur.
Alríkisstjórnin hefir lýst því yfir
að hún muni sjá um að verkfalls-
menn fái nógan mat, og verður
þeim gert jafnt undir höfði og öðr-
um atvinnulausum mönnum, sem
stjórnin fæðir. Þessu hafa vinnu-
veitendur mótmælt og segja að
stjórnin sé með þessu að taka mál-
stað verkfallsmanna. Umsjónar-
menn stjórnarinnar svara þvi til, að
ríkið eigi að sjá um að enginn svelti,
og þar við situr.
“KÆRI
VIN:”
Einn hængur sem á þvl er
að selja eftir póstpöntunum, er
sft, að seljandi ft engan kost á
að kynnast viðskiftamönnum
sfnum.
t búð vorri I bænum kynn-
ast þjónar vorir viðskiftavin-
unum. peir tala við þft, verða
þeim handgenftnir, komast að
hugsunarhætti þeirra, þrám og
eftirlöngunum, en jafnframt
hvað þeim geðjast ekki. peir
geta þvl oft mjög aðstoðað þá
við ýms kaup. Smftm saman
byggist upp vinfttta O'S traust
milli þessara manna, sem
meira er virði en j>eningar.
En sala með póstpöntunum,
verður seljanda ávalt erfiðari.
Að gera viðskifti við mann I
þúsund mílna fjarlægð útilok-
ar þetta tækifæri að verða
viðskiftamanninum kunnugur.
En þegar við, þrfttt fyrir
þetta, fftum bréf, sem oss eru
pVrsónuiega skrifuð af við-
skiftavinum vorum hér vestra,
þft gleður það oss ftvalt. Sllk
bréf aðstoða oss að verða yður
til aðstoðar I kaupum yðar.
Vér, fáum ekki frft Þvl sagt,
hve góð áhrif andinn I slíkum
bréfum hefir. Vér lærum af
þeim og verðum nánari j ður á.
allan handa máta. pað gerir
ekkert til um hvað skrifað er,
þó það sé ekki nerna spurning
viðvlkjandi fatnaði, eða ein-
hverju I bók vorri uni vöru-
verð. um snið eða frekari lés-
ingu þar ft einhverju, öll sllk
vinsamleg bréf gleymast oss
ekki. pau eru oss eins kær-
komin og dollars hveiti.
Skrifið oss llnu!
EATON’S