Lögberg - 06.09.1934, Síða 6
6
LÖGBECRÖ, FIMTUDAGINN G. SEPTEMBER 1934
Vegna hennar sjálfrar
(Smásaga)
Eftir Wallace Invin.
John W. Felton hafði fylgt henni til
skips og sýnt henni viðhafnar-herbergin, sem
lienni voru ætluð á skemtiskipinu Aorangi:
sali, svefnherbergi og baðklefa. Þykk silki-
tjöld voru fyrir gluggunum, svo að ekki var
því líkt, sem í skipi væri. Skipstjórinn liafði
boðið þeim upp á stjórnpall og sagt: “Við
skulum gjöra alt, sem í okkar valdi stendur,
til þess að yður líði vel, frú Ander .... frú
Amery, vildi eg sagt hafa.” Með íbyggilegu
brosi lét hann á sér skilja, að slík hefðarfrú,
sem ekkja J. N. Andersens gæti ferðast undir
hvaða nafni sem henni þóknaðist.
Eimpípan aðvaraði óviðkomandi gesti
um að hypja sig í land. John W. Felton gekk
niður af stjórnpallinum, ásamt með smávöxnu
frúnni. Hann var einn þeirra, er fríkka því
ineira, sem hárið gránar í vöngunum. Lima-
burður hans og hreyfingiar báru vott um
myndugleik og röggsemi. 4‘Framkvœmd” var
einkunnarorð hans. Sjálfkrafa liafði hann
orðið stjórnarformaður þegar stofnandi og
leiðtogi kaupsýslufyrirtækisins, Jacob gamli
féll frá. Felton var eins og fæddur til að
stjórna. Etn hitt veitti honum ekki jafn auð-
velt, að fá litlu frú Andersen til að lilýða.
Hún hafði auðsjáanlega ásett sér, að héð-
an í frá skyldi hún ráða sjálf.
Reiknimgshaldarinn hefir leiðarbréf vð-
ar,” hélt Felton áfram leiðbeinandi, með vin-
gjarnlegu en þó nokkuð vandræðalegu brosi.
“Skipið liggur um kyrt eina nótt í Honolulu.”
Litla svartk]<ædda ekkjan sneri sér .snögt
að honum: “A eg nú enn að hafa barnfóstru,
Felton?”
“ Já—ef egmadti ráða !” Svarið var eins
og viðkvæmt andvarp. “Mér þykir leitt, að
]>ér skylduð ekki hafa ungfrú Means og Doris
ineð vður. Þér eruð svo vanar því, að hafa
þær til að snúast í kringum yður. Eú eg hefi
talað við káetuþernuna, svo að þér getið haft
hana alveg í yðar þjónustu.”
“Þér eruð ágætur, Felton,” svaraði hún.
“Eg fer þessa ferð til að losna við ungfrú
Means og Doris og komast burtu frá öllu
saman. Haldið þér ekki að eg komist af nokkr-
ar vikur án þess að hafa einkaritara og stofu-
stúlku. Eg vil ekki ábyrgjast það, að eg ekki
myrði þessa káétuþernu.”
“Um það skuluð þér eiga við brytann,”
mælti Felton þurlega. “Undir dulnefni getið
þér ferðast alveg ósmeyk. Það er eina ráðið
til þess að þér -verðið óáreitt. En gleymið því
ekki á ferðalaginu, að þér heitið A. B. Amery
—sömu upphafsstafirnir standa á farangri
vðar. Leiðarvísinn hafið þér fengið, og eg
hefi símað til Beverlands lávarðar og frúar
lians; þau munu taka á móti yður í Sydney
og lijálpa yður til að varðveita dulnefni yðar.
Beverland mun sjá um ferð yðar áfram til
Japan, hvenær sem þér óskið þess. Þér hafið
víst ferðafjárskírteini yðar á öruggum stað?”
“Það er saumað í skrokkinn á mér!”
“Það er gott ef þér svo bara gætið þess
vel að sleppa yður ekki! Og vanti yður eitt-
livað, )>á símið til mín í Noav York eða San
Francisco.” Ilann hikaði ofurlítið. “Iðrist
])ér þess ekki, að þér leggið af stað einsöm-
ul?”
“Nei, auðvitað geri eg það ekki!” Hún
hnyklaði brýrnar gremjulega. “Hættið nú
alveg að fara með mig eins og barn, Jolm.
Eg er 35 ára og nógu stór til að sjá um mig
sjálf. ”
“Auðvitað, auðvitað,” svaraði Felton
brosandi. Hann lagði hendina vinsamlega á
handlegg henni og hún sá, að hann roðnaði.
Henni duldist það ekki, að hann ætlaði að
kyssa hana að skilnaði. En það varð aðeins
lauslegur koss á vinstra eyra hennar. Síðan
flýtti hann sér niður landbrúna.
Dísilvél Aorangis gekk stöðugt og ná-
kvæmlega. Amelie dvaldi Iengst af í káetu
sinni og gaf sig ekki að farþegunum. Nú,
þegar hún var orðin eins og í fyrsta sinn á
ferð á eigin spýtur, var ekki laust við að henni
st,æði ótti af samferðafólkinu, svo að henni lá
við að óska þess, að John Felton hefði getað
farið með henni. Eín svo fyrirvarð hún sig
fyrir barnaskapinn. Hún hafði ráðgert þessa
ferð áður en maðurinn hennar dó. Og nú var
]>að sato rómantöskt, aðferðast alein ognjóta
æskunnar, sem orðið hafÓi að engu vegna þess
hve snemma hún giftist.
Hún stóð við stóra franska spegilinn í
salnum og var að skoða á sér andlitið. Hver
ókunnugur hefðj vel getað álitið hana tvítuga.
Seytján ára hafði hún verið tekin úr klaustur-
skólanum til að giftast Jacob N. Andersen.
Móðir hennar hafði komið í hendingskasti
einn daginn og farið með hana í mesta flýti
inn til Parísar og kynt hana þar þessum
roskna manni. Og hún hafði sagt við hana:
“Þú mátt ómögulega tala við hann eins og
hann væri faðir þinn. Hann er ‘ bráðskotinn ’
í þér og er indæll og elskulegur maður. Og
þú getur ekki gert þér í hugarlund, hve stór-
auðugur hann er.” Og svo hafði hún farið
að kjökra og talað um verksmiðjur þeirra í
Detroit, sem skyndilega höfðu verið teknar
upp í skuldir. Og nú stóð hún uppi eignalaus
hér í París með dóttur sína.
Tveim mánuðum seinna hafði brúðkaup-
ið verið haldið, með mikilli viðhöfn í amerísku
kirkjunni. Og af ummælum blaðanna um þá
athöfri varð ungu brúðurinni það ljóst, hví-
líkan auðmæring hún hafði eignast. Þau áttu
skrauthallir í New York, Newport og South-
hamton og höfu stöðugt fult hús af gestum.
Jacob N. Andersen var 54 ára er hann kvænt-
ist, og lifði til 72 ára aldurs.
Fyrir 5 árum hafði John W. Felton kom-
ið til firmans, ungur að aldri, en þó nokkuð
veraldarvanur. Hvín hafði stráx fundið upp á
því, að reyna að koma honum til \úð sig, en
það ’hafði reynst árangurslaust. Þessi 5 ár,
sem hún hafði þekt hann, hafði hann orðið æ
fálátari og alvarlegri, og farið að votta fyrir
liærum við gagnaugun. Hann var hægri hönd
Andersons og vitsmuna-miðstöð firmáns.
Auðsveipni hans við Amelie var því líkust,
sem leikstjórans gagnvart uppáhalds-leik-
mærinni. Hún hafði einu >sinni spurt hann,
hvers vegna hann gifti sig ekki. Og það var
undarlegt live mjög hann roðnaði við þú
spurningu.
Mestan hluta leiðarinnar til Hawaii borð-
aði hún í káetu sinni, og gjörði alt af áætlanir
um eitthvað óvanalegt, sem hún ætlaði sér að
gjöra. Einn þilfars])jónninn, sem Felton
hafði samið við, fann rólegan afkyma á þil-
farinu, þar sem hún gat legið í næði og horft
út á hafið, sem dag frá degi varð fagurblárra
og dásamlogra.
Svo var það einn dag, rétt áður en komið
var til Honolulu, að Amelie tók eftir ungum
manni, græneygðum, sem þar gekk fram og
aftur um þilfarið, hár og spengilegur, í blá-
leitum morgunfötum, með stráfléttu-ilskó á
fótum. Hann reykti stutta pípu. Hún þóttist
sjá, að höfuðlag hans væri fallegt, hárið eir-
gult, þykt og hrokkið, og augabrúnirnar svart-
ar og beinar. Sólbrunninn var hann, eins og
Suðurhafs-eyjaskeggi, og eitthvað óvenju
djarfmannlegur í þéssum glæsilega búningi.
Hann brosti til hennar. Það fór hita-
straumur um hana, alla leið niður í tær, þeg-
ar hann leit grænu augunum á hana. Hún
brosti á móti, en leit svo undan og roðnaði,
eins og lítil og óreynd vera, sem hún hafði
reyndar alt af vefið. Hann fór leiðar sinnar.
Og nú iðraðist hún þess, að hún skyldi ekki fá
hann til að tala við sig. En hún lá kvr og beið.
Og litlu síðar heyrði hún fótatakið, er hann
nálgaðist. Um leið og hann fór fram hjá, lézt
hún missa bókina, sem hún hélt á.
“A-ha!” hann rétti henni bókina—með
nýju töfra-leiftri í fallegu, grænu augunum.
“Þakka vður fyrir,” sagði hún ofurlágt.
Hann nam staðar hjá henni.
“Enn sem komið er hefir ferðin gengið
að óskum, frú Amery—finst yður það ekki ? ’ ’
Málrómur hans var djúpur og hljómmik-
ill. En hvernig stóð á því, að hann vissi nafn
hennar1—-dulnefnið, sem hún hafði valið sér !
Jú, nafnspjaldið liennar hafði legið á legu-
bekknum.
“ Jú,” svaraði hún. “Og á morgun kom-
um við til Honolulu. Það kvað vera svo fall-
egt þar.”
“Þér hafið þá aldrei komið þangað?”
Hann varð allur á lofti. “Eg nem ávalt stað-
ar þar, áður en eg held áfram til Samoa.
Maður má aldrei láta undir höfuð leggjast
að koma til Hawaii.”
“Það ætla eg ekki heldur að gjöra. Og
ætla. mér að nota þetta tækifæri.” Þetta var
skyndilegt óvitauppátæki, sem dottið liafði í
bana.
“Já, gjörið þér það umfram alt. Bg
vona að þér lofið mér að leiðbeina yður ? ’r
“Ollie, Ollie—!” Það var kvenmanns-
rödd, sem kallaði einhverstaðar af þilfarinu.
“Já!” svarað'i hann önugur;. “Þilju-
tennis! Eg vona að þér látið mig leiðbeina
yður á Hawaii.” Síðan flýtti bann sér burt.
Enginn stórviðburður var þetta, fanst
henni, en þó sló hjarta hennar mun hraðara en
áður. Nú var henni það Ijóst, að menn vildu
gjarnan tala við hana. Ungir menn, sem löð-
uðust að henni vegna fegurðar hennar, án
]>ess að vita nokkuð um auðæfi hennar. —
Hann hét ])á Ollie. Skrítið fornafn,—fremur
sjóræningjalegt, eins og hann sjálfur.
En hvað mundi John Felton segja, ef
hann vissi að hún færi að gefa sig að ein-
hverju æfintýri í fyrstu höfn og yfirgæfi skip-
ið. Jæja, hann mætti segja hvað hann vildi.
Þetta kom honum ekkert við. Ollie — bvað
skvldi hann heita meira — hann lofaði að
sýna henni Hawaii.
Þetta kvöld var hún á ferli í svarta kjóln-
um og skimaði eftir Ollie. Hún gætti þess, að
draga sig í hlé, er hún sá hann dansa við ungu
stúlkurnar. Hann bar sig prýðilega, í hvítu
samkvæmistreyjunni, sem náði aðeins í mitti.
Hún fylgdi lionum eftir með augnaráði, sem
bar vott um lirifningu. Hún mundi geta kept
við ungu stúlkurnar, þegar hún væri búin að
kaupa sér nokkra kvöldkjóla í Hawaii. Hversu
gamall skyldi Ollie veraf A að giska 28 ára?
Nú var hún búin að heyra nafn lians. Hann
hét Ollie Macdugal.
Þegar hlé varð á dansinum varð hann var
við hana og kom undir eins til hennar. Hún
lét ekki á sér standa og fór strax að tala um
það, sem hún vissi honum hugleikið.
“Hversvegna ætlið þér að fara til Sa-
moa ?” spurði hún.
“Eg er vanur að skreppa þangað, þegar
eg er á ferð um þessar slóðir. Eg vinn st'm sé
f'vrir mér með vélritun.”
“Það lætur skrítilega í eyrum!” sagði
hún.
‘ ‘ Eg þakka! Eig læri að minsta kosti þá
landafræði, sem mér er nauðsynleg. Þér
munið eftir—”
“Að ]>ér ætlið að sýna mér Hawaii? Eg
liefi ekki um annað hugsað síðan!” Rödd
hennar var gáskafull, augnaráðið alúðlegt.
“Eg hefi líka hugsað mikið um það.”
“Getið þér hugsað á meðan þér eruð að
dansa?” Þetta var máske ógætilega sagt, en
hún flýtti sér að bæta við: “Þér eruð víst
margvíslegum önnum kafinn?”
“Ekki á meðan þér eruð þér,” sagði
liann.------
Morguninn eftir bjóst hún til að fara í
land. Skipið hafði lagst að hafnarbakkanum
í Honolulu snemma, um nóttina. Þegar hún
gekk niður landgöngubrúna, kom Ollie Mac-
dugal hlaupandi á móti henni, glæsilegur á-
sýndum, í hvítum hitabeltisbúningi og hélt á
stórum blómsveig úr gulum liljum.
“Velkomin til Honolulu!” sagði hann
og lagði blómsveiginn um háls henni. “Það
er siður hér, að gera sig skiljanlegan með
blómum.”
“Hvað hann er yndislegur!” sagði hún
og roðnaði eins og ung stúlka. Henni þótti
vænt um, að hún hafði farið í ljósan kjöl. —- —
Eins og bráðleikinn falsari skrifaði hún
Amelie B. Amery undir ávísun í bankanum.
Hún hóf þar 1000 dollara og fekk óméitstæði-
lega löngun til að fara í búðir og gera kaup,
þama í svölu bogagöngunum við gistihúsið.
Hún keypti baðföt, fjöruhjúp, tvo kjóla og
kvöldkjól með perlum aftan og framan. Síð-
an flýtti hún sér upp í herbergi sitt í gisti-
húsinu og fór í annan nýja kjólinn, rauðgulan
að lit. Liturinn fór henni dásamlega! Mundi
ekki Ollie Macdugal sýnast hið sama? Jú,
auðvitað, því að þegar hún fór ofan til morg-
unverður, mætti hann henni, eins og ]>au hefðu
mælt .sér mót, og hvíslaði að henni: “Hvað
þér eru skínandi falleg! Þér ættuð æfinlega
að klæðast rauðgulu!”
“Finst yður það ekki vera of galgopa-
legt?” spurði hún, innilega ánægð.
“Látið þá spurningu bíða, þangað til þér
eruð orðin þrítug. Konur á yðar aldri eiga
að klæðast ljósum litum. Eg á við konur með
yðar litarhátt.”
Hvílíkur stórsigur! Hann dáðist að
kjólnum hennar. Og litarhættinum. Og
hann áleit hana kornunga!
Þau tóku sér sæti við borð, sem hann
hafði pantað. Hann horfði fallegu grænu
augunum ýmist á kjólinn hennar eða gylta
hárið.
“Þér lítið alt of unglega út til að hafa
verið gift,” sagði hann. “Það er eitthvað
dularfult við yður, Amelie.”
“Það 'or alls ekkert dularfult við mig.
Hg er ekkert annað en vesalings hálf-fátæk
ekkja, sem er á ferðalagi, til að litast ofur-
lítið um.”
“Og eg vesalings fátækur fréttaritari,
sem er líka á ferð, til að litast um.”
Hún vildi umfram alt ekki láta hann kom-
ast að því, að hún væri Svo auðug, að hvert
mannsbarn mundi fara að glápa á hana, hvar
sem hún kæmi, ef það vitnaðist. Nú voru þau
jafningjar. Samúð þeirra fór vaxandi. Þau
keptust um að vera hvort öðru sem ástúðleg-
ast.
“Eg hefi hugsað mér að fá leigða flug-
vél á morgun og sýna yður Hawaii úr loft-
inn,” sagði Ollie Macdugal.
“Eg—eg held að eg verði heldur að halda
áfram með skipinu,” svaraði hún. “Aorangi
leggur af stað í kvöld, og . .. . ”
‘ ‘ Það þykir mér leitt! ’ ’ Hann varð dap-
ur í bragði. “Vitið þér hvers vegna eg hætti
ferðinni með Aorangi?” Hún þagði við, svo
að hann svaraði sjálfur spurningunni: “Af
]>ví að þér sögðuð, að þér ætluðuð að nema
staðar hér.”
“Já, en eg hélt, að þér ætluðuð til Sa-
moa. ’ ’
“Eg hafði enga ákvörðun gert, fvr en
þér sögðust a'tla að staðnæmast hér. ” — Nú
varð hálf-vandræðaleg þögn, en svo sagði
hann:
“Eg hlakkaði svo mikið til flugferðar-
innar með vður. ”
“ Já, en hvemig gátuð þér fundið upp á að
fara að leigja flugvél. Það er alt of dýrt,”
sagði hún og reyndi að vera hin rólegasta.
“Eg skal leigja lieilan flota, ef þér bara
viljið verða hér eftir. ”
“Nei, eg vil ekki verða eftir nema eg fái
að borga flugvélina,” svaraði hún stillilega.
‘ ‘ Því þá það ? Þér hafið ekki betri ástæð-
ur til þess en eg.”
“Þú fer eg með skipinu í kvöld.”
“Nei, nei, nei! ’ ’
“Jæja, eg verð þá liér, og borga fyrir
flugvélina.”
Þrjár vikur eru liðnar. Ollie Macdugal
býr á annari hæð gistihússins, en Amelie á
fyrstu. A daginn eru þau saman og ferðast
um Hawaii. Ollie Macdugal hefir efnt loforð
sitt, að sýna henni Hawaii endanna á milli.
Og Amalie baðar sig í ástaratlotum hans og
veit ekki hvernig tíminn líður. Það er ekki
það til, sem hann ekki finnur upp á, til að
gleðja hana og sbemta henni.
Hún hafði gefið honum í skyn, að hún
væri ekkja eftir minni háttar málafærslu-
mann. Til allrar hamingju hafði liann ekkert
vitað um viðhafnar-íbúð hennar á Aorangi.
Blessaður iblindi Ollie! Einhverntíma kynni
hún máske að segja honum sannleikann. Það
var dásamlegt að vita það, að hann fómaði
öllum tíma og sérhverri hugsun sinni í að
draga sig eftir ]>essari eignalausu og ókunnu
frú Amery. Það var hinn mikli sigur hennar.
Hann liafði kjörið sér liana vegna hennar
sjálfrar — meðal liinna mörgu kvenna, s>em
hann þekti, og voru miklu yngri.
Svo rann örlagastundin upp. Það var
árla dags, en ekki í hugnæmu skini hins suð-
ræna mána sem hún mundi heldur liafa kosið.
Þau sátu við lítið borð í gistihúsinu.
“ Jæja,” sagði Ollie og liorfði fast á hana
fallegu grænu* augunum. “1 kvöld kemur
skipið, og snemma í fyrramálið verð eg að
leggja af stað til Samoa.”
“Til Samoa?”
“ Já, eg er búinn að dvélja hér lengur en
vera bar, og þér vitið víst hvers vegna. Það
verður erfitt að kveðja, Amelie.”
Hiín var að vona, að hann legði liand-
legginn um hálsinn á sér, svo að henni yrði
léttara um að segja það, sem henni bjó í
brjósti. Og nú vafði hann hana örmum, og
hún heyrði hljómþýða röddina hans við eyra
sér: “Komið með mér, Amelie!”
“ó, Ollie!” Hann hafði þá lesið hugs-
anir hennar. “Það er einmitt það, sem eg
vil svo gjarnan.”
“EJr vður alvara!” Orðin fossuðu af
vörum hans. Kanak-drengur gekk fram hjá
og Ollie ])agnaði á meðan. Svo sagði hann:
“Eg skal strax útvega. leyfisbréf, og skip-
stjórinn getur vígt okkur.”
“Æ-nei.” Hún vék sér lítið eitt undan
og hristi höfuðið.
“Því ]>á ekki? Það er fyllilega lögmætt
á þann hátt.”
Loksins hafði hún þá fengið tækifæri til
að láta rætast sína rómantísku drauma um
ást, óháða hjúskaparböndum. Ást frjálsra
elskenda, sem unnu hvort öðru hugástum og
voru þessvegna saman — einungis þessvegna.
“Eg vil hara vera hjá þér, Ollie!” —
Þetta var nú reyndar skrambi djarft. Hann
lilevpti brúnunum, eins og liann væri að reyna
að skilja hana.
“Þú átt við án þess að . . . . ”
“Já, ]>að er svo miklu skáldlegra á þann
hátt.” Hún fann, að liún roðnaði, en það
jafnaðist aftur, er hann kysti hana.
“Þú ert víst fremur lítið r'eynd í þessum
sökum,” sagði haun. Þau ummæli létu henni
illa í eyrum.
“Hvað segir þá þín reynsla?” spurði hún
þurlega.
“ Eg elska þig, og eg vil að þú giftist mér.
Auðvitað getum við verið saman ógift hér á
þessum slóðum. En það kemur að því, að þú
verður leið á heitu löndunum og að okkur
fýsir bæði að snúa heimleiðis, til Parísar—
Lundúna—New York. Við getum skemt okk-
ur miklu betur sem herra og frú Macdugal—
miklu frjálslegar á egvið.”
“Skemt okkur?” Hún sagði það ekki
upphátt. Hvernig gat þessi ungi blaðamaður,
sem vann fyrir sér með vélritun, gert svona
iburðarmikíar áætlanir um framtíð þeirra.
Leynileg grunsemd vaknaði hjá henni.
“Þú heklur fast við það, að við ættum að
gifta okkur?”
“Ekki mín vegna, heldur vegna þín sjálfr-
ar, Amt'lie.” Málrómur hans var ekki alls-
kostar sannfræandi.
“Eg hefi reynt það að Vera gift,” sagði
hún ákveðið.
“Ekki ]>eim rétta, Amelie.” Ákafinn
raskaði jafnvægi liaus. “Þú varst gift göml-
um manni—” Ollit þagnaði, en hann var þeg-
ar búinn að segja of mikið. Hún leit beint í
augu hans og sagði brosandi:
“Þú heldur að það mundi valda 'hneyksli,
ef við hlypum burtu á þann hátt, sem eg hefi
stungið upp á”