Lögberg - 27.09.1934, Side 1
47. ARGANGUR
WINNIPEG, MAN„ FIMTUDAGINN 27. SEPTEMBER 1934
NÚMER 39
FRÁ ÍSLANDI
Frá Stykkishólmi 27. ágúst. —
Tvær stórbyggingar er veriö a‘ð
reisa í Stykkishólnii í sumar:
Sjúkrahús og stórt og vandað
barnaskólahús í stað þess er brann
á síðastliSnum vetri.
Sjúkrahúsið lætur nunnuregla i
Belgíu reisa, og var bygging þess
hafin í fyrrasumar. Sjúkrahúss-
byggingin er nú komin undir þak,
og sátu allir þeir er unnið hafa.að
byggingunni, veislu í samkomuhúsi
bæjarins síÖastliðiÖ laugardagskveld.
Úr Reykjavík komu Sigurður Guð-
mundsson húsagerðarmeistari, og
kaþólskur prestur, og voru alls um
60 manns í veislunni. Marteinn
biskup Meulenberg hefir ráðið höf-
uðdráttum byggingarinnar, valið
staðinn og gert alla samninga fyrir
hönd reglu þeirrar, sem leggur
fram fé til byggingarinnar. Sig-
urður Guðmundsson hefir gert
teikninguna. Sigurður og Einar,
byggingameistarar frá Reykjavík,
tóku bygginguna i ákvæðisvinnu, en
eftirlitsmaður er Árni Finsen húsa-
meistari.
Byggingu skólahússins hafa sömu
menn tekið í ákvæðisvinnu, og er á-
ætlað að henni verði lokið 1. desem-
ber. Allmikil vinna hefir verið við
þessar byggingar í vor og sumar,
og er nú lokið að mestu annari
vinnu en þeirri, er kunnáttumenn
leysa af hendi.
* * *
Hcildarútgáfa af riturn Jóhanns
Sigurjónssonar.—Eins og frá hefir
verið sagt hafði Gyldendals-bóka-
forlagið í Kaupmannahöfn í hyggju
að gefa út öll rit Jóhanns Sigur-
jónssonar á dönsku og íslenzku,
núna í haust, en nú hefir útgáfu
þessari verið frestað og koma ritin
sennilega út í vor eða í haust kom-
anda. Gunnar Hansen, leikstjóri,
sér um útgáfu þessa og er hann til
þess verks einkar vel fallinn, ágæt-
lega að sér í íslenzkum bókmentum
og einn af fremstu yngri leikhús-
mönnum Dana. Útgáfan verður hin
vandaðasta, í þrem stórum bindum,
þar sem birtast öll leikrit Jóhanns,
prentuð og óprentuð, og kvæði hans
á dönsku og á íslenzku.—Mbl.
* * *
Óþurkar og vandrœði. — Frá
Seyðisfirði símar fréttaritari út-
varpsins, að þar hafi undanfarið
verið svo miklir óþurkar að fá-
dæmum sæti. Síðustu 16 sólar-
hringa hefir verið samfleytt rign-
ing og oft stórrigning. Jllýindi
hafa verið og aðeins tvisvar snjóað
á háfjöll. Hey gerónýtast og fiskur
þornar ekki. Litlar gæftir hafa ver-
ið á sjó og afli lítill og atvinnu-
leysi.—Vísir 3. sept.
* * *
Þurkleysurnar. Af 39 sólarhring-
um að undanförnu hefir einn verið
rigningarlaus hér í Vopnafirði, seg-
ir í útvarpsfrétt þaðan á sunnudag-
inn. Allmiklar töður liggja enn úti
stórskemdar, en það sem hirt hefir
verið af heyjum meira og minna
skemt.—Mbl. 4. sept.
* * *
Bœrinn Búrfell í Grímsnesi brann
til kaldra kola í fyrrakvöld. Fólk
var.á engjum, þegar eldurinn kom
upp, nema ein stúlka og tvö börn.
Gat hún komið boðum til fólksins,
og kom það ásamt fleira fólki á vett-
vang, en eldurinn var það magnað-
ur, að ekki varð við neitt ráðið.
Talið er, að kviknað hafi út frá
reykháf. Tjónið er mikið og til-
finnanlegt. Á Búrfelli búa tveir
bræður, Páll og Halldór Diðriks-
synir.—N. dagbl. 5. 'sept.
*
Úr Norður-Þirigeyjarsýslu 1. sept.
—I sumar tefir verið lagður og
malborinn um einn kílómetri af
sýsluvegi á Langanesi, og hefir ver-
ið unnið fyrir 3,000 krónur. Vega-
vinnan byrjaði um miðjan júnímán-
uð. Einnig hefir verið unnið að
þjóðveginum í Þistilfirði, og þar
verið uppfyltur um 900 metra
langur kafli, um 4,600 metra kafli
hefir verið ruddur, og 3,600 metrar
af veginum malbornir. Alls hefir
verið unnið fyrir 7,500 krónur í
þessum vegi, og er vinna nú hætt.
Sífeldar rigningar og þurkleysur
hafa verið í Norður-Þingeyjar-
sýslu, og eru mikil hey úti. Öll hey,
að heita má, eru óhirt yst á Langa-
nesi. Þar*er mikið hey skemt og
nSestum ónýtt.—Vísir.
J(C Jjc J|c
Skriða féll í fyrradag úr fjallinu
upp af Sauðanesvita. Skriðan er
200 metra breið sunnan við vitann,
og einn til einn og hálfur metri á
dýpt. Heyfengur er úti var ónýtt-
ist. Vitinn er óstarfhæfur eins og
stendur. Svonefnt Herkonugil milli
Engidals og Dalabæjar, grófst svo
niður, að það er talið fyrst um
sinn ófært með öllu—N. dagbl. 5.
september.
* * *
Atvinnuleysi í kaupstöðum. 1.
ágúst síðastliðinn voru skráðir 33
atvinnuleysingjar á SeySisfirði og
31 á ísafirði. Á Akureyri, Siglu-
firði og í Vestmannaeyjum inun
skráning ekki hafa farið fram. I
Reykjavík voru 390 atvinnuleys-
ingjar.—N. dagbi. 6. sept.
* * *
Eftirlitsnefnd. — Skipuð hefir
verið fimm manna nefnd til þess að
líta eftir fjárhag ríkisins yfirleitt,
m. a. framleiðslu og sölu afurða,
og meiriháttar viðskiftarekstri ríkis,
hlutafélaga og einstaklinga, með það
fyrir augum, að koma sem skynsam-
legustu skipulagi á þetta alt með
hagsmuni almennings fyrir augum.
Einnig skal nefndin þá og í því sam-
bandi litast um eftir -möguleikum
nýrra atvinnugreina. Skýrslur skal
nefndin geta heimtað af einstakling-
um og félögum um viðskifti þeirra
öll, er henni þurfa þykir.
f nefndinni eiga sæti: Héðinn Valdi-
marssón, formaður, Emil Jónsson,
bæjarstjóri í Hafnarfirði, Jónas
Jónsson, samvinnuskólastjóri, for-
maður Framsóknarflokksins, Stein-
grímur Steinþórsson, skólastjóri á
Hólum og Ásgeir G. Stefánsson,
framkv.stj., Hafnarfirði.
' * * *
A Kleppi er búið að hirða allan
fyrri sláttinn og var hann um 1,000
hestar. Er það nokkru minna en í
fyrra. Byrjað er á seinni slættin-
um og verður hann sennilega mun
minni en í fyrra.
* * *
Hvarf séra Odds á Miklabæ. —
Flestir munu kannast við þjóðsög-
una um hvarf séra Odds Gíslason-
ar á Miklabæ og kvæðið er Einar
Benediktsson orti út af henni. Það
var haustið 1787 að prestur þessi
hvarf, á milli Víðivalla og Mikla-
bæjar, og fanst aldrei siðan. En
þjóðsagan lét draug hafa grandað
honum. Fyrir nokkru fann bónd-
inn á Þorleifsstöðum, næsta bæ við
Miklabæ, mannsbein í haug, kipp-
korn frá bænum. Er það álit
manna, að þetta séu bein séra Odds
og að hann hafi verið myrtur ög
dysjaður þarna.
Matthías Þórðarson fornminja-
vörður hefir látið flytja beinin til
Reykjavíkur og benda þau til að
þau séu af miðaldramanni í meðlagi
á vöxt—eins og séra Oddur hvað
hafa verið—íslendingur.
Lindbergh-málið
Margt bendir til þess að lögreglu
Bandaríkjanna hafi loks tekist að
finna manninn, sem myrti barn
Lindberghs hersis fyrir rúmum
tveim árum síðan.
Maðurinn, sem grunaður er heitir
Bruno Richard Hauptman, og er
þýzkur. Hann strauk frá Þýska-
landi til Bandaríkjanna fyrir 13 ár-
um og hefir átt heimili í New York
borg síðan. Hann er kvæntur og á
nokkur ungbörn. Smíðavinnu hef-
ir hann aðallega stundað hér í álfu.
Eins og menn muna þá greiddi
Lindbergh 50,000 dollara lausnar-
gjald fyrir barnið og afhenti milli-
göngumaðurinn Dr. John E. Con-
don ræningjanum þessa upphæð.
Allir seðlarnir voru merktir og
númerin skrifuð niður. SiðastliS-
inn tvö ár hafa um $5,000 af þess-
um peningum komið fram, aðallega
í New York, og mest í $5 og $10
seðlum. Þessa smáseðla var mjög
erfitt að rekja, sökum þess hvað
algengir þeir eru. Þó bar það við
að $20 seðlar komu i umferð, en
ómögulegt var að rekja þá til upp-
haflega eigandáns.
En fyrir skömmu fóru $10 seðl-
ar af Lindbergh peningunum að
koma fram hér og þar í Bronx
hverfinu í New York. Nokkrir af
þeim voru “gull-seðlarnir” svo
nefndu (gold certificates) en þeir
eru nú mjög sjaldséðir, síðan
Bandaríkjastjórnin lét innkalla þá
jafnóðum og þeir komu til bank-
anna. Nú fór lögreglan að herða
leitina enn meir og leið þá ekki á
löngu þar til Hauptman var tekinn.
Hann hafði komið á bíl sínum upp
að biíreiðarstöð einni og borga •
fyrir gasolíu með einum þessum
seðli. Öllum starfsmönnum við bif-
reiðarstöðvar hafði verið gert að-
vart og maðurinn, sem tók við seðl-
inum skrifaði strax hjá sér núm-
erið á bílnum. Hauptmann var hand-
tekinn skömmu seinna.
Síðan var gerð nákvæm rannsókn
á heimili Hauptmanns og fundust
]>á um $14,000 af þeim peningum,
sem Lindbergh greiddi í lausnar-
gjald.
Ekki hefir enn tekist að sanna
hvort það hafi verið Hauptmann,
sem stal barninu og deyddi það síð-
an, en líkur benda til að svo hafi
verið.
Rússar selja Mansjúríu
járnbrautina
Síðustu fregnir herma að Rúss-
ar og Japanir hafi að lokum komist
að samningum um sölu á kínversku
járnbrautinni (Chinese Eastern
Railway).
Alt af síðan Japanir tóku Man- i
sjúriu hafa þessar þjóði.r deilt um
járnbrautina, svo að oft hefir horft
til vandræða.
Sagt er að Japanar hafi boðið
Rússum 49 miljónir dollara, og mun
það verða að samningum.
Þetta ætti að hjálpa eitthvað til
að draga úr óvináttu á milli þessara
stórvelda, í bráð aS minsta kosti.
Námuslys í Wales
Á laugardaginn var varð spreng-
ing í Gresford kolanámunum í
Wrexham á Wales, og biðu 260
manns bana. Út frá sprengingunni
kviknaði í námunni og fyltist alt
af reyk, svo að ómögulegt varð að
bjarga þeim mönnum, sem niðri
voru. Á mánudaginn var loks tek-
ið það ráð að byrgja námu-opið og
var þá útséð um þaS að nokkur
kæmist lífs af. Tíu mönnum varð
náð upp úr göngunum, en þeir
höfðu kafnað af reyknum.
Þetta mun vera eitt versta slys,
sem komið hefir fyrir í kolanámum
á „Bretlandi.
V eðráttan
Veðráttan hér í fylkinu hefir ver-
ið mjög stopul síðustu vikur. Stöð-
ugar rigningar og kuldar hafa hald-
ist nú lengi og tafið mikið fyrir
þreskingu þar sem henni er enn
ekki lokið og einnig fyrir þeim, sem
eiga eftir að heyja. Á þriðjudags-
nóttina var hriðarbylur í Saskatche-
wan og er þar sumstaSar fet af snjó.
Bylurinn náði til vesturhluta Mani-
tobafylkis, en enginn snjór féll
í Winnipeg. Þó hafa rigningar
gert vegi næstum ófæra hér í kring,
þar sem þeir eru ekki malarbornir.
Margir spá því að vetur sé þegar
genginn í garð og bendir ýmislegt til
þess að svo sé. T. d. segja fréttir
frá North Dakota að farfuglar hafi
tekið sig upp mörgum vikum fyr
en venja er til. Aðrir telja víst að
koma muni bráðlega góð tíð aftur
og Indiána-sumarið’ verði langt og
hlýtt.
Séra Jón J. Clements
dáinn
Sú fregn barst hingað á fimtu-
daginn var, að látist hefði daginn
áður, 19. sept., í Yorkville, Illinois,
fyrrum sóknarprestur Argyle-
manna, séra Jón J. Clemens. Fór
jarðarför hans fram þar syðra á
laugardaginn var. Séra Jón hafði
til fleiri ára verið heilsubilaður og
af embættisstörfum hafði hann lát-
iÖ fyrir all-löngu. Hann var 62 ára,
fæddur 5. sept. 1872. Hann ólst
upp í Chicago og naut þar skóla-
göngu. Prestvígður var hann á
kirkjuþingi 28. júní 1896 og þjónaði
íslenzku söfnuðunum í Argyle-bygð
’ íii.im ár. Gekk hann þá í þjónustu
ensk-lúterskrar kirkjudeildar í
Bandaríkjum og þjónaöi söfnuðum
innan þess kirkjufélags fjöldamörg
ár. Hann lætur eftir sig konu og
fjögur börn.
Séra Jón J. Clemens var glæsileg-
ur maður, ágætur söngmaður og
vinsæll hvar sem hann dvaldi.
Aukakosningar—Liberal-
ar sigra
Aukakosningar til sambandsþings
fóru fram í fimm kjördæmum á
mánudaginn. Úrslitin urðu þau að
frjálslyndi flokkurinn sigraði í f jór-
um kjördæmum, en í haldsflokkur-
inn í einu.
Kjördæmin voru þessi: Toronto
West, kosinn T. L. Church (cons.) ;
Elgin West, kosinn W. H. Mills
(lib.) ; Frontenac-Addington, kos-
inn Colin Campbell (lib.) ; North
Yorlc, kosinn W. P. Mulock (lib.) ;
Kenora-Rainy River, kosinn Hugh
B. MacKinnon (lib.).
I tveimur kjördæmunum, Fron-
tenac-Addington og North York,
sátu áður þingmenn íhaldsflokksins,
og hefir sá flokkur því tapað tveim-
ur þingsætum. Þetta er í fyrsta
skifti í sögunni að frjálslyndi flokk-
urinn hefir komið að þingmanni í
Frontenac-Addington. í Toronto
East hafa íhaldsmenn jafnan verið
sterkir og var því tæplega við því
að búast að það vígi félli. T. L.
Church er mjög vinsæll í Toronto,
og hefir sjö sinnum verið þar borg-
arstjóri. Alstaðar nema í Toronto
fengu frambjóðendur liberala stór-
an meirihluta atkvæði.
Leiðtogar beggja flokkanna lögðu
sig alla fram til þess að vinna þess-
ar kosningar. Mr Mackenzie King
ferðaðist um öll kjördæmin og
flutti ræður. Hið sama gerðu þeir
Mr. Stevens og Mr. Manion. Sagt
er að King muni skora á Bíennett að
efla til almennra kosninga þar sem
nú sé sjáanlegt að stjórnin hafi tap-
að trausti þjóðarinnar. Ekki er lík-
legt að sú málaleitan beri mikinn
árangur, en ekki sakar að færa það
í tal.
Sorglegur atburður
Ingimar Ingaldson
Það hörmulega slys vildi til á
föstudagskveldið að Ingimar Ing-
aldson, 46 ára að aldri, fyrrum
þingmaður Gimli kjördæmis, drukn-
aði í mynni Rauðár, þegar bát hans
hvolfdi í straumnuní.
Mr. Ingaldson hafði farið með
mági sínum, Mr. Gordon A. Paul-
son niður að Winnipegvatni til þess
að skjóta andir. Þeir voru á smá-
bát þegar slysið bar til, eins og
áður er sagt. Bátnum hvolfdi og
féllu báðir í vatnið. Gordon Paul-
son náði í pílviðargrein, er stóð upp
úr vatninu, því áin flæðir þar yfir
bakkana. Eekk hann haldið sér þar,
unz Indíánar komu honum til hjálp-
ar tveim klukkustundum síðar.
Ingimar komst aftur á móti á kjöl,
en straumurinn tók bátinn og bar
hann niður að vatninu. Mun Ingi-
mar þá hafa slept af bátnum og
freistað að ná til lands á sundi, en
það reyndist ómögulegt þar sem
hann var þungt klæddur. Líkið
fanst ekki fyr en á laugardagsmorg-
un.
Ingimar Ingaldson var fæddur að
Akra, N.D., og fluttist til Arborg
1901, með foreldrum sínum Mr. og
Mrs. Tryggvi Ingjaldsson. Hann
tók mikinn og góðan þátt í sveitar-
málum og var skrifari Bifröst sveit-
ar í mörg ár. Árið 1927 var hann
kosinn þingmaður Gimli kjördæmis
og hélt hann þvi starfi um eitt kjör-
timabil. Þótti hann nýtur þingmað-
ur. Sumarið 1930 var hann sendur
sem einn fulltrúi Manitobafylkis á
Alþingishátiðina á íslandi.
Samvinnumálunum helgaði Ingi-
mar heitinn krafta sina að mestu
leyti síðari árin. Hann var í fleiri
ár formaður Gripasamlagsins og i
miðstjórn Manitoba Co-operative
Conference. Hann var^ duglegur
mjög og ósérhlífinn, samvinnuþýð-
ur og vinsæll af öllum, er til hans
þektu.
Húskveðjan, sem séra Jóhann
Bjarnason stýrði, fór fram frá
heimili hins látna, 124 Femdale
Ave., Norwood, kl. 3 e. h. á þriðju-
daginn, að því loknu fór fram út-
fararathöfn frá kirkju Fyrsta lút.
safnaðar, sem sóknarpresturinn séra
Björn B. Jónsson stýrði. Likið var
jarðsett í Brookside-grafreit. Jarð-
arförin var afar-fjölmenn.
Ingimar heitinn lætur eftir sig
ekkju sína Violet, dóttur þeirra Mr.
og Mrs. C. P. Paulson, Gimli, og
fjóra syni, Christian, Tryggva,
Gordon og Thorburn. Einnig eru
foreldrar hans bæði á lifi og sjö
systur; þær eru; Mrs. H. Erlend-
son. Mrs. G. Björnson, Mrs. G. S.
Guðmundson og Mrs. E. L. John-
son að Árborg, Man.; Mrs. E.
Davies, Chicago, Mrs. A. Tohnson,
Oak Point og Mrs. W. Crowe, Win-
nipeg.
Náttúrubamfarir í Japan
Á föstudaginn var skall ógurlegur
fellibylur yfir japönsku evjarnar og
lagði í eyði borgir og bæi. Tjónið
er metið á $300,000.000, og um
sextán hundruð manns mistu lífið,
en um fimm þúsund meiddust meira
og minna.
Bylurinn kom af norðanverðu
Kyrrahafinu og tók yfir svæðið frá
Nagasaki til Nagano. Borgirnar
Saka, Kobe og Kyota skemdust stór-
kostlega, sérstaklega Saka og Kyota.
Vindhraðinn var um 90 mílur á
klukkustund og stóðst ekkert fyrir
nema traustustu íbúðir. Fleiri þús-
und bátar fórust með fram strönd-
inni, en ómögulegt var að segjs
hvað margir sjómenn hefðu farist.
í Osaka hrundu 128 skólahús og
lentu börn og kennarar í rústunum.
Ekki hafa slíkar hörmungar dun-
ið yfir japönsku þjóðina síðan eld-
gosin og jarðskjálftarnir 1923 urðu
90 þúsundum að bana.
Heræfingar í barnaskólum
Mussolini hefir skipað svo fyrir
að hér eftir verði allir drengir í
skólum landsins að taka þátt í her-
æfingum þegar þeir hafi náð átta
ára aldri. Tuttugu og eins árs eiga
svo allir karlmenn að ganga á her-
skóla og að því loknu verða þeir að
halda sig að framhaldsnámi eftir
því sem aðstæður leyfa, þangað til
þeir ná þrjátíu og átta ára aldri.
Hugmyndin er sú að hver einasti
karlmaður í landinu sé æfður her-
maður, eins og i Spörtu forðum.
Mussolini hefir spáð því að stríð
sé í vændum og verði ítalir að vera
viðbúnir.
Hergi mun -nú hernaðarandinn
meiri en einmitt i ítalíu, og minkar
hann varla við þetta tiltæki.
Kvenfólk og bindindi
Á alþjóðaþingi bindindisvina, sem
haldið var í London nýlega, lét
Dame Louise Mcllroy prófessor í
Ijósmóðurfræði við Royal Free
sjúkrahúsið þá skoðun í Ijós að
drykkjuskapur meðal kvenfólks
hefði miklu verri afleiðingar en
drykkjuskapur meðal karlmanna.
Sagði hún áhrif víns á vanfærar
konur hin skaðlegustu og myndi það
með títnanum valda úrkynjun, ef
að drykkjuskapur meðal kvenna
yrði almennur. Einnig hélt hún því
fram að siðleysi fylgdi jafnan
drykkjuskap.
Þessi sama kona hélt því fram að
í stað te-drykkju meðal kvenna af
æðri stættum, hefði nú komið vín-
drykkja og þætti það fínna.
Dame Louise Mcllroy hvatti til
þess að kvenfólk stofnaði bindindis-
félög sín á milli og beitti sér fyrir
þeim málum.
Lord Rowallon tók til máls á
þinginu og benti á það, að beztu
íþróttamenn Englendinga væru
bindindismenn. Þakkaði hann það
bindindismönnum hvað Bretar
standa nú framarlega í öllum íþrótt-
um.
Verkfalli lokið
Verkfallinu stóra í vefnaðarverk-
smiðjum Bandaríkjanna mun nú
lokið. Sagt er að 13 manns hafi
verið drepið á meðan á verkfall-
inu stóð og miklar skemdir urðu á
ýmsum verksmiðjum.
Bandaríkjastjórninni tókst að
binda enda á verkfallið, er hún lof-
aði að taka kröfu verkamanna til
athugunar. Verkfallið sýndi að
verkalýðsfélögin eru orðin mjög
sterk í þessum iðnaði og verður í
framtíðinni að taka tillögur þeirra
til greina. Aftur á móti er sigur
þeirra ekki mikill þar sem vinnu-
veitendur neituðu að viðurkenna
rétt verkalýðsfélaganna til að semja.
Hvort að Bandaríkjastjórninni
tekst að koma á vinnufriði er enn
óvíst.
Eftir fréttum að dæma er útlit
fyrir að námumenn í South Wales
hefji verkfall bráðlega. Samningar
hafa enn ekki náðst á milli verkveit-
enda og námumanna, sem heimta
kauphækkun. Um 130,000 manns
segja upp vinnu, ef til verkfalls
kemur.