Lögberg - 15.11.1934, Blaðsíða 5

Lögberg - 15.11.1934, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 15. NÓVEMBER, 1934. 5 Greiði atkvæði með JOHN QUEEN sem borgarátjóra og V. B. ANDERSON og J. SIMPKIN sem bæjarfulltrúa fyrir 2. kjördeild Til skólaráðs—H. B. SMITH Frambjóðendur hins óháða verkamannaflokks. JOHN QUEEN, borgarstjóraefni hins óháða verka- mannáflokks við kosningar þær til bæjarráðs, er fram fara á föstu- daginn þann 23. þ. m. vöxnu, góðu og trygglyndu dýr. Þeir finna kraftana þverra, en þeir eru glaðir og ánægðir, vegna þess að þeim líður vel, og þurfa ekki fram- ar neitt að starfa. Það er svo in- dælt að vita af þessu og finna það. En þeir eru kvíðnir og hræddir við aS falla fyrir aldur fram. Um það á eg ógleymanlega endurminning: Switser Lyngbye, konferenzráð, var látinn, og hafði lagt svo fyrir, að hestur hans' yrði ekki seldur að honum látnum. Það var því ekki um annað að velja, en fella hestinn þess vegna varð mín þunga byrði, dag einn, að teyma hann í slátur- húsið, þar sem hann átti að skjót- ast. En hesturinn var, svo að segja, óteymandi heiman frá. Hann vissi hvað til stóð. Aldrei hefi eg gengiö þyngri spor, og með mestu erfiðismunum kom eg hestinum alla leið. Þegar inn i slát- urhúsið kom, dró eg upp úr vasa mínum sætindi, og gaf honum, en hann snerti það varla, heldur mændi sorgbitinn á mig, stórum, gljáandi augum. Þá gat eg ekki lengur tára bundist og ruddist út, en á flótt- anum sá eg hvernig blessað dýrið sveigði höfuðið, og fylgdi mér með augunum ... Svo var bundið um augu hans . . . og skotið reið af. En eg veit með vissu, að síðustu hugsanir hans voru hjá mér. Næstu nótt varð mér ekki svefnsamt. Menn geta hlegið að mér, þess vegna,—eg er nú einu sinni þannig gerður, og öðruvísi ekki. Sá, sem alið hefir allan sinn aldur á meðal hesta, eins og eg hefi gert, hann hlýtur að unna þeim hugástum.” —Dýraverndarinn. Orð, sem ekki gleymast Fyrir nokkrum árum kom út bók á ítölsku, sem var þýdd á ótal tungumál. Ilöfundurinn heitir Giovatli Papini. Varð hann stór- frægur fyrir þetta ritverk sitt. Er það æfisaga Krists. Kafli sá, sem fylgir er út af spádómi frelsarans um endurkomu hans og endir ver- aldar. Frelsarinn telur til ýmsa við- burði, sem munu gerast fyrir end- urkomu hans. (Sjá Matt. 24). Læri- sveinarnir spurðu : “Hvert er tákn tilkomu þinnar og enda veraldar?” Hvað mun nú óliðið af þeirri tíð, sem er undanfari tilkomu Drottins. Verðum vér, sem nú njótum sólar- ljóssins í tölu þeirra lifandi, þegar sá atburður gerist? Eða verða börn vor og barnabörn til þess að sjá þessa atburði, eftir að vér er- um orpnir mold og ösku? Viðburðir þeir, sem frelsarinn telur tákn endurkomu sinnar eru meðal annars: Gyðingaríkð líður undir lok; Jerúsalemsborg er refs- að og musterið eyðilagt; margir falsspámenn koma og afvegaleiða marga. Þessar ræður Drottins innihalda bæ5i eyðing Júðríkisins og endir heims, þótt hann tali um það óað- greint. Spádómurinn um Júðaríkið rætt- ist bókstaflega hér um bil fjörutíu árum eftir að Kristur var kross- festur. Hvenær endurkomu hans ber aS, veit enginn. Falskristar, spámenn og postul- ar, skriðu út úr fylgsnum sínum og fyltu Júdeu. Uppreisn gegn Róm- verjum og innanlands óeirð logaði um alt landið. Jerúsalem og helgi- dómur Guðs flaut í blóði. Cestus Galbus hinn rómverski hershöfð- ingi settist um borgina, en varð að hverfa frá og bíða ósigur. Þá mint- ust kristnir menn orða frelsarans, sem voru til heimilis í Jerúsalem, og flýðu til Pelabæjar, sem er norð- an og austan við Jórdaná. Samkvæmt fyrirskipunum Vesp- asian keisara, settist Titus sonur hans um Jerúsalem. Hófst um- sátrið á páskadaginn árið 70. Nú gengu í garð hræðilegir dagar. Menn bárust á banaspjótum innan borgar. Hungur var svo mikið, að mæður lögðu hönd á lífsafkvæmi sín sér til viðurværis. Borgin féll í hendur Titusar og musterið var brent. Mikill hluti borgarbúa var tekinn af lífi með því að krossfest- ast og högginn, eftir að við þraut til krossgerðar. Óteljandi grúi var seldur í þrældóm. Jóhannes postuli og margir aðrir voru enn á lífi, þeg- Greiðið atlcvæði með George R. BELTON sem bæjarfulltrúa fyrir 2. kjördeild; iáihugamanni um bæjarmál. Merkið töluna 1 við nafn hans á listanum ar þessir atburðir gerðust. Margir heyrðu ræðu frelsarans um þessa atburði og voru þeir sjónarvottar þess, hve nákvæmlega rættust orð frelsarans. Guðsmorðingjarnir höfðu meðtekið refsingu sina, eftir því sem frelsarinn spáði. Musterið lág í rústuip og þjónar þess voru tvístraðir um allar jarðir. Spádómurinn um heimsendi hefir ekki ræst enn. Hvenær mun koma að þeirri stundu, þegar Guðs sonur birtst í skýjum himinsins og englar boða komu hans með snjöllum lúðraþyt ? Drottinn segir að, enginn geti verið viss um hvenær sú stund rennur upp. Hann segist muni koma eins óvænt og elding; eins og hús- ráðandi, sem fer i langferð og kem- ur heim aftur án fyrirvara. Vér verðum að vera vakandi og vel und- irbúnir að taka á móti honum, þegar hann kemur. En þótt frelsarinn ákveði ekki vissan dag tilkomu sinnar, getur han þó um ýmislegt, sem ber við áður en hann kemur. Er aðallega um tvent að ræða: Gleðiboðskap- urinn skal berast öllum þjóðum og Jerúsalem skal ekki fótum troðin af heiðingjum. Þetta tvent hefir þegar ræzt á okkar tið. Ef til vill er ekki langt að bíða hins mikla og dýrðlega dags Drottins. Það er ekki nokkur þjóð til, hvort sem hún telst á háu eða lágu menn- ingarstigi, að sporgöngumenn post- ulanna hafi ekki flutt meðal hennar guðlegan boðskap. 1918 voru Mú- hameðstrúarmenn sviftir umráðum Jerúsalemsborgar og talað er um að koma á stofn gyðingaríki í landinu. Samkvæmt orðum Hósea spámanns, er ekki dags Drottins lengi aS bíða, eftir að ísraelsmenn hylla son Da- víðs *og snúa sér óttafullir til Guðs allrar miskunnar. Ef að spádómar frelsarans um heimsendi rætast eins nákvæmlega, eins og rættust spádómar hans um eyðilegging Jerúsalemsborgar, fer naumast hjá því, að þess er ekki lengi að bíða. Nú standa þjóðir á öndverðum meið og berast á banaspjótum. Jarðskjálftar, landfarsóttir, bjarg- arleysi og margskonar viðsjár meðal manna veldur margskonar flokka- drætti. Um hundruð ára hefir boð- skapur frelsarans verið boðaður á nálega öllum tungumálum heimsns. Og enn ber að minnast orða frels- arans: “En eins og á dögum Nóa, þannig mun verða tilkoma -mannsins sonar; því að eins og menn á þeim dögum, átu og drukku, kvæntust og giftust, alt til þess dags, er Nói gekk inn í örkina, og visssu eigi af fyr en flóðið kom og tók alla, — þannig mun verða tilkoma mannsins sonar. Sömuleiðis eins og var á dögum Lots: menn átu, drukku, keyptu, seldu, plöntuðu og reistu hús, en á þeim degi, er Lot fór úr Sódómu, rigndi eldi og brennisteini af himni og tortýmndi þeim öllum. Eins mun verða á þeim degi, er mannsins son- ur opinberast. Þetta eru daglegir viðburðir nú á dögum. Menn eta og drekka, gift- ast og koma upp afkvæmum, kaupa og selja, sitja við skriftir og leika. Nálega enginn man eftir honum, sem kemur óvænt að næturlagi. Enginn býr sig undir að taka á móti herra hirnins og jarðar, en einn er konungur konunganna og drottinn drotnanna. Hann mun koma að öllum óvænt. Enginn horfir til lofts, ef vera kynni að sæist blika frá austri eldingarljós tilkomu Dróttins. Hið sýnilega líf manna sýnist nú a dögum svipað óráðsdraumum manns, sem haldinn er af ólæknan- legri hitaveiki. Menn virðast vak- andi að vísu, vegna þess að þeir eru á sífeldu flugi fram og aftur. Þeir leggja alla ástundun á þá hluti, sem eru mold og aska og þar að auki skaðsamlegir. Þeim er aldrei litið til himins, en þeir eru hræddir hver við annan, þó að þeir séu bræður. Ef til vill bíða þeir þess, að vera vaktir á síðustu stundu af þeim, sem eru dánir fyrir löngu síðan, sem líka munu rísa upp, þegar hinn upp- risni Drottinn kemur. N. ó. C. þýddi. ‘ ‘ Sigurinn er venja hans.” Til borgarstjóra greiðið atkvæði með Bæjarfulltrúa ri Merkið þannig gagnvart nafni hans I Brot úr ferðasögu Eftir Knút Arngrímsson. (Passíusálmarnir á þýzku) . . . Póstbíllinn, sem gengur milli Gleidingen og Sehnde, brunar eftir þjóðveginum. Óslitnar raðir af eplatrjám og perutrjám með full- þroskuðum ávöxtum standa með- fram veginum á báðar hendur. Með alllöngum millibilum koma sveita- þorpin í ljós innan um rennsléttar akurbreiður. Við sjóndeildarhring- inn gnæfa rjúkandi verksmiðju- reykháfar við himin. Öldótt sléttan mókir í brennandi hádegisskmi. Eitt af þessum rauðu múrsteins- húsaþorpum heitir Wirringen, og þangað er ferðinni heitið þennan sólríka septemberdag. Á viðkomu- staS póstbílsins við þorpsjaðarinn þarf eg einskis að spyrja, þvi mað- urinn, sem við ætlum að hitta, stendur þar og býður okkur velkom- in. Það er Wilhelm Klose, prestur, hinn góðkunni íslandsvinur. Hann bíður okkar þarna við veginn og fylgir okkur heim til sín, kvikur á fæti, sem korungur væri, þótt hann sé nú orðinn 77 ára. Elest blóm og tré, sem fyrir augu ber þarna í Neder-Sachsen, eru annarar tegundar en títt er um gróð- urfar norður á Fróni, en í garðin- um við dyr prestssetursins í Wir- ringen standa stofnbein og limfög- ur birkitré, og ilmur þeirra minnir á ilminn í Vaglaskógi. 1 skrifstofu prestsins er einn bókaskápur með eintómum bókum á íslenzku eða um ísland, og íslenzki fáninn stendur á borðinu, þegar sezt er að snæðingi. “Eg hefi miklar mætur á, að ís- lendingar komi til mín,” segir Wil- helm Klose. Það hefir vist heldur ekki liðið svo ár um langa hrið, að Islendingur hafi ekki komið á þetta heimili, og sumir hafa dvalið þar langvistum. Gestrisni þeirra hjón- anna hygg eg enginn muni geta gleymt, sem hennar hefir notið. Wilhelm Klose hefir lagt sig mjög eftir tungu og bókmentum Norður- landaþjóða. Hann er skáld gott, og hefir þýtt á móðurmál sitt f jölda af kvæðum af Norðurlandamálum. Þar á meðal eru mörg íslenzk kvæði, sem hann hefir þýtt af mikilli prýði. Er allmikl syrpa af þessum þýðing- um geymd í handriti á Landsbóka- safninu. Sumarið 1029 tók hann sér ferð á hendur til íslands, og ferðaðist þar um i 6 vikur. Er honum mjög ljúft umræðuefni að rifja upp minning- arnar frá þeirri ferð, og er aðdá- unarvert, hve miklum kynnum hann hefir náð af landi og þjóð með jafn. stuttri viðdvöl. “Hér hefi eg dálítið, sem þér haf- ið ef til vill gaman af að skoða,” segir hann við mig og réttir mér all-stórt handrit. Eg tek að grensl- ast eftir, hvað handrit þetta hafi að geyma, og ekki verður forvitni mín og undrun minni, er eg sé, að þetta er þýzk þýðing af Passíusálmunum. “Tvö undanfarin ár hefi eg unn- ið að þessari þýðingu og nú er henni lokið,” segir öldungurinn og sigur- gleði ljómar í ljúfmannlegu andliti hans. Hann les mér nokkra sálma. Þýðinguna virðist hvergi bresta trúnaö vð frumheilclina. Hugsun Hallgríms virðist hvergi seld með afslætti. í þýzkabúningnum birtist hún ylrík og innileg, lík og í ís- lenzku orðunum, sem Hallgrímur reifaði hana í. Og hljómur ljóð- anna er undarlega íslenzkur. Til þess að láta sem mest af hinu ís- lenzka haldast í þýðingunni hefir þvðandinn ekki talið það eftir sér, að ríma alla sálmana með stafrími, —stuðlum og höfuðstöfum. Sú rímregla er sérkenni íslenzks kVeð- skapar Á þýzku er yfirleitt ekki ort þannig. Þó biegður slíku fyrir hér og þar í ljóðum þýzkra skálda, en þó ekki líkt því eins föstum regl- um bundið eins og í íslenzkum kveð- skap. í eyrum Þjóðverja gefa stuðlar og höfuðstafir ljóðum sér- kennilegan blæ. En mér er sagt, að þeim dyljist ekki fegurð slíkrar ljóðagerðar og sá þróttur, sem staf- rímið gefur hinu bundna máli. Þýðingunni fylgir all-langur inn- gangur eftir Wilhelm Klose, um ís- land, um æfi Hallgríms Pétursson- ar, um þýðingu Passísálmanna fyr- ir andlegt líf Islendinga, og vikur hann einnig að kenningúm Dr. Arne Möllers um uppruna sálmanna, og þeim þýðingum af þeim á önnur tungumál, sem gerðar hafa verið. Wilhelm Klose hefir unnið þetta verk í tvennuin tilgangi. Annars vegar vildi hann kynna þjóð sinni íslenzkan anda og íslenzkan bók- mentaf jársjóð. Hins vegar vildi hann gefa löndum sínum kost á að ausa af þeim gnægtabrunni krist- inna hugsana, sem í Passíusálmun- um er fólginn. Enn hefir ekki tek- ist að fá útgefanda að þýðingunni. Veldur því kreppa sú, er ríkir nú á sviði bókaútgáfu á Þýzkalandi sem annarsstaðar Er óskandi, að þess verði ekki langt að bíða, að þetta ágæta verk hins þýzka Islandsvinar komi fyrir almenningssjónir, og eigi sinn þátt í að kynna íslenzkan anda þeim, er þýzka tungu lesa. Munchen 20. sept. 1934. —Kirkjubl. Gjafir í ‘Jubilee, sjöðinn Á næsta kirkjuþingi verður minst fimtíu ára afmælis Hins. ev. lút. kirkjufélags Islendinga í Vestur- heimi. Aðal hlutverk kirkjufélags- ins er viðhald og efling kristnihalds í bygðum vorum. Það er vort heimatrúboð. Að borin sé fram frjáls afmælisgjöf til þess, auk hinna venjulegu árlegu tillaga til starfseminnar, á að vera einn þátt- ur í hátíðahaldinu næsta ár. Engin gjöf i sjóðinn má fara fram úr ein- um dollar frá hverjum einstaklingi, þó allar minni gjafir séu vel þegn- ar. Þar sem ástæður leyfa gætu margir eða allir meðlimir í fjöl- skyldu tekið þátt og væri það æski- legt, Áður auglýst .......$101.60 Safnað af J. J. Myres, Mountain, N. D. Freman Einarsson .......... 1.00 Árni F. Bjarnason.......... 1.00 Mrs. A. F. Björnson........ 1.00 Mr. og Mrs. Th. V. B.jörnson 0.50 V. A. Björnson . •..........0-5° Mr. og Mrs. Sten. Hanson. . 0.50 Guðmundur Jónasson ........ 0.50 G. B. Nupdal............... 0.25 H. G. Guðmundson .......... 1.00 O. G. Guðmundson .......... 1.00 Veiga Nupdal ...............0.70 H. K. Halldorson........... 0.50 Thos. Halldorson ...........0.50 Mrs. T. Halldorson .........0.50 Wm. Halldorson .............0.50 S. IT. Halldorson ........ 0.50 Louis Hillman ............. 1.00 W. G. Hillman ............ 1.00 Mrs. W. G. Hillman ........ 1.00 Halldór Björnson ...........0.50 Louis Byron ................ 1.00 F. A. Björnson ............ 1.00 Steve Hallgrimson .......... 1.00 Kristjana Sigurdson......... 1.00 J. K. Johnson............... 1.00 S. K. Johnson .............. 1.00 Björn Jonasson ............. 0.50 Mrs. Björn Jonasson .........0.50 J. A. Hanson................ i.oo G. A. Kristjanson.......... 1.00 Th. Steinolfson ............ 1.00 A. Olafson................_.. 1.00 Mrs. H. Olafson ............ 1.00 J. J. Myres...............*. 1.00 Mrs. J. J. Myres ........... 1.00 H. T. Hjaltalín............ 0.50 Miss Nanna M. Hjaltalín .... 0.25 S. T. Hjaltalín ............ 0.25 Sent til féhirðis: Mrs. G. K. Breckman, Lundar .................. 1.00 Mrs. Asdís Hinriksson, Gimli 1.00 Miss Guðrún Johnson ........ 1.00 Alls ................$133-55 Kvittað fyrir með þakklæti, S. O. Bjerring. 13. nóv., 1934. $1 0 fyrir 5c EINTJ sinni, segir gömul saga, stóð maður nokkur á gatnamðtum með bakka fullan af tlu dollara seðlum og ; bauð þá þeim sem fram hjá gengu fyr- ir fimm cent hvern. En hann seldi engan t Ailir hafa einhverntma heyrt þessa sögu. Sagan er sögð vanalegast til þess að sýna fram á að almenningur, yfir það heila tekið sé—ef vér megum nota það orð—fremur heimskur. Sleppa tækifæri til að fá tíu dollara fyrir nikkel?—en sú skynsemd! Aftur virð- ist oss að tilgangur sögunnar sé allur annar. Eiginlega það sem hún segir er það að þér getið ekki ndð viðskiftum rín þcss þér hafið öðlast tiltrú. Tíu dollara seðlarnir hafa áreiðanlega sýnst vera fullgildir þeim sem framhjá gengu í dæmisögunni. Engar hömlur voru lagðar á kaupskapinn, og alt virtist vera 100% rétt nema það—að þeir þektu ekki seljandann. Hafandi engln kynni af honum hikuðu þeir sér skyn- samlega við það, að hætta jafnvel nikkel, fyrir þenna varning hans. pótt hann byði þeim 20,000% ábata á kaup- unum, þá gat hann ekkert selt af því hann skorti TIL.TRÚ þeirra. Einhver hin mesta eign EATON’S, ef ekki hin allra mesta,—er tiltrúin er það hefir eignast um alt Vesturlandið. — Tiltrú er vaxið hefir upp með sameiginlegri virðingu er bæði hafa borið hvort fyrir öðru I meir en 25 ár. 1 huga Ibúa Vesturlandsins er vöruskrá EATON’S viðskiftastofnun — “markaðsskrá Can- ada” — hver staðhæfing hennar tekin sem algerlega ábyggileg og áreiðanleg —hver pöntun eftir henni gerð, með þeirri óbifanlegu sannfæringu, “að það sé áhættulaust að spara sér hjá EATON.” ST. EATON Cí.™. &eat ín ríllínd CLEANLINES5 OF PLANT AND PRODUCT Drewry’s OLD CABIN ALE established 1877 Phone 57 221 40 Hafið í huga hreinindi ölsins og; ölgerðarinnar

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.