Lögberg - 15.11.1934, Blaðsíða 7

Lögberg - 15.11.1934, Blaðsíða 7
LÖGBEÍRG, FIMTUDAGINN 15. NÓVEMBER, 1934. 7 MINNINGARORÐ ♦ ARNBJÖRG SIGURDSSON ii. apríl, 1851 — 29. október, 1934 Eins og getiÖ hefir veriÖ um áöur, lézt aÖ heimili dóttur sinnar, Sigrúnar, i GeysirbygÖ, þann 29. október síÖastliÖinn, ekkjan Arnbjörg SigurÖsson, kend við MelstaÖ í V íðinesbygð, á fjórða ári hins níunda tugar, fædd að Dagvarðareyri í Glæsi- bæjarsókn í Eyjafirði, þann 11. dag aprílmánaðar, árið 1851- Voru foreldrar hennar þau Jón Jónsson og Helga Jónsdóttir, er þar bjuggu. Þann 20. október, árið 1872, giftist Arnbjörg Jósepi Sig- urðssyni frá Dvergastöðum í Grundarsóksn, og fluttust þau hjón til Vesturheims, 1876; bólfestu tóku þau sér i Árnesbygð í Nýja íslandi, þar sem heitir að Strönd. Eftir fimm ára dvöl þar, fluttu þau sig búferlum til Víðinesbygðar og námu land að Melstað; þar lézt Jósep hinn 15. febrúar 1916; dvaldi Arnbjörg til skiftis hjá börnum sínum upp frá því. Þeim Jósepi og Arn- björgu búnaðist vel, og nutu þau almennra vinsælda í bygöarlagi sínu. Arnbjörg heitir lætur eftir sig sex börn i eftirgreindri aldursröð: Hólmfríður, gift Hróbjarti Helgasyni; Jón Helgi, kvæntur Önnu Erlendsson, búsettur að Gimli; Sigrún Pálína Gíslason, gi-ft Guðmundi Gíslasyni bónda á Gilsbakka í Geysir- bygð; Josepbina, gift Jóni B. Johnson að Birkinesi norðan við Gimli; Óli, búandi að Melstað; átti fyrir konu Rósu Thompson, sem lézt árið 1929; Sigmundur, stundar fiskiveiðar, kvæntur Margréti Sigurðsson, Gimli. — Eina systur á Arnbjörg á lífi, Stefaniu, konu Óskars Elíassonar í Dalvík í Eyjafjarðarsýslu; fjögur systkini voru á undan henni gengn grafarveg, Guðrún, Elín, Jón og Anna. Öll eru börn þeirra Arnbjargar og Jóseps hin mannvænlegustu og njóta virðingar í héraði. Arnbjörg heitin var fríðleikskona hin mesta og prúð í fasi; hreinlynd og hjartagóð. Með láti hennar lauk langri og starf- samri æfi islenzkrar sæmdarkonu, er sinn góða hlut átti í fegrun landnáms íslendinga við Winnipegvatn. Jarðarför Arnbjargar fór fram á föstudaginn þann 2. þ. m. Flutti séra Jóhann Bjarnason húskveðju á Gilsbakka og stýrði kveðjuathöfn í kirkju Gimli safnaðar. Hin framliðna var lögð til hvílu í Kjarna grafreit í Víöinesbygð. Einar P. Jónsson. Arnbjörg Signrðsson frá Mdstad, undir nafni barna hennar. Mæt er morgunstundin; Mætur æskudraumur; Mæt er móðurástin, Mætust allra dygða. Mjög oft lítils metin, Margir henni gleyma, Guðs þó er hún eðlis, Öllum gæðum fegri. Þú með sól í sálu Sannleiks dygð oss kendir, Svo með Guði gætum Gengið æfi vora. Minning þína, móðir,. Munum ávalt geyma; Þökk, ó, hjartans þakkir Þína ást og mildi. Hvíl hér nú í friði, Hjartakæra móðir; GuS oss allra gæti Gegnum lífs andstreymi. Lárns Arnason. GIGTVEIKI Skjótur bati með reyndu Iœknis- lyfi. 75c öskjur gefins paB er engin ástæða til að dragast með gigt og allar þær kvalir og ðþæg- indi, sem henni fylgja, þegar svo auð- velt er að fá meðal, sem læknað hefir þúsundir manna af gigtveiki. Hvað vond sem gigtin er ættir þú ekki að hætta að gera þér vonir um bata. Jafnvel þð engin önnur meðul hafi gagnað, þá get- ur vel verið að Delano’s Rheumatic Conqueror, sé einmitt rétta meðalið fyr- ir þig, og til þess þú getir reynt það þér að kostnaðarlausu, bjððum vér að senda þér ókcypis 75c pakka, fulla stœrð. Hraðaðu þér og sendu strax nafn þitt og utanáskrift til P. H. Delano, 1814-L Mutual Life Bldg., 455 Craig Street W. Montreal. Ef þér þðknast, getur þú sent lOc eða frímerki til að hjálpa til að borga pðstgjaldið. Heybruni á Ströndum. Um kl. 7 í morgun varð vart við eld í heyhlöSu á Stóra-EjarSarhorni í KollafirSi í Strandasýslu. Hiti hafÖi verið í heyinu og haföi fyrir tveim dögum veriÖ gerÖ í þaÖ geil, hálfur annar metri á dýpt. Þegar eldsins varÖ vart var geilin alelda. Menn af næstu bæjum komu til bjargar, en um 200 hestar af töðu og eyrarheyi brunnu eða ónýttust. Ifeyiö var eign Alfreðs Halldórs- sonar bónda þar. Hlaðan er úr steini með járnþaki og skemdist lítið.—Nýja dagbl. 25. okt. _____________________ Sölufélagið á Seyðisfirði lét slétra í haust 2,837 sauðfjár. Kjöt þessa fjór vóg 33,35° kg- Eitt hundrað og ein tunna var söltuð til útflutnings, en hitt var nærfelt alt selt í bænum. Auk þessa slátra bæjarbúar alt að i,cxx> sauðfjár, er þeir eiga sjálfir. Sildveiðaflotinn. — Samkvæmt nefndaráliti frá sjávarútvegsnefnd Fiskiþingsins er “skipakostur lands- manna, sem stundað getur síldveið- ar, sem hér segir: 28 togarar, 30 línuveiðagufuskip og 69 mótorbátar yfir 30 lestir.” —Nýja dagbl. 25. okt. Eilífur mætti lækninum á götu —Æ, það er hepilegt að eg skyldi rekast á yður lwknir. Eg er svo máttlaus að eg get varla gengið. Hvað ráðleggið þér mér? —Að fá yður bíl. Sagan af Þrastarskeggja konungi Frá því er sagt, að einu sinni var konungur, sem átti sér dóttur und- urfríða sýnum, en svo drambláta að henni þótti engihn biðill vera sér fullboðinn. Hún hryggbraut hvern eftir annan og gerði háð að þeim í tilbót. Einu sinni lét konungur fyr- irbúa hina veglegustu veizlu og bauð til öllum sem á kvonbænir hugðu. Var þeim öllum raðað eftir stétt og virðingu, fyrstir og fremstir voru konungar, þar næst hertogar, furstar, greifar og barónar, en að- alsmenn síðastir. Var svo kóngs- dóttir leidd eftir röðinni fyrir hvern og einn og haföi hún eitthvað að setja út á þá alla. Einn þótti henni vera of digur, hann kajlaði hún “vínkeraldið”; annar var of lang- ur, hann' kallaði hún slöttólf og slána. Þriðji var of stuttur, hann kallaði hún stúf og stubbaramenni. Fjórði var fölleitur; “bleikur sem Dauðinn sjálfur,” sagði hún. Fimti var of rauður; “haninn með rauða kambinn,” kallaði hún hann. Sá sjötti var ekki nógu beinvaxinn og likti hiún honum við birkikræklu skrælnaða og í eldinn hæfa. Og svona fann hún sitt að hverjum, en einkum dró hún dár aö einum góð- um konungi, sem stóð ofarléga í röðinni og hafði nokkuð álkulega höku. “Já, já,”- sagði hún, “sá hef- ir höku sem þröstur hefir nef,” og var hann upp frá því kallaður Þrastarskeggi. En er kóngurinn gamli sá, að dóttir hans gerði ekki nema háð og spott að mönnunum og smáði biðlana alla, sem þar voru saman komnir, þá reiddist hann og sór þess dýran eið að hann skyldi gifta hana þeim fyrsta ölmusu- manni, sem kæmi að sínum dyrum. Tveimur dögum síðar bar svo til aö farandfiðlari nokkur tók að syngja neðan við hallargluggana; hann gerði það til þess að fá ölm- usu. Það heyrði konungurinn og mælti: “Látið hann kotna upp hingað.” Kemur nú fiðlarinn inn í salinn, óhreinn og illa til fara og leikur á íiðluna og syngur fyrir konungin- um og dóttur hans og þar á eftir beiðist hann gjafar nokkurrar. Þá mælti konungur: “Af svip þínum og ásýnd sé eg það, að þú hefir góðan mann að geyma og vil eg gifta þér dóttur mína.” Kóngsdótturinni varö hverft við, en kóngurinn sagði: “Eg hefi svarið, að gifta þig þeim fyrsta förumanni, sem eg hitti og þann eið skal eg halda.” Hér stoðaði engin bón, presturinn var sóttur þegar í stað og kóngsdótt- irin varð að sætta sig við að vera gefin saman við við fiðlarann. Að því búnu mælti konungur: “Héðan af sæmir ekki, að þú sért lengur í höll minni; þú getur nú farið héðan burt með bónda þinum.” Förumaðurinn fór nú af stað með hana og komu þau í skóg einn mikinn. Þá mælti hún: “Æ, hver á skóginn þykkva þann ?” “Ilann Þrastarskeggi kóngur á hann,” svaraði fiðlarinn og bætti við: “Nú ættirðu skóginn, ef sjóla ei hefðir smáð.” “Æ, þess er eg aum, mér þungt böl jók, Að Þrastarskeggja eg ekki tók.” Því næst lá leiö þeirra yfir flæm- isvíðar engjar og spurði hún þá aftur: “Æ, hver á engjarnar þessar þá?” “Hann Þrastarskeggi kóngur þær á. Nú ættirðu þær, ef sjóla ei hefðir smáð!” “Æ, þess er eg aum, mér þungt böl jók Að Þrastarskeggja eg ekki tók.” Siðan fóru þau gegnum stórborg eina og spurði hún þá enn: “Og hvers er stórfagri staðurinn sá ?” “Þann staðinn hann Þrastar- skeggi á, Þú ættir hann nú, ef sjóla ei hefðir smáð!” “Æ, þess er eg aum, mér þungt böl jók Að Þrastarskeggja eg ekki tók.” “Mér líkar ekki,” sagði fiðlarinn, “að þú ert alt af að óska eftir öör- um manni er eg ekki fullgóður handa þér?” Loksins komu þau að litlu húsi og varð henni að orði: “Æ, drottinn minn, hvilíkt húsa- kríli, Her skyldi eiga þar veraldar- I býli ?” “Það er húsið okkar beggja, þar sem- við eigum að hýrast saman,” sagði fiðlarinn. “Hvar eru þjónarnir?” spurði kóngsdóttir. “Þjónarnir,” svaraði maðurinn, “það sem þú vilt að gert sé, það verður þú sjálf að gera. Kveiktu strax upp og láttu vatn i pottinn og eldaðu handa mér matinn; eg er svo dasaður eftir ferðina.” En konungsdóttir kunni ekkert að elda- mensku eða matargerð og varð fiðl- arinn sjálfur að hjálpa til svo eitt- hvað gengi. Þegar þau höfðu snætt kvöldverð, heldur litilf jörlegan, lögðust þau til hvíldar, en morgun- inn eftir rak hann hana snemma á fætur til innanhúss starfa. Liðu svö fáeinir dagar, aö þau lifðu ofur ein- falt og eyddu því, er þau höfðu til. Þá mælti maðurinn: “Ekki tjáir þetta lengur, kona. Við eyðum hér öllu og vinnum okkur ekkert inn; þú verður að fara að ríða karfir.” Fór hún síðan út, skar píliviðar- kvisti og kom heim með þá. “Það sé eg, að ekki lætur þér þetta verk,” mælti hann, “reyndu heldur að spinna, þú kant það lík- lega betur.” Settist hún þá við aö spinna, en þráðurinn spanst snarpar og meiddi mjúka fingurna svo að blæddi úr. “Sérðu nú,” mælti maðurinn, I “þú ert handónýt til allrar vinnu, illa tókst til, að eg fór að eiga þig. Nú ætla eg að reyna að láta þig verzla með leirker, skaltu setjast á torgið og hafa þar varning þinn á boðstólum.” “Æ,” hugsaði hún með sér, þeg- ar menn úr ríjkí föður míns koma á ! torgið og sjá mig sitja þar og selja, ! þá munu þeir hafa mig að spotti.” En hér var ekkert undanfæri, hún ! varð að láta undan eða að öðrum kosti deyja úr hungri. | Þetta gekk nú vel fyrst í stað, því konan var fríð og keyptu menn fúslega af henni og borguðu eins og , hún setti upp; meira að segja borg- | uðu sumir fult verð og létu hana halda leirkerunum. Lifðu þau nú í bráð á þvi, sem henni innhendist j við söluna og keypti maðurinn nýj- ar leirvörubirgðir; settist konan þá I á torghornið og raðaði leirkerunum | í kringum sig og bauð þau til kaups. j Þá kom alt í einu drukkinn riddari j þeysandi yfir leirkerabreiðuna svo alt fór í þúsund mola. Fór hún þá að gráta og vissi ekki í angist sinni hvað hún átti til bragðs að taka. “Æ, hvernig á þetta að fara?” kallaði hún upp, “hvað ætli maður- inn minn segi ?” Illjóp hún þá óðara heim og sagði honum frá slysi sínu. “En hvað varstu líka að hugsa, kona, að setjast á torghornið með leirkeravarninginn,” sagði maður- inn, “en liættu að gráta, eg sé að þér verður ekki trúað fyrir nokkru verki svo gagn sé að, en nú hefi eg leitast fyrir í höllinni kóngsins okk- ar og spurt þá, sem þar eru 'fyrir, hvort þeir þurfi ekki á eldabusku að halda og hafa þeir lofað mér að taka þig til þess starfa gegn því að þú fáir ókeypis fæði.” Nú gerðist kóngsdóttirin elda- buska og varð að ganga soðgreifan- um til handa og vinna öll erfiðustu verkin Tróð hún tveimur krukk- um niður i tvo vasa innanklæða sinn hvoru megin ; lét hún í þær það, sem hún fékk af matarleifum,'fór svo heim með það og á því lifðu hjónin. Nú bar svo til að vera skyldi brúðkaup elsta kóngssonarins; gekk þ,r vesalings konan upp í kóngs- höllina, stóð fyrir salsdyrutn og horfði á. Nú sem kveikt var á öll- um ljósum og menn tóku inn að ganga og hver þeirra var öðrum fríðari og glæsilegri og alt Ijómaði af skrauti og viðhöfn, þá hugsaði hún með hreldu hjarta um forlög sín og bölvaði hroka sinum og of- drambi, sem hafði steypt henni í ŒFIMINNING ♦ GUDRON GRIMSDÓTTIR JOHNSON 15. október, 1848 — 13. maí 1934. Á heimili sonar síns og tengdadóttur, stórbýlinu Birkinesi, skamt norðan við Gimli, lézt í hárri elli merkiskonan Guðrún Grímsdóttir Johnson. Var hún fædd á Bjarnarstöðum í Grimsey á Skjálfanda, þ. 15 dag októbermánaðar, árið 1848. Foreldrar hennar voru þau Grímur Grímsson og Sigríður Vigfúsdóttir. Föður sinn misti Guðrún, er hún var á fyrsta ári, en var tekin í fóstur af þeim Þorkeli Torfasyni og Kristbjörgu Jónsdóttur, er bjuggu að Laugaseli í Reykjadal i Suður-Þingeyjarsýslu, er hún var átta ára 46 aldri. Snemma fór Guðrún að vinna fyrir sér bæöi í Reykjadalnum og eins í Mývatnssveit. Austur til Vopnafjarðar fluttist hún nálægt þrítugsaldri, og giftist árið 1885, Bi'rni Jónssyni frá Teigi þar i sveit, er þá var ekkju- maður. Þau hjón fluttust vestur um haf árið 1892, 10. septem- ber, og settust að á Gimli; áttu þau þar skamma dvöl, fluttu sig suður í Víðinesbygð og bjuggu þar búi sínu í sextán ár; þar misti Guðrún mann sinn 1. júní árið 1901; var Björn fædd- ur 16. febrúar, 1845. Næstu níu árin frá láti manns síns bjó Guðrún á Mýrum sunnan við Gimli og svo önnur niu þar í bænum. Síðustu fimtán ár æfinnar dvaldi hún með syni sin- um Jóni bónda á Birkinesi og Josepbínu konu hans; naut hún þar hins mesta ástríkis.— Guörún lætur eftir sig þrjú börn: Jón, nefndan áður, kvæntan Josepbínu dóttur Jóseps Sigurðssonar frá Melstað í Viðinesbygð; Guðrúnu, gifta Vilhjálmi Árnasyni á Gimli, og Guðmund, kvæntan Kristínu Valgarðsson í Winnipeg. Stjúp- börn Guðrúnar eru þau Björn útgerðarmaður á Gimli og Stefanía McRitchie, búsett í Winnipeg. Öll eru börn Guðrún- ar miklum mannkostum gædd, og er hið sama um stjúpbörn hennar að segja; lagði hún mikla alúð við uppeldi barna sinna, sem og stjúpbarnanna tveggja, er hún gekk i góðrar móöur stað. Guðrún heitin var regluleg kvenhetja; aldur sinn bar hún með fágætum og hélt óskiftu atgervi til hinstu stundar; hún var gáfukona; sál hennar ljóðræn og viðkvæm fyrir því, sem fagurt var. Skapgerð Guðrúnar einkendu brjóstgæði og vilja- þrek. Sumt fólk, er háum aldri nær, verður einrænt og viðskila við æskuna. Guðrún fylti aldrei þann flokk; æskan hópaðist að henni til daganna enda. Jarðarför Guðrúnar á Birkinesi fór fram með húskveðju á heimilinu og kveðjuathöfn í kirkju Gimlisafnaðar, á miðviku- daginn þann 16. maí, að viðstöddu svo miklu fjölmenni að sjaldgæft mun vera í Gimlibæ. Tveir prestar, þeir séra Jóhann Bjarnason og séra Sigurður Ólafsson, tóku þátt í kveðjuat- höfninni. , Lík Guðrúnar var jarðsett við hlið manns hennar í Kjarna- grafreit í hinni yndislegustu sólskinsblíðu. Hún var ljóselsk kona, er ferðast hafði sólarmegin í lífinu, langa og athafnaríka æfi. Einar P. Jónsson. þessa niðurlægingu og örbirgð. Af krásum þeim, sem bornar voru inn og út aftur, laumuðu þjónustu- mennirnir ýmsu að henni, sinu sinni hverju, og lét hún það í krukkur sínar og ætlaði að fara heim með það. Þá kemur þar alt í einu kóngssonurinn í gullskreyttum klæö_ um og er hann sér hina fríðu konu standa þarna við dyrnar þá vill hann dansa við hana og tekur í liönd hennar. En hún vill það ekki og verður hrædd, því hún sér að þetta er enginn annar en Þrastarskeggi konungur sem hafði beðið hennar, en hún frávisað með háði og spotti. En er hún spertist á móti, þá dró | hann hana inn i salinn, en við það raknaði bandið, sem hélt vösunum, svo krukkurnar ultu niöur, en súp- an rann út á gólfið og matarmol- arnir fóru á víð og dreif. Og er menn sáu þetta kom upp hlátur mikill og var nú dregið hið mesta dár að henni og svo varð hún sneypt að heldur mundi húti hafa kosið að vera komin langt niður í jörðina, en að verða fyrir annari eins hneisu. Hún hljóp af stað og út um dyrn- ar og ætlaði að flýja, en ruSur einn náði henni á riðinu og kom með hana aftur, og er hún virti hann fyr- ir sér þá sá hún, aö hann var Þrast- arskeggi sjálfur. Talaði hann vin- gjarnlega til hennar og mælti: “Vertu óhræddur; eg og fiðlar- inn, sem hjó með þér i húskofanum, erum einn og sami maður. Það var af ást til þín sem eg tók mér fiðlaragerfið og eg var líka ridd- arinn, sem reið yfir leirkerin þín, svo að þau brotnuðu. En þetta var alt til þess gert aö refsa þér fyrir það, að þú sýndir slikt drembilæti og hæddir mig og spottaðir. En það er búið sem vel er, skulum við nú halda brullaup okkar.” Komu þá herbergismeyjarnar og færðu hana í dýrðlegustu skraut- klæði og faðir hennar kom með alla sítta hirðsveit og óskuðu allir henni ti! hamingju, er hún skyldi giftast slíkum höfðingja sem Þrastarskeggi konungur var. Tókst nú hinn mesti mannfagnaður og var ákaflega mik- ið um dýröir og vildi eg óska þess, I að við hefðum verið þar lika. (Stgr. Th. fýddi) —Vtsir. Tvccr kýr drepnar. Hræðilegt bifreiðarslys vildi til á Hafnarf jarðarveginum kl. 9 á sunnudagskvöldið. Bifreiðin RE 847 var á leið aö sunnan. Rétt við Hraunholtsbrúna sá bifreiðarst jórinn tvo menn á veg- inum og gaf hann merki. Viku þeir strax til hliðar og lét bílstjór- inn bifreiðina halda áfram. Kom þá í ljós, að þeir höfðu teymt stna kúna hvor, en ekki verið nógu fljót- jr að koma þeim af veginitm. Meiddust báðar kýrnar stórkostlega og drapst önnur þegar í stað. Hin var skotin strax og því varð við komið. Málið er i lögreglurannsókn í Hafnarfirði. Nýja dagbl. 23. okt.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.