Lögberg - 17.01.1935, Blaðsíða 2

Lögberg - 17.01.1935, Blaðsíða 2
2 LöGBERGr, FIMTUDAGINN 17. JANÚAR 1935. Stalin og Wells Á síðastliðnu sumri brá hinn vel- þekti rithöfundur og fræðiniaður H. G. Wells, sér til Moscovv, á fund Josef Stalin, til þess að ræða við hann um hinn mismunandi skilning manna á stefnu og útbreiðsluað- ferðum sósíalismans. Eftirfarandi er samræða þessara merku manna-—í lauslegri þýðingu, —eins og Wells hefir látið birta hana í blaðinu “The New States- man and Nation.” Eins og samræðan ber með sér, hafa þessir menn all-ólíkar skoðan- ir á þvi, hvaða aðferðir séu heppi- legastar til útbreiðslu sósialismans, meðal hinna ýmsu stétta borgaralegs mannfélags; og hvaða afstöðu sósíalisminn eigi að taka til stétta- baráttunnar. Þrátt fyrir það að augnamið beggja mannanna er í eðli sínu, að miklu leyti hið sama, er þó skilningur þeirra á því, hvaða að- ferðum skuli beita til útbreiðslu sósialismans, mjög ólíkar. Wells: Eg er þér mjög þakklát- ur, Mr. Stalin, fyrir að gefa mér tækifæri til að koma á þinn fund, og ræða við þig um hið mikla á- hugamál mannanna, sósíalismann. Eg fór til I’andaríkjanna í sumar, og átti fangt samtal við Roosevelt forseta; eg reyndi að fræðast um, hver stefna hans væri til mannfé- lagsmálanna. Nú er eg kotninn á þinn fund í hinuni sömu erinda- gerðum, til að fræðast um hvað þú sért að hafast að, í hinu mikla um- bótastarfi mannfélags fyrirkomu- lagsins. Stalin: Það er nú ekki mikið, sem stendur,- Wells: Eg ferðast um heiminn sem hver annar óbreyttur alþýðu- maður, og reyni, sem slíkur að gera mér grein fyrir hvað fram er að fara meðal hinna ýmsu þjóða. Stalm: Sltkur athafna- og áhrifa- maður sem þú ert, ferðast ekki sem hver algengur alþýðumaður. Auð- vitað verður saga framtíðarinnar að skera úr því, hversu þýðingarmikill þessi eða hinn hefir verið fyrir vel- ferð mannanna. En hvað um það, þú litur ekki á heiminn með augum hins umkomulausa alþýðumanns. Wells: Eg er ekki að gera mér upp neina auðmýkt með því sem eg sagði. Það sem eg meina er það, að eg sé að reyna að sjá heiminn frá sjónarmiði hins óbreytta al- þýðumanns, en ekki sem pólitískur flokksmaður, eða valdsmaður í á- byrgðarmikilli stöðu. Ferð mín til Bandaríkjanna í sumar, opnaði fyrir mér ný viðhorf. Hið gamla hagfræðis fyrirkomulag þar riðar til falls, og nú er unnið að því að koma á nýju og skipulags- bundnara hagsmuna fyrirkomulagi. Lenin sagði: “Við verður að læra að starfa,” læra starfsaðferðirnar frá kapítalistunum. En nú verða kapítalistarnir að læra af þér, að gera sér grein fyrir og skilja hug- sjónir sósíalismans. Mér virðist að það, sem er að ské í Bandaríkjun- um, sé að nýtt hagsmuna fyrirkomu- lag bygt á öðrum grundvelli, en það sem er, sé í smíðum, sem svarar til hinnar skipUlagsbundnu hagsstefnu sósíalista. Þú og Mr. Roosevelt hófuð starf ykkar undir ólíkum kringumstæðum, og viðfangsefnin voru að sama skapi ólík, en er samt sem áður ekki skyldleiki í hugsjón- um og tilgangi milli Washington og Moscow ? Eg sá það sama vera að gerast í Washington, sem er verið að gera hér. Þeir voru að setja á stofn fjölda nýrra embætta, til þess að halda á betri reglu og nákvæm- ara eftirliti; þeir eru að koma í framkvæmd því, sem þá hefir lengi vantað; sem er skipulagsbundin þegnþjónusta. Þeir þurfa eins og þið, á lægni og vitsmunalegri fyrir- hyggju að halda. Stalin : Bandaríkin hafa alt annað augnamið en vér. Viðfangsefni Ameríkumanna er sprottið af hags. munalegri kreppu; augnamið þeirra er að stöðva eða koma í veg fyrir áframhaldandi fjármálahrun, það sem þeir kalla að brjóta “kreppuna,” og það með því að hlúa að gróða- fyrirtækjum, stór-kapítalistanna, án þess að breyta nokkuð þvi hagfræð. isfyrirkomulagi, sem þar er. Það sem þeir eru að gera, er að reyna að stöðva eða draga úr því hagsmuna- lega tjóni, sem starfar af þeirra eigin fjármála fyrirkomulagi. Hér, aftur á móti, eins og þú veist, var hið gamla fjármálafyrir- komulag með öllu þurkað út, og í stað þess höfum vér bygt upp alveg nýtt hagsmunafyrirkomulag, á alt öðrum og ólíkum grundvelli. Jafnvel þó Abmeríkumönnum, að einhverju leyti hepnist að ná tilgangi sínum, þ. e., að koma í veg fyrir framhaldandi f jármálakreppu, þá samt sem áður uppræta þeir ekki þá rót, er slíkri fjárhagskreppu veld- ur. Þeir virðast vera að vernda og viðhalda því hagfræðisfyrirkomu- lagi, sem óhjákvæmilega leiðir af sér, og getur ekki annað en leitt af sér, stjórnleysi á sviði framleiðslu og viðskifta. Stefna þeirra er ekki, að mér skilst, að bylta þjóðfélagsfyrirkomu- laginu, eða jafnvel að róta nokkuð við því, sem er, þó það óhjákvæmi- lega leiði af sér óstjórn og kreppu. Þeirra markmið virðist vera að tak- marka, eða reisa skorður við sumu, sem gengið er úr öllu hófi, á sviði fjármála og viðskifta. Hugsæislega halda þessir Ameríkumenn, sem þú talar um, að þeir séu að byggja upp nýtt þjóðfélagslegt fyrirkomulag; en raunsæislega eru þeir að vernda óbreyttan grundvöll núverand^ f vr- irkomulags. Þeir stefna því ekki að neinu nýju, eða grundvallarlega breyttu þjóðfélagsfyrirkotnulagi. Og þess vegna geta þeir ekki komið á hjá sér skipulagsbundinni hagsmuna tilhögun. Hvað er skipulagsbundið hags- muna fyrirkomulag ? Hver eru helstu einkenni þess? Skipulagsbundin hagsmunastefna setur sér sem mark og mið, að út- rýma með öllu atvinnuleysi og vönt- un. Við skulum ímynda okkur að mögulegt væri, undir auðvaldsfyrir- komulaginu, að minka atvinnuleysið að einhverju lágmarki; en hinu má ekki búast við, að nokkur kapítalisti mundi nokkurn tíma samþykkja að atvinnuleysi væri með öllu útrýmt. Svo og svo mikið af atvinnulausu fólki, er það varalið, sem þeim er nauðsynlegt, til þess að geta haldið niðri kaupgjaldi verkalýðsins. Þeir þurfa alt af að hafa svo mikið til vara af atvinnulausu og hálf-hungr- uðu fólki, sem er viljugt að vinna fyrir hversu lítið sem því er boðið, og með því tryggir kapítalistinn yfirráð sín yfir verkalýðnum, og þaggar niður allar umbótakröfur hins eignalausa f jölda. Þú sérð að í því felst ein feyran í hagfræði hins borgaralega fyrir- komulags. Skipulögð hagfræðis- stefna gerir og ráð fyrir aukinni framleiðslu, þeirra tegunda, er al- menningur fólks má sízt án vera. Þú veizt að iðnaðarframleiðsla, undir auðvalds fyrirkomulagi, er með alt öðru augnamiði. Kapítalinu er varið til þeirrar framleiðslu, sem mestan ágóða gefur af sér, án til- lits til þarfa eða þæginda. Hið fyrsta sem kemur til greina, í sam- bandi við öll fyrirtæki, og alla fram- leiðslu, undir auðvaldsfyrirkomu- laginu, er gróði. Þú getur aldrei neytt kapítalista til að gera sig á- nægðan með að taka minni gróða, aðeins til þes^ að fullnægja hinum nauðsynlegustu þörfum hins eigu- lausa lýðs. Meðan kapítalisminn er við lýði, og framleiðslutækin einstakra manna eign, verður ómögulegt að koma á skipulagsbundnu hagsmunafyrir- komulagi. Wells: Eg er samþykkur flestu af þvi, sem þú hefir sagt, en eg vil leggja áherzlu á það, ef einhver þjóð, af frjálsum vilja aðhyltist grundvallarstefnu skipulagsbund- innar hagfræði. Ef stjórnin byrj- aði með einlægri ákvörðun, smátt og smátt, að feta sig áfram stig af stigi, til að innleiða hið skipulags- bundna fyrirkomulag. mundi þá ekki hinn tiltölulega fámenni hópur þeirra manna, er peningavaldið hafa í höndum sér, hverfa úr sögunni, og sósíalisminn, í engil-saxneskri merk- ingu þess orðs, bráðlega komast á. Afleiðingarnar af Roosevelts “New Deal” eru orðnar mikið áber. I andi og eftir mínum skilningi er það grundvallað á hugsjónum jafn- aðarstefnunnar. Mér finst, undir | núverandi kringumstæðum að vér j ættum ekki að leggja mikla áherzlu á flokks- eða stefnuheiti, heldur ættum vér að koma oss saman um, I að nota eitt orð, sem næði yfir, eða innibindi í sér allar hinar framsækj- andi hugsjónir, á sviði nýs mann- félagsfvrirkomulags. Staiin: Það er að tala um það ó- mögulega, að tala um að koma á skipulögðu hagsmuna fyrirkomulagi, meðan þjóðfélagið hvilir á grund- velfi einstaklings íramtaks og gróða. Þú sérð að hér er um tvær algjör- lega andstæðar stefnur að ræða, sein eru með öllu ósamrýmanlegar. Mér dettur ekki í hug að gera lít- ið úr hinum miklu persónulegu hæfi- leikum Roosevelts forseta ; eg viður- kenni með aðdáun hið mikla áræði hans, og þá viðleitni til umbóta, sem felst í “The New Deal.” Það er engum vafa undirorpið að Roose- velt er einhver hinn sterkasti vald- hafi meðal samtíðarmanna sinna, í hinum kapítaliska heimi. Það ei þessvegna, sem eg vil taka það fram, einu sinni enn, og það er mín sann- færing, að skipulögð hagsstefna sé ómöguleg, undir auðvaldsfyrir- komulaginu; en það meinar ekki að eg sé i nokkrum efa um Roosevelts persónulega yfirburði, svo sem: dugnað, gáfur, hugdirfð og góðan vilja. En, ef, eins og eg hefi sagt, aðstaðan er óhagstæð, þá er og leið- in lokuð, og hinn slyngnasti stjórn- andi nær ekki því marki, sem þú j talar um. Að feta sig áfram tröppu af tröpp tröppu undir auðvalds fyrirkomu-1 lagi, að því takmarki, sem þú kallar ! sósíalisma í engil-saxneskri merk-1 ingu þess orðs, er ekki þar með úti- lokað. En hvað mun slíkur sósíal- ismi verða? 1 beztu tilfellum, að leggja ein- hverjar haldlausar hömlur á hinn, takmarkalausa gróða, einstaklings1 kapítalista og auðmanna-félög, sem þó hvorki mikuðu eða gætu miðað til jafnaðar og þjóðlegra hagsmuna. 1 Hversu langt þora hinir áræðnustu stjórnendur að fara í því að tak- j marka réttindi stóreignamannastétt- arinnar? — takmarka eigna- og fjárráða réttinn? Undir eins og Roosevelt eða nokkur annar stjórn- andi í hinum borgaralega heimi, færi að innleiða nokkur þau ný- mæli, sem líkleg væru til að veikja eða grafa undan grundvelli auðs- skipulags-fyrirkomulagsins, yrði honum sem fljótast vikið úr valda- sessinum, ef ekki með góðu, þá með ofbeldi. Bankarnir, iðnaðarstofnanirnar, hin miklu gróðafyrirtæki, og auðs- samsteypur, eru ekki í hendi Roose- velts, það er alt einstakra manna eign. Járn brautirnar, allslags flutn- ingafæri, og verzlunarflotinn til- heyra privat eigendum; og að síð- ustu má benda á allan þann fjölda faglærðra verkamanna og verkfræð- inga og hina Iærðu stétt yfirleitt. Þetta fólk er ekki í þjónustu Roose- velts, það er í þjónustu einstaklings vinnuveitenda af öllum hugsanleg- um tegundum. Það er þeirra, sem framleiðsluna eiga. Við megum, ekki gleyma í þessu sambandi ætlun. j arverki ríkisins, undir hinu borgara- lega fyrirkomulagi. Ríkið er stofn- j un, sem skipuleggur vörn þindsins,! og setur reglur fyrir og uppiheldur því, sem kallað er lög og regla. Það er og skylda ríkisins að leggja á skatta og innheimta þá. Hið borg- aralega ríki, fæst mjög lítið við hina eiginlegu f jármálatilhögun í orðsins fylstu merkingu; það er, hin al- mennu fjármál eru ekki í höndum rkisins'; hið gagnstæða er tilfellið, ríkið er í höndum hins borgaralega ( kapítali ska ) f j ármálaf yr irkomu- lags. Það er þessvegna sem eg ótt- ast, að þrátt fyrir alla lægni, þrek og góðan vilja, að Mr. Roosevelt muni ekki ná því tarkmarki, er þú talar um; ef það er þá það mark, sem hann stefnir að. Það er ekki með öllu óhugsanlegt að á mörgum mannsöldrum megi takast að ná þessu takmarki, sem þú hugsar þér; en eg verð að segja, að eg er mjög vantrúaður á að því verði nokkurn KAUPIÐ AVALT LUMBER hjá THE EMPIRE SASH & DOOR CO., LTD. HENRY AVENUE AND ARGYLE STREET WINNIPEG, MAN. PHONE 95 551 tíma náð, með þeirri aðferð, er þú heldur fratn. Wells: . Ef til vill líjgg eg meir upp úr hinni stjórnfræðilegu túlk- un hagfræðinnar en þú. Við vitum að fjöldi fólks er að berjast við að koma á betra skipulagi og betri sam- vinnu á mörgum sviðum—það er sósíalisma.—Þessari hreyfingu hef- ir aukist, og eykst, magn með hverri nýrri uppfyndingu á sviði verk- fræði og vísinda. Skipulagsbönd og takmörkun ein- staklingsathafna eru orðin að óhjá- kvmilegri nauðsyn, hversu mjög sem slíkt brýtur í bága við félags- legar venjur. Ef vér byrjum nieð þvi, að rikið taki undir sin yfirráð, peninga- stofnanirnar, bankana og haldi svo áfram með því að gera iðnaðar- stofanirnar að ríkiseign, þar til að alt athafnalíf þjóðarinnar, er kom- ið undir bein yfirráð ríkisins, og ríkið samábvrgðarfult fyrir öllum. Þannig lagað fyrirkomulag mundi samsvara þjóðeignafyrirkomulagi, sem innibindi í sér allar tegundir' þjóðlegra hagsmuna, til almennings- nota. Þannig hugsum vér oss fram- vindu sósíalismans. Jafnaðarstefnan og einstaklings hagsmunastefnan eru ekki svo ólík- ar í eðli sínu hvor annari, eins og hvítt og svart. Það eru auðvitað margir millibilsvegir. Það má nátt- úrlega benda á einstaklings hags- munastefnu, eða sem sumir kalla einstaklings framtak, sem gefur lít- ið eftir reglulegum ræningjahætti. ”En svo eru aðrir löghlýðnir og fvlgja fyrirskipuðum reglum í at- höfnum sínum, og þar verður ein- staklings framtakið á borð við sósíalismann. Að innleiða ákveðnar reglur um hagsmunalegt fyrirkomu- lag er vandaverk og hvilir auðvitað á þeim, sem gangast fyrir stofnun og skipulagningu n^s mannfélags- fyrirkomulags, og á því ríður mest, því án hagkvæms skipulags getur enginn lögjöfnuður átt sér stað. Stalin: Það er ekki, og ætti heldur ekki að vera, ósamrýmanleg mót- setning á rnilli einstaklingsins og samfélagsins; þ. e., milli hagsmuna einstaklingsins og hagsmuna sam- félagsins. Engin slík mótsetning á að eiga sér stað vegna þess að samfélagið—jafnaðar samfélagið— neitar ekki réttmæti einstaklings hagsmuna, heldur samræmir ein- staklings hagsmunina, við hagsmuni samfélagsins. Sósíalisminn heldur íram vernd hagsmuna einstaklings- ins, í hlutfalli við hagsmuni samfé- lagsins. Það er einungis sósíalist- iskt mannfélag, sem getur fyllilega verndað persónulega hagsmuni ein- staklingsins. Þannig skilið eru hagsmunir einstaklingsins og sam- félagsins eitt og hið sama. En get- um vér neitað því, að stéttaskifting eigi sér stað? Annars vegar eru þeir, sem eiga og þeir sem njóta umsorgunar í skjóli þeirra (milli- stétt) en hins vegar eru þeir eigna- lausu—hinn allslausi verkalýður.— Eignamanna-stéttin á bankana, framleiðslustofnanirnar, verksmiðj. urnar, námurnar flutningatækin og mikið af landinu. Þessi stétt manna keppir að því einu að auka inn- tektir sínar, ná meiri vöxtum af því, sem þeir kalla framlagðan höfuðstól. Þeir vilja ekki lúta vilja samfélags- ins, en leggja alt kapp á, að sveigja alt starfslíí þjóðfélagsins undir sín yfirráð. Annars vegar höfum vér hina allslausu þrælkuðu, sem hvorki eiga framleiðslustofnanir né framleiðslu, en draga fram lífið á þvi að selja starfsorku sína í þjónustu eigna- mannanna, í flestum tilfellum fyrir svo lítið, að þeir hafa ekki ráð a að veita sér þau lífsþægindi, sern samsvara hinum einföldustu skilyrð. um til menningarlegs lífs. Hvernig hyggur þú að svona gerólík hags- munaleg aðstaða verði jöfnuð? Eg veit ekki til að Roosevelt, eða nokkrum öðrum hafi hepnast, enn sem komið er, að finna leið til sátta og einingar, milli þessara hagsmuna- lega andstæðu f lokka; enda er það ómögulegt, eins og reynslan hefit sýnt. Þú veist eðlilega meira um ástandið í Bandaríkjunum en eg. Eg hefi aldrei komið þangað, en eg reyni að fylgjast með því, sem þar er að gerast, eftir þeirri fræðdu, sem eg get aflað mér úr amerískum bókum. Eg verð að segja, að eg hafi dálitla reynslu í því að berjast fyrir útbreiðslu sósíalismans, og þessi reynsla mín færir mér heim sanninn um það, að ef Mr. Roose- velt, i fullri alvöru. gerir tilraunir til þess að bæta úr hinu hagsmuna- lega ástandi öreiganna á kostnað kapítalistanna, þá bara setja þeir annan forseta í hans stað. Kapítal- istarnir segja sem svo: Forseti kemur og forseti fer, en við höld- um áfram að vera það, sem við er- um. Ef þessi eða annar forseti vernd- ar ekki hagsmuni vora, þá bara leit- um við að öðrurn. Hverju getur forsetinn komið til leiðar á móti skipulagsbundnum vilja eignastétt- arinnar ? Wells: Eg mótmæli því að skifta mannkyninu í tvo flokka, ríka og fátæka. Eg veit vel, að sumt fólk sækist ekki eftir öðru en gróða, og að þessi gróðafýkn virðist blinda það fyrir öllu öðru. En er ekki lit- ið á það sem úrhrak í Ameríku, rétt eins og hér? Og er ekki fjöldi fólks, sem ekki hefir ágóðann sem takmark ? Fólk, sem á talsverðan auð, sem það ávaxtar í ýmsum fyrirtækjum, til þess að afla sér inn- tekta, en sem að öðru leyti hefir ekki hagsmunina fyrir augnamið? Þetta fólk lítur yfirleitt á ávöxtun f jár sem Öþægilega nauðsyn. Er ekki fjöldi af velhæfum og virðulegum verkfræðingum, sem með starfi sínu hafa sýnt, að þeir hafi haft annað og göfugra augna- mið en gróða? Það er fjöldi af mentuðu fólki í öllum löndum, sem viðurkennir það, að mannfélagsfyrirkomulagið, eins og það er, sé úrelt og óhafandi, og þetta fólk er einmitt fólkið, sem kemur til með að hafa mest áhrif á framtiðarfyrirkomulag mannfélags- ins. A síðastliðnum árum hefi eg unnið talsvert að því að útbreiða sósíalismann og heimsborgara-hug- myndina meðal verkfræðinga, flug- manna og herforingja og annarra lærðra manna. Það er þýðingar- laust að halda að þessum mönnum kenningunni um tvær stéttir manur., ríka og fátæka, sem andstæðar hvor annari. Þeir mundu líta á stétta- baráttu kenningu þína sem hverja aðra fjarstæðu. Stalin: Þú neitar hinni einföldu skiftingu mannanna í tvo flokka, ríka og fátæka. Það er auðvitað millistétt, það er hin lærðramanna stétt, sem þá hefir minst á; eg við- urkenni að slik stétt eigi sér stað, og að hennar á meðal séu margir góðir og heiðvirðir menn og konur. En það er og meðal þeirrar stéttar margt óheiðarlegt og vont fólk; það eru allar sortir af fólki meðal hinnar lærðu stéttar, ekki síður en — —— • INNKÖLLUNAR-MENN LÖGBERGS Arras, B. C Amaranth, Man Akra, N. Dakota Árborg, Man Árnes, Man Baldur, Man Bantry, N. Dakota Bellingham, Wash Belmont, Man Blaine, Wash Bredenbury, Sask Brown, Man Cavalier, N. Dakota.... Churchbridge, Sask Cypress River, Man Dafoe, Sask J. G. Stephanson < Darwin, P.Q., Man. ... Edinburg, N. Dakota... Elfros, Sask ... Goodmundson, Mrs. J. Hk Garðar, N. Dakota Gerald, Sask Geysir, Man Gimli, Man Glenboro, Man j Hallson, N. Dakota .... Hayland, P.O., Man. ... Hecla, Man Hensel, N. Dakota • Hnausa, Man Ivanhoe, Minn Kandahar, Sask J. G. Stephanson Langruth, Man Leslie, Sask Lundar, Man Markerville, Alta.... Minneota, Minn Mountain, N. Dak. .., S. J. Hallgrimson Oak Point, Man ; Oakview, Man Otto, Man Point Roberts, Wash.... S. J. Mýrdal Red Deer, Alta Reykjavík, Man : Riverton, Man Seattle, Wash Selkirk, Man Siglunes, P.O., Man. . Silver Bay, Man Svold, N. Dakota Tantallon, Sask Upham, N. Dakota Víðir, Man Vogar, Man Westbourne, Man Winnipegosis, Man Wynyard, Sask • •

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.