Lögberg - 07.03.1935, Blaðsíða 3

Lögberg - 07.03.1935, Blaðsíða 3
3 skemtiskrám svo að vel heyrðist til þeirra. Jónas Þorbergsson, forstjóri útvarpsins, sagði mér í sumar, aS það væri líka í ráði að auka svo út- varpsaflið að það mundi vera mögu- legt að heyra Reykjavíkur-stöðina hér í þessu lantli. Það gæti vel ver- ið að það mundi vera hægt að heyra það á austurströndinni, undir svo- leiðis kringumstæðum, en eg held það sé stór efi á því að það mundi nokkurn tíma vera mögulegt að heyra það alla leið hingað, í miðland Ameríku. Ekki er nauðsynlegt að minnast á það hve skemtilegt það mundi vera að heyra íslenzk útvörp, og hve mikla þýðingu slíkt mundi hafa fyrir þjóðræknisstarfsemina hér. Stjórnin hefir önnur fyrirtæki Hka, t. d. verksmiðju þar sem ýms srná-áhöld tilheyrandi vegagerðum, eru búin til; ríkisprentsmiðju, þar sem ríkisskjöl og þessháttar eru prentuð1. Tryggingarstofnun rík- isins er orðin að stórU fyrirtæki, sérstaklega hvað snertir slysa-trygg- ingar á skipum. Nýja stjórnin vildi breiða föður- hönd ríkisins yfir ennþá meir af þeim hlutum, sem við teljum vana- lega að tilheyri starfssviði einstakl- ingsins. Skipulagsnefnd, ætluð til þess, meðal annars, að vera leiðar- vísir verzlunarmanna og verkstæÖa- eigenda, var sett á stofn. Rússar höfðu 5 ára pólitíska áætlun—ís- lendingar hafa nú fjögra ára áætl- unarskrá f’yrir landið. Eandið hefir ekki nema iio þús- undir íbúa, en stjórnarfar þess fanst mér fult eins flókið eins og hjá okk- ur í Bandaríkjunum, og þá er mikið sagt. íslendingar hafa nýjar póli- tískar áætlanir, nýjar stofnanir, nýja skatta. Þið hafið kannske fylgst með rifrildinu heima út af niðurjöfnunarskattinum á mjólk- inni. • Eg er.nú enginn sérfræðing- Ur í þeim efnum, en mér fanst Páll Skúlason segja réttast frá því í “Speglinum” þegar hann sagði að skatturinn Væri lagður bara í Reykjavik, og Gullbringu- og Kjós- arsýslu, “á meðan að Thor Jensen rekur þar búskap og Ólafur sonur hans þingmensku.”. Aftur á hinn bóginn er mikið í skatta-fyrirkomulagi á fslandi sem við gætum vel notað sem dæmi. Opinberar tekjur þar koma aÖallega frá sköttum á fjártekjum og erfð- um. Fasteignir bera ekki nærri því þá byrði, sem er hlaÖið á þær í þessu landi. Eg var á mörgum stór-jörðum úti í sveit í fyrra, og þar var fasteignaskatturinn vanalega «kki meir en 30 krónur—en i kaup- stöðum og í Reykjavík voru fast- eignaskattar margfalt hærri. Tekju- sbatturinn er aðal skatturinn—og hann er þungur. Hann aam frá 6 til 26 per eent. Þegar eg kom til fs- tands í fyrra sumar, var það eitt það iyrsta sem nýja stjórnin gerði, að anha hann um 40 per cent. Eitt, sem mér fanst mest eftir- ^ektarvert við skatta-fyrirkomulag- 'h á fslandi yar útsvarið. Hrepps- nefndum og embættismönnum i haupstöðum er skipað að jafna nið- ur utsvarinu fyrir 30 nóvember hvert haust. Sá skattur á að leggja tU alla þá peninga sem þarf fyrir áætlub gjöld eftir að eignar- og tekjuskattar hafa verið teknir inn í reikninginn. Til að mynda, ef að 1,000 krónur vantar i einum hrepp ]iar sem 100 ibúar dvelja, þá er ekki aðferðin sú, aS leggja 10 króna shatt á hvert mannsbarn. Lögin Segja rækilega frá því hvernig út- svarinu eigi að vera niðurjafnað. Eefndirnar verða aS taka ýmis- 'egt ivieð í reikninginn — fyrst og ffemst hve mikið hinn skattskyldi á °g hve mikið hann hefir þénað. Eögin segja mjög skýrlega: “Útsvar skal ^ leggja eftir efnum og ástæð- um. Hér fylgja nokkrar setningar ur fögunum, sem segja frá því hvað nefndirnar eiga að taka til greina: Eignir aðilja, hverjar þ^er eru og hversu verðmætar, hversu rniklar s uldir hvíla á aðilja og hversu mikl- ar eignir hann á afgangs skuldum • • • ÁstæSur aðilja að öðru leyti, fvo sem óhöpp, sem hann hefir orS- *yrir< svo sem dauðsföll, fjár- 3 a af sjó, veðri eða vötnum, sér- stakan uppeldiskostnað eSa menn- ingarkostnað barna hans er nauS- synlegan rná telja eSa venjulegan, tap á ábyrgSum og sérhvað annaS, er telja má máli skifta um gjaldþol hans og meS sanngirni má til greina taka til hækkunar útsvars eða lækk- unar.” Hér er auSséð ein hugsun gegn- um allar laga-greinarnar — sú aS haga byrSinni eftir mætti einstakl- ingsins aS bera hann. Fyrirkomu- lagið er réttmætt og ágætlega skip- aS. ÞaS dugir kannske að segja að slík niðurjöfnun sé vel möguleg i litlu landi með svo fáum íbúum, en samt er það vel hægt fyrir stærri þjóðir að læra mikiS af þessum dæmum. ÞaS er líkast til oft talaS á þjóð- ræknisþingum um að ungdómurinn ætti að læra íslenzkt mál. ÞaS er æfinlega létt fyrir unglinga—og auk heldur útlendinga—að læra eitt á íslandi, og það er aS blóta. HefSi það verið nauðsynlegt fyrir mig aS stunda 6ám í þeirri sérfræSi, þá hafði eg sannarlega eitt gott tæki- færi í fyrrasumar. ÞaS var í sam- tölum við kaupmenn, eða menn, sem höfSu einhvern tíma á æfinni haft verzlanir á hendi. Þeir bölvuðu flestir stjórninni svo myndarlega, að það gæti vel hafa vakið aðdáun sem list—og sérstaklega veltu þeir sér yfir kaupfélögin með velvöldum ilL yrSum. Kaupfélögunum hefir farið mikið fram á íslandi þessi síðustu árin— en þó má næstum því segja að þau séu algerlega aS drepa prívat- verzlanir. Félögin fá ýms hlunn- indi hjá stjórninni og flestu er svo- leiðis ráSstafað að bæta bag þeirra. Kaupfélag EyfirSinga á Akureyri er hið voldugasta á landinu, hefir eina af stærstu byggingunum á ís- landi, og er rétt að segja búið að eyðileggja aðrar verzlanir í bæn- um, reknar af einstaklingum. En kannske eg komi of nálægt hlutdrægni og umtali um eintóm pólitísk efni í þessum athugasemdum — en eg fylgi bara fyrirsögninni eins og hún var gefin mér af Fróns- nefndinni, og segi frá hlutunum “eins og.þeir komu mér fyrir sjón- ir.” Eitt, meðal annars, sem hreif mig á íslandi var mentalífið í heild sinni —stofnanir og lög viðvíkjandi fræSslumálum. Það er ekkert nýtt að segja íslendingum frá því, en þaS er eftirtektarvert fyrir aðkomu- menn, vana við margt sem ólíkt er í þeirra eigin löndum. Til dæmis, er ekki ætlast til þess á íslandi að börnin læri að lesa og skrifa í skól- unum. Þau eiga aS læra það alt heima, og engir eru skyldugir að ganga á skóla nema frá því þeir eru 1 tiu ára að aldri þangað til þeir eru ! fjórtán. Lögin viðvíkjandi fræðslu j barna flytja margt, sem er skemti- legt og fróðlegt aS athuga. Til dæm- is þessi grein: Hvert barn, sem er fullra 14 ára á ekki aðeins að geta lesiS móðurmáliS skýrt og áheyri- lega og skrifað það nokkurn veginn ritvillulaust og mállýtalaust, en líka á það að “kunna utanbókar nokkur islenzk kvæSi, helzt ættjarðarljóð og söngljóð, og geta skýrt rétt frá efni þeirra með sínum eigin orðum.” ÞaS sem er mest íhyglisvert við þetta, aS mér finst, er að Islend- ingar reyna ekki að láta formlegar stofnanir sjá algerlega um menn- ingar-áhrif á ungdóminn. Eg held aS það sé villa, sem við erum komn- ir i í þessu landi,—viS viljum láta skólana framkvæma allar skyldur okkar í því að menta börnin; við viljum láta kirkjuna og sunnudaga- skólann sjá fyrir kristilegri fræðslu og trúarlífs áhrifum; við viljum láta námsflokka og stofnanir kenna æskulýðnum heilbrigðisreglur, al- mennilega mannasiði, hreinlæti og hvað annað. Og jafnframt eru heimilin að vanrækja skyldur sínar, aS tapa meir og meir þeirri stöðu, sem þau hafa æfinlega haft sem bakhjall réttsýnis, framfara og stöð- ugleika í þjóðlífinu. íslendingar, sérstaklega í mentamálum, láta heimilin ennþá bera þá byrði. sém þau eiga réttilega að bera. , Þótt unglingar á íslandi séu skyld- LÖGBBRG, PIMTUDAGINN 7. MARZ, 1935. ir að ganga í skóla aSeins á meS- an þeir eru frá 10 til 14 ára að aldri, þá er ekki umtali um mentamál lbk- ið aS því búnu. Þaö er ekki eins og kaupmaður í Minneota sagði,— hann er nú dáinn—þegar hann var að lýsa ungdómsárum sínum heima á Fróni. Hann var alinn upp í erfið- um kringumstæðum, og fór fátækur unglingur til þessa lands. Endur- minningar hans um ísland voru ekki svo glæsilegar. Hann komst þannig að orSi einu sinni: Ja, þaS var bara tvent, sem þeir hugsuðu um fyrir okkur krakkana heima. Þeir höfðu fasta reglu að ferma okkur og bólu- setja,—og þá var skyldunum full- nægt.” ( Þeir láta börnin ganga í skóla vanalega frá því þau eru 7 ára göm- ud þangaS til þau eru 14—en það er langt frá því að það sé búiS þá. Ásgeir Ásgeirsson, fyrverandi ráðherra, en nú við fræðslumála- stjórnina, gaf mér í fyrra sumar ýmsar upplýsingar um skólana á ís- landi. Eg minnist meS fáum orðum á ýmislegt í því sambandi. Á öllu landinu eru nú 207 skóla- héruS. Af því eru 8 kaup staðir, 31 þorp og 35 fastir skólar í sveitum. j I 133 skólahéruðum er farkensla. Tólf þúsundir unglinga á milli 8 og 14 ára er stærsti flokkur þeirra, sem sækja skóla. Tala barnakennara á öllu landinu er nú—í kaupstöðum, 148 (þar af 82 í Reykjavík) ; í föstum skólum utan kaupstaða, 105; farkennarar 147. Auk hinna opinberu barnaskóla eru til einkaskólar, sem þá eru kost- aðir af sértrúarflokkum án styrks al almannafé. Er þá helzt að geta katólskra skóla í Reykjavík og i Hafnarfirði (tæplega 200 nemend- ur) og ASventistaskóla í Vest- mannaeyjum (30 nemendur). Þess- ir skólar eru háSir eftirliti fræðslu- málast j órnarinnar. í Reykjavík er skóli fyrir mál- laus og heyrnarlaus börn, og líka skóli og vinnustofa fyrir blint fólk. AS loknu námi í barnaskóla geta börn átt kost á því aS halda áfram námi í einhverjum unglinga- eða gagnfræðaskóla, en það er þó eng- in skylda. t kaupstöðum eru gagnfræðaskól- ar. en í þorpum og sveitum eru svo- nefndir unglinga- og héraðsskólar. Unglingaskólar starfa venjulega 3—4 mánuði á hverjum vetri; þeir eru í 16—20 skóla-héruðum víðs- 'vegar um landiS. ASal námsgreinar eru þar munnleg og skrifleg íslenzka og reikningur. Héraðsskólar eru fimm, tveir á Vesturlandi, tveir á NorSurlandi og einn á SuSurlandi. Á Austurlandi er auk þess einn hlið- stæður skóli, á EiSum. í skólum þessum er tveggja vetra nám, og eru jafnt fyrir pilta sem stúlkur. Tilgangur þeirra er aS búa nemend- urna undir athafnalif viS islenzk lífskjör. meS bóknámi, vinnukenslu og íþróttum. HéraSsskólana mun aS ýmsu leyti mega bera saman viS dönsku lýðháskólana. í Reykjavík eru tveir gagnfræða- skólar — auk gagnfræðadeildar Mentaskólans — meS rúmlega 250 nemendum. ASrir gagnfræðaskólar eru: í HafnarfirSi, ísafirSi, Siglu- firði, Akureyri, NeskaupstaS og Vestmannaeyjum, einn á hverjum staS; á Akureyri er auk þess gagn- fræðadeild viS Mentaskólann þar. Nemendatala þessara skóla er í kringum 320. Námstími í gagn- fræðaskólunum er 2—3 vetur. MarkmiS þeirra er að veita ung- mennum, sem lokiS hafa fullnaðar- prófi barnafræðslunnar, kost á aS afla sér frekari hagnýtrar fræSslu, bóklegrar og verklegrar, gera þá nýtari þegna þjóðfélagsins og hæfa til þess aS stunda nám í ýmsupi sér- skólum. Mentaskólar meS 6 ára námsskeið alls, eru tveir á landinu, annar i Reykjavík en hinn á Akureyri. Svo eru margir sérskólar—tveir verzl- unarskólar í Reykjavík, kvennaskóli þar og annar á Blönduósi, fjórir húsmæðraskólar, tveir bændaskól- ar, iðnskóli í Reykjavík og iðnnám- skeiS haldin sumstaðar annarsstaðar á hverjum vetri, stýrimannaskóli í Reykjavík og kennaraskóli og PROFESSIONAL AND BUSINESS CARDS PHYSICIANS amd SURGEONS DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Office tímar 2-3 Heimili 214 WAVERLBY ST. Phone 403 288 Winnipeg, Manitoba DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arts Bldg. Talsími 26 688 Stundar augna, eyrna, nef og kverka sjúkdóma.—Er að hitta kl. 2.30 til 5.30 e. h. Heimili: 638 McMILLAN AVE Talsfmi 42 691 1 Dr. P. H. T. Thorlakson 205 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phones 21 21*—21 144 Res. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 200 J DR. B. H. OLSON 216-220 Medlcal Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834-Office tfmar 4.30-6 Heimili: 5 ST. JAMES PLACE Winnipeg, Manitoba Dr. S. J. Johannesson G. W. MAGNUSSON Nuddlœknir Viðtalstfmf 3—5 e. h. 41 FURBT STREET 218 Sherburn St.—Sími 30877 Phone 36 137 Sfmið og semjið um samtalstfma BARRISTERS, SOLICITORS, ETC. H. A. BERGMAN, K.C. lslenzkur lögfrœBingur * Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P.O. Box 1656 PHONES 95 052 og 39 043 J. T. THORSON, K.C. Islenzkur lögfrœðingur 801 GREÁT WEST PERM. BLD. Phone 92 755 W. J. LINDAL K.C. og BJORN STEFANSSON Islenzkir lögfrœðingar 3 25 MAIN ST. (S öðru gólfi) PHONE 97 621 Er að hitta að Gimli fyrsta miðvikud. í hverjum mánuði, og að Lundar fyrsta föstudag G. S. THORVALDSON E. G. Baldwinson, LL.B. B.A., LL.B. tslenzkur lögfrœðingur * Islenzkur lögfrœGingur Skrifst. 702 CONFEDERATION LIFE BUILDING Phone 98 013 Main St., gegnt City Hall Phone 9 7 024 504 McINTYRE BLK. DRUGGISTS DENTISTS Medical Arts Drug Store R. A. McMillan PRESGRIPTIONS Surgical and Sick Room Supplies Phone 23 325 Medical Arts Bldg. Winnipeg, Man. DR. A. V. JOHNSON tsienzkur Tannlœknir 212 CURRY BLDG., WINNIPEG Gegnt pósthCSInu Sfmi 96 210 Heimilis 33 328 Drs. H. R. & H. W. TWEED Tannlœknar 406 TORONTO GENERAL TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 26 545 WINNIPEG Phone Your Orders DR. T. GREENBERG Roberts DrugStores Dentist Limited Hours 10 a. m. to 9 p.m. PHONES: Dependable Druggists Office 36 196 Res. 51 455 Prompt Dellvery. Nine Stores Ste. 4 Norman Apts. 814 Sargent Ave., Wlnnipeg BUSINESS CARDS A. S. BARDAL 848 SHERBROOKE ST. Selur líkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaður sá bezti. EnnfrBmur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Skrifstofu talsfmi: 86 607 Heimilis talsfmi: 501 562 HANK’S HAIRDRESSING PARLOR and BARBER SHOP 3 Doors West of St. Charles Hotel Expert Operators We specialize ín Permanent Waving, Finger Wavíng, Brush Curling and Beauty Culture. 251 NOTRE DAME AVE. Phone 25 070 J. J. SWANSON & CO. LIMITED , 601 PARIS BLDG., WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. Út- vega peningalán og eldsábyrgð af öllu tægi. Phone 94 2 21 A. C. JOHNSON 907 CONFEDERATION LIFE BUILDING, WINNIPEG Annast um fasteignir manna. Tekur að sér að ávaxta sparifé fóiks. Selur eldsábyrgð og blf. reiða ábyrgðir. Skriflegum fyrir- spurnum svEirað samstundis. Skrifst.s. 96 7 67—Heimas. 33 328 0OBE’S TAJc ' LTD. 28 333 LOWEST RATES IN THE CITY Furniture and Piano Moving C. E. SIMONITE TLD. DÉPENDABLE INSURANCE SERVICE Rcal Estate — Rentals Phone Office 95 411 806 McArthur Bldg. HÓTEL 1 WINNIPEG THE MARLBOROUGH SMITH STRÉET, WINNIPEG "Winnipeg’s Doum Tovm HoteV' 220 Rooms with Bath Banquets, Dances, Conventions, linners and Functions of all kinds Coffee Shoppe F. J. FALD, Manager ST. REGIS HOTEL 285 SMITH ST., WINNIPEG Pœgilegur og rólegur hústaður i miðbiki borgarinnar. Herbergi $.2.00 og þar yfir; með baðklefa $3.00 og þar yfir. Ágætar máltfðir 40c—60c Free Parking for Guests SEYMOUR HOTEL ■» 100 Rooms with and without bath RATES REASONABLE Phone 28 411 277 Market St. C. G. Hutchison, Prop. PHONE 28 411 / CorntDaU Jfyottl Sérstakt verð á viku fyrir námu- og fiskimenn. Komið eins og þér eruð klæddir. J. F. MAHONEY, f ramkvæmdarstj. MAIN & RUPERT WINNIPEG It Pays to Advertise in the “Lögberg” hljómlistaskóli þar líka. ÆSsta stofnunin, auðvitað, er Há- skóli íslands, einn af yngstu há- skólum i heimi. Sjálfsagt var þó grundvöllur hans lagður löngu fyr- ir 1911. Fyrst kom guðfræðideild 1874; svo var læknisfræði bætt viS 1876 og lögfræSi 1908. Háskólinn, eins og hann er nú var stofnsettur á aldarafmæli Jóns SigurSssonar 17. júní 1911, meS því að kensludeild í heimspeki var bætt viS. Nú munu vera um 170 stúdéntar i Háskólan- um; af þeim stunda langf lestir læknisfræði eða lögfræði. MeS aðeins þessar f jórar kenslu- deildir, þá er nauSsynlegt fyrir livern þann, sem vill fá æðri ment- un í öSrum fræSum, aS fara utan- lands til þess. Stjórnin veitir slík- um nemendum fjárstyrk. íslendingar finna til þess að brýn- asta nauðsyn þeirra sé sú, aS afla (Framh. á bls. 7)

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.