Lögberg - 21.03.1935, Síða 4

Lögberg - 21.03.1935, Síða 4
4 LÖGBElRG, FTMTXJDAGINN 21. MARZ, 1935 llögtjerg Uefltf flt hvern fimtudag af 1' B K COLtUBlA P R E 8 B L I M 1 T M D 69 6 Sarg-ent Avenue Wlnnipeg, Manitobn. Utanáakrlft ritstjórans: ■DITOR LÖGBERG. 695 SARGENT AVE WINNIPBG, MAN. r*T« it .00 um árið—Borgist fvrirýram The “Lögberg” is printed and published by The Colum- bia Press, Limited, 69 5 Sargent Ave., Wnnipeg, Manitoba PHOXE 86 827 Einar Benediktsson og Eimreiðin Vegna missendingar e’ða tafar, barst oss ekki í hendur lokaþáttur EimreiSarinnar fyrir síSasta ár, fyr en alveg nýverið, og þá beint frá ritstjóranum sjálfum, hr. Sveini Sigurðs- syni. Það er með þetta hefti eins og flest hin fvrri í tíS núverandi ritstjóra, að yfir því hvílir heiðríkja djarfhuga gáfumanns, er auðsjáanlega ber djúpa virÖingu fyrir þeim verkefnum, sem hann gefur sig við, með al- menningsheill fyrir augum. Þegar mál eru rædd af slíkri einlægni, má ávalt góðs eins vænta um árangurinn. Veigamesta ritgerð þessa Eimreiðar- heftis er eftir ritstjórann sjálfan, um ljóð- víking íslenzku þjóðarinnar, Einar Benedikts- son, sjötugan. Lýsingar höfundar á þessum sjálfsagða forseta í öldungadeild íslenzkra óÖsnillinga, eru með öllu hispurslausar, en leiÖa fram með rökvísri gerhygli grunntón þann, er ljóðstefna skáldsins hvílir á, þar sem sáttmálsörk íslenzkrar málsmenningar og ís- lenzk drápudýrð verður alt í öllu. í inngangi ritgerðar sinnar kemst höf- undur þannig að orÖi: “Það kann að vera, að engin full- nægjandi, vísindaleg rök séu fyrir því, að í heiminn fæðist öðru hvoru menn, sem sameini til fullnustu í útliti og anda svip og sögu lands síns og þjóðar. En eigi að síÖur virðist þetta svo stundum, að því er til skáldanna kemur. Það er eins og land- ið, þjóð þess og saga, holdgist í afburðaskáld- um sínum. Hver getur hugsað sér Björnson án Noregs eða Gorki án Rússlands? Sjálft j’firbragð Noregs var rist í svip Bjömsons, og rússnesk þjóðarsál endurspeglast ekki að- eins í verkum Gorkis, heldur og í sjálfu útliti hans. Og þótt ef til vill sé ekki fundinn neinn sérstakur klettur hér á landi, með svip Einars Benediktssonar, eins og kletturinn í Guð- brandsdal með svip Björnons, þá er eins og yfirbragð Islands sé markað í andlitsdráttum þessa höfuðskálds, ef nógu vel er að gáð. 1 svip Einars Benediktssonar má kenna sjálft landið, undir hraunstorku eldfjallanna, þar sem hitaólgan hamast í djúpunum, landið með fjöll sín, jökla, hamra, heiðar og vötn, vog- skornar strendurnar og dalina djúpu. Og með skáldskap sínum hefir hann túlkað þetta land, sögu þess, tunguna og þjóðina, sem það byggir, af meiri gerhygli, vandvirkni og með meiri krafti en nokkurt annað ljóðskáld, sem nú er uppi á Islandi.” Einars Benediktssonar var víst ekki að öðru leyti minst hér vestra í tilefni af sjö- tugsafmælinu en því, að Lögberg flutti mynd skáldsins, ásamt fáorðum árnaðaróskum; hefir þó stundum heilmikið veður verið gert út af ýmsu, sem minna var um vert. Niður- lagskaflinn í þessari áminstu ágætisritgerð hr. Sveins Sigurðssonar er á þessa leið: “Einari Benediktssyni hefir verið fundið það til lýta, að Ijóð hans sum væru svo myrkt kveÖin, að þau væru lítt eða ekki skiljanleg. Þetta er ekki með öllu ástæðulaust. Sum kvæða hans eru skilningsþrautir, sem á- reynslu þarf til að leysa. Eín svo er um flest það, sem ber af í ljóðlist, að þess verður ekki notið nema með nokkurri fyrirhöfn. Fæstum mun koma að fullu gagni að lesa t. d. Manfred Byrons, Faust Goet'hes eða Pétur Gaut Ibsens aðeins einu sinni, svo tekin séu fá dæmi. Slík verk þarf helzt að lesa oft. Bnginn hefir, svo vitað sé, getað með rökum bent á innihalds- leysi í kvæðum Einars Benediktssonar. Hitt er vitanlegt, að stundum hafa komiÖ frá hon- um kvæði, sem hafa orðið lesandanum ofraun í fyrstu. Einar Benediktsson hefir eitt sinn sjálfur sagt, að óbreytt almúgafólk, sjómenn, bændur og verkamenn, hafi reynst sér beztir lesendur. Þeir hafi skilið sig bezt. Hvað sem um það er, þá mun óhætt að segja, að enginn sæmilega greindur lesandi þurfi að fælast skáldskap hans vegna þess, hve myrk- ur hann sé. Hann má að sjálfsögðu oft skilja á fleiri en eina lund. En ástsæld sú, sem kvæðin hafa hlotið hjá öllum stéttum lands- manna, er næg sönnun þess, að fólkiÖ hefir fundið í þeim fjársjóðu, sem eru gulli betri. Hinar ströngu kröfur til hugsunar og máls er skýrt einkenni á allri ljóðlist, sem sprottin er upp af fomri rót EddukvæÖanna og með réttu getur norræn talist. Islenzkasta einkennið á skáldskap Einars Bonediktssonar er hinn vitsmunalegi styrkur, mannvit felt í viðjar stuðla og dýrra orÖa, sem í kvæðum hans birt- ist. En það er einnig annað einkenni á ljóÖ- list hans, sem ekki verÖur gengið fram hjá, þegar meta skal gildi hennar fyrir þjóð hans. Það er hreinleikinn og heiSríkjan, sem hvar- vetna gætir. Þó að leitað sé með logandi ljósi um hið mikla völundarhús hugsunar hans í bundnu máli, finst þar hvergi saurug lína, hvergi þessi lævísa veila í tjáningu, sem breytt getur guðdómlegri gáfu innblástursins í svartagaldur. Skáldið hefir þar verið köll- un sinni trúr. Þótt veraldarvolkiö hafi leitt út á margan hálan ís, má aldrei falla skuggi á ásýnd óÖdísarinnar. Hún er “meyjan af ókunna landinu, ’ ’ guðdómleg, hrein og ósnort- in stígur hún niður til að flytja mönnunum ástgjafir sínar, en á hana má ekkert óhreint falla. Komi það fyrir, er í því fólgin skálds- ins dauðasynd. 1 EinrœðumStarkaðar, þessu stórbrotna sjálfsrýniljóði, þar sem skáldið metur og vegur öfl sálarinnar, lætur hann óð- dísina mæta henni í sjálfum dauðanum, svo að * birtir fram undan: Með jarðneska kraftsins veig á vör— úr visnandi höndum eg skálinni fleygði. Eg heyrði Ijóð — mitt líf var á för. Ljósið handan við daginn eg eygði.---- Og kvæðinu lýkur þannig: Dagur míns heims varð heilsvört nótt— hann hvarf eins og stjarnan í morgunbjarma. Guðsdyrnar opnuðust hart' og hljótt. Hirðsveinar konungsins réttu iít arma. Fjördrykkinn eilífðar fast eg drakk; þá féll mín ásýnd á jörð eins og gríma. Heiðingjasálin steypti stakk.— Eg steig fyrir dómara allra tíma. Og þannig lýkur hverju kvæði að síðustu. Á sjötugsafmæli skáldsins Einars Bene- diktssonar leggur þjóðin sveig að höfði hon- um og krýnir hann skáldkonung sinn. Hún gerir það ekki með háværum veizluhöldum, heldur í kyrþey, en þakklát—og hrærð.” Auk ritgerðar þessarar um Einar Bene- diktsson, flytur Eimreiðin að þessu sinni eftirgreind ritverk, flest prýðilega úr garði ger: Napoelon Bónaparte (saga með mvnd) eftir Halldór Kiljan Laxness; Um hlátur, (með mynd) eftir Ragnar E. Kvaran; Tvö æfintýri, eftir J. Magnús Bjarnason; Sál og saga á íslandi og í Arabíu, eftir J. Östrup (G. F. þýddi); Málmur iir lofttegundum. Kvæði eftir Tómas G. Magnússon, Gísla H. Erlendsson og Hjört Kristmundsson. Bjargráðin og bændurnir, eftir Guðmund Hannesson; Stærsti sjónauki heimsins (með mynd), eftir Svein Sigurðsson; Péturskirkj- an, (með 4 myndum) eftir Stein K. Steindórs- son; Þrá (kvæði), eftir Þórodd Guðmunds- , son; Á Dælamýrum (Þættir úr dagbók Bjarna Sveinssonar), og að lokum Ritsjá eftir ýmsa höfunda. “Péturskirkjan” er stórfróÖleg ritgerð og glæsilega samin. Ritgerð Ragnars skemti- leg aflestrar og hefir margt íhyglisvert til brunn.s að bera. Æfintýri Jóhanns Magn- úsar lagleg, en heldur ekki meira. 1 kvæðin er sáralítið spunnið, þó “Þrá” Þórodds Guð- mundssonar sé ekki alls varnað. Þessi er síðasta vísan: En löngunin, þráin líður um Ijóssins víðfeðma haf, og leitar í djúpum sjálfrar sín 'þess sannasta er lífið gaf. Hvort kvæðin í þessu hefti Eimreiðarinn- ar eru eftir nýliða eða ekki, er oss ókunnugt um; þau eru litdauf, hvort heldur sem er, og spá litlu. Verulegt þjóðræknismál Nýbygðir vorar hinar vestrænu, eiga margar hverjar álitleg söfn íslenzkra bóka; er þetta góðra gjalda vert og þeim, er að mál- um standa, til gagns og vegsauka. Munu söfn þessi víðasthvar mikið notuð, að minsta kosti af því fólki, er enn stendur í andlegu málefna- sambandi við Island. Kunnugt er oss um það, að sumstaðar notar unga fólkið söfn þessi ekki nema að litlu leýtii Þó væri það allsendis óviður- kvæmilegt, að bregða því af þeirri ástæðu um ræktarskort við íslenzkan menningararf; það þarfnast fræðandi bóka um ísland og íslenzk- ar bókmentir á ensku. Því ekki að hefjast handa og afla bókasöfnunum þess bezta, sem 'þýtt hefir verið, hugsað og samið á enska tungu um Island og íslenzk málefni? Ofan Kolorado - gljúfrið (Grand Canyon) á fleka Ef við virÖum fyrir okkur lands- hluta þann, sem Kolorado-fljótið fellur eftir, og liggur fyrir vestan Klettafjöllin í N.-Ameríku, kemur okkur ekki að óvörum, þó farvegur þess sé lítt kunnur, meÖ því áin fell- ur um eyðimörk, sem er 12,500 fer- hyrningsmílur að stærð og alsett þverhnýptum giljum, en lesum við þær undrasögur þeirra spönsku landkiinnunarmanna, er heimsóttu Kolorado fáum árum eftir aÖ þeir lögðu Mexíkó undir sig, furðar okk- ur samt á, aÖ eftirtekt sú, er þá var vakin, leiddi ekki til þess aÖ þessi markverða á væri rannsökuð til hlítar. Kolorado fljótiÖ á upptök sín næstum í miðju meginlandi' N.- Ameríku, rennur í mörgum bugðum til suÖurs, og fellur að lokum út í Kaliforínu-flóann. Það dregur vatn af hálendinu milli Klettaf jallanna og Sierra Nevada suður að 40. br. gr. Fjallgarðarnir liggja að sléttlendi þessu að austan og vestan, og loka úti allan raka, sem berst frá Kyrra- hafinu og Atlantshafinu, svo há- slétta þessi er tiltölulega afar þur, nema þar sem leysingarvatnið úr fjöllunum rennur eftir. Eftir því sem vötn þessi renna lengra áleiðis, eftir því grafa þau sér dýpri farveg, sem verður svo að giljum og gljúfr- um, til þess þau falla í hinn feikna- djúpa Kolorado-dal, þar sem áin á 150 mílum hefir skorið sig ofan í jörðina og sorfið 3000 feta djúp gljúfur ofan í jarðskorpuna. Slétt- urnar, sem breiða sig á báðar hend- ur út frá fljótinu, bera þess ljós merki, að Kolorado fljótið og ár þær sem í það renna, hafa áður, svo sem aðrar ár, runnið ofanjarðar, og frjófgað þessa eyðisléttu, en svo srnátt og smátt grafið þessi göng, sem hún nú rennur eftir. Þessi gljúfur sem hér verða gerð að um- talsefni, hlykkja sig eftir dalnum 75 mílur, og er því líkast sem jörð in hafi gleypt ána. Eftir að áin kemur fram úr þess- um göngum fellur hún enn um 150 rnílur suður til flóans, og á þeirri leið renna í hana Gila áin og Bill Williams áin. Öðru hvoru fellur áin upp að lóðréttum hamraveggj- unum, en oftast nær slær hún sér út um dalinn, sem liggur meðfram henni, eru þeir frá 1—5 mílur á breidd og hömrum luktir. Dalir þessir eru kendir við Indíána flokka, sem byggja þá, svo sem Mojaver, Chemehuevier og Yumaer. í maí flæðir áin yfir dalina, og verð- ur vatnið 2 fet; þegar þvi fjarar út sá Indíánarnir mais, hveiti, baunum, gætlega vegna frjóseminna eftir ár. melónum og rauðlauk; vex þetta á- vatnið. Þar sem klettar liggja ekki fast að ánni, breytir hún oft far- vegi, og er þvi ekki hættulaus bát- um, og oft koma flóð í ána og flæð- ir þá yfir beztu hluta dalanna. Lit- ur hennar er svo sem nafnið bendir á, rauðleitt, af járnefnum, sem í því eru. Áin ber fram árlega ógrynni af föstum efnum til sjávar, og fyll- ir með því flóabotninn, og glögg merki sjást fyrir því að ekki fyrir löngu síðan hefir sjórinn gengið upp að virkinu Yuma, sem er 30 mílur uppi í landi. Norður frá Yuma er dalurinn luktur f jöllum og hálsum alla vega að lögun, þar er enginn jurtagróður að undanskild- um fáeinum kaktus-um. Landslag- ið er tröllslegt og eyðilegt, og ber meira á því, sem loftið er þurrara og gagnsærra, svo hlutir, sem undir öðrum kringumstæðum sæjust ekki, sjást hér ótrúlega skýrt. Þó Kolorado-dalurinn sé svona afskektur og mikill hluti hans auðn ein, urðu Spánverjar þó varir hans áður en De Soto fann Missisippi ána, og löngu fyr en ensku nýlend- urnar voru stofnaðar við Atlants- hafið. Don Josef de Basconzeles fór snemma vorsins 1326 yfir Mið- Arizona, og rakst þá á þetta trölls- lega gil, sem hér hefir verið minst á, það var 94 árum áður en forfeð- ur okkar lentu í Ný-Englandi og aðeins 34 árum eftir að Kristófer SPARSEMI HEIMA FYRIR Nú, eins og fyr á tið, er það oft húsmóð- irin, er hefir innsýn og hæfileika til þess að stjórna. Margar konur leggja reglu- bundið dálitla upphæð í sparisjóð, til þess að standa straum af húsaleigu, ábyrgðum, sköttum og svipuðum kvöðum. *Búreíkningabók fyrir heimiliö fœst meö fyrirspurn hjd T H E ROYAL BANK O F C A N A D A Kólumbus fann eyjuna St. Salvador. Æfintýramaðurinn spánverski og félagar hans voru án efa í gullleit | en þeir komu ekki aftur úr þeijrri I ferð, og hafa annað hvort verið drepnir af Indiánum, eður farist í ^gjám, sem þar norður frá eru sem völundarhús og engum fær nema ^ fuglum. Árið 1539, sendi vara- , konungurinn í nýja Spáni prest er hét Marco de Neca af stað; átti hann að halda inn í landið, sem nú 1 heitir Arizona, og rannsaka landið, og grenlsast eftir hvort tiltækilegt ! væri að snúa Indíánunum til kristni. j Faðir Neca hefir skilið eftir sig ' eftirtektarverða lýsingu af ferð sinni og landinu, sem hann fór um. , Félagar hans voru munkarnir Hono- ratus, svertinginn Stefán ftg fáeinir ! Indíánar frá Culiacan. Þessi ósam- liti hópur fór upp eftir Gila ánni, ^ og sögðu kynjasögur af hinum auð- ugu og gestrisnu “konungsrikjum” er fyrir þeim urðu á leiðinni. Hono- | ratus fór vestur til Kolorado Chi- quito, og faðir Neca fór til Indíána þorpanna við Zuni, 200 mílur aust- ur. Þessi góði maður kom þó fljót- lega aftur þaðan sem hann nefndi I “höfuðborgina” i konungsríkinu Sebola og getur þess, að hann hafi , verið birgari af ótta en veganesti, er hann yfirgaf ríki þetta, þó það ^ væri ágætur bær með laglegum hús- um og nálega hvítu fólki, er svaf í rúmum; hann segir þeir hafi boga I að vopni, og þar séu smaragðar og aðrir gimsteinar. Hann segir að föt séu þar ýmist úr baðmull eða uxa- húðum, og þar séu ker úr gulli og silfri. Spánverjar sóttust einkum eftir að kristna þær þjóðir, sem áttu ráð á gimsteinum, silfri eður gulli. Samlandar hans komust í svo mik- ið uppnám af þessari merku sögu hans, að landstjórinn í Nýja Spáni gerði út árið eftir, 1540, Francico Vasquez de Coronado til Arizona. Hann komst til Zuni og Kolorado Chequito (Litla Kolorado) en varð fyrir vonbrigðum. Hann lenti í skærum við Indíána og særðist tvi- vegis, og snéri við það heim aftur. Meðan þessu fór fram, lögðu þeir af stað Diaz og Cardinas; átti sá fyrnefndi að fara vestur eftir, en hinn í norðvestur. Þá fann Diaz Kolorado-ána og fylgdi henni ofan til ósa, og gæti lýsing hans á ánni gilt til þessa dags. Cardinas komst til klettakastala (pueblas) Moquis , Indíána, fékk sér þar leiðsögumann, (og hélt ferð sinni áfratn margar dagleiðir eftir eyðimörk, er öll var ! sundurskorin af gjám. Loks komst , hann að á einni og sýndist honum gljúfrið að henni vera 3—4 enskar mílur á dýpt. Menn hans vildu kom- ast ofan að ánni en urðu frá að hverfa. Þetta voru einu fréttirnar er menn höfðu af gljúfrunum við Kolorado ána og stóð svo um 300 ár. Þegar Arizona og Nýja Mexiko voru gengin undir Bandaríkin og gullið fungið í Kaliforníu, var veg- ur lagður yfir suður Arizona, en það voru 100 mílur frá Kolorado ánni. Árið 1851 1854 sendi stjórn- in lautinantana Whipple og Sit- greaves í landas,koðun; áttu þeir að kanna landið á tilteknum breidd- argráðum, milli Missisippi árinnar og Kyrrahafsins. Þeir gáfu mark- verðar lýsingar af landinu, og 1857 kannaði Ives lautenant á gufubát, ána rækilega fyrir neðan gljúfrin, og frá þeim tíma hafa grunnskreiðir bátar farið eftir þeim hluta árinnar, sem liggur á láglendinu; þá var einnig efri hluti árinnar kannaður, og þær ár sem í hana falla, en þó var nokkur hluti hennar ókunnur, hér um bil 100 mílur, og urðu menn á þeim kafla að byggja aðeins á á- gizkunum. “Gilið mikla” var sem leyndardómur, ’lengd þess, straum- hraði og ásigkomulag árinnar, hversu þverskorið að gilið væri og djúpt. Alt var þetta ókannað og gaf efni til allskonar ímyndana hjá mönnum; það fóru sögur af sjálf- gerðum brúm yfir gljúfrið, hættu- legum hellum, hræðilegum fossum, er jók mikið á áhrifin af þessu ó- kunna landi. Sá, sem ritar grein þessa var einn í flokki þeirra manna, er 1867- 68, voru sendir í rannsóknarferð af Kansas-Kyrrahafs járnbrautarfé- laginu, til að leita uppi hentugri leið frá Missisippi vestur að Kyrrahafi, áttu þeir að fylgja 35. breiddargr. Fengu þeir i ferð þessari margar á. byggilegar landfræðislegar upplýs- ingar um þessi ókunnu landsvæði þarna i vestrinu. Um miðja nítjándu öldina bar einna mest á veiðimönnunum á þess. um slóðum og það má kannast við að þeir höfðu unnið vel fyrir að- dáun þeirri, er þéir nutu. Þeir fundu hverja ársprænu og veiddu um öll fjöll þar í kring, þrátt fyrir Indíánana, snjóinn og allar hindr- anir, er af því leiddi. Þeir brutu slóðina fyrir hersveitum innflytj- enda, sem stöðugt sóttu lengra vest- ur, og þeir kendu Indiánunum að bera lotningu fyrir hugrekki hvíta mannsins og óttast vald hans. Eftir því sem veiðidýr gengu til þurðar, fækkaði veiðimönnunum, en í þeirra stað kom önnur tegund æfintýramanna; það voru svonefnd- ir “prospectors”, þ. e.: menn, sem leita eftir málmum. Síðastliðin 19 ár hafa þeir reikað um öll fjöll,

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.