Lögberg - 21.03.1935, Side 6

Lögberg - 21.03.1935, Side 6
6 LÖGBHRG, FIMTUDAGINN 21. MARZ, 1935 Heimkomni hermaðurinn “Hún hafði sjálf lagt svo fyrir aÖ mér yrði fenginn drengurinn til umsjár og að hún vildi að hann bæri mitt nafn. Og þegar eg kom á sjúkrahúsið var hann fenginn mér í faðm; án þess að gera mér í rauninni ljóst hvernig í öllu lá, var eg kominn út á víðavang með barnið í fanginu. Eg held eg sé alveg sama flónið og þú, Margrét. Eg fór heim; heimilið, einmitt þetta litla heimili er allur heimurinn í mínum augum; eini griðastaður- inn, er ávalt tekur við mér opnum örmum- Uað stendur á sama hvað gamall eg yrði, og hvað helzt kynni að drífa á dagaiia; þessi litli blettur yrði ávalt aðalheimili mitt. Þessvegna kom eg' heim með Idessaðan litla hvítvoðung- inn.” i\íargrét Cameron reis á fætur. Hefirðu í rauninni blessað barnið yfir í húsinu þínu?” spurði Margrét Cameron. “Hefir þú nokkurn minsta shefil af þekkingu á J)ví hvernig með ungabörn skuli farið?” Jamie hristi höfuðið. “Það liggur í augum uppi að annar eins bjálfi og eg kunni ekki mikil skil á meðferð ungbarna. Það var litli skátinn, sem kom mér til aðstoðar, eins og svo oft áður; hann rauk í símann þegar í stað, og svo sem hálf- tíma seinna var Mrs. Meredith komin; hún á ofurlítinn anga líka, og það var ekki á henni að hevra að hana mundi muna mikið um að bæta öðrum við.” Það var engu líkara en Margrét Cameron berðist við að halda niðri í sér hlátrinum, og var henni þó víst alt annað fremur en hlátur í liug. “Ja, hvað ætli konu eins og Mrs. Meredith muni um annað eins smáræði og það að bæta við svolitlum drenghnokkaf Ekki mikið. Eg hefi heyrt margt og mikið um hana sagt. Það hefir verið í hámælum haft frá þeim tíma er hún lá á sjúkrahúsfnu og ól sitt fvrsta barn, að þá fóstraði hún, ásamt sínu eigin barni tvö börn, sem komin voru að því að deyja úr hungri; annað barnið átti auðkona, en hitt blásnauður, umkomulaus kvenmaður. Og þetta var heldur ekki í eina skiftið er hún inti slíkar kærleiksfórnir af hendi. Hver veit nema eg ætti að taka mér fvrir liendur að fóstra og ala upp barn; það gæti ef til vill dreift áhyggjum minum að nokkru, og endurvakið hjá mér traust á lífinu og tilgangi þess. Komdu með drenginn, Jamie; eg brenn af löngun eftir því að sjá hann og veita honum umsjá. ” Jamie stóð upp og gekk þangað sem síma- áhaldið var; hann hringdi til Mrs. Meredith og bað hana að koma yfir um með drenginn; hann .sagði henni frá því að Margrét Came- ron væri komin og væri óð og uppvæg með það að fá litla hnokkann til umönnunar. Það leið ekki á löngu unz fallegur bíll kom í augsýn, sem var að heita mátti nákvæm- lega eins á lit og hár konunnar, sem stvrði honum : úr augum konunnar stafaði viðkvæm gleði; við hlið henn-ar í framsætinu sat litli skátinn og hélt á reifastranga í kjöltunni. Jamie varð starsýnt á hvítvoðunginn í dúð- anum; hann var að velta því fyrir sér hvernig tilfinningum sínum myndi liafa verið háttað, ef þetta hefði verið Iians eigið barn. Ilann rétti út handleggina eftir barninu, eins og til þess að losa Margréti Cameron frá þeirri á- reynslu að ná litla hnokkanum út úr bílnum. En Mrs. Meredith vildi annast um afhending- una .sjálf; hún var sínum hnútum kunnugust; Iienni var það alvörumál að sýna Margréti föt barnsins og skýra fyrir henni hvernig og á hvaða tíma skyldi um þau skift; henni fanst hún vera í }>ó töluverðum vafa um það hvern- ig Margréti mvndi farnast barnfóstrið, er tek- ið var tillit til þess, að hún hafði ekkert með ungabörn sýslað í tuttugu ár; frá hvaða sjón- armiði, sem skoðað var, gat þó ekki orðið um það vilst að tuttugu ár væri langur tími, og að á því tímabili mætti mörgu gleyma, og þá ekki livað sízt meðferð ungbarna; hún var á- nægð vfir J>ví með sjálfri sér hvernig henni hafði tekist til um meðferð drengsins fram að j)es.su; já, svo ánægð, að hún hafði ekki einu sinni veitt því eftirtekt fyr en rétt nú, hve Margrét Cameron var hvít í framan og þreytuleg. Það kom heldur en ekki fát á Margréti eftir að hún hafði tekið við drengn- um og sá hvernig hann var búinn; fæturnir berir og kjóllinn svro stuttur, að hann jafnvel huldi J)á ekki; þetta fanst henni taka út vfir alt er hún áður hafði vanist; henni fanst sem Mrs. Meredith skoðaði það auðsjáanlega að- alatriðið, að það þykt slör eða slæða væri fvr- ir augum barnsins, svo að ofbirta sakaði ekki. “Hvar er flannelsdúkurinn?” spurði Margrét Cameron í áköfum og hálf-ásakandi róm. Ekki nema það þó. Mrs. Meredith hristi aðeins höfuðið lítillega. “Eg get full- vissað þig um það,” sagði hún, “að hér er enginn flannelsdúkur við hendi. Fólk hér í Californía er vaxið upp úr því, eða að minsta kosti mikill meirihluti þess, að nota flannels- dúka við 'börn; þeir eru langt of heitir og auk þess alt annað en þægilegir fyrir veikt hörund; þeir koma út tárunum á börnunum flestu öðru fremur.” Svo tók hún sér sæti á legubekknum og opnaði körfuna með því dóti í, er drengurinn átti að nota og lét jafnframt nokkrar bend- ingar í té um það hvernig með hvern hlut út af fyrir sig skyldi farið. Margrét Cameron sat steinhljóð og horfði á þessi undur; liún hlustaði gaumgæfilega á alt, sem sagt var og veitti nána athygli hinum ýmsu starfsaðferðum; henni varð starsýnt á litla drenginn og hristi höfuðið um leið. “ Jamie,” sagði hún. Segjum nú að eg tæki drenginn að mér og fylgdi nákvæmlega öllum J>eim aðferðum í sambandi við hjúkrun lians, er mér nú hafa verið sýndar, og hann dan svo í höndunum á mér eftir alt saman, myndirðu þá kenna mér um hvernig farið hefði og ásakað mig æfina á enda?” Jamie og Mrs. Meredith gátu ekki varist hlátri. * “Nei,” sagði Jamie; “eg þekki }>ig of vel til þess að kenna þér um nokkurn skapað- an hlut; og viðvíkjandi hjúkrun drengsins gæti vitanlega ekki annað komið til mála en að þú auðsýndir á því sviði sömu ræktarsem- ina og nærgætnina sem öðrum. Hlutirnir, sem Mrs. Meredith liefir hér meðferðis handa drengnum, eru búnir til af móður hans. “Það er ekki um að villast, að svo sé,” sagði Mrs. Meredith; alt þetta dót fylgdi barninu frá sjúkrahúsinu. Veiztu af nokkru fleira en þessu?” spurði Mrs. Meredith Jamie. “Já,” svara:ði Jamie. “Hjúkrunarkon- an sagði mér að auk J>essa væri dálítill pakki með einkamunum, er móðir drengsins hefði látið eftir sig. Pakkinn er í miðskúffunni í þessum litla fataskáp,” sagði Mrs. Meredith. “Eg geri ráð fyrir að flest það, er þú kant að þarfnast hjúkrun litla hnokkans viðvíkj- andi, sé þar að finna. Eg hefi ekki gefið mér tíma til l>ess að rannsaka til hlítar hvað þarna er geymt, og eg sé ekkert J>ví til fyrirstöðu að þú athugir sjálf þetta dót alt, eins og það er, ef vera mætti að eitthvað það fyrirfynd- ist þar, sem við áttum ekki von á.” Eg verð að segja, að eg hefi í rauninni enga minstu hugmynd um hvaðan á mig stendur veðrið,” sagði Margrét Cameron; mér finst eg vera þess alveg fullvís að barnið hljóti að deyja í höndunum á mér; það getur ekki hjá því farið að drengurinn fái kvef, er ríði honum að fullu; mér hefir alt af skilist að börn og flannelsdúkar væri í rauninni al- veg óaðskiljanlegar einingar. ” Eitthvað held eg nú að bogið sé við það, svaraði Mrs. Meredith. “Eg hefi aldrei þekt hraustara barn en barnið mitt; það er ekki nokkur skapaður hlutur, sem truflað getur ærsl þess á daginn né heldur næturró. Minn strákur blátt áfram rær í spiki og andlitið er að verða eins og tungl í fyllingu. Við vitum ekki af því að hann sé í heimilinu, nema þeg- ar hann segir til sín og er farinn að verða liungraður; þá gerir hann svo augljóslega vart við sig, að ekki verður um vilst hvers hann þarfnast; það þýðir þá heldur ekki að draga það á langinn að fullnægja þörfum hans; hann er piltur, sem hafa vill mat sinn og engar refjar. ” Nú varð Mrs. Meredith alt í einu litið til Jamie. “Þið hafið víst enn ekki hugsað litla Jamie MacFarlane fyrir rúmi,” sagði hún. “Því ekki að nota þvottakörfu? Ekki þarf rni nema svo sem tvo svæfla í alt, því annan þeirra má nota að undirdýnu eða sæng. Minn strákur gerir nú reyndar hvorki miklar né margvíslegar kröfur til sængurfata; sama verður um þennan litla Jamie okkar að segja, að minsta kosti fyrst um sinn.” Nú stóð Mrs. Meredith á fætur; hún tók pappírsblað upp úr handtösku sinni og reit á það símanúmer; þið getið hringt mig upp samkvæmt þessu númeri, ef ykkur svo sýn- ist, klukkan átta á morgnana, um hádegisbil- ið eða um miðaftansleytið. Verði eitthvað að litla Jamie, kem eg á svipstundu, eins og kólfi væri skotið. Svo tók hún drenginn upp, kysti hann innilega og fékk Margréti Came- ron hann því næst til forsjár. Jamie fylgdi Mrs. Meredith og litla skát- anum út að bílnum. Svo leið bíllinn hægt og hljóðlega af stað. Síðustu orðin, sem Jamie heyrði af vörum litla skátans voru þessi: “Fyrir langa löngn, einu sinni þegar býflugnameistarinn var dap- ur og bugaður, sagði hann mér . . . .” Þetta var alt, sem Jamie heyrði, og hann Jmrfti heldur ekki að heyra meira. Hann flýtti sér heim; kom hlæjandi heim; maðurinn, sem að réttu lagi átti að vera í sorg, kom syngjandi og ldæjandi heim til Margrétar Cameron; hann veitti því þegar athygli hve henni fanst þetta alt saman óeðlilegt; hann var skozkur maður, eða réttara sagt ameríkumaður af skozkum ættum, og þessvegna tók það hann ekki lengi að átta sig á skozka vísu. ‘ ‘ Margrét Cameron, ’ ’ sagði Jamie. ‘ ‘ Eg vil að þér skiljist til hlítar að eg er ekki þann- ig skapi farinn maður að eg kjósi mér að sigla undir fölsku flaggi. Það er hitt og þetta sem mér veitist örðugt að skýra frá í þessu sam- bandi, vegna þess að mér er það ckki fyllilega skiljanlegt sjálfum. Þó get eg frætt þig á J)ví, að eg þekti stúlkuna, sem eg giftist sama sem ekki neitt; sá hana aðeins einu sinni áður, og svo ekki fyr en þegar hún var að fara al farin. Drengurinn hennar ber nafn mitt; og svo framarlega að nokkur ærlegur blóðdropi sé eftir í æðum mínum, þá skal eg veita honum eins gott uppeldi og eg framast má, og það engu síður fyrir það, þó hann sé ekki minn eigin sonur. Bn móður hans get eg ekki syrgt; eg væri að fara á bak við sannleikann, ef eg siegði annað; eg þekti hana sama sem ekki neitt.” Margrét Cameron kom ekki upp einu ein- asta orði; liún hafði ekki augun af litla Jamie. Frétíaritarinn sem gerði sjálfan sig að konungi Eftir Richard Harding Davis (Sv. O. þýddi) “Fiskimennirnir, sem fluttu okkur á þennan yfirgefna stað segja mér að það rigni hér sex mánuði úr árinu og að þetta sé fyrsti mánuðirinn af rigningatímanum. Eg fór hingað til að þjóna landi mínu og annast hag J)jóðar minnar, sem eg hefi barist og blætt fyrir, en eigi til þess að kveljast og deyja úr gigt og lungnabólgu. Bg get verið landi mínu meira til gagns með því að lifa, svo eg hefi afráðið að gera það, og hvort sem það rignir eða ekki J)á fer eg héðan; mér líkar ekki hér hvort sem er. Eg hefi verið stórlega svikinn á þessari útnefningu. Mergurinn málsins er, að um }>að leyti sem þetta bréf kemst í þínar hendur, verð eg kominn út á haf með sömu mönnunum er fluttu okkur hingað, en sem leggja á stað heimleiðis með birtingunni í fyrramálið. Mágur minn, senator Rainsford, getur kipt þessu í lag við forsetann, og komið mér aftur í rétta röð fyrir annað embætti, strax og eg er kominn heim. En eins og þú skilur, er mér ómögulegt að hlaupa frá em- bætti mínu hér án þess að setja einhvern í minn stað, og enginn er hæfari til þess en þú, svo eg ber engan kvíðboga fyrir því atriði. Svo hér með og þar fyrir skipa eg þig, allra virðingarfylst, sem minn fullmektugan, með fullu valdi til allra framkvæmda, að veita móttöku öllum gjöldum og annast um útborg- anir, semja og undirrita öll skjöl og samn- inga, sem tilfalla og J)jóð vora snertir, og í stuttu máli að gera alt sem liinu virðulega embætti tilheyrir og viðkemur. Eg vona að þú reynist þess verðugur að gegna vel og trú- lega þeirri háu stöðu og ábyrgð, sem J>ví fylg- ir að vera ræðismaður þess lands og þjóðar, er eg hefi talið mína helgustu skvldu að þjóna. Þinn einlægur vinur og yfirboðari, Leonard T. Travis.” P.S.—Eg vildi ekki vekja þig með því að taka kistuna mína, svo eg skil hana eftir; þú mátt taka úr henni hvað sem í henni er og þú þarft með og þér þóknast. Eg þarf enga einkennisbúninga lieima fyrir. Eg gæti hugs- að að J>ú þyrftir helzt vatnskápu og regnhlíf. P.S.—Gættu að þessum Stedman. Hann er of mikill hugvitsmaður. Eg vona þér falli vel í geð hin háa staða þín, eg er ánægður með litlu New York fyrir mig. Opeki er dálítið of langt frá liinum siðaða heimi, finst mér.” Albert las bréfið tvisvar áður en hann hreyfði sig. Svo hentist hann fram að glugg- anum og leit út á sjóinn, en hvergi sást bátur. inn, eins langt og augað eygði. “Hinn auðvirðilegi hræsnari!” hvæsti hann út á milli tannanna. Ef hann heldur að eg ætli að vera hér einn, þá er hann vitlaus, en samt, því ekki það?” spurði hann sjálfan sig eftir nokkra umhugsun. Er hann hafði staðið um stund í djúpum hugsunum, kom Stedman inn til hans, allur hlæjandi og sprikl- andi fjörugur, eftir morgunbaðið. “Góðan morgun,” sagði hann, “hvar er sendiherrann?” “Konsúllinn,” ansaði Albert snúðugt,” stendur fyrir framan þig. Þar sem þú sérð mig sérðu Bandaríkja konsúlinn á Opeki.” “Kapteinn Travis,” hélt Albert áfram, “er farinn til baka til Bandaríkjanna. Eg hugsa að honum finnist að hann megi bezt verða þjóðinni að gagni með því að vera ein- lægt á sama blettinum. Til dæmis ef stríð skylli á, þá yrði hann til taks að frelsa föður- landið í annað sinn.” “Og hvað ætlar þú að gera?” si^urði Stedman með ákaifa. “Þú ætlar J)ó ekki að hlaupa á burtu líka?” Albert kvaðst mundi verða kyr og ann- ast um embætti sitt, og sagðist byrja sinn em- ibættisrekstur með því að skipa hann sem skrifara sinn. Og þeirra fyrsta starf sé að innræta eyjarskeggjum að engin þjóð í heimi jafnist við Bandaríkin. “Þeir taka kannske ekki mikil tillit til Bandaríkjanna á Englandi,” sagði liann, “en hér skulum við kenna þeim að lesa rétt landa- bréfin, og sanna, að ekkert annað land sé á lmettinum nema þau.” “Það er mjög fallega gert af þér, að gera mig að skrifara þínum,” sagði Stedman hrærður í huga; “ eg vona eg geri engar vit- leysur. En hvaða skyldur fylgja skrifara- stöðunni?” “Það er það sem eg veit ekki,” svaraði Albert, ‘ ‘ en þú ert uppfindingamaður og ætt- ir að geta hugsað upp nokkrar; }>að ætti að vera J)ín ifyrsta skylda og þú ættir að snúa J)ér að }>ví strax. Eg mun hafa nóg að gera að finna mér eitthvað að gera. Kaup J)itt verður fimm hundruð á ári, og nú,” hélt hann áfram með valdmannssvip, “mun vera mál að ganga á konungsfund. Við getum sagt honum að Travis hafi verið einkavörður minn á leiðinni, en nú hafi eg sent hann til baka til að segja forsetanum að eg hafi komist heilu og höldnu; Það ætti að gleðja forsetann. “Það er ekkert,” hélt hann áfram, er hann hafði klórað sér í höfðinu, “sem hefir eins mikil áhrif á fólk sem lifir nálægt hvarf- baugnum og einkennisbúningar, og það vill svo heppilega til að Travis hefir tvenna svo- leiðis búninga í kistunni, sem hann skildi eft- ir. Hann ætlaði að klæðast þeim þegar hann væri í embættiserindum, og þar eð eg befi erft koffortið með öllu tilheyrandi, þá ætla eg að búast öðrum þeirra, en hinn mátt }>ú liafa. Auðvitað tek eg þann betri og skrautlegri, því eg er konsúllinn. ”' Konsúls-iskrúðinn samanstóð af tvenn- um lafafrökkum og einum hvítum buxum, og dreif Albert, sig í þær undir eins og í skárri frakkann utan yfir, og fór honum hvort- tveggja vel, enda var maðurinn vel skapaður og bar sig mannalega. Aftur á móti var Stedman, sem aðeins var átján ára og grann- ur að holdum, ekki eins glæsilegur ásýndum. En Albert bætti liann mikið með því að troða liann út með tuskum um br jóst og axlir. Þessi útbúnaður var helzt til hlýr fyrir Stedman, en bætti mikið útlitið. “Þessir Bradleys verða að skrautbúast líka,” sagði Albert. “Mér finst þeir ættu að vera eins konar heiðursverðir mínir, eða finst þér það ekki? Það eina, sem eg hefi handa þeim eru skjaudarmerki og ullarpeys- ur, en J>að gerir ekkert til eins lengi og þeir eru báðir eins búnir. ’ ’ Hann kallaði þá báða samstundis inn til .sín og fékk þeim gamlar, livítar uppgjafa f reiðbuxur af kafteininum og sína bláu peys- una hvorum með flannastóru gulu “Y” saum- uð í bakið á báðum. “Stúdentamir á Yale-háskólanum gáfu mér þetta,” sagði liann við yngri Bradley, um leið og liann dreif hann í hana; “er eg var að spila með þeim fótbolta hér á árunum, en hina gaf mér mikilmenni eitt, er Walter Camp hét, svo ef þið rífið eða ólireinkið þær þá sendi eg ykkur í járnum heim til Eng- lands, svo ykkur er betra að fara varlega.” Er Stedman hafði yfirvegað klæðnað fé- laga hinna frá öllum hliðum, sagði hann: “Þetta minnir mig á leikinn heima, sem söng- flokkurinn í kirkjunni okkar lék og kallaður var ‘Títuprjónar.’ ” “Þetta er nú alt gott og blessað eins langt og það nær,” sagði Albert, “en mér finst við séum ekki nógu gljáandi útlits. Eg sé hvað vantar á okkur, það vantar orðurnar. Þið liafið aldrei séð neinn stjórnarumboðs- mann, sem eigi var þakinn með orðum og krossum.” “Eg get lagað það,” gall Stedman við; “eg á fulla kistu af þeim. Eg var fljótastur allra á reiðhjóli í Connecticut, og fékk ó- grynnin öll af allskonar medalíum og liefi J>ær allar með mér.” Albert sagði að ]>að væri nú eiginlega ekki sú tegund af tignarmerkjum, sem hann hefði átt við. “Kannske ekki,” svaraði Stedman, um leið og hann byrjaði að róta til í kistunni sinni. “En kóngurinn þekkir þau ekki í sundur. Hann gæti ekki aðgreint Viktoríu- krossinn frá medalrá, er gefin væri fyrir kaðaldrátt,”

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.