Lögberg - 28.03.1935, Blaðsíða 4

Lögberg - 28.03.1935, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIM'TUDAGINN 28. MAEZ, 1935. lógberg 0«tU1 út hvern fimtudag af TMK COLUMBIA PRE8B LIMITMD 895 Sargent Avenue Wlnnipeg, Manitoba. Utan&skrlft ritatjórans: ■DITOR LÖGBERO, 695 SARGENT AVE WINNIPEG, MAN. T mrt tS .00 um drið—Borgist fvrirfrain The "Lögberg” is printed and published by The Colum- bla Press, Limited, 69 5 Sargent Ave., Wnnipeg, Manitoba PHO\E 86 327 Mackenzie King hyltur 1 vikunni, sem leið, var formaður frjáls- lynda flokksins, Rt. Hon. W. L. Mackenzie King, hyltur með eftirminnilegu samsæti á Laurier hótelinu í Ottawa; voru þar eigi aðeins saman komnir frjálslyndir þingmenn beggja þingdeilda, heldur og leiðtogar frjáls- lyndu stefnunnar í hinum ýmsu fylkjum; annaðhvort forsætisráðgjafarnir sjálfir, eða þá umboðsmenn þeirra. Nokkuð á annað þús- und áf vinum Mr. Kings sátu þetta virðulega mannamót. Ekki var til veizluhalds þessa stofnað með það fyrir augum að skipuleggja á nokk- urn hátt framtíðarstarfsemi flokksins, eða búa í pottinn fyrir næstu sambandskosningar, þó þeirra verði nú úr þessu sennilega ekki svo ýkjalangt að bíða; heldur var tilgangurinn einungis sá, að hylla Mr. King og tjá honum óskift og eindregið fylgi. Mannfagnaður þessi hófst með ræðu, er frú Cairine Wilson flutti; er frú Wilson fyrsta kona, er sæti hefir hlotið í öldungadeild hins canadiska þjóðþings. í lok ræðu sinnar afhenti hún Mr. King forkunnar fagran grip til minja um hátíðarhald þetta. Næstu ræð- una flutti Hon. Brnest Lapointe, dómsmála- ráðgjafi í stjórnartíð Mr. Kings og mestur áhrifamaður í Quebec frá því, er Sir Wilfrid Laurier leið; er Mr. Lapointe nafntogaður mælskumaður og spakur að viti. “Eg hefi reynt Mr. King sem vin, og veit hvað það er að eiga hann að vini,” sagði Mr. Lapointe í lok ræðu sinnar. Við háborð sátu meðal annara, ásamt Mr. King, þeir James Gardiner forsætisráðgjafi í Saskatchewan og Mitchell F. Hepburn stjóm- arformaður í Ontario. Þykja þeir báðir harðsnúnir málafvlgjumenn og líklegir til giftusamlegra athafna, með því er þeir eru enn tiltölulega á ungum aldri; tóku þeir hvor um sig við völdum sama daginn í fyrra að afstöðnum kosning-um í hlutaðeigandi fylkj- um. Nærri lét að Mr. Hepburn lánaðist með ðllu að koma afturhaldsflokknum þar í fylk- inu fvrir kattarnef í þeim kosningum; þó gekk Mr. Gardiner feti framar, þar sem hann létti eigi fyr atsókn en hver einasti og einn frambjóðandi afturhaldsstefnunnar var að velli lagður. Auk þeirra, sem nefndir hafa þegar ver- ið, lýstu trausti á Mr. King og hétu honum eindreginni samvinnu, þeir Mr. W. M. Lee, foringi frjálslynda flokksins á Prince Bd- ward Island; A. A. Dysart, New Brans- wick; William Houston, Alberta, og Hon. J. S. McDiarmid frá Winnipeg. Þeir stjórnarformennirnir í Quebec, Nova Scotia og British Columbia, sendu Mr. King fagurlega orðuð virðingarskeyti, er fullvissuðu hann um einhuga fylgi. Kafli úr símskeyti Mr. Taschereau var á þessa leið: “Við hér fylgjum Mr. King einhuga að mál- um og erum til taks með fylkingar vorar á- samt honum á leiðinni til sigurs.” Ræðurnar allar, að ræðu Mr. Kings und- anskilinni, stóðu ekki yfir nema í fimm mín- útur. Mr. Lapointe komst meðal annars þannig að orði: “Það hefir verið mikið talað um um- bætur síðustu vikurnar; engar aðrar umbætur en þær, sem grundvallaðar eru á hreinskilni og einlægni umibótanna vegna sjálfra, eru líklegar til frambúðar; öll umbóta viðleitni verður að skapa traust.” Með tilliti til um- bótaákvæða núverandi sambandsstjórnar kvaðst Mr. Lapointe óttast að pólitískir hags- munir réðu þar meira um en einlægur áhugi á því, að ráða fram úr böli atvinnuleysingj- anna.— 1 niðurlagi ræðu sinnar, er tekið var með miklum fögnuði, lét Mr. King þannig um mælt: “Eins og nú horfir við í hinum gamla heimi, eða meginlandi Norðurálfunnar, virð- ist mér sem canadisku þjóðinni veitist sjald- gæft tækifæri til þess að skapa fagurt for- dæmi friðarhugsjón mannkynsins viðvíkjandi. Þjóðernislegt þröngsýni sýnist spenna hinn gamla heim heljargreipum að miklu leyti; harðstjórn í ýmsu formi hefir skotið rótum og komið í stað frjálsmannlegs lýðræðis; slíku verður canadiska þjóðin að verjast; hún ! má undir engum kringumstæðum missa sjón- ar á því, að fólksstjórn er hyrningarsteinninn undir hrezku stjórnskipulagi; hún verður að vaka yfir þingræði sínu og vernda það eins og helgan dóm. Mér virðist það ískyggilegt með tilliti til þingræðisins hér með oss, að svo má segja að flest þingskjöl sem lögð eru fram í þinginu um þessar mundir af hálfu stjórnarflokksins, séu brennimerkt nafni forsætisráðgjafans sjálfs. Engínn einn maður stjórnar nokkru. sinni nokkru landi svo vel sé; aðeins samhuga ráðu- neyti valinna manna fær slíku til vegar komið. Tækifærin til þess að verða landi og lýð að gagni, hafa aldrei legið nær manni en ein- mitt nú; þau eru einkum og sérílagi fólgin í l því tvennu að hrinda í framkvæmd samfélags- legum umbótum í þjóðfélaginu, er nái til allra stétta jafnt, sem og hinu, að beita óskiftri í- hugun þjóðarinnar að friðarviðleitni mann- kynsins með hag allra þjóða jafnt fyrir aug- um. Flokksleg hagsmunastefna verður að víkja úr vegi fyrir hagsmunastefnu þjóð- heildarinnar. ” Stríðskoátnaður í Canada í blaðinu Free Press 23. þ. m. birtist rit- stjórnargrein sem svo er eftirtektaverð að hver einasti borgari landsins *ætti að gefa henni gaum. Greinin gefur það í skyn að Bennett- stjórnin muni hafa gert leynisamning um það að senda canadisku þjóðina út í fyrirhugað stríð. Astæða blaðsins fyrir þessum grun er sú, að einmitt nú, þegar fólkið þjáist tilfinn- anlegast af atvinnuleysi og fjárhagslegum erfiðleikum eys stjómin út fé þjóðarinnar á báðar hendur svo tugum miljóna skiftir, til eyðilegginarstofnana og stríðsáhalda. ‘“Hver getur verið ástæðan fyrir þessum óstjómlegu fjárveitingum til stríðskostnað- ar ?” spyr blaðið, “og það einmitt nú, þegar fjár er þörf og nauðsyn til annara fyrirtækja —hver getur verið ástæðan ef ekki sú að stjórnin hafi þegar samið um þátttöku í fyrir- huguðu stríði? En sé svo, livers vegna hefir þá þjóðinni ekki verið sagt frá því? Hvers vegna er sá leikur um líf manna og dauða leikinn á bak við tjöldin?” Afturhaldsstjórnin í Ottawa lofaði 500,- 000 mönnum—alveg eins og þegar stórbóndi lofar ákveðinni tölu sauða, nauta eða svína— án þess að spyrja þjóðina ráða fyrir tuttugu árum síðan. Er afturhaldið að bvrja á sama leik einu sinni enn! Free Press birtir svo skýrslu um stríðs- útbúnað afturhaldsins í Ottawa og eru hér talin nokkur atriði þeirra. Stjórnin hefir í ár kostað $15,000,000 (fimtán miljónum) til hernaðar. Auk þess hefir 'hún ákveðið að ver.ja miljónum dala til alls konar herbúnaðar í við- bót við það, sem nú er, úti um alla Canáda. 1 Ottawa eru svo margir hálaunaðir her- foringjar að þeir vefjast hver um annan; þeir eru harðsnúin klíka, sem hefir hermálaráð- herrann í hendi sér og alla þá stjórnardeild. —Þeir stjórna stjórninni í þeim málum. Þessi kæra var borin fram í þinginu í Ottawa og hefir enginn treyst sér til þess að mótmæla henni. Svo er landinu skift í ellefu (11) stríðs- liéruð eða hermála'héruð; eru í hverju slíku héraði nógu margir herforingjar til þess að st.jórna tuttugu þúsund (20,000) hermönnum, þótt ekki séu nema nokkur hundruð í hverju herhéraði. Auk þess er verið að eyða auð fjár til þess að byggja herskála um landið þvert og endilangt. Stjórnin ber fram aukalagafrumvarp, sem ákveður $2,500,000 (tvær miljónir og fimm hundruð þúsund dali) til auka-herkostn- aðar. f fyrra var bygt morðvopnaverkstæði í Yalcartier í Quebec, sem kostaði $507,889 (nálega sex hundruð þúsund dali). Hjá bænum Calgary, heimabæ Bennetts, á að byggja herflugvélaskóla, sem nái yfir 344 ekrur af landi. Þar er áður stóreflis her- skáli frá stríðstímunum; en auk þess á að byggja þar heljarstóran nýjan hermanna- skála. Alls á að byggja í Alberta-fylki einu stríðsútbúnað fyrir $1,200,000 (eina miljón og tvö hundruð þúsund dali) nú í ár. Þar á meðal er það, sem hér segir: Hermannaskáli fyrir $105,500 (hundrað sextíu og fimm þús- und og fimm hundruð dali). Stríðshesthús fyrir $50,000 (fimtíu þúsund dali). Reiðskóla hermanna fyrir $55,000 (fimtíu og fimm þús- und dali). Atsal handa herforingjum fyrir $125,000 (hundrað tuttugu og fimm þúsund Hér sést einn af torpedo-mótc.rbátum þeim, sem bygðir hafa verið í Englandi fyrir stjórnina í Siam; hann er á ferð á Thames ánni hjá Greenhithe. Báturinn er 55 fet á lengd, hefir tvær vélar, sem hvor hefir 4 50 hestölf. og tvö torpedo-hlaup, 18 þumlunga. pegar þessi mynd var tekin skreið báturinn 50 mílur á klukkustundinni. dali). Átsal handa hermönnum fyr- ir -150,000 (hundrað og fimmtíu þúsund dali). Bústaði handa kvænt- um herforingjum fyrir $20,000 (tuttugu þúsund dali). StríÖsvéla- skála fyrir $23,000 (tuttugu og þrjú þúsund dali). í Ontario á aÖ stækka hermála- skólann í Kingston fyrir $245,000 (tvö hundruð fjörutíu og fimm þúsund dali). Og $37,700 (þrjátíu og sjö þúsund og sjö hundruð döl- um) á að verja til þess aÖ byggja myndastofu fyrir hermenninsf í Rockcliffe.” Þetta er partur af þeim hernaðar- og striðsútbúnaði, sem Free Press telur upp að Ottawa stjórnin hafi með höndum. Blaðið segir að hér geti tæplega verið nema um tvent að ræða: Ann- aðhvort hafi stjórnin gert leyni- samninga um þátttöku í væntanlegu stríði, án. þess að þjóðin fengi að vita um það, eða hervaldið i landinu ráði stjórninni og láti hana gera hvað sem þvi sýnist. Hvort tveggja segir blaðið að sé stórhættulegt og með öllu óþolandi. Maður frá Quebec, sem Power heitir, sagði nýlega í þinginu, það sem hér fylgir, um þetta hernaðar- fargan: “Ræða hermálaráðherrans um öll þessi stríðsgögn minnir mig á aðra ræðu, sem einu sinni var haldin af manni í öldungadeildinni í Banda- ríkjunum. Hann sagði að stjórnin legði fram ábyrgsta fæðu handa svínunum í Louisiana og bygði stór- eflis skrauthýsi handa ösnunum í Mississippi á satna tíma sem fólkið i New York væri fatalaust, matar- laust og húsnæðislaust — stjórnin léti það svelta í hel án þess að skifta sér af því. Hér í Canada verjum vér helmingi allra hugsana vorra til þess að reikna út lengd og breidd hálsbindanna, sem herforingjarnir eigi að nota i átveizlunum, en hin- um helmingnum til þess að teikna og reikna út hesthús í Calgary” . . . Eg hefi aðeins drepið á nokkur atriði í þessari Free Press grein: en eg ráðlegg öllum, sem geta, að lesa hana alla. Sig. Júl. Jóhannesson. Samtíningur Franskt spakmæli segir: Allir er- um vér nógu sterkir til þess að þola þjáningar annara. Frá ómunatíð hafa þjáningar, sorgir og mótlæti angrað og kvalið mannkynið i margvislegum mynd- um, sem of langt yrði upp að telja. Svo er það líka á hina hliðina að vinsæld, metorð, auður og völd hafa lyft mörgum í tignarstöður til þess að baða í rósum og geta lifað þar sem lengst í unaði og dýrðlegum fagnaði. Fram hjá því má ekki ganga, að margir eru þeir menn, sem með gáfum, drengskap og dugnaði hafa unnið sig áfram og upp og með því haft bætandi áhrif á mannflokka og heilar þjóðir; það eru mannvinir, og ljós þeirra deyr ekki. Þrátt fyrir alla þá miklu mentun og menningu, sést ekki að þjáning- arnar séu að fjara út eða að ganga sér til húðar, en svo hefði það þó átt að vera á þessari miklu menn- ingaröld. Oft heyri eg talað um gallað og ófullkomið fyrirkomulag, já, sumir vitna í Rússland og þá óstjórn og kvalræði, sem þar sé haft í frammi. Hvað sem því líður, þá gildir það sama um hagskýrslur Rússlands og annara rikja að ánn- ar ábyggilegri mælikvarði hefir aldrei komið fram, annars væru þær að engu nýtar, ef ekki mætti trúa því, sem þær segja. Víða er pottur protinn, segir gamalt máltæki. Sé þar rétt frá sagt að atvinnulausir menn og ör- eigar i þessu nægtanna landi verði nú sumstaðar að sætta sig við að fá 12—15 centa virði á dag í matvæl- um, til þess að halda við lífi, kröft- um og heilsu, þá eru stoðirnar þar orðnar ærið veikar, sem eiga að halda uppi jafnvæginu, ef svo þessu líkt væri ástand mörg hundruð þús- und ungra og hraustra manna, en forðabúr.in sama sem full, þá verð- ur því ekki neitað með rökum, að þau eru nokkuð dökkleit skýin, sem dragast upp á söguhiminn Canada, og svona mikilsvarðandi atvik falla seint í gleymsku. Nú kvað vera í undirbúningi að stórkostlegar bætur verði ráðnar á atvinnuskorti og um leið á högum öreiganna og mörgu fleiru. Þegar eg les þær stóru umbótaræður stjórnarformanns Canada, get eg ekki varist þeirri hugsun: Er nú hinn forni ás, brúarvörðurinn mikli Heimdallur, staðinn upp og tekinn að blása svo ákaflega Gjallarhorn, að heyrist um heim allan og Ragna- rök í aðsigi? Sé svo, þá dugir ekki að hætta að blása; mótöflin eru sterk, svo sem svik, lýgi, ágirnd og ýmisleg rangsleitni, sem eftir goð- sögninni mundi þýða Loka Iaiuí- eyjarson (frumkvæði flærðanna) eða sjálfan myrkrahöfðingjann, svo ekki er nú við lambið að leika sér. Ef nútíðarhetja, með hreysti, vits- munum, mannkostum og dugnaði leggur þennan óþjóðalýð að velli, þótt hann í þeirri orustu liði bana sjálfur, þá getur hann sér með því ódauðlegt frægðarorð. Eg hefi séð i Heimskringlu að Bennett væri með mestu mönnum, sem nú eru uppi, (eg hefi ekkert vald til að rengja það) og nú sé auðvaldið orðið hrætt við hann. Ilann og aðrir kapítalistar hafa tryggingu fyrir auðnum á löggilt- um skjölum og eignarbréfum, og geta því að mestu leyti varið honum eftir eigin geðþótta og hagsmunum. Án efa mun forsætisráðherrann vera með sterkustu hlekkjunum í auðvaldskeðjunni; að hann og félag- ar hans fari nú að grafa undan eða veikja þær stoðir, sem bera uppi völd þeirra og auð, og það til þess að bjarga atvinnulausum öreigalýð, þvi getur hver trúað sem vill. Sé geigur í auðvaldinu, þá mun hann stafa frá þeim farvegum, sem enn ekki hafa tekið sér framrás. Það er tekið fram í ræðunum að það eigi að laga og bæta upp á kerf- ið, sem sé að setja nýjar bætur á gamalt fat. Þegar það er búið mundi auðvaldið ná fastari tökum á öllum stjórnarathöfnum, heldur en það hefir nú, og sumir lita svo á að Bennett sé svo vitur og mikill mann. vinur og háfleygur í anda, að ef honum yrði fengið einveldi i hend- ur, þá væri öllu borgið. Það var sagt um Múhameð, að hann væri tígulegur á velli og há- fleygur í anda, enda fékk hann skip- un frá æðri máttarvöldum að reka alla hjáguði út úr Arabíu. Það get- ur vel verið að Bennett sé búinn að fá skipun frá hinum sömu máttar- völdum, til þess að kenna tiu milj- ónum manna glænýja hagfræði, því sú gamla, bæði frá Adam Smith og fleirum, kvað vera farin að gefa sig. Sumir virðast hafa þá skoðun, að flest eða alt, sem nú er nefnt böl og kreppa, muni af sjálfu sér hverfa og renna í rétta farvegi. Þá væri vel, ef svo vildi verða, en reynsla liðins tima og nútíðar, sýnir annað. Hvar myndi þekking í listum og visindum nú standa, ef aldrei hefði verið barist á móti rangindum, heimsku og hleypidómum, og jafn- an þó nokkuð unnist í áttina til góðs. "Þetta látlausa þrátt í andlegum og veraldlegum málum verður að halda áfram til að sýna sigur og tap, svo lengi sem mannkyn byggir þessa jörð, og enginn veit hvar takmörk eru sett. Margir eru þó svo bjart- sýnir að sjá í anda fram í betri tíð, og að sá tími renni upp að styrjaldir, manndráp og flest önnur ágrein- ingsmál verði kveðin niður og jöfn- uð með samkomulagi, svo allir megi vel við una. Samstilingin á erfitt uppdráttar, sem dr. Helgi Péturs- son talar svo víða um að stefni, enn sem komið er, meira á helveg en til uppsprettu hins fullkomna lífs, þar sem hlýtur að rikja fullkominn friður og réttlæti. 12. marz, 1935. Sveinn A. Skaftfeld. Tií Jakobs Thorarensen Óðs þú herjar út um lönd, oft er bitur ljárinn; en þú Ieggur líknarhönd að lokum þó á sárin. Jakob Smári. Þinn víst er hreimur viðfeldinn þú virðist gleyma vetri; einatt dreymir anda þinn inn í heima betri. R. J. Davíðsson. Prince Ananda, 11-year-old school- boy, who will be crowned King in Siam in May, is here seen in his state dress. Ile succeeds his uncle, Prapadhipok, who recently abdi- cated.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.