Lögberg - 02.05.1935, Blaðsíða 2

Lögberg - 02.05.1935, Blaðsíða 2
o LÖGBKRG, FIMTUDAGINN 2. MAI, 1935. KAUPIÐ ÁVALT LUMBER hjá THE EMPIRE SASH & DOOR CO., LTD. HENRY AVENUE AND ARGYLE STREET WINNIPEG, MAN. PHONE 95 551 Frá afmæli K.N. 1441—gth Street South, Fargo, North Dakota, APr'l 5. 1935- Mr. K. N. Julius, Mountain, North Dakota. Dear friend K. N.: from myself and all my people on your seventy-fifth birthday. As one who was reared in your neighborhood; who has always ad- mired your ability and who has listened to your poetry on many occasions, I shall applaud every praise and good wish that will be heaped upon you so deservedly on this great occasion—the 75th birth- day of a poet and a true and honest man. May your future years be happy and your humor last forever. Sincerely yours, T. W. Thordarson. Winnipeg, 6. apríl, 1935. Mr. K. N. Júlíus, Mountain, N.D. Kæri vin:— Þakka fyrir ljóðin þín,’ sem fyr og síðar hafa veitt mér mikla gleði, og eg þakka fyrir skemtilega og á- gæta viðkynningu. Óska til ham- ingju og vona að f jórði aldarf jórð- : tingur æfi þinnar verði þér ekki lakari, helst betri, heldur en þeir þrír, sem liðnir eru. Vinsamlegast, Finnur Johnson. Riverton, Manitoba. í tilefni af 75 ára afmæli K. N. Júlíúsar fyndnasta skglds Jslendinga að fornu og nýju, þakka eg honum óteljandi ónægjustundir, innilega og góða vináttu og óska honum allrar hamingju um ókomna tíð. Eg fann mig ekki færan til að yrkja viðunandi kvæði. En nú, um leið og eg ætla að loka bréfinu kem- ur þetta í handlegginn á mér: Aldar fennið efst í lær Er þér senn að baki, Þó ertu’ enn til ferða fær, Fjögra kvenna maki. Guttormur J. Guttormsson. Regina, Sask., 28. marz, 1935. K. N. JúHus, Esq., Mountain, N. D. Kæri vinur:— Vegna vanheilsu er mér bægt frá að vera með í hópi vina þinna, er mæta þér á afmælsidegi þínum, þeim sjötugasta og fimta, til að bera þér lukkuóskir og sýna þér virðingar og vináttu merki. Þar hefði eg gjarn- an viljað vera með, því kunnings- skapur okkar og vinátta slagar víst nokkuð upp í margra hinna, að minsta kosti að lengdinni til. En nú verð eg að láta mér nægja að senda þér, úr langri f jarlægð, þakk. ir fyrir hið liðna, og blessunaróskir fyrir hið ókomna. Eg held þeir séu, ef til vill, ekki I margir, sem betur en eg hafa notið þess, er þú hefir látið af hendi rakna við samtiðina, og hefi eg þvi þeim mun meira fyrir að þakka. Til þín hugsa eg oft, sem gæfu- mannsins, með lundarlagið það, að vilja gleðja aðra en engan móðga. Þér hefir verið veitt gáfa mikil og hentug til að þjóna þinni lund. Þetta kalla eg gæfu, þótt ekki verði á landsvísu mæld. Eg hefi víða farið þar sem íslendingar búa, bæði “heima og hér” og veit um livað eg tala. Margir minnast þín. Allir með hlýjum hug og brosi á vörum. Hér hætti eg nú, vinur minn. Vildi gjarnan hafa haft þessa kveðju myndarlegri, en eg geng ekki heill til skógar, sem stendur. Veit líka að betra er að hafa eitthvað van- sagt en ofsagt. Og reikning þarf maður ekki að standa af orðum sem ótöluð eru. Óska eg þér nú, af heilum hug áframhaldandi heilsu og hamingju, handleiðslu Guðs og hylli góðra manna um langan ófarinn veg. Megi æfikvöldið verða þér friðsælt og unaðsríkt og sólarlagið fagurt. Þinn emlægur gamli vinur, W. H. Paulson. Box 149, Wynyard, Sask. 3-*4-> 1935- Heill og sæll Kristján N. Júlíus ! Beztu þökk fyrir gamalt og nýtt, og síðast, sem eg tel frá júlí og ágúst, 1920, þegar St. G. var með okkur i “tjaldbúðinni” hérna í Wyn- yard, til sællar minningar. Þó við hefðum þá minna saman að sælda, en átt hefði að vera, þá er þessi við- kynning við þig ekki gleymd. Ekki þarf að taka það fram Kr., að eg var góður kunningi þinn, frá þeim tíma að eg hafði aldur og vit til að lesa íslenzk Ijóð, og ávalt síðan. Það var nokkru fyrir jólin s. 1., að eg fór að leita í Þjóðræknisritinu og í f. b. bl. eftir afmælisdegi þínum— að minsta kosti vonaðist eg til að finna visuna, sem þú ortir um árið, þegar Roosevelt forseti hélt upp á afmælið þitt. Ætlaði eg svo að átta mig á vísunni og formálanum fyrir “Kviðlingum” um aldur þinn. — Ekki svo að skilja að mér kæmi það neitt við, enda fann eg ekki vísuna, og ekkert um það, að þú hefðir ver- ið gerður að( heiðurs'forsöta, eða doktor í þjóðrækni.—Nú var mig farið að gruna, að þú værir nálega 75 ára, ef þú værir enn á lífi, sem eg vonaði þó; mér fanst býsna langt liðið frá því eg hefði séð vísu eftir þig í blöðunum. Þú botnar, ekkert í þessu, Kristján! sem ekki er von, —en nú fer eg að komast að efninu : Sem sé; upp af þessum hugleiðing- um spratt vísa, sem hugsuð var til V. í. þjóðrækni, með fyrirsögn: / framtíðitini Verður þulin þessi frétt á þjóðar- skjáinn: Hvort er mál að nasa í náinn. Nú er gamli K. N. dáinn?. Nú, svo að þessar þrjár línur hefðu ekki um of melankolisk áhrif á ritstjórana, (því eg sendi báðum í senn þetta afbrigði) þá lét eg fylgja nokkrar hendingar, sem eg nefndi “Skammdegis erindi,” og er það eitthvað á þessa leið: Þau mættust ung og ein í fyrsta sinn Svo engin býsn, að með þeim svona færi. “Eg vil ei skilja við þig, góði minn, Mig vantar helzt að lúra hjá þér, kæri.” Svo stysti dagur lá hjá lengstu nótt, Hann lengdist við það ofurlitla pinu. En hvað um það, því hjá ’onum svaf ’ún rótt, Hún hafði aðeins lítið mist af sínu. Nú fer eg að hlakka til að sjá jólablöðin “Kringlu” og “Berg.” Verð fyrir vonbrigðum, en hugsa sem svo: Þeir ætla að skreyta ný- ársblöðin með þessu ágæti! Bíð eg nú rólegur um stund, En þegar ekkert bólar á vísunum í nýársblöð- unum þá fer eg nú fyrst að hugsa fast og lengi. Hver fjandinn skyldi nú vera á seyði ? Eg fer að leita að uppkastinu, — les það hvað eftir annað. Get hvergi fundið neinar skammir um þig, og ekkert óbærilegt fyrir þjóðræknina. Eg brýt heil- ann og kemst að þeirri niðurstöðu að þú rnunir vera veikur; vísan hafi verið skilin sem skammir um þig, og það eigi að forða þér frá þessu fári. Nú líður og bíður, og ekki sé eg látið þitt í blöðunum, og ekki kemur skammdegisvísan! Hún hefði þó mátt koma; ekki voru neinar skammir þar. Mér þótti verst hvað það dróst lengi að láta vísuna í, þó ekki væri nema annað blaðið. Dag- inn var óðum að lengja, og ef þessu færi fram enn um hríð, mundi vís- an verða næstum ónýt, þá loksins er hún kæmist á prent. Eg las upp- kastið enn á ný: “Eg vil ei skilja við þig góði minn’y o. s. frv. Ekki var þetta ljótt: “Og styzti dagur lá hjá lengstu nótt,—hann lengdist við það ofurlitla pínu.” Ekki var hægt að misskiljja þetta? Já, eg legg þetta undir þinn dóm, Kr., og treysti þér bezt til að dæma þar um, og rétta hluta minn? Nú er “Kringla” nýkomin (7. marz) og nokkuð framhlaðin af vísnaflokkum þinum, Ekki ætla eg að hæla þér í þetta sinn. Áttu þó skilin skáldalaun fyrir frammistöð- una. Sumt af þessu hefi eg áður séð, að mig minnir, þar á meðal er “D. Spurning” þín “til viturra manna,” og þó að eg teljist ekki þar í flokki, þá ætla eg samt að svara spurningunni, frá mínu sjónarmiði, hvenær og hvar sem kirkjuþingið verður háð: “Heimskringla” 6.-3. ’35- D. spurningu K. N. svarað. “Af því eg veit hann er og var andlegum krafti gæddur, segðu mér lágsmaður, hvernig og hvar og hvenær var djöfullinn fæddur.” Eyjafirði fæddur var, Flestum efnilegri þar; Ekki var hann eingetinn Útlitsgóði drengurinn. í ýmsu var hann orðinn stór Er hann burt af landi fór; Til Vesturheims hann flutti far Fályndum til skemtunar. Aldur hans i áratal Ekki mikinn segja skal: Sjötíu og fimm er sjálfsagt nóg —Sumir eldri telja’ ’ann þó.— Afmælið'’ans upp á hélt Ú. S. -inga Roo-sé-velt, Forseti, sem forðum Þór Fylti horn og veitti bjór. Stjórnarskrána þyrfti því Þjóðræknin að líta i, Ef hún seinna ártalið Afmælið hans setti við. 7--3-> 1935- Nú hefi eg í nokkra daga verið að velta því fyrir mér hvað eg ætti að gera við þetta svar mitt; fyrst datt mér i hug að sjálfsagt væri að koma því á prent einhverntíma fyr- ir næsta kirkjuþing, svo þú hefðir ekki upp á neitt að klaga ? En hvert átti eg að snúa mér? Setja það í ensku blöðin, eða hvað ? Ekki var til neins að senda þetta íslenzku blöðunum í Winnipeg. Mér var ekki úr minni liðin meðferðin á skamm- degisvísunni og hinni. Eg var rétt að því kominn að leggja árar í bát: hætta alveg að yrkja sjálfur, og lesa ekki framar skáldskap, hvorki eftir þig eða neinn annan. í þessum hug- leiðingum var eg 14. marz, þegar “Kringla” kom eins og engill af himnum,* og flutti þær gleðifréttir að íslendingar i Norður Dakota ætluðu að halda heilagan 6. apríl n. k. til minnis um það, að þú yrðir þá 75 ára. Nú hefði verið gaman að vera laus og liðugur. Bregða sér suður í veizluna og lesa sjálfur svarið við D. spurningunni á sam- komunni, og fá lófaklapp hjá kven- fólkinu. En úr því að ekki gat af þessu orðið, þá var hægt að senda svarið til séra Sigmars eða hr. Myres, og láta þá fá lófaklappið. Eftir fáeinar hugleiðingar, komst eg að þeirri niðurstöðu að bezt væri að senda svarið beina leið til K. N., hvort sem hann fengi nokkurt lófa- klapp — eða ekki. Hann gæti þá stungið þessu sjálfur undir stól, svo það yrði hvorki honum eða mér til skammar í framtíðinni? Jæja, góði Kr. minn, nú er þetta bréf orðið eins efnislaust og langt, eins og sögurnar eru í íslenzku blöð- unum, sem kvenfólkinu þykir þó gaman að lesa. Eg finn það á sjálf- um mér, að þú ert orðinn þreyttur, og vil eg nú að endingu óska þér til hamingju í “Framtíðinni” og með þeirri fyrirsögn : Hvað sem verður þar til þrifa: Þá mun gamli K. N. lifa.— Um það vil eg skrifa og skrafa Skrattinn verður það að hafa. Skilaðu kveðju frá mér, Kristján, verðir þú var við nokkurn í þínu bygðarlagi, sem hana vill þiggja. Forláttu svo þetta klór, og hitt sem ekkert er. Með vinsemd og ham- ingjuóskum, þinn Jak. J. Nortnan. Seattle, Wash. 1. apríl, y935. 9161/,—3rd Ave. Kæri vinur: Mér var sagt frá því í gærkvöldi við kirkju, að þú væri 75 ára og af því viðurðum samferða hingað til lands, finst mér að það hvíla á mér siðferðisleg skylda gagnvart þéi, og þessvegna ræðst eg i að senda þér fáeinar linur við þetta hátiðlega tækifæri. Síðan hingað kom hefir æfi okkar verið líkari en í fljótu bragði kann að virðast, við höfum báðir unnið og eljað baki brotnu og haft lítið upp úr, og út af þeirri hugsun datt mér í hug að bæta við hendingar, sem þú kastaðir fram við mig fyrir mörgum árum síðan. Þú sagðir: “Við sigldum yfir svalan sæ á sama skipi báðir,” Við það vil eg bæta: sveittir stritum sí og æ, samt erum enn lítt fjáðir. Eg náttúrlega keypti kvæðabók- ina þína um árið og get með sanni sagt að hún hefir oft gert mér glatt í lund. Þú minnist þar oft á hvað þér þyki vínið gott, en eg er kominn að þeirri niðurstöðu, að það sé bara uppgerð og fyrirsláttur. Það er svo eðlilegt að það þarf eingrar sönnunar við, að skáld yrkja bezt um það, sem þeim er kærast, en drykkjuvísurnar þínar eru allar fremur léttvægar, og það sama má segja um ástarvísurnar; það er eng- inn þróttur i þeim, sem ekki er við að búast. Snild þín nær hámarki sínu í mjólkurntannabragnum, og það sannar óhrekjanlega, að þó þú talir ekki mikið um það, þá þykir þér mjólkin bezt. Þessvegna vil eg enda þessar línur með þeirri ein- lægu óska, að þú megir enn njóta langrar og ánægjulegrar æfi og að þig “bresti aldrei neitt af neinu, nema skort á mjólkurleysi.” Vinsamlegast, Guðni Goodman. Red Wing, Minn., April 3, 1935. K. N. Julius, Mountain, N. D. Dear Friend: To write poetry' is a gift that few possess. Almost equally rare is a keen sense of humor. The man who combines both qualities is a God- send in this vale of tears for he relieves the tension of life’s sober realities by teaching us to laugh at our own follies. With this thought in mind, I send you greetings on your seventy-fifth anniversary and express the hope that you will con- tinue as young in body as I know you are in spirit, for many years to come. To make people laugh is not only an accomplishment but a ser- vice to humanity. Sincerely, M. A. Thorfinnson. Herra J. J. Myres, Mountain, N. Dak. Kæri vinur:— Mikið hefði okkur langað til að vera með ykkur þann 6. apríl til þess að heiðra okkar góða vin, skáldið K. N. Júlíus á 75 ára afmæli hans, en ástæður leyfa það ekki. Viljum við því biðja þig að færa honum hamingjuóskir okkar, hrein- ar og einlægar, á hinum þýðingar- mikla áfanga á æfibraut hans. Við þökkum persónulega fyrir vinsemd hans og gleði þá, sem hann hefir kveikt með fjölbreyttum tónum frá hörpu sinni á liðnum árurn. Við óskum honum blessunar á æfibraut- inni fram undan. Vonum að árin verði mörg og blessunarrík enn þá vor á nieðal, kvöldfriðurinn sólrík- ur og sólsetrið dýrðlegt og fagurt. Virðingarfylst. Mr. og Mrs. G. J. Oleson. Minneapolis, Minn., Aprilq, 1945- Prof. Richard Beck, Grand Forks, N. D. K. N.! Thank you well done work. Keep on shovelling prefer- ably for another seventy-five yéars, and dishing out the good stuff for the good of all of us and our long- evity. We need you now more than ever. Congratulations! G. T. Athelstan and family. Trehern, Manitoba, April 4, 1935. Dear K. N.:— Just a word of felicitation on your feat of standing off the Grim Reaper for five whole years beyond the allotted span. May you live for another seventy-five and your spirits never flag! Greetings and good wishes to you sí- GEFINS Blóma og matjurta frœ ÚTVEGIÐ EINN NÝJAN KAUPANDA AÐ BLAÐ- INU, EÐA BOBGIÐ YÐAR EIGIÐ ASKRIFTAR- GJALD FYRIRFRAM. Fræið er nákvœmlega rannsákað og áhyrgst að öllu leyti TAKIÐ ÞESSU KOSTABOÐI! Hver gamall kaupandl, sem borgar blaðið fyrirfram, $3.00 áskrift- argjald til 1. janúar, 1936, fær að velja 2 söfnin af þremur númerum, 1., 2. og 3 (í hverju safni eru útal tegundir af fræi eins og auglýsingin ber með sér). Hver, sem sendir tvö endurnýjuð áskriftargjöld, $6.00 borgaða fyrirfram, getur valið tvö söfnin af þremur, nr. 1., 2, og 3, og fær nr. 4 þar að auki. Hver, sepa útvegar einn nýjan kaupanda og sendir áskriftargjald hans, $3.00, fær að velja tvö söfnin úr nr. 1., 2. og 3., og fær nr. 4 þar að auki. Hinn nýi kaupandi fær einnig að velja tvö söfnin nr. 1., 2. og 3., og fær nr. 4. þar að auki. Allir pakkar sendir múttakanda að kostnaðarlausu. No. 1 COLLECTION—Vegetables, 15 Packets BEETS, Detroit Dark Red. The best all round Beet. Sufficient seed for 20 feet of row. CABBAGE, Enkhuizen. Good all round variety. Packet will grow 1,000 lbs. of cabbage. CARROTS, Half Long Chantenay. The best all round Carrot. Enough seed for 40 to 50 feet of row. CUCVMBEIt, Early Fortune. Pickles, sweet or sour, add zest to any meal. This packet will sow 10 to 12 hills. LETTUCE, Grand Rapids. Loose Leaf variety. Cool, crisp, green lettuce. This packet will sow 20 to 25 feet of row. LETTUCE, Hanson, Head. Ready after the Leaf Lettuce. OXION, Yeilow Giohe Danvers. A splendid winter keeper. ONIOX, YVliite Portugal. A popular white onion for cooking or pickles. Packet will sow 15 to 20 feet of drill. PAR.SXIP, Half Long Guernsey. Suffipient to sow 40 to 50 feet of drill. PUMPKIN, Sugar. Packet will sow 10 to 15 hills. RADISH, French Breakfast. Cool, crisp, quick-growing variety. This packet will sow 25 to 30 feet of drill. TOMATO, Earliana. The standard early variety. This packet will produce 75 to 100 plants. TURNIP, YVliite Summer Table. Early, quick-growing. Packet will sow 25 to 30 feet of drill, FLOYYER GARDEN, Surprise Flower Mivture. Easily grown annual flowers blended for a succession of bloom. SPAGHETTI, Malabar Melon or Angel’s Hair. Boil and cut off the top and the edible contents resemble spaghetti. No. 2 COLLECTION SPENCER SWEET PEA COLLECTION 8 — REGULAR FI LL SIZE PACKETS — 8 AVALANCHE, Clear White. AUSTEN FREDERICK, WHAT JOY, Cream. ROSIE, Deep Pink BARBARA, Salmon. CHARITY, Crimson. AMETHYST, Blue. Lavender. YY’ARRIOR, Maroon. No. 3 COLLECTION- EDGING BORDER MIXTURE. ASTERS, Queen of the Market, the earliest bloomers. BACHELOR’S BUTTON. Many new shades. CALENDULA. New Art Shades. CALIFORNIA POPPY. New Prize Hybrids. CLARKIA. Novelty Mixture. CLIMBERS. Flowering climb- ing vines mixed. COSMOS. New Early Crowned and Crested. EVERLASTINGS. Newest shades mixed. -Flowers, 15 Packets MATHIOIjA. Evening scented stocks. jMIGNONETTE. YVell balanced mixtured of the old favorite. N ASTURTITJM. Dwarf Tom Thumb. You can never have too many Nasturtiums. PETUNIA. Choice Mixed Hy- brids. POPPY. Shirley. Delicate New Art Shades. ZINNIA. Giant Dahlia Flowered. Newest Shades. No. 4—ROOT CROP COLLECTION Note The Ten Big Oversize Packets BEETS. Half Ijong Biood (Large Packet) CABBAGE, Enkhuizen (Large Packet) CARROT, Chantenay Half Long (Large Packet) ONION, Yellow Globe Danvers, (Large Packet) LETTUCE, Grand Rapids. This packet will sow 20 to 25 feet of row. PARSNIPS, Eariy Short Round (Large Packet) RADISH, ....French ... Breakfast (Large Packet) TURNIP, Purple Top Strap Leaf. (Large Packet). The early white summer table turnip. TURNIP, Swede Canndian Gem (Large Packet) ONION, YYTiite Pickiing (Large Packet) Sendið áskriftargjald yðar í dag (Notið þennan seðil) To THE COLUMBIA PRESS, LIMITED, Winnipeg:, Man. Sendi hér með $............sem ( ) ára áskriftar- gjald fyrir “Lögberg.” Sendið póst frítt söfnin Nos.: Nafn ....................................................... Heimilisfang ............................................... Fylki .......................................................

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.