Lögberg - 30.05.1935, Blaðsíða 7

Lögberg - 30.05.1935, Blaðsíða 7
LÖGrBEiíG, FIMTUDAGINN 30. MAÍ, 1935. 7 Innan fárra vikna er I ráði að koínið verið á reglubundnum flugferðum milli Pýzka- lands og' Lakehurst i New Jersey. Fyrsta ferðin verður farin 22. júli; til þeirrar ferðar verður notað hið nýja loftskip, sem gengur undir nafninu LZ-129. Talið er líklegt að Dr. Hugo Eckener, frægur flugfræðingur, stýri þessari fyrstu ferð. Ráðgert er að farnar verði tvær ferðir mánaðarlega. Fór eftir leiðbeiningu Almanaksins Mrs. Rouse þjáðist óaflátanlega í baki Ein askja af Dodd’s Kidney Pills kom að miklum notum. Hart, Sask. 20. maí (einkaskeyti). “Eg þjáðist um hríð af áköfum bakverk,’’ skrifar Mrs. G. Rose, vel- metin kona hér á staðnum. “Loks tók eg að nota Dodd’s Kidney Pills, og fyrsta askjan veitti mér talsverð- an bata. Eg hélt svo áfram að nota þær unz eg hafði náð fullri heilsu. Eg er nú fertug aÖ aldri og gift bónda. Eg las um Dodd’s Kidney Pills í Dodd’s Almanakinu, og þess vegna afréð eg aS reyna þær tii þrautar.” Margar hraustbygSar konur hafa af reynslunni sannfærst um þaS, aS innanhússtörf útheimti mikiS þrek. Fólk ætti aS geta sett sig inn i hver þrekraun slíkt sé konum, sem eins var ástatt meS og Mrs. Rouse. Hún var samt sem áSur nógu skynsöm til þess að lita í kringum sig og fá sér Dodd’s Kidney Pills í tæka tiS; pillurnar, sem komu henni til fullr- ar heilsu á skömmum títna. Hann strauk hár hennar og hvíslaSi: “Á morgun fer eg til Torquay til aS sækja peninga og kaupa föt handa þér, og svo förum við burt. Og þegar viS komum til London— og þaS verÖur kannske bráÖlega— þá giftum við okkur, ef þér þykir nógu vænt um mig.” Hann fann hreyfinguna á hári hennar, þegar hún hristi höfuðiS. “Æ, nei, þaS get eg ekki. Mig langar bara aS vera hjá þér.” Ashurst var sem í leiðslu; hann hélt lágt áfram: “Það er eg, sem er ekki nógu góður handa þér. Ó, Megan, hvenær fór þér aS þykja vænt úm mig?” “Þegar eg sá þig á veginum og þú leist á mig. Fyrsta kvöldið elsk- aði eg þig, en eg hélt aldrei að þú myndir vilja mig.” Alt í einu hneig hún niður á hnén og reyndi að kyssa fætur hans. Hrollur fór um Ashurst, hann lyfti henni upp og hélt henni fast að sér. Hann kom ekki upp nokkru orSi. Hún hvislaði: “Af hverju mátti eg það ekki.” “Það er eg, sem ætla að kyssa þína fætur.” Honum vöknaði um augu, þegar hann sá bros hennar. Tunglið skein | á hvita andlitiÖ hennar og við hon- um blöstu bleikrauÖar, opnar varir. Það var sem um hana léki hin sama Jífi þrungna, yfirnáttúrlega fegurð og blómin á eplatrénu. En svo glenti hún alt í einu upp augun og starði útundan sér með þjáningarsvip; hún vatt sér úr faðmi lians og livíslaði: “Sjáðu!” “Ashurst sá ekkert nema skínandi bjartan lækinn, daufa skimuna á runnanum, glitrandi beykitrén og bak við þau hæðina, sem hilti upp í tunglsljósinu. Fyrir aftan sig heyrði hann hvíslað, og það var sem orðin frysu á vörum hennar: “Dvergurinn!” “Hvar ?” “Þarna — hjá steininum undir trjánum!” Hann stökk yfir lækinn, æstur í skapi og stikaÖi í áttina til beyki- trjánna. Hún hefir séð ofsjónir i myrkrinu! Hvergi neitt að| sjá; liann ruddist yfir stórgrýti og gegn- um þyrnirunn og hrasaði. Hann tautaði og bölvaði og samt var hann sjálfur ekki laus við geig. Heimska! f jarstæða! Svo kom hann aftur að eplatrénu. En hún var farin. Hann heyrði grísina rýta. Svo var hlið- inu lokað. 1 staðinn fyrir hana var nú aðeins þetta gamla eplatré. Hann lagði handleggina utan um stofn- inn. Þetta í staðinn fyrir sveigjan- lega likamann hennar! aðeins ilm- urinn dálítið svipaður, eins og skóg- arilmur. Og yfir honum og í kring- um hann virtust blómin anda og ljóma, bjartari í tunglsljósinu og meira lífi gædd en nokkru sinni fyr. Þórarinn Guðnason þýddi. —Dvöl. I för með “Rosicruc- iansv til landsins helga og Egiptalands, (með myndutn) eftir Sigfús S. Bergman, prentað í Winnipeg, 1934. ÞaS er livorttveggja, aS þessi ferð höfundarins liefir náS yfir svo miklu víSáttumeira svæði en flestra, ef ekki allra, samlanda vorra, og einnig liitt, aS hann liefir veitt eftir- tekt fleiru en flestir mundu gert hafa, því hann hefir séð með aug- um fræðimannsins; enda má full- yrði aS erfiðara sé að rita um þessa bók svo vel sé, en flestar aÖrar ferðasögur. Það kemur af því, að gildi hennar er svo marghliSa, ekki einungis hvað snertir lýsingar hans á hinu ytra, stöðum þeim, sem hann kom til, heldur einnig á hinu innra, —hinu afarforna dulspekiskerfi og mörgu því tilheyrandi, sem ein- kennir þessa ferðasögu frá flestum öðrum. Efni er þessvegna svo mik- ið fyrir hendi, ef því ætti öllu að gera réttmæt skil, að lítið væri í minna ráðist en það var fyrir ferða- fólkið að takast á hendur þessa Iöngu ferÖ. í íslenzkum þjóðsögum er sagt aS “álfkonan hafi látið söguhetjuna líta undir handlegg sér, og þá luk- ust upp fyrir stúlkunni nýir heimar. sem hún áður vissi ekkert um.” Eins mætti segja um ferSasögu Mr. Berg- manns. Lýsingar hans á stöðum og umhverfi öllu þar sein hann kom á þessari löngu ferð, sem hefir náð til eigi allfárra nafnkendustu stórborga og staða í Evrópu, Asíu og Afriku, er svo ljóslifandi uppmálaS, að manni finst maÖur sjálfur vera þar kominn ásamt höfundinum, — því fremur sem margt af því hafa veriS staSir, sem vegna trúarbragðalegrar þekkingar flestra lesenda, kemur aS svo góSum notum. Þó lýst hafi verið ef til vill einhverntima áSur t. d. borgunum Funchal á Madeiru og Gíbraltar á Spáni, Algiers í Af- ríku, Casius í Morocco, Athenuborg á Grikklandi o. fl. ásamt nærliggj- andi landshlujpm, þá sannnast hér, að það “skiftir um hver á heldur.” Það má óhætt fullyrða að dýpri þekkingu fær hver og einn á þessum stöSum af að lesa þessa ferðasögu, en vanalega gerist, því fremur sem henni fylgja myndir allmargar. Flestir hafa lýst útliti og yfirborði eingöngu, en Mr. Bergmann gerir meira. Hann og fræðimannaflokk- ur sá, er hann var í för með, hefir fengiS langtum betra færi á að kynna sér þá staði í hinum nafn- kendustu borgum og grendinni, sem fáum eða engum ferðamönnum er kunnugt um, en sem hafa mikla þýð- ingu í breyttu viShorfi kringum- stæSa, og tekst þaðan að ná betra útsýni yfir heildina,—eins og t. d. i Gíbraltar og víðar. Viðvíkjandi öllum þessum stöð- um eða flestum, eru skarpar landa- fræðislegar athuganir, bæði hvaS áttir snertir og afstöðu borga við umhverfið, einnig fróðlegar athug- anir um mismun miSjarðarhafsins og úthafsins fyrir sjófarendur, Hvað lýsingum á borgum í Ev- rópu, eða á takmörkum Evrópu og annara heimsálfa snertir, er án efa lýsingin af Konstantínópel (Mikla- garði) eftirtektarverðust, og er sú borg tilkomumeiri og með meiri nú- tíðarbrag en maSur hefði haldið; þar er einnig töluverð lýsing á borg- arbúum, klæðaburði þeirra o. fl. Af að lesa þennan kafla, sem einnig fjallar um áður nefnda staði og borgir, má, eins og víða annarsstað- ar í þessari bók, fá upplýsingar um ýmislegt er að fornfræði lýtur; t. d. snúðið á hinu forna handvopni saxinu, uppruna að staðaheitum eins og t. d. Gíbraltar. Er hér aðal- lega átt við fyrstu kafla bókarinn- ar. Annar kaflinn fjallar um landið helga, eins og það kom höfundin- um fyrir sjónir. Eru þar hugsana- móti öðrum, sbr. lýsinguna af Jerú- salem, innri hlutinn með gamaldags sniði og lifnaðarháttu, en sá ytri ný- tizkubær, og er skiljanlegt að mest beri á þessu í.hinum stærri borgum austur frá. Má sjá af heildarlýs- ingunni af landinu helga, að enn munu þar eftirstöðvar af ýmsu frá fornöld, sem frægS þess byggist á, enda því auSsjáanlega haldið við, og að vel sé tilvinnandi að koma þangað. VirSist manni að ekki sé mikiÖ af járnbrautum þar til sveita, svo hinar nafnkunnu landsbygðir og smábæir tapi ekki sínum forna, sögurika blæ fyrir sífeldum dyn og hávaða vélamenningar nútímans. \Tar því eðlilegt að ferðamaðurinn kynni vel við sig þar. í þessari ferðasögu fylgja þær skýringar á ýmsu í þessu fornfræga landi, sem vart mun finnast annarsstaðar, eins stafar af því, að höfundurinn, eins og alt samferðafólk hans, tilheyrir hinni fornu Rósicrusian orðu, eða dulspekisfélagsskap, sem á rætur lengra aftur í timann en flest ef ekki öll önnur trúfræði nútímans, og virSist þessi trúflokkur hafa svo lengi varðveitt öll sín fornu skil- riki, að slíkt muni fátítt. Af þess- ari ástæðu er í þessari bók nákvæm- lega lýst þeim stöðum í landinu helga þar sem Kristur naut undir- búningsfræðslu og einnig hans nán_ ustu, og um leið gefnar upplýsing- ar um að meiri tök hafa verið á að öðlast fræðslu í hinum dýpri grein- um lífsspekinnar á Gyðingalandi á Krists dögum, en mikill fjöldi nú- tíÖarmanna gerir sér nokkra hug- mynd um. Mjög er dvaliS við dýrð sólarupp. komunnar víða. Er eigi óliklegt að á þeim tíma árs, sem þessi ferð stóð yfir, megi sjá meiri fegurð stafa frá sólaruppkomu í þeim löndum, er liggja nær miðjarðarlinu, en mað- ur á að venjast í hinum kaldari. Vel er hægt að setja sig inn í þær til- finningar, sem það vekur hjá að- komumanni, að vera staddur við Galíleu-vatn, og sjá sólina koma upp og eins og höf. kemst að orði: —“Naut eg nú meS afbrigðum á- hrifa sólaruppkomunnar, sem ljóm- aði á vatninu og gylti alla hliðina og f jallið. AS öllum líkindum er lofts- lagiS og um leiS blærinn, sem hvíl- ir yfir vötnum i löndum á þessu hveli jarðar, oft mildari og litfeg- urri en er, þegar norðar dregur. Þvi hafa hin austrænu skáld í ljóðum sínum oft minst á “hin indælu vötn Asíu.” rópumanna, a. m. k. í sumu. Má það ráða af skyndisýn einni, sem höf. greinir frá í þessum kafla bók- arinnar: “í einum stað í höfuð- borginni (Jerúsalem) varð líkfylgd á vegi okkar. Það var rigning. Kistan með likinu í var borin lok- laus, svo hún var orÖin hálffull af vatni, meðan maður, sem gekk í fararbroddi fylFingarinnar, hélt lokinu hátt yfir höfði sér.” Þetta sýnir að líkiÖ hefir legiS niðri í “dammi” af vatni i kistunni. Tæp- ast mundi þetta svona haft i vest- rænum menningarlöndum eða meÖal Evrópumanna, og virÖist það benda á, að ýnúslegt í háttsemi sumra Asíumanna sé, enn þann dag í dag, nokkuð meÖ öðrum hætti en í Ev- rópu, eða meðal Norðurálfumanna. 1 kaflanum um Gyðingaland má sjá, að það eru hinir fornhelgu staðir, náttúrufegurðin og hin ein- kenhilegu fornu mannvirki, t. d. neð|anjarSargöngin i Jerúsalem o. fl. sem einna mest er um vert fyrir ferðamanninn. Á hugrænan Ifátt hefir “landið helga” staðið nær flestum þjóðtim en nokkurt annað land, því við það hefir trúarlíf svo margra verið téngt. Er því eigi laust við að manni þyki fyrir að heyra, “að það sé nú hraðfara að þorna og skrælna, svo með tímanum verði það eyði- mörk eða sandauðn og á þann hátt sameinist það Arabísku eyðimörk- inni,” segir höfundurinn. En þetta er samt mjög liklegt, því svo hafa stór landsvæði í hinum heitari lönd- um farið. Þriðji kafli bókarinnar f jallar um Egiptaland, og má sjá að fyrir fræðimannaflokkinn liefir það ekki síður verið merkilegur staður en Gyðingaland, eins og við er að bú- ast, því fyrir þá voru þar mestu og helztu helgidómar þeirra dulspekis- kerfis, sem er forn-egipskt. Einnig er Egiptaland sögufrægt frá fornu fari fyrir alla mentaða menn; kem- ur það mjög við frásagnir gamla testamentisins. Má glögt sjá af hinum yfirgripsmiklu og nákvæmu lýsingum hversu stórvirk fornþjóð- in hefir verið, að hafa getað með mannvirkjum sínum reist sér þann bautastein í landi sínu, sem hvorki tímlnn, náttúruöflin né öll nýbreytni tuttugustu aldarinnar hefir getað unnið á,—sizt að öllu leyti. Er þar, eins og viða annarsstaðar, ekki ein- göngu rætt um yfirborð og útlit hlutanna, eins og þeir komu fyrir sjónir hið ytra, heldur vikið að ýms- um innri drögum, sem í felst fróð- leikur um uppruna, tilgang og inni- hald þeirra. Virðist manni einna bjartast yfir þessum kafla bókar- innar. Til þess getur margt borið. Frjómagn náttúrunnar í Nílardaln- um er meira en víðast hvar annars- staðar; þar við bætast stórfeld lista- verk fornþjóÖarinnar og öll hin ytri tákn hins núkla afarforna fræði- kerfis guðspekinnar, eins og must- erin og fleira. Við lestur í þessum kafla gefst færi á að sjá mismun, sem fjarlægSin skapar í mörgu i hinum heitari löndum frá því sem er, í hinum kaldari. Mismunur á staðháttum, loftslagi, jurtagróðri, t. d. blómaríkinu, nátt- uruafurðum, JiúsafurSum, eins og t. d. mjólk, bjargræðisskepnur öðru vísi, einkanlega reiðskjótarnir, sem ólíkir eru að mörgu leyti hest- um; einnig nákvæm skllgreining á hver mismunur er á, að vera á baki úlfalda eða á hestbaki. Á hið heimsfræga “Sphinx” (meyljón) og pýramídana hefir að sönnu stundum áður verið núnst, en hér er um að ræða skilgeining í sambandi við, að mörgum lesend- um hlýtur aÖ finnast að þeir nú viti alt um þessi stórvirki, sem þeir ekki vissu nema í brotum áður. Það er mjög eðlilegt, að fyrir að- komumanninn, óvanan að vera ná- lægan meyljóninu—enda þótt dauð- ur hlutur sé—hafi það þau áhrif að hann geti gripið óhugur fyrst í stað: er ekki ómögulegt að það stafi af því,—enda þótt ekki geri hann sér fulla grein fyrir því—að þarna sé stórhrikalegt tákn, rétt mynd liins forna tiðaranda, sem ríkti þeg- ar það var búið til: ógurleg dýrsleg grimd öðrum þræði, sameinað stór- | hug og mannviti. Af lýsingunni virðist sem borgin Cairo sé að mörgu með vestrænu fyrirkomulagi, en þó “með egipsk- um blæ.” Má af likum ráða að svo sé, til þess væri Níláin ein nóg, að egipski blærinn gæti ekki horfið, ekki sizt þegar svo bætist við ná- lægð pýramídanna, sphinxins þar skamt frá, og síðan eru múmíurn- ar, sem jafnan hafa veriS flestum undrunarefni, fyrir aldur þeirra. Yfir borginni Luxor, sem einnig er við Nílá, er þýður svipblær. “Þar,” segir höf., “ríkti friður og kyrð, ásamt fegurð .... gerður af náttúrunnar og manna höndum.” Hugblær sá, sem sá staður skapaði ferðamanninum mun óvíða að finna í nokkm ferðaminningum. Mun sú borg hafa verið egipskari en Cairo; þar fór fram helgiathöfn fræði- mannaflokksins og hinna egipsku trúbræðra þeirra, og er þar af mjög tilkomumikil lýsing, það sem hún nær. Var musteri það, sem hún fór fram í. eldri en kirkjur nútímans, því það er meira en 3000 ára, eins og hin “mystiska” trúfræði, svo ekki er það sem á andlega sviðinu hefir frá frumbyggjum Egipta- lands kotuið, síður haldgott en hin- ar verklegu framkvæmdir þeirra. F.f nokkuð væri aðfinsluvert í ferðasögunni, tekiiíhi sem heild, væri það helst—aÖ því er mér finst —í þeim kafla, sem f jallar um Gyð- ingaland, í tveimur stöSum; sem'sé það, að þar eru fólkslýsingar svo að segja engar (nema litillega af Samverjum), hvorki um það hvort íbúar Gyðingalands hafi litið út fyr- ir að vera flestir eða allir af stofn- þjóð landsins komnir, því mismun- andi þjóðflokkar eða blandaðir geta verið þar eins og annarsstaSar. Ekki er heldur um það getið i þessum kafla hvort fólkið hafi tek- iS upp vestrænan nútíðarbúning, eins og sumar Austurlandaþjóðir hafa gert. í höfuSborginni Jerú- salem hefir án efa veriÖ nógu mik- ill mannfjöldi til þess, að það atriÖi hefÖi átt að koma til greina. Reynd- ar er sama vöntunin í Egiptalands kaflanum; ekki getið um hvort fólkið hafi tekið upp vestrænan klæðaburð, eða hafi enn sinn sér- stæða þfjóðbúning. Fyrir laugum vestrænna ferðamanna hefir þetta atriSi jafnan gert mikinn mismun, sem eðlilegt er, næstum eins mikinn og það, hvernig byggingarstillinn í landinu er. Annað atriði—þó það sé í sjálfu sér smátt—sem er vqntun á að sé útskýrt, er það, að þar sem höfund- urinn fór að skoða sig um við Galilavatn, og er þar staddur hjá grafreit, kemst hann svo að orði: “Alt í einu var sem heilu steinrað- irnar (yfir leiðunum) tækju að hreyfast og ganga í bylgjum, og hver steinn að rótast á grunni sin- um.” Fyrir þessu er enginn frek- ari grein gerð. Flesta lesendur mundi langa að vita orsökina, jafn- vel þó ekki hefði verið hægt fyrir hann að koma ineS annaS en get- gátur þar um, eins og menn hafa oft orðið að gera út af svipuðum tilfellum; hvort það hafi heldur verið undarleg breyting á honum sjálfum, af því að vera þar einn staddur að næturlagi í svo afar- fjarlægum, ókunnugum, líklegast margra alda gömlum grafreit, eða hvort þarna hafi verið að verki ein- hver forn kyngikraftur, sem fylgdi þessum bústaS framliSinna manna, sem áhrifaði svona? Annars eru líklega þessar síðustu athugasemdir líkar og ef farið væri að finna að því ef tveir eða þrír smánaglar stæðu ekki rétt af sér í vandaðri og mikilli byggingu. Það er svo lítilvægt í samanburði við alla kosti þessarar bókar. Efninu þannig niðurraðað, að enginn vandi er fyrir lesendur að geta fundið alla sögufrægustu staðina, og nafnkend- ustu, því þeir eru allir með sérstæðu stóru letri, þegar að þeim kemur. í sumum ferðasögum er þessa ekki gætt, svo alt blandast saman fyrir augum og i huga lesandans. Mynd- irnar góðar, betri mörgum smá- myndum. Stórum þægilegra að skilja lýsingar allar fyrir þær, er í öllu auðséð vandvirkni mikil, þar eð höfundurinn hefir í tveimur stöð- um í bókinni sjálfur gert uppdrætti, sem útskýra mikið þann hlut eða stað sem hann er af. Margt fleira mætti um þessa merku bók segja, einkanlega um hinn dulræna þátt hennar, en það yrði of langt mál, og ekki fyrir aðra en þá, sem meira hafa kynt sér en eg, hina afarfornu egipsku guð- speki. Mrs. Jakobína J. Stefánsson, Hecla, Man. KONA DRUKNAR Á föstudaginn druknaði Marsibil Andrésdóttir húsfreyja að Fossi í Vesturhópi. VarS slysið með þeim hætti að hún hafði farið með ikit til þvotta út að smá á, sem rennur við tún- garðinn. Mun hún skyndilega hafa fengiS aðsvif, sem hún átti vanda til, og fallið i ána. Enginn maður var á heimilinu þegar slysið vildi til. Maður henn- ar var nýlega skroppinn til næsta bæjar og heimilisfólk var ekki nema þau tvö. Nýja dagbl. 7. maí. mynair ísienzks mals svo skýrar að | Fyrir ferðafólk, sem ekki hefir 1 nema stutta viödvöl, er ekki hægt 1 aS fá, til nokkurrar hlítar, vitneskju j um siðvenjur Asíumanna í daglegu lifi, sem ekki er viÖ að búast. En I ' að öllum líkindum er þar töluverð- ur niismunur milli þeirra og Ev- næstum er eins og að sjá með eigin augum hversu fornaldarblær þessa gamla lands, og straumur hins nýja tíma hrindast á, og skiftast sumstað- ar greinnlega í tvo helminga, sem er eins og standi ögrandi hver upp á

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.