Lögberg - 06.06.1935, Blaðsíða 4

Lögberg - 06.06.1935, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 6. JÚNf, 1935. Högberg út hvern rimtudag af r h B COLVUBIA PREBS LIMITBD •96 Sargent Avenue Wtnnipeg, Manitoba. Utanúakrift ritatjörans. BDITOR LÖGBERG, 69 5 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. Vrrð tl.tð um árið—Borgist fvrirfram The "Lögberg” is printed and published by The Colum- bia Press, Limited, 69 5 Sargent Ave., Wnnipeg, Manitoba PHONE 86 327 Lýðrœði eða einrœði Ræða flutt á Gimli þann 30. maí, 1935 eftir Joseph T. Thorson, K.C. Hefir þjóðræðis fyrirkomulagið mis- hepnast? Er líklegt að einræði komi í þess stað sem varanleg stjórnaraðferð! Um þetta atriði langar mig til að tala við ykkur’nokk- ur orð í kvöld. Um og eftir síðastliðin aldamót voru hugir manna um víða veröld gagnteknir af þjóðstjórnarþrá. 1 Evrópu hefir hverri ein- ræðisstjórninni á fætur annari verið hrundið af stóli og lýðræði komið í staðinn. Keisara- stjórnin á Rússlandi er úr sögunni; þjóðræði var sett á fót á Spáni, í Austurríki, í Þýzka- landi. Jafnvel í Austurálfunni vöknuðu Kín- ar af margra alda svefni, hrundu frá völdum Manchu konungsættinni og stofnuðu lýðveldi í staðinn. Meira að segja á Lndlandi, þar sem hver höndin er upp á móti annari í flestum efnum, virðist krafan um þjóðræði vera eina aflið, sem safnað gæti öllum undir sama merki. Við munum sjálfsagt öll orðtækið sem var á hvers manns vörum meðan stríðið stóð yfir: “Frelsum lýðræðið í heiminum.” Og eitt aðalatriðið í hinum miklu fríðarhugsjón- um Wilsons forseta var réttur þjóðanna til þess að ráða sjálfar sínu eigin stjórnarfari. En þrátt fyrir alt þetta blæs úr gagn- stæðri átt nú sem stendur svo að segja í hverju einasta landi. Lýðræði á alstaðar í vök að verjast og hver þjóðin á fætur annari hættir við lýðstjórn en velur í hennar stað einræði —< fullkomið alræði eins eða fárra manna. A Rússlandi var keisarastjórninni hrund- ið frá völdum og eftir stjórnarbyltingu sem grimmilegri var en dæmi voru til áður í ver- aldarsögunni, var mynduð alræðisstjórn, þar sem öll völd voru í höndum sameigna sinna. í stjórn þessa fyrirkomulags taka að vísu fleiri menn þátt en venjulegt er um önnur alræðisvöld, en það er alræði samt sem áður. Stjórnin ákveður það fyrir hvert mannsbarn á Rússlandi hvaða fæðu skuli neytt, hvað fólkið skuli drekka, hvernig það skuli klæðast, hvað það skuli vinna, hverju það skuli trúa og hvaða skoðanir það skuli hafa á stjórnmál- um. Einstaklings frelsið hefir verið afnumið. A Italíu hefir Mussolini, sem er merki- legur maður, algert einræði þar í landi. Eng- in mótstaða í nokkurri mynd gegn gerðum eða stefnu stjórnarinnar er liðin. Þegar ráð- herrarnir í stjórn hans eru honum ógeðfeldir, þá blátt áfram rekur hann þá úr embætti .og skipar sjálfur stöðu þeirra. Hann er ein- ráður og alráður á Italíu. A Þýzkalandi, “heimkynni menningar- innar” hafa undraverðar breytingar átt sér stað. Hitler hefir dáleitt alt Þýzkaland; lýð- stjórnarfyrirkomulagið er þar ekkert nema nafnið tómt. Þýzka þjóðin hefir afsalað sér öllum rétti til sjálfsstjórnar og fengið Hitler alt vald í hendur. Hann talar fyrir hönd þýzku þjóðarinnar; hann ræður öllum hennar félagsmálum, öllum iðnfélögum, öllum skól- um, kirkjum, dómstólum, þingi, her og flota, öllum blöðum og öllum stefnum. Ehginn þor- ir að andæfa honum. Jafnvel í þeim löndum sem lengst hafa verið heimkynni lýðstjórnar hugsjóna hafa hugir manna sveigst að alræðisstefnunni. Aldrei hefir það áður komið fyrir í sögu Bandaríkjanna að forsetanum hafi verið heimilað eins mikið einræðisvald og Roose- velt hefir nú, og það með fullu samþykki og ákveðnum stuðningi mikils meirjhluta þjóð- arinnar. Jafnvel hér í Canada hefir verið ymprað á því að við höfum einræðisvald yfir okkur í stjómmálum. Það er að minsta kosti víst að ýms þeirra mála, sem heyra til hinum kosnu fulltrúum okkar hafa verið tekin úr höndum þingsins og fengin ráðaneytinu einu til úr- lausnar. Hver er ástæðan fyrir þeim stórkostlegu breytingum, sem hafa átt sér stað? Saga mannkynsins er þrungin af dæmum, }»ar sem skýrt er frá baráttu manna fyrir frelsi í trúmálum og pólitík. Óteljandi fjöldi hefir lagt fram krafta sína og fórnað lífi sínu í þjónustu þess. Samt sem áður er nú svo komið að menn afsala sér því, sem þeir áður töldu öðrum réttindum meira virði—* afsala sér án möglunar og mótstöðu. Af þessum ástæðum er það að hugsandi menn um heim allan spyrja þeirra spurninga, sem eg bar fram í upphafi þessara orða. Þeir sjá hvað er að gerast og standa steinilostnir. Spurningarnar eru þessar: Eigum við að hafa alræðisstjórn eða á stjórnin að hafa að- haldf Eigum við, með öðrum orðum, að inn- leiða einræði, sem hefir fult vald yfir okkur, eða eigum við að hafa lýðræði—stjórna okkur sjálff Ef til vill eru einhverjar ástæður fyrir því hversu víðtækar hafa orðið einræðishug- sjónirnar. Allar þjóðir heimsins eru nú sem stendur negldar á kross brjálæðis og ráða- leysis í stjórnmálum og fjármálum. And- rúmsloftið er þrtmgið af stríðsótta, og allar þjóðir vantreysta nágrannaþjóðum sínum. Alt virðist vera af göflum gengið, röð og regla liorfin en skipuleysi komið í staðinn. Hver þjóð' reynir að lifa sínu eigin lífi út af fyrir sig. Eigingirni á þjóðlegum grundvelli hefr gripið og gagntekið fólk í öllum löndum, en alþjóðlegt bræðralag er hvergi að finna. Uppsprettur alþjóðlegrar verzlunar og frjálsra viðskifta eru frosnar eða stíflaðar. Markað skortir fyrir það, sem framleitt er og fé fyrir það sem kaupa þarf. Kreppan hefir lamað siðferðisþrek fólksins. Það bogn- ar undir oki áhyggja og erfiðleika, það ör- væntir um framtíð sjálfs sín og barna sinna. Það veit ekki hvert á að snúa sér eða hvað á til bragðs að taka—í stuttu máli—það er lamað af örvæntingu. Óánægjan eykst og magnast dag frá degi. Menn tala um það hátt og í hljóði að stjórn- arfyrirkomulag okkar þurfi að breytast- Fólkið heimtar athafnir — heimtar að eitt- hvað sé gert. Hvaða athafnir sem eru finn- ast því skárri og ákjósanlegri en algert at- hafnaleysi—jafnvel þótt þær athafnir yrðu til þess að vont versnaði. Sá, sem eitthvað læt- ur til sín taka er dáður og dýrkaður og fólk er reiðubúið til þess að fórna höndum og af- henda þeim stjórn og stýri, sem sterkur er og athafnaríkur, í þeirri von að hann leiði það af eyðimörkinni inn í fyrirheitna landið. Það hefir tapað allri von og öllu sjálfstrausti. Því er haldið fram að lýðræðis fyrirkomu- lagið hafi brugðist. Menn segja að við þurf- um að fá sterka stjórn—þurfpm a fá annað stjórnarfyrirkomulag. Við skulum fá völd- in í hendur einum úrræðagóðum manni, segja þeir. Við skulum reyna alræðisstjórn. En hefir lýðstjórnarfyrirkomlagið brugð- ist ? Er það fyrirkomulag rangt? Getur ein- ræði í þess stað orðið affarasælt? Eru ó- göngur okkar stjómarfvrirkomu 1 agjinu að kennaf Eða er fólkinu sjálfu um að kenna og leiðtogum þess? Við skulum íhuga stuttlega insta eðli lýðræðisins, og hvað það í raun réttri þýðir; íhuga tilgang þess, grundvöllinn, sem það byggist á og framfarir þær, sem því eru að þakka, þar sem það hefir verið reynt. Orðið lýðræði (democracy) ér af grísk- um uppruna. Það kemur frá tveimur orðum, sem þýða fólkið og stjórn. Enginn befir þýtt betur það orð en hinn mikli ættjarðar- vinur Abraham Lincoln. Hann lýsti þannig lýðstjórn, að hún væri s’tjórn fólksins sjálfs af hálfu fólksins sjálfs og fyrir fólkið sjálft? Hvert er þá takmark lýðræðisins? Hverju á það að koma til leiðar? Takmark lýðræð- isins er hvergi be’tur skýrt en í niðurlagsorð- um á skýringu Abrahams Lincolns, að stjórn- in eigi að vera fyrir fólkið sjálft. Það er ein- mitt takmark og stefna lýðræðisstjórnar, að vera fyrir fólkið sjálft, að veita hverjum ein- staklingi ríkisins fylsta tækifæri til sjálfs fullkomnunar. Þar með er það ekki sagt að hver einstaklingur eigi að vera frjáls til þess að lifa og láta í öllum efnum eins og honum bezt líkar, því það leiddi af sér algerða óstjórn eða stjórnleysi. Það er þess vegna skylda ríkisins að halda í skefjum hinum sterku og vernda hina veikari, því lýðræði tekur tillit til allra einstaklinga þjóðfélagsins, hvort sem þeir eru sterkir eða veikir; ríkið vill sjá svo um að hver einstaklingur geti notið sín sem fullkomlegast—þroskað alla sína hæfileika. Hvað kenning er það, sem lýðræðið bygg- ist á ? Hvað er það sem réttlætir það ? A því hafa komið fram margar skýringar. 1 sjálfs stæðisyfirlýsingu Bandaríkjanna stendur þetta meðal annars: ‘ ‘ Allir menn eru skap- aðir frjálsir og jafnir.” Sem húgsjóna stað- hæfing er þessi yfirlýsing dýrðleg, en sem veruleg stáðhæfing er hún með öllu röng. Sýnið mér einhversstaðar, ef þið getið, mann, konu eða barn, sem eru algerlega frjáls og óháð. Enginn er algerlega frjáls—alls eng- inn. Allir eru háðir hverjir öðrum í því mannfélagi, sem stjómast af heilbrigðu skipulagi; enginn getur komist undan því að I meir en þriðjung aldar hafa Dodd’s Kidney Pills verið viðurkendar rétta meðalið við bakverk, gigt, þvagteppu og mörgum öðrum sjúkdómum. Pást hjá öllum lyfsölum, fyrir 50c askjan, eða sex öskjur fyrir $2.50, eða beint frá The Dodd’s Medicine Co„ Ltd., Toronto, ef borgun fylgir. vera öðrum háður að einhverju leyti. Auðugasti maðurinn í ríkinu er háð- ur þjónustu annara til þess að hann geti notið auðs síns og sterkasti maðurinn ætti sér ekki langán ald- ur í siðuðu þjóðfélagi án þess að vera kominn upp á aðstoð og sam- vinnu hinna veikari bræðra. Ekki er heldur hægt að segja það með sanni að menn séu að öllu leyti jafn- ir. Miklu væri það nær sanni að segja að engir tveir menn væru ná- kvæmlega jafnir. Þeir eru allir mismunandi. Væru allir alfrjálsir og jafnir, væri engin þörf á reglu- bundinni stjórn, því hinn algerði jöfnuður trygði þá réttlæti jafnt fyrir alla. Það er einmitt fyrir þá ástæðu, að menn eru ekki jafnir að stjórnar er þörf. Það er ójöfn- uðurinn meðal mannanna, sem ger- ir stjórnarathafnir erfiðar. Það er skortur á frelsi einstaklingsins til þess að þroska hæfileika sína eins og honum ber, sem veldur hinum margbreyttu erfiðleikum þjóðfélags- ins. Við verðum því að leitast við að finna réttmæti lýðstjórnar hugsjón. anna annarsstaðar en í jöfnuði manna. Og mér finst sem fullkom- ið réttmæti þeirra sé að finna í því sem hér segir: Hver einstaklingur rikisins verður að samrýma allar sínar athafnir reglum og lögum; hann verður að beygja sig undir stjórn. Ábrif stjórnarinnar fylgja einstaklingnum hvar sem hann fer. Af þessu leiðir það, að hver einasti maður ætti að láta sér stjórnarfarið viðkomandi og toka þátt í þeim störfum og stefnum, sem stjórnar- farið mynda og móta. Hann ætti að láta sér ant um það, að sann- gjarnlega sé stjórnað. Vegna þess nú að hver einstaklingur verður að beygja sig undir vald stjórnarinn- ar og verður fyrir áhrifum þess í öllum daglegum athöfnum og vegna þess að allir eiga mikið undir því komið hvernig stjórnað er, þá er það réttmætt og sanngjarnt að sem allra flestir einstaklingar taki þátt í stjórnarfarinu og framkvæmdum stjórnarinnar og ákveði það sjálfir hvers konar stjórn þeir skuli velja. Fólkið ætti að hafa vald til þess að breyta um stjórn á vissum tím- um þegar því sýnist þess þörf. Það er fólksins mál og einkis annars. Af þessu leiðir það, að í lýðstjórnar löndum hefir fólkið þá stjórn, sem það kýs. Það fær þess konar stjórn sem það vill, og sömuleiðis þá stjórn sem það verðskuldar, ef það villist í valinu. Lýðstjórn á hverju vissu tímabili er yfir höfuð að tala fulltrúi þjóðarinnar á því sama tímabili. Leiðtogarnir hlusta á það, sem sagt er og komast þannig eftir þjóðarviljanum. Ef þjóðar- viljinn er heilbrigður, þá er kosin heilbrigð stjórn: sé það ekki, þá er kosin léleg stjórn. Þjóðarviljinn ræður stjórnum, og þjóðarviljinn aftur á móti stjórnast af viti og skilningi, eða með öðrum orðum: þjóðarviljinn verður eftir því hversu vel fólkið skilur sín eigin mál og hversu vel það er upplýst. Það er þessvegna skylda einstaklinganna að reyna að skilja opinber mál, því það eru þeir, sem mynda þjóðar- viljann og koma honum á framfæri, þegar þeir greiða atkvæði. Auðvit- að er það ómögulegt í f jölmennu og margbreyttu landi fyrir alla einstakl- inga að taka beinan þátt í stjórnar- framkvæmdum, og þess vegna hefir sú aðferð verið fundin að kjósa fulltrúa til þess að framkvæma stjórnarathafnirnar, þó með fullum NÝ — þægileg bók í vasa SJÁLFVIRK — EITT BLAÐ í EINU — pægilegri og betri bók I vasann. HundraS blöð íyrir fimm cent. Zig-Zag cigarettu-blöð eru búin til úr bezta efni. Neitið öllum eftirlíkingum. ZIG-ZAG rétti til þess að skifta um þessa full- trúa þegar til næstu kosninga kæmi. Við öfum tekið þessa aðferð eftir Bretum: hjá þeim hefir fulltrúa- stjórn lengst átt sér stað á meðal stórþjóða heimsins. Auðvitað hefir hvergi verið full- komið lýðveldi. Það er ekki alt af auðvelt að koma í ljós eindregnum vilja þjóðarinnar. Kosninga fyrir- komulag er oft ófulkomið: sterk og voldug öfl eru oft að verki og æfin- lega samtaka; en fjöldi fólksins beitir sér nálega aldrei í einni heild. Ekki er æfinlega kostur á þeim mönnum fyrir fulltrúa, sem hæfastir væru, og jafnvel þegar góðir full- trúar eru kosnir, þá eru þeir mann- legum veikleikum háðir og þrátt fyrir bezta tilgang og trúmensku getur þeim skjátlast. En það út af fyrir sig að fyrirkomulag eða stjórnarfar sé ekki fullkomið er alls ekki gild ástæða til þess að kasta því frá sér eða fordæma það. Hefir lýðveldi mishepnast svo mikið og hefir einveldi verið svo farsælt, að afsakanlegt sé að kasta hinu fyrra og taka upp hið síðara ? Hverju hefir lýðveldið komið til leiðar. Lítum til baka eftir síðast- liðin 40 til 50 ár, síðan farið var að viðurkenna réttmæti atkvæðisréttar- ins. Athugum sérstaklega löggjöf viðvíkjandi rétti manna og framför- um í stjórnmálum og félagslífi. Það hefir tiðkast mjög að fordæma at- kvæðisréttinn; að því er spurt hvers vegna þeir skyldu hafa nokkurn rétt til þátttöku í stjórn landsins, sem enga sérþekkingu hafi í stjórnmál- um. Dómgreind og þekking alþýðu manna er af mörgum fyrirlitin og með vanvirðu er talað um skynsemi fjöldans. En íhugum þær fram- farir, sem þegar hafa átt sér stað og ekki hefði getað átt sér stað hefði fjöldinn ekki haft atkvæðisrétt né þátttöku í stjórn landsins. Hver sem um þetta atriði hugsar af skiln- ingi hlýtur að sjá hvílík félagsleg ábyrgð hefir vaxið upp í skjóli lýð- veldisins. Til dæmis, fyrir fjöru- tíu árum þurfti ekki annað en að nefna jafnaðarstefnuna, þá urðu menn logandi hræddir. Nú er svo komið að við hlustum á þessar kenn- ingar með athygli og höfum meira að segja aðhylzt sum atriði þeirra. Tökum til dæmis slysabætur verka- manna. Slíkt hafði aldrei heyrst nefnt fyrir fjörutiu árum. Að vinnuveitandi ætti að bæta verka- manni fyrir slys, án þess að vinnuveitandinn væri að nokkru leyti valdur að slysinu. Það hefði þótt óhugsandi. Dómstólarnir dæmdu skaðabætur á hendur vinnu- veitanda einungis ef það sannaðist að hann hefði sýnt vanrækslu og þannig verið valdur að slysinu. En nú verður vinnuveitandinn að láta af hendi skaðabætur þar sem slysa- bót er lögskipuð, aðeins ef verka- maðurinn sladast við vinnu sína, hvort sem um vanrækslu er að ræða eða ekki, því ábyrgð var viðurkend gagnvart verkamanninum í augum laganna og skaðabætur ákveðnar. Þessu komu hinir sameinuðu verka- menn til leiðar. Þeir áttu allir at- kvæði. Þá mætti minnast á breytta af- stöðu gagnvart gömlu fólki, sem ekki getur björg sér veitt eftir að það hefir eytt kröftum sínum við starf og strit. Ríkið viðurkennir nú ábyrgð sína gagnvart þessu fólki og í stað þess að láta það ráðast hvort kærleiksríkir meðbræður litu eftir þörfum þess eða ekki, er því nú veittur ellistyrkur, sem þess þurfa. Þetta er ný viðurkenning um ábyrgð gagnvart gömlu fólki. Sama ábyrgð þjóðfélagsins er viðurkend i hreyfingu þeirri, sem krefst styrks tyrir blint fólk. Þess má og geta að fyrir örfáum árum datt engum í hug að stjórnin ætti að leggja lið eða ala önn fyrir ekkj- um og munaðarlausum börnum, en nú er það taljn skylda ríkisins. Ekkna* og mæðrastyrkur er talinn sjálfsagður. Þá mætti minnast afstöðu ríkis- ins gagnvart börnum. Það er til- tölulega stutt síðan að álíitið var að engum bæri nein skylda til um- sjónar og eftirlits barna nema for- eldrunum einum; nú viðurkennir ríkið skyldu sína gagnvart þeim, sér þéim fyrir mentun, hefir stofn- sett velferðarnefnd börnum til eft- irlits og lætur sér ant um uppeldi þeirra í öllum skilningi. Og að síðustu mætti benda á af- stöðu ríkisins gagnvart þeim, sem á flæðiskeri eru staddir, vegna at- vinnuleysis. Hverjum hefði dottið í hug fyrir nokkrum árum að ríkið styrkti fólk og sæi fyrir því vegna vinnuleysis? Við munum öll eftir hugarfarinu, sem birtist í orðunum : “sá sem ekki vill vinna skal svelta.” Nú heyrist þetta ekki oft. Stefna okkar nú i þessum málum er sú að enginn skuli svelta eða líða skort, ef mögulegt sé að bæta úr þörfum hans og rikið viðurkennir skyldu sina í þessu efni, — það er að segja, við öll, sem þjóðfélagið myndum, telj- um það skyldu að mæta afleiðing- um vinnuleysisins. Meðferð verkamanna, vinnutími, vinnuleysis ábyrgð, lágmark vinnu- launa, alt þetta hefir komist undir vernd laganna í ýmsum löndum. öll löggjöf í þessa átt er tiltölulega ný. Það er alt afleiðingar af aukinni skyldutilfinningu okkar í þá átt að ríkinu beri að vernda þá, sem vernd- ar þurfa, og það er afl atkvæðanna, sem komið hefir því í framkvæmd. Okkur er að byrja að skiljast það, hvort sem okkur líkar það betur eða ver, að við eigum að gæta bróður EATON’S Truline Golf Balls 3 /or $1-00 True in flight. True on the green. True regulation size and weight. Dimple style recess marking with a tough cover. —Bporting Ooods Bection, Third Floor, Hargrave. *T. EATON C?,M™

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.