Lögberg - 06.06.1935, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 6. JÚNI, 1935.
5
okkar. Við höfum öðlast félagslega
skyldutilfinning gagnvart hver öðr-
um, sem við þektum ekki fyrir 40
eða 50 árum. Það er stuttur tími í
sögu mannkynsins.
Að því er umbóta löggjöf snertir
verður það ekki sagt með sanni, að
lýðstjórnin hafi með öllu mishepn-
ast. Það er satt, að mikið er ógert
en hinu verður ekki neitað, að
miklu hefir verið afkastað. Við
lítum nú eftir hinum öldnu og
hrumu, hinum atvinnulausu og ó-
sjálfbjarga, hinum ungu og munað-
arlausu. Þetta er miklu betur gert
nú er áður var, og það er talin
skylda þjóðfélagsins.
Það er í sambandi við fjármálin,
sem lýðveldinu er mest og flest til
saka fundið. Ástæðan fyrir því er
ef til vill sú að fjármáluin hefir
ekki verið eins mikill gaumur gef-
inn eins og hinum öðrurn félagsmál-
um. Nú hafa fjármálin orðið al-
varleg og stafar það af fullkomnun
vélanna, hröðum flútnjngatækjum
og þeirri Vaxandi nauðsyn, sem orð-
in er á frjálsum viðskiftum; allar
þjóðir eru nú svo háðar hver annari
að fullkomin gagnskifti eru nauð-
synleg. Engin þjóð getur verið
fujlkomlega sjálfri s)ér nóg—þær
eru allar hver annari háðar. Ekki
er til eitt einasta f jármálaatriði, sem
nokkuð kveður að í nokkru landi, án
þess að það snerti öll lönd veraldar-
innar. Það sem gerist í Bandaríkj-
unum hefir áhrif á okkur hér í Can-
ada. Þegar stjórnin í Argentínu
veitir veitir verðlaun fyrir hveiti-
sölu þá hefir það áhrif á hveiti-
bændur okkar hér í landi. Erfið-
leikar hinna stærri fjármála eru til-
tölulega nýjar gátur til úrlausnar.
Við þau mál þarf á skynsamlegri
íhugun að halda en engin ástæða er
til þess að örvænta um það að sú
gáta verði ráðin svo að viðunandi
sé. Er nokkur ástæða til þess að
álíta að alræðisvald sé nauðsynlegt
til heillavænlegra úrslita þessum
málum ?
Að mínu áliti eru góðar og gild-
ar ástæður fyrir því að alræði eða
einræði getur ekki orðið varanlegt
stjórnarfyrirkomulag og að allar til-
raunir í þá átt að stofna til ein-
veldis eða nokkurs fyrirkomulags er
einveldi líkist, eru ákveðin spor stig-
in aftur á bak; allar slíkar tilraunir
eiga rót sína að rekja til afturhalds
og ófrelsis. Engin veruleg fram-
för getur átt sér stað i þjóðfélag-
inu án þess að hin nánasta samvinna
sé milli fjöldans, sem stjórnað er og
þeirra manna, sem um nokkurt skeið
fara með stjórnarvöldin. Þetta
þýðir það, að framför er ómöguleg
án þess að fólkið eignist og tileinki
sér glöggan skilning og sameiginlega
þekkingu á sínum eigin málum —
stjórnmálunum. Ef stjórn á að geta
staðið, verður hún að njóta sam-
þykkis þeirra, sem hún á að stjórna.
Hugsandi menn líða ekki til lang-
frama þá stjórn, sem yfir þá er
sett án þeirra eigin samþykkis. í
örvæntingu getur það komið fyrir
að menn samþykki einræði en það
getur aldrei varað nema skamma
stund. Það er eitt aðal skilyrðið
fyrir sönnu lýðveldi að menn hafi
samkvæmisfrelsi, hugsanafrelsi og
trúfrelsi, málfrelsi og einstaklings
svigrúm. Það er alveg eins nauð-
synlegt fyrir lýðveldi að mótspyrna
eigi sér stað eins og hitt að stjórn
sitji að völdum, því þá er æfinlega
völ á nýrri stjórn til þess að taka
við ef þjóðin ákveður að breyta til
og skifta um flokka. Frelsi er
nokkurs konar öryggismeðal, sem
er nauðsynlegt til þess að stjórnar-
farsvélin vinni þannig að ekki verði
hætta á ferð. Mótstaða og að-
finslur eru nauðsynlegar til þess að
reyna gildi stefna og stjórna. Ef
stefna gétur ekki staðist mótstöðu
og aðfinslur getur hún ekki verið
heilbrigð og ætti því ekki að eiga
sér stað.
Alræði þolir ekki frelsi — þolir
ekki samkvæmisfrelsi, hugsunar-
frelsi eða málfrelsi, né einstaklings
athafnafrelsi. Alt slíkt er óskylt
og andstætt alræðis-andanum. Al-
ræði getur orðið til um stundar sak-
ir samkvæmt vilja þjóðarinnar, með
almennu samþylkki. En langvar-
andi vald Qg stjórnarfar án sam-
A myndinni sjást konungshjónin brezku, þá er þau voru stödd á blómasýningu einni
mikilli í Lc,ndon nýlega.
þykkis og á móti vilja almennings
er óþolandi hugsandi mönnum og
getur ekki staðist.
í lýðveldis stjórnarfari er gert
ráð fyrir þvi hvernig losna megi
við stjórn án uppreistar. Þar sem
alræði á sér stað er það aftur á móti
ekki mögulegt að losna við hinn
einvalda eða alráða stjórnanda, senr
ekKi nýtur lengur samþykkis þeirra,
sem stjórnað er. Honum verður
ekki hrundið af stóli nema með
dauða. Alræði getur ekki haldið
áfram senr varanlegt stjórnarfar
sökurn þess að það hefir ekki í sér
fólgið skilyrði sinnar eigin endur-
fæðingar eða síns eigin viðhalds.
Alræði, sent mishepnast endar æf-
inlega með stjórnarbyltingu og
stofnun lýðveldis.
Hví skyldi þá vera nokkurt vit í
að tildra upp þess konar stjórnar-
fari, þegar það er margsannað, að
óhjákvæmilegt er og verður æfin-
lega, að stofna aftur lýðræði. Hví
ekki að hugsa betur um og reyna
að skilja þau mái, sem nútiðin
heimtar úrlausnir á, og ákveða það
hvers konar stjórn skuli fara með
umboð okkar, tírna og tíma í senn?
Þá vitum við að þegar yfirsjónir
eiga sér stað, er æfinlega hægt að
bæta og breyta til, og feta sig aftur
af villigötgötunum á réttar leiðir. J
Lækningin er því ekki fólgin í j
því að flýja á náðir alræðisstefn-
unnar, heldur hinu, að halda áfram
að berjast undir merkjum lýðræðis-
ins. Vonir mannkynsins eru bundn-
ar við hugsjónir þær, sem lýðræðið
byggist og grundvallast á — að
stjórnin eigi að vera fyrir fólkið.
Ef hún á að vera fyrir fólkið, þá
verður hún einnig að vera af hálfu
fólksins. Ekkert annað stjórnar-
fyrirkomulag getur staðist til lengd-
ar, því maðurinn er hugsandi vera,
gæddur brennandi þrá jafnframt
hugsuninni til þess að ráða til lykta
sínum eigin málurn.
Amerískt merkisrit um
íslenzk fræði
Eftir Richard Beck, prófessor, dr.
Margaret Schlauch : Romauce
in Iceland. London, George
Allen & Unhi'in, Ltd. 1934.
Þessi fræðimannlega og vel samda
bók, jafn skemtileg og hún er lær-
dómsrík, á sérstakt erindi til allra
þeirra, sem fást við íslenzk fræði,
einkum bókmentafræðinga vorra.
Hún er grundvallarrit um merkilega
grein íslenzkra bókmenta, lygisög-
urnar, sem öldum saman nutu hylli
þjóðar vorrar — fyrsta ítarlegt
heildaryfirlit yfir þær, og er rituð
frá sjónarmiði samanburðar-bók-
mentafræði. Varpar það viðhorf
birtu á margt í sögum þessum og
gerir ritið stórum girnilegra til fróð.
leiks og hugðnæmara, heldur en
hefði það samið verið á þrengra
grundvelli.
íslenzkir fræðimenn hafa í seinni
tíð lítið fengist við rannsókn lygi-
sagnanna; hins vegar hafa eigi all-
fáir amerískir bókmenta- og mál-
fræðingar lagt rækt við það verk-
efni, og vinna að því framvegis. Af
þeim má nefna háskólakennarana C.
X. Gould, J. H. Jackson og G. S.
Lane, sem allir hafa dvalið lengri
eða skemri tíma við nám og bók-
mentarannsóknir á íslandi, og eru
því ýmsurn k'unnir þar um slóðir.
Gould hefir meðal annars samið
nrerkilega ritgerð um Friðþjófs-
sögu, þar sem hann leiðir rök að
því, að hún sé austurlenzk að upp-
runa; Jackson hefir nýlega (1931)
gefið út rnjög vandaða útgáfu af
Sigurðar sögu fóts og Ásmundar
Húnakonungs, með ítarlegum inn-
gangi og athugasemdum; Lane, sem
er nýliði í hópnum, hefir ritað um
Mágus sögu.
Kemur það því ekki á óvart að
höfundur rits þess, sem hér um
ræðir, er amerísk lærdómskona, sér.
fræðingur í miðalda- og samanburð-
ar-bókmentum. — Með áður prent-
uðum ritgerðum sínum urn forn-
frönsk og íslenzk efni, ekki sízt
með hinni prýðilegu ensku þýðingu
sinni af Völsunga sögu og inngangs.
ritgerð sinni um hana (1930), hefir
hún sjmt, að hún er sérstaklega vel
til þess hæf, að rannsaka og túlka
lygisögurnar og skýra sanrband
þeirra bæði við aðrar íslenzkar bók-
mentir og heimsbókmentirnar.
Miss Schlauch, sem er kennari i
New York University, vann að und-
irbúningi þessa rits síns á bóka- og
handritasöfnum í Þýzkalandi og á
Norðurlöndum (1929—1930), og
var um hríð á íslandi Alþingishá-
tíðarsumarið við handrita- og bók-
mentarannsóknir á Landsbókasafn-
inu. Hversu yfirgripsmikið og
örðugt verk hennar hefir verið,
verður ljóst, þegar í minni er borið,
að fulla tvo þriðju hluta þeirra
Iygisagna, sem hún tekur til með-
ferðar, er aðeins að finna í handrit.
um á bókasöfnum i Reykjavík og
Kaupmannahöfn, og að þær, sem
prentaðar hafa verið, eru yfirleitt
mjög fágætar. Þau ummæli benda
einnig ótvírætt til þess, hve mikinn
nýjan fróðleik er að finna milli
spjalda þessarar bókar.
Lygiscjgurnar blómguðust, sem
kunnugt er, þegar hinni fornu
sagnaritun Islendinga hnignaði og
nteiri áherzla var lögð á skemtan eri
sannfræði; renna þar í einn farveg
austrænir, suðræðnir og norrænir
straumar, og þvi sízt að kynja, þó
sögur þessar séu tíðum “undarlegt
sambland’’ fjarskyldra söguefna. 1
inngangskafla sínum víkur Miss
Schlauch að slíkum samruna þess-
ara sagna, og bendir á það, að við
lok miðalda hafi íslenzkar bókment-
ir verið orðnar svo mjög af erlend-
um toga spunnar, að þær hafi verið
alþjóðlegastar bókmentir í Norður-
álfu. Höfuðástæðurnar til þessa
breytta bókmentasmekks telur hún
vera:—tiðar utanfarir íslendinga í
margskonar erindum og kristnun
íslands, sem eðlilega efldi stórum
menningarsamband þess við megin-
land Norðurálfu. Færir hún ýmsar
stoðir undir þá skoðun sína; en ját-
ar jafnframt, að fleiri skýringar
korni hér til greina — landfræðileg-
ar, hagfræðilegar og stjórnarfars-
legar — eins og aðrir fræðimenn
hafa haldið frant með gildum rök-
um.
En þó mikið djúp skilji gullald-
arsögur vorar og lygisögurnar, eru
þær ekki með öllu óskyldar; mörg
söguefnin eru sameiginleg hvorum-
tveggja, þó ólíkt sé með farið og
málurn blandað. Næg dærni þeirri
staðfræfingu til stuðnings tilgreinir
Miss Schlauch í kaflanunr um það,
hvernig hinir fornu guðir og hetjur
koma fram í lygisögunum (“The
Old Gods and Heroes), og dregur
hún réttilega af þeim athugunum þá
ályktun, að íslenzkar bókmentir
slitnuðu ekki úr tengslunr við for-
tíðina, þegar þær “urðu rómantísk-
ar,” að lánað sé orðalag höfundar.
Hér sem annarsstaðar er auðsætt,
þegar skygnst er undir yfirborðið.
“hið órofna samhengi” íslenzkra
bókmenta, sem dr. Sigurður Nordal
hefir svo öfluglega og snildarlega
dregið athygli að í ritgerð sinni um
það efni.
Þá snýr Miss Schlauch sér að er-
lendu áhrifunum i lygisÖgunum og
sýnir fram á, hvernig höfundar
þeirra seildust eftir ýmiskonar fróð-
leik í latneskar bókmentir, einkum
“lærð” íslenzk rit af latneskum upp-
runa. Kemst hún að þeirri niður-
stöðu, að “hinn latneski arfur” í is-
lenzkum bókmentum birtist fremur
í urngerð vissra sagna heldur en
sjálfum söguefnunum, nema í hrein-
rómverskum sögum, eins og Tróju-
manna sögu og Rómverja sögu.
Þó kynlegt rnegi virðast gegnir,
að dómi höfundar, öðru máli um
grísku áhrifin, sem rekja mé í mörg-
um lygisögum. Er hún þeirrar
skoðunar, að þau hafi til íslands
borist beinni boðleið en latnesku
frásagnirnar og fróðleikurinn, með
íslendingum, senr dvalist höfðu,
stundum langvistunr, i Miklagarði
og þess vegna haft tækifæri til að
kynnast grískum sögum og nema
þær þar. og siðan flutt þær með sér
heinr í átthaga sína. Hefir margs
ólíklegra verið til getið, þegar tekn-
ar eru með í reikninginn fróðleiks-
hneigð tslendinga og mætur þeirra
á skemtilegum sögum ; ýms atriði i
lygisögunum virðast einnig, eins og
Miss S'chlauch bendir á, eiga bein-
línis rót sina að rekja til Mikla.
garðs Þó neitar hún því eigi, að
sumt af þessurn gríska efnivið kunni
að hafa flust til Islandsstranda i
latneskunr þýðingum, enda má fylli-
lega ætla, að svo hafi verið.
Drepið var á það hér að framan,
að prófessor Gould hefði fært rök
að þvi, að Friðþjófs saga væri aust-
ræn að upruna. Hvað það snertir,
er hún langt frá því að vera eins-
dæmi í islenzkum bókmentum. t
einkar eftirtektarverðunr kafla um
austræn áhrif í lygisögunum ræðir
Miss Schlauch um eigi allfáar is-
lenzkar þýðingar af austurlenzkum
sögurn og sýnir fram á það með
nægum dæmum öðrum, að mörg
austræn söguefni, allar götur frá
Indlandi, bárust til íslands seint á
miðöldum eftir ýmsum leiðum ; sum
ekki ólíklega urn Rússland vestur
og norður á bóginn. En höfundur
hefir varann á, og tekur það skýrt
frant, að eigi sé alt af auðvelt, að
sannmeta skuld þá, sem íslenzkar
sögur standi í við Austurlönd. Þeg-
ar rætt er um menningarleg áhrif,
sem til íslands hafa borist úr þeirri
átt, rná minna á hina merkilegu rit-
gerð Fr. le Sage de Fontenay sendi-
herra um “Arabisk nrenningaráhrif”
í “Skírni” (1933), og greinir þar
meðal annars frá arabiskunr orðurn
í íslenzku, sem fyrir koma bæði í
hinurn eldri sögum vorum Og þó
einkum i riddarasögum eins og
Karlamagnús sögu.
I löngum kafla (“Recurrent Lit-
erary Themes”) er ítarlega og
skarplega lýst þeim söguefnum
lygisagnanna, senr alþjóðleg eru, og
geta þvi eigi talist séreign neinnar
einnar þjóðar eða kynstofns. Er
þar um harla auðugan garð að
jgresja. Meðal fjölbreytts fróðleiks,
; senr þar er færður í íinn stað má
j sérstaklega geta þess, að höfundur
! bendir, fyrstur bókmentafræðinga,
á tvær frásagnir (í Andra sögu
Jarls og Játmundar sögu Ljúfa),
sem hliðstæðar eru meginþáttum í
Bjólfskviðu hinni fornensku, viður-
eign Bjólfs við ófreskjuna Grendel
og nróður hennar. (Samanber lýs-
ingarnar i. Grettis sögu á viðureign
j Grettis við tröllkonuna og risann,
sent usla höfðu gert að Sandhaug-
um í Bárðardal).
Þá tekur höfundur til gaumgæfi-
legrar meðferðar töfrabrögð þau
og töfragripi, sem úir og grúir af í
lygisögunum, og ræðir jafnhliða um
yfirnáttúrleg nöfn og verur, sem
þar eru iðulega að verki. Er sá
kafli ritsins eigi sízt merkilegur fyr-
ir það, hverju ljósi hann varpar á
| frumstætt trúarlíf Norðurlandabúa
að fornu og á lífsskoðanir þeirra að
fleiru leyti.
Þar sem rekja rná svo marga
þræði frá lygisögunum islenzku til
Suður- og Austurlanda, sætir það
engri furðu, að fjöldi þeirra eru
stælingar franskra æfintýra- og
riddarasagna, sem urðu uppáhalds-
skemtun manna víðsvegar um Norð-
urálfu um langt skeið; enda sýnir
Miss Schlauch, að franskra áhrifa
gætir mjög mikið í mörgum slíkum
sögum vorum, þó ekki sé alt af auð-
velt að festa hendur á þeim áhrif-
um; þau koma oft fram í breyttum
lífsskoðunum, er lýsa sér í sögunum,
og í anda þeirra, fremur en i ytri
atriðum, svo sem i því, hve alt öðr-
“Sparið,>
Við höfum heyrt oröið að
“spara” undangengin ár. Undan-
farandi hefir Það eigi aðeins ver-
ið mikilvægt, heldur ðumflýjan-
legf, að spara.
Athyglisvert er það, að allir,
sem við það ffist að selja almenn-
ingi varning, gera sér far um
að sýna viðskiftavinum fram á
hve mikið SPARIST við hað, að
verzla fremur við sig en aðra, sem
í sjálfu sér er réttmætt, að öðru
leyti en því, sem ráðlegt er fyrir
þann, sem kaupir að ganga úr
skugga um að sparnaðurinn sé
EGTA, en ekki fólginn í ofhrifn-
ingu auglýsandans. Með öðrum
orðum, að spara þar sem það er
trygt að spara, svo sem hjá
Eatón’s, þar sem kjörkaup þýða
ekki lélegan varning — heldur
góðar vörur með réttu verði, þar
sem allar staðhæfingar um eig-
inleika vörunnar eru þrauttrygð-
ar með ánægjulegri viðskifta-
reynslu, er gert hefir og gerir það
margfaldlega trygt.
pað er eðlilegt að menn vilji
spara—en það er hyggilegt að
muna, að það er “áhættulaust að
spara hjá Eaton’s.”
-'T. EATON CA™
WINNIPEO
EATONS
um augum litiÖ er á konur og ástir,
en gert var í hinum eldri sögum vor-
um. En þó ýmsar l^gisögurnar séu
að ntörgu leyti stælingar franskra
fyrirmynda, eiga þær sum einkenni
íslendingasagna. Söguhetjunum er
til dæmis enn sem fyr meir að skapi
athafnasemi en ihygli og draumórar,
þó skreyttar séu þær erlendum
fjöðrum hvað nöfn þeirra snertir
og margt í hugsunarhætti þeirra sé
af útlendum toga spunni'S. Annars
er þessi samruni hins erlenda og
intilenda i lygisögunum eitthvert
merkilegasta einkenni þeirra og mun
frjósamt reynast vi'Ö frekari athug-
anir. í riti eins og þessu, sem skrif-
aS er frá sjónarmi'Öi samanberandi
bókmentafræÖi, hefir að vonum
mikil áherzla veri'Ö lög'Ö á erlendu
áhrifin, þó hin innlenda hlitS lygi-
sagnanna hafi langt frá með öllu
verið vanrækt. Eins og höfundur
tekur fram (bls. 170), kennir slíkt
yfirlit yfir lygisögurnar oss eigi að-
eins aÖ skilja, hversu margvísleg-
um erlendum menningaráhrifum ís-
land var'8 fyrir á miðöldunum, held-
ur bera þessi fjölþættu áhrif víðs-
vegar frá Nor'Öurálfu og frá Aust-
urálfu heims vott um stöðug og
víÖtæk menningar- og verzlunarsam-
(Framli. á bls. 7)
Dominion Civil Service
EXAMIN ATIONS
FOR STENOGRAPHERS GRADE I.
n IN JULY
Initial Salary: $720.00 per annum.
, Examination Subjefts:
SHORTHAND—Dictation at rate 100 words a minute—
and transcription.
• TYPElVRITING—Minimum rate 40 words a minute.
SPELLING—A writtep examination.
ENGLISH — Letter-writing — report rnaking, grammer,
punctuation, etc.
ACCURACY—Checking, comparing, tabulating, indexing,
etc.
Special Coaching Classes
FOR CIYIL SERVICE EXAMINATIONS
NOW IN PROGRESS.
IN DAY AND EVENING CLASSES
ANGUS SCHOOL OF COMMERCE
Manitoba Government Telephone Bldg.
PORTAGE AT MAIN PH'ONE 95 678