Lögberg - 06.06.1935, Blaðsíða 8

Lögberg - 06.06.1935, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 6. JCNf, 1935. Ur borg og bygð Gleymið ekki spilakvöldun- ' um í Goodtemplara húsinu á þriðjudögum og föstudögum. Góð verðlaun; gott músík. Inngangur 25c. Allir velkomn- ir. ------ Heklufundur í kvöld (fimtudag). Goodtcmplarar. Glevmið ekki að koma á næsta Heklu-fund, á fimtudagskvöldiS kl. 8. Þar verður margt til skemtunar og uppjbyggingar. Ræður, kvæði, söngur og kaffi á eftir. Meðal fleiri, sem þar koma fram til að skemta og fræða verða: séra Rún- ólfur Marteinsson, Dr. Sig. Júl. Jó- hannesson, Stefán Einarsson rit- stjóri, Miss Davidson, Hjálmar Gíslason. Stúkunni Heklu væri sérstök ánægja að sjá sem allra flesta meðlimi st. Skuld og barna- stúkunnar Æskan þetta kvöld. í síðasta blaði, þar sem sagt er frá Haraldi Jóhannssyni, eru tvær prentvillur, sem hér með eru lag- færðar; hann er aðeins 24 ára, og hann heitir fullu nafni Haraldut Gunnlaugur Páll Jóhannsson. I.O.D.E. Jón Sigurðsson Chapter heldur fund á heimili Mrs. P. J. Sivertson, 497 Telfer St. á mánu- daginn 10. júní, kl. 8 e. h. A ferð og flugi Pétur J. Thomson er nú aftur kominn í nágrennið, og er að hitta að 676 Sargent Ave. Lítið inn þeg- ar þið eruð á ferðinni og heilsið upp á náungann. Meira seinna. Kirkjuþingsfulltrúar Fyrsta lúterska safnaðar. A safnaðarfundi, sem haldinn var eftir kvöldgucj^þjónustu í Fyrstu lútersku kirkju, voru eftirgreindir menn kjörnir til þess að mæta fyrir safnaðarins hönd á júbilíþingi kirkjufélagsins: Dr. B. J. Brandson Mr. J. J. Vopni Mr. Ásgeir Bardal Mr. Harald Jóhannsson Vara-fulltrúar: Mr. Árni Eggertsson Mr. Finnur Johnson. Jón Bjarnason Academy Ladies’ Guild er að undirbúa mjög fjöl- breytta skemtun í skólanum mið- vikudaginn 12. jú*ní, Silver Tea. Heimatilbúinn matur og ýmislegt smávegis verður á boðstólum frá kl. 3 til 5.30 eftir hédegi og að kvöld- inu. “Bridge Drive” verður haldið að kvöfdinu kl. 8.15. Lofa konurn- ar ágætis verðlaunum fyrir spilin og vonast til að vinir þeirra og skól- ans fjölmenni þennan dag. Heimilisiðnaðarfélagið heldur næsta fund sinn á miðvikudags- kvöldið 12. júní að heimili Mrs. P. J. Sivertson, 497 Telfer St. Vegna þess að þetta er síðasti fundur fyr- ir sumarfríið, er æskilegt að sem flestir meðlimir séu viðstaddir. fundurinn byrjar klukkan átta. Dr. J. T. Thorson, K.C., fór norður til Gimli síðastliðinn fimtu- dag til þess að flytja þar ræðu; hann kom heim aftur seint um kvöldið. Fimtíu ára afmœli ÞINGVALLA OG LÖGBERGS BYGÐA, 26. JÚLÍ, 1935 Hátíðm verður haldin við Concordia Hall í Þingvallabygð Allir íslendingar eru boðnir og velkomnir á hátíðina, en sérstaklega er gömlum landnemum og öðru fólki, er í bygðun- um hefir dvalið áður, boðið að vera gestir bygðabúa, meðan hátíðin stendur yfir. Allir þeir, sem hugsa til að sækja þessa samkomu eru beðnir að gera Magnúsi Bjarnasyni í Churchbridge aðvart fyrir fram. M ÓTT ÖK UNEFNDIN: Mr. og Mrs. J. S. Valberg Mr. og Mrs. Jón Gíslason Mr. Einar Einarsson Mr. og Mrs. Ch. Thorwaldson Mr. og Mrs. Einar Sigurdson Mrs. G. C. Helgason. “SIICCESS TRAINING ” Has a Market Value University and matriculation students are securing definite employment results through taking a “Success Course”, as evidenced by our long list of young men and women placed in Winnipeg offices in 1934 and 1935. * SELECTIVE COURSES Shorthand, Stenographic, Secretarial, Accounting, Complete Office Training, or Comptometer. / SELECTIVE SUBJECTS Shorthand, Typewriting, Accounting, Business Correspondence, Commercial Law, Penmanship, Arithmetic, Spelling, Economics, Business Organization, M o n e y and Banking, Secretarial Science, Library Science, Comptometer, Elliott-Fisher, Burroughs. CALL FOR AN INTERVIEW, WRITE US, OR PHONE 25 843 BUSINESS COLLEGE Portage Ave. at Edmonton St., Winnipeg W I N N I P E G (Inquire about our Courses by Mail) Mr. og Mrs. J. J. Samson fóru norður til Eriksdale á föstudaginn var í heimsókn til dóttur sinnar og tengdasonar, Mr. og Mrs. Jón Sig- urðsson. Mrs. Samson dvelur þar í nokkra daga, en Mr. Samson kom heim aftur á mánudagsmorguninn. ið samvistum af æfinni, en allir vita að skilnað manna getur borið að nær sem er; alvaldshöndin ræður þar um en mennirnir ekki. Við ' minnumst þín, vinur, og komum á ' eftir. H. J. Egilsson. Messuboð FYRSTA LÚTERSKA KIRKJA Guðsþjónustur í Fyrstu lútersku kirkju næsta sunnudag g. júní, verða með venjulegum hætti: Ensk messa kl. n að morgni og íslenzk messa kl. y að kvöldi. Sunnudagsskóli kl. 12.15. Sunnudaginn 9. maí messar séra H. Sigmar í Vidalinskirkju kl. 11 f. h. og í kirkjunni á Mountain kl. 2 e. h. Safnaðarfundur á eftir messu á báðum stöðunum, til að kjósa erindreka á kirkjuþing, með fleiru. Offur í trúboðssjóð á báð- um stöðum. Ekki mesað á Garðar að kveldinu, eins og áður var gert ráð fyrir, vegna viðgerðar á kirkj- unni. ------- Messur í Gimli prestakalli næsta sunnudag, á hvítasunnudag, eru fyrirhugaðar þannig, að morgun- messa verður í petel á venjulegum tíma og altarisganga um leið; en siðdegisjmessþ, með: ferming og altarisgöngu, í kirkju Gimlisafnaðar Á fimtudaginn þann 30. maí síð- astliðinn, lézt að heimili sínu Ste. 17 Westhpme Apts., hér i borginni, frú Sigríður Thorarinson, ekkja Þorsteins Thorarinssonar kaup- manns, er lézt árið 1922. Mrs. i Thorarinsson var fædd þann 19. * nóvember árið 1857 að Kleif í i Blönduhlíð í Skagaf jarðarsýslu. | Giftust þau Thorsteinn árið 1886 og sigldu samsumars til Canada. Sex ( börn eignuðust þau hjón og dóu þrjú þeirra í æsku. Á lífi. eru: ' Guðrún Margrét; Thorarinn Jón og Hansína Andrea (Mrs. F. Scott), á hún eina dóttur barna, Eleanor Ruth að nafni. Sigríður heitin og ^ August Polson verzlunarmaður að ! 118 Emily Street, voru bræðrabörn. ' Sigríður heitin var fríðleikskona og bar aldur sinn vel þrátt fyrir lang- varandi vanheilsu. Jarðarför Sigríðar fór fram frá Fyrstu lútersku kirkju á mánudag- inn þann 3. þ. m. Dr. Björn B. Jónsson jarðsöng, en Miss Vera McBáin söng einsöng við kveðju- athöfnina. kl. 2 e. h. --------- Ferming og altarisganga í Lundar söfnuði, sunnudaginn þ. 9 júni kl. 2 e. h. Guðsþjónusta í Marry Hill skóla- húsinu sunnudaginn þ. 16. júni kl. | 11 f. h. og Lúter söfnuði sama dag kl. 2 e. h. Guðsþjónusta í Langruth sunnu- daginn 30. júní og 7. júlí. Jóhann Fredriksson. Sunnudaginn 9. júní (hvítasunnu- daginn) messar séra Guðm. P. John- son í Westside skólanum kl. 2 e. h., í Foam Lake söfnuði kl. 5 e. h., í Haglof kirkju kl. 7.30 e. h. (norsk messa). Séra Jakob Jónsson messar i Wynyard rtæstkomandi sunnudag, kl. 2 e. h. --------- Guðsþjónustur í Vatnabygðunum ■ í Saskatchewan á hvítasunnudag, 9. .júní: í Wynyard kl. 11 f. h. f Kandahar kl. 1.30 e. h. f Mozart kl. 4 e. h. í Elfros kl. 7:30 e. h. í Wynyard og Mozart verða guðsþjónusturnar á ensku. Við guðsþjónustuna i Wynyard fermir séra G. P. Johnson þrjú ungmenni, er hann hefir uppfrætt síðastliðinn vetur. Einnig verður altarisganga. K. K. Ólafsson. Mannalát DANARMINNING Jóhann Jónasson Laxdal frá Swan River i Manitoba, andaðist á sjúkrahúsi í Winnipæg 13. maí síð- astliðinn, eftir stutta legu þar; haf ði verið eina viku á sjúkrahúsi i Swan River bæ áður, veikur af innvortis meinsemd. Jarðneskar leifar Jó- hanns sáluga voru sóttar frá frá Swan River og fluttar á heimili Guðmundar bróður þess látna, og jarðsungnar þaðan 15. sama mán- aðar af enskum presti hér úr Swan River bæ, að viðstöddu mörgu fólki, bæði íslendingum og annara þjóða fólki, í grafreit bygðarinnar. Jóhann sálugi var fæddur 1867 i Laxárdal á Skógarströnd á íslandi. Kom hingað í dainn 1899 ^rh Mouse River; giftist hér Guðbjörgu Valmundardóttir Sverrissonar frá Mouse River, en misti hana 16. nóvember 1926; lifði einsetulífi eftir það. Þeim varð ekki barna auðið. Jóhann sálugi var vel kyntur mað- ur meðal landa sinna og annara þjóða manna; mátti ekki vamm sitt vita, en sá vel fyrir framtið sinni með ráðdeild og fyrirhyggju ; áreið- anlegur til orða og verka. Guð- mundur Laxdal, bróðir þess látna, merkur bóndi hér í bygðinni, gerði sér mjög ant um útför síns látna bróður, enda höfðu þeir verið mik- Föstudaginn 17. maí andaðist Ingibjörg Jónasson á heimili dóttur sinnar og tengdasonar, Mr. og Mrs. Louis Bernhoft í Cavalier, N. Dak., eftir æði langt sjúkdómsstríð. Hún var fædd 16. febrúar 1865,; foreldr- ar hennar voru Thorleifur Björns- son og Sigríður Ingimundardóttir úr Borgargerði í Skagafirði. Heimili hinnar látnu var skamt frá Hallson, N. Dak. Hún eftirlætur eiginmann sinn, Jóhann D. Jónasson, þrjár dæt- ur og einn son, auk margra skyld- menna. Ingibjörg sál. var góð kona og vel metin. Hún var jarðsungin frá heimilinu og Hallson kirkju þriðjudaginn 21. mai. Fylgdu henni margir til grafar. Séra H. Sigmar jarðsöng. Miðvikudaginn 22 mai, lézt Eirík- ur Sæmundsson á sjúkrahpsi i Grand Forks, N. Dak. Hafði hann verið mjög heilsubilaður marga sið. ari mánuði. Eiríkur var mesti dugnaðarmaður, orðheldinn og á- reiðanlegur í viðskiftum, og var gildur bóndi i grend við Hallson, N. Dak. Hann var ættaður úr Þing. eyjarsýslu og í móðurætt náskyldur Jóhanni sál. Sigurjónssyrti skáldi frá Laxamýri. Hann eftirlætur seinni konu sína Stefaníu Stefáns- dóttur og tvær dætur, auk þess tvö stjúpbörn og marga flern ættingja. Hann var jarðsunginn frá heimil- inu og kirkjunni í Hallson sunnu- daginn 26. maí. Margir fylgdu hinum látna til grafar. Séra H. Sigmar jarðsöng. Sá mikli sorgar-viðburður skeði laugardagsmorguninn 1. júní á heim- ili Mrs. J. Einarsson og barna henn- ar vestur af Hallson, að dóttur- sonur hennar, Rögnvaldur Björns- son dó snögglega af slysi. Dreng- urinn var aðeins 1.5 ára að aldri (fæddur 16. mai 1920), efnilegur og góður drengur. Ungur misti hann föður sinn en bjó ásamt með móður sinni, Lilju Björnsson, hjá móður hennar og bræðrum, í grend við Hallson, N. Dak. Sveinbjörn Vigfússon Hólm, bóndi í Viðinesbygð í Nýja íslandi, lézt eftir stutta legu að heimili sinu þ. 29. maí s.l., sextugur að aldri. fæddur í Vopnafirði þ. 26. sept. 1874. Kom vestur um haf árið 1903. Var tvígiftur Fyrri kona hans var Björg Benediktsdóttir, ættuð úr Eyjafirði Tvær dætur þeira á lífi, Sigurbjörg kona Alberts Einarsson- ar að Lundar, og Hildur kona Sig- urðssonar bónda í Víðinesbygð.— Síðari kona Sveinbjörns er Emmy Ágústa Árnadóttir, sömleiðis ættuð úr Eyjafirði. Lifir hún mann sinn, ásamt fjörum börnum þeirra, er heita Björgveig, Arnór Vigfús, Júlíus og Andrés. — Sveinbjörn ATVINNU TILBOÐ CANADISKT LÍFSÁBYRGÐARFÉLAG vill fá í þjónustu sína íslenzkan umlioðsmann til þess að starfa í Winnipeg og nærliggjandi héruðum. Umsóknir sendist skrifstofu Lögbergs og skulu umsækjendur tilgreina aldur sinn og æfingu við lífs- ábyrgðarstörf, hafi þeir gegnt slíku áður. RECITAL by pupils of R. H. RAGNAR assisted by VERA McBAIN and JÓN BJARNASON ACADEMY YOUNG MEN’S CHOIR Music and Arts Building on Broadway FRIDAY, JUNE yth, at 8 p.m. ADMISSION 25C Hólm var góðsemdarmaður, dugn- aðar bó.ndi, starfsamur og ósérhlíf- inn, en fremur heilsutæpur hin síð- ari ár. Var á ýmsa lund mætur maður. Börn hans öll greind og myndarleg. Yngri börnin öll heima með móður sinni.—Jarðarför hins látna fór fram, að fjölmenni við- stöddu, frá heimili hans, síðastliðinn laugardag, þ. 1. júní. Séra Jóhann Bjarnason jarðsöng.— Minniál BETEL * 1 erfðaskrám yðar ! Sig’s Barber Shop Og Ideal Beauty Parlor Simi—808 59 í Columbia Press byggingunni, 693 SARGENT AVENUE The Watch Shop Diamonds - Watches - Jewelry Agents for Fulova Watches Marriage Licenses Issued THORLAKSON & BALDWIN Watchmakers & Jewellers 699 SAKGENT AVE., WPG. The Jubilee Store Groceries and Confectionery 660 NOTRE DAME AVE. Góðar vörur með lágu verði. íslenzkur eigandi Verzlið hjá landanum, þvi íslend- ingar viljum vér allir vera. Sendið áskriftargjald yðar fyrir “The New World,” mán- aðarrit til eflingar stefnu Co-operative Commonwealth Federation í Canada. Aðeins EINN dollar á ári sent póstfrítt Útgefendur The New World 1452 ROSS AVE. Winipeg, Manitoba Jakob F. Bjarnason TRANSFKR Ann&m grelSlega um alt, «>m aV flutninaum lýtur, imlum eða miOr- um. Hveral sanng-Jarnara v«r6 Heimili: 591 SHERBURN ST. Sími: 35 909 BUSINESS TRAINING .BUILDS CONFIDENCE The business world today needs Confidence. Too many work- ers attempt to start and hald a position without Confidence in themselves, their employers, or the educational conditions which form the background for their practical lives. The carefully planned business courses offered at the DOMINION BUSINESS COLLEGE prepare you to meet business with Con- fidence. You know that you are ready to prove your worth and to hold responsible positions. Your training has been thorough, and has made your services doubly valuable by deve- loping your own talents along the right lines. Don’t waste time trying to “find yourself” in business. A consultation with the Dominion Registrar will help you to decide upon the course best suited to you. The DOMINION BIJSINESS COLLEGE On the MALL, and at ELMWOOD, ST. JAMES and ST. JOHN’S Residence Classes Mail Instruction Day or Evening with Finishing

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.