Lögberg - 18.07.1935, Blaðsíða 1

Lögberg - 18.07.1935, Blaðsíða 1
PHONE 86 311 Seven Lines !• ^ . vV>l,\ti»lV' Ser For Service and Satisfaction PHONE 86 311 Seven Lines 48. ARGANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 18. JÚLÍ, 1!):5.-). NUMER 29 Merkur íslendingur vænt- anlegur veálur um haf Þeir íslendingar vestan hafs, sem sóttu Alþingishátíðina sumarið söguríka, minnast eflaust, með virð- ingu og aðdáun ýmsra íslenzkra þjóðskörunga, sem þeir kyntust í sjón eða reynd. Sannfærðust þeir þá um það, að Davíð skáld Stefáns- son fer eigi með staðlaust hjal, þeg- ar. hann segir í hátíðarljóðum sín- um: "og enn á þjóðin vitra og vaska menn, sem verður lýst í nýj- um hetjusögum." Einn er þó sá maður, sem vest- ur-ísienzkum AlþingidWátíð'ar-gest- um mun verða hvað minnisstæðastur íslenzkra forvígismanna — Ásgeir fræðslumálastjóri Ásgeirsson, þá- verandi forseti sameinaðs þings og forseti hátíðarinnar, um nokkurra ára skeið forsætis- og f jármálaráð-, herra íslands. Gleymnir eru þeir íslendingar, sem heyrðu hina snjöllu og djúphugsuðu ræðu hans að Lög- bergi, og verða eigi langminnugir á Tiana, jafn eftirminnilega og saga íslands var þar rakin og íslenzkar menningar-hugsjónir frjálsmann- lega túlkaðar. En hátiðargestir dáðu eigi aðeins skörulega framkomu Ás- geirs Ásgeirsspnar og málsnild hans á íslenzku að Lögbergi, og við önn. ur opinber tækifæri; þá furðaði vafalaust enn meir fágætt vald hans á erlendum málum í ræðustól. Þessi glæsilegi og gáfaði íslands- sonur er væntanlegur í fyrirlestra- ferð tíl Vesturheims seint í október næstkomandi. Ferðast hann undir wmajón fyrirlestra-skriístofu W. Colston Leigh, Inc., í New York, sem umsjá hefir með fyrirlestra- ferðum f jölda víðkunnra rithöfunda og fyrirlesara. Á Emile Walters listmálari heiðurinn af því, að hafa gengist fyrir komu Ásgeirs Ásgeirs- sonar vestur hingað til fyrirlestra- halda. Fjalla fyrirlestrar hans um íslenzk stjórnmál, land vort og þjóð, íslenzk mentamál, íslenzkar forn- bókmentir og Ameríkufund íslend- inga. Þarf ekki að efa, að myndar- lega og fræðimannlega verður frá þeim gengið, og fIutningur þeirra að sama skapi. Verður Islandi sæmd- arauki að f ramkomu slíks f ulltrúa á hvaða vettvangi sem er. Framsækin syátkini Hcrmann Agnes Metta Eitt af því, sem hvað helzt hefir auðkent Islendinga hér í Vestur- heimi, er framsóknarhugur þeirra á sviði menta. Hafa mörg dæmi þess frá liðinni tíð orðið alkunn til upp- hvatningar og eftirdæmis öðrum. Er þó mjög fjarri því að alt markvert í þessu tilliti hafi komist á fram- færi í íslenzku blöðunum eða orðið almenningi kunnugt. Er það illa farið og þyrfti áhugi á því að vera sýndur i framtíðinni að ráða bót á þessu. Menningarsaga vor má ekki við því að það falli i gleymsku nein dæmi um manndáð og .mentahug þeirra, sem ryðja sér braut hér á vesturslóðum. Til þess að áeggjan og athöfn fylgist að, skal hér minst þriggja systkina er öll á einu ári, eða rúmu ári, hafa lokið fullnaðar- prófi við rikisháskólann í Washing. ton, sem er ein höfuðprýði borgar- innar Seattle. Að ein fjölskylda gefur af sér slíkt dæmi, verðskuld- ar athygli. Hið unga fólk, sem um er að ræða, eru börn hr. Kolbeins S. Thordarsonár ;* i<onu hans Önnu Sigurjónsdóttur, sem nú eru til heimilis í Seattle. Eru þau hjón mörgum Vestur-íslendingum að góðu kunn frá dvöl þeirra í Winni- peg, Norður Dakota, Saskatoon og víðar. Elzti sonur þeirra, Stefán, er læknir við geðveikrahæli í Sedro- Wooley, Washington, og þrjár eldri dætur nutu kennaraskólamentunar í Saskatoon og stunduðu tim hrið kenslu við alþýðuskóla. Það eru þrjú yngri systkini þeirra, sem nú skal sérstaklega getið í sambandi við það mentastig er þau hafa náð. Hermann Kolbeinn Thordarson lauk prófi við Washington ríkishá- Ásgeir Asgeirsson er enn ungur skólann í júní 1934 með Bachelor að árum, fæddur 1894. Hann er °f Business Administration menta- maður víðmentaður, útskrifaður af æðstu mentastofnunum íslenzkum, og hefir stundað framhaldsnám við Kaupmannahafnar- og Uppsalahá- skóla. Hluttaka hans í opinberum málum á íslandi er Islendingum hvarvetna að nokkru kunn. Hann er og hefir um margra ára skeið ¦verið alþingismaður. Auk þess hef- ir hann árum saman skipað æðstu hefðarsæti hjá þjóð vorri. Hann var fræðslumálastjóri 1926—T931, og hefir verið það á ný síðan 1934; fjármálaráðherra 1931 — 1934, og jafnframt forsætisráðherra 1932— 1934. Eiga fáir jafnaldrar hans, hvar sem er, yfir svo virðulegan starfsferil að líta. Enda hafa hlað- ist að honum margskonar virðingar. merki, innlend og erlend. Fátt treystir betur eða fastar bræðraböndin milli íslendinga beggja megin hafsins heldur en heimsóknir mætra fulltrúa hvorra um sig. "Því at hrísi vex og háu grasi vegr, es vætki (enginn) tröðr," eins og segir spaklega í vorri fornu orðskviðabók, Hávámálum. Vonandi hagar Ásgeir Ásgeirsson þessvegna svo ferðum sínum, að vér landar hans vestur hér fáum að sjá hann og heyra, og verðum þannig aðnjótandi þess þjóðernislega styrks og þeirrar andlegu vakningar, sem ávalt leiðir af komu slíkra sona ætt- jarðar vorrar í vorn hóp. BjóCum vér hann svo hjartanlega stigi. Lagði hann fyrir sig verzlun- arfræði sem aðalgrein ásamt öðrum skyldum námsgreinum. Hafði hann samfara námi til fleiri ára aðstoðað föður sinn við að rækja prentverk í allstórum stíl. Er Hermann glæsi- Iegur, ungur maður, ötull, kappsam. ur og duglegur með afbrigðm. Not- aðist honum eflaust skólagangan þeim mun betur vegna þess að jafn- hliða var hann að öðlast dýrkeypta reynslu í skóla veruleikans. En að stunda slíkt samhliða er ekki öðrum hent en einbeittum áhugamönnum, sem ekki láta. alt fyrir brjósti brenna. Að loknu námi hefir Her- mann gefið sig allan við því að auka starfrækslu þeirra feðga. Sem sérfræðingur á sviði auglýsinga stendur hann vel að vígi að ver^i viðskiftamönnum þeirra að liði á hagkvæman hátt. Má eflaust telja starfrækslu hans og föður hans í fremstu röð í þeirri grein og Her- mann meðal framsæknustu og gerfi- legustu yngri íslendinga í Ameríku í verzlunarmálum. Hann hefir með ferli sínum gefið vott um að honum hefir skilist að sönn framsókn þarf atS hvíla á grundvelli haldgóðrar þekkingar og vera borin upp af 'á- huga og dugnaði. Agnes Elín Thordarson útskrif- aðist frá Washington ríkisháskólan- um í marz 1935 meÖ Bachclor of Science mentastigi í Home Eeco- nomics. Eins og þetta ber með sér hefir hún sérstaklega stundað þá grein hagfræðinnar, sem snertir rekstur heimila. Er það mjög víð- tækt efni, sem snertir heilbrigði, matarhæfi, húsaskipun og margt fleira. Mannfélagsvelferð nútímans þarf margt að sækja til þessara fræða. Hefir Agnes sýnt frábæra starfshæfni á þessu sviði, og veitt sérstaka aðstoð á síðasta námsári yfirkennara sinnar deildar, dr. Rowndtree, sem er kvenskörungur itnikill. Var þetta vegna góðs orðs- tírs við námið og myndarskap i hv'v- vetna. Stundaði þó lengst af starf samhliða. Að loknu námi fékk hún strax ábirgðarmikla stöðu við Social Service starf. Mun þar miklu hafa ráðifi tneðmæli kennara hennar. Má hiklaust vænta þess að þessi mynd- arstúlka eigi glæsilega framtið fyrir höndum. Metta Ragnheiðw Thordarson er sú þriðja úr sama systkinahópnum, sem nú hefir lokið háskólanámi. Tók hún fullnaðarpróf við ríkishá- skólann í Washington í júní þ. á. og hlaut mentastígið Bachclor of Arts. Er Metta mjög listhneigð og hefir lagt fyrir sig bæði að teikna og mála. Sýnir hún mikla hæfileika i þeim efnum. Aðal nám hennar hefir verið i sambandi við fagrar listir (fine arts). Þó áhugamál hennar liggi nokkuð á öðrum svið- um en systkina hennar, sem að ofan er greint frá, á hún sama kappið og sama einbeitta hug á því að ná því takmarki, er hún hefir sett sér. Starfaði eins og þau lengst af sam- fara námi. Það hefir verið vakn- andi hugur á fögrum listum bæði hjá vorri íslenzku þjóð og í kjör- löndum vorum hér í Ameríku síð- ustu áratugina, og að þessi unga námsmær, sem svo giftulega hefir lokið mikilsverðum áfanga á menta. leið sinni, muni líkleg til að eiga mætan skerf i áframhaldandi og vaxandi þroska í þessum efnum, er næsta trúlegt þeim, sem þekkja feril hennar og hæf ileika. Þessi systkini hafa sýnt að fram- sækinn hugur á sviði menta er enn til með fullu fjöri meðal Vestur-ts- lendinga. K. K. Ó. Frú Jakobína Johnson komin heim Örstutt viðtal við skáldkonuna. "Gullfoss" lagðist við landfestar kl. rúmlega 7 í gærkveldi. Með skipinu var fjöldi farþega, og marg- ir þektir menn og konur, og var því múgur manns til móttöku. Þar var líka tiðindamaður Nýja dagblaðsins, er ryður sér braut gegnum þyrping- una til þess að ná, þótt ekki sé nema örstuttu viðtali við frú Jakobínu Johnson, þegar hún nú loksins er komin aftur heim. Nú sézt hún bak við manngarð- inn við borðstokkinn og bíður vina sinna. er hún flesta hefir aldrei séð. Hún stendur þarna svo róleg og þokkinn í látbragði hennar er svo kunnuglega fagur, eins og hún hefði verið okkur dagleg fyrirmynd hér heima, er aðeins snöggvast hefði brugðið sér utan; eins og á milli utanfarar og heimkomu hefðu ekki liðið æskuár, ótaldir draumar ungr- ar meyjar, reynsla móðurinnar og margbreyttur þroskaf erill til mikillar listar.— Landfestar eru strengdar, og nú gef st loks f æri á að heilsa f rú Jakob- inu með hjartanlegustu kveðjunni, sem nokkur tunga hefir lagt börnum sínum í munn: —Komdu blessuð og sæl.—Vel- komin heim. —Þafcka þér fyrir — og komdu blessaður.— Hreimurinn er svo íslenzkur, sem víst væri að fjarveran hefði aðeins verið svipdvöl á sléttunum miklu og ströndinrri vestan vrð K'cítafjöll. —Þú hefir fengið blíðan byr heim? —Já, á morgun eru þrjár vikur réttar síðan eg lagði af stað frá Seattle. Og þó dvaldi eg dag um kyrt í Winnipeg, 4.—5. júní. —Eg spyr ekki að fögnuðinum þar Hka, að fá að sjá þig. —Þeir voru mér framúrskarandi góðir, eins og ætíð fyr. Um kvöldið var slegið upp f jölmennri samkomu og eg beðin að lesa eitthvað af kvæð. um minum. Að þessari samkomu stóðu öll íslenzku kvenfélögin í Winnipeg, og fyrir forgöngu "Jóns Sigurðssonar félagsins," að eg held. Og daginn eftir heiðruðu þeir mig með nærveru sinni við burtför mína. —Já, "blíðan byr." Það má nú segja, að vera svona fljót, þrátt fyr- ir tveggja daga töf "hertogafrúar- innar" (skipinu Duchess of Bed- ford) í þoku og ís við Nýfundna- land. —Og sjóferðin frá Englandi? Brá þér ekki í brú frá "hertoga- frúnni" miklu? —Nei, ferðin var mér jafn ynd- isleg. . . . Og nú, einmitt þegar tíðinda- manninn langar mest til þess að fregna hvernig draumar hafa ræzt, er frú Jakobína Johnson sá fyrst "gamla garðinn, gliti vorsins búinn," koma vinir hennar úr móttöku- nefndinni og nema hana burt til ( gistivinanna, þar sem skáldkonunni er búin hvíld júnínæturinnar eftir langferðalagið. —Nýja dagbl. 22. júní. Ur borg og bygð Erétt frá Blaine Herra ritstjóri Lögbergs: Það er til frétta færandi hér í Hlaine, að nú er sem óðast verið að undirbúa hið árlega miðsumars- mót, sem haldið verður þann 28. þ. m. (28. júlí) í Lincoln Park, eins og að undanförnu. Að mikið er nú vandað til þessarar samkomu, má ráða af því að ræðumenn verða sem hér segir: Séra Jakob Jónsson f lyt- ur aðalræðuna, um ísland; séra B. Theodore Sigurdson frá Selkirk, og sonur séra Jónasar A. Sigurðssonar heitins, flytur ræðu um Ameríku (Bandaríkin) og Próf. Jónas Páls- son frá New Westminster, B.C., flytur ræðu um Canada Islendinga. Frumsamin kvæði verða flutt af Ed. Gillis, New Westminster, B.C., Páli Bjarnason, Vancouver, B.C., Bjarna Lyngholt, Pt. Roberts, Wash. og Kristínu D. Johnson. Blaine. Söngnum stýrir okkar vel- þekta Mrs. Nina Stevens, og þarf ekki að ef a að sá hluti skemtiskrár- innar verði vel af hendi leystur. AlHr íslendingar hér á Strondinni ættu að stefna til Blaine þennan dag, og þeir sem eru á ferðalagi hér um slóðir, ættu að haga ferðaáætluninni þannig, að þeir verði í Blaine 28. júlí og hitta þar gönilu kunningjana. A. D. velkominn til Vínlands og á vorar slóðir. Richard Beck. Capt. J. B. Skaptason, umsjónar- maður fiskiveiða. fór skemtiferð norður til Warren's Landing ásamt frú sinni, síðastliðinn mánudag. Frú Solveig Nielsen, Ste. 19 Acadia Apts., fór norður til Gimli á þriðjudaginn, ásamt dætrum sín- um, þeim Valborgu og Jóhönnu, til mánaðardvalar. Menn eyða ekki peningum til kolakaupa þessa dagana. Því ekki að láta Lögberg njóta þess og greiða því útistandandi skuldir? Miss Eleanor Hinriksson, 977 Dominion Street, píanókennari, er nýlega farin austur til Toronto, til mánaðardvalar. Mr. og Mrs. Jacob Hinriksson f rá Edmonton, er dvalið hafa á Gimli um f imm vikna tíma, ásamt börnum sínum, eru nýfarin heim. Stjórnarnefnd Betel hefir kosið embættismenn fyrir yfirstandandi ár, sem fylgir: Forseta, Dr. B. J. Brandson; skrifara, Rev. B. B. Jónsson, D.D.; féhirðir, J. J. Swan. son. Gjafir til Bctcl í maí 1935. Mr. G. F. Jónasson. Winnipeg, $5.00; Ónefndur, í minning 16. maí, 8 flannelette blankets, I doz. bath towels; Vinkona Betels, Gimli, $25.00; Dr. B. J. Brandson, rubber door mat. Gjafir til Betcl í júní 1035. Friend (Gimli) $35.00, for special cement work; Friend (Gimli) $2.00; Friend (Gimli) $5.00; Miss Pauline S. Bardal, Canby, Minn., $1.00. Innilega þakka'ð, /. /. Sivanson, féhirðir. Séra K. K. Ólafsson, forseti kirkjufélagsins, heldur fyrirlestur í lútersku kirkjunni að Langruth, Man., þriðjudagskvöldið þ. 23. júlí kl. 8. Fólk er beðið að auglýsa þetta sem bezt og f jölmenna. Full- trúar saf naðarins eru beðnir að gera svo vel að mæta í kirkjunni sama kvöldið kl. 7. Jóhann Eredriksson. North Centre Winnipeg Women Plan Silver Tea. Under the auspices of Wjinnipeg North Centre Liberal Association the ladies of Winnipeg North Centre have arranged a silver tea, to be held in the Laurier Club Rooms, Music and Arts Building, corner of Broadway and Hargrave, Thursday evening, from 7 to 10 p.m. Mrs. C. M. Simpson is con- vener of the committee in charge of arrangements. A programme of operatic and other vocal numbers, instrumental music and a double quartette of mixed voices has been arranged. The guests will be received by Mrs. W. L. Laws, president of the Wo- men's Liberal Assaciation of Win- nipeg; Mrs. J. Turner, Mr. T. Cooper, president of Winnipeg North Centre Liberal Association; Alderman Paul Bardal and Mr. E. W. T. Jones. Presiding over the tea tables will be Mrs. J. C. Davis, Mrs. J. Y. Reid, Mrs. F. C. Hamilton, Mrs. T. M. Cooper, Mrs. Ralph Maybank and Mrs. J. W. Cadwell. Everybody welcome. Þeir sem kynnu að vita eitthvað um Guðmund Kristmundsson Mel- dal, er dvalið mun hafa í Trail, B.C., 1926, eru vinsamlegast beðnir að senda Lögbergi þar að lútandi upplýsingar. Ættingjar á íslandi hafa farið þess á leit. Séra K. K. Ólafsson heldur fyrir- lestur í lútersku kirkjunni að Lund. ar mánudagskvöldið þ. 22 júlí kl. 8 stundvíslega.—Allir velkomnir. Allir fulltrúar Lundarsafnaðar eru beðnir að gera svo vel og mæta í kirkju safnaðarins sama kvöldið, kl. 7, stundvíslega. Mr. B. Björnson frá Mountain, N. Dak., kom til borgarinnar seinni part fyrri viku, ásamt frú sinni og Stanley syni þeirra. I för með hon- um var einnig tengdamóðir hans, Mrs. Sigurjón Sigfússon og Mrs. Tryggvi Bjarnason. Þær hjúkrunarkonurnar María og Thea Hermann fóru austur til London, Ont.. síðastliðinn laugar- dag, i heimsókn til systur sinnar, frú Halldóru Magnússon. Mr. Friðlundur Johnson frá Oak View, Man., var staddur í borg inni um síðustu helgi. Miss Thelma Guttonnson, dóttir þeirra Mr. og Mrs. Björn Guttorms. son, nemandi í 11. bekk alþýðu- skóla borgarinnar, hlaut hin svo- nefndu Matthews verðlaun, $100.00 fyrir framúrskarandi ástundun við nám sitt, auk ágætra hæfileika. Mr. Swanie Swanson frá Ed- monton, er nýkominn til borgarinn- ar í heimsókn til móður sinnar, Mrs. Thorvaldur Sveinsson og systkina. íslendingadagsnefndin, í ár, eins og undanfarið, heldur áfram að táka á móti nöfnuni gullafmælisbarna Islendingadagsins, sem eru allir þeir íslendingar, sem komu til þessa Jands fyrir árið 1885, og hafa þegar verið full 50 ár hér í landi, og hafa ekki þegar meðtekið gullaf mælisborðann. Þeim verður, eins og að undanf örnu, veittur ókeypis aðgangur að hátíð- inni. Allir þeir, sem hyggja á að vera á hátíðinni þetta ár, og meðtaka gullafmælisborðann, eru vinsamlega beðnir að gefa sig fram sem fyrst, við skrifara Islendingadagsnefndar. innar, hr. G. P. Magnússon, 604 Sar. gent Ave., Winnipeg. Útför Einars S. Jónassonar, þing- manns Gimli-kjördæmis, fór fram frá heimilinu og Sambandskirkjunni síðastliðinn föstudag við meira f jöl- menni en dæmi munu til um nokkra aðra útför í Nýja íslandi. Mun hátt á áttunda hundrað manns hafa verið viðstatt úr öllum flokkum og stéttum, utan héraðs sem innan. Tveir prestar, þeir séra Eyjólfur J. Melan og séra Jóhann Bjarnason töluðu bæði á heimilinu og í kirkj- unni; auk þess söng f rú Pálína Ein- arsson einsöng á hinum síðarnef nda stað. Likmenn voru þeir J. T. Thorson, K.C., Óli Thorsteinsson, H. R. Lawson, Stefán Eldjárnsson, B. J. Lifman og Björn Stefánsson lög- fræðingur. Kveðjuathöfnin var þrungin af samúð með f jölskyldu og sveitarfé. lagi þess látna ágætismanns, sem verið var að fylgja til moldar, og að öllu leyti hin veglegasta. Þeir Hon. John Bracken, Hon. W. R. Clubb og Hon. W. J. Major voru viðstaddir fyrir stjórnarinnar hönd, en úr þingmannaflokki þeir Skúli Sigfússon frá St. George og Ralph Maybank, Winnipeg.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.