Lögberg - 18.07.1935, Blaðsíða 8

Lögberg - 18.07.1935, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 18. JÚLI, 1935. Ur borg og bygð Gleymið ekki spilalcvöldun- um í Goodtemplara húsinu á þriðjudögum og föstudögum. Góð verðlaun; gott músík. Inngangur 25c. Allir velkomn- ir. ------- Heklufundur í kvöld (fimtudag). Mr. J. H. Paulson frá Rivers, Man., er staddur í borginni þessa dagana. Þriðjudaginn g. júlí, voru þau Oscar George Sólmundson og Helen Guðrún Benson, bæði frá Gimli, Man., gefin saman í hjónaband af séra Rúnólfi Marteinssyni, að 493 Lipton St. Heimili brúðhjónanna verður að Gimli þar sem Mr. Sól- mundson er ráðinn kennari. Mr. J. B. Johnson frá Gimli var staddur , borginni á mánudaginn. Mr. Th. Thordarson, kaupmaður á Gimli, kom til borgarinnar á föstudaginn var í erindum fyrir verzlun sína. Jón Bjarnason Academy—Gjafir: Mrs. Soffía Johnson, Wjynyard, Sask...........$ 2.00 Mrs. G. Gilbertson, Winnipeg, Man. .*........ 1.00 Þorgils Þorgeirsson, Winnipeg, Man............ 1.50 Vinsamlegast þakklæti vottast hér með fyrir þessar gjafir. ó-. W. Melsted, gjaldkeri skólans. Mr. Halldór Bjarnason kaupmað- ur, er um langt skeið hefir rekið verzlun hér í borgipni, er Welling- ton Grocery nefni^t, hefir nú selt verzlun sína. Biður hann Lögberg að flytja sínum mörgu, íslenzku vliðskiftavinum alúðarþakkir fyrir velvild þeirra allra í sinn garð. Mr. Bjarnason er hinn vinsælasti maður og hefir getið sér almenna velvild fyrir lipurð í viðskiftum og ábyggi- legheit. FALCON TAXI Arni Dalman, eigandi Sími 73 230 Fólksflutningsbílar ávalt til taks jafnt á nóttu sem degi við afar sanngjörnu verði. Félag þetta gekk áður undir nafninu Sargent Taxi. Óskað eftir viðskiftum íslendinga. Mannalát Á föstudaginn þann 12. þ. m., lézt að heimili Mr. og Mrs. Paul Johnson, 900 Palmerston Ave. hér í borginni, Helga Sigvaldadóttir, ekkja Guðjóns heitins Eggertssonar, freklega níræð að aldri, fædd 23. janúar 1845. Foreldrar hennar voru þau Sigvaldi Einarsson og Halldóra Eggertsdóttir, er búandi voru í Neðri Hrepp í Hestaþinga presta- kalli. Maður Helgu heitinnar, Guð- jón, bróðir Árna fagsteignasala Eggertssonar og þeirra systkina, lézt árið 1923. Þau Eggertsons hjón eignuðust fimm börn, er öll dóu í æsku. Þau komu hingað til lands frá Akurholti i Eyjahreppj i Borg- . arfjarðarsýslu árið 1897. Helga heitin lætur eftir sig tvær systur, Sesselju, móður Guðmundar A. Stefánssonar, 698 Simcoe Street hér í borginni og Margréti, er dvel- ur á Elliheimilinu nýja í Reykja- vík. Helga Eggertsson var hin mesta skýrleiks kona og hélt óskertu and- legu atgerfi til hinstu stundar. Jarð. arförin fór fram frá útfararstofu A. S. Bardals á þriðjudaginn var, að viðstöddu miklu fjölmenni. Dr. Björn B. Jónsson jarðsöng. Frú Gniðrún Jóhannsson, eiginkona Goinnlaugs kaup- manns Jóhannssonar, andaðist á Almenna spítalanum hér í borginni síðla dags þriðjudag- inn var. Er þar á bak að sjá mestu ágætiskonu. Jarðarför- in fer fram frá Fyrstu lútersku kirkju fimtudaginn í þessari viku, kl: 3.30 e. h. Sigurjón Snædal, því nær 85 ára að aldri, lézt að heimili sínu, 488 Langside Street, á miðvikudags. kveldið þann 10. þ. m., hinn mesti hraustleika og gleðimaður, er varla hafði orðið misdægurt á sinni löngu æfi. Sigurjón var fæddur að Hjarðarhaga á Jökuldal. Hann var tvíkvæntur. Fyrri kona hans, Jón- ína, systir Hon. Thomasar heitins Johnson; eignuðust þau tvö börn, Dr. John G. Snidal hér í borg, og Lillian, er heima á að Baldur. Síð- ari kona Sigurjóns, Sigríður, er en á lifi, ásamt fjórum börnum þeirra, Kára, Munda, Chris. og Mrs. J. F. Hiscox. Eina systur lætur Sigur- jón Snædal eftir sig, Mrs. Christian Johnson að Baldur. Jarðarför Sigurjóns fór fram frá “SUCCESS TRAINING” Has a Market Value University and matriculation students are securing definite employment results through taking a “Success Course”, as evidenced by our long list of young men and women placed in Winnipeg offices in 1934 and 1935. SELECTIVE COURSES Shorthand, Stenographic, Secretarial, Accounting, Complete Office Training, or Comptometer. SELECTIVE SUBJECTS Shorthand, Typewriting, Accounting, Business Correspondence, Commercial Law, Penmanship, Arithmetic, Spelling, Economics, Business Organization, M o n e y and Banking, Secretarial Science, Library Science, Comptometer, Elliott-Fisher, Burroughs. CALL FOR AN INTERVIEW, WRITE US, OR PHONE 25 843 BUSINESS COLLEGE Portage Ave. at Edmonton St., Winnipeg W I N N I P E G (Inquire about our Courses by Mail) útfararstofu Bardals á laugardag- inn. Dr. B. B. Jónsson jarðsöng. Á laugardaginn þann 6. þ. m., lézt að heimili sínu í Keewatin, Ont., merkiskonan Þórunn Ingibjörg Jónsdóttir Pálmason, kona hr. Jóns Pálmasonar þar í bænum. Hin látna, mæta kona var ættuð af Snæ- fellsnesi, og var 73 ára að aldri. Hún lætur eftir sig, auk manns síns, einn son, Hannes J. Pálmason, end. urskoðanda hér i borginni. Messuboð Sunnudaginn þann 21. júlí mess- ar séra Guðm. P. Johnson í Edfield skóla kl. 11 f. h.; í Hallgrimssöfn- uði kl. 1 e. h. (Standard time) ; í Mozart söfnuði kl. 4 e. h.—Einnig verður Ungmennafélagsfundur í Westside skólanum kl. 8 að kvöld- inu. — Allir velkomnir. Séra Jóhann Bjarnason býst við að hafa messu í kirkju Mikleyjar- safnaðar sunnudaginn þ. 28. júlí, kl. 2 e. h. 1 þeirri messu ferming ungmenna og altarisganga. Fólk á Mikley beðið að láta fregn þessa berast um eyna eins vel og fram- ast má verða. Messur í Gimli prestakalli næsta sunnudag^ þ. 21. júlí, eru áætlað- ar þannig, að morgunmessa verður í Betel á venjulegum tíma, en kvöld- messa kl. 7 í kirkju Gimlisafnaðar. —Engin messa á þessum stöðvum á íslenzku aftur fyrri en fyrsta sunnudag í ágústmánuði. Um það nánara síðar. Guðsþjónusta í Lúterssöfnuði næsta sunnudag, þ. 21. júlí kl. 11 f. h. og í Lundarsöfnuði sama dag kl. 2 e. h. Messur um næstu sunnudaga: 21. júlí, Riverton, kl. 11 árd. 21. júlí, Hnausa, kl. 2 síðd. 21. júlí, Árborg, kl. 8 síðd. 28. júlí, Árborg, kl. 11 árd. 28. júlí, Geysir, kl. 2 síðd. Sig. Ólafsson. Sendið áskriftargjald yðar fyrir “The New World,” mán- aðarrit til eflingar stefnu Co-operative Commonwealth Federation í Canada. Aðeins BINN dollar á ári * sent póstfrítt Útgefendur The New World 1452 ROSS AVE. Winipeg, Manitoba ISLENDINGADAGURINN í Gimli Park, Gimli, Manitoba Mánudaginn, 5 Agúát, 1935 Forseti dagsins: G. S. THORVALDSON Fjallkonan: FRO LARA B. SIGURÐSON Iþróttir byrja kl. 11 f.h. — Rœðurnar byrja kl. 2 e.h. O CANADA — Ó GUÐ VORS LANDS Fjallkonunni fagnað—Kvæði Dr. Sig. Júl. Jóhannesson. Ávarp f jallkonunnar. Söngur—Karlakór. C. P. Paulson, bæjarstjóri Gimli-bæjar býður gestina velkomna. Söngur—Karlakór. Ávarp forseta—G. S. Thorvaldson. Söngur—Karlakór. Ávarp frá heiðursgestum. Söngur—Karlakór. Að afstöðnum ræðuhöldum byrjar íslenzk glíma, sem menn úr ýmsum bygðum Islendinga taka þátt i.—Þrír íslenzkir íþróttaflokkar þreyta með sér íþróttir að deginum.—Iþróttirnar fara fram undir stjórn þeirra B. Péturson, Stefán Eymundson og Steindór Jakobsson. Kl. 8.30 að kvöldinu byrja söngvar undir stjórn hr. Páls Bardals. íslenzkir alþýðusöngvar verða sungnir, og er ætlast til að allir taki þátt í þeim. Dansinn byrjar kl. 9 að kvöldinu; nýir og eldri dansar verða dansaðir jafnt. Gnægð af heitu vatni verður á staðnum, til kaffigerðar. MINNI ÍSLANDS: Kvæði—Þórður Kr. Kristjánsson. Ræða—Dr. Richard Beck. Karlakór. MINNICANADA: Kvæði—Magnús Markússon Ræða—Dr. Jón Stefánsson Karlakór. MINNI sextíu ára landnáms Islendinga í Canada: Kvæði—Einar P. Jónsson Ræða—Hjálmar Bergman, K.C. Karlakór. GOD SAVE THE KING ELDGAMLA ÍSAFOLD Gjallarhorn og hljóðaukar verða sem að undanförnu, svo ræðurnar heyrast jafnt um allan garðinn. Að kvöldinu verður garðurinn prýðilega upp- ljómaður með rafljósum. Inngangur í garðinn fyrir fullorðna 25C og fyrir börn, yngri en 12 ára ioc. Inngangur að dansinum 25C, jafnt fyrir alla. Takið eftir ferðaáætlun frá Winnipeg til Gimli 5. ágúst, sem birt verður í íslenzku blöðun- um i næstu viku. Verðlaunapeningar veittir fyrir allar íþrótta. vinningar. AUGNASKOÐUN og gleraugu löguð við hæfi J. F. HISCOX Optometrist Formerly of Hudson’s Bay Co. Successor to Maitland Tinlin 209 Curry Blds. Ph. 93 960 Opposite Post Office Jakob F. Bjarnason TRANSFKR Annaít grelflleKa um alt, setn afl flutningum lýtur, nmAum efla atflr- um. Hvergl sanngjarnara verfl Helmili: 591 SHERBURN ST. Sími: 35 909 Sig’s Barber Shop Og Ideal Beauty Parlor Sími—808 59 í Columbia Press byggingunni, 693 SARGENT AVENUE KAUPIÐ ÁVALT LUMBER hjá THE EMPIRE SASH & DOOR CO., LTD. HENRY AVENUE AND ARGYLE STREET WINNIPEG, MAN. PHONE 95 551 Minniát BETEL * 1 erfðaskrám yðar ! The Watch Shop Diamonds - Watches - Jewelry Agents for Pulova Watches Marriage Licenses Issued THORLAKSON & BALDWIN Watchmakers & Jewellers 699 SARGENT AVE., WPG. Þjóðhátíð íslendinga A KYBRAHAFSSTRÖND SEATTLE, WASH. Sunnudaginn, 4. Ágúst, 1935 að Silver Lake Skemtiskráin í ár verður betri en að undanförnu, ef það er mögulegt. Til dæmis má nefna: SÉBA JAKOB JÓNSSON, sem flytur minni Islands. B. Gr. SKULASON, lögmaður frá Portland, Ore., sem talar fyrir minni Vestur-lslendinga. Frumort kvæði eftir Dr. Richard Beck og Þorstein Gíslason. Vel æfður karlakór, einsöngur, fjallkonan í nýrri útgáfa, og margt annað skemtandi og fræð^idi. “ JUVENILE SPORTS“ byrja kl. 11 f. h. SKEMTISKRA byrjar kl. 2 e. m. “SPORTS PROGRAM” kl. 3.30 e. m. Komið, landar góðir, og skemtið ykkur. Þetta er eini þjóðhátíðardagurinn, sem haldinn er hér á ströndinni. Inngangur 35c Unglingar innan 12 ára frítt ÓKEYPIS DANS Á EFTIR. VEITiÐ ATHYGLI Mynd af kirkjuþingserindrekum þeim og prest- um, er ðátnl nýaifstaðið jjúbílþfcng kirkjufélag^ins, fæst nú keypt tvennskonar verði. Önnur myndin er prentuð á þykkan gljápappír og er 15x5 á stærð og kostar 25c. Hin er ljósmynd, 18V£x8. Verð 75c. Mrs. B. S. Benson, 695 Sargent, eða S. O- Bjerring, 550 Banning St., veita pöntunum viðtöku. BUSINESS TRAINING BUILDS CONFIDENCE The business world today needs Confidence. Too many work- ers attempt to start and hald a position without Confidence in themselves, their employers, or the educational conditions which form the background for- their practical lives. The carefully planned business courses offered at the DOMINION BUSINESS COLLEGE prepare you to meet business with Con- fidence. You know that you are ready to prove your worth and to hold responsible positions. Your training has been thorough, and has made your services doubly valuable by deve- loping your own talents along the right lines. Don’t waste time trying to “find yourself” in business. A consultation with the Dominion Registrar will help you to decide upon the course best suited to you. The DOMINION BUSINESS GOLLEGE On the MALL, and at ELMWOOD, ST. JAMES and ST. JOHN’S Residence Classes Day or Evening Maii Instruction With Finishing

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.