Lögberg - 03.10.1935, Blaðsíða 3

Lögberg - 03.10.1935, Blaðsíða 3
LÖGBERGr, FIMTUDAGINN 3. OKTÓBER, 1935. o lega tekiÖ. Enginn er svo hátt sett- ur í mannfélaginu, aÖ hann ekki rétti henni vinarhönd og sýni henni þá kurteisi og áheyrn, sem hverri hefð- arfrú væri sýnd. Slíkt hefi eg séð meðal íslendinga, og slíkt hefi eg hvergi annarsstaðar séð. Heiminum yfirleitt, og þjóðfélaginu hér í landi einmitt á þessum tímum, ber brýn nauðsyn á því, að fá að kynna sér íslenzkt manneðli, að fá að rannsaka íslenzkt mannfélag til þess að finna svarið við spurningunni, sem allir ættu að vera að spyrja með brenn- andi áhuga. Spurningunni þessari: Á hvern hátt og hvað fljótt getum við útrýmt þessu ógurlega stétta- hatri, sem er að eitra lif þessa lands og allra' landa ? Hvers vegna hefir ekki mannúðin rutt sér svo til rúms í kristnu mannfélagi, að við, sem völdin eigum að hafa, getum beitt þeim án tilfinningarleysis og grimd. ar gagnvart þeim, sem umkomu- lausir eru, sviftir frelsi og valdi, þjáðir og niðurbældir? Eg vil segja að íslenzkt mannfélag hafi fram að bjóða svar við þessari spurningu, að mannúðar-tilfinning íslenzks eðlis, væri hún eign annara þjóða, mundi hafa útrýmt slíku fyr- ir löngu síðan. Eg hugsaði oft til þess hér á dögunum, þegar mest gekk á i Regina-borg, að sárfáir hefðu þeir íslendingar verið, sem hefðu getað verið sjónar- og heyrn- arvottar að því, sem eg sá og heyrði, án þess að fyllast hrygð og ör- vænting út af því, hvaða vonleysi og hættu þetta land okkar væri að rata í, og hvað hræðileg væri ef til vill framtíðin fyrir hvert uppvax- andi barn. Grimdin, kænskan, of- beldið, sem þar kom í ljós, var and. stygging og óafmáandi blettur á sögu þessarar tiðar. En þó var ann- að enn tilfinnanlegra og ef til vill mannfélaginu mikið hættulegra: það var íhugunarleysið, skoðanaleysið, og þessi falska velsæmis-ró, sem liggur eins og kæfandi reykjar-móða yfir hugum fjölda fólksins, þessara svonefndu miðlungsstétta borgar- lífsins, sem aldrei þora að hugsa eða komast að niðurstöðu um neitt, fyr en einhve'r leiðtogi úr einhverjum félagsskap þeirra er búinn að láta skoðun sína í ljósi. Væri slíkt fólk vakandi, áhugafult og mannúðarfult mundu slík atvik ekki korna fyrir, það er hugsunarleysi og sofandi til- finning fjöldans, sem leggur grunn. inn undir alla harðstjórn í öllum löndum. íslendingar gætu í þessu lagt fram svarið, ef aðrir vildu Þiggja. Margar sláandi myndir mætti draga upp úr íslenzku mannfélagi, en tími leyfir ekki nema eina fleiri. Myndin sú er af íslenzkri þjóð, af íslenzku mannfélagi sem heild, þess. ari smáu þjóð með 120 þú&und íbúa. Eg hefi stundum skemt mér við að imynda mér samskonar mannfé- laglag, búandi hérna á sléttunum, með samsvarandi menningar-stofn- anir og samsvarandi þekkingar- og andans þroska. Við skulum hugsa okkur sneið af þessu fylki með 120 þúsund íbúa. Það mundi vera þvi sefn næst svæði sjötíu til áttatiu milna breitt, og að lengd héðan aust- ur að Manitobafylki. Mikil nautn og auðlegð væri það, ef við hefðum á þessu svæði allan þann þekkingar- og hugsjóna-auð samsvarandi því, sem íslenzka þjóðin á. Væri ekki gaman að hafa alla þá auðlegð af mentastofnunum, menningarsöfn. um, listasöfnum, tímaritum, bókum, lærdómsmönnum, andlegum leiðtog. um, skáldumi, rithöfundum, söng- mönnum og ótal fleira? Væri ekki yndislegt, ef að á öllu því svæði væri ríkjandi það göfugasta úr íslenzkum hugsjónum og islenzkri mannúð? Mundi ekki lifið vera tilgangs meira en nú er, lífskjörin að öllu leyti betri? Þið ef til vill eruð að hugsa til þess, að Gallarnir og aðrir mundu kvarta undan sköttunum til viðhalds öllum þessum menningarstofnunum. En hvað gera ekki þessar 120 þús- undir á Islandi ? Ekki er landið svo auðugt, en þeir lifa samt, lifa yfir- leitt betur en alþýða í öðrum lönd- um og gfta stöðugt aukið við allar þessar stofnanir og krafist meira og meira af auði andans. Ekki vildu þeir skifta á lífskjörum við okkur, sem á þessu svæði búum. Þeir mundu ekki finna á þessari áminstu landsneið einn einasta tug þeirra auðæfa þekkingarinnar og andans, sem þeim eru lifsskilyrði og grund- völlur þess, sem þeir vilja helzt njóta. Þeir hafa lært það öðrum þjóðum betur, að sé andi þeirra og þekking þroskuð, muni timanlegum hagsmunum þeirra verða borgið, að fáfróð alþýða verður aldrei frjáls alþýða, og að einstaklings-frelsið er undirstaða allrar þroskunar og alls réttlætis í stjórnskipun hvers lands Afskekt úti i íshafi, hefir þ>jóðin verið í margar aldir að nema þann vísdóm, sem mörgum öðrum þjóð- um er enn hulinn, og hver vakandi og hugsandi íslendingur, bæði þar og hér, hefir eignast eitthvað stærra eða smærra brot af þeim visdómi. Þjóðin hefir til margra alda slopp- ið við stríð og styrjaldir heimsins. Einstaklingarnir hafa haft tóm og frelsi til að líta inn í sitt innra eðli, til að efla lífsskoðanir og lífshug- sem spruttu úr eigin huga og eigin brjósti i staðinn fyrir að láta þröngva sliku á sig í nafni þjóðar- beilla. Þjóðin hefir átt því láni að fagna, að þurfa aldrei að vekja al- menna æsing eða almenna geðs- hræringö sér til varnar. Einstakl- ingurinn hefir verið frjáls að hugsa sem einstaklingur, en ekki sem sauð- ur í hjörð. Hann hefir notið þess, að umgangast aðra upp á eðlilegan máta, vitandi að allur misskilningur er honum sjálfum eitur, en öll mannúð farsæld. Hann hefir litið til annara þjóða og furðað sig á þessari rótföstu skoðun hjá svo mörgum þjóðum, að þær feikna- fórnir og blóðsúthellingar hafi nauð- synlega útheimst til að efla allar þeirra beztu stofanir, í stjórn, lýð- frelsi, mentun, trúmálum og öðru fleira, og að stöðugt þurfi að standa á verði og fórnfæra frekar, þessum stofnunum til viðhalds. Hann furð- ar fcig á þessari hvíldarlausu hættu, sem þjóðirnar standa i, og getur ekki annað en fundist að alt sé þetta óþarft og óeðlilegt. En liðnar aldir hafa bundið þessar þjóðir fjötrum, sem þær nú gjarnan vildu losast við, en sem fyrir öfgafult uppeldi lið- inna alda er ekki svo létt að útrýrna, og í þessu ástandi stendur allur heimurinn í voða-hættu. íslendingar eru svo lánsamir, að hafa aldrei þurft að æsa hatur gagn. vart öðrum þjóðum. íslendingar hafa notið þess, að lifa við eðlileg lífskjör og efla sínar stofnanir; ekki með blóðbaði, heldur á grundvelli mannlegra dygða, ekki sem stork- un gagnvart öðrum þjóðum og ekki í óeðlilegum stéttaríg heima fyrir. Aldirnar og liðin lifskjör hafa kent þeim það, sem þeir nú aknent kunna, en aðrir ekki, og eins og myndirnar áðan sýndu, að andleg þroskun er ekki réttlætis-trygging, ef sú þrosk- un nær ekki til allra stétta; að allur sá hégómi, hroki og misskilningur, sem aðskilur menn á ýmsum svið- um lífsins, þarf að útrýmast svo allir geti eðlilega umgengist hver annan; að hugsjóna- og andlegt líf allrar alþýðu er tímanlegt og andlegt lífsspursmál, ef fólki á að líða vel; að ef til vill er enn brýnni þörf á því í dag, að seðja sálarhungur fjöldans en jafnvel að seðja líkam- legt hungur þeirra; að mannúðin í hjarta hvers einstaklings verður að rakna við sem vakandi og starfandi afl á öllum sviðum, ef mannfélagið á ekki að sökkva í hungri og hatri. Mannúðar-hugsjónirnar töpuðust svo tilfinnanlega á stríðsöldinni miklu. Þær hafa aldrei náð sér niðri á sama máta. Þjóðirnar i dag bera þess skýran vott. Séu þessar hugsjónir ríkjandi og þessi andi starfandi, mundi skjótt rætast fram úr mörgum okkar mannfélags-meinum. Hvað fyrir- komulag stjórna er, gerir minst til, öll löggjöf er fánýt nema henni sé rétt beitt og hún rétt meðtekin. Mikið má oft gera með lítilli lög- gjöf, og alla löggjöf má eyðileggja, ef fullkominn vilji fólksins er þar ekki fylgjandi. Við erum fámennir í þessari stóru álfu, og langan tíma mun það út- heimta, að útbreiða og fá alment meðtekinn þann boðskap, sem ís- lenzku mann eðli er svo eðlilegt að bjóða fram, en þeir tímar koma, að sá boðskapur breiðfst út um heim- inn. En meðan þess er að bíða, þurfa íslendingar ekki að örvænta. Þeir eru betur staddir en aðrir. Þeir njóta meiri lífsins gæða en flestir aðrir. Hugsjóna-auðlegðin og mann. úðin. Það eitt getur flutt mönnum frelsið. FreLið er ein lífsins dýr- mætasta gjöf, og íslendingurinn á í sálu sinni meira frelsi en nokkur önnur mannvera, sem byggir þenn- an hnött. Hann getur verið andleg^ frjáls, þó hneptur sé í líkamleg bönd. íslendingurinn sjálfur hefir enga ástæðu til að vera með hroka eða oímetnað yfir þessu. Hann hefir aðeins skapast á eðlilegan máta af rás viðburðanna, af sögu og lífskjör. um hans verið frábrugðinn kjör- um einstaklinga í öðrum þjóðfélög- um, og vegna þess er hann frá- brugðinn annara þjóða mönnum, með lund og lífsskoðun, sem á margan hátt er einstök, en þó svo einkenáilega þess eðlis, sem mann- félagið þarfnast mest nú á tímum. Sannur Islendingur ætti að vera, og er, sjálfstæður í hugsun, andlega frjáls. Á þessu ríður mest nú á dögum, þar sem öfl auðæfanna og máttur einokunarinnar eru að heyja sinn síðasta hildarleik, að nota sér neyð þessara tíma til að bæla niður hugsjónir lýðræðis og -mannjafnað. ar. Á ítalíu og Þýzkalandi hafa 1 THOSE WHOM WE SERVE 1 IN THE FIELD OF COMMERCIAL PRINTING AND PUBLISHING BECOME LASTING FRIENDS BECAUSE— OVER THIRTY YEARS EXPERIENCE IN ENGRAV- ING, PRINTING AND PUBLISHING IS PART OF THE SERVICE WE SELL WITH EVERY ORDER WE DELIVER. COLUMBIA PRESS LIMITED G95 SARGENT AVENUE WINNIPEG PHONE 86 327 þessi öfl sigrað, og í öllum löndum eru þau öfl að herja á mannfélagið; og enginn skal láta sér koma til hug- ar, að það sama eigi sér ekki stað hér i landi. Hættan er hér jafnt sem annarstaðar, og íslendingurinn ætti að vera til þess valinn, öllum frem- ur, að standa á verði. Islendingurinn hefir aldrei van- ist við óhug eða hatur gagnvart öðr- um þjóðum, alt umhverfi hans og uppeldi hefir orsakað það, að. slíkt væri honum óeðlilegt og gagnstætt hans hugsun. Hann skipar því önd- vegisess í þeirri lang-þýðingarmestu hreyfingu, sem öll velferð heimsins mun í framtíðinni byggjast á — friðarbreyfingunni. Undir þeirrj hugsjón og þeirri hreyfing er öll framtíðarvelferð komin, og hver einstök þjóð er að meira eða minna leyti hnept í fjötra svo lengi sem í þeim málum horfir við eins og nú. íslendingurinn er alþýðlegur í sál sinni og hugsun, og lýðræðið og mannúðin eru í samræmi við hans eðli. Ef þjóðirnar gætu fyrst lært að lifa í friði, þá yrði það næst þeirra lang-þýðingarmesta markmið, að efla innbyrðis hjá sjálfum sér þau Hfskjör og þær hugsjónir, sem út- rýmdu að fullu öllum stéttaríg og flokkshatri. Þar í liggur hjá hverri þjóð, og hjá þessari þjóð, vanda- samasta mannfélagsmálið. Sú þjóð, sem gæti sigrað þann vanda, mundi um leið vera komin á það stig, að öllum hagsmunamálum mundi verða auðvelt að ráða fram úr. Getur nokkur hér bent mér á nokkurt vandamál, nokkur af þeim mörgu ókjörum, nokkuð það tilgangsleysi eða ranglæti, sem fólkið sligast und- ir, sem ekki á aðal-rót sína að rekja til samstaksleysis þess, sem skapast af óhug, illri grunsemd og hatri milli flokka og stétta landsins? Þar er rót alls innbyrðis böls1, og meðan það ekki læknast er lítil von um úr- lausn. Eðlilegur, sannur og fölskvalaus íslendingur á til. meðalið í sálu sinni. Það, sem umliðnar aldir hafa mótað í fari*hans, upprætist ekki á fáum áratugum, og íslenzkir afkom- endur hér í landi eru enn íslenzkir i eðli sínu, þó túlkun þess eðlis sé upp á annan máta, og svo mun það verða kynslóð fram af kynslóð. Og á þessu sextugs afmæli ís- lenzks landnáms hér í landi lítum við yfir ástand íslendinga og verð- um þess vör, að íslenzku frumbýl- ingarnir eru flestir horfnir, islenzkt fólk er að dreifast, íslenzkur félags- skapur er í rénun, og íslenzk tunga er að lamast. Er þá alt horfið? Nei! Það, sem mestu varðar, varir enn. íslenzkt manneðli og íslenzkar hugsjónir eru lifandi og knýjandi öfl enn í dag. Og alt útlit er fyrir að næstu sex tugir ára munu enn meira þarfnast þess, að þau íslenzku öfl verði Canada þjóðinni til bless- unar, og eigi sinn þátt i þvi, að gjöra líf hennar yfirlætislausara, mann- úðlegra, alþýðlegra og frjálsara. Þetta er sú háleitasta köllun, sem íslenzkir niðjar landnámsmannanna hugstóru verða að hlýða, og sá göf- ugasti minnisvarði, sem hægt er að reisa þeim til vegsemdar. Hugsjón- irnar, sem við höfum þegið frá þeim, eru þjóðinni hér brennandi nauðsyn til andlegs frelsis og hagsmunalegra réttinda. Lengi lifi íslenzk tunga! Það samþykkjum við öll af heilum hug, en enn heitari er sú þrá, að lengi lifi íslenzk hugsjón, íslenzkt eðli, ís- lenzk lífsskoðun, islenzkt hugsana- frelsi og sjálfstæði. Það, sem for- lögin hafa varðveitt út á útkjálka heims, hefir ekki verið í tilgangs- leysi. Sú öld, er nú risin, að heim- urinn verður að hlýða á boðskap slíkra hugsjóna, eða þá að öðrum kosti að steypa sér út á þá ófriðar- öldu, sem mun fjötra og andlega lama komandi kynslóðir. Lengi lifi ísland! Sú ósk er okk. ur eðlileg og einlæg i dag og alla daga. En margfalt heitari er sú ósk, að lengi lifi íslenzk menning og ís- lenzk áhrif í sögu alls heims, að enn liggi það dýrðlega markmið fyrir íslenzkri menning, að túlka inn i lífsstefnu voldugri þjóða heimsins hugsjónir mannúðar, lýðræðis og frelsis. Þá hefir ísland uppfylt þá æðstu köllun, þá lifjr ísland i sögu ókominna alda. Business and Professional Cards PHYSICIANS and SURGEONS. DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Office tímar 2-3 Heimili 214 WAVERLEY ST. Phone .403 288 Winnipeg, Manitoba DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Office tlmar 4.30-6 Heimili: 5 ST. JAMES PLACE Winnipeg, Manitoba DR. J. STEFANSSON 216-22 0 Medical Arts Bldg. Talsími 26 688 Stundar augna, eyrna, nef og kverka sjúkdóma.—Er að hitta kl. 2.30 til 6.30 e. h. Heimili: 638 McMILLAN AVE. Talslmi 42 691 i Dr. P. H. T. Thorlakson 205 Medlcal Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sta. Phones 21 213—21 144 Res. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 200 Dr. S. J. Johannesson G. W. MAGNUSSON Viðtalstlmi 3—5 e. h. 218 Sherburn St.--Sími 30877 Nuddlœknir 41 FURBY STREET Phone 36 137 Slmið og semjið um samtalstlma DR. E. JOHNSON 116 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy St. Talslmi 23 739 Viðtalstimar 2-4 Heimili: 776 VICTOR ST. Winnipeg Slmi 22 168 BARRISTERS, SOIICITORS, ETC. H. A. BERGMAN, K.C. tslenzkur lögfrœBingur Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P.O. Box 1656 PHONES 95 052 og 39 043 G. S. THORVALDSON B.A., LL.B. tslenzkur lögfrœBingur Skrlfst. 702 CONFEDERATION LIFE BUILDING Main St., gegnt City Hall Phone 97 024 J. T. THORSON, K.C. tslenzkur lögfrœSingur 801 GREAT WEST PERM. BLD. Phone 92 755 W. J. LINDAL K.C. og BJORN STEFANSSON tslenzkir lögfræöingar 325 MAIN ST. (á öðru gðlfi) PHONE 97 621 Er að hitta að Gimli fyrsta miðvikud. 1 hverjum mánuði, og að Lundar fyrsta íöstudag DRUGGISTS DENTISTS DR. A. V. JOHNSON tslenzkur Tannlœknir 212 CURRY BLDG., WINNIPEG Gegnt pðsthúsinu Sími 96 210 Heimilis 33 328 Drs. H. R. & H. W. TWEED Tannlœknar 406 TORONTO GENERAL TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smlth St. PHONE 26 545 WINNIPEO DR. T. GREENBERG Dentist Hours 10 a. m. to 9 p.m. PHONES: Office 36 196 Res. 51 455 Ste. 4 Norman Apts. 814 Sargent Ave., Winnipeg BUSINESS CARDS A. S. BARDAL 848 SHERBROOKE ST. Selur líkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaður sá bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Skrifstofu talsími: 86 607 Heimilis talslmi: 501 562 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARIS BLDG., WINNIPEO Fasteignasalar. Leigja hús. Út- vega peningalán og eldsábyrgð af öllu tægi. Phone 94 221 A. C. JOHNSON 907 CONFEDERATION LIFE BUILDING, WINNIPEG Annast um fasteignir manna. Tekur að sér að ávaxta sparifé fólks. Selur eldsábyrgð og bif- reiða ábyrgðir. Skriflegum fyrir- spurnum svarað samstundis. Skrifst.s. 96 767—Heimas. 33 328 C. E. SIMONITE TLD. DEPENDABLE INSURANCE SERVICE Roal Estate — Rentals Phone Office 9 5 411 806 McArthur Bldg. HOTEL I WINNIPEG ST. REGIS HOTEL 285 SMITH ST., WINNIPEO pœgilegur og rólegur bústaóur i mióbiki borgarinnar. Herbergl $.2.00 og þax yflr; me8 baðklefa $3.00 og þar yflr. Ágsetar m&ltlðir 40c—60c Free Parking for Chiests CorntoaU ^otel Sérstakt verð ð. viku fyrir n&mu- og flskimenn. Komið eins og þér eruð klæddir. J. F. MAHONEY, f ramkvæmdarstj. MAIN & RUPERT WINNIFEO THE MARLBOROUGH SMITH STREET, WINNIPEO "Winnipeg’s Down Toum HoteF 220 Rooms with Bath Banquets, Dances, Conventlona, Jinners and Functions of all klnda Coffee Shoppe F. J. FALL,, Manager SEYMOUR HOTEL 100 Rooms with and without bath RATES REASONABLE Phone 28 411 277 Market St. C. G. Hutchison, Prop. PHONE 28 411

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.