Lögberg - 03.10.1935, Blaðsíða 8

Lögberg - 03.10.1935, Blaðsíða 8
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 3. OKTÓBER, 1935. V* t Úr borg og bygð Skuldar-fundur dag) kvöld (firntu- Messuboð I.O.G.T. (Gimli, Man., 28. sept. 1935) Ungtemplara- og barnastúkan Gimli nr. 7, hóf starfsemi sína eftir sumarhvíldina 7. þ. m. Ttuttugasta og áttunda afmæli stúkunnar var heiÖraÖ með skógargildi i skemti- garði bæjarins þann 7. júlí s.l. Verð. laun gefin þeim, sem unnu sigur íþróttum. Silfur-medalíu samkepni fór fram 19. júlí s. 1. Var kept um tvær medalíur, I.O.G.T. medalíu og medalíu Þjóðræknis|féjl. Kristiana Thordarson vann I.O.G.T. medalí- una. Anna Árnason vann medalíu Þjóðræknisfélagsins. Dómarar voru próf. J. G. Jó- hannsson, séra Bjarni A. Bjarnason og Jóhannes Eirikssorl, M.A., ís- lenzkur söngur fór fram milli fram- sagnánna. sem góður rómur var gerður að. Stúkan þakkar innilega öllum, sem hjálpuðu til að gera þetta kvöld ánægjulegt, Söfnuðinum fyrir lánið á lútersku kirkjunni, dómurum fyrir þeirra vandasama verk, og síðast en ekki sizt, Miss S. Thorsteinson fyrir framúrskarandi nákvæmni við slaghörpuna. Embættismenn stúkunnar eru þessir: F.Æ.T.—Margaret Johnson Æ.T.—Christjana Thordarson V.T.—Anna Árnason D.—Clara Einarson A.D.—Lorraine Einarson K.—Guðrún Thomsen R.—Lára Árnason A.R.—Hulda Árnason F. R.—Margaret Torfason G. —Fjóla Johnson V.—Donnie Bjarnason Ú.V.—Allan Peterson. FIRST LUTHERAN CHURCH Series of sermons sunday mornings at 11 o’clock The Social Crisis Sunday, Sept. 29—Christ and His Social Program. Sunday, Oct. 6—Christ and Na- tionalism Sunday, Oct. 13—Christ and Com- munism. Sundag, Oct. 20—Christ and Com- petition. Sunday, Oct. 27—Christ and Co- operation. Sunday, Nov. 3—Christ and Christ. ianity. For this canse came I into the world John 18:37. íslenzk messa að kveldi,' kl. 7. Sunnudaginn 6. október messar séra Guðm. P. Johnson í Westside skóla kl. 11 f. h. í Bræðraborg kl. 3 e. h. Ungmennafélagsfundur verð- ur haldinn í Hólar samkomuhúsinu kl. 8 að kvöldinu, munu þá nokkrir meðlimir frá Westside ungmennafé- laginu heimsækja Hólar ungmenna. félagið og verða hluttakandi i skemtiskrá fundarins. — Allir vel- komnir! 57. okt., Víðir, kl. 2 siðd. ( Heimatrúboðsof f ur ) 27. okt., Árborg, kl. 8 síðd. (ensk messa) Fólk vinsamlegast beðið að sækja þessar guðsþjónustur eftir því sem að unt er.—Allir boðnir velkomnir. Sigurður Ólafsson. Séra K. K. Ólafson flytur síðustu guðsþjónustur á starfstíma sínum í Vatnabygðunum í Saskatchewan á þessu sumri sunnudaginn 6. okt., sem fylgir: í Wynyard kl. n f. h. í Elfros kl. 4:15 e. h. í Mozart kl. 4:15 e. h. I Kandahar kl. 7 130 e. h. Guðsþjónusturnar i Wynyard og Mozast verða á íslenzku, í Elfros og Kandahar á ensku. Við guðs- þjónustuna í Elfros verður hin nýja kirkja þar vígð. Er kirkjan sam- eign lúterska safnaðarins og United Church safnaðarins þar. Herbergi og fœði fæst í prívat húsi á ágætum stað I bænum, við mjög sanngjörnu verði. Sími 28 152 Messur í Gimli prestakalli, næst- komandi sunnudag þ. 6. okt., fyrirhugaðar þannig, að morgun- messa verður í Betel á venjulegum tíma, síðdegismessa kl. 2 í kirkju Víðinesafnaðar og kvöldmessa kl. 7 í kirkju Gimlisafnaðar. — Þess er vænst að fólk fjölmenni. Mánudagskveldið 14. okt., kl. 8 flytur séra K. K. Ólafson fyrirlestur í kirkjunni við Silver Bay, er hann nefnir “Skóhljóð tímans.” Sami eru fyrirlesturinn verður fluttur að Oak View þriðjudagskvöldið 15. okt. kl. 8, og i Hayland Hall miðvikudag- inn 16. október, kl. 8 e. h. Aðrar samkomur verða auglýstar kíðar. Séra Jóhann Bjarnason býst við að hafa messu í kirkju Mikleyjar- safnaðar sunnudaginn 20 október kl. 2 e. h.—Fólk á Mikley er beðið að greiða fyrir fregn þessari, að hún berist sem bezt um eyna, og að koma til messu hinn tiltekna dag, 20. okt. kl. 2 síðdegis. Tilkynning: Eg hefi nú, samkvæmt ósk hr. G. M. Bjarnasonar, tekið aftur við af- greiðslu og innheimtu “Bjarma” i Winnipeg, og mælist vinsamlegast til þess að skuldandi kaupendur blaðsins sendi andvirði til mín sem fyrst. 'Áður auglýst kjörkaup á bókum og ritlingum “Bjarma” eru enn fáanleg. Bókaskrá sendist þeim, er óska þess.—S. Sigurjónsson, 722 Banning St., Winnipeg. Sunnudaginn 6. október messar séra H. Sigmar í Fjallakirkju kl. 11 f. h. og í Gardar (eldri kirkjunni) kl. 2 e. h. Áœjlaðar messur í október: 6. okt., Hnausa, kl. 2 síðd. 6. okt., Riverton, kl. 8 síðd. 13. okt., Riverton, kl. 2 síðd. (Ársfundur safn.) 13. okt., Árborg, kl. 8 síðd. 20. okt., Árborg, kl. 2 síðd. ( Heimatrúboðsof f ur) 20. okt., Riverton, kl. 8 siðd. (ensk messa) Sunnudaginn 13. október, flytur sera K. K. Ólafson guðsþjónustur sem ’ fylgir í bygðunum austan við Manitobavatn: f Hayland Hall kl. 11 f. h. í Darwin skóla við Oak View, kl. 3 e. h. í kirkjunni við Silver Bay kl. 8 e. h. “5UCCE55 T JJ Has a Market Value University and matriculation students are securing definite employment results through taking a “Success Course”, as evidenced by our long list of young men and women placed in Winnipeg offices in 1935. SELECTIVE COURSES Shorthand, StenogTaphic, Secretarial, Accounting, Complete Office Training, or Comptometer. SELECTIVE SUBJECTS Shorthand, Typewriting, Accounting, Business Correspondence, Commercial Law, Penmanship, Arithmetic, Spelling, Economics, Business Organization, M o n e y and Banking, Secretarial Science, Library Science, Comptometer, Elliott-Fisher, Burroughs. CALL FOR AN INTERVIEW, WRITE US, OR PHONE 25 843 BUSINESS COLLEGE Portage Ave. at Edmonton St., W I N N I P E G (Inquire about our Courses by Mail) Flóðið í Kína —í júlímánuði þessa árs.— Það telst ekki til tíðinda þótt get- iðí sé í blöðum og útvarpi um jarð- skjálfta í Japan eða flóð i Kína, svo er það venjulegt orðið. Eg hefi því ekki verið óðlátur að skrifa um flóðið í Kína að þessu sinni. Það er i dag liðinn fúllur mánuður síðan fyrstu fréttirnar bárust um það út um heim hvernig stórfljótið Yangt- sið gekk upp yfir alla farvegu sína og flóði yfir alla bakka, í byrjun júlimánaðar þ. á. Ek1<i hefir feng- ist fult yfirlit ennþá um það hve miklu tjóni flóðið í Yangtsið-daln- um olli, en talið er að þar hafi druknað eitt hundrað þúsundir nianna. Miklu ægilegri urðu þó afleiðing- ar flóðsins í Hanyang, þveránni miklu, er fellur út í Yangtsiðgiang, þar sem myndast hafa þrjár borgir (Hankow, Wúhan og Hanyang) en eru nú einu nafni nefndar Wúhan. Samtimis þessu.hljóp ofvöxtur mikill í Gulafljótið og lá nærri að það félli aftur í sinn gamla farveg, og hefði það þá orðið miljónum manna að f jörtjóni. Nú ætla eg mér ekki að semja heildaryfírlit þeirra atburða, er hér gerðust þessa dagana, heldur ein- ungis ^bregða upp nokkrum augna- bliksmyndum frá trúboðsumdæmi okkar i Handalnum. Laohokow heitir mikill verzlunar. bær á eystri bakka Han-árinnar, 700 km. fyrir norðan Wúhan. í bænum eru þrjár norskar kristniboðsstöðv- ar. í sambandi við þær er rekin fjölþætt starfsemi, eins og bygging. arnar einar bera með sér: 3 kirkjur, barnaskólar, gagnfræðaskóli, stórt sjúkrahús, skólaheimili fyrir börn okkar kristniboðanna, o. s. frv. Síðustu dagana í júnímánuði komu norsku samverkamennirir okk-* ar flestallir til Laohokow, á leið til sumarbústaða sinna á fjalli uppi skamt þaðan, um 50 manns alls full- orðinna og yfir 30 börn. Þeir hinkr- uðu þar við sakir ræningjaóeirða, en láu síðar veðurteptir frá 3.— 15. júlí. Þess eru ekki dæmi að hér hafi gert aðrar eins rigningar á þessum tima árs, enda byrjar ekki regntim- inn fyr en síðari hluta ágústmánað- ar. Á þriðja degi var áin bakkafull orðin. En þá óx rigningin um allan helming og var engu líkara en hita- beltis-skúr væri, og hélzt það i full. an sólarhring. Um nóttina braust áin inn í bæ- • '4' • ’ • ; .':inir;o5 • v ci inn um efra virkishliðið, en það hrundi að grunni. Yfir hliðinu var mikil bygging tveggja hæða, og fórst þar margt manna. Vatnsmagnið var svo æægilegt að á svipstundu var bærinn orðinn að stöðuvatni, enda töfðu múrarnir útrás flóðvatnsins. —Það er niðamyrkur. Regnið dynur á þökunum. En i fjarska heyrist dimmur niður flaumsins. Glögt heyrast hróp og köll fólksins, sem flýr í myrkri og rigningu upp á þökin til þess að bjarga lífi sínu. En köllin breytast brátt í neyðaróp druknandi manna, þegar húsin taka að hrynja undir morguninn. Þeir, sem voru sjónar- og heyrn- arvottar alls þessa höfðu þó litla hugmynd um hvað var L raun og veru að gerast. Ejórum döguin síðar bárust fréttir um að á 700 km. svæði frá Laohokow til Wúhan, væru hrannir með fram bökkunum, af likum, dýraskrokkum og alls konar rekaldi. , Það vildi mörgum til lifs í Lao- hokow, að á öðrum degi hrundi neðsta virkishliðið, og sjatnaði þá vatnið á götunum að mun. Þegar flóðið var hæst þótti séð að skólaheimilið norska, stærsta bygging trúboðsins í Laohokow, mundi hryrtja þá og þegar. Þar bjuggu þá 4 stærstu f jölskyldurnar með alls 21 barni. Varð nú að flýja í annað hús í ofboði og vaða í mitti langa leið. Félagi minn einn ber tvö börn í fanginu en það þriðja á bak- inu, en verður að skilja þrjú eftir grátandi. Konan hans ber eitthvað af sængurfatnaði og mat til einnar máltíðar, hún dettur og fer í kaf með þetta alt saman, en kemst þó til húsa heil á húfi. Um kvöldið kem. ur maturinn og sængurfatnaðurinn í góðar þarfir, þótt blotnað hafi, þvi ekki er öðru til að dreifa. Daginn eftir hrundi annar hliðar. veggur skólaheimilisins og um leið innri veggir og þak. Á sjúkrahúsinu varð að flytja alla sjúklingana í skyndi upp á aðra hæð, og þá auðvitað bera marga þeirra. Matvörur, meðul og áhöld varð maður að eiga á hættu að eyði- legðist. Sjúklingarnir liggja á flat- sægum á gólfinu. En þótt þröngt sé verða þeir að rýma til fyrir tveimur kristniboðaf jölskyldum, sem ekki eiga i annan stað að venda. Annar kristniboðinn ber lík drengs- ins síns tveggja ára, sem dáið hafði klukkustundu áður; það varð ekki hægt að jarðsetja hann í 8 daga, og voru þó miklir hitar. Á kristniboðsstöðvunum öllum hrundu útihús og múrar. Gamalt íbúðarhús seig svo að rifnuðu vegg- irnir. Þar héldu fjórar fjölskyldur jil á annari hæð og höfðu þar jafn- vel mjólkur-geiturnar með sér. — Margt manna bjargaðist inn í kirkj. urnar. Kristniboðar leigðu bát fyr. ir 150 krónur í tvo daga, (það hefði naumast kostað 2 krónur undir venjulegum kringumstæðum), og björguðu mörgum tugum manna; auk þess gáfu þeir fæði mikið á þriðja hundrað nauðstaddra manna í nokkra daga, þar til allar byrgðir þraut. Veit eg til að einn þeirra bragðaði ekki mat i tvo daga. Þó ótrúlegt megi þykja var “vatnsskortur” — þ. e. vöntun á nothæfu vatni tilfinnanlegur þessa dagana. Vatnið i brunnunum er samskonar og í safnþróm grænmetis. garðanna, þegar alt er búið að jafna sig.' Þegar róið er á milli húsa myndast rák eftir bátinn í maðkaða saurskán ofan á vatninu. Það munu líða margir mánuðir áður bænum tekst að þvo af sér daunilla leðjuna, sem flaumurinn efturskilur. Það mun því skiljanlegt þykja, að pest er einn fylgifiskur flaumsins; við munum verða vottar þess til haustsins, þegar við aftur komum til kristniboðsstöðvanna. Hungursneyð er sá hinn annar fylgifiskur flóðsins. Breiðar, frjó- samar sléttur eru fram með ánni beggja megin, á öllu þessu svæði. Það er ekki nóg með það að eyði- lagst hefir það, sem búið var að sá í akrana; en mjög víða hefir áin breytt þykka sandábreiðu yfir slétt- | lendið, svo að nú er þar sandauðn sem áður voru þéttbýlar sveitir. Lútersk kirkjufélög (i Ameriku einkanlegaj, hafa safnáð miklu fé til líknarstarfs í Kina. Eg var svo tr = KAUPIÐ ÁVALT LUMBER hjá THE EMPIRE SASH & DOOR CO., LTD. HENRY AVENUE AND ARGYLE STREET WINNIPEG, MAN. PHONE 95 551 TIL SÖLU Fimm herbergrja hús I góðu standi; hænsnahús 150 fet á lengd með öllu tilheyrandi; fjós fyrir fjórar kýr; heyhlaða; allar byg-gingar raflýstar og með vatnsleiðslu. 21 bæjarlóðir fylgja þessari eign; húsið er búið öllum þægindum. Ef frekari upplýsing- ar óskast skrifið þá til Vigandans, MRS. HELGA M. BENSON Blaine, Wash. J. Waltei* Johannson Umboðsmaður / NEW YORK EIFE Ih(SURANCE COMPANY 219 Curry Bldg. Winnipeg heppinn að mér var trúað fyrir 1500 krónum af því fé. Væri ilt til þess að hugsa að vera tómhentur alveg verði hungursneyðin eitthvað svipuð því, sem við höfum áður séð. Kínverska stjórnin hefir þegar veitt margar miljónir króna til þess að bæta úr brýnustu þörf fólksins á flóðsvæðinu. Talsvert er líka gert að því að grafa skurði og hlaða stíflur, offast undir eftirliti her- manna. T. d. unnu 100 þúsundir manna að því að hlaða einn flóð- garð, en á öðrum stað voru 20 þús. manna settir í það að hækka gamla fyrirhleðslu. Hve miklu tjóni þessi miklu flóð hafa valdið, verður aldrei vitað með vissu, og það eru eintómar ágizkanir hve mörg mannslíf það hefir kostað. Á litlu svæði í Han-dalnum var safn. að saman 30 þúsund líkum. Hvort- tveggja, druknanir og tjón, er gíf- urlegt. Hins vegar er þess aðgætandi að slíka blóðtöku þola Kínverjar flest- um þjóðum betur. Þeir hafa af miklu að taka. Landrými og land- gæði hvort öðru meira. Og fólks- fjöldi svo mikill að sjálfir vita þeir ekki fyrir víst hvort þeif eru 60 miljónum fleiri eða færri. En und. ir núverandi kringumstæðum eiga þeir samúð allra góðra manna skilið. Tengchow, Honan, China. 24. ábúst, 1935. ólafur Ólafsson. Sendið áskriftargjald yðar fyrir “The New World,” mán- aðarrit til eflingar stefnu Co-operative Commonwealth Federation í Canada. Aðeins EINN dollar á ári sent póstfrítt Útgefendur The New World 1452 ROSS AVE. Winipeg, Manitoba Jakob F. Bjarnason TRANSFBR Annast gralClega um alt, nem aí' flutnlngurri lýtur, amium efta mór um. Hvergl sanngrjamara ver* Heimili: 591 SHERBURN ST. Sími: 35 909 Minniát BETEL * 1 erfðaskrám yðar! Björg Frederickson Teacher of Piano Studio: 824 PRESTON AVE. Telephone 30 806 Monthly Studio Club Meetings and Rhythmic Orchestra. At 1935 M. M. Festival pupils won first place in three competi- tions and second and third place in a fourth class. Úr, kluklcur, gimsteinar og aOrir skrautmunir. Giftingaleyfisbréf 447 PORTAGE AVE. Slmi 26 224 The Watch Shop Diamonds - Watches - Jewelry Agents for Fulova Watchea Marriage Licenses Issued THORLAKSON & BALDWIN Watchmakers & Jewellers 699 SARGENT AVE, WPG. STUDY BUSINESS At Western Canada’s Largest and Most Modern Commercial School For a thorough training, enroll DAY SCHOOL For added business qualifications, enroll NIGHT* SCHOOL The Dominion Business College offers individual instruction in— SECRETARYSHIP STENOGRAPHY CLERICAL EFFICIENCY MERCHANDISING ACCOUNTANCY BOOKKEEPIN G COMPTOMETRY —and many other profitable lines of work. EMPLOYMENT DEPARTMENT places graduates regularly. DOMINION BUSINESS COLLEGE On The Mall and at Elmwood, St. James, and St. John’s

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.