Lögberg - 05.12.1935, Blaðsíða 3

Lögberg - 05.12.1935, Blaðsíða 3
LÖGBERGr, FIMTUDAGINN 5. DESEMBER, 1935. o Magnús Jónsson Nordal Fæddur i. nóv. 1878 ■Dáinn 28. júlí 1935 “Sjálfur hann sitt vottorð skrifa vann, verkin lofa bezt hvern snildarmann.” —M. J. Magnús var fæddur 1. nóv. 1878 í Mikley í Winnipegvatni, sonur Jóns Magnússonar Nor. dal, GuÖmundssonar Hjálms- sonar hreppstjóra aÖ Háafelli í HvítársíÖu í BorgarfirSi vestur. Frá Guðmundi er kom. in hin fjölmenna Háafellsætt. Móðir Magnúsar hét Sigríð- ur og var Þorvaldsdóttir. Foreldrar Magnúsar komu vestur um haf 1876 frá Svarta- gili í Norðurárdal í Mýrarsýslu og settust að í Mikley. Það var á þeim árum er mestar hörmungarnar dundu yfir Nýja ísland, og dvöldust þar til ársins 1880, er þau fluttu til Winnipeg, og til Argyle 1883. Frá þeim tima og til dauðastundar dvaldi Magnús í þessari bygð. Líf hans og saga bygðarinnar eru þvi barátta við sömu örlög og sigur. Æska Magnúsar var reynslu- og starfsskóli þar sem verk- legur myndarskapur var kendur og hófsemi tamin einstaklingnum í öllu. Er fátt til sem mun betrj undirstöðu gefa fyrir líf þeirrar persónu, sem sjálfstæð vill vera alla sína æfi, heldur en þetta tvent, enda sýnir sagan að Magnús var í fylsta máta sjálfstæður maður efnalega og andlega. Hann hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum og kom í því fram hans hæfileiki að hugsa skýrt og röksemdafult. Þegar hann svo flutti mál sitt á mannfundum var hann kjarnyrtur og menn fundu að það að fylkja sér á hans hlið var viturlegastur málstaður. Þó naut Magnús ekki skólamentunar mikillar. Af þeim orsökum að hann að nokkru leyti 'var frum- byggi, þó ungur væri, og á þeim tímum var til sú trú að bókvitið yrði ekki í askana látið. Liðu við það alt of margir synir þess- arar bygðar. En sumir þeirra urðu þó ágætlega sjálfmentaðir menn, vegna fræðslulöngunar sinnar og vakandi áhuga að láta ekkert tækifæri ónotað, er til mentunar mætti leiða. Magnús var einn þeirra. Hann var að mínu áliti mentaður maður, sérstaklega á sviði búnaðar og búsýslu og vil eg benda hverjum, sem dæma vill sjálfur, á heimili þeirra hjóna úti og inni. Skýrara vottorð um að hafa staðist reynslupróf landbúnaðar veit eg varla, þegar maður horfir heim á búgarðinn, sem Magnús hefir gert frægan. Á því sviði var hann fyrirmynd annara bænda og hvatning þeim yngri, sem rétt eru að byrja. Náttúrleg afleiðing þessarar lífs- stefnu er sú hugsun að sem allra mest praktísk mentun ætti að vera veitt í skólum þessa lands. Og sá ekki Magnús einmitt lengra en aðrir, er hann gerði sér þetta ljóst og hélt því fram? Sá hann ekki rétt er honum fanst tjóðurbundin bókvitsmentun allþunnur réttur þeim einstakling, sem úr skauti jarðar skyldi vinna með höndum sínum lífsviðurværi sitt og sinna? Er það ekki rétt að mentun skyldi engu siður búa persónurnar undir líf fult af jarð- ræktun og likamserfiði, heldur en líf með höfuðstarfi einu saman. Lg hygg að þeir séu framfaramenn, er þannig líta á málin. Magnús unni sinni bygð og hvað það sem henni mátti til heilla verða beitti hann sér fyrir. Almenn félagsmál studdi hann með ráðum og dáð, og lét ekki sitja við orðin tóm. Sérstaklega var honum annt um að hinn uppvaxandi lýður fengi sem flest tækifæri að æfa sig og þroskast í félagslegu starfi og hugsun, svo að ein- staklingurinn fengi að njóta sín og einhver sérstök gáfa hjá einum mætti auðga líf annara. Sönglist og hljóðfærasláttur voru honunt kær, enda var heimili hans söngs og sólskins heimili. Hann skildi vel livað það létti hvert starf að geta látið tóna flytja sér unað. Trú og kristindómur voru honum meira en játning ein. Sú stilling °g öryggi, sem líf hans virtist vera bygt á var vissan um að í “hendi Guðs er hvert vort ráð.” Þetta fann hvert mannsbarn, er samleið átti með honum. Enda var hann trausti hlaðinn í því tilliti, því fulltrúi mun hann hafa verið nær því 25 ár samfleytt. Á því tímabili, sem hann og oft var forseti, byggir söfnuður hans vandaða kirkju, og þroskast á margan hátt; byggir og prestsheimili, og má við það kannast að Magnús lagði þar frani höfðinglega, vegna trúar á málefni kirkjunnar. Slíkir menn sem hann eru vinmargir og vinfastir. Þeirra trygð er ekki fleypur, né heldur flíka þeir tilfinningum sínum. Hann harrna því ekki aðeins ástvinir og nán_ ustu skyldmenni, heldur lika samferðafólkið alt. Mun óhægra verður nú um framkvæntd alls þess, er til bóta mætti verða, þar sem hans er vant, er jafnan stóð framarlega í fylking þeirra, er í sólarátt sóttu. Hann var sómi og merkisberi kynslóðar þeirrar er af Islendingum er borin í þessu landi, og sannar að ekki þarf okkur aftur að fara þótt bújarðaskifti verði. Kona Magnúsar, er lifir mann sinn, er Guðný Jakobína John- • son, ættuð úr S. Þingeyjarsýslu. Eru börn þeirra þessi: Agnes, Rúna, Jón, Helga, Elenor, og einn fóstursonur, Victor ísfjörð. Eru þau flest enn í föðurgarði. Tvær systur Magnúsar fluttust °g vestur hér: Guðrún (Mrs. W. G. Simmons) dáin fyrir nokkr- um árum og Ingibjörg, ekkja Halldórs Hjaltasonar Sveinsson. er byr með börnum sínum i Argyle. Tvö hálfsystkini eru einnig á lifi: Jón, rakari í Winnipeg og Þórdís, til heimilis hjá móður sinni Steinunni Nordal í Winnipeg. Magnús veiktist 2. febr. s. 1. eftir erfiða kaupstaðarferð; fór honum síhnignandi þar til hann fékk hvíld 28. júlí s. 1. Hann hvílir í grafreit Fríkirkjusafnaðar. Kveðja ekkju og barna. Eg hafði mér vegu svo vonfagra reist yfir vandræði lífsins og klungur, og kveið ekki neins, þvi við tvö gátum treyst okkar tápi, og þú Varst enn ungur. En nú fatast spor mín og gatan er grýtt, þú ert genginn, og ein má eg líða. Eg fæ þvi ei ráðið, né forlögin þýtt en fullþungt er stundum að bíða. En von skal ei bregðast því handan við Hel skulu hjörtun að endingu finnast. Eg dóminn ei skil, en þó Drotni alt fel, hann við dægurlok okkar skal minnast. Við kveðjum þig, ástvin, er köld var sú hönd, er þig kvaddi til heimferðar lúinn ; án sársauka hrökkva’ eigi ’in helgustu bönd, sem hjartnæmi og ást voru búin. E■ H. Fáfnis. Hverjir eru gafumenn ? Misjafnir eru dómar í þessu efni og misjafnlega grundaðar ályktanir, enda allmikill vandi um að dæma. Ýmsir hafa miklar gáfur á vissum svæðum, eru þeir kallaðir gáfumenn, en þess ekki ætíð gætt, að þeir eru iðulega gersneyddir ýmsum hæfileik- um, sem gilda til þess að gera mann fullkominn og vel útbúinn um há- göngu æfinnar. Menn geta verið miklir náms- menn, en haft afar litla hagsýni i hversdagslegum athöfnum. Bátur vel búinn að rá og reiða og skrautlega steindur, getur reynst lítt fær í brim og boða. Sagt er frá f jórum námsmönnum, útskrifuðum með góðum vitnis- burði frá fjórum helztu háskólum í Evrópu. Lítt komu menn þessir sér fram og urðu fegnir að ráðast sem smalar hjá ríkum fjáreiganda í Ástraliu. En eigandinn ekki læs eða skrifandi. Þess er getið um Tim nokkurn, að hann var svo lærður að hann gat nefnt “hross” á niu tungumálum, en svo fávís að hann keypti sér á- burðarhross til reiðar. Hér er auðvitað tekið djúpt i ár- inni, en samt felst annleikur hér á bak við. Það sem er sagt um námsgáfuna, getur átt við flesta aðra hæfileika. Menn geta verið miklir hugvits- menn í ýmsum mannvirkjum, list- málarar, vel máli farnir; vel búnir að kröftum sálar og líkama, en án fyrirhyggju og hagsýni, að þeir verði aldrei menn sjálfstæðir. Iðulega heyrast menn þessir kall, aðir gáfumenn, og það mega þeir heita á vissum svæðum, en væri jafnaðartala tekin yfir alla hæfileika þessara manna, þeirra sem þeir hafa mikið af og það sem er ábótavant hjá þeim, held eg það geti iðulega átt sér stað, að jafnaðartala þessara gáfumanna yrði alls ekkert hærri en hjá þeim, sem ekki eru gáfumenn taldir. Það gerir og spursmál þetta vandameira, að gáfur sumra manna liggja á yfirborðinu, en aðrir dylja þær. Sumir vilja láta bera mikið á sér, en aðrir draga sig út úr. Skáldið Björnstjerne Björnson þótti svo ófær til náms, að hann varð fyrir burtrekstri úr skóla. Vel metinn Islendingur stundaði nám við Kaupmannahafnar háslíóla í vissum greinum, en stóðst ekki próf að loknu námi. Seinna varð maður þessi stór-frægur fyrir á- stundun í þessum sömu vísindum. Mönnum hættir líka við að gera upp á milli mismunandi gáfna. Menn dá ljóðlist, skáldskap og aðra listimensku eða fræknleik; en gáfur, sem ekki valda sérlegri hrifningu njóta minni orðstírs. Þessar siðar- töldu gáfur hafa þó fyllilega eins mikið gildi og eru veittar með á- kveðinni ákvörðun. Vér erum mint á söguna af hér- anum og skjaldbökunni. Þau ákváðu að reyna með sér að komast að vissu takmarki. Skjaldbakan, sem er seinfær til gangs og lassaleg með af_ brigðum, lagði af stað tafarlaust; hérinn, með fráustu dýrum, lét sér tómlega ogj lagðist til svefns, en þegar hann vaknaði sá hann að skjaldbakan hafði orðið á undan honum og var komin alla leið. Þessi dæmisaga er bygð á virki- leik og bendir á óbrigðulan sann- leika. Ekki fer mikill orðstír af gáfum skjaldbökunnar, myndu flestir kjósa að teljast til flokks hérans, að minsta kosti þangað til að það kom í ljós, að skjaldbakan varð á undan. Gáfur skjaldbökunnar reyndust affarasælli en hæfileikar hérans. Til þess að þetta kæmi í ljós, þurfti að bera saman athafnir þess- ara tveggja keppinauta. Fyrir nokkru var bóndi einn uppi áíslandi. Hann var kominn af fá- tæku fólki; hann gifti sig þegar hann var við aldur og byrjaði bú- skap á smájörð og varð bráðlega bjargálna. , Mjög var maður þessi “hafður út undan” af almennings áliti. Hann var lítt riðinn við almenn mál, og LÁTIÐ EKKI HUGFALLAST Þó heilsan sé ekki 1 sem beztu lagi, og 1 ekki eins góö og hún var 6.öur en áhyggjur og önnur öfl veiktu þrótt ySar. Við þessu ; er til meðal, sem lækna sérfrætJingur fann upp, og veitt hefir þúsundum heilsu. Meöaliö heitir Nuga-Tone, og fæst 1 öllum nýtfzku lyfjabúðum. Mánaðar skerfur fyrir $1.00, með fylstu tryggingu. Kaupið flösku 1 dag og þér muniC finna mismuninn & morgun. Munið nafnið Nuga-Tone. Viö hægðaleysi notiC UGA-SOL — bezta lyfiti, 50c. lítt fær talinn til þeirra hluta; fór hann sína leið hljótt og yfirlætis- laust, en gjöld sín greiddi hann til almennra þarfa skilvíslega og skuld- aði engum neitt. Jörð sína bætti' hann, svo að hún ber þess merki um aldir fram, er líklega nú talin með betri jörðum í nágrenninu. Þá bar það við, að einn af mynd- arlegustu bændum sveitarinnar stóð upp af jörð sinni og fluttist í önnur héröð. Hann var framsóknarmaður í hvívetna og tók mikinn þátt í fé- lagsmálum, en búskapurinn vildi ekki borga sig; hús gerðust hrörleg og afurðir gengu úr sér. Þá tók við jörðinni sá maður, sem. áður er getið. Blómgaðist hagur hans mjög. Hann bygði upp hús öll að nýju og græddi út tún og engj- ar; þegar hann maður gamall lagði frá sér verkið og gekk til hvíldar, ,var þessi jörð talin langbezt innan sveitar. Það má ef til vill segja, að saga þessa manns þurfi ekki nauðsynlega að benda til að maður þessi hafi mátt teljast meðal gáfumanna. Það, að hann var búmaður ágætur, gefur ekki tryggingu fyrir því að honum hefði tekist jafn vel á öj5rum svið- um. Að vísu eru búmannshæfileikar þessa manns engin trygging fyrir víðtækari gáfum. En hinu er jafn örðugt að mót- mæla, að margkonar gáfur geta iðu- lega falist með mönnum, sem eru svo uppteknir við eitt starf, að þeir hafa ekki hentugleika á að sinna neinu öðru. Það er oftast hlutskifti bæði bænda og annara. En maður sá, sem hér ræðir um sýndi hugsun og framsýni í að bæta hina fyrri jörð sína, fremur en öll- um öðrum, sem höfðu búið þar á undan honum. Iðjusemi þess manns, framkvæmdasemi, reglusemi og nýtni, eru hæfileikar gjaldgengir á hvaða svæði og í hvaða starfi senl er. En þessi maður naut nálega engr- ar tilsagnar í bóklegum fræðum. Hann var dulur og óframfærinn, en kendi kulda úr ýmsum áttum. Vafalaust grófst með manni þess- um margt gott og göfugt. Hefðu forlögin skapað honum að ala aldur sinn á svæðum, þar sem hann naut meiri yls og uppfræðslu, þar sem hann fékk notið sín til fulls, er það ekkert vafamál að þá hefði komið í ljós hjá honum íyargt það, sem aldrei vitnaðist. Hve mörg munu ekki þau “pund- inn” sem þannig grafast og glatast ? Það engurn er ljóst. En vilji menn gera upp *á milli mannlegra hæfileika, eru það hæfi- leikar hjartans, sem eiga fylstan rétt til að skipa öndvegið. Gott hjartalag er hinn göfugasti hæfileiki mannsins. Það eitt er nægi- legt til þess að leiða til þeirrar göfgi, sem manninum er ætlað að ná. Það er minnugra en frá þurfi að segja, að margur listrænn maður gengur með “heyvisk í hjartastað.” “Þú hefir góðan gáfnahaus, en Guði tókst með hjartað miður,” seg- ir Steirigrímur Thorsteinsson. Hver sú list, sem ekki hefir betr- andi áhrif á hjartað, hefir að tiltölu lítið gildi. “Hvað er list og lærdóms þvaður, ef lærirðu ei að verða mað. ur.” Margur gengur með gott og göf- ugt hjarta, litt lærður í bóklegum vísindum. Kemst þó leiðar sinnar þrátt fyrir það. Göfgi og gildi góðs hjartalags skilst bezt af orðum > frelsarans. Hann segir í fimta kapítula Matt- eusar: “Verið því fullkomnir, eins ! og yðar himneski faðir er fullkom- inn.” Skilyrðin fyrir þeirri full- komnun telur hann í þessum sama kapítula, (frá 1.-47. vers). Framh. á bls. 4 Business and Professional Cards PHYSICIANS cmd SURGEONS DR. B. J. BRANDSON DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Oífice timar 2-3 Heimili 214 WAVERLEY ST. 216-220 Medlcal Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Office tlmar 4.30-6 Pbone 403 288 Helmili: 6 ST. JAMES PLACE Wínnipeg, Manitoba Winnipeg, Manitoba DR. J. STEFANSSON 3 Dr. P. H. T. Thorlakson 216-220 Medical Arts Bldg. 205 Medical Arts Bldg. Talsimi 26 68 8 Stundar augna, eyrna, nef og Cor. Graham og Kennedy Bta. kverka sjúkdóma.—Er a8 hitta Phonee 21 213—21 144 kl. 2.30 til 5.30 e. h. Res. 114 GRENFELL BLVD. Heimili: 638 McMILLAN AVE. Phone 62 200 Talslmi 42 691 Dr. S. J. Johannesson G. W. MAGNUSSON NudAlceknlr ViBtalstlmi 3—5 e. h. 41 FURBY STREET 218 Sherburn St.—Sími 30877 Phone 36 137 Slmið og semjiC um samt&lstlnui DR. E. JOHNSON 116 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy St. Talslmi 23 739 Viðtalsttmar 2-4 Heimili: 776 VICTOR ST. Winnipeg Slmi 22 168 BARRISTERS, SOLICITORS, ETC. H. A. BERGMAN, K.C. tslenxkur lögfrœOingur Skrlfstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P.O. Box 1656 PHONES 95 052 og 39 043 J. T. THORSON, K.C. lslenzkur lögfrœöingur 801 GREAT WEST PERM. BLD. Phone 92 765 DRUGGISTB DENTISTS DR. A. V. JOHNSON lsienzkur Tannlœknir 212 CURRY BLDG, WINNIPEG Gegnt pðsthúsinu Slmi 96 210 Heimilis 33 323 Drs. H. R. & H. W. TWEED Tannlœknar 406 TORONTO GENERAL TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 26 545 WINNIPEG DR. T. GREENBERG Dentist Hours 10 a. m. to 9 p.m. PHONES: Office 36 196 Res. 51 455 Ste. 4 Norman Apts. 814 Sargent Ave, Winnipeg BUSINESS CARDS A. S. BARDAL 848 SHERBROOKE ST. Selur llkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaCur sá bezti. EnnfrBmur selur hann allskonar minnisvarCa og legsteina. Skrifstofu talslmi: 86 607 Heimllis talsími: 501 662 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARIS BLDG., WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. Ct- vega peningalán og eldsábyrgC af öllu tægi. Phone 94 221 A. C. JOHNSON 907 CONFEDERATION LIFE BUILDING, WINNIPEG Annast um fasteignir manna Tekur aC sér aO ávaxta sparifé fólks. Selur eldsábyrgC og blf- reiCa ábyrgðir Skriflegum fyrir- spurnum svaraC samstundls. Skrifst.s. 96 7 57—Heimas. 33 328 C. E. SIMONITE TLD. DEPENDABLE INSURANCE SERVICE Real Estatc — Rentals Phone Office 95 411 806 McArthur Bldg. • HANK’S BARBER AND BEAUTY SHOP 251 NOTRE DAME AVE. 3 inngöngum vestan viö St. Charles Vér erum sérfræðingar I öllum greinum hárs- og andlitsfegrunar. Allir starfsmenn sérfræðingar. SÍMI 25 070 REV. CARL J. OLSON Umboðsmaður fyrir NORTH AMERICAN LIFE ASSURANCE FÉLAGIÐ ábyrgist fslendingum greið og hagkvæm viðskifti. Office: 7th Floor, Toronto General Trust Building Phcme 21 841—Res. Phone 37 759 IIÓTEL I WINNIPEG ST. REGIS HOTEL 285 SMITH ST„ WINNIPEG pœgilegur og rólegur bústaöur 4 miöbiki borgarinnar. Herbergi $.2.00 og þar yfir; meC baðklefa $3.00 og þar yflr. Agætar máltlOir 40c—60c Free Parking for Ouests THE MARLBOROUGH SMITH STREET, WINNIPEG “Winnipeg’s Down Town Hotet" 220 Rooms with Bath Banquets, Dances, Conventiáns, Jtnners and Functions of all kinda Coffee Shoppe F. J. FALL, Manager CorntoaU J^otel Sérstakt verð á viku fyrir námu- og fiskimenn. Komið eins og þér eruO klæddir. J. F. MAHONEY, framk vænndarstj. MAIN & RUPERT WINNIPEG SEYMOUR HOTEL 100 Rooms with and without bath RATES REASONABLE Phone 28 411 277 Market St. C. G. Hutchison, Prcp. PHONE 28 411

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.