Lögberg - 05.12.1935, Blaðsíða 4

Lögberg - 05.12.1935, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 5. DBSEMBER, 1935. Úr borg og bygð Heklufundur í kvöld (fimtudag). Mr. Árni Ólafsson frá Brown, Man., er staddur í borginni þessa dagana. Kom hann til þess að sitja fund sveitarstjórna, sem stendur yfir um þessar mundir hér í borg- inni. Veglegt silfurbrú'Ökaupssamsæti var þeim Jónasi kaupmanni Ander- son i Cypress River og frú hans, haldiS að Brú i ArgylebygÖ á síðast- liðið mánudagskvöld. Njóta þau hjón í hvívetna almanna virÖingar Messuboð FYRSTA LÚTERSKA KIRKJA GuÖsþjónustur i Fyrstu lútersku kirkju næsta sunnudag, 8. des., verða með venjulegum hætti: Ensk messa kl. n að morgni og íslenzk messa kl. 7 að kvöldi. Sunnudagsskóli kl. 12.15. Mr. og Mrs. Konráð Norman frá Argyle voru stödd í borginni seinni part vikunnar sem leið. Heimilisiðnaðarfélagið biður þess getið, að fundi þess sem haldast átti í desember hafi frestað verið fram í janúar. Mr. Dan. Lindal, bílakaupmaður frá Lundar, var staddur í borginni síðastliðinn mánudag. Mannalát Séra Jóhann Fredriksson messar í Lúter söfnuði næsta sunnudag þ. 8. des. kl. 2 e. h. og í Lundar söfn- uði sunnudaginn þ. 15 des. kl. 7.30 um kvöldið.—Jóhann Fredriksson. Sunnudaginn þann 8. des. messar séra Guðm. P. John'son í Westside skólanum kl. 2 e. h. Ungmennafé- lagsfundur verður haldinn strax eft- ir messu. Allir velkomnir. Messur i Gimli prestakalli næst- komandi sunnudag, þ. 8. des., eru áætlaðar þannig, að morgunmessa verður í Betel, á venjulegum tíma, en kvöldmessa kl. 7 í kirkju Gimli- safnaðar, ensk rnessa. Séra Bjarni A. Bjarnason væntanlega prédikar. —Fólk geri svo vel að f jölmenna. Hjónavígslur Þann 24. nóvember voru gefin saman í hjónaband á heimili Mr. og Mrs. Hermann von Renesse í Ár- borg, Miss Helen Kobleen, Árborg, Man. og Mr. Karl Gottlieb Weik, Rosenburg, Man. Brúðurin er dótt- ir Mr. og Mrs. Hermann Koblun, Árborg, Man. Brúðguminn er son- ur Mr. og Mrs. Karl Gottlieb Weik, er búa í Rosenburg. Allmargir af nánustu kunningjum og vinum brúðhjónanna voru viðstaddir og nutu ágætra veitinga á heimili Mr. og Mrs. von Renesse, Séra Sigurð- ur Ólafsson gifti. Þess var getið áður hér í blaðinu, að látist hefði að heimili sínu í Sel- kirk þann 17. nóv. s.l., Guðmundur Guðmundsson; var hann fæddur á Aðalbóli í Miðfirði 5. febrúar 1867. j Hanti fluttist vestur um haf frá Stóru-Hlíð i Víðidal 1912, og sett- ist að í Selkirk litlu eftir að vestur kom, og átti þar heima upp frá því. Hann var kvæntur Oddnýju Odds- dóttur, ættaðri úr Grindavík; misti hana í júní 1928. Guðmund heitinn lifa 5 synir i þessari aldursröð: Axel, búsettur í Valdarási í Víðidal; Bjarni, við Petersfield, Man.; Sigurður, Jón og Kristinn í Selkirk. Einnig þrjár systur, Ingibjörg, gift kona á Vatns- nesi, Helga gift Thorsteini Thor- steinssyni i Selkirk, og Guðbjörg, kona Jóns Hannessonar í Selkirkbæ. Þá lætur og Guðmundur eftir sig tvær systur, Sigríði Pepper í Ed- monton og Margréti, búsetta í Reykjavík. Jarðarför Guðmundar fór fram frá lútersku kirkjunni í Selkirk þann 20. nóvember. Séra B. Theo- dore Sigurðsson jarðsöng. Sunnudaginn 8. des. messar séra H. Sigmar á Mountain kl. 2 e. h.— Ungmenna guðsþjónusta í sambandi við sunnudagaskólann. Sunnudag- inn 15. des. messar séra H. Sigmar í Garðar kl. 1 e. h. Fólk beðið að taka eftir að messan á Mountain er 8. des. en messan á Garðar 15. des. Gefin voru saman í hjónaband þann 30. nóvember síðastliðinn, þau Margrét Ellen Luke og Walter P. Eiríksson. Rev. R. E. Ramsden framkvæmdi hjónavígsluna. Fram- tiðarheimili ungu hjónanna verður i St. Boniface. Brúðguminn er sonur þeirra Mr. og Mrs. Valdimar Ei- rikáson frá Lundar; kom Valdimar til þess að vera við hjónavígslu at- höfnina. Setin var rausnarleg veizla á heimili brúðarinnar að afstaðinni giftingarathöfn. Þann 12. október voru gefin sam- an i hjónaband i bænum Jaffa i Palestinu, þau Dr. Herbert Peter- son embættismaður i flugher Breta, og Miss Mildred Brownell. Brúð- guminn er sonur Stefáns heitins Petersonar og Rannveigar Peterson, er árum saman áttu heima á Bever- ley Street í Winnipeg. Er Mrs. Peterson um þessar mundir búsett í Burnaby, B.C. Brúðhjónin að- stoðuðu Mr. og Mrs. J. Rothwell. Er Mr. RothwelL flugsveitarforingi, Á laugardaginn þann 30. þ. m., lézt að heimili sínu við Hallson, N. Dak., Sigurður Pálsson fóstursonur Jóhanns Hallssonar, þess er Hall- sonbygðin er kend við. Kom Sig- urður hingað í fyrsta Iandnemahóp. Hann var ættaður úr Skagafirði, og kvæntur Sesselju Mganúdóttur. Eftirfarandi systkini hafa verið útnefnd af hálfu stúknanna Heklu og Skuld, til að vera í vali fyrir full- trúanefnd fyrir næsta ár. Fulltrúa 1 er nýtur mikils álits. Ungu hjónin kosning fer fram á Heklu-fundi , ferðuðust bílleiðis til Jerúsalem, en þann 5. des. n. k. Stúku-systkini eru þaðan var förinni heitið til Cairo á beðin að f jölmenna á fundinn. Egyptalandi. Vegleg veizla var set. Beck, J. T. in í bústað flugforingjanna, að Bjarnason, G. M. hjónavígsluathöfninni afstaðinni. Eggertson, Ásbj'. Eydal, S. Finnbogason, C. Gíslason, H. Hallson, G. Magnússon, R. Magnússon, V. Ólafsson, J. Olson, C. Paulson, S. Sigurdsson, E. Thorlaksson, C. S. Eydal, Ritari fulltrúanefndar. Mr. Th. Thorsteinsson bæjarfull, trúi frá Selkirk, var staddur í borg- inni á þriðjudaginn ásamt frú sinni. Mrs. C. B. Johnson frá Glenboro var stödd í borginni í fyrri viku. COMMODORE MISS ambrica Í2975 LADY MAXIM $2475 6ENATOR Por style, depend- ability and VALUE — a Bulova watch is beyond compare* Mánaðarlegar afborganir ef óskað—-án vaxta. Thorlakson & Baidwin 699 SARGENT AVENUE WINNIPEG Gefin saman í hjónaband þ. 26. nóv. s.l. voru þau Mr. Clifford Jó- hann Stevens og Miss Snjólaug Jósephson, bæði til heimilis á Gimli. Séra Bjarni A. Bjarnason gifti, og fór hjónavígslan fram að heimili fósturforeldra brúðarinnar, þeirra Mr. og Mrs. Jóns Jósephsonar á Gimli. Á eftir hjónavígslunni fór fram frábærlega ánægjulegt sam- sæti þar á heimilinu, að viðstöddum allstórum hópi náinna ættingja og vina. Fyrir minni brúðar mælti Jón Laxdal, skólastjóri á Gimli, en fyrir minni brúðguma dr. A. Blöndal. Auk þeirra töluðu þeir dr. S. E. Björnson frá Árborg og séra Jóhann Bjarnason. Brúðguminn er sonur þeirra Jóns kafteins Stevens og konu hans á Gimli, og er lærður kafteinn sjálfur, eins og faðir hans og einn af bræðrum hans, William Stevens, sem er skipstjóri á gufu- skipinu Montgomery. Aðrir bræð- ur hans eru Jón Stevens, bóndi í Gimli-bygðinni og Helgi og Norman Stevens báðir búsettir á Gimli. Systir þeirra er Mrs. dr. Jack Mc- Queen hér í borg. Var hún í veizl- unni, en læknirinn sendi lukkuóska- skeyti, er lesið var upp af séra Bjarna. Brúðurin er organisti Gimli-safnaðar og spilar frábær- lega vel bæði á pianó og orgel. —Ungu hjónin fóru brúðkaupsferð suður til Bandaríkja, en verða til heimilis á Gimli, þar sem þau hafa fest sér íbúðarhús. Saman voru gefin í hjónaband 23. nóvember Bárður Jóhnson og Lorna Rosemary Ruthig, bæði til heimilis hér í borginni. Athöfnina fram. kkvæmdi dr. Björn B. Jónsson, og fór hún fram að 774 Victor St. Eggert Ólafur Johnson og Ena Lillian Edginton voru gefin saman í hjónaband af dr. B. B. Jónsson laug- ardagskvöldið 30. nóv. að heimili foreldra brúðarinnar, 1096 Ingersoll St. Var þar margt manna viðstatt og rausnarleg veizla. Hverjir eru gáfumenn ? (Framh. frá bls. 3) Hér er ekki vikið einu orði að listræni í bundnu eða óbundnu máli, hugvitssemi í mannvirkjum, frækn- leik mikillar námsgáfu eða þvi um líku, þótt það alt sé ágætt í sjálfu sér. Iðulega eru taldir gáfumenn þeir, sem hafa mikla hæfileika í einhverju þessu, án þess að tilgreina hugsunar- hátt þeirra eða hjartalag. Sem sagt: Mikil listamenska og gott hjartalag er ekki ætíð samferða. “Enginn frýr þér vits, en meira ertu grunaður um græzku,” sagði sagði Brandur Hólabiskup vjð Hvamms-Sturlu. Þetta ber ekki svo sjaldan við. Aftur heyrast þeir taldir “meðal- menn” sem ekki þykja rista djúpt í mannlegm lærdómi eða hyggindum, þótt þeir geymi gott hjarta. Sann- leikurinn er, að þeir sem ganga með gott og einlægt hjarta, eru í raun og veru gáfumenn með afbrigðum svo miklum, að allar aðrar mannleg- ar gáfur og hæfileikar eru eins og smámunir í samanburði við það eitt. “Nema þér snúið við og verðið eins og börn” (Matt. 18 ;3-), segir frelsarinn. Góðleikur hins einlæga barns- hjarta er sá eiginleiki, sem í saman. burði við aðrar gáfur eða hæfileika gerir það alt að smámunum. Svo er fyrir þakkandi, að margur maður og kona gengur með þennan göfuga hæfileika í brjósti, sem aldrei hefir komið inn fyrir skóladyr. Samt sem áður mega menn þessir og konur teljast í fylsta máta gáfu- menn. “Sá er mestur sem er beztur. Sannarlega það er hann.” Svo segir biskup Valdimar Briem. Frá þessu sjónarmiði verður að meta þessa menn og virða. A. S. C. Orvals hangikjöt fæst nú i verzlun vorri með bezta hugsanlegu verði. Pantið í tæka tíð áður en birgðirnar þrjóta. Anderson Meat Market 700 Sargent Ave. Sími 31 531 HAROLD EGGERTSON Insurance Counselor NEW YORK LIFE INSURANCE COMPANY Room 218 Curry Bldg. 233 Portage Ave., Winnlpeg Office Þhone 93 101 Res. Phone 86 828 Sendið áskriftargjald yðar fyrir “The New World,” mán- aðarrit til eflingar stefnu Co-operative Commonwealth Federation í Canada. Aðeins EINN dollar á ári sent póstfrítt Útgefendur The New World 1452 ROSS AVE. Winipeg, Manitoba Jakob F. Bjarnason TRANSFKR Annant (freiBlega um alt. Moa a* flutningum lýtur, imliim e«a Btór- um. Hvergri nanntrjartiars. v*r« Heimili: 591 SHERBURN ST. Slmi: 35 909 J. Walter Johannson Umboðsmaður NEW YORK LIFE INSURANCE COMPANY 219 Curry Bldg. Winnipeg WILDFIRE COAL (DRUMHELLER) “T rade-Marked” LOOK FOR THE RED DOTS AND DISPEL YOUR DOUBTS LUMP $11.35 PER TON EGG 10.25 PER TON Dominion Coal (SASK. LIGNITE) COBBLE $6.65 PER TON STOVE 6.25 PER TON Monogram Coal (SASK. LIGNITE) $6.25 PER TON COBBLE STOVE 6.00 PER TON FUEL LICENSE NO. 62 Phones 94 309 94 300 McCurdy Supply Company Llmited 49 NOTRE DAME AVE. E. KAUPIÐ ÁVALT LUMBER hjá THE EMPIRE SASH & DOOR CO., LTD. HENRY AVENUE AND ARGYLE STREET WINNIPEG, MAN. PHONE 95 551 Úr, klukkur, gimsteinar og aBrir skrautmunir. Giftlngaleyfishrét 447 PORTAGE AVE. Slml 26 224 The Watch Shop Diamonds - Watches - Jewelry Agents for Bulova Watches Marriage Licenses Issued THORLAKSON & BALDWIN Watchmakers & Jewellers 699 SARGENT AVE., WPG. Mínniál BETEL ✓ 1 erfðaskrám yðar ! STUDY BUSINESS At Western Canada’s Largest and Most Modern Commercial School For a thorough training, enroll DAY SCHOOL For added business qualifications, enroll NIGHT SCHOOL The Dominion Business College offers individual instruction in— SECRETARYSHIP STENOGRAPHY CLERICAL EFFICIENCY MERCHANDISING ACCOUNTAN CY BOOKKEEPING COMPTOMETRY —and many other profitable lines of work. EMPLOYMENT DEPARTMENT places graduates regularly. DOMINION BUSINESS COLLEGE On The Mall and at Elmwood, St. James, and St. John’s

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.