Lögberg - 05.12.1935, Blaðsíða 2

Lögberg - 05.12.1935, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG. FIMTUDAGINN 5. DESEMBEE, 1935. Höfftjetig Gefið út hvern fimtudag af THE CQLUMBIA PRESS LIMITED 695 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba. Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. Verö 53.00 urn árið—Borgist fyrirfram The "Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba. PHONE 86 327 “Glæður” Tvenn Ijóðsöfn með þessu nafni hafa ný- verið borist oss í hendur, eftir Gunnar S. Hafdal. Félagið “Birtan” á Akureyri hefir gefið ljóð þessi út. Að vissu leyti svara kvæði þessi til nafns; því fremur grillir þar glaðður en blossa og bál. Síðara heftið tekur hinu :fyrra fram og verð- ur það að teljast góðs viti fremur en hitt. Höfundur þessara ljóðsafna er sniðug- lega hagmæltur með köflum, þó sprettharður sé hann hvorki né tilþrifamikill; hann yrkir ekki ósennilega fremur sér til hugarhægðar, en lofs eða frægðar. Yrkiáefni Hafdals eru mörg; alla leið frá ástum til úthafs; meðferðin er víða dálagleg, en heldur ekki meira. I kvæði, sem nefnist “Kvöld við Laxá, ’ ’ og teljast verður með hinum betri, er þannig komist að orði: “Kem eg sem gestur á gamlar stöðvar. Dvel eg um stund við strauminn bláa. Fagna og heilsa sem förumaður. Kveð og sakna sem klökkur útlagi.” Lausavísur láta Hafdal yfirleitt bezt; er eina slíka að finna á blaðsíðu 51 í hinu síð- ara hefti, er hann kallar “Vinnan,” og til- einkuð er S. H. Austmar verkstjóra. “Dagleg störf eg löngum læt lyfta hug og geði. Alt af vinnan mér er mæt móðir auðs og gleði.” Undir fyrirsögninni “Stökur” á bls. 63, (um bækur höfunda) farast Hafdal þannig orð: “Kveðið er að furðu fast, —fátt þó sagt til þrifa. Mætti bæði lof og last um ljóðakverið skrifa.” Yísu þessa má með nokkrum rétti heim- færa upp á hans eigin ljóð; það vantar í þau öll, undantekningarlaust, þann hrifningareld, er einkennir verulega góð kvæði. Kvæðið “Skáldin,” á bls. 84, einnig í síðara hefti, varpar að vorri hyggju nokkru ljósi á sálræna afstöðu Hafdals til samtíðar sinnar, og þá ekki hvað sízt á þá, er að ljóða- dísinni veit; hann finnur til sárinda yfir mis- skiftum kjörum hinna launuðu og ólaunuðu skálda, og villir það honum svo sýn, að hann sér ekkert nýtilegt í ljóðrænu fari launaðra listaskálda. Ljóð Hafdals um þetta efni verð- ur á þessa leið: “Lífsstríð lamar andann, —löngum hörð er glíma. Ljóðin vildi eg vanda, en vantar næði, og tíma. Ljóð mín öll eg yrki við æfidaga strifið. Hjaðningavíg heyja höndin, störfin, vitið. Sál og hagar hendur liafa æ starfi að sinna.— Engum auka skatta alþýðuskáld — sem vinna. En launuð “ listaskáldin, ” lýðhm örðug byrði löngum liggja og hnoða ljóðin — einskis virði.” Seinasta vísa þessa kvæðis er hin mesta meinloka. Listaskáld yrkja sjaldan ljóð, sem einskis virði eru. Yár ekki Matt- hías einn í hópi hinna launuðu skálda ? Og orti hann ekki samt sem áður ljóð, svo djúp, svo djúp, sem líf í heilli þjóð? Lághvötuð og lítilmannleg öfund, veldur fávíslegum kala Hafdals í garð þeirra höf- unda, er íslenzk þjóð, að minsta kosti í mörg- um tilfellum, sóma síns vegna, hlaut óhjá- kvæmilega að styðja með lítilsliáttar ljóð- launum. Dví ekki að sækja á brattann sjálf- ur, í stað þess að berja sér sýknt og heilagt þarna niðri á jafnsléttunni? “Islendingar” Dr. Guðmund- ar Finnbogasonar Eftir prófessor Richard BecJc. Sum af -ritum Bókadeildar Menningar sjóðs hafa sætt harla misjöfnum dómum; enda hefir ekki jafnvel tekist til um val þeirra allra. Ólíklegt er þó, að skiftar skoð- anir verði um gildi þess merkisrits’, sem hér verður gert að umtalsefni: — íslendingar eftir Guðmund Finnbogason. Bókadeild Menningarsjóðs, Reykjavík, 1933. 386 bls. Með þessu riti sínu hefir höfundurinn færst í fang hið þarfasta verk, en umfangs- mikið og vandasamt að sama skapi. Hann hefir tekið sér fyrir hendur, að lýsa helztu þjóðareinkennum Islendinga. Nefnir hann bók sína “nokkur drög að þjóðarlýsingu,” og g'efur þannig í skyn að efnisval og niðurstöð- ur 'hans beri eigi að telja tæmandi, heldur miklu fremur frumdrætti ítarlegri og full- komnari heildarmyndar af þjóð vorri. Hverj- um augum, sem menn kunna að lí'ta þar á— og skoðanamunur um gildi einstakra atriða er óhjákvæmilegur þegar um jafn víðáttu- mikið efni er að ræða — verður vart annað sagt, en að sjónarmið höfundar og flokkun efnisins séu næsta heppilega valin, með þeirri gjörhvgli og glöggskygni, sem hann hefir tíð- um sýnt í fyrri ritum sínum og ritgerðum. “ Af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá” á við þjóðir eigi síður en einstaklinga. Og Guð- mundur leggur einmitt þann mælikvarða á Islendinga. Hann spyr: “Hvernig förum vér svo að, er vér viljum reyna að skilja þjóð og lýsa hennif” Og svarið er á þessa leið: “Vér athugum fyrst og fremst verk hennar, það sem hún hefir skapað á aldanna rás í ýmsum greinum menningarinnar. ” Örðugt mun að finna vænlegri aðferð til sem fylsts skilnings og sannasts mats á hvaða þjóð sem er. Ekki er heldur minna um það vert, að g€ra sér sem ljósasta grein fyrir þeim öflum og aðstæðum, er móta skapgerð og lífshorf hlutaðeigandi þjóðar. Fjarri fer, að Guð- mundur missi þar marksins. Hann túlkar skapeinkenni þjóðar vorrar eins og þau birt- ast í verkum hennar, en jafnframt í ljósi ætt- arerfða og umhverfis. Þegar dæmdar eru nið- urstöður hans, verður einnig að bera í minni, að hann metur hana á sama hátt og vér mæl- um fjöllin, þar, sem hún nær hæst, “eftir því sem hún hefir bezt gert í hverri grein.” Vit- anlega yrði myndin dekkri litum dregin, ef tekið væri eitthvert meðaltal af athöfnum og afrekum þjóðarheildarinnar; svipast um á láglendinu og í daladrögum eigi síður en af hæstu tindum, ef svo má að orði kveða. Hitt er annað mál, hvort lýsingin yrði fyrir það sannari í insta eðli sínu. Guðmundur er þess fullviss að svo er eigi. Þessi Islendinga-lýsing hans er annars æði þáttamörg. Hún fjallar um uppruna þeirra, landnáifismenn, stjórnarskipun, lífs- skoðun og trú, huliðsheima (dulræna atburði og trúna á þá), íslenzkuna, sögurnar, kveð- skap, listir og íþróttir landið, dýrin* mann- lýsingar og þjóðarlýsingar. 1 tveim loka- köflum dregur höfundurinn síðan saman á- lyktanir sínar og ræðir þær nánar. Hér er því fært í einn stað mikið og f jöl- breytt efni um ísland og Islendinga að fornu og nýju; heimildaskráin ber því einnig vitni, hve víða höfundurinn hefir dregið föngin áð, þó jafnan verði nokkurt álitamál um hvað velja beri og hverju hafna af því tagi. Hann vitnar óspart í rit annara, enda verður ekki hjá því komist, en jafnframt hefir bók lians inni að halda gnægð sjálfstæðra athugana og eftirtektarverðra. Harmar hann þó réttilega, að oft skorti sérrannsóknir um það, sem hann helzt vildi fræðast um. Engin tök eru á því í stuttu máli, að ræða nema nokkur meginatriði þessa víðtæka rits. Fróðlegur er kaflinn um uppruna Islendinga, og styðst höfundur þar bæði við hinar sögu- legu heimildir og nýjustu mannfræðilegar rannsóknir. Á þeim grundvelli gerir hann mikið úr kynblöndun Kelta og Norðmanna á íslandi og áhrifum liennar; og 'bersýnilega ekki að ástæðulausu. Og spakleg virðist sú tilgáta hans, að munur sá á sagnaritun Norð- lendinga og Sunnlendinga, sem dr. Sigubður# Nordal hefir leitt rök að í formála sínum fyr- ir Egils sögu, kunni að eiga rót sína að rekja til ólíks þjóðernislegs uppruna. Hinsvegar er eg þeirrar skoðunar, eins og fleiri, sem um bók þessa hafa ritað, að of lítið sé hér gert úr þeirri kynblöndun sem orðið hefir á Islandi á seinni öldum. .Einkar merkileg og ítarleg er lýsing höf- undar á lífsskoðun Islendinga og trú; ágæt- lega túlkar hann Hávamál þó vafi getið leikið á, hvernig skilja beri einstök orð og ljóðlínur. Glögglega sýnir hann einnig fram á, hvernig hugsjón hinnar heiðnu lífsskoðunar og hug- sjón kristninnar renna saman í trúarskoðun Islendinga. Konungur konunganna fullnægði djúpstæðri og margdáðri konungs- hugsjón þeirra. Er til þess kemur, að rekja trúarsögu íslendinga á síS- ari öldum, staSnæmist höfundur á hátindunum þrem í kirkjulegum bókmentum vorum frá þeirri tiS— Passíusálmunum, sálmum séra Matt- híasar og Vídalinspostillu; og þó stiklaS sé þar mjög á steinum, verS- ur því ekki neitaS, aS úr þeirri HliSskjálf er útsýni harla gott yfir seinni tíSar kristnisögu vora. Fagurlega, af mikilli þekkingu og djúpum skilningi, ritar GuSmundur um íslenzkuna; og er þaS aS vonum um jafn orShagan mann og rit- snjallann. GóS skil, þó í stuttu máli sé, gerir hann einnig sögum vorum. Langtum matarmeiri og tilþrifameiri þykir mér samt kaflinn um kveS- skapinn; þar er margþætt efni tekiS föstum tökum, þræSirnir raktir skarplega og greinilega, enda er höfundurinn þaulkunnugur fornum kveSskap vorum og lætur vel aS greiSa úr flækjum hans. HvaS þakklátastur er eg þó GuSmundi fyrir sanngjarnt mat hans á rímun- um, sem nú eru fallnar i ónáS hjá öllum þorra íslendinga, og eru því sjaldnast metnar sem verSugt er. Eins og rök standa til, leggur hann áherzluna á menningargildi þeirra, en viSurkennir á hinn bóginn fús- lega rýrt skáldskapargildi þeirra yfirleitt. Glíman viS hina dýru háttu glæddi andlegan þroska manna og formgáfu þeirra. VerSur því niSur. staSa hans þessi: “HiS mikla þrek- virki og hæsti heiSur rímnaskáld- anna er þaS, aS þau hafa mest allra skálda í víSri veröld gert list orSs- ins aS hljómlist.” Margt er athyglisvert og hugS- ! næmt í kaflanum um listir ogiþrótt- ir. MeS sama handbragSi eru snjall. ar lýsingar höfundar á sambandinu milli landsins og þjóSarinnar og á sambúS manna og dýra; en um hvorutveggja hefir hann áSur ritaS ágætar bækur (Smbr. rit hans “Land og þjóS” og “DýraljóS” hans). Einhver allra merkasti og frum- legasti þáttur ritsins er kaflinn “Mannlýsingar”; fyrstur manna leitast höfundur hér viS, aS semja þjóSrlýsingu á grundvelli hinna mörgu mannlýsinga, sem fyrir hendi eru. Byggir hann þær athuganir sínar á æfisögum þúsund presta og sýslumanna. Líklega verSa menn ekki á einu máli um það, hversu á- byggileg heimild þessar æfisögur séu, né heldur um ágæti hinnar reikningslegu aSferSar í þessu sam- bandi. HvaS sem því líSur, eru niSurstöSur höfundar hinar fróS- legustu og varpa áreiSanlega miklu Ijósi á skapeinkenni þjóSar vorrar. Þá er kaflinn “þjóSarlýsingar” eftirtektarverSur og lærdómsríkur, en þar eru teknir upp dómar tuttugu erlendra manna og f jögurra íslend- inga um þjóS vora, alt frá Adam af B.rimum (á elleftu öld) til vorra daga. Hefir höfundur valiS um- sagnir þeirra, er honum “virSist hafa lýst henni af mestri þekkingu og skilningi.” Bera þeir henni ágætlega söguna, ,hrósa henni fyrir gáfur höfSingskap, góSgirni og gestrisni, en telja hana jafnframt stórláta og sjálfráSa. AuSvitaS væri hægurinn hjá, aS benda á andstæSa dóma út- lendinga um íslendinga, því aS eng. inn er hörgull slíkra umsagna; en miklu veldur þó frá hverjum dóm- urinn um þjóSina var kominn, hvort hann var sprottinn upp af þekkingu eSa skilningsleysi; og hefir höfund- ur þar haft vaSiS fyrir neSan sig. Alkunnug eru ritfimi GuSmundar og málsmekkur. Þarf ekki mörgum orSum aS því aS eySa, aS ^tíll hans, hér eins og endranær, er rammís- lenzkur, kjarnmikill, og myndauS- ugur. Honum, sem öSrum, hefir reynst náiS samneytiS viS fornbók- mentir vorar hinn bezti skóli í frá- sagnarlist og málsnild. Enginn, sem viS íslenzk fræSi fæst, meir en aS nafni til, getur gengiS fram hjá þessari bók. En hún er alþýSurit eigi siSur en fræSi- rit. Og sé hún rétt lesin — sem lögeggjan til <láSa og varSveizlu hins göfugasta í þjóSareSli voru og ætt- arerfSum, en ekki til gullhamra- sláttar á tyllidögum — getur hún orSiS islenzkum lesanda til drjúgum aukinnar sjálfsþekkingar og réttara sjálfsmats. Þvi aS þó meira segi hér frá kostum íslendinga en göllum, lætur höfundur sér um þaS hugaS, aS finna ályktunum sínum staS í sjálfri reynslunni, sem ólýgnust er talin. Hitt dylst hvergi, aS hann hefir mikla trú á íslendingum. Fyr- ir því er bók hans ágætlega til þess fallin, aS fá hana í hendur þeim löndum vorum, sem dauftrúaSir kunna aS vera orSnir á sjálfa sig og ættstofn sinn, meS þaS fyrir augum —eins og Guttormur skáld Gutt- ormsson orSar þaS frumlega í bréfi til mín—“aS hrista upp í sér íslend- inginn.” En óhrakin standa niSurlagsorS GuSmundar í kaflanum um íslenzk- una: “Trúmenskan viS fagra for- tíS, viSleitnin aS þróast í samræmi viS þaS, sem bezt er í eSlinu, er aSalsmark einstaklinga sem þjóSa.” Konan (Framh.) Hefir nú veriS athugaS nokkuS séreSli konunnar og hiS sérstaka hlutverk hennar, sem stendur í beinu sambandi viS og er afleiSing af þessu séreSli hennar. Skulum vér nú athuga nokkru gjör, hvernig konan cr, þegar hún fær aS njóta sin, og hvernig hún á að vera. Því hefir veriS haldiS fram hér á und- an, aS séreSli hennar birtist i viS- kvæmu og auSugu tilfinningalífi. MeS því er vitanlega ekki sagt, aS konan geti ekki veriS skynsöm, í venjulegri merkingu þess orSs, þ. e. a. s. aS hún sé þess ekki umkomin aS hugsa rökrétt, skýrt og skipu- lega, eins og karlmaSurinn. Sumar konur taka karlmönnum fram aS þessu leyti. En yfirleitt eru tilfinn- ingar hennar sterkari og láta meira til sín taka heldur en hugsunargáf- an. Af þessu leiSir þaS, aS kon- unni lætur yfirleitt ekki vel aS fást viS þau störf, sem eru mjög einhliSa skynsemisstörf eSa því nær ein- göngu hugræn viSfagsefni. ÞaS er því tiltölulega mjög sjaldgæft, aS konur gerist t. d. sjálfstæSir vís- indamenn. En af hinu ríka tilfinn. ingaeSli konunnar leiSir þaS, aS hún er gædd þeim eSliskosti, sem nefnt er “inHsœif’ í all-ríkum mæli. Kon- ur “finna oft á sér” þaS, sem reynsl- an ein eSa langdregnar skynsemis- ályktanir færa karlmanninum heim sanninn um. InnsæiS er bein sann- leiksskynjan, og er kærleiksleiSin styzta leiSin aS því marki. Af hinu ríka tilfinningaeSli konunnar leiðir einnig, aS hún er venjulega aS meira eSa minna leyti barnsle| í lund og í háttum sínum. Og getur stundum litiS svo út, sem hún sé aS vissu leyti einskonar millistig milli barns og fullorSins manns. En af þessu leiS- ir einnig aS hún vex og þroskast fljótt og fyrirhafnarlítiS, eins og blóm. Hver sönn og óspilt kona er einskonar blómsál, sem sendir frá sér ilm í allar áttir. Og þaS er þetta biómeðli konunnar sem gerir hana svo yndislega, og er aSal-uppistaSan í öllum hennar töfrum. Tízkudrósir og tildurmeyjar vita þetta og kosta því kapps um aS ávinna sér þokka þessa blómeSlis og barnslega viS- horfs gagnvart tilverunni, og þeim tekst aS blekkja marga, sem sjá ekki, að veriS er aS leika. En yndisþokki sannrar og óspiltrar konu er eSli- legur og uppgerSarlaus og veit hún naumast af honum sjálf. Hann á rót sína í fölskvalausum og einlæg- um tilfinningum, í óbundnum eSlis- i lögmálum, og er því ekki grund- vallaSur á neinum útreikningi. Einu sinni var frægur franskur rithöfundur spurSur aS því í sam- kvæmi, hvern hann áliti mestan kost á konu, og hvaS þaS væri í fari kvenna, sem karlmenn gegjust, aS hans dómi, mest fyrir. Rithöfund- urin^i hugsaSi sig um nokkra stund. Því næst tók hann til máls. Hann taldi upp ýmsa eSliskosti, svo sem gáfur, glaSlyndi, geSprýSi, hugrekki, þolinmæSi, og líkamlega eiginleika, eins og t. d. fríSleika. En þó sagSi hann aS allir þessir eSliskostir og eiginleikar væru sem núll, ef eitt vantaSi. En ef þessi eini eSliskostur væri fyrir hendi, þá gæfi hann öll- um hinum núllunum eitthvert gildi. Rithöfundurinn fór mörgum fögr- um orSum um þenna eina eSliskost, sem væri eins og sól, er allir aSrir eSliskostir fengju ljós sitt frá, og áheyrendurnir urðu forvitnir. Loks fengu þeir aS vita, hver sólin var. Hún var — hjartagœzka. . . . Eg held, aS rithöfundurinn hafi rétt fyrir sér, og eg hygg, aS flestir karl- menn muni verSa mér samdóma. Sú kona, sem vantar hjartað, sú kona, sem kann ekki aS finna til og elska, er ekki kona, í dýpstu merkingu þess orSs. Og enda þótt hún leiki hlutverk konunnar, þ. e. a. s. verSi af einhverjum ytri ástæSum föru- nautur mannsins, sem unnusta, eig- inkona eSa móSir, þá verSur þaS hlutverk innantómt og andlaust og utanveltu viS lífiS sjálft, og því ekki vænlegt til mikils þroska. Hamingj- an forSi oss frá slíkum konum! AS lokum læt eg fylgja austur- lenzka líkingu. Hún er á þessa leiS : “Hvers vegna var mannkyniS skapaS í mynd karls og konu ? Hver sál er þó sama eSlis inst inni, enda þótt líkamirnir séu ólikir.” Betlimunkur einn svaraSi á þessa leiS: “Eg horfSi á vindinn er hann blés á hafiS — vindinn — hinn ósund- urgreinda — andann — hinn ó- sýnilega anda hins óþekta — og hann smaug haf efnisheimsins og gæddi þaS hreyfingu og lífi. Og eg sá vatniS rísa, unz þaS myndaSi hvitfexta bylgju, og eg hrópaSi: “Sjá, þarna er Adam!” Og eg sá bylgjutoppinn hrynja niSur í bylgjudalinn, og eg hrópaSi: “Sjá, þarna er Eva, orSin til fyrir Adam,” um leiS og bylgjutindurinn hneig í skaut öldudalsins. Og eg sá öldudal, ina rísa upp og mynda annan öldu- tind, sem svo hneig niSur í annan öldudal, og þannig koll af kolli út aS yzta sjónbaug, þar sem hiS ó- þekta tekur viS. Þannig tekur sál mannsins á sig kerfi konu, og sál konunnar tekur á sig gerfi karlmanns, en sál mann- kynsins sem heildar er sem óslitin keSja; þegar hún hrærist af innri öflum, þá kernur hún í ljós í efnis- heiminum sem einskonar bylgja og bylgjudalur — maSur og kona — sem skiftast á, kynslóS eftir kvn- slóS. En eins og vindurinn hefir stund- um hægt um sig á hafinu, svo að engar öldur koma í ljós—þannig eru til menn, þar sem andi og efni virSist sameinaS, og sem eru, aS því er virS- ist, bæSi karl og kona, runnin saman í eina heild, fullkomnir elskhugar sameinaSir, og er hér um aS ræSa hina hreinu manntegund, sem nálg- ast mest friS og kyrS mannkynssál- arinnar og er endurskin hins al- gjörva friSar.” Eg held aS betlimunkurinn hafi alveg rétt fyrir sér. KarlmaSurinn er bylgjan, sem rís upp frá hafi til- verunnar, og hreykir sér stundum hátt. Hann leitar út á viS, stendur í ýmsum stórræSum, og í bylgju- toppinum getur oft aS lita glyskenda froSu. Konan er öldudalurinn, hóg- vær og hljóSur. Hann hreykir sér ekki upp og er því ekki eins ábæri- legur og aldan. En hann er nær hinu mikla djúpi, og hann tekur viS bylgjunni, þegar hún verSur aS brjóta odd af oflæti sínu. Þannig er þaS hiS heilaga hlutverk konunn- ar aS bíSa mannsins meS opinn faSminn, taka á móti honum, sam- lagast honum, og rísa svo meS hon- um í nýrri öldu. Þannig er þróunar- ferill lífsins. Betlimunkurinn talar um menn, sem virSast sameina í sér hiS karlmannlega og kvenlega eSli. Slíkir menn eru t. d. Kristur og Búddha. Þeir eru undantekning- arnar, og aS vísu ber aS keppa að því aS líkja,st þeim. En áSur en þeirri vaxtarhæS er náS, verSur alda og öldudalur oft aS hafa fariS sam- an og sameinast. Grétar Fells. —EimreiSin.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.