Lögberg - 05.03.1936, Blaðsíða 4

Lögberg - 05.03.1936, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG. FIMTUDAGINN 5. MARZ 1936 Högberg G«fi8 út hvern fimtudag af THE COL.VMBIA PHESS IAMITED 695 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba. Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. VerO <3.00 um áriö—BorgUt fyrirfram The "Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba. PHONE 86 327 I nafni menningarinnar Fregnir af nýlegum svokölluðum sigur- vinningum hinna ítölsku hersveita í Ethiópíu, láta þess getið, að í tilefni af þeim hafi stofn- að verið til margháttaðra hátíðarhalda víðs- vegar um Italíu. Sigrar þessir, ef það þá er réttlætanlegt, að kalla þá því nafni, áttu rót sína að rekja til þess, að Pietro Badoglio yfirhershöfðingi Itala, lét á nokkrum klukku- stundum demba yfir varnarlaust Ethiópíu- fólk, konur, börn og gamalmenni, eitthvað um sjötíu smálestum af bráðdrepandi sprengi- efni. Fyrirsláttur Mussolinis um það, að árás- ir Itala á Blámannaland, séu háðar með það fyrir augum að siðmanna þjóðina, verður því andstyggilegri, sem málið er nánar íhugað. Innfæddum Afríku kvnflokkum stendur það vafalaust enn í fersku minni hvernig hvít- menningin fór að ráði sínu þar í landi fyrir tuttugu árum eða svo; hve lágt hinar nafn- kristnu þjóðir lutu þá. Og þar af leiðandi er þess heldur ekki að vænta, að virðingin fvrir vestramni hvítmenning fari vaxandi við þau hryðjuverk, sem daglega eru framin í Ethi- ópíu í nafni hennar. Sigrar Itala í Afríku, verða sennilega samt sem áður aldrei nema skammgóður vermir. Draumur Mussolinis um endurreisn Rómaveldis hins forna á enn langt í land. En hjá því getur ekki farið, að hermdarverk Itala skjóti djúpt rótum í meðvitund þeirra kyn- flokka í Afríku, sem nú eru sárast leiknir, og að hefndarhugurinn brjótist út í ægilegri mynd, jafnvel áður en langt um líður. Og þá er engan veginn óhugsandi að f járplógsmann- inum hvíta, verði sýnt í tvo heimana.— Því læra hörnin málið, að það er fyrir þeim haft. Ef til vill skilst Ethiópíumönnum það til fullnustu síðar meir hvert þeir eiga að sækja fyrirmyndir sínar. Það tók Japani til- tölulega ekki lengi að koma auga á hvernig þeir ætti að fara að, til þess að geta fært út kvíarnar. Þeir höfðu fordæmið við hendina og fylgdu því dyggilega eftir. Járnbrautir og vetrarríki Svo margháttuð og fjölþætt er nytsemi járnbrauta í þessu landi hins mikla vetrar- ríkis, að sennilega gera fæstir sér þess ljósa grein. Þegar svo má heita að fokið sé í flest skjól, þá eru það járnbrautarlestirnar, sem klífa til þess þrítugan hamarinn, ef svo má að orði kveða, að ná til áfangastaðar á tilteknum tíma hvernig sem viðrar og hvað sem á móti blæs. I öðrum eins aftaka vetri og þeim, sem nú er að líða, er hætt að víða hefði orðið örð- ugt um vik, ef ekki hefði verið fyrir járn- brautina, þenna “þarfasta þjón” canadisku þjóðarinnar; ekki sízt að vetrinum til. Af prentaðri skýrslu frá Mr. W. A. Kingsland, varaforseta þjóðbrautanna, Cana- dian National Railways, má fá nokkra hug- mynd um það, hverjum erfiðleikum það var bundið, að halda uppi reglubundnum sam- göngum í vetur. 1 janúarmánuði varði félag þetta $315,000 til þess að halda brautum sín- um opnum og ferðafærum; skýrslur um þetta efni vfir febrúarmánuð eru enn ekki við hendi, en ef ráða má af eyktamörkum mun til- kostnaðurinn hafa orðið þó nokkuð hærri. Þann 19. febrúar síðastliðinn, hafði þjóð- brautafélagið í þjónustu sinni 98 eimkatla til þess að rýma snjó af brautarteinum víðsveg- ar um landið. I þjónustu sinni þenna eina dag hafði félagið 7,300 aukamenn og nam kaup þeirra samtals $20,000. Það var járnbrautunum að þakka, að Montreal-borg og nærliggjandi bæir, urðu ekki ósjálfbjarga og í sárum vandræðum sakir mjólkurskorts, meðan á strangasta harðinda- kaflanum stóð. Og hið sama er að segja um bygðarlögin í suðurhluta Ontariofylkis. Fyrir árvekni þeirra, sem með höndum höfðu framkvæmdarstjórn járnbrautanna var það, að þrátt fvrir einsdæma veðurfar, tept- ust t. d. lestir ekki tilfinnanlega milli Strand- fylkjanna og Port Arthur, nema aðeins þrisv- ar, og urðu aldrei yfir sex klukkustundir á eftir áætlun. Alt. þetta og miklu fleira, ber að taka til greina, er um er að ræða afkomu cana- diskra járnbrauta og nytsemi þeirra fyrir þjóðfélagið. Sanngildi einstaklinga og stofnana verð- ur þá fyrst réttilega metið, er á reynir þol- rifin. MacKenzie King MAÐURINN OG AFREKSVERK HANS. Eftir John Lewis. (Sig. Júl. Jóhannesson þýddi) Snemma á árinu 1906 var King tilkynt að alvarleg og hættuleg deila hefði risið upp í Vestur-Canada. Höfðu kolanámumenn í Suður-Alberta gert verkfall sem lengi hafði staðið yfir. Vetur var kominn og harðindi í nánd sem gerðu kringumstæðurnar enn þá ískyggilegri. Var ekki annað fyrirsjáanlegt en að bændur í Saskatohewan, sem kol sín fengu frá þessum námum mundu frjósa í hel, ef ekki yrði komið á sáttum og farið að vinna. King fór sjálfur alla leið vestur og reyndi að miðla málum þar sem hann kom á fundi með námueigendum og fulltrúum námu- mannanna. Námueigendurnir neituðu fyrst í stað að mæta fulltrúum verkamanna, vegna þess að þeim fanst með því viðurkendur réttur þeirra til samvinnustarfa, en þann rétt vildu þeir alls ekki viðurkenna; þeir neituðu rétti verka- manna yfirleitt til þess að mynda félög sín á meðal (unions). Á meðan þessar deilur stóðu yfir birtist opið bréf stílað til Sir Wilfrid Lauriers frá formanni nefndar nokkurrar í Bladworth í Saskatchewan. 1 þessu bréfi voru atriði, sem snertu mannúð og sanngirni. Bréfið hafði djúp áhrif á King og hrærði hann til með- aumkunar. Hér birtast nokkur atriði úr bréfinu: Bladworth þorpið var útbýtingarstöð fyrir landnema í hér um bil tólf héruð, þar sem fimtíu landnemar að meðaltali voru í hverju héraði. Landið var skóglaust ber- svæði. Allur kolaflutningur var hættur og allur fáanlegur eldiviður þrotinn. Landnemarnir höfðu orðið að nota bygg- ingavið til eldsneytis, sem þeir urðu að kaupa afarháu verði — þrjátíu dali fyrir þúsund fetin. — Auk þess brendu þeir smáhrísi, komi og heyi, sem þeir hnýttu í harða hnúta, til þess að það væri hitabetra. Jafnvel alt þetta var nú gengið til þurðar og landnemarnir liöfðu ekkert, er til eldsneytis yrði notað; en veturinn skollinn á og ekkert sýnilegra en kuldi, kvalir og jafnvel manndauði. Öllum skólum var lokað sökum skorts á eldiviði og í einum stað var aðeins eitt eld- stæði í þrjátíu herbergja hóteli. Loks var þar komið, að norðanbylur með hörku frosti hafði staðið yfir í fulla þrjá sól- arhringa. Um síðir var málum miðlað eftir miklar j>rautir og langvarandi hörmungar, sem af þeim hafði stafað. Það, sem mest áhrifin hafði á King var það ranglæti, að saklausir bændur, sem engan þátt áttu í deilunni liði þessar hörmungar, og ]>að, að opinber störf, sem líf og heilsa fólks- ins var undir komið, hættu með öllu, þegar mest á reið að þau væru sem greiðust. 1 skýrslunni, sem King sendi stjórninni um þetta mál farast honum orð sem hér segir: “Skipulagt félagslíf er nauðsynlegt til þess, að námur verði starfræktar til sameig- inlegra hagsmuna allra, sem við það verk eru riðnir. Ef verkamenn og vinnuveitendur geta ekki komið sér saman, þá er það skylda ríkis- ins eða stjórnarinnar, að taka sanngjarnlega í taumana. 1 öllum siðuðum þjóðfélögum verður einstaklingsrétturinn að lúta í lægra haldi, ef eða þegar hann kemur í bága við hag almennings. Það segir sig sjálft að enginn einstakl- ingur né flokkur einstaklinga hefir rétt til }>ess að hamla fólkinu frá því að fá eldivið, þar sem nóg er til af eldivið og menn viljugir að vinna að framleiðslu hans — enginn hefir vald eða rétt til þess að láta fólk svelta þar sem nóg er til af björg. Þeir, sem deila verða annaðhvort að beygja sig undir sanngjarna málamiðlun af hálfu stjórnarinnar, eða eiga það á hættu að aðrir menn verði látnir starf- rækja þau fyrirtæki, sem um er að ræða — kolanámumar í þessu tilfelli.” Þetta leiddi til þess að King var falið að undirbúa lagafrumvarp viðvíkjandi deilum miklu sanngjarnari en nokkuð, sem áður var miklu sanngjarnari en nokkur, sem áður var til í lögum því viðvíkjandi, að þau eru talin einn aðal áfangastaðurinn á leiðinni til sann- gjarnra úrslita þess konar mála. Menn höfðu rétt til verkfalla og atvinnusynjunar, en áður en menn voru útilokaðir af vinnuveitendum og áður en verkamenn gerðu verkfall, urðu hvorirtveggja að ræða málin og reyna á frið- samlegan hátt að afstýra ósætti og þeim hörmungum, sem af því leiddi.—(Framh.) Niður á faátan grunn Royal bankinn er hlekkjaður við undirstöðu Canada og álit hans grundvallað á reyndum ábyggileik. ROYA L BANK O F C A N A D A Utvarpsraeða Játvarðar VIII. Bretakonungs 1. MARZ 1936 ' Það er æfagömul venja konungs- stjórnarinnar brezku, að þegar nýr stjórnandi tekur við völdum, sendi hann ritað ávarp til allra þeirra þjóða, sem heyra til ríki hans. Vís- indin hafa gert mér það mögulegt að komast nær yður með þessu rit- aða ávarpi og flytja yÖur það sjálfur persónulega, með aðstoð útvarps- tækjanna. Þetta er þó ekki algerð nýjung, þvi faðir minn hefir í nokkur und- anfarin ár ávarpað yður á sama hátt með jólakveðju, og eg er þess fuli- viss að rödd hans hljómar enn þá í eyrum yðar margra siðan hann á- varpaði yður í hinsta skifti. Hann talaði þá að endaðri langri og merkilegri stjórnartíð, sem var heill aldarf jórðungur. Á þeim tíma hafa róttækari breytingar átt sér stað, en á nokkru öðru jafnlöngu timabili og hinar dýpstu áhyggjur hafa á köflum verið sameiginlegt hlutskifti vor allra. Alla sína stjórnartíð var hann hin mesta fyrirmynd að þvi leyti hversu ant hann lét sér um að skipa sam- vizkusamlega stöðu sína og hann hafði æfinlega vakandi auga á heill og hamingju allra sinna þegna og allra þeirra, er að einhverju leyti áttu að njóta verndar hans. Á tímun) mótlætinganna skapaði stilling hans og sigurvon þrek og hugrekki hjá öllum þegnum hans; enda tók hann einlægan þátt í gleði þeirra og velgengni eigi síður en í sorgum þeirra og áhyggjum. Eg geri mér fulla grein fyrir því hversu vináttubönd og hollusta hafa verið trygð og styrkt í samveldum brezka ríkisins, í Indlandi og í ný- lendunum, einmitt vegna persónu- legrar velvildar og trygÖar við föð-. ur minn — hvernig hollusta við rík- ið, sem er ímynd sambands og ein- ingar margra landa og þjóða, hefir aukist i stjórnartíð hans og fest dýpri rætur. Eg geri mér grein fyrir því, að dauði hans er ekki einungis hið dýpsta sorgarefni móður minni og oss börnum hans, heldur er það einnig öllum yður persónulegt tap. Prinsunum og fólkinu á Indlandi sendi eg kveðju mína sem stjórn- andi konungur þeirra. Þér haíið látið í ljós sorg yÖar og hluttekn- ingu við þetta tækifæri á þann hátt, að það fyllir sál mína þakklæti til yðar. Samband Breta og Indverja í fríði jafnt sem ófriði hefir verið í al'a staði heiðarlegt og staðið um langan aldur. Og fordæmi það, sem Vic- toria drotning, Játvarður konungur VII. og George konungur hafa gef- ið, leggur mér þær háleitu skyldur á herÖar að varðveita og styrkja þetta samband. María drotning, skyldulið mitt og eg sjálfur höfum hlotið hinn mesta styrk og stuÖning af þeirri margvís- legu hluttekningu, sem oss hefir verið auðsýnd í sorg vorri og missi, úr öllum áttum. Hinn mikli fjöldi er heiðraði minningu föður míns við jarðarför hans og hin skrifuÖu skeyti einlægrar samhygðar frá þús- undum einstaklinga, ekki einungis úr brezka ríkinu, heldur einnig frá mörgum öðrum löndum — alt þetta verður geymt og gleymist oss aldrei. Það er dýrÖlegt að hugsa til þess hve alment hinir miklu mannkostir föður míns hafa verið viðurkendir og virtir. Það er meira en sálarlaust orðtæki, þegar sagt er, að hann hafi ríkt í hjörtum fólks síns. Hann var svo hamingjusamur að fá sönnun þess áður en hann dó, að fórnfýsi hans og einlægni í þjónustu fólks síns og ríkis var viðurkend og end- urgoldin með ást og virðingu. Þetta kom greinilega í ljós við hátiðahöld. in i fyrra. Það fellur i minn hlut að halda áfram verki hans. Þér þekkið mig öll bezt sem prinsinn af Wales — sem mann,-er bæði á stríðstímunum og síðan hefir haft tækifæri til þess að kynnast fólkinu svo að segja í öllum löndum heims í öllum kring- umstæðum og ailavega fyrirkallað. Og jafnvel þótt eg nú ávarpi yður sem konungur, þá er eg samt enn þá sami maðurinn, sem haft hefir þessa reynslu, og eg fullvissa yður um, að það skal verða stöðugt takmark og einlægur ásetningur þess manns, að balda áfram að gera sitt ítrasta öll- um meðbræðrum sínum til heilla og hagsmuna. Megi framtíðin flytja i skauti sér frið og réttan skilning með öllum þjóðum veraldarinnar og heill og hamingju hinna brezku þjóða; og megi gæfan stjórna þannig hugum vorum og athöfnum, að vér verð- skuldum þann mikla arf, sem vér höfum þégið. EFTIRMINNILEG KVÖLDSTUND Kvöldskemtun sú, er ÞjóÖræknis. félagið efndi til síðasta þingkvöldið, var einhver hin ánægjulegasta og skemtilegasta, sem hér hefir verið haldin um langt skeið. Þótt skemtiskráin væri ekki ýkja margbreytt, þá bætti það fyllilega upp, hversu hlutverkin voru vel af hendi leyst, svo og hin almenna þátt. taka fólksins í samkomunni, með þvi að syngja sameiginlega ættjarð- arsöngva, milli þess er ræðumenn og aðrir er skemtu, komu f ram; setti þetta einingarlegan og fjölskyldu- legan blæ á samkomuna. Eftir að forseti, hr. J. J. Bildfell, hafði sett samkomutia, kallaði hann fram ungan dreng, er á íslenzka móður, en enskan föður, og sagði hann fram á fallegu, íslenzku máli, sálminn “Ó, faðir gjör mig lítið ljós,” og fórst vel. Það, sem ef til vill vakti mesta aðdáun, var söng-- flokkur ungra sveina og meyja, und- ir stjórn hinnar góðkunnu kenslu- konu við J. B. skólann, Miss Salome Halldórson. Það var öllum óbland, in ánægja að heyra þetta unga og efnilega skólafólk syngja úrval ís- lenzkra kvæða og skeika hvergi í framburði málsins. Miss Halldórson á sannarlega þakklæti allra íslend- inga skiliÖ, fyrir hina göfugu við- leitni sína í að kenna nemendum skólans að syngja íslenzka söngva, og unsa þeim. Dr. Richard Beck flutti frumort kvæði, er hann nefndi “Vetur.” Kvæðið er perla, bæði að máli og formi, enda var það flutt með við- eigandi krafti. Dr. Beck er sannur vormaður í hug og sál; hann þekkir vetrarhörkuna, en hann veit að vor- sóíin sigrar. Hinn ungi og efnilegi prestur, séra B. Theodore Sigurðson, frá Sel- kirk, flutti skörulegt og skemtilegt erindi um viðhald íslenzkrar tungu og menningar meðal Islendinga í Ameriku. Margir meðal samkomu- gestanna höfðu aldrei heyrt hann áður, og biðu með eftirvæntingu, enda varð enginn fyrir vonbrigðum. Hann flutti erindi sitt með skör- ungsskap, á ágætri íslenzku, og er hann þó fæddur og uppalinn hér i landi. Séra Guðmundur Árnason las upp kafla úr siðustu skáldsögu hr. H. K. Laxness, “Sjálfstætt fólk,” og þótti hvorttveggja óblandin ánægja að heyra: söguna og hinn snildarlega upplestur séra Guðmundar. Hr. Lúðvík Kristjánsson las upp tvö frumort gamankvæði, var atjnað Verzlunarmentun Oumflýanleg nú á tímum! Vaknandi viðskiftalíf krefst vaxandi vinnukrafts. Við- skiftavenjur nútímans krefjast sérþekkingar á öllum sviðum. Þessvegna er verzlunarmentun blátt áfram óumflýjanleg. Enda er nú svo komið, að verzlunar- skólanám er talið óhjákvæmilegt skilyrði fyrir atvinnu við skrifstofu- og verzlunarstörf. UNGIR I’ILTAR og UNGAR STÚLKUR, sem ætla sér að ganga á verzlunarskóla (Business Oollege) í Winnipeg, ættu að spyrjast fyrir á skrifstofu Lög- bergs; það verður þeim til dr júgra hagsmuna. Komið inn á skrifstofuna, eða skrifið The Columbia Press Limited TORONTO og SARGENT, WINNIPEG 10C=>0<=>0<=D0C=^0C=>0<=>0C=DQ<=Z>0C=^0C >oO

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.