Lögberg - 05.03.1936, Blaðsíða 7

Lögberg - 05.03.1936, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 5. MARZ 1936 7 Márus Doll (D. 29. marz 1935) ÆFIMINNING Hann var fæddur í Hróksholti í Eyjahreppi í Hnappadalssýslu 5. jan. 1869. Foreldrar: Jónas Eyvindsson og Kristín Jónsdóttir. Þeim hjónum varð 9 barna auÖið; af þeim lifa nú aÖeins tveir bræður : Eyvindur í River- ton og Júlíus á Islandi. Jónas faðir Márusar eignaðist með seinni konu tvo sonu, lifir annar þeirra, Kristinn Doll á Mikley. Márus Doll kom frá Islandi 1886, settist að í Mikley og bjó þar til æfi- loka. Hann kvæntist Ingibjörgu Brynj. ólfsdóttur 3. sept. i8c)7. Márus og Ingi- björg eignuðust 13 börn ; 2 dóu í æsku. Eitt þeirra, Jónas Caspar, ágætt mannsefni, dó 1918, tæplega tví- tugur. Hin öll, að einu undanteknu, eiga heimili á Mikley. Nöfn þeirra eru sem fylgir: Guðrún, gift B. W. Benson; Kristbjörg, gift Sigurgeir Sigurgeirssyni; Brynjólfur, kvæntur Mable Rögn- valdsson frá Winnipegosis; Borgel. kvæntur Malvin Pruden af frakkneskum ættum, búsétt í Selkirk; Sigríður, gift Skúla Sigur- geirssyni; Katrín, gift Aðalsteirji Jónssyni; Rosie, gift V. Thomp. son af dönskum ættum; Gunnar, kvæntur Sigurrós Ámundason ættaðri af Mikley; Kristín og Benedikta ógiftar að læra hjúkrun- arfræði á almenna spítalanum í Selkirk. Márus Doll bjó í Lundi i Mikley allan sinn búskap. Hann stundaði landbúnað og fiskiveiðar jöfnum höndurn; vann af kappi og hlífði sér hvergi, enda er það meira en meðalmanns verk að ala upp 11 mannvænleg börn, og haf a á ekkert að treysta nema tvær hendur og hagsýni samhentrar konu. En þrátt fyrir svo erfiða aðstöðu, var starf hans víðtækara og náði út fyrir heimilis- annir. Hann var forseti Mikleyjarsafnaðar um mörg ár, og sveit- arráðsmaður um langt skeið. Márus var ágætlega orðfær maður og einn af aðal ræðumönnum Mikleyjar milli 30-40 ár. Hann var prýðilega skáldmæltur, en fór dulara með en ástæða var til. Þó orti hann töluvert, en hélt því lítt saman. Hann skrifaði frétta- pistla héðan í íslenzku blöðin; urðu þeir til að kynna Mikley og styðja veg hennar. Af þessu er auðsætt, að skarð er fyrir skildi í þessari bygð, við fráfall hans. Mikley hefir mist einn sinn allra bezta mann. Satt er það að vísu “að maður kemur i manns stað.” Márus Doll var svo kynsæll maður, að ástæða er til að ætla að ein- hver niðji hans, sem ber sama nafn, verði merkur starfsmaður á þessari eyju, eftir nokkur ár. En þó að svo verði, er það víst að eldra fólkið, sem saknar lians, fær aldrei skaðann bættan. Það sér aldrei framar Márus Doll íslenzkan í anda og fasi með fjallaloft og ljóð á tungu. Márus Doll var vörpulegur maður að vallarsýn, meir en í meðallagi hár og þrekinn. Hann var vel á sig kominn og karl- mannlegur. Skjótur til úrræða. Harðfengur og fylginn sér þegar hann gekk að verki; gengu öll störf fljótt og greiðlega úr höndum hans. Öllum var ljúft að ganga að verki með honum, því að hann var glaður starfsmaður og ókvíðinn. Jafnan tók hann sólarhæð andlegra mála ásamt erfiðu starfi. Manni með hans hæfileikum nægði ekki efnið eitt. Andinn varð að njóta síns réttar, þá leið timinn fljótar .og skildi eftir spor á sandi liins stritandi verk- bundna rnanns. Verk hans voru vandlega unnin og gæfusamleg. Heyrt heíi eg, að hann hafi hjargað tveiin mannslifum frá dauða, með miklu snarræði. Er það trú mín, að sá, sem ber gæfu til þess, muni fá handtök gera ógæfumegin um æfina. Á léttasta skeiði æfinnar var Márus Doll formaður á seglbát í fleiri sumur norður á Winnipegvatni. Enn þann dag í dag lifa þær sagnir síðan, að þó að hann bryti stýri eða annað jafn alvarlegt kæmi fyrir úti á regin. vatni í ófæru veðri, kæmi hann heill í land með menn og skip. í marzmánuði s.l. ár fékk Márus slag. Var honum ekki hugað líf, þó rétti hann sig svo við, að hann var fær um, fyrir bænastað barna sinna, að takast ferð á hendur til Winnipeg, að leita sér lækninga. Sjálfur vissi hann, að hann mundi deyja. Þegar eg frétti um ferð hans, mintist eg ofangreindra sagna um hann norður á vatni, og taldi mér trú um að enn mundi hann koma liíandi aftur, þó að útlitið væri ískyggilegt. En það brást. Sannaðist þar hið fornkveðna: "Bregður hverjum á banadægri.” Nú var svo komið að hann hafði ekki nema um einn kost að velja, —sama kostinn og Þorkell Máni forðum, sem þetta var kveðið um : “Stundin er komin, æfiár enduð og sérhver jarðar riiæða. Megnar nú enginn mín að græða, maður. hin dauða sollnu sár.’ . . . Hefði Márus Doll haft fult ráð síðustu stundina — og sól skinið á skýlausum himni — mundi hann hafa látið bera sig út í sólskinið, eins og Þorkell Máni, og falið þeim sál sína, sem sólina hefir skapað. Með þessum tveim íslendingum var andlegur skyldleiki, þó að annar væri uppi fyrir þúsund árum, en hinn á tuttugustu öldinni. Báðir voru gáfuð Ijóss og náttúru börn. Þó var Márus ekki trú- maður á almenna rétttrúnaðar vísu. Hugsjón hans þurfti víðara vængjarúm Eg þekti manninn svo vel, að eg þori óskelfdur að tileinka honum baugabrot úr kveðju, sem flutt var við kistu annars íslendings: “Að trúa fáu, en skoða með skarpri hugarsýn — og skilnings höndurn þreifa, var einkalöngun þín.” Márus Doll hafði þann sjaldgæfa hæfileika að knýja á hurðir gleðinnar, þó að hjarta hans titraði af harmi. Hann misti konu og uppkominn son '‘flúar”-veturinn 1918. Aðeins 5 dagar liðu á milli dauða þeirra. Hann stóð einn eftir með 10 börn, flest á æskuskeiði. Þá gránaði hár hans og hann eltist um tíu ár á einni nóttu. En þó hafði hann gleði svo á reiðurn höndum, ef þig bar að garði hans. Á þessu stigi andlegrar aðalmensku hygg eg norræna ætt rísa hæst —og Márus var niðji hennar. “Deyjandi munnur orti óð, þá oddur spjóts í hjarta stóð.” Þetta eru einkunnarorð norrænnar skapgerð- ar. I lærra getur mannleg tign tæplega risið. Eftir missi konu sinnar gekk Márus börnum sínum bæði í föður og móðurstað. Að hann hafi verið því starfi vaxinn er augljóst af því, að þau unnu honum bæði sem föður og móður.— Missirinn varð þeiin því óumræðilega sár.------“Tíminn græðir, góða mín,” sagði Márus heitinn við eina dóttur sína, þegar hún misti sín hörn. — Það er sú eina líkn, sem lögð er með þraut, að tíminn græðir — þó að seinn sé. Márus Doll var jarðsettur 6. apríl 1935, í grafreit Mikleyjar, aö viðstöddu fjölmenni. Séra Jóhann Bjarnason jarðsöng. Börn Márusar Doll kveðja hann með þessum ljóðlínum: Eús gafstu á vegi förnum, faðir! — af tíu börnum meðtak þökk allrar æfi, sem ástúð þinni hæfi. Sorgin við gluggann situr samúðarlaus — en vitur. 11. febr. 1936. AHflestir hana erfa. Ástvinir fara og hverfa. Þó gæfu gefi árin, og grói hjartasárin, —ást þín var öllu stærri, áhrifa meiri og hærri. /. S. frá Kaldbak. Erum vér að vinna ? (Framh. frá bls. 3) yfirleitt munum vér öðrum þjóðum likir upp til hópa. En vér eigum að hafa þjóðar- metnað til þess að reynast trúir því mannorði, sem feður og mæður skildu oss eftir, annars erum vér lítilmenni og verulegir ættlerar. Oss er falið ekki aðeins að sjá borgið mannorði feðra og mæðra, heldur og hins íslenzka þjóðflokks yfirleitt að því er kemur til vor per- sónulega. Oss á að skiljast, að orðið “ís- lendingur” táknar trygglyndi í orð- um og trúleika í starfi. Þessu megum vér ekki gleyma nokkurt augnablik. Sá, sem ekki man eftir þessu, er ekki íslendingur nema að nafninu. Aðeins með þessu móti fáum vér borgið eigin mannorði og virðingu frænda lífs og liðinna. “Varðveit þú, son minn, boðorð föður þíns, og hafna eigi viðvörun móður þinnar” eru orð vitringsins, (Orðskv. 6:20) og: “Gott mannorð er dýrmætara en. mikill auður.” Orðskv. 22:1. Þennan auð fluttum vér með oss hingað. Það er algerlega lífsspursmál fyr- ir oss að gæta hans, svo að hann aldrei glatist. Gæta hans sem sannir íslendingar. Þá munum vér reynast uppbyggi. legir borgarar, eins og vér höfum fengið orð fyrir til þessa.—(Frh.) Minningar um séra Matthías Eftir Guðm. G. Eyford. (Minningar þessar eru kafli úr bréfi, sem höfundur sendi mér ný- lega; tel eg þær þess virði, að koma fyrir almennings sjónir, bæði vegna þess að þær eru greinargóðar, og eins vegna hins, að halda ber til haga öllu því, sem einhverju ljósi varpar á persónu þjóðskáldsins eða lífs- horf hans. —- Richard Beck). Eg átti þeirri hamingju að fagna á yngri árum, að kynnast séra Matt- híasi htils háttar; yildi það fyrst þannig til, að árið (1894) sem eg lauk námi í Flensborg, fór eg það vor til Valgarðar Breiðfjörð, sem búðarmaður, en svo var háttað að Valgarður Breiðfjörð átti leikhús, sem var rétt fyrir ofan búðina hans, og gárungarnir kölluðu “Fjalakött." Þrátt fyrir það þó nafnið væri ekki sem virðulegast, þá var ekki um annað betra leikhús að ræða í Reykjavík á þeirri tíð. Þetta sumar (1894) kom séra Matthias til Reykjavíkur, og meðal annara erinda, sem hann kann að hafa haft, var það, að lesa upp Grcttisljóð fyrir Reykvíkinga, sem hann var þá nýbúinn að yrkja. Hann fékk Breiðfjörðs leikhúsið fyrir upplestrarsamkomu sína. Auk búð- arstarfanna var það og vefk mitt að gæta leikhússins þau kvöld, sem leik- ið var eða aðrar samkomur haldnar þar, og varð eg oft að hanga þar til klukkan eitt á næturnar, en vera kominn í búðina kl. 6 á morgnana. Jæja, þetta er nú óþarfa innskot, en kemur þó þessu máli við. Séra Matthías las ljóð sín þar í 4 eða 5 kvöld, en aðsókn var slæm. Reykvíkingar voru ekki svo andlega þroskaðir, alment, á þeirri tið, að þeir kynnu að meta stórt hugsjóna- skáld. Eg kvntist honum strax fyrsta kvöldið. Mér fanst mikið til um manninn, hann var sérlega við- ræðugóður og hafði frá svo mörgu að segja; hann hafði víða farið og heyrt og séð svo miklu meira en flestir lærðir menn á fslandi á hans tíð. Mér fanst svo mikil unun og mentun í því að hlusta á frásagnir þessa ljúfa og fróða manns. Hann sagði mér frá ýmsum hreyfingum á Englandi, er miðuðu að því, að auka réttindi og bæta lífskjör hinna vinn- andi stétta og nefndi þá stefnu, er lengst gengi í því og bezt væri skipu- lögð “socialisma.” Eg hafði víst alcírei heyrt það orð áður, og auð- vitað vissi ekkert hvað það þýddi. Eg bara man það, að mér þótti það býsna kynlegt, að verkalýðurinn vogaÖi að gera sig svo djarfan að krefjast meiri réttinda og betri lífs- kjara en yfirboðurum og vinnuveit- endum þóknaðist góðmótlega að veita. Hann sagði mér margt, hvernig menn hugsuðu og skrifuðu um mannfélagsmál, bæði á Englandi og í Ameríku, og fanst mér mikið um. Stundum barst talið að því, sem kölluð eru andleg mál og heim- speki, og var eg eigi síður hrifinn af að hlusta á það. Eg er að segja þér þetta, sem dæmi þess hversu lítillátt ljúfmenni séra Matthías var, að vera að segja mér þetta, sem ekki hafði fengið meiri mentun en að eiga að heita að geta verið barnakennari. Nei, séra Matthías gerði sér ekki mannamun ; hann vildi alstaðar opna gluggann og hleypa inn meira sól- skini. Eftir þetta kyntist eg honum á ferðalögum, bæði með “Laura” gömlu og “Vesta.” Eg man sér- staklega eftir einni nótt á “Laura”; það var seint í júní, við vorum að fara fyrir Horn og allir farþegarnir ætluðu að vera uppi á þilfari, er siglt væri fyrir Horn. Það var um klukkan 12 um nóttina í blíðuveðri og heiðrikju og miðnætursólin virt- ist synda á hafsbrúninni við sjón- hringinn;' það var dýrðleg sjón. Séra Matthías var i hópnum, og þessi fagra sjón hreif hann ekki síður en aðra, enda bar fljótt á því; hugur hans komst á flug og hann hóf það sem kalla má “heilög sagnamál.” Hátt var flogið, því hann fór með hug okkar, er á hann hlustuðum, á gandi andans um hauður og höf og jafnvel inn á hina ósýnilegu vegi himnanna. Það var( ógleymanleg stund. Slíkur var séra Matthías sem maður og kennari. Svo endurnýj- aði eg gamlan kunnugleik við hann lítilsháttar, er eg var á Akureyri 1902. Erindi Framh. frá bls. 5 ir af sjónarsviðinu, ný kynslóð er risin upp; börn og barnabörn þeirra, sem veginn ruddu, þau sem að bar- áttan var hafin fyrir, því oft heyrð- um við eldra fólkið segja: “Við fluttum frá íslandi vegna barnanna ; þar sáum við enga framtið fyrir þau.” Hugsjónin var göfug, að tryggja framtíð barnanna. Frum- herjarnir báru merkið til sigurs, okkur hefir verið fengið það. Eig- um við að bera það til sigurs? eða eigutn við — hin núverandi og kom. andi kynslóð — að verða ættlerar, eigum við að vera menn með mönn. um, duglegir, ábyggilegir, hugrakk- ir, trúaðir, vitrir? eða eigum við að láta berast með straumi, sofandi, hugsunarlausir út á hið ægilega dauðans haf ? Eg segi nei, og eg vona að allir íslendingar segi nei, í ákveðnum rómi. Frumherjunum hefir verið reistur minnisvarði úr steini á Gimli. Þjóðræknisfélagið á heiður skilið fyrir það. Eg held að hinn óheflaði blágrýtis minnisvarði geymi minningu þeirra i mjög sönnu ljósi. En við getum bygt enn þá veglegri minnisvarða — minnisvárða, sem ekki er. úr steini. Eins og Abraham Lincoln sagði: Við getum ekki dregið úr eða bætt við hina ódauð- legu frægð forefðranna, en við get- um — og það er skylda okkar — vígt sjálfa okkur til þess að bera merkið hátt, að vera menn með mönnum, helga hjarta okkar háum og göfugum hugsjónum í hvaða verkahring sem við störfum ; treysta Guði og kraftinum í okkur sjálfum og vinna trúlega, beygja okkur aldrei undir ánauðarok mammons eða tál- snöru hans, læra að standa á eigin fótum og vera sjálfstæðir menn og konur en ekki þurfalingar eða ó- magar þess mannfélags, sem við til, heyrum. Það sæmir mönnum, sem af góðu bergi eru brotnir: það sæmir mönnum af norrænum stofni; það sæmir afkomendum frumherjanna, sem alt lögðu í sölurnar fyrir niðj- ana. Slíkan minnisvarða skulum við reisa og helga minningu þeirra. Við skulum ekki, ef mögulegt er, láta neinar þær vonir, sem feðurnir og niæðurnar gerðu sér um okkttr, bregðast. Við skulum halda skildi okkar fáguðum og hreinum, svo þegar sú stund kemur í framtíðinni, að við verðum ekki lengur, en hverf- um inn í hið volduga, hérlenda mannlifshaf, að við hverfum úr sög- unni sem íslendingar með góðum orðstír og við skiljum eftir spor á sandi tímans, sem ekki fýkur í þó aldir renni, en jafnframt skulum við stíga á stokk og strengja þess heit að varðveita þjóðernið og tunguna á meðan kostur er. Það var há- heilög hugsjón brautryðjendanna að varðveita það og sambandið við hina nterkilegu og göfugu íslenzku þjóð og við ætíð ljáum íslandi lið eftir megni og öllum þeim málum, sem íslenzkri þjóð austan hafs eða vest- an getur orðið til blessunar. GEFINS Blóma og matjurta frœ ÚTVEGIÐ EINN NÝJAN KAUPANDA AÐ BLAÐ- INU, EÐA BORGIÐ YÐAR EIGIÐ ASKRIFTAR- GJALD FYRIRFRAM. Fræið er nákvæmlega rannsakað og ábyrgst að öllu leyti TAKIÐ ÞESSU KOSTABOÐI! Hver gamall kaupandi, sem borgar blaðið fyrirfram, $3.00 áskrift- argjald til 1. janúar 1937, fær að velja 2 söfnin af þretnur númerum, 1., 2. og 3 (t hverju safni eru ðtal tegundir af fræi eins og auglýsingin ber með sér). Hver, sem sendir tvö endurnýjuð áskriftargjöld, $6.00 borgaða fyrirfram, getur valið tvö söfnin af þremur, nr. 1., 2, og 3, og fær nr. 4 þar að auki. Hver, sem útvegar einn nýjan kaupanda og sendir áskriftargjald hans, $3.00, fær að velja tvö söfnin úr nr. 1., 2. og 3., og fær nr. 4 þar að auki. Hinn nýi kaupandi fær einnig að velja tvö söfnin nr. 1., 2. og 3., og fær nr. 4. þar að auki. Allir pakkar sendir mðttakanda að kostnaðarlausu. No. 1 COLLECTION—Vegetables, 15 Packets BEETS, Detroit I>:trk Red. The best all round Beet. Sufficient seed for 20 feet of row. GABBAGE, Enkhuizen. Good all round variety. Packet will grow 1,000 Ibs. of cabbage. CARKOTS. Half Ixtng Chantenay. The best all round Carrot. Enough seed for 40 to 50 feet of row. CtJCl'MBER, Early Fortune. Pickles, sweet or sour, add zest to any meal. This packet will sow 10 to 12 hills. IjETTUCE, (irand Rapids. Loose Leaf variety. Cool, crisp, green lettuce. This packet will sow 20 to 25 feet of row. LETTUCE, Hanson, Head. Ready after the Leaf Lettuce. OXION', Yellow Glohe Danvers. A splendid winter keeper. ONION, Wliite Portugal. A popular white onion for cooking or pickles. Packet will sow 15 to 20 feet of drill. PARSNIP, Ilalf Long Guernsey. Sufficient to sow 40 to 50 feet of drill. PUMPKIN, Sugar. Packet will sow 10 to 15 hills. ItADISH, French Breakfast. Cool, crisp, quick-growing variety. This packet will sow 25 to 30 feet of drill. TOMATO, Earliana. The standard early variety. This packet will produce 75 to 100 plants. TURNIP. White Summer Tahle. Early, quick-growing. Packet will sow 25 to 30 feet of drill. FLOWER GARDEN, Surprise Flower Mixture. Easily grown annual flowers blended for a succession of bloom. SPAGIIETTI, Malahar Melon or Angel’s Hair. Boil and cut off the top and the edible contents resemble spaghetti. No. 2 COLLECTION SPENCER SWEET PEA COLLECTION 8—NEW BEAUTIFUL SHADES—8 Regular full size packets. Best and newest shades in respective color class. A worth-wliile saving buying two. See regular Sweet Pea List aiso. SEXTET QUEEN. Pure White. Five and six blooms on a stem. WILVT JOT. A Delightful Cream. BEAI’TY. Blush Pink. SMILES. Salmon Shrimp Pink. No. 3 COLLECTION- EDGING BORDER MIXTURE. ASTERS, Queen of the Market, the earliest bloomers. BACHELOR’S BUTTON. Many new shades. CALENDULA. New Art Shades. CAI.IFORNIA POPIT. New Prize Hybrids. CLARIÍIA. Novelty Mixture. CLTMBERS. Flowering climb- ing vines mixed. COSMOS. New Early Crowned and Crested. EVERLASTINGS. Newest shades mixed. GEO. SHAWX’ER. Orange Pink. WELCOME. DazDzling Scarlet. MRS. A. SEARLES. Rich Pink shading Orient Red. RED BOY. Rich Crimson. -Flowers, 15 Packets MATHlOIxA. Evening scented * stocks. MIGNONETTE. Well balanced mixtured of the old favorite. NASTURTIUM. Dwarf Tom Thumb. You can never have too many Nasturtiums. PETUNIA. Choice Mixed Hy- brids. POPPY. Shirlcy. Delicate New Art Shades. ZINNIA. Giant Dahlia Flowered. Newest Shades. No. 4—ROOT CROP COLLECTION Note The Ten Big Oversize Packets BEETS, Half Ix>ng Blood (Large Packet) CABBAGE, Enkhuizon (Large Packet) CARROT, Chantenny Half Long (Large Packet) ONION, Ycllow Globc Dnnvers, (Large Packet) LETTUCE, Grand Rapids. This packet will sow 20 to 25 feet of row. PARSNIPS, Early Short Round (Large Packet) RADISH, ....French ....Breakfast (Large Packet) TURNUP, Purple Top Strnp Leaf. (Large Paclcet). The early white summer table turnip. TURNIP, Swede Cnnadinn Gem (Large Packet) ONION, Whitc Pickling (Large Packet) Sendið áskriftargjald yðar í dag (Notið þennan seðil) To THE COLUMBIA PRESS, LIMITED, Winnipeg, Man. Sendi hér með $..........sem ( ) ára áskriftar- gjald fyrir “Lögberg.” Sendið póst fritt söfnin Nos.: Nafn ..................................................... Heimilisfang ............................................. Fylki .................................................... ---- ' ~~

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.