Lögberg - 12.03.1936, Qupperneq 2
2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 12. MARZ 1936.
Seytjánda ársþing
Seytjánda ársþing Þjóöræknisfélags Is-
lendinga í Vesturheimi var sett af forseta
þess J. J. Bíldfell, mánudaginn 24. febrúar
kl. 10 f. h. í samkomuhúsi íslenzkra Góö-
templara í Winnipeg. Forseti hóf þingiö
meö því að lesa þingboö. Baö hann þá
þingheim að syngja sálminn Nr. 192, “Þitt
orð er, Guð, vort erfðafé.’’ Flutti þá séra
Jakob Jónsson bæn. Lýsti forseti þá þing-
ið setj og flutti sína skýrslu'sem hér fylgir:
Heiðruðu tilheyrendur!
Árið liðna hefir verið óvanalega við-
burðaríkt ár, — ekki er þó svo að skilja,
að það hafi verið frábærlega örlagaríkt
hvað félagsskap vorn hinn sérstaka, Þjóð-
ræknisfélag íslendinga í Vesturheimi
snertir. En það hefir verið það, þegar um
heildaryfirlit mannfélagsins er að ræða.
Eg efast um að nokkurt ár sem við höf-
um sögur af, hafi dregið fram á sjónar-
sviðið jafnt skýrt og þetta síðasta, and-
stæöur manna og erfiðleika, vonir manna
og vonbrigði, andlegt og verklegt viðhorf
einstaklinga og þjóla, — í stuttu máli á-
standið í heiminum, eins og það er i raun
og sannleika; vandræðin, sem menn eru í
komnir og framtíðar erfiðleikana, eins og
þetta síðasta ár hefir gjört.
Hver er svo þessi mynd?
Þér þekkið hana allir; að minsta kosti
part af henni. Einn parturinn í henni er
ótti, ægilegur ótti, fyrir yfirgang og illhug.
Enginn mannflokkur treystir öðrum, og
engin þjóð annari. Austurríkismenn ótt-
ast að Þjóðverjar gleypi sig; Pólverjar
að Frakkar yfirgefi sig; Frakkar að Eng-
lendingar sleppi verndarhendi sinni af sér.
Óvinirnir eru allstaöar, ímyndaðir eða
verulegir, og svo hervæðast allar þjóðir, —
Englendingar til þess að vera við öllu
búnir, Frakkar út af ótta fyrir því, að ein-
hverjir ráðist á sig; Þjóðverjar til þess
að jafna sínar eigin sakir; já, til hvers?
Rússar til þess að taka á móti Japönum á
landamærum Norður-Mongólíu nú sem
stendur; Japanar til þess að bjóða heim-
inum byrginn þegar fram í sækir; Banda-
ríkjamenn til þess að verða ekki aftur úr
í þessari brjálæðis vígbúnaðar samkepni,
og ítalir til þess að bæla undir sig og eyði-
leggja saklausa smáþjóð nálega vígbún-
aðarlausa, suður í Afríku. Og við þetta
bætist innbyrðis óeining og ótti þjóðanna,
atvinnuleysi verkalýðsins. Pólitískar and-
stæður stjórnmálaflokkanna og hinir sí-
þverrandi verzlunar möguleikar þjóðanna.
Þetta eru heldur ekki allir erfiðleikarnir
og hætturnar, sem vofa yfir. Mann fjöld-
inn og landþrénslin ógna líka tilveru-
möguleikum margra þeirra,
Á ítalíu, sem er ekki auðugt land, verða
360 manns, að draga fram lífið á hverri
fermilu. í Japan verða 1,380 manns að
gjöra hið sama; og menn geta getið nærri
hversu glæsilegt slíkt er til frambúðar.
Fyrir stríðið var útflutningur fólks til
annara landa mikill frá þessum þjóðum,
sérstaklega frá Jtalíu, 620,000 manns á ári.
Nú er sá útflutningur orðinn hverfandi,
fyrir innflutningaskorður annara landa.
Inntektir ítölsku þjóðarinnar frá þessu út-
flutta fólki — peningar, sem það sendi
heim, námu $112 milj. á ári. Nú er það
fallið um meir en helming. Inntektir þjóð-
ar þeirrar frá ferðafólki fyrir stríðið, nam
$110 miljónum. Nú er sú tekjugrein fall-
in ofan í .$50 milj. á ári. Þriðji inntekta-
liður þeirrar þjóðar var frá verksmjðju-
iðnaði, sem hún seldi til annara þjóða. Nú
hafa tollmúrar og verðfall gjaldeyris henn-
ar felt þanti inntektalið ofan í 40% af því
sem hann áður var. En hin árlega við-
koma eða mannfjölgun þjóðarinnar er
400,000 á ári. Hvað á þetta fólk að gjöra?
Hvar eru útgöngudyrnar ? Hver eru úr-
ræðin ?
Þegar maður lítur til Japan er ástandið
og útlitið ekki glæsilegra. Þeirri þjóð er
bönnuð landvist nálega í öllum löndum,
nema sumstaðar í Suður-Ameríku, sem
þeim þykir of langt í burtu til að geta
haldið sambandi sínu við heimaþjóðina.
Tollmúrar bygðir um kring öll lönd gegn
vörum þeirra sem og annara. í heimalandi
þeirra sem er frekar rýrt til uppskeru og
ófrjótt, verða 1,380 manns að hýrast á
hverri fermílu. Eru það nokkur undur, þó
Japanar hafi sprengt af sér gjarðirnar og
farið herskyldi inn í Manchúríu, Norður-
Kína og nú síðast inn í Mongólíu. Japanar
eru einkennileg þjóð. Þeir eru eina þjóðin
í heimi, sem auka og margfalda verzlun
sína, þrátt fyrir tollmúrana. Þeir lyfta
sér yfir þá og fara til Manchester á Eng-
landi og selja þar vörur sínar ódýrar en
Englendingar geta framleitt samslags vöru.
Þeir selja baðmullarvörur á Indlandi og
í Ástralíu fyrir Iægra verð en það kostar
Englendinga að kaupa efnið í samslags
vöru. Þeir selja léroft og rayon-vörur í
Toronto í Kanada fyrir lægra verð en
verksmiðjueigendur í Quebec segjast geta
framleitt slíka vöru fyrir og þeir senda
búðar-skip sín — skip, sem búin eru út
eins og glæsilegustu sölubúðir — um öll
höf og inn á hverja höfn, þar sem þeir fá
að koma með þenna ódýra varning. Þeir
verða að gjöra alt þetta, eða deyja drotni
sínum, en til þess eru Japanar ekki búnir.
Menn segja að verkalýðurinn í Japan sé
þrælar og aumleg vinnudýr á lægsta stigi
tilverunnar, og iðnhöldarnir miskunnar-
lausir böðlar. Ef til vill hafa þeir menn,
er svo hugsa og tala, eitthvað fyrir sér.
En Japanar sjálfir líta ekki svo á. Þeirra
lífsskoðun er mjög ólík lífsskoðun Vestur-
þjóðrœknisfélagsins
landamanna. Hjá þeim er það aldrei aðal-
atriði að fá hátt kaup fyrir vinnu sína,
heldur hitt, að vinna þjóð sinni — þjóðar-
metnaður og þjóðarsómi er þeirra eina og
aðal hugsun, og svo vinna þeir að honum
sem einn maður. Japanar eru þjóðræknir
menn og aíkoma þeirra, nú síðustu árin,
er ómótmælanlegur vottur þess, hve mátt-
ugt afl að þjóðræknin er, þegar að rækt er
lögð við hana, og Japanar kunna að fara
með hana, og nú, þegar andstæður kljúfa
flestar eða allar þjóöir heims og lama
þrek þeirra til hvers sem gjöra skal, þá
eru þeir allir eitt í því að vernda sína
þjóð frá eyðilegging og glötun.
En því er eg að minnast á þetta hér?
Kemur þetta oss þjóðræknum íslendingum
í Ameríku nokkuð við? Það kemur hverju
einasta mannsbarni i álfu þessari við, og
það alvarlega. Þessar tvær þjóðir, sem
eg hefi nú minst á, eru ekki þær einu, sem
eru króaðar inni. Þær eru ekki þær einu,
sem eru í verzlunarlegum vanda staddar.
Það eru nálega allar þjóðir heims, og þær
eru allar að leitá að útgöngudyrum. Bret-
land hið mikla verður að framfleyta 800
manns á hverri fermílu; Svíþjóð og Dan-
mörk eru í stórvandræðum með að koma
fólki sínu fyrir. En svo eru önnur lönd,
svo setn Kanada, þar eru 3 um hverja fer-
milu; í Bandaríkjunum 27, og i Ástrálíu
2 Við getum getið uærri hversu afar
geigvænlegt þetta ástand er, og þess, hverj-
ar afleiðingarnar óhjákvæmilega verða,
ef mennirnir ekki vakna og sjá að sér.
Vor eigin þjóð, íslenzka þjóðin, hefir ekki
farið varhluta af umróti því, sem hefir
verið og er hjá öllum öðrum þjóðum, sem
ekki er heldur að búast við. Andstæðurn-
ar, sem skift hafa þjóðum annara landa,
hafa klofið hana. Flokkarnir, eg veit ekki
hvað margir, berast á banaspjótum, nú
tinmitt þegar henni reið sem mest á friði
og eindrægni, því þó að fjölmennar þjóðir
fái staðist innbyrðis ófrið og ósamlyndi,
lengri eða skemri tíma, þá er það óhugs-
andi að eins fámenn þjóð og íslendingar
eru, fái staðist það til lengdar og haldið
siálfstæði sínu. Þeir hafa við nógu raman
reip að draga, þó að þeir væru allir eift,
sem líka að þeir verða að læra, ef vel á að
fara.
Islendingar hafa ekki farið varhluta af
verzlunarkreppu þeirri, sem öllum þjóðum
háir nú, og er það því tilfinnanlegra fyr-
ir þá, þar sem vörutegundir þær, sem þeir
hafa til að selja á alheimsmar.kaðinn eru
svo fáar — ekki nema fiskur og.,sjávar-
afurðir, svo teljandi sé. Ef salan á þeim
bregst, ef markaðinum fyrir þær vörur
þéirra er lokað, þá er líka framtiðar og
lífsvon þjóðarinnar þrotin. Hér er því
um hið alvarlegasta vandamál að ræða,
og ef sambönd og kunnugleiki Vestur-ís-
lendinga hér álfu í fimtíu ár má sín nokk-
urs, þá sannarlega ættu þeir ekki að liggja
á liði sínu nú, með það að styðja að því
á allan liátt að opna fyrir bræðrum sínum
heima eða með þeim, markað fyrir sem
mest af vörum þeirra í þessari heimsálfu.
Yður er öllum kunnugt um, að í síðasta
mánuði andaðist George V., konungur á
Bretlandi, sjálfsagt sá mest virti og vin-
sælasti þóðhöfðingi sem uppi hefir verið
í langa tíð, og vér minnumst hans með
lotningu og þakklæti. Fráfall þess ástsæla
þjóðhöfðingja gefur ástæðu til umhugs-
unar um margt í fari hans, lífi og stefnu,
t d. hvernig stóð á þeim ástsældum, sem
hann ávann sér, og það einmitt nú þegar
konungs og veklisstólar annara þjóða léku
á reiðiskjálfi og féllu, þá styrkir hann svo
veldi sitt, að engum af fyrirrennurum
hans hefir tekist það Iietur? Hann hafði
ekki aðeins náð hylli sinna þegna undan-
tekningarlaust, heldur lúta allar þjóðir
höfði við likbörur hans. Hver var sá
undramáttur er þessu réði? Það var ekki
konungsvaldið eitt, því nú á dögum er það
ekki vegurinn til vinsælda. Nei, undir-
rótin og aflið að valdi þess göfuga þjóð-
höfðingja var það, að hann reyndist trúr
því fegursta sem þjóð hans átti í þjóðar-
arfi sínum, og auðnaðist að vera merkis-
beri þess öll sín ríkisár.
Stjórnarnefnd Þjóðræknisfélagsins hef-
ir haldið f jórtán fundi á árinu Og haft með
höndum eftirfylgjandi mál:
Landnáms minnisvarða mál.
Eins og menn mun máske reka minni til,
þá var í sambandi við fimtíu ára bygðar-
a fmæli Nýja íslands 1925, hafið máls á
því, að vel viðeigandi væri og jafnvel
sjálfsagt að landnáms þeirrar bygðar væri
minst á einhvern viðeigandi og varanlegan
hátt, helzt með ,því að lanclnámsfólkinu
væri reistur minnisvarði á Gimli, eins
fljótt og unt væri að koma því verki í
framkvæmd. Nokkrir menn í Nýja íslandi
gjörðust þá forgöngumenn þess máls;
ræddu það opinberlega og kom þeim saman
um að heppilegasta fyrirkomulag þess
varða, væri eftirlíking af íslenzkri vörðu,
eða eitthvað það, sem í senn gæti mint á
uppruna þeirra og landnáms erfiðleika.
Nokkru fé var þá safnað til þess fyrir-
tækis, eitthvað um $90.00. Á öndverðu
síðastliðnu sumri kom einn af forgöngu-
mönnum þess málefnis á fund stjórnar-
nefndar Þjóðræknisfélagsins, og fór fram
á það við hana að hún tæki málið að sér,
og beitti sér fyrir framkvæmdum í þvi, og
að æskilegast væri að minnisvarðinn gæti
verið kominn upp á sextugasta landnáms-
afmæli Nýja íslands, en það var 21. októ-
ber síðastliðinn.
Stjórnarnefnd Þjóðræknisfélagsins sá
sér ekki fært að skorast undan að taka við
málinu, því hér var um verulegt þjóð-
ræknismál að ræða og nefndinni fanst þa,ð
skylda Þjóðræknisfélagsins að leggja því
alt það lið sem það gat. Þess vegna tók
hún málið að sér. Það er ekki mikil þörf
á fyrir mig að rekja sögu þess máls mikið
lengur, því skýrsla frá nefnd þeirri, er fyr-
ir málinu stóð verður lögð fram hér á
þinginu. En þó er mér ljúft að geta þess,
að áður en fyrirkomulag varðans var á-
kveðið leituðum við til þeirra atkvæða-
manna vor á meðal, sem við gátum náð til
og kpm okkur öllum saman um að láta
þetta minnismerki tákna tvent — uppruna
landnámsfólksins og Grettistök þau er það
varð að lyfta á fyrstu landnámsárum sín-
um. Þetta tvent höfum við leitast við að
láta varðann tákna. Hverng að það hefir
tekist leggjum við undir dóm sanngjarnra
og óvilhallra manna.
Eg get ekki skilist svo við þetta mál, að
votta ekki almenningi íslendinga þökk
fyrir hinar ágætu undirtektir, er mál þetta
fékk þegar leitað var til hans með fjár-
hagslegan stuðning, og þó verkinu sé ekki
að fullu lokið enn, þar sem eftir er að
byggja upp grunninn í kringum varðann,
og að öðru leyti ganga frá honum i vor
þegar veður leyfir, þá ber eg svo mikið
traust til fólks yfirleitt að það láti ekki
það óhjákvæmilega , verk undir höfuð
leggjast sökum fjárskorts. Einnig ber að
þakka byggingameistara Þorsteini Borg-
fjörð, sem um bygging varðans sá, fyrir
atórku hans og óeigingjarnt starf í þarfir
þess máls, því hann gjörði alt það verk
endurgjaldslaust. Að síðustu minnist eg
með þökk þáttcöku bæjarstjórnarnnar á
Gimli Og fólksins þar. Bæjarstjórnin gaf
völlinn, sem varðinn stendur á 132x132
og veitti minnisvarðanefndinni alla þá að-
stoð. sem henni var unt, og ennfremur
hefir hún lofast til að halda vellinum í
kringum minnisvarðann við á komandi tíð,
endurgjaldslaust. Minnisvarðinn var af-
hjúpaður 21. október síðastliðinn.
Annar minnisvarði, sem snertir íslenzk-
an almenning vor á meðal var reistur á
leiði skáldsins St. G. Stephanssonar á ár-
inu; er það varða á sements-grunni. Fyrir
þeim framkvæmdum gekst aðallega hinn
góðkunni landi vor Ófeigur Sigurðsson að
Markerville og á hann þakkir skilið fyrir
framtakssemi sína. «
Einnig er þess að minnast, að á síðast-
liðnu sumri mintust Þingvalla og Lögbergs
nýlendu menn 50 ára bygðarafmælis síns á
mjög myndarlegan og viðeigandi hátt. Við
það tækifæri af hjúpuðu þeir minnisvarða,
er þeir sjálfir höfðu reist til minningar um
landnám og Iandnámsmenn þeirra bygða.
Er það varða, hlaðin úr grjóti og sementi
og eru nöfn landnámsmannanna letruð á
varðann. Er það myndarlega af sér vikið,
og á fólk bygða þessara þakkir allra ís-
lendinga skilið, fyrir slika framtakssemi.
Útbreiðslumál.
Eins og öllum félagsmönnum er ljóst, þá
er útbreiðslumálið eitt af aðal málum fé-
lags vors. Undir því að vel takist í því
máli er vegur, velferð og framtíð félagsins
kominn. Því miður hefir því máli ekki
vegnað eins vel og vera skyldi á árinu.
Engar nýjar deildir hafa verið myndaðar.
En nokkuð hefir verið gjört til þess, að
vekja áhuga manna yfirleitt á málinu.
Vara-forseti félagsins, prófessor Richard
Beck, hefir ferðast til margra af bygðum
íslendinga og flutt erindi um þjóðræknis-
leg efni, 11 á íslenzku og 5 á ensku, sum
þeirra á meðal Norðmanna. Hann hefir
einnig samið og birt í enskum og norskum
blöðum og tímaritum 12., ritgerðir um
norræn og íslenzk efni, auk ritdóma um
bækur og bókafregnir, sem birst hafa eftir
hann á árinu og erum við öll þakklát Mr.
Beck fyrir hans frábærlega dugnað og á-
huga í þessu sambandi. Enn fremur hefir
Dr. Rögnvaldur Pétursson flutt tvö erindi
í Selkirk og eitt í Ghicago á hinni árlegu
samkomu landa þar í borg; auk guðsþjón-
ustu, sem hann flutti þar. 1 Selkirk voru
nokkrir úr stjórnarnefnd félagsins líka
staddir. í vatnabygðunum hefir séra
Jakob Jónsson unnið nokkuð að þessum
málum, þó að mér sé ekki kunnugt um all-
ar hans framkvæmdir. Þið sjáið því, til-
heyrendur góðir, að útbreiðslumálin hafa
ekki legið í algjörðu þagnargildi á árinu.
Vér þökkum alla viðleitni þessara manna,
og allra annara, sem á einn eða annan hátt
hafa lagt hönd á plóginn, til að rækta
þjóðernisakur vorn og vekja áhuga, sam-
úð, velvild og sameiginlegan skilning á
verðmæti þjóðararfsins. En þrátt fyrir
alla þessa starfsemi á síðasta ári og á und-
anförnum árum, þá miðar þessu þjóðrækn-
isstarfi harla lítið áfram. Það er erfitt að
fá fulltíða fólk til að sinna því yfirleitt
með nokkurri alvöru, þó að mér sé ljúft
að viðurkenna að mér hefir fundist, að
félagsskapurinn hafi notið meiri góðvildar
hjá Islendingum yfirleitt, á þessu síðasta
ári, en að eg hefi orðið var við áður, cg
fyrir það er eg þakklátur. Samt nægir
það ekki. Menn þurfa að vera með í
starfinu sjálfu — þurfa að vera allir eitt,
ef félagsskapurinn á að geta náð fullum
lífsþroska og áhrifum þeim, sem hann
verðskuldar og hin sérstaka afstaða okkar
Vestur-íslendinga krefst.
Stjórnarnefnd félagsins hefir hugsað
mikið um þetta spursmál á árinu. Sérstök
nefnd hefir haft til athugunar meðul eða
möguleika á að fá yngri kynslóðina til að
fara að taka meiri og ákveðnari þátt í
þjóðræknismálum vorum en verið heíir,
með nokkrum árangri, en ekkert hefir ver-
ið afráðið í því efni. Er nú bráðnauðsyn-
legt fyrir þingið að taka það spursmál til
rækilegrar yfirvegunar og skiljast ekki við
það, fyr en vegur er fundinn til þess að
fá yngri kynslóðina til að taka ákveðinn
þátt i þjóðræknismálunum.
Iþróttamál.
Sambandsfélagið Fálkarnir hefir haldið
vel í horfinu á árinu, þó nokkurt uppihald
hafi orðið á leikfimis iðkunum hjá þeim.
í fyrra voru það um 100 sveinar og meyj-
ar, sem tóku þátt í þeirri deild þess félags-
skapar. I haust urðu þeir að hætta við þá
deild um tíma sökum plássleysis. Nú er sú
starfsemi aftur byrjuð og er það að þakka
góðvild Sambandssafnaðar, sem mér er
sagt að bætt liafi úr plássleysinu með því
að lána samkomusal kirkju sinnar. SkSuta-
deildin er aftur í miklum blóma, þar hafa
á þriðja hundrað unglingar borgað að-
gangseyri eða ársgjald og 150 unglingar,
sem ekki áttu kost á að borga, notið ó-
keypis æfinga.
Um bikar Þjóðræknisfélagsins var kept
í fyrra vestur eins og endrarnær. Tóku
sjö leíkflokkar þátt í þeirri samkepni, fjór-
ir frá Winnipeg, einn frá Selkirk, einn frá
Gimli og einn frá Árborg. Selkirk flokk-
urinn vann. 1 sambandi við þá sérstöku
samkepni skal tekið fram að óánægja
nokkur hafði átt sér stað út af því, að
flokkarnir, sem að undanförnu hafa tekið
þátt í þeirri samkepni hafa ekki verið sam-
æfðir og sjálfstæðir flokkar, heldur hafa
hinir og þessir hockey-garpar, sem væn-
legir hafa þótt til sigurs verið fengnir til
að keppa í það eða hitt skiftið, með það
eitt fyrir augum að vinna bikarinn. Þessi
aðferð er algjörlega gagnstæð hugsjón
Þjóðræknisfélagsins, þegar það gaf bik-
arinn. Hann átti aðeins að vera hvöt fyrir
efnilega æskumenn, af íslenzku bergi
brotna, til þess að æfa hockey-leika íþrótt-
ina, án nokkurs tillits til þess hver vann
eða tapaði. Á þessu þingi kemur fram
uppástunga, með samþykt stjórnarnefndar-
innar, frá milliþinga hockevleikara-nefnd-
inni um að færa aldurstakmark þeirra, sem
um bikarinn keppa ofan í 16 ára aldur, til
að reyna að ráða bót á annmarka þeim,
sem hér að framan er getið um.
Fjármál.
Um efnahag félagsins er það að segja,
að hann stendur dálítið ver en í fyrra.
Eftir því sem mér skilst, þá hafa útgjöldin
verið um $100.00 meiri en tekjurnar.
Stafar það frá því, að þátttaka féiagsins
hefir verið víðtækari á árinu, en endrar-
nær. Féhirðir leggur fram sundurliðaða
og ítarlega skýrslu um öll útgjöld og inn-
tektir félagsins á árinu.
Frœðslumál.
Eins og að undanförnu þá hefir Þjóð-
ræknisfélagið staðið fyrir íslenzku-kenslu
hér í Winnipeg, með aðstoð góðra manna
og kvenna. Aðsóknin, eins og að undan-
förnu, hefir verið góð og áhugi ungling-
anna fyrir náminu mikill. Kennarar við
skólann hafa verið séra Rúnólfur Mar-
teinsson, Miss Salome Halldórson, Miss
Ingibjörg Bjarnason, Miss Sella Johnson.
Þjóðræknisfélagið vottar þeim og öllum,
sem að því máli hafa stutt, innilega þökk.
Bókasafnið.
Það hefir, eins og í fyrra, verið algjör-
lega í umsjá Þjóðræknisdeildarinnar
“Frón” sem væntanlega gefur skýrslu hér
á þinginu. í sambandi við bókasafn fé-
lagsins mætti benda á, þó frá því hafi verið
skýrt áður á “Fróns”-fundi hér í Winni-
peg, að hr. Ásmundur P. Jóhannssón fór
þess á leit við stjórnina á íslandi, er hann
var heima síðastliðið sumar, að hún hlut-
aðist til um að eitt eintak Hf öllum bókum,
sem út eru gefnar á íslandi, sé sent Þjóð-
ræknisfélaginu, því að kostnaðarlausu. Hr.
Jóhannsson sagði að stjórnin hefði tekið
þessu vel, en um frekari framgang þess
máls er mér ekki kunnugt.
Minjasafn.
Nokkru af munum hefir nú verið safnað,
en ekki nógu mikið enn til þess að þeir
geti myndað heild á minjasafni fylkisins.
Þessir munir eru geymdir vel og er von-
andi að við þá bætist svo mikið að hægt
verði innan skamms að setja á stofn sér-
staka og sjálfstæða íslenzka deild í safni
fylkisins.
Safn til sögugagna.
Lítið lield eg að miðað hafi áfram í því
máli. Menn seinir á sér að afhenda slík
gögn, ef þau eru til, og er það slæmt, því
hætt er við að það, sem til kann að vera af
dagbókum, bréfum eða ritum frá fyrri ár-
um, tapist með öllu, er hinir eldri menn
falla frá; menn ættu því ekki að. vera
sinnulausir í því máli. Geta má þess að
vara-forseti þjóðræknisfélagsins hefir
samið ítarlega skrá yfir nothæfar bækur
um islenzk efni þeim til leiðbeiningar, er
kynnast vilja íslenzkum fræðum, en geta
ekki notið þeirra á íslenzku. Skrá sú er
birt í þessa árs tímariti Þjóðræknisfélags-
ins.
Samvinna við Island.
Urn það mál þarf ekki að rita langt mál,
því samvinnan við ættlandið hefir verið
sáralítil. Þó má nefna útvarpíð frá ís-
landi þegar að nýja úvarpsstöðin þar var
opnuð. Var það sent með vírum National
Radio félagsins í New York vestur um
haf. En • það félag hefir engin sambönd
við ríkisútvarpið hér í Kanada, nema beint
sé um það samið. Þjóðræknisfélagið leit-
aði því hófanna hjá ríkisútvarpsráðinu í
Kanada undir eins og við vissum um út-
varpið og fórum þess á leit við það að
endurútvarpa útvarpinu frá íslandi, með
samþykt National félagsins " í Kanada.
Eftir ítrekaðar tilraunir og nokkurn kostn-
að komst þetta í framkvæmd, eins og yður
er kunnugt. Um áramótin stóð til að út-
varpa nýárskveðju að heiman, til Vestur-
íslendinga. Þá leituðum við aftur til út-
varpsráðs Kanada og beint til forsætis-
ráðherrans, en fengum svar frá báðum
að ókleift væri að veita móttöku hér út-
varpi frá stöðinni i Reykjavík.
Séra Jakob Jónsson skrifaði í blöðin hér,
um bréfaviðskifti á milli ungmenna, austan
hafs og vestan. Veit eg ekki um hver
árangur kann af hafa orðið af þvi.
Tímritið
kemur út í ár eins og að undanförnu.
Stefna ritsins og fyrirkomulag hið sarna
og ritstjórinn sá sami, Dr. Rögnvaldur
Pétursson.
Baldursbrá.
Það blað hefir komið út á þessu ári eins
og í fyrra, með þeirri breytingu þó, að
blaðið kemur nú út alt árið sem að sjálf-
sögðu eykur á vinsældir þess. Sömu menn-
irnir og i fyrra annast um blaðið. Rit-
stjórinn Dr. Sig. Júl. Jóhannesson, en
ráðsmaður Bergthor E. Johnson. Eiga
þeir báðir þakkir skilið fyrir hið mikla og
óeigingjarna verk, sem þeir hafa unnið i
þarfir þess málefnis.
Samsœti og samkomur.
Þrjú samsæti hafa verið haldin á árinu,
sem þjóðræknisnefndin hefir staðið fyrir.
Það fyrsta var til heiðurs skáldinu Krist-
jáni Níels Július, “K.N.” í sambandi við
75 ára aldursafmæli hans; annað í sam-
bandi við komu Asgeirs Ásgeirssonar
fnaðsluníálastjóra íslands og fyrverandi
forsætisráðherra, er hér var á ferð í fyrir-
lestrarerindum, og hið þriðja til að kveðja
þau hjónin Dr. Ófeig Ófeigsson og frú
hans er þau fluttu alfarin í burt frá Win-
nipeg. Stjórnarnefnd Þ j óðræknisfélags-
ins gekst líka fyrir einni almennri íslenzkri
samkomu hér í Winnipeg síðastliðið haust
út af hundrað ára afmæli íslenzka skáld-
jöfursins Matthíasar Jochumssonar; var
samkoma sú hin myndarlegasta og upp-
byggilegasta í alla staði. Samkoman var
haldin í kirkju Fyrsta lúterska safnaðar í
Winnipeg, sem söfnuðurinn lánaði endur-
gjaldslaust. Samkoman var afar fjöl-
menn; enginn aðgangseyrir seldur. Eg vil
i nafni þjóðræknisfélagsins þakka öllum,
sem að því studdu að gjöra þá minningar-
athöfn eins hátíðlega og ánægjulega eins
og raun varð á.
Dauðsföll.
Dauðsföll á árinu innan félagsins eru,
að því er eg bezt veit, Theódór Jóhannes-
son, Glenboro; Sveinbjörn Hjaltalín, Win-
nipeg; séra Jóhann P. Sólmundsson, Gimli,
Wilhelm H. Paulson, Leslie, Sask.; Ragn-
þeiður J. Davíðsson, Glenboro; Johannes
Jóhannsson, Piney; Guðbjörg Goodman,
Glenboro; Snæbjörn S. Guðmundsson.
Milton; Stefán Baldvinsson, Winnipeg;
Tón Sigurðsson, Víðir, Man.; Árni Ólafs-
son, Brown; ísfold Ólafsson, Brown;
Kristín Benson, Selkirk; Guðmundur
Guðmundsson, Selkirk; Gróa Martin, Sel-
kirk ; Tryggvi Ólafsson, Glenboro ; Sveinn
Sigurðsson, Winnipeg.
Með þakklæti minnumgt vér þessara
félagsbræðra og systra og vottum aðstand-
endum þeirra hluttekningu vora og samúð.
Háttvirta þing, eg læt hér staðar numið
og fel yður vanda og velferðarmál vor til
viturlegra athugana og úrræða.
VONALANDIÐ MITT.
Þokulausa landiS mitt,
langt frá jörS á ljóssins vegi,
lýst af sól á nótt og degi.
Spegilfögru vötnin víSa
veSurmilda landiS prýSa,
þokulausa landiS mitt.
Dýra draumalandiS mitt.
Ljóshvolf hinna grónu grunda,
gleSiríkiS sælustunda.
Fullnægjunnar fagra stjarna,
fundarsalur drottins harna.
Dýra draumalandiS mitt.
FriSa feSralandiS mitt.
Enginn getur átt þar heima,
auS og völd aS þrá og dreyma.
Enginn nýtur alls þess bezta,
■meS eigingirni á hugann festa.
FríSa feSralandiS mitt.
Lífs og þroska landiS mitt.
Jafnt til vegs aS þjóna og þiggja,
þroska sinn aS efla og tryggja.
Þekkist ei aS kviSa og kvarta,
kvíSinn myrkvar alt þaS bjarta.
Lífs og þroska landiS mitt.
Lifsánægju landiS mitt,
á brjóstum þínum börnin hjala,
brosa, njóta, sþoSa, tala.
Fulla vísdóms föSurhöndin
fæSir börnin, klæSir löndin.
Lífsánægju landiS mitt.
Fr. Guðmundsson.