Lögberg - 12.03.1936, Page 7

Lögberg - 12.03.1936, Page 7
LÖŒBERG. FIMTUDAGINN 12. MAEZ 1936. 7 WW ÆFIMINNING WW Jón Einarsson var fæddur 18. febr. árið 18G2 á bænum Kvíslaseli í Hrútafirði. For- eldrar hans voru þau hjón Einar Guðnason og Margrét Magnúsdóttir. Bjuggu þau sið- ar á Borðeyri, og að síðustu að Valdasteins- stöðum í Hrútafirði. Einar var fæddur árið 1820 í Snæfellsnessýslu (undir Jökli) en dó á Valdasteinsstöðum árið 1887. Var föður- ætt hans Snæfellsk, en móðir hans, Solveig, mun hafa verið adtuð úr Skagafirði. For- eldrar Einars, þau hjón Guðni Einarsson og Solveig, inunu hafa átt allmörg börn, meðal þeirra tvo syni, auk Einars, Eggert og Otúel. Eru niðjar Otúels enn á Mýrum syðra, en ein dóttir Otúels, Þórunn, fór til Vesturheims.—í Þjóðsögum ólafs Daviðs- sonar er þess getið, að maður er Guðni hét, hafi beðið hinn alkunna Ásgrim Vigfússon, Hellnaprest, (f.1756 d. 1829) að skira fyrir sið nýfælt sveinbarn, og átti drengurinn að heita Guðni. En prestur aftók að skira drenginn þvf nafni; kvað J>að hjákátlegt, að barn héti Guðni Guðnason. Skírði því prestur drenginn Eggert, hvað sem faðirinn sagði. Mun því Guðni þessi, er átti dreng- inn, hafa verið faðir þeirra bræðra Eggerts og Einars. Margrét kona Einars Guðnasonar var fædd á óspaksstöðum i Hrútafirði 28. sept. 1827. Foreldrar hennar voru þau hjón Magnús Magnússon og Jóhanna Jónsdóttir. Magnús á óspaksstöðum var fæddur árið 1798, sonur Magnúsar (f. 1766) bónda i Laxárdal, Magnússonar ríka (f. 1734) bónda á Stóru Hvalsá og Kolbeinsá. Er ætt Jiessi nefnd Laxárdals-ætt og er fjöl- mcnn mjög nú, bæði í Hrútafirði og í Lax- árdal í Dalasýslu og víðar uin land. Jón Einarsson ólst upp í foreldrahúsum |>ar til hann var 16 ára að aldri, en J>á réð- isl hann í vist til Jóns Þórðarsonar bónda í Skálholtsvík, mjög merks bónda. Hann var þar i tvö ár, og.gat sér þá Jiegar hinn bezta orðstír. Jón var svo aftur nokkur ár í foreldrahúsum, en fékk brátt almennings- orð á sig fyrir bókhneigð sína og mentafýsn, og J>rátt fyrir alla þá erfiðleika sem því fylgdi i J>á daga, að njóta sæmilegrar ment- unar, þá mun Jón hafa verið orðinn betur lesinn en dæmi eru til i sveitum J)á hann var tvítugur að aldri. Foreldrar Jóns áttu, auk hans, aðeins einn son sem komst til fullorðinsára sem Guðni hét, og segja menn að þeir bræður hafi verið báðir mjög bók- hneigðir. f tómstundum sínum voru J)eir niðursokknir i bóklega iðju, lásu og skrif- uðu, svo ineð fágætum þótti um unglinga á þeim tíma. Þeir fengu lánaðar fræðandi og góðar bækur úr öllum áttum, skrifuðu þeir upp margt, er þeim þótti mikils um vert, sérstaklega úr þeim bókum er þeir, vegna efnaleysis gátu ekki eignast. Nutu þeir þess Ifka að, er var fágætt í |)á daga, að foreldrar þeirra hvöttu þá til þessarar iðju og höfðu fullan skilning á nytsemi hennar. Gaman þótti Jieim bræðrum að láta fjúka i kviðlingum, en þó helzt sin á milli, en nokkrar stökur þeirra lifa þó í Hrútafirði enn þann dag í dag. Þeir bræður skrifuð- ust stöðugt á meðan báðir lifðu, og voru bréf þeirra beggja jafnan löng og ítarleg, og fróðleg að efni. Jón stundaði J)á líka nám um tíma hjá hinum skarpa lærdóms- og fræðimanni, séra Þorvaldi á Melstað, og er sagt að presti hafi fundist sérstaklega mikið til um námshæfi- leika Jóns. Þegar hann var 23. ára gamall l>á byrjaði hann að stunda smáskamta- lækningar. Mun það þó mest hafa verið að áeggjan Bryde kaupmanns á Borðeyri, sem bauð honum að panta fvrir hann meðöl frá útlöndum, og leggja fram andvirði þeirra. Sérstaklega þótti Jón heppinn með lækn- ingatilraunir sínar, og var hans vitjað af fjölda fólks úröllum áttum, og aflaði hann sér trausts og virðingar í hvívetna, enda var hann lipurmenni hið mesta, skemtilegur °g glaður i öllu viðmóti, og náði hann þvi sérstakri hylli fólksins., og er sagt að elztu menn i Hrútafirði minnist Jóns enn í dag með mikilli aðdáun. Árið 1888 fluttist Jón alfarinn til Vestur- heims, }>á 26 ára að aldri. Hann gaf sig þá aðallega við trésmiðavinnu, fvrst sem al- gengur smiður, svo siðar sem sjálfstæður kontraktari, en þá í félagi með hr. Jóni Sveinbjörnssyni, sem nú er bóndi við Elfros, Sask. Segist Jóni Sveinbjörnssyni Jiannig fra samvinnu ])eirra nafna, að aldrei hafi hann þckt ábyggilegri og trúari mann en Jón Einarsson, og aldrei unnið með skemti- legri, og eins upplifgandi og viðfeldnum nianni í alla staði, enda gekk þeirra sam- vinna ágætlega. Árið 1889 giftist Jón ungfrú Guðrúnu Jakobsdóttir, Finnbogasonar prests á Stað- arbakka, og var Guðrún komin til Canada árinu áður en Jón kom vestur. Þau hjón eignuðust Jirjú börn, og voru þau Herdís Margrét, gift Kára Friðrikssyni, og búa þau í Toronto, Ont.; Kristín, sem nú er gift Mr. Milton Ferris, og búa í Sperling, Man.; Einar Hafstein, sem dó í æsku, þ. 26. ágúst 1894. Hið sa'ma ár misti Jón konu sína 24. okt., eftir rúmlega 5 ára hjónaband. Síðari konu sinni giftist Jón 6. júní, 1897, Kristjönu Sigríði Helgadóttur. Hún er dóttir þeirra hjóna Helga Sigurðssonar og Guð- bjargar Sveinsdóttir, sem áður bjuggu á Vatnsenda við Eyjafjörð, en fluttust til Vesturheims fyrir mörgum árum siðan. Þeim hjónum, Jóni og Kristjönu varð 5 barna auðið: Þórmann Benedikt, sem dó 28. júní 1925; Finnur Hafsteinn, giftur, og er hann kornkaupmaður í Kandahar, Sasli.; Karl Leó, ógiftur, Foam Lake, Sask.; Helga Guðbjörg, ógift, og vinnur við skrifstofu- störf í Toronto, Ont.; Emily Guðrún, gift Mr. Ormiston Waddell í Sperling, Man. Eftirlifandi börn Jóns sál. eru því sex að tölu, fjórar stúlkur og tveir drengir. 011 eru þau sérstaklega mannvænleg og vel upp- alin, enda bera þau það með sér. Þau hafa öll notið góðrar mentunar, og eru í tölu hinna beztu kanadisku borgara, hvað heið- arleik og mannkosti snertir. Árið 1907 fluttist Jón ásamt fjölskyldu sinni vestur til Foam Lake bygðarinnar í Sask. og tók sér þar heimilisrétt á landi, og eftir nokkur ár keypti hann einnig land, sem var áfást við hans eigið. Bjó hann þar allgóðu búi, bygði sér mjög snoturt heimili, sem og líka fékk fljótt orð á sig fyrir gest- risni og myndarskap, og mörgum mun Jón hafa rétt hjálpandi hönd, sem þess þurftu með. En Jiess ber að geta, ])ó Jón Einarsson væri duglegur, ráðdeildarsamur, og vel met- inn af öllum sem hann þektu rétt, að ])á átti hann góða konu. Kristjana átti ekki síður þátt í því að heimili þeirra hjóna var bæði mikilsvirt, og vel metið fyrir sérstakan þrifnað, gestrisni og allslags myndarskap, enda er frú Iýristjana hin mesta sæmdar- kona, elskuð og virt af öllum, sem henni hafa kynst. Hún var þvi manni sínum sam- taka í flestu, dugleg eiginkona, og elskuleg stjúpa og móðir, sem ávalt og alstaðar lét gott af sér leiða. Jón reyndist merkismaður hinn mesti, einnig í Foam Lake-bygðinni. Hann tók drjúgan J)átt í öllu félagslífi íslendinga, og var oftast fremstur í flokki til framkvæmda allra þeirra mála, sem landar vorir báru mest fyrir brjósti. Hann var söngmaður ineð afbrigðum, og var því mikil hjálp í öllu samkomulífi íslendinga, i nefndri bygð. Jón var einn af allra beztu meðlimum hins lúterska Foam Lake safnaðar, enda var hann vel kristinn maður, sannur og trúr í hjarta, stöðugur í lund, og ósveigjanlegur frá sinni barnatrú, enda fórust honum þannig orð, við vist tækifæri, að sú trú hefði orðið sér drjúgur styrkur í ofraunum lífsins. Það var því engin furða Jió allir sannleikselskandi, menn og konur, litu upp til Jóns Einarssonar, og voru ávalt viss um holl og heilnæm ráð úr þeirri átt, enda var alveg óhætt að reiða sig á orð hans, bæði í smáu sem stóru. . Þeir sigursveigar, mentfýsni og fræðslu, sein krýndu æsku Jóns, fylgdu honum alla leið til grafar. Hans bókasafn var d.æma- fátt hjá, bónda; hans bókaskápur, fyltur mörgum hinum dýrustu, bæði eldri og nýjustu fræðibókum, tók yl'ir ekki svo lítið plass af stórri stofu, enda var Jón víða heima, eins og margar af hans blaðagrein- um bera Ijósan vott um. Eg, sem línur þessar rita, kyntist Jóni Einarssyni rúnium tveimur árum fvrir' dauða hans. Hafði eg J)ó oft og mörgum sinnum heyrt á hann minst, bæði i ræðum og ritum. En eftir að fundum okkar bar saman, J)á hafði eg hina mestu ánægju af að heimsækja hann. Margt var Jiað í fari Jóns er fljótt vakti aðdáun þeirra, er hon- uin kyntust persónulega. Taka má til dæm- is hina óútmálanlegu ánægju sem hann hafði af því að tala um alt hið bóklega; virtist hann J)á gleyina öllu öðru, eins og ekkert væri til i heimi þessum nema fræð- andi bækur, J)ó sérstaklega eftir hina fær- ustu mentamenn, sem hann áleit að aðdáun ættu skilið. Með Jóni Einarssyni er genginn til graf- ar einn okkar trúasti og bezti Vestur-fslend- ingur, sem lengi mun verða minst með að- dáun, og ætti slíkur maður skilið, að ritað væri með gullnu letri yfir legstað hans þessi dýrðlegu orð: “Þú varst trúr til dauöcms; jni hcfir öölnst kórónu lifsins.” >, Jón Einarsson lézt í Winnipeg 22. febr. 1935, en var jarðsunginn frá heimili sínu í Foam Lake-bygðinni þ. 27. s. m. að við- stöddu fjölmenni. Við líkbörur hans töl- uðu þeir séra T. S. Robson, prestur hinnar sameinuðu Canadisku kirkju, og séra Guðm. P. Johnson. Jón var lagður til hinstu hvildar í grafreit íslendinga i Foam Lake- bygð. Blessuð sé minning hans. —G. P. J. Fréttir úr Lundarbygð og bæ Eg hefi vanalega skrifað einn fréttapistil á ári í íslenzku blöðin, en af því nú er hlaupár, sendi eg hann með fyrra móti. Eg sé annars að fréttabréfum er að fækka í blöðunum, ðg tel eg það skaða, því fréttasambandið á milli íslendinga, sem dreifðir eru orðnir um alt þetta meginland má hreint ekki slitna; svo má ekki gleyma hví að íslenzku blöðin eru einnig lesin á íslandi og landar heima eru þyrstir í fréttir héðan. Guðmundur frá Húsey er nú sá eini, sem alla tið skrifar greinilegar fréttir úr Siglu- ness og Narrows bygð. Héðan er aldrei neitt skrifað í íslenzku blöð- in, svo eg ætla nú að bæta úr skák og senda þeim hrafl af bygðar- fréttum. . Eg byrja á tiðarfarinu. Næstlið. i ið haust var hér kalt og illviðrasamt; | vetur gekk snemma í garð; Mani- i tobaavtn fraus 27. október og snjór , féll á jörð, svo allar skepnur fóru á j gjöf og verða líklega á stalli til | apríl-loka, en mjólkurkýr miklu J lengur. Þó mun vera gnægð heyja, | því grasspretta var góð næstliðið sumar, en í öllum austurhluta bygð- arinnar var uppistöðuvatn svo mikið eftir stórrigningarnar í júlí, að stór- tjón varð á ökrum og engi. Samt var góð og mild tíð fram yfir há- tíðir, en þá gerði grimm frost og storma til febrúarloka, hvíldarlaust; en nú er farið að lina tíð og vonast menn eftir vægri tíð, þvi snjór hefir aldrei orðið dýpri en rúmt fet í skógi, og er það óvanalega grunt. Mikið var selt héðan af búfé næstliðið haust og vetur, þvi mark- aður var miklu skárri en fyrirfar- andi þrjú ár, sérstaklega á sauðfé, svínum og alifuglum. Rjómasalan hefir verið rýr næst- liðið ár, pundið í smjörfitunni lengst 17 cent, fór þó upp í 23 cents hæst, í tvo mánuði, en farið að falla í verði aftur, komið niður í 20 cents pundið. Fiskiveiðar hafa gengið með bezta móti á Manitobavatni í vetur, og verð á fiski talsvert hærra en um alllangt tímabil undanfarið, svo margt hefir þegar snúist til betri vegar síðan farið var að hreinsa út hreiður Bennetts og brjóta þá slag- branda, sem hann rak fyrir flesta markaðsmöguleika. Fylkisstjórnin hefir gengið hart eftir þeim fiskimönnum, sem brúka of smáriðin net, og tekið upp mikið af þeim og sektað allmarga. Slikt er hið mesta skaðræði fyrir fiski- veiðina, því of smáriðin net draga mergð af óþroskuðum fiski, sem er léleg markaðsvara, svo það spáir góðu, ef hægt væri að uppræta þau með öllu. Inflúenza og lungnabólga hefir gengið hér á Lundar og í bygðinni i kringum bæinn, og leikið ýmsa grá- lega', og hafa nokkrir dáið; eg vil nefna enskan mann, Eckels að nafni, níræðan. giftan íslenzkri konu, og talinn tnesti sæmdarmaður. Ingi- björg, ekkja Snæibjarnar Jónsonar, ættuð frá Breiðafirði, gömul og góð kona, lætur eftir sig mörg börn, öll fullorðin. Óskar, sonur Jóns Halldórssonar, er nýlega dáinn; hann var hið bezta mannsefni, og er sárt saknað af öll- um, sem þektu hann; hann var 17 ára. Stefán Björnsson (Byron) á Oak Point er fyrir skömmu látinn; hann var gildur bóndi og garpur mikil! en hniginn að aldri; lætur eftir sig margt harna, alt mannvænlegt fólk; synir hans eru Friðþjófur og Björn, Bessi og Kári, hinn síðastnefndi er addviti i sveitarstjórn vorri. Stefán var ættaður úr Eyjafirði, en ekki er mér ætt hans kunnug. Kona hans lézt fyrir skömmu. Illvígust varð þó flúar-pestin á heimili frú Ólínar, ekkju Ólafs Sig- urðssonar frá Lækjarmóti; hún veiktist og börn hennar þrjú, um ný. ár í vetur, og snerist veikin brátt upp í lungnabólgu, sem varð ill við- ureignar vegna frostanna rniklu. Frú Ólina dó úr veikinni, en börnin eru orðin nokkuð hress. Dr. Númi Hjálmarsson stundaði heimilið snildarlega, því hann er bæði dug- legur og slunginn læknir; en óheilla- nornin var með í spilinu. Lítið hefir verið um skemtanir á Lundar í vetur, engir ferðast um bygðir til að flytja fyrirlestra um fróðleg málefni. Ásgeir Ásgeirsson snéri aftur í Winnipeg, því miður, og aldrei kom leikflokkurinn til Lundar, að sýna okkur gamanleik- inn “Mann og konu’’, sem margur hefði haft gaman af að sjá og heyra. Tíðindi mega það teljast, að Axel Þorkelsson setti upp rafmagnslýs- ingarstöð á Lundar í haust er leið, og hefir lýst upp flest hús í bænum, en götuljós eru enn eigi komin í bæ- inn, þó undarlegt sé, því árlega hefir Framh. á bls. 8 GEFINS Blóma og matjurta frœ ÚTVEGIÐ EINN NÝJAN KAUPANDA AÐ BLAÐ- INU, EÐA BORGIÐ YÐAR EIGIÐ ASKRIFTAR- GJALD FYRIRFRAM. Frœið er nákvœmlega rannsakað og ábyrgst að öllu leyti TAKIÐ ÞESSU K0STAB0ÐI! Hver gamall kaupandi, sem borgar bíaðið fyrirfram, $3.00 áskrift- argjald til 1. janúar 1937, fær að velja 2 söfnin af þremur númerum, 1., 2. og 3 (í hverju safni eru ótal tegundir af fræi eins og auglýsingin ber með sér). Hver, sem sendir tvö endurnýjuð áskriftargjöld, $6.00 borgaða fyrirfram, getur valið tvö söfnin af þremur, nr. 1., 2, og 3, og fær nr. 4 þar að auki. Hver, sem útvegar einn nýjan kaupanda og sendir áskriftargjald hans, $3.00, fær að velja tvö söfnin úr nr. 1., 2. og 3., og fær nr. 4 þar að auki. Hinn nýi kaupandi fær einnig að velja tvö söfnin nr. 1., 2. og 3., og fær nr. 4. þar að auki. Allir pakkar sendir móttakanda að kostnaðarlausu. No. 1 COLLECTION—Vegetables, 15 Packets liKKTS, Detroit Dark Red. The best all round Beet. Sufficient seed for 20 feet of row. CABBAGE, Enkliuizen. Good all round variety. Packet will grow 1,000 lbs. of cabbage. CAKROTS, Half Ixmg Chantenay. The best all round Carrot. Enough seed for 40 to 50 feet of row. CTJCUMBER, Early Fortune. Pickles, sweet or sour, add zest to any meal. This packet will sow 10 to 12 hills. BETTUCE, Grand Rapids. Loose Leaf variety. Cool, crisp, green lettuce. This packet will sow 20 to 25 feet of row. LETTUCE, Hanson, Head. Ready after the Leaf Lettuce. ONIOPí, Yellovv Globe Danvers. A splendid winter keeper. ONION, White Portugal. A popular white onion for cooking or pickles. Packet will sow 15 to 20 feet of drill. PARSNIP, Half Long Guemsey. Sufficient to sow 40 to 50 feet of drill. PUMPKIN, Sugar. Packet will sow 10 to 15 hills. RADISH, French Breakfast. Cool, crisp, quick-growing variety. This packet will sow 25 to 30 feet of drill. TOMATO, Eariiana. The standard early variety. This packet will produce 75 to 100 plants. TURNIP, Whitc Summei' Table. Early, quick-growing. Packet will sow 25 to 30 feet of drill. FLOWER GARDEN, Surpriso Flovver Mixture. Eaaily grown annual flovvers blended for a succession of bloom. SPAGHETTI, Malabar Mclon or Angel’s Hair. Boil and cut off the top and the edible contents resemble spaghetti. No. 2 COLLECTION SPENCER SWEET PEA COLLECTION 8—NEW BEAUTIFUL SHADES-8 Regular full size packets. Best and newest shades in respective color class. A worth-while saving buying two. See regular Svveet Pea List also. SEXTE7T QUEEN. Pure White. Five and six blooms on a stem. WHAT JOY. A Delightful Cream. BEAUTY. Blush Pink. SMILES. Salmon Shrimp Pink. GEO. SHAWYER. Orange Pink. WELCOME. DazDzling Scarlet. MRS. A. SEARLES. Rich Pink shading Orient Red. RED BOY^. Rich Crimson. No. 3 COLLECTION—Flowers, 15 Packets EDGING BORDER MIXTURE. ASTERS, Queen of the Market, the earliest bloomers. BACHETiOR’S BUTTON. Many new shades. CALENDULA. New Art Shades. CAIiIFORfíIA POPP Y. New Prize Hybrids. CLARKIA. Novelty Mixture. CIjIMBERS. Flowering climb- ing vines mixed. COSMOS. New Early Crowned ori/j EVERLASTINGS. Newest shades mixed. MATHIOLA. Evening scented stocks. MIGNONETTE. Well balanced mixtured of the old favorite. NASTURTIUM. Dwarf Tom Thumb. You can never have too many Nasturtiums. PETUNIA. Choice Mixed Hy- brids. POPPY. Shirley. Delicate New Art Shades. ZINNIA. Giant Dahlia Flowered. Newest Shades. 5. 4—ROOT CROP COLLECTION BEETS. Ilnlf Ijong Blood (Large Packet) CABBAGE, Enkhuizen (Large Packet) CARROT, Chantenay Half Long (Large Packet) ONION, Yeilovv Globe Danvers, (Large Packet) IiETTUCE, Grand Rapids. This packet will sow 20 to 25 feet of rovv. PARSNIPS. Early Short Round (Large Packet) RADISH, ....French ....Breakfast (Large Packet) TURNIP, Purple Top Sirap Lcaf. (Large Packet). The early white summer table turnip. TITRNIP, Svvede Canndian Gem (Large Packet) ONION, White Pickiing (Large Packet) Sendið áskriftargjald yðar í dag (Notið þennan seðil) To THE COLUMBIA PRESS, IJMITED. Winnipeg, Man. ^ Sendi hér með $...........sem ( ) ára áskriftar- gjald fyrir “Lögberg.” Sendið póst frítt söfnin Nos.: Nafn ...................................................... Heimilisfang .............................................. Fylki

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.