Lögberg - 28.05.1936, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGTNN 28. MAÍ, 1936
7
Jarteinastaðurinn
Lourdes
Framh. frá bls. 3
sjúkleika sinn. Er það eins og hver
sjái sjálfan sig, því aS varla getur
meiri raun, en það að liggja aflvana
og þornungur, sviftur hreysti, sem
maSur hefir haft til aS bera. MóSir
hans var aftur á rnóti trúuS og lagSi
hart aS honum aS leita til Lourdes
til þess að fá þar lækningu af Maríu
móSur GuSs. Honum var sjálfum
svo sem sama hvar hann var niSur-
kominn úr því, sem itm var aS gera
og tók hverri tilbreytingu, sem varS
á hinni snauSu tilveru hans vel, en
Lourdes var tilbreyting fyrir hann.
'Hann ráSgaSist viS frænda sinn,
sem var læknir, og lagSi svo í förina
á miSju ári 1901. Þá var svo af
honúm dregiS, aS hann vóg ekki
nema 36 kg. og gat ekki matast
nema um pípu. Þegar til Lourdes
kemur, þá var á honum sami bragur
og fyr, aS hann var vantrúaður og
leit á þetta ferSalag sitt eins og hvert
annaS fikt, en lét guSsþjónusturnar
og bænahaldiS í Lourdes yfir sig
dynja, ef svo mætti segja, vegna
þess, aS það væri liSur í lækninga-
aSferSinni. Hann lét hera sig til
hellisins, og þar var veriS aS syngja
mes.su og taka til altaris, en sjálfur
var hann svo aumur, aS liann kom
ekki niSur nema örlitlu broti af
hinni vígðu oflátu. Þegar hann tók
sakramentið brá svo hastarlega viS,
aS vantrú hans snerist snögglega og
á borgaralega vísu sqS aS tilefnis-
lausu, upp í trú, og þaS er víst þetta,
sem prestarnir kalla náSina.
Þó að Gargam væri orðinn trú-
aður, var hann þó jafnnær tim heils-
una, því aS hún var sörú og áSur, og
ekki skánaði hún neitt frekar viS
það, er honum siðari part dags var
dvft í uppsprettuvatniS. Klukkan
um 4 var farið með hann, eins og
aSra sjúklinga, út á torgiS fyrir
framan kirkjurnar, svo aS blessaS
væri aS kaþólskum siS meS altaris-
sakramyntinu yfir hann eins og hina.
A leiðmni þangaS leiS yfir hann
hann blánaSi í framan og kólnaði
allur, og þaS .var haldiS að hann
væri að gefa upp öndina og þvi
breitt yfir andlit hans. Þegar búiS
var aS koma honum fyrir á torginu
raknaði hann viS-og heyrði þá bæna-
lesturinn. Hann reyndi þá aS rísa
ttpp á olnbogana og fletta frá and-
litinu á sér, en þaS var reynt aS
halda honttm niðri. Þá kallaSi
hann dimmri röddu: “Hjálpið þiS
mér heldur,” sem' þá er til þekktu
furðaði á, því aS hann hafði veriS
aS kalla mállaus síðan hann fór aS
nærast um pípu. Svo fletti hann af
sér ■ rekkjuvoSunum, reis upp af
börunum og gekk á náttfötunum,
sem hann var í, óstuddur nokkur
skref í áttina til pre’stsins, sem bar
sakramentiS og þar hneig hann niS-
ur og var aftur lagður á börurnar.
Hann gat nú hreyft alla limi, en
hann kom engu orði upp öSru en
þessu: “Heilaga GuSs móðir, eg
þakka þér.” Þetta sáu og heyrSu
um 30,000 manns, sem á torginu
voru staddir er þetta gerSist, og
þegar Gargam var borinn til rann-
sóknarstofunnar, voru þrengslin þar
svo mikil, aS þaS varð aS fresta
rannsókn hans til morguns. Næsta
dag kom Gargam gangandi til rann-
sóknarstofunnar, hann gat hreyft sig
eins og fara gerði, og legusárin voru
gróin og drepiS horfið úr holdi hans,
og hann hafSi getaS borSaS meS
sama hætti og annaS fólk, en síðan
hefir hann ekki kent sér neins meins.
Þegar hann var rannsakaður voru
viðstaddir upp undir 60 læknar, há-
skólakennarar og spítalalæknar, bæSi
erlendir og innlendir. ViS rann-
sóknina á Gargam kom þaS í ljós,
aS engin breyting hefði orSiS til
batnaðar á hrvggjarliSunum, heldur
vortt þeir á ntisvíxl eftir sem áSur,
og að neðri partur mænunnar var
reyrSur frá eins og fyr; á því hefir
heldur engin breyting orSið síðar.
Þegar Gargant var nú heill orðinn,
varS hann auSvitaS aS fara í þjón-
ustu póststjórnarinnar aftur, en á
hverju surnri kefhur hann til Lour-
des og er burSarmaður sjúkra, og
svo er enn í dag. Hann er nú 66
ára og hefir sig mjög á almannafæri
og gefur sig á tal viS hvern sem vill
og býður hverjum, sem vill að sjá á
sér hrygginn, en þeim sem vilja býS-
ur hann aS láta lýsa sig meS Rönt-
gengeislum, svo menn geti aS fulltt
séS missmíðin. Þennan mann sá eg
i Lourdes ís urnar og talaSi viS
hann.
Þetta er kallaS jartein, enda verS.
ur því ekki neitaS, aS þessi læknirig
er þvert ofan i náttúrulögmáliS, aS
svo tniklu leyti, sem' viS þekkjum
þaS nú. Eg hefi mína skoSun á þvi,
hvaS þetta sé, en mín vegna má hver
sem vill halda hvaS urn þetta, sem
ltann vill. Hitt væri óðs rnanns æði
aS neita því, áS þetta og annaS eins
gerðist, þvi að þaS væri aS segja
þaS, að 30,000 manns, héðan og
handan þarna samankomnir, hefðtt
allir meS tölu gengiS af göflunum,
og lægi þá óneitanlega nær, aS halda,
að sá, sem því héldi fram væri af
göflunum genginn, því að líklegra er
að maSur og maSur rnissi einn sér
vitiS, en aS tugir þúsunda geri þaS
meS einni svipan.
Alt hefir gengið aS óskum hinn-
ar fögru konu, er birtist Bernadette
litlu, sem nú er kornin í tölu helgra
tnanna. Hellirinn þar sem hún hirt-
ist er orSinn að fagurri kapellu, og
þar eru fluttar messur og guðsþjón.
ustur frá því dögun og fram á rauða
nótt. Uppi á klettinum Massabielle
ris stór og fögur dómkirkja prýdd
málverkum og öllu hinu dýrasta
skrauti, og undir henni er undir-
kirkja, svo prýðileg, að hennar líki
finst varla. En suður af klettinum
á jáfnsléttu liggur hin svo nefnda
talnabandskirkja, ein af fegurstu og
íburSarmestu kirkjunt í heimi, þó
lítil se. Þær eru því þarna þrjár
kirkjurnar hver upp af annarri og
setja einkennilegan svip á klettinn.
AS innan nýtur maður þó ekki
þessara kirkna sem skyldi, því aS
hver blettur á veggjunum er þakinn
helgigjöfum, sem þeir er góðs hafa
notið þarna, hafa hengt upp í þakk-
V erzlunarment un
*
Oumflýanleg nú á tímum!
Vaknandi viðskiftalíf krefst vaxandi vinnukrafts. Við-
skiftavenjur nútímans krefjast sérþekkingar á öllum
sviðum. Þessvegna er verzlunarmentun blátt áfram
óumflýjanleg. Enda er nú svo komið, að verzlunar-
skólanám er talið óhjákvæmilegt skilyrði fyrir atvinnu
við skrifstofu- og verzlunarstörf.
UNGIR PILTAR og UNGAR STÚLKUR, sem ætla
sér að ganga á verzlunarskóla (Business College) í
Winnipeg, ættu að spyrjast fyrir á skrifstofu Lög-
bergs; það verður þeim til dr júgra hagsmuna.
Komið inn á skrifstofuna, eða skrifið
The Columbia Press Limited
TORONTO og SARGENT, WINNIPEG
QC-DQC3DC30C30CT0CS0C30C
arskyni. Þetta ber vott um gott
hugarfar, en gerskemmir svip kirkn-
anna að innan. ÞaS er alt milli
himins og jarðar, sem þar hangir.
Þarna hefir einn kunnasti hershöfð-
ingi Frakka í ófriSnum mikla hengt
vopn sín og heiSursimerki, og aldrei
boriS þau siðan. Nafn hans stend-
ur þar hjá og þessi orð: “Þú hjálp-
aðir, GuSs móðir.” Skamt frá hang-
ir Ijósmynd af barni, og er visinn
blómkrans um, en á hana er ritaS
meS viðvanings hendi: “Þú bjarg-
aðir barni minu, blessaða mey.”
Svona er um kirkjurnar þvert og '
endilangt. En veggir hellisins og !
loft er þakið hækjum, svo aS hvergi
glittir i klettaveggina.
í Lourdes er engin lögregla, þess
I þarf ekki með. Ef einhverri reglu
þarf aS halda uppi, gera það menn-
irnir, sem bera hina sjúku — les
brancardiers — en þaS eru alt sjálf-
j boðaliðar, sem vinna verk sitt end-
j urgjaldslaust. Þeir koma úr öllum
! löndum og álfum, og eru þar sumir
| nokkrar vikur, sumir nokkra mán-
I uSi, en einstöku alt áriS, og þetta eru
menn af öllum stéttum. Eg sá tvo
menn bera sjúkan mann á börum,
og var annar þeirra gamall, hár, meS j
langt skegg og mjög tígulegur. ViS
og viS settu þeir niður börurnar og |
gamili maðurinn þurkaði meS silki |
klút sínum burtu gröft. sem rann |
úr vitum hins sjúka. Mér þótti
gamli maðurinn svo tígulegur, að eg j
spurSi hver hann væri, og mér var j
sagt, að þetta væri hertoginn af |
Alencon.
Lourdes er einn mesti ferðamanna
bær álfunnar, en það mun vera eini
ferðamannabærin, þar sem ferSa-
menn eru ekki hafðir aS féþúfu. Eg
bjó þar i góðu gistihúsi og hafði á-
gætis herbergi og allan mat mjög
! góðan með víni fyrir 8 krónur í ís-
1 lenzkum peningum yfir daginn, sem
er mjög ódýrt. Og þar er enginn ,
j greinarmunur gerður á mönnum j
j eftir trúarbrögðum. Þarna geta
j allir, heiSnir og kristnir, leitaS lækn-
j inga, en annars lieldur kaþólska
j kirkjan þeim fríSindum, sem hún
| ræður yfir, undir sín börn og miðl-
ar ekki öSrum.
Ein af óskum hinnar fögru konu,
var aS menn kæmu í skrúögöngum
til hælisins, og hún hefir ræst sem
hinar. Á hverjum degi er sakra-
mentiS boriS í skrúðgöngu frá hell-
inum iqjp i kirkjuna á klettinum, en
á hverju kvöldi ganga pílagrímarnir
í skrúSgöngu þangað meS logandi
kertum.
ÞaS er falleg sjón, sem manni
birtist, ef maSur stendur á kirkju-
torginu níðdimma nóttina og sér
kertaljósin iða eins og hrævareld
upp eftir klettinum, en krossinn
mikla ljóma i dýrS rafljósanna uppi
á Pic de Jer. Og þegar maSur
heyrir hina hvellu rödd prestsins,
sem biSur fyrir, gjalla út í nátt-
myrkriS: “Drottinn, sonur DavíSs,-
lækna þú hina sjúku,” þá finnur
maSur, aS þaS er helgur staSur, sem
niaSur stendur á.—Fálkinn.
Xjr Skagafirði.
Hellulandi 28. apríl.
Þrátt fyrir harSan vetur hafa
hross gengiS áf í BlönduhlíS og Sæ-
mundarhlíS í SkagafirSi og eru sögS
i góSum holdum. — Skepnuhöld eru
góS í héraðinu og sumstaðar er bú-
ið að sleppa sauðfé.
LoSnutorfur miklar eru nú við
botn SkagafjarÖar og fylgdi þeim
hnísuganga.
ÆSarfugl er byrjaður aS fljúga
til varplanda við f jarSarbotninn.
ÞAKKLÆTI Tll. M. A.
Heimskringla í hellirinn
hlýjum geisla stráSi,
þessi kætti muna minn,
meSaumkun aS ráði.
Af gleSi hreint eg grét og þá
gríÖar hafði ekka.
Skál þína eg skenkti á
og skal hana alein drekka.
Gilitrutt.
Ýmsar sagnir
(Eftir handriti Sigm. M. Long
í Landsbókasafni).
Glúmsstaðir.
í Mýrneslandi' í EiSaþinghá er
fornbýli, sem heitir GlúmsstaSir.
\'oru þar mikil forngarSalög og
fallegt útsýni. GuSmundur Eiríks-
son frá ÞrándarstöSum ætlaSi aS
byggja þar nýbýli, en um veturinr.
dreymdi móSur hans, aS til hennar
kæmi maður. Hvort hann sagSi
henni nafn sitt man eg ekki, en hún
þóttist vita aS það væri Glúmur,
sem býlið var kent viS. Henni sýnd-
ist hann reiðilegur og sagði: “Ef
hann GuSmundur sonur þinn fer að
búa á GlúrosstöSum, þá skal eg lofa
honum því, aS hann skal ekki æfin-
lega þurfa að opna fjárhúsin sín.”
Þetta varð’til þess, aS GuSmund-
ur hvarf frá áformi sínu.
Löngu seinna (um 1850) bygði
Vilhjálmur Marteinsson i Mýrnesi
beitarhús á GlúmsstöSum og bar
aldrei á neinum annmörkum því viÖ-
víkjandi.
Gissur í Brúnahvammi.
Gissur Gissurarson bjó einsctu-
maSur í Brúnahvammi í rnörg ár,
átti nokkuS af kindum, lét ærnar
ganga með dilk á sumrin og gelti
aldrei hrútlömb á vorin. Margt var
hjá honum í 2 og 3 reifum. Á
haustin voru kindur hans eins og
villifé og ómögulegt aS koma því til
rétta fyr en kominn var snjór og ó-
færS. Þá hjálpuÖu kunningjar
hans honum aS koma fénu til húsa.
Einhverju sinni voru tveir menn
á ferS. Þeir voru langt aS og ó-
kunnugir. GerSi á þá byl svo aS
þeir viltust og voru aÖfram komnir
af þreytu er þeir rákust á kofa-
þyrpingu í hríÖinni. Kofarnir hjá
Gissuri voru saman og innangengt
svo að hann þurfti ekki út tírounum
saman frekar en honum gott þótti.
Mönnunum datt þegar í hug aS
þetta væri útilegumanna bygS,
reyndu þó að gera vart við sig, en
þaS var ekki auðgert. AS lokum
kom þó maSur út. Sýndist þeim
haann æriÖ einkennilegur, mest vaf-
inn eða inrtsveipaSur i kindagærur.
Styrktust þeir í trúnni aS sjálfsagt
væri þeir komnir til útilegumanna.
Þeir spyrja manninn aS heiti og
hvar. þeir sé aS komnir, en hann
kvaS þá mundu þaS litlu skifta, en
heimilt væri þeim húsaskjól, ef þeir
kysi þaS heldur en vera úti i hríÖ-
inni. Tóku þeir þvi tneS þökkum
og fóru meS manninum inn í kof-
ana. Voru þeir lágir og lítilf jörlegir.
Ekki sáu þeir þar fleira fólk og
einkis urðu þeir vísari um hagi hús-
ráSanda. Þó urSu þeir þess á-
skynja aS hann mundi vera að elda,
og eftir hæfilegan tima færSi hann
þeim heita dilkakjötsúpu. Var kjöt.
ið svo feitt, að þeir þóttust aldrei
slíkt séð hafa.
Voru þeir þar um nóttina vel
haldnir aS öllu leyti nema þvi aS
vita ekki hvar eða hjá hverjum þeir
væri.
Um morguninn var komiS bjart
og gott veSur. BáSu þeir húsráS-
anda aS segja sér til vegar til
mannabygSa, þar sem skemst væri.
GerSi hann þaS. ÞökkuSu þeir hon-
um góSan beina og komust heilu og
höldnu til Vopnafjarðar. HöfSu
þeir mikla sögu aS segja. aS þeir
hefSi gist hjá útilegumanni. Var
svo farið aS spyrja þá betur eftir
öllum atvikum og þóttust menn þá
skilja aS þeir hefSi veriS hjá Gissuri
gamla í Brúnahvammi.
(Þetta hefir veriS um miSja 19.
öld).
Sálný á Fljótsbakka.
Salný (dóttir Einars í Mýrnesi
Jónssonar prests á HjaltastaS) erfSi
eitt hundraS i Fljótsbakka og hafSi
þar kofa, sem kallaS var i hjáleig-
unni. Bjó hún þar einsetukona
fjölda ára og var aldrei viS karl-
mann kend, og baslaði svo aS hún
var ekki upp á aðra komin efnalega.
Hún átti talsvert af kinclum og 1
hross, sló og rakaÖi og batt heim
sjálf, fór lika í kaupstaS og hvaS
annaS, sem þörfin krafSi.
Lömbin markaÖi hún á vorin meS
skærum og hafSi þau i kjöltu sinni
á rneðan. Eitt vor vildi svo til, að
piltur- sem var á Fljótsbakka og
Einar hét- hélt lömbunum fyrir
hana á meðan hún markaði. en þau
gættu þess ekki aS lömbin snéru
öðruvísi viS en þegar hún hélt á
þeim sjálf. MarkaÖi hún svo eyrna-
víxl viS sjálfa isig á lömbin.
—Lesb.
GEFINS
Blóma og matjurta frœ
ÚTVEGIÐ EINN NÝJAN KAUPANDA AÐ BLAÐ-
INU, EÐA BORGIÐ YÐAR EIGIÐ ÁSKRIFTAR-
GJALD FYRIRFRAM.
Fræið er nákvæmlega rann-sakað og ábyrgst að öllu leyti
TAKIÐ ÞESSU KOSTABOÐI!
Hver gamall kaupandi, sem borgar blaCið fyrirfram, $3.00 áskrift-
argjald lil 1. janúar 1937, fær að velja 2 söfnin af þremur númerum,
1., 2. og 3 (í hverju safni eru ótal tegundir af fræi eins og auglýsingin
ber með sér).
Hver, sem sendir tvö endurnýjuð áskriftargjöld, $6.00 borgaða
fyrirfram, getur valið tvö söfnin af þremur, nr. 1., 2, og 3, og fær nr. 4
þar að auki.
Hver, sem útvegar einn nýjan kaupanda og sendir áskriftargjald
hans, $3.00, fær að velja tvö söfnin úr nr. 1., 2. og 3., og fær nr. 4 þar
að auki. Hinn nýi kaupandi fær einnig að velja tvö söfnin nr. 1., 2. og
3., og fær nr. 4. þar að auki.
Allir pakkar sendir möttakanda að kostnaðarlausu.
No. 1 COLLECTION—Vegetables, 15 Packets
BEETS, Detroit Dark Red. The best all round Beet. Sufficient
seed for 20 feet of row.
CABBAGE, Enkhnizen. Good all round variety. Packet will grow
1,000 lbs. of cabbage.
CAItltOTS, Half I.ong Chantenay. The best all round Carrot.
Enough seed for 40 to 50 feet of row.
CIICUMBEH, Early Fortune. Pickles, sweet or sour, add zest to
any meal. This packet will sow 10 to 12 hills.
IiETTUCE, Grand Hapids. i .oo.se Leaf variety. Cool, crisp, green
lettuce. This packet will sow 20 to 25 feet of row.
LETTUCE, Hanson, Ilend. Ready after the Leaf Lettuce.
ONION, Yellow Globe Danvcrs. A splendid winter keeper.
ONION, Wliite Portugal. A popular white onion for cooking or
pickles. Packet will sow 15 to 20 feet of drill.
PARSNIP, Half Long Guemsey. Sufficient to sow 40 to 50 feet of
drill.
PUMPKIN, Sugar. Packet will sow 10 to 15 hills.
RADISH, Freneh Breakfast. Cool, crisp, quick-growing variety.
This packet will sow 25 to 30 feet of drill.
TOMATO, Earliana. The standard early variety. This packet wiil
produce 75 to 100 plants.
TURNIP, White Suinmer Table. Early, quick-growing. Packet
will sow 2 5 to 30 feet of drill.
FLOAVER GARDEN, Surprise Flower Mixture. Easily grown
annual flowers blended for a succession of bloom.
SPAGHETTI, Malabar Melon or Angel’s Hair. Boil and cut off the
top and the edible contents resemble spaghetti.
No. 2 COLLECTION
SPENCER SWEET PEA COLLECTION
8—NEW BEAUTIFUL SHADES—8
Regular full size packets. Best and newest shades in respective
color class. A worth-while saving buying two. See regular Sweet
Pea List also.
SEXTET QUEEN. Pure White. GEO. SHAWYER. Orange Pink.
Five and six blooms on a stem. WELCOME. DazDzling Scarlet.
WHAT .TOY. A Delightful Cream. MRS. A. SEART.ES. Rich Pink
BEAUTY. Blush Pink. shading Orient Red.
SJIILES. Salmon Shrimp Pink. RED BOY. Rich Crimson.
No. 3 COLLECTION
EDGING BORDER MIXTURE.
ASTERS, Queen of the Market,
the earliest bloomers.
BACHELOR’S BUTTON. Many
new shades.
CALENDULA. New Art Shades.
CALIFORNIA POPl'Y. New
Prize Hybrids.
CLARKIA. Novelty Mixture.
CLIMBERS. Flowering climb-
ing vines mixed.
COSMOS. New Early Crowned
and Crested.
EVERLASTINGS. Newest shades
mixed.
-Flowers, 15 Packets
MATHIOLA. Evening scented
stocks.
MIGNONETTE. Well balanced
mixtured of the old favorite.
NASTURTIUM. Dwarf Tom
Thumb. You can never have
too many Nasturtiums.
PETUNIA. Choice Mixed Hy-
brids.
POPPY. Shirley. Delicate New
Art Shades.
ZINNIA. Giant Dahlia Flowered.
Newest Shades.
No. 4— ROOT CROP COLLECTION
Note The Ten Big Oversize Packets
BEETS, Half Long Blood (Large
Packet)
CABBAGE, Enkhuizen (Large
Packet)
CARROT. Chantenay Half Long
(Large Packet)
ONION, Yellow Globe Danvers,
(Large Packet)
LETTUCE, Grand Rapids. This
packet will sow 20 to 25 feet
of row.
PARSNIPS, Early Short Round
(Large Packet)
RADISH, ....French ....Breakfast
(Large Packet)
TURNIP, Purple Top Strap
TX'af. (Large Packet). The
early white summer table
turnip.
TURNIP, Swede Canndlan Gem
(Large Packet)
ONTON, White Pickling (Large
Packet)
Sendið áskriftargjald yðar í dag
(NotiS þennan seÖil)
To THE COLUMBIA PRESS, LIMITED, Winnipeg, Man.
Sendi hér meS $...........sem ( ) ára áskriftar-
gjald fyrir “Lögberg.” SendiS póst fritt söfnin Nos.:
Nafn ......................................................
Heimilisfang ..............................................
Fyllri