Alþýðublaðið - 24.07.1960, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 24.07.1960, Blaðsíða 9
Gæðin vantar ekki - aðeins viljann RÁÐAMENN á Laugarvatni vita það ekki, en það er gull í vatninu þeirra. Þar má gera beztu baðströnd á Suðurlandi — og þótt víðar væri leitað. Á Laugarvatni er nálega allt sem góðan hressingar- og skemmtistað má prýða: fag- urt umhverfi, íslenzkur skóg- ur, hverahiti og blátt, spegil- slétt vatn — spenvolgt í þokka bót. Laugarv. er áberandi dæmi þess, hvað hægt er að bjóða íslenzkum ferðamönnum upp á í þeirra eigin landi. Verst að þetta gullna tækifæri er ekki notað, nema síður sé; því að ástandið á Laugarvatni er því miður þannig í dag, að á fáum stöðum, sem á annað borð taka á móti ferðamönn- um, ríkir meira tómlæti um aðbúnað þeirra og líkamlega vellíðan. hWWMMWWWWVWWWW SUND er heilnæm íþrótt, sem að auki hefur þann kost að vera ódýr og skemmtileg. Á L/augar- vatni eru öll skilyrði góðr ar baðstrandar,. Laugar- vatn gæti orðið Mekká sunnlenzkra sundgarpa — ef .... Dæmi: Búningsklefarnir, þar sem fólk má afklæðast áður en það dýfir sér í vatnið volga og góða, eru á frumstigi sund menningar. Þangað skyldi enginn maður fara með verð- mæti. Þar er engin læst hirsla, að ekki séu nefndir klefar. — Þetta er almenningur, sem all ir eiga jafn greiðan aðgang að. Annað dæmi: Það er ill- mögulegt fyrir sárfætta að njóta sundsins í vatninu. — Þarna er mjög aðgrunt — eins og vera ber á baðströnd. En botninn er svo hrjúfur und ir fótum, að engu má muna að baðgestir leggi veinandi til sunds. Þriðja dæmið: Ekkert hef- ur verið gert til þess að fegra næsta nágrenni baðstrandar- innar. Þarna er þvert á móti mikil gróska í skúramenning- unni íslenzku og hvimleiðu. Ómálaðir kumbaldar snúa rassi í vatnið. Þeir eru lítið augnayndi. Þar að auki er jörðin óhrjálegt flag á pört- um. Fjórða dæmið: (því að af nógu er því miður að taka): Það vantar salerni á staðinn. Nú skal að vísu játað, að ís- lendingar eru í þessum efnum með fátækustu þjóðum. — í sjálfri höfuðborginni er eitt einasta almenningssalerni fyr ir karlmenn. — Á Laug- arvatni er ástandið sízt betra. Baðgesturinn þarf að fara upp á hótel — eða út á skóg. Hér hefur verið drepið á fáein atriði af mörgum. Leið- ast er kannski, hve lítið er gert til þess að fegra sjálfa „baðströndina“. Fáein bíl- hlöss af skeljasandi mundu til dæmis hylja moldarblett- ina. Þá væri ekki amalégt að fá skeljasand undir fót úti í vatninu sjálfu. Hellurnar, sem einhverjir hafa einhverntíma fleygt út í það, duga bæði skammt og illa. í fyrsta lagi eru þær brotnar margar hverj ar. Og í öðru lagi er erfitt að þræða einstigi af þessu tagi með vatn upp í mitti; því að þetta er einföld röð af hell- um, þ. e. a. s. kafstígurinn er í mesta lagi 50 sentimetrar á breidd. Enginn efast um, að bezta fólk ræður ríkjum á Laugar- vatni, og mestu dugnaðarfork ar í þokkabót. Það vantar bara mann .þarna upp frá sem sér mögu- leikana sem eru fyrir hendi, og vill gera eitthvað fyrir staðinn sem merkilegan ferðamannastað. Það vantar fólk á borð við það, sem skipulagði og kom upp Nestunum í Reykjavík, þeim fyrirmyndar greiðasölu- stöðum. í Nestunum fer saman smekkvísi og dugnaður og ó- venjuleg snyrti'mennska. Þar er enginn hlutur ljótur og enginn blettur vanhirtur. Nest in eru andstæða skúramtenn- ingarinnar, sem fyrr er nefnd, og mættu allir íslendingar, sem við greiðasölu fást, taka sér þau til ævarandi fyrir- myndar. í upphafi þessa greinarkorns var sagt, að náttúran hefði gefið Laugarvatni af rausn sinni nærri alla þá kosti sem prýtt gætu góðan ferðamanna stað. Það eru engar ýkjur. En það vantar viljann til að nota þessa gjöf í þágu fólksins. fcaugaveg 59. Alls konar karlmannafatnað- nr. — Afgreiffum föt eftir máli effa eftir númerj með stuttum fyrirvara. Elltíma Bifreiðasalan Bifreiðasalan ■ y og ieigasi Ingólfssfræfi 9 Sími 19092 og 18966 Frakkastíg 6 Salan er örugg hjá okkur Rúmgott sýningarsvæði Bifreiðasalan Frakkastíg G. Sími 19168. Máhnhúðun & Sðndblásfur EYSTEINS OG BJARNA, Tripoilikamp 13. Símar: 24745 — 18662. KAUPUM hreinar ullar- fuskur. BALDURSGÖTU 30. IKIIIilMMIIIIllMliaiiMIIIIIII Kynnið yður hið stóra öí val sem við höfum af alls konar bifreLSum. Stórt og rúmgott sýningarsvæði. Bifreiðasalan og lergan Inqólfsslræti 9 Sími 19092 og 18966 Franskar Grænmetis- kvarnir Salatskálar og diskar úr harð plasti, í fjölbreyttu litaúrvali. BmiJAVÍB (■■■■■■■■&■■■■»■qn■■■■■■■■■■■■■■■■■( Sílver-Cross barnakerrurnar með skermum eru komnar VARÐAN Laugavegi 60. ATHUGIÐ nú er hagkvæmt að kaupa húsgögn. — Ýmsar gerðir af sófasettum, stökum stólum, eins manns svefn- bekkjum, sófaborðum og innskotsborðum. Hagkvæmir skilmálar. Húsgagnaverzl. Hjalta Finnbogasonar Lækj argötu 6 A. — Sími 12543. Áskriftarsíminn er 14900 Alþýðuhlaðiff 24. júlí 1960 9

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.