Lögberg - 01.10.1936, Blaðsíða 2

Lögberg - 01.10.1936, Blaðsíða 2
p LÖGBERGr, FIMTUDAGINN 1. OKTÓBER, 1936 Geysir í Haukadal i. Þegar Geysir hristi af sér nærfelt tuttugu ára mók í fyrrasuniar, og tók að gjósa á ný, eins og í gamla daga, vakti þetta gleði í brjósti hvers einasta góðs íslendings. Fólk var farið að sætta sig við, að Geysir væri sofnaður, og það lét sér nægja Grýlu. Geysir sjálfur var dauðari í meðvitund Islendinga en útlend- inga, sem ekki þektu annað til ís- lands, en að þar væri til Hekla og Geysir. Og Hekla hafði — sem betur fer — ekki gosið síðan 1845. En svo vaknaði Geysir. Hann hefir aldrei gert mein af sér og þvi siður þjóðartjón eins og Hekla gerði stundum. En hann hafði borið nafn íslands til fjarlægra þjóða, getið sér þann orðstír, að hann væri fremri öllum náttúruverkum veraldarinnar. Hann hafði borið nafn Islands svo rækilega til annara þjóða, að þegar Evrópumenningin kyntist goshver- um í nýjum álfum — vestur í Yellowstone Park (Gulsteingaarði) ; nafnið er orðið til af lit hverahrúð. ursins) og suður á Nýja Sjálandi — þá voru þeir kallaðir “geysirar” eftir þessum nafna sínum í Haukadal. Ekkert islenzkt heiti hefir orðið a!- þjóðeign nema gcysir og saga. En gleði þjóðarinnar af endur-. vakningu Geysis var þó beiskju- blandin. Þessi gimsteinn íslenzkrar náttúru var útlend cign. Og það var fyrrum, áður en Geysir hætti að gjósa, talsvert erfitt fyrir leiðsögu- menn útlendinga, að verða að segja þeim það, að þessi frægasti goshver veraldarinnar, hefði verið seldur út. lendingum. En eftir að hann sofn- aði hugsaði enginn um þetta. Svo —þegar hann vaknaði aftur, fóru ýmsir að ávíta ráðandi menn þjóðar- innar fyrir það, að hafa ekki haft athugun á, að kaupa Geysi aftur á innlendar hendur og fá hann fyrir lítið verð. Nú er Geysir innlend eign, og það hefir ekki kostað landið einn eyri að hann varð það. Saga sölumálsins í heild er sú, að írskur maður, James Craig að nafni, keypti Geysi og Strokk ásamt öðrum “efri hverum” svonefndum, árið 1894. Kaupverð- ið var 3,000 krónur. Þennan ferða. mann munaði ekkert um peningana, en eigandann að jörðinni, sem Geys. ir taldist udir munaði um þá. Jarð- eigandinn bauð Alþingi hverinn til kaups, til þess að forðast að hann kæmist á útlendar hendur — en Al- þingi hafnaði boðinu og lét sér á sama standa, hvort íslendingar ættu Geysi eða hvort James Craig ætti hann. Þannig var sjálfstæðistil. finning Islendinga fyrir rúmum 40 árum. — Geysir hafði svo eiganda. skifti og eigandi hans í fyrra hafði hér fyrir umboðsmann sinn Sigurð Jónasson forstjóra. Hann sneri sér til eigandans og baðst kaupa á hvern- um og fékk fast tilboð og mijög sann. gjarnt um sölu á hvernum. Sigurð- ur gekk að boðinu og sendi stjórn- inni afsalsbréf fyrir Geysi og um leið andvirðið að gjöf. Og betri gjöf hefir íslandi aldrei verið gefin, hvorki fyr né síðar. Mun hennar lengi minst og henni aldrei gleymt, af þeim sem nokkurs virða íslendingshugtakið með þjóð- inni. Geysir er íslenzkur! Fregnin, sem: barst um höfuðstað. inn eitt sunnudagskvöld í fyrra- sumar: Geysir er farinn að gjósa! vakti eigi minni athygli en þó sagt hefði verið frá því, að ný heiijis- styrjöld væri skollin á. Fólk trúði þessu ekki fyrst í stað og hélt að það væri annar Geysir — Geysir i Ölfusi eða því um likt, en hann var byrjaður að gjósa skömmu áður, fyrir aðgerðir eigandans, Boga Þórðarsonar, sem hafði vakið hann til lífsins aftur. En fólk varð brátt að trúa því, að Stóri Geysir i Haukadal væri vaknaður. Og síð- an í fyrra hefir fleira fólk séð hann gjósa en á heilli öld áður fyr, eða jafnvel mörgum öldum. Samgöng. urnar eru orðnar svo góðar nú, að fólk sunnan úr Reykjavik getur skroppið til Geysis á sunnudags- morgni og komið aftur sama kvöld- ið, en fyrir “svefninn langa” eða 20 ára svefninn þurfti að minsta kosti f jóra daga til þess að fara þessa ferð frá höfuðstaðnum — og kostaði margfalt fé á við það, sem það ger- ir nú. Landslýð öllum er sæmilega kunn- ugt um, að Geysir átti ekki sjálfur frumkvæðið að vakningu sinni. Það var gamall nágranni hans, Jón Jóns. son yngri, frá Laug, núverandi lög. regluþjónn, sem vakti hann. Árum saman hafði hann brotið heilann um, hvernig hægt mundi að vekja Geysi af svefni, og m. a. hafði hann ráð- gast um það mál við félaga sinn úr Grænlandsför dr. Alfred Wegeners, Guðmund Giíslason lækni> Þejr fengu svo í fyrra sumar, dr. Trausta Einarsson náttúrufræðing i lið með sér. Eftir nokkrar athuganir á hvernum báðust þeir leyfis eiganda til þess, að lækka vatnið t skálinni að mun, og var það veitt. Var höggið skarð í skálina og hleypt vatni af. Meira þurfti ekki. Geysir gaus þá þegar hinu prýðilegasta gosi, sem að vísu var blandað ýmsum ó- þverra, sem Pétur og Páll höfðu spýtt í kok honum meðan hann svaf. Grjót og rusl gumsaðist upp úr hvernum í fyrsta gosinu, en öllu þessu þeytti hann frá sér með inni- bundinni orku sinni, er hann hafði ekki notað í tuttugu ár. Og síðan gýs Geysir að staðaldri. Hann er að vísu ekki eins leiðitamur og sumir vilja óska. Hann hefir ekki einu sinni látið beisla sig, hvað þá teyma sig. Jafnvel þó sjálfur kon- ungurinn komi til þess að sjá hann, getur hann haft það til að vera dutL ungafullur og segja: Eg geri það sem mér sýnist —- enginn getur skipað mér! Og þó að mörg hundr- uð manna séu komin austur að Geysi á sunnudegi, og hafi lagt á sig ferð- ina og kostnaðinn, þá hefir hann það til að segja: Eg sef í dag. Veðráttan ræður miklu um hátta- lag Geysis. Ef hlýtt er í veðri — og helst skýjað og lygnt, má að jafnaði fá Geysi til að gjósa, jafn- vel þó að örstutt sé frá síðasta gosi. En i kulda og golu er hann kenjótt- ari, og lætur sér þá nægja að spýta smágusum úr kverkum sér, jafnvel þó hundrað sápupund hafi verið borin í hann til að blíðka hann. Svona er Geysir. Og er það eigin- lega ekki dýrmætt, að 'hann skuli ekki láta segja sér fyrir verkum? II. Um sögu Geysis í Haukadal hafa menn næsta litlar hemiildir frá fyrri öldum. Það er til marks um full- komið afskiftaleysi sagnaritara um fágæt náttúrufyrirbrigði, að faðir íslenzkrar sagnaritunar, Ari fróði, sem elst upp með hverina við Geysi fyrir augunum á sér, minnist aldrei á hann og sama er að segja um aðra fræðimenn af ætt Haukdæla. Geysis sést hvergi getið fyr en seint á öld- um. En í annálum er þess getið, að við Heklugosið 1294 hafi komið upp hverir miklir undir Eyjarfjalli, sem vafalaust er hið sama og nú- verandi Laugarfell. Vitanlega er ekki svo að skilja, að þarna hafi ekki verið hverir áður. Geysis er eflaust miklu meira en 6—700 ára gamall og í hlíðinni fyrir ofan Geysi eru afar- miklar menjar eftir hverastöðvar, rauðbrendur leir og þykk lög af ein- kennilegu hverahrúðri, þar sem nú finst enginn hitavottur í jörðinni. En vitanlega hafa breytingar miklar •orðið á Geysishverunum við Heklu. gosið 1294 og þeir máske vaknað til nýs lífs, eins og að jafnaði verður við eldgosið og jarðskjálfta þá, sem þeim fylgja. Ekkert er þess getið í annúlnum, að goshver sé undir Eyjafelli. Brynjólfur biskup Sveins- son minnist fyrstur á goshver i Haukadal á 17. öld. I tið hans komu upp nýir hverir í Haukadal, 1630, og þá fóru að gjósa hverir, sem legið höfðu niðri í 40 ár og gusu ákaflega. Þá er sagt að í jarð- skjálftanum 1784 hafi myndast 32 ný hveraaugu við Geysi en hurfu aftur mörg þeirra. Árið 1789 urðu miklar breytingar á hvernum og þá fór Strokkur að gjósa og gaus jafn- an við og við til 1896, er hann hætti við jarðskjálftana sem þá urðu. Þorvaldur Thoroddsen telur lík- legt, að Geysir hafi verið fremur at- hafnalítill sem goshver fram að 1630, og þessvegna muni hans svo lítið getið fram að þeim tíma. Þó eru ekki til nema fáar nokkurnveg- inn ítarlegar lýsingar á Geysi frá timabilinu síðan. I lýsingu Árnes- sýslu, sem Brynjólfur Sigurðsson sýslumaður hefir samið 1746, segir svo um Geysi: “Fram hjá honum riða menn alfaraveg yfir lágan og flatan klett, í klettinum er kringlótt ker eða skál, hérumbil 5 faðmar að þvermáli. Þeir, sem næst búa, veita eftirtekt gosum hversins, þyti og ó- róa; þegar búast má við storini og regni, skýtur hann þokunni, sem stundum er blönduð rauðum eldi, svo hátt í loft upp, að þeim sem næst standa, sýnist hún ná alveg upp í skýin; aftur á móti þeytist vatnið ekki eins hátt upp eins og gufan, en þó hærra en nokkur turn i Kaup- ntannahöfn. V'analega spýr Geysir á hverjum degi, ákafast á morgnana kl. 9, minna kl. 2—3 e. m. og á kvöldin kl. 9—10. Stundum er Geysir kyr og sýður niðri í klettin- um, en kasti menn einhverju i hann, þá spýr hann því upp.” Af þessari lýsingu má ráða, að Geysir hafi ver. ið i miklu f jöri fyrri hluta 18. aldar. Sveinn Pálsson lýsir Geysi ítar- lega í lok 18. aldar. Var hann stadd- ur þar 10. júlí 1793 og i dagbók sinni getur hann hans ítarlega. Hann segir einnig frá því, að Strokkur hafi gosið mikið til 1708, er hann var fyltur með stórgrýti, svo að hann skemdi ekki vallarspildu fyrir bóndanum á Laug. Hann tilfærir söguna en efast um að hún sé sönn. En f jórum árurn1 áður en Sveinn var þarna staddur hafði Strokkur byrj- að á ný og lýsir Sveinn honum mjög ítarlega og finst auðsjáanlega ekki tninna til um hann en Geysi sjálfan. Enda hefir Stroklcur ekki verið neinn smáræðisgoshver í þá daga. Þegar Sveinn dvaldi þar, 1793 mæl- ist honum að hverinn hafi gosið 56 metra, og segir að sumar gusurnar hafi verið kaldar. Árið 1809 gýs hann 45—50 metra og 1815 telur Ebeneser Henderson að hann hafi gosið yfir 60 metra, eða eins og Geysir gýs bezt nú. En um 1830 fer að draga af honum og fara litlar sögur af honum eftir það; er það mál manna að hann hafi verið skemdur með því að kasta í hann grjóti og torfi, og enn hefir runnið í hann aur, með vatni úr Fötu og Blesa, sem liggja fyrir ofan hann í hæðinni. Lá hann alveg niðri frá jarðskjálftunum 1896 þangað til konungskomusumarið 1907, er hann gaus öllum á óvænt fyrir gestina. I fyrrasumar var hann látinn gjósa, með því að dæla vatni úr skálinni til þess að létta á honum. En síðan liggur hann í sömu stellingum og áður, með vatnið um 1 m. neðar en gígsbrúnin, og hefst ekki að. En svo að aftur sé vikið að Geysi, þá er það fyrst fyrir að lýsa honum hokkuð. Þegar komið er austur hverasvæðið blasir við eilitið til vinstri keilumynduð lág bunga, grá á litinn af hverahrúðri. Bunga þessi er um 6 metrar á hæð yfir um- hverfið og um 60 metrar í þvermál. Hallar bungunni mest til norðurs og er þar á henni há brík í hrúðrinu, mynduð af rensli vatns milli Laug- arfellshlíðar og hversins. Svipar 'skálinni mjög til hraundyngju og þegar upp á brúnina kemur sér ofan í skálina sem jafnaðarlega er full af vatni milli gosa. Skálin sjálf er rúmir 18 metrar i þvermál milli barma og dýptin um 2 metrar niður á brún gígsins. Hann er eins og stór brunnur í lögun og um þrír metrar í þvermál að ofanverðu, en dregst talsvert saman er neðar dreg- ur. Er hann rúmlega 20 metra djúpur niður í botn, en þar liggja að honum mjóar æðar, sem vatn og gufur safnast gegnum inn í gíginn. Hann tæmist eftir hvert fullkomið gos, en smámsaman fyllist hann af vatni aftur. Meðan gígurinn er að fyllast sýður og bullar i honum, en eftir að vatnið fer að breiðast út í skálinni kemur meiri værð á það. Á vatnsborðinu má að vísu greina, að vatn streymir í sífellu upp í skál- ina neðan úr gígnum og myndar þar iður, eins og í lygnu straumvatni, mismunandi greinilegar eftir því, hve hverinn er heitur. Þegar Friðrik áttundi kom að Geysi 1907 var viðbúnaður mikill hafður til þess að láta hann gjósa. M. a. hafði verið múrað í ýms skörð á skálarbrúninni til þess að hækka vatnsborðið, því að það var spá manna, að gosin yrðu því fegurri. sem vatnið væri hærra í skálinni En reynslan varð önnur. Það fór að draga af Geysi, gosin bæði sjaldgæfari og verri en áður, þó að Geysir gysi stundum vel, t. d. 1907, þegar 150 pund af sápu voru sett i hann, er hann átti að gjósa fyrir konunginn. Og árið 1916 er talið að hann hafi gosið í síðasta sinn fyrir svefninn, er hann vaknaði af í fyrra. Þeir, sem áttu frumkvæðið að henni fóru i öfuga átt við það, sem gert hafði verið 1907. Þeir lækk- uðu vatnið í skálinni í stað þess að hækka það. Hjuggu skarð í skálar- barminn, svo að vatnsborðið lækk- aði um 80 cm. Það dugði og Geysir tók til óspiltra málanna. Því miður hefir ekki verið haldin greinileg skrá um, hve oft hann hefir 'gosið síðan, minni og stærri gosum'. En þau eru orðin mörg á þessu eina ári. En Geysir er ekki alt af við eina fjölina feldur. Hann bregst stund- um alveg, þegar mikið þykir við liggja. Ráðið, sem helzt er notað til þess að tryggja, að hann gjósi á “réttum tíma” er það, að fylla upp í skálarrennuna, svo að skálin fyllist upp i barma. Er þetta gert til þess að hverinn gjósi ekki fyr en óskað er. En stundum kemur þó fyrir, að þetta ráð dugir ekki, eða að hann gýs hvað eftir annað meðan skálin er að fyllast. En þegar skálin hefir náð að fyllast alveg, má að venju gera ráð fyrir að hann gjósi. Þegar þeir, sem hafa “pantað gos” eru komnir á staðinn, er stíflan tekin úr skálinni. Að jafnaði tekur það tíu mínútur, að láta vatnið renna burt, þangað til skálin er orðin hálf. Þá fer vatnið að ihitna, þangað til það er orðið 84—86 stig á yfirborðinu og tekur það mismunandi langan tíma eftir þvi hve heitt er í veðri. Þegar skýjað er og molluhiti, er hann oftast nær fljótastur til, og gýs þá gjarnan sápulaust. En annars er að jafnaði sett sápa í hann rétt eftir að lækkað hefir verið í skálinni og tekur hverinn þá stundum að gjósa undir eins og sápan er bráðin eða jafnvel fyr, en stundum dregst það upp í klukkutíma og lengur að hann gjósi, einkanlega ef stutt er frá síð. asta gosi. Gosið byrjar að jafnaði með dynkjum og drunum, en þó byrjar Geysir stundum alveg formálalaust. Fólk er furðu hirðulitið um þá hættu, sem af þessu getur stafað, því að það eru jafnan margir, sem standa upp á skálarbrúninni eins og forvitnis krakkar, og erfitt að koma þeim þaðan. Það er ekki ólíklegt að slys þurfi að verða, til þess að vara fólk við þessari hættu, og er það illa farið. — Gosið byrjar með því, að vatnsgusur brjótast upp úr skálinni, sitt á hvað, vatnsmiklar og þéttar. Meðan vatnið er í skálinni, nær gufuþrýstingurinn ekki að þeyta ■hinum beinu vatnsstrókum hátt upp. Þetta gos er kallað undangos og stendur oft nálægt 8—10 mínútum, og ná strókarnir 15—30 metra. Þeg. ar það er búið kyrrist hverinn um stund, eins og hann sé að sækja í sig veðrið, og eftir svo sem 2—3 mínút- ur eða skemur, byrjar hann á nýjan leik og þeytir nú gusunum þráðbeint í loft upp, hverri á fætur annari og hverri annari hærri, eins og íþrótta- maður, sem er að ryðja sínum eigin metum. Það er mjög mismunandi hve Iengi þetta aðalgos stendur. En að því loknu byrjar gufugosið. Þeytist þá óbrotinn gufustrókur upp úr gígnum, með óskaplegum1 sogum og hvæsi, eins og margra miljón hestafla gufuvél væri að blása af katlinum.” Það er mikilsvert um fegurð og hæð gosanna, að lygnt sé, þvi að í logni breiðist betur úr gos- súlunni og hún kemst 'hærra en ella. O gekki varðar þetta síður miklu um gufugosið. I logni verður það him. inhátt og breiðist út í toppinn eins og greinar á pálmaviði. Það var þýzki eðlisfræðingurinn Bunsen, sem fyrstur bjó til þá vís- indalegu skýringu, sem dugði við- víkjandi eðli goshvera. Þessi heims- frægi eðlis- og efnafræðingur ferð- aðist hér um landið árið 1846, eink. anlega til efnafræðisrannsókna í sambandi við hveri og eldfjöll og réð þá gátu goshveranna. Þegar guf- an, sem streymir að gígbotninum safnast saman undir vatninu í gígn- um, kemst hún ekki upp vegna þyngdarinnar á vatninu að ofan, fyr en hún hefir náð ákveðnum þrýst- ingi. Þrýstingurinn vex og þegar hlutfallið milli hans og vatnsþyngsl- anna hefir komist á ákveðið stig, brýst gufan upp og þeytir vatninu upp. Menn geta gert sér í hugar- lund hina óskaplegu orku eimsins, er þeir horfa á vatnið — og jafnvel stóra steina — kastast marga tugu metra í loft upp. Bunsen bjó.til á- hald er hann lét gjósa eins og gos- hver og sannaði með því kenningu sína. Þó athygli flestra, sem til Geysis koma snúist eingöngu að Geysi hin. um stóra, þá er ekki úr vegi að gefa sér tima til, að líta á ýmsa aðra hveri þar, sem gert hafa garðinn frægan. Áður ihefir verið minst á Strokk. Uppi í brekkunni, miðja vegu milli hans og Geysis stendurr “gleraugna- hver” einn, sem- Blesi heitir. Gígur hans eru barmafullir af tæru vatni, en athafnarlaus hefir hann verið um langt skeið. Fast neðan við hann er Fata, en austur af honum lítil hver- hola, urgandi og sjóðandi eins og brennisteinshver í Krísuvík og heitir Stjarna. En upp af henni er allstórt hverop, sem heitir Konungshver. Hverasvæðið upp af veitingahús- inu nefnist einu nafni Þykkuhverir. 1 Þar er Sísjóðandi vestastur, en aust- : arlega er Smiður, gamall og góð- j frægur smáhver, sem gaus laglega | fyrir 4 pund af sápu, meðan enginn annar hver var gjósandi í Haukadal. j Á rima norðan við Þykkuhveri er dálítill hver, sem Óþverrishola 'heitir, i lítilþægastur allra hvera við Geysi. j Því að sé munnurinn á henni byrgð. ur með torfusnepli þá gýs hún. Hún spýtir að vísu mórauðu, en það er í torfunni að kenna. Hér skal staðar numið. Það yrði of langt mál hér, að lýsa hinum ein. stöku hverum ítarlega, enda eru lýs- ingar á náttúruundrum sem þessum ávalt ófullnægjandi. Þau undur eru svo mikil, að það er eigi furða, þó að fólk fjölmenni þangað, og skoði eitt af náttúruundrum heimsins, sem eigi er lakara en þau sjö, sem talin eru frá fornum öldum.—Fálkinn. Strokumaður Bftir Arna Óla. Vorið 1900 fluttust foreldrar mínir búferlum að Bakka í Keldu- hverfi. Stendur sá bær í Sandi, en Sandur er framburður úr Jökulsá og svipar honum mjög til Landeyja. Jökulsá lá þá aðallega í tveimur far. vegum og var annar þeirra Stórá, sem nú er þur. Margir ferðamenn styttu sér leið með því að fara yfir um í Sandi, en þurftu þá að fá ferju bæði yfir Stórá og Jökulsá, og þótt þarna væri ekki lögferjur, þótti sjálfsagt að ferja menn, hvernig sem á stóð, og aldrei var tekin nein borg- un fýrir það. Frá Bakka austur að Jökulsá var þá um hálfrar stundar gangur og ferjustaðurinn hvergi nærri góður, sízt á haustin, þegar krapaburður var i ánni. Nú var það seinni hluta dags fyrst í desember 1900, að tveir menn komu að Bakka í hríðarveðri. Var annar þeirra langferðamaður, en hinn var bóndi á næsta bæ. Hafði hann ferjað ferðamanninn yfir Stór. á og fylgdi honum svo að Bakka, því að illratandi var. Ferðamaður þessi kvaðst heita Jón Rögnvaldsson. Lét hann sér mjög títt um að halda áfram för sinni, því að hann væri í áríðandi sendiferð. Man eg að pabbi taldi tormerki á því, að hægt væri að komast yfir Jökulsá, en það mátti hinn ekki heyra nefnt, og varð það því úr, að pabbi lagði á stað með honum. En það fór svo, að Jökulsá var nieð öllu ófær, þykk krappstella í henni, svo að ekki var hægt að koma ferjunni við. Urðu þeir því að snúa aftur og komu fannfarðir heim. Gisti svo Jón á Bakka um nóttina. Daginn eftir var grenjandi stórhríð og eins næsta dag, svo að hann var hríðteptur. Mátti heyra það á honum, þótt hann væri fá- mæltur og stiltur, að honum þótti þessi töf hvergi nærri góð. Það er fremur dauflegt á sveita- bæjum þegar blindhríð geisar, og þó enn dauflegra fyrir gesti en heima- menn. En til þess að gestinum leiddist sem minst, vorum við krakk- arnir látnir spila við hann. Fanst okkur hann stundum annars hugar og lítt gegna því þótt hann væri á- varpaður. —Jón, þú átt að slá út- Hann gaf sig ekkert að þvi og lét sem hann heyrði ekki. Kornhlöður til sveita og kornsala Kornhlöðufélögin, að meðtölclura Samlags- kornhlöðu félögunum, eru meðlimir í Winnipeg Grain Bxehange, og nytfæra sér það á sama hátt og af sömu ástæðum. Þau nota það vegna þess, að söluaðferðirnar eru þær beztu, sem enn hafa þekst til verndunar hagsmunum þóndans, 0g til þess að tryggja lágan meðhöndlunarkostnað. Það er hvorki notað af einka kornhlöðum né kornhlöðum samlaganna til þess að græða á því. Samlags söluaðferðin, sem er hin eina önnur aðferð, er reynd hefir verið, hefir kostað Vest- urlandið margar miljónir dollara. Sú aðferð á nú fáa meðhaldsmenn, jafnvel meðal þeirra, er frumkvæði áttu að henni. Ef til þess kæmi að umboðsnefnd eða stjórn dytti ofan á söluaðferð, er að staðaldri veitti bóndanum þó ekki væri nema brot úr centi meira en viðgengst sam- kvæmt núgildandi söluaðferðum, þá myndu einka kornhlöðufélögin ganga á undan með að krefjast þess, að slíkar aðferðir yrði tafarlaust teknar upp. Eins og nú hagar til, nota öll kom- lilöðufélögin, að Samlagsfélögunum meðtöldum, sömu markaðsaðferð á korni, sakir þess að hún hefir reynst sú bezta og kostnaðarminsta, er enn hefir verið fundin upp. Réttlát samkepni er bóndanum bezt trygg- ing.—- Aðferð sú til fylgisöflunar, er Samlagið fyrir munn Western Producer, ýmissa sveita- blaða, hefir beitt, sem og á mannamótum, þar sem ráðist hefir verið á einkafélögin fyrir það eitt að viðhafa sömu söluaðferðir og Samlagið sjálft gerir, er ósanngjÖrn 0g lævísleg, og mið- ar til þess eins, að nema á brott þá samkepni, sem er hyrningarsteinninn undir velferð bónd- ans. The North-West Grain Dealers Association Western Grain Dealers Association

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.