Lögberg - 01.10.1936, Blaðsíða 5

Lögberg - 01.10.1936, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 1. OKTÓBER, 1936 5 ZIGZAG Orvals pappír í úrvals bók 5' 5' 2 Tegundir SVÖRT KAPA * BLA KAPA Hinn upprunalegi þunni vindl- inga pappír, sem flestir, er reykja “Roll Your Own” nota. Biðjið um “ZIG-ZAG” Black Cover “Egyptien” úrvals, h v í t u r vindlinga pappir — brennur sjálfkrafa — og gerir vindling- ana eins og þeir væri vafðir i verksmiðju. Biðjið um “ZIG-ZAG” Blue Cover fyrir því, að landbúna?5urinn ber sig ekki, eins og hann er rekinn nú. —Þetta er alveg rétt, segir Guð- mundur, — en þetta er alt mönnun- um að kenna. Við skulum tala við fátæklinga einhversstaðar annarsstaðar úti í löndurn, og spyrja þá að þvi, hvort þeir treysti sér ekki til þess að lifa, þar sem menn geta fengið nóg kjöt, mjólk, katöflur, smjör, geta ræktað bygg og hafra. Þeir myndu spyrja: Hvar er þetta Gósenland, þar sem þeir geta fengið þetta alt upp úr jörðinni. Eg játa að vísu, að þó þetta sé fáanlegt, þá er ekki leyfi- legt, eða mögulegt, að menn lifi eins og “flottenheimar,” og eg veit, að kaup það, sem bændum nú er gert að borga, er hærra en þeir geta vel staðið sig við. Talið berst síðan að heilbrigðis- málum og kjörum lækna og starf s- skilyrðum, sein mjög hafa breyst á æfi Guðmundar Hannessonar. —Já, það er mikil breyting, segir hann. Nú eru læknishéruðin miklu minni en þau voru áður, og miklu léttara um samgöngur um þau. Og mörg meðul og læknisráð hafa læknavísindin fært læknunum upp í hendur, síðan eg byrjaði á læknis- störfum. Heilsufar þjóðarinnar hefir líka batnað'ákaflega mikið á þessum ár- um, og það enda þótt við brjótum i bága við mikið af þeim reglum, sem læknisfræðin kennir. Við höfum lítið meiri manndauða hér á landi en þær Evrópuþjóðir, sem hafa hann minstan. Barnadauði er iminstur hér í álfunni, að undan- skildum Noregi og Færeyjum. Þetta er feikna mikil framför frá því, sem áður var, þegar hér dó þriðja hvert barn á unga aldri, og fölk sem komst til fullorðinsára var tniklu skamm- lífara en það er nú. En það einkennilegasta er, að þessi árangur hefir fengist, enda þótt að skilyrðunum fyrir heilbrigði almennings sé mjög ábótavant í landinu enn, Samt hefir manndauð- inn minkað, Eg er sannfærður um, að mesta heilsulind þjóðarinnar er mjólkin, enda neyta íslendingar nú mjög mikillar mjólkur, eða sem svarar 1.4 ltr. á hvert mannsbarn í landinu á dag. Mun það vera ná- lægt því einsdæmi í veröldinni. Læknir einn í Osló skrifaði um það hér um árið, að það væri nauð- synlegt að menn fengju 1 litra af mjólk á dag. — Þessi krafa þótti óhæfilega há þar. Hann spurðist fyrir um það, hvernig það væri hér, og sagði eg honum eins og var, að hér væri drukkin meiri mjólk, og þótti honum mikill fengur að fá þá frétt. Ennþá getum við ekki hrósað okkur af matartilbúningi. Mikið ó- lag er á honum hjá okkur enn. Og húsakynni höfum við verri en flest- ar aðrar þjóðir, þó það fari nú batn- andi með ári hverju og sé i sumum kaupstöðum orðið sæmilegt. En það er eitur fyrir heimilin og umbætur húsakynna, hvað húsin eru lögð í einelti með skatta, svo að ekki er fyrirsjáanlegt annað, en fjölskyldur verði í framtíðinni, eða á næstu ár- um, að kúldrast í einu eða tveimur herbergjum. Hvar ifinst þér að mestur árang- ur hafi orðið af skipulagi kaup- staða ? —Eg verð að segja, að alstaðar hefir árangur orðið góður, þar sem yfirleitt nokkuð er bygt. Við þurfum ekki annað en líta hérna á Skólavörðuholtið, austan- vert og vestanvert, nýja hverfið í austanverðu holtinu, garðahverfið með björtum og skemtilegum húsum og svo ihverfið hinum megin við Njarðargötuna. Það er eins og mað. ur komi í annan og dimmari heim. Það yrði langt mál, ef eg ætti að segja frá öllu því, sem skipulagið þegar hefir áorkað. Mér dettur t. d. í hug, hve fljótt Vestmannaeying- ar brugðu við að fara eftir tillögum okkar. Við gerðum það að tillögu okkar að leggja breiða götu upp í gegnum krærnar, sem voru við höfn_ ina, en flytja útveginn inn að Bása- klett og byggja bryggju á Básaskeri. ! Þar yrði settar upp sambygðar raðir af fiskihúsum. Vestmannaeyingarnir brugðu strax við og fóru eftir þess- um ráðum okkar. Svipaða sögu má segja frá Norð- firði, Þar höfðum við lagt til, að bygð yrði lögð niður, þar sem þriðj- ungur af bænum stendur, og þar hafði einmitt verið bygt mest síðustu árin. En okkur í skipulagsnefnd likaði ekki það bæjarstæði. Við ætluðumst til að bygðin yrði ] f lutt upp á brekkuna. Til þess þurfti að leggja nýja vegi og leggja í ýms. an annan kostnað. Næsta skifti sem eg kom á Norðfjörð va'r byrjað að leggja þessa vegi. Og það sem mér þótti merkilegast var, að einn af mestu framkvæmdamönnum bæjar- ins, Sigfús Sveinsson, hafði byrjað að byggja stórt hús í brekkunni, þar sem vegur átti að liggja. En undir eins og hann heyrði, að þetta fyrir- hugaða hús sitt myndi standa í vegi fyrir hinu nýja skipulagi, þá gerði hann verk sitt ónýtt, og rýmdi til fyrir veginum, bænum að kostnaðar- lausu. Það hefir yfirleitt verið mér hið mesta gleðiefni, hve skipulagslögun. um hefir verið tekið vel um alt land Eg bjóst við því, þegar eg var að braska í þessari lagasetningu, að bæjarstjórnirnar myndu yfirleitt rísa gegn þeiim, þar sem valdsvið þeirra vaír minkað með lögunum. En reynslan hefir orðið alt önnur. Reynslan hjá nágrannaþjóðunum er sú, að menn þeir, sem vinna að skipulagi bæja, verða fyrir mikilli andstöðu frá bæjarstjórnum og ein. stökum mönnum, sem hafa sérhags- muna að gæta gagnvart skipulaginu. Eitt sinn hélt eg fyrirlestur í Dan- mörku um skipulagsmálin hér, hve árangur hefði orðið þegar, og hve vel skiþulagslögunum yfirleitt hafi verið tekið hér á landi. Kunnugir menn málunum þar sögðu mér, að það væri hreint æfintýralegt, hve litilli mótspyrnu við hefðum orðið fyrir hér á landi. Ilér í Reykjavík er það auðvitað margt, sem aflaga hefir farið í skipulagsmálunum. Eg vil t. d. nefna tvent, sem mun kosta mikið fé að laga í framtíðinni. Eitt er hinn mikli f jöldi bakhúsa, sem eg er alveg viss um að verða ekki liðin, þegar tímarnir líða og kröfurnar vaxa. Og annað er það, að iðnaðar- byggingum allskonar hefir verið dreift hingað og þangað innan um bæinn, til mikilla óþæginda í íbúð- arhverfum. —En úr því þú hefir hugsað svo mikið um skipulag kaupstaða og bæja, dettur þér þá ekki líka í hug skipulag sveita eða landshluta? —Jú, vissulega. Víða erlendis er gert skipulag fyrir heila landshluta. Þetta gæti vel komið til greina hér. T. d. hefði verið eðlilegt að athuga það í sambandi við Flóaáveituna og ræktun sveitanna austanf jalls. Þar ætti að leggja það greinilega niður fyrir sér hvar þorpum væri bezt fyrirkomið og hvar væri bezt að byggja þéttbýl sveitahverfi. En eg hefi ekki fengið neitt tækifæri til þess að taka það mál til rækilegrar meðferðar. Þó Guðmundur sé nú sjötugur að aldri, er áhuginn og starfsþrekið enn svo óbilandi, að hann getur átt eftir að leysa rnörg verkefni á starfsæfi sinni.—Mbl. 9. sept. Ávarp Sem forseti Sameinuðu bænda- kvenna (U.F.W.M.) í Manitoba, leyfi eg mér að ávarpa allar könur í fylkinu og biðja þær að hjálpa til að vinna á móti útbreiðslu “krabba” og geta þær það með því að gefa sjálfar og leyfa börnum sínum að leggja til í sjóð þann, sem verið er að safna í þessá viku, sem nú er að líða, 28. sept. til 3. okt.. Verður samskota leitað í öllum skólum og á strætum i bæjum og þorpum. Þó litið sé lagt til af hverjum einum, dregur það sig saman þegar allir leggjast á eitt. Samskot af þessu tægi fóru fram í fyrra og námu þau rúmum þrú þúsund dollurum, von- um við að geta gjört eins vel nú. Eins og þið vitið allar, er krabb- inn að margfaldast ár frá ári; í fyrra dóu 780 manneskjur, en árið á undan 660, er það 9% hærra á árinu. Gætum við með okkar styrk hjálpað til þess að lyfta þessu fargi væri til mikils unnið. Eins og þið vitið allar, er eina vonin að bæta krabba, að lækning sé byrjuð í tíma, áður en hann er búinn að ná of miklu haldi, og er það gert með radíum og x-geislum. Til umsjónar með þessum lækning- um var stofnuð “The Cancer In- stitute,” sem hefir deildir á Almenna sjúkrahúsinu í WÁnnipeg og St. Boniface sjúkrahúsinu, og geta farið þangað allir, sem þá lækning þurfa, ef þeir hafa vottorð frá heimalækni, að þess gjörist þörf. Hefir þessi stofnun verið upp á styrk frá al- menningi kornin. I ár hefir hagur þess batnað að nokkru leyti, þar sem fylkisstjórnin og sveitirnar veita styrk, sem nemur þvi sem vanastarf og radium kostar. En nú vill það stofna stúkur eða deildir, sem gjöri sér það að skyldu að kynna fólki einkenni krabbans, svo að læknis sé leitað. í tíma, þar sem það er svo nauðsynlegt. Krabbi sem er í hörundi og útlimum er vanalega tekinn í tíma, en innvortis .krabbi er oft kominn svo langt, að ekkert er hægt að gjöra, og deyja alt af fleiri konur úr krabba en menn, og fellur það í konunnar skaut og hjúkra þeim, sem dauða- striðið heyja á þann kvalafulla hátt, og ættu þær því á alla lund að starfa til varnar þeirri hættu. Sameinuðu bændakonur unnu vel að þessu í fyrra, og eru þær fúsar að gjöra alt, km þær geta til þess að starf “The Cancer Institute” megi blómgast og blessast á allar lundir. Andrea Johnson, forseti United Earm Women of Manitoba. Kvikmyndir úr sögu Islands myndu stórkostlega auka ferða- mannastrauminn til landsins. Khöfn. í júlí. Spurningin um það, hvort íslend- ingar ættu að taka upp kvikmyndun til þess að vekja meiri athygli á landinu en orðin er, hefir áður borið á góma í viðtali fréttarritara Nýja dagbl. við T. Ibsen. Fréttaritarinn hefir nýverið snúið sér til hins þekta norska leiðbein- anda við kvikmyndatökur, Leif Sinding, og spurt um álit hans á þessum hluturn. En L. Sinding er sá af norskum kvikmyndatökumönn- um, sem mesta reynslu hefir um öll þau efni, og hefir útbúið ekki færri en tólf kvikmyndir, svo sem Jeppa á fjalli o. fl. —Spurningin um íslenzka kvik- mynd hefir vakið hjá mér mikinn áhuga um það, að koma því máli í framkvæmd, segir L. Sinding. Fyrir ekki alllöngu síðan fékk eg ákveðin tilmæli frá Islandi um það, að gera áætlun um kvikmyndatöku þar heima fyrir. Eg skrifaði þvi handrit til kvik- myndunar, sem er samið upp úr Njálssögu og sem er hugsað að fari fram á sögustöðunum. Síðan hefi eg ekki heyrt meira um það mál, en handritið er fyrir hendi og eg hygg að kvikmynd um þetta efni, yrði mjög einkennileg og eftirsótt á Norðurlöndum. Eg held líka að hún yrði gróðavænleg beint og óbeint. —Mundi það geta borgað sig fyr. ir ísland, að stofna sjálft til kvik- myndaframleiðslu ? —Nei! í talmynd yrðu sölu. og sýningarmöguleikarnir svo takmark- aðir að fyrir fólksfá lönd með lítið útbreidd mál gæti það ekki borgað sig. Fyrir mynd eins og hér um ræðir yrði markaðurinn einungis bundinn við Norðurlönd. En í sam- vinnu við Norðmenn litist mér einkar vel á slíka myndatöku. —Hve mikið gætuð þér hugsað yður að slík mynd kostaði? —Ekki er gott að segja neitt á- kveðið um það ennþá, meðan málið er ekki betur undirbúið. En yrði myndin tekin á norsku sem aðalmáli, held eg að ekki yrði sérleg áhætta að leggja í hana alt að 130 þús. krónur. Og mál, sem skilst um öll Norðurlönd væri nauðsynlegt og eg held að íslenzkir leikarar gætu hagnýtt sér norskt mál svo fullnægj. andi væri. —Haldið þér að slík kvikmynd gæti ekki stuðlað að auknum ferða- mannastraum til íslands? —Jú. Hún gæti orðið ágætasta “propaganda” fyrir ísland að þvi leyti. Og í Njálssögu býr sá kraft- ur, sú rómantík og spennandi við- burðarás/með íslenzku landslagi og náttúrufari að bakgrunni, að full- víst væri um mikla sýningarmögu- leika. Njála er heimsfræg eins og kunn. ugt er. Þetta álit Sindings, auk þess er T. Ibsen hefir áður látið uppi við fréttaritarann, er fylstu athygli vert. Og ef til vill á ísland þama nýtt landnám fyrir höndum — landnám í hug og vitneskju Norðurlandabúa, sem enn þekkja alt of lítið til Js- lands og þjóðarinnar, sem þar býr. —N. dagbl. 3. ágúst. FUNDUR KENNARASKÓLA STJÓRA 'NORÐURLANDA 1 HINDSGAVL Norræna félagið gekst í sumar fyrir móti fyrir skólastjóra við kennaraskóla á Norðurlöndum. Mót- ið var haldið á Hindsgavl dagana 2.-7. ágúst. Mættir voru skólastjór. ar frár öllum Norðurlöndum og var Freysteinn Gunnasson skólastjóri héðan. Eftirfarandi fundarsamþykt var gerð: “Fulltrúar frá kennaraskólunum á Norðurlöndum: Danmörku, Einn. é landi, Islandi, Noregi og Svíþjóð, samankomnir á móti á Hindsgavl flytur hér með félaginu Norden innilegustu þakkir fyrir að hafa boðað til móts þessa, sem í öllum atriðum hefir verið þátttakendunum til sérstakrar ánægju og gagns, bæði hvað hinum fræðilega árangri við- kemur og persónulegri kynningu þátttakendanna. Þar var lýst þeim umbótum, sem búið er og verið er að gera til aukn- ingar fræðslu kennara í ýmsum löndum. Þar var bent á gildi hinnar norrænu samvinnu, þátttakendurnir lýstu mismunandi sjónarmiðum og reynslu í uppeldismálum, hinir sam- eiginlegu eiginleikar þessara þjóða voru skýrðir út frá sameiginlegum lyndiseinkunnum og siðum. Hér- með er lagður grundvöllur að á- framhaldandi samstarfi á þessu sviði og einnig hvað viðkemur mentun kennaranna í öllum löndunum. Vér teljum það samstarf, sem hér hefir verið hafið svo þýðingarmikið að vér óskum eindregið, að það haldi áfram, og vonum að félögin Norden stofni til slíkra móta í öllum löndunum til skiftis, þar sem allir þeir, sem starfa að mentun kennara hafi aðgang. Vér teljum það einnig æskilegt að haldin verði mót fyrir nemendurna við kennaraskólana á Norðurlönd- um.”—Mbl. 5. sept. Hallesby kemur til Islands Hallesby prófessor við safnaðar- prestaskólann í Noregi leggur inn- an skamms af stað til Reykjavíkur, ásamt sex trúbræðrum, til þess að starfa að trúarvakningu meðal ís- lenzkra stúdenta.—Mbl. 10. sept. ............................... ...llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll.1111111 ^ I THOSE WHOM WE SERYE 1 IN THE FIELD OF COMMERGIAL PRINTING AND PUBLISHING BECOME LASTING FRIENDS BECA USE— OVER THIRTY YEARS EXPERIENCE IN ENGRAV- ING, PRINTING AND PUBLISHING IS PART OF THE SERVICE WE SELL WITH EVERY ORDER WE DELIVER. COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SARGENT AVENUE - WINNIPEG - PHONE 86 327 ^miii............................................................................................................................................................................... ;!i||||l|l|||ll!l||l||l||!l!llll!ll||llll!íl!llj|||||l||!lll||||l!!!!l!|||lll^ Skrifið nafn yðar á eyðumiðann eða sendið oss póstspjald beint og yður verður sent ókeypis eintak af EATON’S NÝJU RADIO VÖRUSKSA Barmafull sp.jaldanna á milli af þýðingarmikl- um kjörkaupa tilboðum á Radíóum, irtvarps- tækjum og hljóðfærum — tækifæri, sem þér megið ekki tapa af! SKRIFIÐ STRAX! PÖNTUNAR SEÐILL The T. Eaton Co„ Limited Winnipeg, Manitoba Gerið svo vel og sendið yðar nýju RADIO Vöruskrá hið bráðasta til— Nafn........ Heimilisfang ■ I ( ■ í I ■ ■ i ■ ii ai m\ m m • ■ EATON’

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.