Lögberg - 01.10.1936, Blaðsíða 6

Lögberg - 01.10.1936, Blaðsíða 6
6 LÖGrBERG, FIMTUDAGINN 1. OKTÓBER, 1936 Garðurinn hennar Marits Eldri læknirinn athugaði þann yngri ná- kvæmlega. “Jæja — já — já,“ sagði hann við sjálfan sig, meðan hann þurkaði gler- augun. Drátturinn í kringum munninn varð gleggri. “Þessir balar verða að fara — hver einasti,” sagði hann ákveðinn. “Fáeinir pálmar mega standa og ein eða tvær rósir, en það er líka alt. ” Hann lyfti höndunum upp. “Guð varðveiti mig fyrir þessum fábjána- hætti. 1 stað þess að líma þessar myndir á veggina — því eg sé að það er þitt verk, Ei- ríkur — hefðir þú átt að banna harðlega að slíku rusli væri safnað saman hér — slík ó- fyrirgefanleg heimska.” “Frændi.” Röddin var auðmjúk, “ef Marit verður að deyja, því á þá að ræna liana því, sem henni þykir vænt um!” Gunnar sneri sér skjótlega við, og leit biðjandi augum á lækninn. En hann sparkaði í gamlan bala. “Heldur þú ekki að vesalings lungun þurfi alt það loft, sem lítil íbúð getur veitt þeim * Alt þetta rusl, sem eitrar loftið, verður að fara!” Hann sneri sér að Gunnari og sagði hörkulega: “Það er bezt að þér leitið að ]\rklinum að skríni vonarinnar. Þér lítið út fyrir að þurfa gott loftslag.” Hann gekk til dyranna. “Frændi, eg veit að þú segir satt; en vertu ekki harður. Þú þekkir ekki Marit.” “Það brá fyrir miidu brosi á andliti eldri læknisins. “Ef það getur verið ykkur lil nokkurrar aðstoðar, ])á held eg að ekkei't alvarlegt sé að henni ennþá.” Vonarglamp- inn, sem skein á móti honum frá fjórum aug- um, myndaði snöggvast þoku fyrir hans aug- um : hann gekk eitt skref áfram. “Og satt að segja, þá held eg að hún vinni sigur, en—” Nú fékk röddin og svipurinn aftur hið ó- sveigjanlega, “þá vil eg líka fá að ráða öllu, og þið verðið að haga ykkur eftir því.” Hann fór. ‘ ‘ Frændi segir satt, eg veit það, en eg gat ekki.” Eiríkur var mjög sorgbitinn. Marit lá á legubekknum. Winter læknir settist við hlið hennar og tók aðra hendi hennar. “Þér sjáið, að það er ekki auðvelt að losna við mig,” sagði hann brosandi. En þegar hann sá þöglu spurninguna í stjörnu- björtu augunum, þá varð hann svo kjarklaus og skorti orð, hann, sem aldrei hafði hikað við neitt, sem hann áleit skyldu sína að fram- kvæma. “Ijæknir — talið þér — eg er ekki hrædd — eg vissi þetta áður.” Læknirinn varð svipbjartari. “Gerið þér svo vel að segja mér, Marit litla, hvort þér viljið ekki verða fjörugar, hraustar og glaðar aftur?” Augu hennar spurðu, og hann svaraði með kinki. “En, ” sagði hann, “þá verðið þér að leyfa mér að gera nokkuð, sem yður mun ekki líka. Það er garðurinn, skal eg segja yður, eg vildi helzt mega senda hann af stað, alveg eins og veik móðir gerir við börnin sín, þang- að til hún verður aftur heilbrigð.” Hann tók eftir því að hún kiptist við; varirnar skulfu og hún harðlokaði augunum. Hann laut niður að henni og klappaði á kinn hennar. “Nei, nei, það verður alt að vera eins og það er, þér megið hafa garðinn, litla barn.” Hún leit upp fljótlega. “Það er svo leitt, svo hræðilega leiðinlegt — hvert blóm þekki eg — þau eru eins og tryggir vinir. En ef þau verða að fara, þá verða þau—” Hann furðaði sig á því, hve raddhreim- urinn var ákveðinn og einbeittur viljinn í augunum. “En svo vil eg ekki heyra að blómin séu borin burt; en þér getið lokað þau inni um tíma, því annars held eg að þér þolið ekki missi þeirra. ” # # # Hinn eldri og hinn yngri Winter læknir, neyttu matar án þess að tala eitt orð; og þögnin hélt áfram eftir að þeir voru komnir inn í reykingarklefann; báðir reyktu þeir hvíldarlaust, annar Havana-vindil, hinn úr sæfrauðs-pípu. Eiríkur horfði hugsandi á bylgjumynduðu reykjarskýin, sem svifu aftur og fram og hurfu svo. Hann sá fallega, föla andlitið hennar Marits í reykjarhringunum, og stundi þungan. Frantz frændi, sem horft hafði á reykj- arskýin uppi undir ]>akinu, leit niður og horfði rannsakandi augum á Eirík. “Svo þetta barn hefir fjötrað huga þinn, Eiríkur?” Eiríkur hrökk við. Spurningin kom svo óvænt. Hann reyndi að brosa. “Algertbam er Marit ekki, hún er nú nítján ára.” “Já,” sagði Frantz frændi, “nítján ár er afsakanlega hár aldur; en” sagði hann alt í einu alvarlegur.'^ “Hún er að minsta kosti nógu gömul til þess, að þið þessir tveir dom- pápar, ættuð að umgangast hana eins og manneskju, sem verður að lifa lífi sínu, og mæta ábyrgð og skyldum gagnvart sjálfri sér og mannfélaginu, en ekki eins og líflausa vax- brúðu, sem þið eruð hræddir um að snerta við, svo að hún detti ekki sundur í mola.” Marit er ekki eins og aðrir, það muntu sannfærast um, þegar þú kynnist henni bet- ur, frændi.” “Máske eg þekki hana betur en þú gerir, nú þegar,” sagði frændi Eiríks alúðlega, að minsta kosti hefi eg nú afráðið hvað gera skal.” “Yið hvað áttu?” spurði Eiríkur. “Aðeins það, að eg vil enga þátttöku fá frá ykkur tveimur. Stúlkan verður að flytja burt frá áhrifum ykkar, og njóta annars um- hverfis.” “Burtu! frændi, þú ærist—” “Geri eg það? En annars, þökk fyrir, en eg er helibrigður og nokkurnveginn jafn- geðja, eg ærist aldrei; en heyrðu nú. ” Hann stóð kyr fyrir framan Eirík. “Þú elskar liana, það getur blindur maður séð, og bróðir hennar sér ekki sólina fyrir henni, og svo inn- rætið þið henni þá skoðun, að hún sé gagns- laus manneskja, en ekki algeng persóna með hold og blóð, sett hér í heiminn til að taka á móti því góða og illa, sem að höndum ber. Hún verður kyrkingsleg undir jafn óeðlilegri meðferð, og verður þess vegna að fara.” “Frændi, segðu mér hreinskilnislega frá áliti þínu á Marit!” Frantz frændi gekk stundarkorn fram og aftur um gólfið. “Innkulsið og vonbrigðin, sem þú talar um, þarft þú alls ekki að hugsa um, því það jafnar sig af sjálfu sér, drengur minn — en í rauninni var það of mikið fyrir þá persónu, sem varin er fyrir öllum vind- gusti. Taktu til dæmis létt gróðrarhússblóm, og gróðursettu það norðan við húsvegg — já, í dag blómgast það, en á morgun hangir það á brotnum jurta'Iegg. Alheims-stjórnarinn hefir nú eitt sinn hagað því þannig. ’ ’ Nú varð löng þögn. Frantz frændi gekk fram og aftur um gólfið með hendurnar á bakinu og pípuna dinglandi á brjóstinu. Ei- ríkur sat umkringdur reykjarskýjum. “Hvert hefir þú hugsað að senda hana?” spurði hann loksins. “Til vinar míns, Knut Yeises, í heil- næmisskála. “Þú gleymir því, frændi, að Gunnar er fátækur. ” “Hver spyr um efni hans?” “En—” “En — en — en,” sagði frændi gremju- lega. “Ef þú gætir einhverntíma fengið ofur- lítið af heilbrigðri skynsemi inn í heila þinn, drengur. Ehginn hefir heimild til að rækta heimskulegar ímyndanir, þegar um alvarlegt málefni er að ræða.” Eiríkur sagði Gunnari frá áformi frænda síns, og réði honum til að samþykkja það án mótmæla. Franzt Winters bar meiri virð- ingu fyrir Gunnari daginn eftir, þegar hann sagði honum áform sitt, sem Gunnar sam- þykti glaður með fáum orðum. Þeir þrýstu hvor annars hendi. Marit var fölari og vesaldarlegri; augun iengra sokkin, og brosið, sem hún heilsaði Winters læknir með, var þreytulegt og angur- vært. “Vesalings litla,” hugsaði hann. Hann kom með rósasveiga handa henni. Hún huldi andlitið í þeim langa stund. . Hann fann til óþektrar angurværrar til- finningar og magnleysis. Blómin tók hann frá henni með varkárni. “Þér megið ekki eta rósirnir, litla.” “Ó, þær eru svo indælar. ” Hann settist við hlið hennar. “Marit, mundi yður líka að ferðast burt um tíma?” Hún leit á hann kvíðandi augum. “Eg fara? — hvert?” “Til heilnæmisskála; við viljum að þér verðið f jörugar og heilbrigðar, eins og eg veit að þér skiljið. ” “Getið þér það?” hún leit ekki upp, virt- ist ekki draga andann. “Það er að mestu leyti undir yður sjálfri komið, Marit. Þér verðið að vilja það.” “Eg skil yður,” sagði hún angurblíð. “En eg get ekki stýrt mínum eigin bát; mig rekur þangað sem vindurinn flytur mig, eg hefi fengið það í arf eftir móður mína — alt ruglast saman hjá mér.” “Rugl,” sagði hann hörkulega. Hún hrökk við, eins og eitthvað hart og kalt hefði snert hana; varimar skulfu og hræðslusvipur sást í augunum. Hann laut blíðlega og iðrandi niður að henni. “Þér verðið að hætta að hugsa um arf- inn. Til fellið er, að þér hafið lifað of ein- manalega, og verið innrætt veikar ímyndanir. Þetta er það, sem þér verðið að sigra — og skuluð sigra.” Hún brosti. ‘ ‘ Þér eruð öðruvísi en aðrir, Winter læknir. Þér sjáið að hjá mér eiga til- finningarnar og skynsemin í endalausu stríði, og þar eð tilfinningamar eru sterkari, þá . . ” “Já, ])á verður það að ágalla—” sagði hann og hló. “Nei, unga stúlkan mín, einmitt það, að þér viðurkennið þetta, sannfærir mig um, að skynsemin vinnur sigur. Við segjum því já til ferðarinnar?” Hún stóð alt í einu upp og svipur augn- anna varð kappgjarn og f jörlegur. “Winters læknir, eg skal í einu og öllu haga mér eftir ákvörðunum yðar. ” “Gott, þetta er ágæt byrjun. Eg skal undir eins ná sambandi við lieilnæmishælið, og undirbúa ferð yðar.” Þegar hann fór, komu Gunnar og Eiríkur inn. “Winters læknir vill að eg ferðist burt um tíma, vilt þú það, Gunnar?” Hann tók báðar hendur hennar. Já, Marit, eg vil alt, sem getur frelsað þig fyrir mig. ” Hún hnyklaði brýrnar. “Við verðum að haga okkur eftir vilja Winters læknis. Það er eins og við séum kömin inn á nýja skipa- leið. Þegar hafnsögumaður er kominn út í skipið, þá er hánn einráður.” “í’’rændi hefir líklega ekki gert þig hrædda?” sagði Eiríkur alúðlega. “Hann er nokkuð hranalegur stundum, en er undur til- finningablíður, og hann veit hvað hann vill.” Marit hló. “Já hann vill að eg skuli vilja,” sagði hún. Vinirnir litu hvor á ann- an. Svo sagði Marit alt í einu. “Nú vil eg hvíla mig litla stund, á meðan gangið þið ykkur til skemtunar, og svo skulum við hafa eitt af okkar gömlu hljómlistar kvöldum. ” Gleðibjarmi leið yfir andlit Gunnars. Marit sá það og sagði: “Winter læknir skal verða ánægður með mig.” “E'n enga ofraun, Marit. Lofaðu mér að vera varkár. ” Eiríkur leit biðjandi í bláu augun hennar. Þau litu niður undan augnatilliti hans, og fagur roði litaði fölu kinnarnar hennar. Svo leit hún upp og horfði alvarlega í hans augu. ‘ ‘ Eg lofa því, Eiríkur, ’ ’ sagði hún kvr- lát. Fáum dögum síðar sat Marit alein heima. Maren var farin út að kaupa eitthvað. Það var hringt, og þegar Marit opnaði dyrnar, stóð Amold Due frammi fyrir henni. Kinnar Marits blóðroðnuðu. Due kom inn og settist eins og gamall kunningi. “Hafið þér verið veikar?” spurði hann. “Þér lítið svo óhraustlega út.” Áður en Marit gat svarað, var aftur hringt og Mia litla kom þjótandi inn. “Bróðir yðar sagði, að eg skyldi fara upp og fá mat,” sagði hún. “Hvar fanst þú bróður minn?” spurði Marit. Hún hafði gaman af götubarninu, og nú fanst henni, að Mia hefði aldrei komið á hentugri tíma. Miu langaði ekki til að s,vara þessu, en sgaði fljótlega og með f jöri miklu: “Ó, í nótt höfðum við verulega skemtun.” “Skemtun?” “Já, við höfðum boðsfólk, brúðkaups- veizlu fyrir Júlíu og Tomte-Jón. Við höfðum svo mikið af góðum mat—grautum og öllu—” “Grautum?” “Já, rauðgraut og þvíumlíkt.” “Þykir þér það gott?” “Hvort mér líkar slíkir grautar, já, mér þykir þeir góðir, annars líkar mér allur mat- ur vel — nema—” “Nema hvað?” Marit spurði til þess, að þurfa ekki að tala við Due; hann brosti mikillátur. “Rúgmjölsgrautur og súr mjólk,” sagði Mia, “því það fæ eg svo oft, ” bætti hún við. “Eru ekki foreldrar þínir heima í dag?” “Heima?” Hún hló, það var eins og ó- afvitandi háð. “Það eru þau eflaust, það voru áflog seinni part nætur. Eg hafði sofn- að í einu horninu, einhver tók í mig, eg hljóð- aði, og svo var eg barin; já, við höfðum veru- lega góða skemtun. ” Augu hennar dönsuðu um kring í stofunni. Þau litu eitt augnablik á Marit, svm á Due, dönsuðu svo aftur hring- dans. “Heitir hún Mia?” spurði Due, fremur til þess að segja eitthvað, heldur en til að vekja áhuga. Mia sneri sér snögglega að honum. “Finst yður það líkjast kattarskræk?” spurði hún. “Þegar pabbi er reiður, kallar hann mig kött; þegar hann er í góðu skapi, segir hann — kisa. ” “Ve.salings Mia!” Marit dró barnið að sér og strauk alúðlega yfir dökka, ógreidda hárið hennar. Bamið leit upp á fallega and- iitið ungu stúlkunnar. “Eruð þér hraustari núna?” spurði hún. “Já, mér er nú að batna,” sagði Marit brosandi. “Þér hafið roða í kinnum,” sagði Mia spekingslega, “alveg eins og hún Júlía, hún hefir eitthvað rautt, sem hún smyr kinnarnar með, og þá fær hún svo yndislegan hörunds- lit; gerið þér þetta líka?” Marit hristi höfuðið. “Vesalings Mia,” sagði hún aðeins. Það var eins og þetta vekti einhverjar endurminningar hjá henni. Hún stundi. “Það var ekkert eftir af sælgætinu frá í gær,” sagði hún hnuggin. “Matarílátin höfðu verið sleikt innan.” “Maren kemur bráðum, ” sagði Marit huggandi. ‘ ‘ Má eg leika mér að brúðunum á eftir ? ’ ’ Marit kinkaði játandi. “Eigið þér brúður ennþá?” spurði Due, um leið. og hann leit á hana með meðaumkun- ar umburðarlyndi. “Auðvitað,” svaraði hún róleg. “Bernsku endurminningar, sem eg get'ekki fengið mig til að skilja við.” “Haldið þér máske, að hún leiki sér að þeim?” spurði Mia framhleypin. Hann leit grimdarlega til Miu, en liún skeytti því engu og hljóp til dyra. “Hérna kemur Maren, ’ ’ hrópaði hún. Þegar Maren sá hver kominn var, lagði hún frá sér bögglana á næsta stólinn, studdi höndunum á mjaðmir sínar og leit gremju- lega á Due. “Svo þér eruð kominn hingað aftur,” sagði hún með ])ungum svip og lét brýr síga. “Mia bíður eftir þér, Maren, hún er svöng,” sagði Marit róleg. Það var eitthvað í augnatilliti hennar og svip, sem vakti undrun hjá Maren, eitthvað sem hún hafði aldrei séð áður. Án þess að segja meira, tók hún bögglana og Miu með sér út í eldhúsið. Due lét sem hann hefði ekki tekið eftir óvináttu Maren. “Leyfið þér bróður yðar að bera götu- rykið inn í stofur yðar?” spurði liann. “E'g skil yður ekki,” sagði Marit kulda- lega. Hann roðnaði af gremju og undraðist yfir því, hvort þetta blíða, tilfinningaríka lamb, gæti líka leikið hlutverk ljónsins. Eftir þetta snerist samtalið um algenga hluti. Þeg- ar hún eitt sinn hreyfði höfuð sitt yndislega, fann hann vakna hjá sér hina fyrverandi að- dáun og reyndi að tala með hinum gamla traustríka hreim. En þó að Marit væri vingjarnleg og kurteis, varð hann ekki var við minstu ögn af hinum gamla ástúðlega raddhreim, hann fann að eitthvað aðskildi þau, og yfir því hélt hún vörð með tígulegri ró. Þegar hann fór, bað hún hann að koma ekki aftur til að mæta Gunnari. Marit fann til einhverrar undarlegrar frjálsræðis tilfinningar, þegar hún lokaði dyr- unum á eftir honum. 1 fyrsta skifti fann hún eitthvað af Gunnars yfirburða aflmiklu anda- gift í sér. Hún fann til þreytu, þetta hafði verið næstum því ofraun fyrir hana; og með- an Mia hreiíi, greidd og södd lék sér að brúð- unum, svaf Marit heila stund óhindruð. Gunnar fölnaði þegar Marit sagði hon- um, að Due hefði komið þangað. Hann leit kvíðandi til hennar. Hún hristi höfuðið bros- andi. • Þú þarft ekki að vera hræddur, Gunnar, eg held að Arnold Due komi hingað ekki aft- ur.” Gunnar varð glaðari á svip. Eftir litla þögn sagði Marit alvarleg. “Arnold Due hafði áhrif á mig um stund; en hann olli mér vonbrigða; hann gleymdi okkur svo bráðlega. Eg veit nú, að hann verðskuld- aði ekki vináttu okkar, Gunnar.” Hann þrýsti henni að sér. “Nei, hann er ekki sá maður, sem við getum metið mik- ils, ” sagði hann með áherzlu. Winter læknir og Eiríkur komu nú. Þeir töluðu um undirbúninginn til ferðarinnar. Mia hafði leikið sér að brúðunum, en nú kom hún til Marit og hallaði sér að henni. “Verðið þér lengi í burtu?” spurði hún. “Eg veit það ekki, Mia; heldur þú að þú saknir mín?” Barnið stundi. “Þá hefi eg engan sem eg get heimsótt.” “Ætlar þú ekki að leika þér með brúð- urnar?” sagði Gunnar fljótlega. “Þær hafa sofnað fyrir þessa næstu nótt, ’ ’ sagði hún róleg og benti á legubekkinn, þar sem brúðurnar lágu í röð. “Augun yðar skína eins og tvær stjömur,” sagði hún og leit á andlit Marits. “Eg held þú megir koma aftur á morgun, Mia, ”sagði Gunnar og stóð upp. Marit laut niður og kysti hana. ‘ ‘ Þú get- ur komið aftur á morgun,” sagði hún. “Þér er líklega ekki misþyrmt heima hjá þér?” spurði Frantz Winters. Hún leit á hann undrandi. “Eg á við að þau séu slæm við þig,” sagði hann. ‘ ‘ Þegar mamma er drukkin og pabbi fær ekkert að eta, þá sparkar hann í migi “Farðu burtu, köttur,” segir hann, og þegar pabbi snoppungar mömmu, þá snoppungar mamma mig í staðinn.” Ilún hló og hristi höfuðið. “Vesalings barnið — en sú tilvera,” sagði Eiríkur. “Ef við aðeins gætum tekið hana til okk- ar, það er svo leiðinlegt að senda hana til slíks heimilis,” sagði Marit sorgmædd.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.