Lögberg - 01.10.1936, Blaðsíða 4

Lögberg - 01.10.1936, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 1. OKTÓBER, 1936 Högfjerg 0«fl8 út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 Sargent Avenue Winnlpeg, Manitoba. Utanáskrift ritstjórana: EDITOR LÖGBERG, 69 5 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. VerO 53.00 um áriO—Borgist fyrirfram The "Lögberg” is printed and publiáhed by The Columbia Press, TJmíted, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba. PHONE 86 327 Or herbúðum éljórnmálanna Tveir ráðgjafar fylkisstjórnarinnar í Manitoba, þeir Hon. Ewen McPherson, fjár- málaráðgjafi, og mentamálaráðgjafinn, Hon. R. A. Iloey, hafa látið af embætti. Mr. Mc- Pherson var ekki í kjöri við síðustu kosning- ar, en Mr. Hoey beið ósigur í kjördæmi sínu, St. Clemcnts. Báðir eru menn þessir mikil- hæfir, og þessvegna veruleg eftirsjá að þeim bæði úr ráðuneyti og þingsal. Fullyrt er að Mr. McPherson verði skipaður í dómaraem- bætti jafnskjótt og sæti losnar, en um fram- tíðaráætlanir Mr. Hoeys mun alt að flestu leyti á huldu; liann hefir verið næsta veill á heilsu upp á síðkastið. Mr. McPherson tók við forustu fjármála- ráðuneytisins árið 1932, þegar kreppan stóð sem hæzt; það var ekki heiglum hent að glíma við öll þau hugsanleg og jafnvel alveg óhugs- anleg vandamál, er frá kreppunni og atvinnu- leysinu stöfuðu, og ráða svo fram úr þeim, að una mætti við; þetta tókst Mr. McPherson samt sem áður svo vel, að aðdáun vakti frá strönd til strandar; hann á persónulega hreint ekki svo lítinn þátt í því, hve lánstraust Manitobafylkis er gott og f járhagur þess yfir- leitt á traustum grundvelli, 'og það jafnvel langt fram vfir það, sem viðgengst í flestum hinum fylkjunum. Mr. McPherson er prýðilega máli farinn, þó ekki verði honum beinlínis skipað á bekk með mælskumönnum; flestar þingræður hans voru stuttar, jafnvel sjálfar framsöguræður fjárlaganna; en svo skýrar voru þær og skil- merkilegar, að aldrei varð um vilst hvert stefndi. 1 fvlkiskosningunum síðustu, varð það af eðlilegum ástæðum hlutverk Mr. Mc- Phersons að skilgreina fjárhagsástæður fylkisins fyrir kjósendum; fórst honum það svo vel úr hendi, að jafnvel allra eindregn- ustu andstæðingar stjórnarinnar gátu litlar sem engar athugasemdir gert og fengu engu um þokað. Ibúar Manitobafylkis standa í djúpri þakkarskuld við Mr. McPherson fyrir fórnfúst og giftudrjúgt starf hans í þarfir þeirra. Sem fjármálaráðgjafi mun hann lengi verða skoðaður eins og Þorsteinn Erl- ingsson komst að orði um óvenju hagvitran framkvæmda frömuð á Austurlandi, — einn af fáum. Að Mr. Hoey væri stöðu sinni sem menta- málaráðgjafi í hvívetna vaxinn, verður ekki um deilt; hann er maður mentur vel, ákveð- inn og einlægur í skoðunum; hitt dylst þó ekki að ómannblendni hans og einþykni urðu hon- um þrándur í götu, að minsta kosti er til kosn- inga kom; mun hann alla jafna hafa skoðað sig miklu fremur sem fulltrúa heildarinnar en nokkurs ákveðins kjördæmis; það var hann líka í vissum skilningi þau ár, er hann gegndi ráðgjafaembætti. # # # Fjórir þingmenn hafa í fyrsta skiftið af- lagt embættiseið sem ráðgjafar Bracken- stjómarinnar; eru það þeir Mr. Garson, þing- maður Fairford kjördæmisins, Mr. Schultz, þingmaður fyrir Mountain kjördæmið, Mr. Campbell frá Lakeside og Mr. Marcoux hinn franski. Mr. Garson, sem aðeins er 37 ára að aldri, hefir tekist á hendur forustu fjármála- ráðuneytisins; er hann kappsmaður mikill, prýðilega máli farinn og fylginn sér vel. Hann er gerkunnur málefnum fiskimanna og bænda, og mega því búendur milli vatnanna alveg vafalaust fagna vali hans í ráðgjafa- sess. Mr. Cmpbell, hinn nýi landbúnaðarráð- gjafi, er hinn hæfasti maður og hefir látið mikið til sín taka á þingi; má gera sér um það góða von, að hann í hinu nýja embætti sínu reynist réttur maður á réttum stað, bændum og búalýð til hagsbóta. Mr. Shultz, sá, er nú hefir tekið við mentamálaráðherra embætt- inu, nýtur almennra vinsælda í héraði sínu, og hefir fengið á sig orð fyrir gætni og rólega íhugun þingmála; mun vafasamt hvort öllu ákjósanlegri mann var að finna innan tak- marka stjórnarflokksins í slíkt embætti, en Mr. Shultz. Franskur nýliði, Mr. Marcoux, hefir og tekið sæti í ráðuneytinu, þó engri á- kveðinni stjórnardeild veiti hann forustu fyrst um sinn. Allir þessir nýju ráðgjafar mega teljast menn á bezta aldri; áhugasamir og fram- sæknir menn, með ólamað starfsþrek, er vita hvað þeir vilja. Góðspár almennings fylgja þeim inn í hinn nýja verkahring. # # # Mr. Gladstone Murray hefir verið skip- aður forstjóri ríkisútvarpsins canadiska; hefir hann í undanfarin ár veitt forystu Brit- ish Broadcasting félaginu við góðum árangri. Mr. Murray er canadiskur maður að ætt og uppruna; mentun sína fékk hann fyrst við háskóla þessa lands, en svo féllu honum í skaut Rhodes verðlaun, og leiddi það til þess, að hann stundaði framhaldsnám í Oxford. Svo glæíilegur var námsferill Mr. Murrays, að sjaldan getur betur. Blöð þessa lands, frá strönd til strandar, ljúka upp einum munni um það, að undir enguiri kringumstæðum hefði sambandsstjórninni getað tekist betur til um val framkvæmdarstjóra fyrir hið nýja útvarpskerfi canadisku þjóðarinnar, en raun er nú á orðin. Má ganga út frá því sem gefnu, að af viturlegri forsjá og marghátt- aðri sérþekkingu á sviði útvarpsmálanna, muni margt gott af starfi Mr. Murrays leiða til handa hinni canadisku þjóð. Lækningar á ríkiskoétnað Eftir G. B. Reed, prófessor við Queens háslcólans Sig. Júl. Jóhannesson þýddi Framh. Eitt er það í heilbrigðismálum Rússa, sem hvergi þekkist annarsstaðar. Það eru næturhæli og hvíldarstaðir fyrir vekalýðinn. Eru þessar stofanir handa þeim aðeins, sem geta lifað við bærilega heilsu og unnið dag- leg störf með því móti að þeir séu undir stöð- rigu eftirliti lækna, hafi vissa fæðu, nauðsyn- lega hvíld og heilsusamlegan aðbúnað í öllum efnum. 1 eitt þessara næturhæla í Moskva t. d. safnast saman 300 til 400 manns frá ýmsum vinnustöðvum klukkan 3-4 eftir hádegi; er }>að hæli fyrir þá, sem eru að læknast af tær- ingu eða hafa haft hana; þeir byrja á því að hafa steypibað og hátta svo og sofa tvær til þrjár klukkustundir. Þegar þeir vakna aftur hafa þeir kvöld- verð í stórum skála, og að því loknu dreifast þeir 1 smáhópum til og frá í smærri stofur, þar sem þeir hafa þægileg sæti; eða í skemti- görðum sem stofnuninni heyra til; þar er tímanum eytt ýmist við samræður, leiki eða líkamsæfingar, lestur eða spil. Þeir hafa því langa og góða hvíld áður en þeir fara aftur til vinnu sinnar. Blóðhiti þeirra er mældur daglega hvers um sig og eru þeir nákvæmlega skoðaðir öðru hvoru og teknir af þeim x- geislar. Önnur næturhæli eru handa þeim," sem eru taugaveiklaðir eða þreyttir; þeir þurfa kyrð og ró; þurfa að hvílast frá heimilis á- hyggjum; þurfa góða fæðu og hughreystingu. A þessum næturhælum er fólk venjulega að- eins um stundarsakir. Svipaðir næturhælunum eru hvíldarstað- irnir; þeir eru flestir í úthverfum stórborg- anna, uppi í dölum eða á sjávarströndinni. A þassum stöðum getur fólk, sem þess þarf eytt sumarfríi sínu og haft alla þá lækn- ishjálp og aðhlynningu, sem það þarf. Er þar alt mögulegt gert til þess að styrkja heils- una og halda henni við og staðimir valdir með því augnamiði. 1 þes.su sambandi mætti taka það fram að allir, sem í verksmiðjum vinna fá tveggja vikna frí, en þeir, sem vinna sérstaklega erfiða vinnu eða óheilnæma, fá þriggja til fjögra vikna frí. Öllum er greitt fult kaup fyrir frítímann. Embættismenn og verzlunarmenn hafa einnig frí og sama er að segja um þá, sem vinna á búgörðum þjóðarinnar. 1 mörgum borgum hafa verið stofnaðir hinir svokölluðu “ skógarskólar, ’ ’ eru þeir til þess að veita börnum og unglingum sams konar hvíldar- og heilbrigðisstaði og full- orðna fólkið hefir, þar sem þau geti hvílst og læknast. Einn slíkra skóla er nálægt borginni Kraká. Þar hefir nokkrum húsum, sem áður voru sumarbústaðir, verið gnúið upp í skóla; eru þessi hús í stórri laut með gömlum og fögrum eikartrjám.. Þar eru saman komin ■450 börn á skólaaldri; hafa skólalæknarnir valið þau og sent þau þangað vegna einhverr- ar veiklunar eða vöntunar. Eru þau látin dvelja þarna í þrjá til sex mánuði. Þau stunda þar nám hér um bil í tvær klukku- stundir á dag; er það sérstaklega hljómfræði, bókmentir og leikfræði, garðyrkja, líkamsæf- ingar og leikir. Þau sofa að minsta kosti tíu klukkustundir og fá fimm máltíðir á dag. 1 þessum skóla eru 25 kennarar, 10 hjúkr- unarkonur og 5 læknar. Börnin eru alt af skoðuð á vissum tímum og hvenær sem eitt- hvert þeirra veikist er það sent á spítala. 1 Kraká eru um 700,000 íbúar, og eru þar tutt- ugu slíkir “ skógarskólar. ’ ’ Við búgarða þjóðarinnar er fyrir- komulagið svipað því sem það er við verksmiðjurnar. Er nú meiri hluti allra búnaðarstarfa rekinn á þann hátt að fjölda bújarða er steypt sam. an í eina heild, sem þjóðin á og starfrækir. Við búgarð einn í Ukrainiu ríkinu nálægt Kharkov, er aðeins einn læknir, þrjár hjúkrun- arkonur og spítali, sem aðeins rúm- ar fáa sjúklinga. Er þetta meðal bú- garður á stærð, eftir því sem hin miklu samsteypubú eru þar í landi, og vinna þar f jögur hundruð manns við búnaðarstörf. Bæði læknirinn jog hjúkrunarkonurnar heimsækja ! veikt fólk og líta sérstaklega eftir heilsu barna. í sambandi við þann búgarð eru tvær ungbarnastöðvar, þar sem mæðumar skilja eftir börn ; sín á morgnana þegar þær fara í | vinnu og taka þau aftur á kveldin ' að afloknu dagsverki. Er þar alt | fyrirkomulag samskonar og í borg- unum, en því hefir verið lýst áður. Framh. Árdís Ársrit Bandalags lúterskra kvenna. IV. hefti, Winnipeg. 1936. Ritstjórar: Ingibjörg J. Ólafsson og Hólmfríður Daníelsson. Manager: Guð- rún Johnson. Það sýnir bæði dugnað og hug- sjónaást lúterskra kvenna vestan | hafs, að þær gefa út ársrit á ís- lenzku, þó í smáum stíl sé. En al- kunnugt er, hverja örðugleika is- lenzk bóka- og blaðaútgáfa á við að 1 stríða í landi hér. j Þetta fjórða hefti Ardísar er 57 blaðsíður að lesmáli, og f jallar, sem vænta má, um áhugaefni þeirra kvennanna lútersku; en þau eru f jöl. j þættari heldur en ýmsa mun gruna. | Spáir það góðu um framtíðar-úr- j lausn þjóðfélagslegra vandamála, að j konurnar eru farnar að láta þau til sín taka. Fyrsti hluti ritsins er helgaður mæðrúnum. Hefst það á íslenzkri j þýðingu af “Bæn á minningadag I mæðra’’ eftir Dr. William S. Stid- j ger, en hann er prófessor í guðfræði við Boston University og kunnur rithöfundur. Þá er prýðisfallegt erindi, “Móðurást,” eftir séra Sig- urð Ólafsson. — Um stöðu konunn- ar i þjóðfélaginu og eina hliðina á réttindum hennar ræðir ritgerðin: “Eiga konur að prédika?” eftir Nellie McClung, sem Finnur John- son, fyrverandi ritstjóri Lögbergs, hefir snúið á íslenzku. Er ritgerð þessi athyglisverð, þó ekki væri nema þessi markvissa setning: “Þjóðfélagið kemst ekki hærra heldur en konur þjóðfélagsins.” Mrs. Jakobína Johnson leggur til eina bundna málið í ritið að þessu sinni, smákvæði, er hún nefnir: “Kvöldljóð og kveðjur”; það er snoturt og ljóðrænt, eins og niður- lagserindi þess ber með sér: “Gull-skygður máni og glampandi stjörnur, gimsteinar 'dreifðir um húmtjöldin blá. Minningar glitra sem gimsteinar dýrir, geislum á óförnu leiðirnar slá.” En meginefni Ardísar þetta árið eru eftirfarandi erindi um mentun og fræðslumál: “Samvinna milli heimila og skóla” eftir Sellu John- son, flutt á fundi Kvenfélags Ár- dalssafnaðar; “Hvert stefnir?” eftir Lenu Thorleifsson, flutt á þingi Bandalags lúterskra kvenna, Lund- ar, Man., 1936; og “Mentamál vorra breytilegu tíma” eftir Guðrúnu Bíldfell, flutt á sama þingi 1936. Eru erindi þejsi öll tímabær og margt á þeim að græða. Hið sama má segja um erindi Maríu Buhr “Trúboð,” er einnig var flutt á þingi Bandalagsins í ár. Mrs. Ingibjörg J. Ólafsson ritar hlýlega um merkiskonuna Mrs. Guð. rúnu Bergmann, er átti áttræðis-af. mæli siðastliðið ár. Auk þess eru í ritinu skýrslur um starf Banda- lagsins, og skrá yfir látnar félags- konur. Vitanlega gerir Ardís ekki, frem. ur en önnur þess konar rit, neinar kröfur til bókmentalegs gildis, bundna málið undanskilið. Henni er ætlað, að fræða og glæða áhuga fyrir kristindóms- og menningar- málum. Frá því sjónarmiði, verður eigi annað sagt, en að hún réttlæti fyllilega tilveru sina. Hún er bæði læsileg og snyrtileg að ytra frá- gangi. Eigi getur hún heldur dýr talist, þar sem hún kostar aðeins 35 cent. Þeir, sem vilja eignast ritið, geta pantað það frá Mrs. Finnur Johnson, 14 Thelmo Mansions, Winnipeg. Richard Beck. Sitt af hverju frá langri starfsœfi Guðmundur Hannesson: Einn af fjölhæfustu og athafna- mestu mönnum þjóðarinnar, Guð- mundur Hannesson, prófessor, á sjötugsafmæli í dag. í tilefni þessa hefir einn af tíðindamönnum blaðs- ins haft tal af honum. —Eg vil ekkert stáss gera af þessum afmælisdegi m’inum, segir Guðmundur, —»■ og eg veit svo sem ekki, hvað eg á að segja í stuttu máli. Æfi mín er að vísu orðin nokkuð löng. En það fer svo fyrir mér, eins og mörgum á mínum aldri, að mér finst lífið hafa liðið undur fljótt, og lítið sem ekkert af því, sem eg ætlaði að gera, hafi komist í framkvæmd. Og eg er nú einu sinni með því marki brendur, og hefi alt af verið, að mér er sama hvað aðrir segja um mig og mín störf. En ef eg á í fá- um orðum að lýsa nútímanum og liðna tímanum, þá geri eg það bezt með því að segja, að gamli timinn er liðinn og kemur aldrei aftur, en það nýja, sem' á að koma, er ekki fullskapað enn. Sú kynslóð, sem nú lifir í land- inu, er fyrsta kynslóðin, sem ekki hefir gengið með bogið bak og brotnar kjúkur af þrældómi. Og það verð eg að segja, að sú hin sama kynslóð er ekki vel undir það búin að taka á móti þeim erfiðleik- um, sem eg tel, að nú séu framund- an. Lengst af æfi minnar hafa verið hér mestu góðæri í landinu, og fólk. inu gæti því hafa liðið og enn liðið vel, ef það hefði ræst, sem eg sagði 1918 við kunningja minn, þegar við vorum að ganga frá hátíðahöldunum i. desember á Stjórnarráðsblettin- um. Nú er Sjálfstæðismálið til lykta leitt, sagði eg, og alt klappað og klárt. Það ætti að vera einfalt mál að koma því í lag, sem eftir er, ef menn aðeins fylgja þeirri reglu að eyða ekki meiru en aflað er. En þessa reglu hafa menn brotið af öllu hjarta. Fyrst trúðu menn svo hatramlega á skuldirnar, en nú hefir það ekki reynst nóg, nú er komin ný “siðabót,” nú trúa menn á svikin. En svo við víkjum aftur að starfi þeirrar kynslóðar, sem eg tilheyri, þá getum- við að sumu leyti látið okkur vel líka. Sjálfstæðismálið, sem menn hugsuðu um hér mest um aldamótin, var leyst á þann hátt, sem við gátum bestan kosið og miklum framförum hefir samtíð mín komið í kring. —Þú tókst mikinn og virkan þátt í sjálfstæðismálinu hér á árum, með. al annars, er þú skrifaðir bók þína, “í afturelding.” Hvað er aðalefni þessa rits? —Það væri nokkuð langt mál að skýra frá því, svo í lagi færi, en eg get þó aðeins minst á aðalatriðin. Þegar Jón Sigurðsson dó, var honum það Ijóst, að Island væri í raun og veru sjálfstætt ríki, sem ætti fullan rétt á að hafa yfirráð yfir öllum sínumi málum. 1 ritgerð sem Sigurður Jónsson, sýslumaður í Stykkishólmi, uppeldissonur Jóns, skrifaði í Andvara, rétt um það leyti sem Jón Sigurðsson dó, eru leid,d skýr rök að þessu. Tryggvi Gunnarsson sagði mér að Jón Sig- urðsson hefði í raun og veru gengið frá þessari ritgerð uppeldissonar síns. En er Jón Sigurðsson féll frá þá viltust menn úr leið. Þá kom Bene. dikt Sveinsson inn á þá braut að ræða um sérmál Islands. Rætt var um sérmálin ár eftir ár, en sporið aldrei stigið heilt, að heimta full- komið sjálfstæði. Allir flokkar áttu sammerkt í þessu. Flugsunarhátturinn var svip- aður, eins og kunningi minn einn sagði við mig i Reykjavík: Við eig- um Dannebrog og Dannebrog eigum við að hafa í heiðri, það er vitleysa að heimta nokkuð annað. Sá flokkurinn, sem lengst gekk í Sjálfstæðismálinu, Landvarnar- flokkurinn, tók ekki dýpra i árinni en svo, að einn af mætustu mönnum hans sagði einu sinni í blaðagrein: Landsréttindi íslands, þessi dýr- mætu réttindi, að mega vera sjálf- stæður ríkishluti. Svo var það einu sinni, að eg neyddist til þess að efna það loforð mitt að bjóða mig fram til þings á Akureyri, og þá þurfti eg að kynna mér stjórnmálin eftir föngum. Eg vann að því í tvö ár, sigldi til Kaup- mannahafnar og las öll ósköp, bæði hér og þar. Eg hafði athugað þessi mál lengi, þegar eg fyrst fór gaum- gæfilega að lesa ritgerðir Jóns Sig- urðssonar. Eftir því sem eg las meira af því, sem sá mæti maður skrifaði, eftir því sá eg betur, hví- líkur afburðamaður hann var. Þegar eg hafði kynst skoðunum og stefnu Jóns Sigurðssonar til fulls, þá skrifaði eg ritling minn “í aftur- elding,” er eg tileinkaði æskulýð ís. lands. í því riti þóttist eg taka upp þráðinn, þar sem Jón Sigurðsson slepti honum, og færa rök að því, að við ættum kröfur á fullkomnu sjálf- stæði. í fyrstu tóku jafnvel flokksmenn mínir þessu dauf lega, og aðrir flokk- ar töluðu um þetta sem firru. Sjálf- um datt mér ekki i hug, að nokkuð slíkt gæti komist í framkvæmd á næstu árum, og í fyrsta lagi, þegar eg væri orðinn mjög gamall maður. En eg gætti ekki að því, að hér var um gamalt mál að ræða, þar sem jarðvegurinn var vel undirbúinn, og þessvegna gekk alt fljótara en eg hafði búist við. —En bygðuð þið þá ekki kröfur ykkar um sjálfstæði í þá daga meira á réttindum, heldur en því, að þjóð- in hefði bolmagn til þess að standa á eigin fótum? —Nei, síður en svo. Eg lagði aðaláhersluna á fjármunalegt sjálf- stæði íslands, og svo hefi eg alt af gert. Að tala um sjálfstæði á öðrum grundvelli, er ekki annað en gaspur. Það hefir verið ánægjulegt að sjá þær miklu breytingar, sem orðið hafa i sveitum landsins, síðan eg var ungur. Þá var ekki til nýtileg skófla í heilum sveitum, ekki annað en pál. ar og ónothæfar rekur. Það var ekki von, að gerðar væru jarðabætur með þessum verkfærum. Búskapur íslenzkra bænda var þá í verklegu tilliti hreinn miðalda búskapur. í staðinn fyrir það eru nú komin verkfærin sláttuvélar, rakstrarvélar, tilbúni áburðurinn og jarðeplarækt- in, sem ekki er annað en f jallagrösin í fljótteknari og betri mynd. Höfn á hverri vík, og vegir um alt landið, brýr á hverri sprænu. Og samt er kvartað um það, að f járhagur bændanna hafi aldrei ver- ið verri en hann er nú, enda þótt góðæri hafi verið í landinu, hvað tíðarfar snertir um langt skeið. Menn hafa f engið allskonar gæði í hendur, sem þeir ekki kunna ennþá með að fara, nema að mjög litlu Ieyti. En eg er ekki svartsýnn maður, eg veit, að tímarnir hljóta að batna. Við eigum erfitt uppdráttar nú um skeið, en eg er sannfærður um, að endurreisnin er framundan. Við, sem þektum landbúnað er- lendra þjóða, sáum það í ungdæmi mínu, að sveitabúskapur hér myndi taka örum og miklum framförum, en það kom meira en flatt upp á mig með fískiveiðarnar, er hafa ger- breyst á síðustu áratugum. Og aldrei gat eg ímyndað mér að ó- reyndu, að Reykjavík myndi farnast eins vel og raun varð á með sín dýru hafnarmannvirki. —En ekki tjáir að loka augunum

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.