Lögberg - 29.10.1936, Blaðsíða 5

Lögberg - 29.10.1936, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 29. OKTÓÍBER 1936 5 Aftökurnar í Rússlandi ViÖburÖir þeir, sem gerÖust í Rússlandi í ágúst síÖastl. benda ljós. lega á, að Stalin hafi ekki setið jafn fast í sessi og virst hefir á yfir- borðinu. Hann hefir sem sé orðið að grípa til þeirra óyndisúrræða að taka af lífi 16 nafnkunna menn. suma þeirra helztu menn rússnesku byltingarinnar og starfsbræður Lenins, svo sem Sinovief og Kam- enev. En erkióvinurinn. Trotski. seiti Stalin kennir mest um andróð- urinn gegn sér nýtur þess að “það næst ekki til hans.” Hann hefir fengið griðland i Noregi, og stjórn. in þar framselur hann ekki. Þegar Lenins misti við var tals- verð sundrung um það innan komm. únistaflokksins. hver ætti að erfa sæti hans og verða valdamesti mað- ur Rússlands. Georgíumaðurinn, Stalin, sem í mörgju hafði aðrar skoðanir en Lenin, varð hlutskarp- astur. Hann tók í ýmsu aðra stefnu en fyrirrennari hans. Eink- um virðist það hafa verið eitt, sem hann var ósammála um við hina gömlu fylgismenn Lenins : hvort róa ætti að því að knýja fram heims- byltingu til þess að koma fram kommúnistastefnunni. Þetta vildu þeir Lenin og Trotski og ýmsir aðr. ir málsmetandi menn flokksins. Stalin hefir gengið í aðra átt. Hann hefir reynt að styrkja sem mest veldi kommúnismans inn á við, beitt sér fyrir verklegum framförum, við- reisn iðnaðarins og landbúnaðarins, samkvæmt hinni frægu fimm ára á. ætlun. Og í mörgu hefir hann notað við þetta sömu aðferðirnar, sem not. aðar eru í auðvaldslöndunum. Gegn þessu hófu ýmsir hinir gömlu fylg- ismenn Lenins skæðan andróður. Þeir voru “gerðir óskaðlegir” smátt og smátt, en mesta atihygli vakti það þó, að Trotski sjálfum. sem skapað hafði rauða herinn og eflaust hafði unnið bolsjevismanum einna mest gagn allra manna, var vísað í út- legð. Hann hröklaðist til Tyrk- lands og þaðan land úr landi þang- að til loks að hann fékk griðland í Noregi, en þar hefir hann dvalið síðustu árin. Nú þykir það sannað, að hann hafi jafnan haft samband við skoð- anabræður sína í Rússlandi og beitt sér fyrir víðtæku samsæri, með því markmiði að Stalin og helztu fylgis. menn hans yrðu drepnir. Og svo virðist jafnvel, að Stalin þyki nauð. syn á ítarlegri “umhreinsun” en þegar er orðin, með aftöku hinna sextán fylgismanna Trotskis, 26. ágúst. Þegar einn helzti stuðningsmaður Stalins, Kirov var ífiyrtur, þótti sýnt að þar væri að verki ýmsir á- hrifaríkir samsærismenn. Eftir málaferlin, sem út af morðinu spunnust, voru þeir Sinovief og Kamenev dæmdir í tíu ára útlegð og komið fyrir þar, sem líklegt þótti, að þeir gæti ekki gert neitt ilt af sér. En þegar undirróðursmálin voru tekin fyrir að nýju í sumar, þótti það koma á daginn, að þeir hefðu haldið áfram að starfa að falli Stalins. Þeirra nöfn urðu efst á baugi í niálaferlunutn, ásamt nafni Trotskis. Voru þeir kallaðir til Moskva og þar hófust rannsóknir undir forustu Visjinski, hins opin- bera ákæranda. Þar játaði vitni eitt, Fritz David að nafni, að Trotski hefði fengið sig til þess að reyna að myrða Stalin. Og hinir ákærðu Sinovief og Kamene\^játuðu tafar- laust á sig, að þeir væru sekir um uppreisnartilraun gegn Stalin. Það var nærri því grunsamlegt, hve fljótir þeir voru til þess að játa, enda er sagt, að þeim hafi verið gefin von um að þeir skyldu halda Hfi, ef þeir gerðu játningu. En þetta stoðaði ekki. Hinn opinberi kærandi Iagði til, að þeir skyldu þola dauðarefsing — vera skotnir. Stalin hefði getað breytt dómnum, og sagt er að Krupskaja, ekkja Lenins, hafi beðið þeim griða. En það var á- rangurslaust. Aðfaranótt 26. ágúst voru þeir skbtnir, allir hinir 16 á- kærðu, í fangelsisgarði Ljubjanka- fangelsisins. Höfðu þeir fram að síðustu stundu búist við að verða náðaðir. Þegar Sinovief heyrði, að náðun. inni hefði verið neitað, valt hann um á gólfi fangelsisklefans og fékk krampagrát. En Kamenjef tók dauðadómnum mjög rólega. Hann var að borða, er hann fékk tilkynn- inguna og hélt því áfram eins og ekkert hefði i skorist og kveikti sér síðan í pípu. Smirnov, sem var einn þeirra, er teknir voru af lífi, varð einnig vel við dauða sínum. Hinir sextán dauðadæmdu voru látnir koma út á aftökustaðinn allir i einu. Þar stóðu fyrir 12 hermenn með byssur, og voru sex byssurnar hlaðnar með kúlu en sex með lausu púðri og vissi enginn hverjar byss- urnar það voru. Nú voru fangarnir leiddir fram og tveir skotnir í einu. Fyrst voru þeir. skotnir Sinovief og Kamanjef. Sinovief fékk yfirlið er hann var leiddur upp að múrnum, og varð að setja um hann band og hengja bann upp á krók. Skotin riðu af og fangarnir féllu dauðir niður. En umsjónarmaður aftök- unnar, Peters, sem var gamall vinur Sinoviefs, gekk að líkunum og skaut þau skammbyssuskoti gegnum munninn, því að sú regla er höfð við aftökur í Rússlandi. Næstir voru þeir skotnir Smirnov og Oldberg, en þá Goldman og Berman-Jurin. Sein. ast voru skotnir bræðurnir Lurie og höfðu þeir orðið að horfa á aftökur allra hinna. Eftir tíu mínútur var aftökunni lokið. Samkvæmt þeim fyrirmælum, sem í Rússlandi gilda um landráðamenn, voru þeir grafnir í ókunnum stað, sem enginn þekkir til. Grafir þeirra eiga að týnast og bannað er að auð- kenna þær á nokkum hátt. Eignir slikra manna eru gerðar upptækar, en flestir þeirra, sem teknir voru af lífi þarna höfðu verið eignalausir menn. Hjá lýðnum virtist aftakan hafa vakið geysimikinn fögnuð. f verk- smiðjum kváðu við gleðióp. En það vakti athykli, að þegar útvarpið til- kynti aftöku hinna sextán, var kom. ist svo að orði: “Föðurlandssvikar- arnir eru dauðir! En ennþá eru margir föðurlandssvikarar á lifi og baráttunni verður haldið áfram!” Og réttarhöld standa enn yfir í Rússlancþl. Ýmsir eru tilnefndir, sem landráðamenn en litt er að henda mark á þeim fregnum að svo stöddu. Jafnvel eru tilnefndir hátt. settir menn innan stjórnarinnar og helztu mennirnir við blaðið Isvestija. Jafnvel Litvinoff utanrikisráðherra er tilnefndur. En enginn veit hvað hæft er í þessu. Tíminn sker úr um það. En hitt er aðalmálið, hvort Stalin tekst að styrkja sig í sessi með þess. um aftökum. Sagt var, að hann hefði ekki þorað að koma út úr há- borginni Kreml eftir vígin, en sæti þar eins og fangi undir vernd lög- regluliðs síns. Svo mikið er víst, að hann á ekki sjö dagana sæla. Eini maðurinn, sem enn getur lát. ið til sín heyra af hinum ákærðu er Leon Trotski. Hann var yfirheyrð- ur í NoregÞum það, hvort Ihann hefði látið undirróðursmálin til sin taka og sannaðist það á hann. Hefir hann nú verið einangraður og settur í einskonar “stofufangelsi” í Noregi. Og það er talið vist, að hann hafi verið potturinn og pannan i þeim undirróðri, sem nú hefir kostað sextán kunna menn lífið — og á eftir að kosta fleiri líf.—Fálkinn, 12. september. Þakharávarp. Kæri vinur minn, E. P. Jónsson. ritstjóri Lögbergs; mig langar til að þiðja þig að láta Lögberg flytja eft- irfarand: línur helst í næsta blaði. Þar sem eg er nú kominn út af hinum almenna spítala Winnipeg- borgar yfir 5 vikna veru þar og finst að eg vera á góðum vegi með að verða albata, finst mér skylda mín að láta opinberlega í ljós þakk- læti mitt, vitanlega fyrst og fremst til okkar himneska Pöður og Frels- ara og svo til mannanna, sem hann notaði sem verkfæri mér til hjálpar. Má þá fyrst telja þá læknana Dr. Brandson og tengdason hans, Dr. Hillsman, sem af lærdómi og alúð hjálpuðu mér, svo og allar þær hjúkrunarkonur og menn, sem alt var svo Jramúrskarandi nákvæmt og hjálpsamt. Svo þakka eg þeim hin- um mörgu vinum, sem komu til að sjá mig; þeir voru fleiri en mér datt í hug að mundu kæra sig um að sjá mig og vita um mína líðan. Einn enskan má til að nefna, W. J. Rob- ert, sem eina viku var í sömu “ward” °g eg; eftir að hann fór, kom hann á kvöldin og færði mér dagblöðin og ýmislegt góðgæti. Svo má ekki gleymast að þakka Mr. og Mrs. Á. Paulson og bróður Mrs. Paulson, John Anderson; eitthvað af því fólki kom til min á hverjum degi og færði mér það, sem það hélt að mig vantaði, og svo þegar eg fór af spítalanum, tóku þau Paulsons mig heim til ín og fóru með mig eins og eg væri þeirra eigið barn, eða faðir. Öllu þessu elskuverða fólki bið eg Guð að launa. Með þakklæti til ykk- ar allra og löngun til að vera ykkar einlægur vinur, Thonuis Halldórson. SKILAGREIN Reikningar yfir móttöku Tweedsmuir lávarðar að Gimli, 21. sept. 1936. A—Kostnaður greiddur af Winnipeg nefndinni— I. Hátíðasöngur skrautrit- aður og bundinn . . . 22.20 2. Ávarp, skrautritað í silkiumbúðum........ 55-°o 3. Fargjöld söngflokks 22.80 4. Gjallarhorn (CKY) 25.00 5. Smáflögg ............. 12.50 Samtals í Winnipeg.. .$137.50 B—Kostnaður á Gimli— 1. Efniviður og vafn- ingsdúkar .........$ 39.63 2. Flutningur .......... 12.00 3. Veifur (streamers) 1^2.00 4. Vinnulaun (smiðir) 22.00 5. Miðdegisverður o. fl. 27.35 Samtals .......... 112.98 Kstnaður alls ...... $250.48 Safnað í Winnipeg fyrir móttöku Tu'cedsmuir lávarðar— Mr. J. P. Sæmundson, $1.00; Dr. B. J. Rrandson, $5.00; Dr. O. Björnson, $2.00; Dr. B. Olson, $5.00; Dr. P. H. T. Thorlakson, $5.00; Dr. A. Blondal, $2.00; Dr. S. Johannesson, $3.00; Mr. H. A. Bergman, $5.00; ■ Mr. S. W. Mel- sted, $1.00; Mr. Th. Borgfjord, $2.00; Mr. G. Levy, $1.00; Mr. G. Johannson, $3.00; Mr. S. O. Bjerr- ing, $1.00; Mr. T. Olafsson, $1.00; Mr. S. Isfeld, $1.00; Miss S. Hall- dorson, $1.00; Mr. J. J. Bildfell, $1.00; Mr. A. C. Johnson, $5.00; Mr. J. J. Vopni, $1.00; Mr. S. Thorkelsson, $10.00; Mr. H. Hall- dorson, $3.00; Mr. W. Davidson, $5.00; Mr. J. G. Johannson, $2.00; Mr. E. P. Johnson, $1.00; Mr. F. Stephenson, $2.00; Mr. A. Eggert- son, $5.00; Mr. K. Ólafsson, $1.00; Mr. G. J. Johnson, $2.00; Dr. B. B. Jonsson, $1.00; Mr. A. P. Johann- son, $5.00; Mr. A. S. Bardal, $2.00; Mr. V. Anderson, $2.00; Mr. W. J. Johannson, $1.00; Mr. G. L. Steph- enson, $1.00. Walter J. Lindal, $2.00; B. Stef- ánsson, $1.00; G. S. Thorvaldson, $1.00; Th. Thorsteinsson, $2.00; G. J. Johnson, $1.00; F. Thordar- son, $1.00; O. Pétursson, $2.00; R. Pétursson, $2.00; Rev. P. M. Pét- ursson, $1.00; Prof. S. Johnson, $3.00; H. J. Lindal, $2.00; P. And- erson, $2.00; Gísli Johnson, $1.00; F. Kristjánsson, $1.00; John Hall, $2.00; P. S. Pálsson, $1.00; H. Eét- ursson, $4.00; J. J. Swanson, $2.00. Safnað á Gimli— Thordur Thordarson, $1.00; P. B. Peterson, Arnes, $1.00; Baldur Jonasson, 500; H. Helgason, $1.00; G. Fjelsted, $1.00: W. J. Arnason, 500; Ónefndur, $1.00; Harry Feir, 50C; Elli Johannson, 50C; Anna Feir, 50C; P. Magnússon, $1.00. Safnað í Arhorg— B. J. Lifman, $1.00; Miss Mar- grét Lifman, $1.00; Tr. Ingjaldson, $1.00; Dr. S. E. Björnson, $1.00; W. S. Eyjólfson, $1.00; S. E. Sig- urdson, $1.00; Gísli Sigmundson, $1.00; Mrs. E. L. Johnson, $1.00; James H. Page, $1.00; Sveinn Thor- valdson, Riverton, $25.00; veiting úr bæjarsjóði Gimli, $87.98. Safnað alls — $250.48 I umboði forstöðunefndar, 26. október 1936. A. P. Jóhannsson, Hannes Pétursson. Samtal við Eirik Benediks Á þriðjudaginn kemur mun erki- biskupinn af Kantaraborg vígja og opna til afnota nýja bókhlöðu við háskólann í Leeds á Englandi. Þetta verðtir hátíðleg viðhöfn, er markar spor í sögu þessa merka háskóla, sem er skylda vor Islendinga að kunna einhver deili á, af því að í engum háskóla öðrum er numið jafn mikið í íslenzkri tungu, bæði forn- máli og nýíslenzku, og einmitt í há- skólanum í Leeds. En það er og nokkuð annað, sem okkur ber sér- staklega að minnast í sambarídi við opnun þessarar nýju, brezku há- skóla bókhlöðu, og það er hin ís- lenzka deild háskólabókasafnsins, því sérstök deild bókhlöðunnar hef- ir eingöngu að geyma islenzkar bæk- ur. En slíkt er einsdæmi við erlend bókasöfn. Hvað varðar heiminn um íslenzkar bækur! Sunnudagsbl. Visis var kunnugt um, að Eiríkur Benedikz var í sum- ar fenginn til þess að sernja spjald- skrá yfir þetta íslenzka bókasafn og sneri eg mér því til hans og spurði hann um aðdraganda og sögu þessa safns. Hann sagði: —Við skulum þá fyrst athuga hvernig þessi nýja, stóra og volduga bókhlaða háskólans í Leeds er til orðin, því hún á tilveru sína ein- göngu að þakka einum manni, Lord Brotherton að nafni, enda mun bók- hlaðan bera nafn hans, sem ekki er nerna sanngjarnt, þar sem hann að mestu eða öllu leyti hefir látið reisa iiana fyrir eigið fé. Um vorið 1933 var hornsteinn lagður að þessu mann virki og hefir síðan verið unnið að því fram til þessa — en núna á þriðjudaginn er þvi lokið. Og eg veit það þá verður mikið um dýrðir meðal háskólastúdenta í Leeds. Húsið er tvílyft hringbygging — rúmgott og reisulegt og á allan hátt vel til þess vandað. Englendingar reisa aldrei nema traust hús! Hér er ætlað rúm einni miljón bóka- binda, ásamt geisimkilum lestrarsal, og lætur þá nærri að safnið verði að fimmfalda bókakost sinn, til þess að fullskipa bókahillurnar. En á Bretlandi fyllast bókasöfnin svo undur fljótt. —En hvernig er svo þetta ís- lenZka bókasafn háskólans til orðið ? —Tildög þess er einkabókasafn Boga Melsted sagnfræðings, og ber nafn hans og heitir: The Melsted Library. . —Og hvernig komst það í eigu þessa háskóla? —Maður að nafni Sir Edwin Airey gaf árið 1929 fé til þess að keypt yrði bókasafn Boga heitins. En það hafði að geyma fimm þús- und bindi, mest íslenzkar bækur og sagnfræðirit. Tveir þriðju hlutar safnsins voru afhentir þegar við kaupin, en svo lézt Bogi skömmu seinna og var þá afgangurinn fluttur til Leeds. Síðan hefir mikið bæst við safnið, mest gjafir frá íslenzk- um mönnum, og hefir það nú að geyma nálægt n þúsund bindi. —En hverjir hafa svo gagn af þessum íslenzka bókakosti ? —Það eru nokkuð margir. Eng- Iendingar, sem við enska háskóla leggja stund á enska málfræði sem aðalnám, er skylt að læra fornís- lenzku, og auk þess geta menn num- ið ný-íslenzku í staðinn fyrir gotn- esku. Þessa tilhliðrun veitir aðeins háskólinn í Leeds, og hefir verið vel tekið. Brezku háskólarnir hafa und- anfarið átt á að skipa afburðagóð- um norrænukennurum, sem glætt hafa áhuga ungra námsmanna fyrir norrænu máli og sagnfræði, og hafa með því unnið okkur íslendingum ómetanlegt gagn —og vil eg í því sambandi nefna menn eins og pró- fessor E. V. Gordon og Bruce Dickins, sem veitir þessu nýja ís- lenzka bókasafni forstöðu. Hann hefir skrifað bók um íslenzkar og engilsaxneskar rúnir (The Runic and Heroic Poems), sem vakið hefir mikla athygli. Þessi mikilhæfi mentamaður hefir lengi látið sig miklu skifta íslenzk málvísindi, og vart mun bókasafn vort í Leeds hafa getað fengið heppilegri forstöðu- mann. —Læra þá enskir málfræðingar nógu mikið í íslenzku máli til að geta lesið sér til gagns íslenzkar bækur ? —Já — og íslenzku-lærðir menn á Englandi eru fleiri en við hyggj- um. Engjlendingar gorta ekki af því, sem þeir kunna, en eru manna fúsastir til að játa vankunnáttu sina. Eg kyntist t. d. í sumar unglings- stúlku, Miss Johnson að nafni, sem komið hafði skemtiferð hingað til lands í fyrrasumar, og fengið svo mikinn áhuga fyrir íslenzkunámi, að til þess varði hún öllum frístundum sinum. Væri óskandi, að okkur sækti heim margir slikir breskir gestir. Stúlka, sem vinnur við bókaafgreiðslu þessa nýja íslenzka Frá Islandi (Framh. írá bls. 1) ofurlítið meira útafbrigði í niður- laginu. Sigurður Þórðarson, hinn snjalli söngstjóri, á eitt blæfallegt lag í safni þessu, sem mér virðist vel fallið til meðferðar fyrir kven- fólk og börn. Þarna á Árni Thor- steinsson eitt gamalt og gott lag og Sigvaldi Kaldalóns einnig, en sá er munurinn á búningi þessa lags Kaldalóns, að þarna er hann vel falL inn fyrir Harmonium, en ekki eins og hestamaðurinn sagði um Rauðku Valda í Tungu, að hún væri nokkuð glent, en það er einmitt það, sem hefir einkent raddfærslu Kaldalóns að þær eru nokkuð glentar. Björgvin Guðmundsson á tón. ljóð eitt í “Samhljómum,” er Hljómblik heitir. Nafnið lætur vel í eyrum og tónljóðið ekki síður. Þar erru líka lög og Preludium eftir ýmsa fræga útlenda höfunda, t. d. Bach og Grieg, o. fl., og er það næg sönnun þess, að nokkuð sé í þær tónsmíðar varið. Annars finst mér helzt til lítið að því gert að kynna tónverk Griegs, jafnmikið sem hann á af fallegu og sérkennilegu. Þó er annað, sem eg furða mig meira á, og það er, að sjá ekkert í safni þessu eftir Svein- björn okkar Sveinbjörnsson. Vera má, að lögin séu ekki fáanleg, því ekki trúi eg því að gengið væri fram hjá lögum hans að óreyndu. Það mundi ekki óprýða söngvasafn, ef þar væri “Míranda,” “Hugsað heim” eða kannske ennþá fallegri systkini þeirra, er fáir eða engir hafa kom- ist i kynni við. Vonandi verður ekki langt eftir öðru hefti “Samhljóma” að biða, því eftir því sem þetta fyrsta hefti er, þá má vænta ihins bezta með öðru hefti.—St. Þór. —'Jíminn 2. sept. * * * Mannfjölgun á íslandi íslendingar munu hafa orðið fyrri til þess en flestar eða allar þjóðir aðrar, að láta reglulegt manntai fratn fara. Fyrsta manntal hér á landi var tekið árið 1703, og var “það löngu fyr en farið var að taka slík manntöl í flestum löndum,” segir Þorsteinn Þorsteinsson, hgastofustjóri. Mann. talið 1703 var tekið að tilhlutan þeirra Páls lögmanns Vídalíns og Árna prófessors Magnússonar. íslendingar reyndust 50,444 við mann talið 1703. Nú leið og beið og fór ekkert allsherjarmanntal fram hér á latidi fyr en 1762 eða 59 árum síðan. — Taldist þá svo til, að lands. mönnum hefði fækkað um 5,599 á þessum 59 árum og voru nú ekki orðnir nema 44,845. — Sjö árum síðar (1769) töldust þeir 46,201 og hafði þvi fólkinu fjölgað ofurlítið á þessu sjö ára tímabili. En 1785, er fjórða manntalið var tekið, var tala landsmanna komin niður í 40,623 og hafði því fækkað um 5,578 á sextán bókasafns, hefir orðið að læra nokkuð í íslenzku. Hún heitir Miss Leak. Þannig má lengi telja. — Og síðasta sönnun fyrir áhuga Breta fyrir íslenzku sagn- og málfræði- námi, má telja dvöl hins ágæta nor- rænufræðings Turville-Petre, pró- fessors við Háskóla íslands í vetur. Hann er prófessor við háskólann í Leeds, en verður hér sendikennari i engilsaxnesku, og mun jafnframt vinna að íslenzkum málfræðirann- sóknum. Bogasafnið íslenzka á líka hauk i horni, þar sem hann er. —quis. —Sunnudagsblað Vísis. Fljótandi veðurathugunarstöð suðvestur af íslandi Hesselberg forstjóri norsku veð- urstofunnar hefir í sambandi við alþjóðlegar rannsóknir á Golf- straumnum lagt fram tillögu þess efnisf»að suðvestur af íslandi verði komið fyrir skipi, er haldi sig á sama stað og sefldi út veðurskeyti. Sé þetta gert með tilliti til veður- fræðilegra athugana, sem gera þarf í sambandi við væntanlega flugleið um ísland.—N. Dagbl. ára timabilinu frá 1769. — ^ oru þá (1785) Móðuharðindin að kalla mátti um garð gengin og hafði fólk. ið hrunið niður í þeirri ægilegu plágu.— Eftir önnur 16 ár var manntal láti, fram fara (1801) og hafði þá fólkinu fjölgað nokkuð, því að þá var mannf jöldinn kominn upp í 47,240 og nemur fjölgunin á þessu tímabili þvi 6,617. — Eftir þetta fjölgar fólkinu hægt og hægt alla 19. öldina, nema frá 1880—1890. Þá fækkar því úr 72.444 (1880) piður í 70,927 Ci89°). e8a um lM7 manns. Þessi árin gengu harðindi um land alt, hafísar lágu fyrir Norð- urlandi og Vesturheimsferðir voru í algleymingi. Árið 1801 var fólksf jöldi alls hér á landi (sem áður segir) 47,240. Hundrað árúm síðar, árið 1901, var tala landsmanna komin upp i 78,470 og hefir þá mannfjölgunin á 19. öldinni orðið alls 31,230. Fyrstu þrjá áratugi 20. aldarinnar hefir landsmönnum fjölgað um 3°>39L eða um svipaða tölu og mannfjölg- unin nam alla 19 öldina.— Samanborið við önnur lönd Norð- urálfunnar mun þetta mega teljast allmikil mannf jölgun.—Vísir 1. okt. # * * Bríet Bjarnhéðinsdóttir áttrœð m Briet B j arnhéðinsdóttir er að- sópsmesti fulltrúi íslenzkra kvenna, er enn hefir látið opinber mál til sin tk. Um fimm tugir ára eru síðan hún héf baráttu fyrir kvenréttind- um hér á landi. Starfaði hún að þeim málum nieð óbilar.di þreki og áhuga fram til síðustu ára, og revnd- ist sigursæl. Opinbert málgagn, Kvennablaðið, gaf hún út i 25 ár, auk þess setn hún nreð fyrirlestrum og fundarhöldum hvatti konur landsins lögeggjan til að krefjast réttinda til jafns við karla. Hefir þessi barátta leitt til þess, að nokkuð er síðan konur fengu rétt til kosninga og afskifta af opinber- um málum og um flest jafnrétti við karla. Því hefir barátta sú, er Briet Bjarnhéðinsdóttir hóf fyrir 50 ár- um, verið leidd til sigurs. Konur landsins geta nú beitt samtakamætti sinum óhindrað til að heimta hverja réttarbót, er þeim sýnist. Bríet ólst upp með foreldrum sínunv, Bjarnhéðni Sæmundssyni og Kolfinnu Snæbjarnardóttur, er lengi bjuggu að Böðvarshólum i Vestur- hópi í Húnavatnssýslu. Kom hún fvrst til Reykjavikur 1885 og dvaldi þar vetrarlangt, en fluttist hingað alfarin 1887 og hefir jafnan átt hér heima síðan. Árið 1888 giftist hún Valdemar Asmundssyni ritstjóra, en hann dó 1902. Tvö börn þeirra hjóna, Héðinn og Laufey, hafa mik- ið komið við opinber mál síðari ára. A áttræðisafmæli sinu lítur Briet Bjarnhéðinsdóttir yfir mikið starf, sem allri íslenzku þjóðinni ber að þakka henni.—N. dagbl. 27. sept. * * * lslenzka bókasaínið við haskolann í Leeds

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.