Lögberg


Lögberg - 12.11.1936, Qupperneq 2

Lögberg - 12.11.1936, Qupperneq 2
9 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 12. NÓVEMBER, 1936 Um Fasisma Eftir Ragnar E. Kvaran. Það hefir ef til vill verið óþarf- lega rúmlega að orði kveðið, sem auglýst hefir verið, að eg ætlaði að gera fasisma í heilcl sinni að um- talsefni. Hitt er það, að eg hafði hugsað mér að lofa yður að heyra sjálfa fasistana tala. Eg fæ hvort sem er ekki gert mikla grein fyrir þessari áhrifamiklu stjórnmála- stefnu hér á nokkrum mínútuin, sem eg ætla mér hér að standa. Það er þegar sýnt, að stefna sú, sem nefnd er þessu nafni, mun hafa mjög af- drifarík áhrif á alla sögu'mann- kynsins um næstu áratugi. Atburðirnir á Spáni þessa dagana eru þess nokkuð augljóst vitni, að það er töluverð alvara á ferðum fyrir þjóðir, þegar huganir fasism- ans fá að festa þar rætur. Mér er sem eg sjái þau sex þúsund börn, sem sagt var frá í dag í blöðunum, að verið sé að flytja frá Madrid til i B'arcelona. Feðurnir og mikið aí meeðrunum sitja eftir og Iáta skeika að sköpuðu um það, hvort dauðinn sé að koma, en senda þessar hjarðir barnanna frá sér út í óvissuna um, hvort nokkur hirði framar um þau á æfinni. Og sennilega eiga foreldr- arnir ekki von á að fyrirvinnan verði mikil, þegar Franco verður j búinn að efna loforð sitt um að strá- drepa heldur helminginn af spönsku þjóðinni en að gefa upp málstað fasismans. Sem sé; eg fæ ekkert gert grein fyrir þessari stefnu á fáum mínút- 1 um, hvorki sagt sögu hennar hingað : til né fyrirætlanir hennar um fram- | tíðina. En eg get gert annað. Eg ' get gefið fasistunum sjálfum orðið. •Aldrei hafa menn lifað á þessari jörð, sem hafa verið eins iðnir og ákafir við að boða málstað sinn og hugsjónir í rituðu máli og töluðu, svo nógu er af að taka til þess að sýna hverju þeir halda fram. Örð- ugleikinn er mestur við að velja. Það er alkunnugt, því Hitler hefir svo oft sagt það, að Nazistar á Þýzkalandi séu miklir friðarvinir, og ætla eg því fyrst að gefa þeim orðið um hugsunina um heimsfrið- inn. Hitler kemst þannig að orði í hinni frægu bók: Mein Kampf — Barátta mín: “Sá, sem verulega og af hjarta óskar að friðarhugsjónin verði að veruleika í þessum heimi, verður á allan hugsanlegan hátt að vinna að því, að Þjóðverjar leggi undir sig heiminn. . . . Maður verður að vera við því búinn, að heyja stríð til þess að brjótast fram til friðar. . . . í raun og veru er þessi mannúðar- og friðar-hugsun alveg fyrirtak, ef hinir ágætustu menn hafa fyrst sigrað og lagt undir sig heiminn svo greinilega, að þeir séu einu drotn- arar á þessari jörð. . . .” Eins og þið sjáið, þá stendur svo sem ekki á því, að Hitler vilji frið. Það er bara þessi litli örðugleiki í veginum, að við verðum að bíða eftir því, að hann fari að vinna að friði þangað til hann er búinn að leggja undir sig alla veröldina. En svo bætir það líka um, að baráttan sjálf, fyrir því að Þjóðverjar leggi undir sig veröldina, er í raun og veru mesta tilhlökkunarefni. Einn af spámönnum Nazista, prófessor Banse, veit, að það “er i ófriðnum einum, sem mannleg sál nær að brjótast út sterkast og ríkast og þá sprettur upp úr dýpri brunni heldur en kostur er á jafnvel í listrænni en vísindalegri starfsemi. ...” Og til þess að búa sig undir ófriðinn, sem á að verða fyrirrennari hins þýzka friðar, er um fram alt mikilsvert að vera sálarlega viðbúinn. Fyrst og fremst verður maður að gera sér ljóst, að ófriðurinn “stendur á milli neyðar vorrar í nútímanum og kom- andi hamingju.” En menn ættu að gera sér ljóst, að þetta verður þó ekki neinn gamanleikur með hljóð- færaslætti og veifandi fánum. Nei; stríðið er líffræðileg nauðsyn, og lífið er stundum dálítið harðhent. Þess vegna bendir prófessor Banse á, að áherzlu verði að leggja á það, að eitra dyrkkjarvatn og annað neyzluvatn, nota taugaveikisgerla, útbreiða taugaveiki með flóm og út- breiða pest eða svartadauða með rottum. Einkum ættu flugvélarnar að koma hér að gagni, því að þær geta komist að baki ófriðarhernum og sent út smitbera.” Nú skyldu menn ætla, að það kynni að vera dálitlum örðugleikum bundið, að fá hina þýzku þjóð til þess að verða mjög gagntekna af þessari framtíðarhugsjón. En Hitler hefir engar áhyggjur. Hann kemst svo að orði i þeirri útgáfu bókár- innar, sem út kom áður en hann komst til valda: “Þýzka þjóðin hefir ekki minstu hugmynd um, hvemig maður þarf að blekkja menn til þess að fá þá til þess að vera með sér. Maður get- ur, með því að fara klókindalega að, blekt þeim sýn um sjálfan himin- inn, og hins vegar talið þeim trú um, að hið aumasta líf sé paradís. . . .” Þess skal getið, að þessari athuga- semd er slept úr bókinni í þeim út- gáfum, sem gefnar hafa verið út eftir að Hitler komst til valda. Sennilega hefir hann nú uppgötvað, að það er alveg ástæðulaust að vera að minna þjóð sína á það, að unt sé að blekkja hana. En hvað um það, hann er ákveðinn í því að vekja þann vilja til ófriðar í þjóð sinni, að ekki verði við ráðið. Hann talar um að vekja verði gremju fólksins, þar til hún stigi “zur hellsten Wut,” verði að hreinu æði. Og “loksins” segir hann, þegar í heila 6o miljóna karla og kvenna er iðandi tilfinning um smánarástand sitt og sameigin- legt hatur er orðið að einu glóandi eldhafi, og upp af því eimir stál- harður vilji og hrópið verður ekki kæft: Við heimtum aftur vopnl . . . Þá verður að setja alt í þjónustu þess vilja — alt frá myndabókum barnanna, síðasta dagblaðinu, öllum ieikhúsum og kvikmyndahúsum.” Og enn fremur segir: “Látið þið þýzku þjóðina fá’6 miljónir íþrótta- manna skrokka, alla gegnglóandi af ofstækisfullri föðurlandsást og und- irbúna með árásaranda, og þá getur rikið á tveim árum komið á fót her- liði . . .” Höfuðóvinurinn, sem stendur í vegi fyrir því, að hugsjónir Hitlers geti ræzt um frið á jörðu, sem sé lólginn í yfirráðum Þjóðverja yfir öllum hnettinum, eru vitanlega Frakkar. Þessvegna mælir hann um tíma með bandalagi milli Þýzka- lands, ítalíu og Englands. Maður á sem sé að hugsa um það, að fella að velli einn óvininn í einu. Maður á að fá þá í lið með sér á víxl, “til þess,” eins og hann orðar það, “að sameina alla krafta líkama.og vilja til þess að geta keyrt vopnið í hjarta versta óvinar síns.”! Og það er skýrt tékið fram, að bandalag, sem ekki beinlinis miði að stríði, sé bæði meiningarlaust og gagnslaust. Ef ítalía fæst til að vera með, þá ætlar Þýzkaland hins vegar ekkert að vera að rekast í Suður-Tyrol, þar sem hundrað þúsund Þjóðverjar eru undir ítölskum yfirráðum. England á að kaupa með því, að Þýzkaland hætti að gera kröfur um heimsmark- aðina, en geri hins vegar kröfur um landsvæði. Og hvar eru þau land- svæði? Þau liggja austur frá Þýzkalandi. Nazistarnir hafa sérstaka bókaút- gáfu, sem heitir “Bókasafn Nat- ionalsocialista.” Þar er gerð grein fyrir hugsun flokksins. í nafni flokksins ritar einn höfundur- inn: “í austri er land, nægðir góðs lands. Að ná því er takmark vort. Við verðum að vaxa í austur og ryðja veginn þangað . . .” Og í bók Hitlers sjálfs stendur: “Eftir hundrað ár verða 250 miljónir Þjóð- verja búsettir í Evrópu.” Og hvar á allur þessi mannfjöldi að vera, fyrst hann þarf endilega að vera í Evrópu? Jú, “Þýzklaland,” segir enn fremur, “á að hefja þar sókn sína, sem numið var staðar fyrir 600 árum. Við hættum að láta Þjóðverja streyma sífelt suður og vestur, og snúum oss í austur . . . Þegar við í dag hugsum um nýja jörð í Evrópu, þá hugsum við fyrst og fremst um Rússland og hjáríkin á börmum þess. . . .” Markmiðið er sem sé að gera Rússland að þýzkri nýlendu, svo rúm fáist fyrir hina vaxandi þjóð. Eins og heyra má, þá vantar ekki alvöruna í viljann til þess að skapa frið á jörðu. Fyrst á að reka rýting í-hjartað á Frökkum, svo á að reka Rússa úr Rússlandi — sennilega út i Norðuríshafið. Nú er það að sjálfsögðu — eða sennilega að minsta kosti — mjög skemtilegt að tilheyra þjóð, sem á það víst að verða drotnari jarðar- innar. Ekki sízt þegar leiðtogarnir heifa jafntframt, að hverjum einasta manni skuli liða vél — hverjum manni af þeirra þjóð, að segja. Og ekki stendur á þeim loforðum. Hitler var allstaðar tekið með fögn- uði þegar hann lét svo lítið að taka þátt í kosningabaráttu — nú er sá timi eins og kunnugt er, liðinn fyrir nokkuru. Það var alveg sama hvort hann talaði við atvinnuleysingja, stórbændur, smábændur eða iðnað- arhöfðingja. Hann hét sem sé hverjum því, sem hann bað um. Og þegar Mussolini bjó út stefnuskrá fyrir flokk sinn á ítalíu, þá var þar heitið prentfrelsi, samkomufrelsi, hlutfallskosningum og lýðveldi, af- námi herskyldu, að hluta í sundur stórbú fyrir atvinnulaust fólk, lög- taki auðæfa, sem ekki væru í fram- leiðslu, og verkamennimir skyldu sjálfir taka við framleiðslutækjun- um. Nú er bannað að lána bækur eða blöð, þar sem stefnuskráin er prentuð, úr bókasöfnum. Menn fá ekki einu sinni að rifja upp fyrir sér, hverju lofað var. Mussolini er alveg hættur að tala um gull og græna skóga, sem menn eigi að fá. Síðasti boðskapur hans er sá, að fasisminn líti á hina efnahagslegu kröfu almennings um hamingju, sem fjarstæðu. Það er enginn vafi á því, að al- ntenningur fær að horfa lengi eftir hamingjunni í ríki Mussolinis og Hitlers. En annars verður fróð- legt að taka eftir, hvor þessara herra sigrar, þegar þeim lendir sam- an sjálfum. Því að ekki er hér ein- göngu um stórveldi að ræða á báða bóga, heldur er það alkunnugt, að guð almáttugur er með þeim báðum á alveg sérstakan hátt. Kaþólska kirkjan fullvissar Mussolini nú um það daglega, og þó sérstaklega síðan prestastéttin á Spáni er orðin svo aðþrengd af ágangi vondra manna, og Hitler hefir komið sér sjálfum upp sérstakri kirkju, sem bendir á það með ómótstæðilegum rökum, að guð sé með honum. Þetta er og að vona, því að eiginlega er guð þýzk- ur. Um Jesú leikur enginn vafi Mikið lesin bók er “War Jesus ein Jude?” — Var Jesús Gyðingur? eftir Walsung, og til allrar hamingju tekst höfundinum að sanna, að hann hefði verið af germönsku kyni. Annars eru dálítil vandræði með að LNDEC THE “HLNiCIP/lL /iCT” RVRAL MUNICIPALITY OF BIFROST Sale of Lands for Arrears of Taxes By virtue of a warrant issued by the Reeve of the Munici- pality of Bilrost, in the Province of Manitoba, under his hand and the corporate seal of the said Municipality, to me direc- ted, and bearing date the 14th day of December, A.D. 1936, commanding me to levy on the several parcels of land here- inafter mentioned and described, for the arrears of taxes due thereon with costs, I do hereby give notice that unless the said arrears of taxes and costs are sooner paid, I will on Saturday, November 28th, A.I). 1936, at the council chamber in the Village of Arborg, in the said Municipality, at the hour of two o’clock in the afternoon, proceed to sell by public auction the said lands for arrears of taxes and costs. Description Arrears Costs Total S.% L.S.D. 9, 22-21-4E $ 82.31 .50 $ 82.81 AIl that portion L.S.D. 13 not covered by the waters of Lake Winnipeg, in Sec. 23-21-4E 140.14 .50 140.64 E.y2S.y2N.T4 28-21-4E except C.P.R. right-of-way showm on Plan 2274 69.93 .50 70.43 N.E. 31-21-4E except 3 acres taken out for school as shown on Cert. of Title No. 464549 138.70 .50 139.20 S.W. 33-21-4E 75.61 .50 76.11 N.E. 5-22-4E 208.64 .50 209.14 S.E. 6-22-4E 163.42 .50 163.92 E.y2 N.W. 6-22-4E..................... 73.76 .50 74.26 N.E. 7-22-4E ....................... 117.33 .50 117.83 Most southerly 250 ft. in depth of the fractional S.W. 16-22-4E Iying East of a line drawn E. of parallel with and perpendicularly distant 16 ft. from the E. limit of the right-of-way of the Riverton branch of the Cana- dian Pac. Rly., as said right-of-way is shown on a plan of same filed in the Winnipeg Land Titles Office as No. 2274 ............................ Prt. N.E. 17-22-4E as shown on Cert. of Title No. 282502 N.%S.%N.% S.W. 21-22-4E............. All that portion SA/z 21-22-4E not covered by the waters of Lake Win- nipeg as shown on Cert. of Title No. 372998 and 372999 S.W. 23-21-3E S.W. 2-22-3E N.E. 3-22-3E S.E. 9-22-3E .................... S.E. 10-22-3E .......... N.E. 23-22-3E....................... E.y2S.E. 26-22-3E .................. N.E. 27-22-3E ...................... E.y2E.y2 28-22-3E .................. S.E. 29-22-3E ...................... S.W. 29-22-3E ................... S.W. 33-22—3E S.E. 2-23 s.y2N.y2; s.y2s.w. N.W. 7-22 R. L. 12E, S. E. 10-23 S.W. 10-2 S.W. 11-2 A11 that portion R.L. 8 East of Icelandic River in 23 Tp. 4th range E., bounded as follows: On the West by the Eastern limit of Gimli Coloniz. Road as same is shown on Pl. No. 2460, on the East by the eastern limit of said R.L. and on the North by a line drawn at right angles to the east, limit of the said lot from a point in the same distance northerly thereon 15 chains and 17 links from the South East corner of the said lot, and the South East quarter of 16-23-4E ex- cepting thereout the most northerly 20% chains in per- pendicular depth thereof, also excepting thereout that por- tion dscribed as follows: commencing at a point in the western limit of the said quarter section distant northerly thereon 15 chains and 17 links from the south-west angle of the said quarter sec., thence easterly and parallel to the ’southern limit of the said quarter sec., a distance of 208 ft., thence notherly and parallel to the said western limit to a point in the southern limit of the most northerly 20% chains in perpendicular depth of the said quarter sec., thence westeríy along the said northern limit to the said western limit, tþence southerly along the said western limit to the point of commencement 87.95 N.%S.E. 16-23-4E .................... 76.78 Lots 2 and 3, Blk. 1, Pl. 13740 Riverton 193.36 Lots 42, 43, 44 and 45, Blk. 1, Pl. 13740 Riverton .......................... 31.24 Lots 41 & 42, Blk. 2, PI. 13740 Riverton 97.93 Lot 15, Blk. 1, Pl. 2212 Riverton 71.29 Lots 10 and 11, Blk. 2, Pl. 2212 Riverton 57.32 Lot 4, Blk. 5, Pl. 2212 Riverton .... 21.17 Lot. 4, Blk. 1, Pl. 2406 Rivérton 121.80 Lot 1, Blk. 4, Pl. 2389 Riverton.... 8.10 S.%N.E. 4-23-3E ..................... 84.17 S.W. 8-23-3E ....................... 103.21 S.E. 16-23-3E ...................... 213.88 S.W. 6-23-3E 196.73 N.E. 16-23-3E 104.22 N.E. 18-23-3E ...................... 111.07 S.W. 20-23-3E ...................... 140.98 N.E. 21-23-3E 149.16 .50 .50 .50 .50 .50 .50 .50 .50 .50 .50 .50 .50 .50 .50 .50 .50 .50 .50 88.45 77.28 193.86 31.74 98.43 71.79 57.82 21.67 122.30 8.60 84.67 103.71 214.38 197.23 104.72 111.57 141.48 149.66 229.44 .50 229.94 S.W. 1-23-2E 221.65 .50 222.15 S.E. 13-23-2E 116.91 .50 117.41 87.72 .50 88.22 N.E. 15-23-2E 146.88 .50 147.38 27.69 .50 28.19 NAV. 24-23-2E 119.68 .50 120.18 R.L. 11, 21-22-2E 169.37 .50 169.87 N.W. 11-22-2E 171.11 .50 171.61 S.E. 1-22-2E 104.31 .50 104.81 26.11 .50 26.61 N.W. 2-22-2E 91.23 .50 91.73 122.08 .50 122.58 S.E. 3-22-2E 205.97 .50 206.47 137.18 .50 137.68 SAV. 4-22-2E 116.69 .50 117.19 70.84 .50 71.34 R.L. 15, 22-22-2E 331.73 .50 332.23 55.19 .50 55.69 N.W. 25-22-2E 305.43 .50 305.93 238.76 .50 239.26 S.E. 26-22-2E 276.86 .50 277.36 161.60 .50 162.10 All of Blk. 8, Pl. 2337 Arborg 21.93 .50 22.43 91.79 .50 92.29 Most easterly 100 ft. in breadth Blk. F, 224.89 .50 225.39 Pl. 2077 Árborg 161.44 .50 161.94 142.61 .50 143.11 Lot 1, Blk. 4, Pl. 2077 Arborg 11.63 .50 12.13 112.84 .50 113.34 S.% Block E., PI. 2077 Arborg 64.34 .50 64.84 202.46 .50 202.96 All Block A„ PI. 1542 Arborg 172.27 .50 172.77 219.87 .50 220.37 All that portion of the South East 142.91 .50 143.41 quarter 6-23-2E, lying to the East of 70.86 .50 71.36 the Icelandic River 156.37 .50 156.87 359.34 .50 359.84 NAV. 20-23-2E 114.54 .50 115.04 128.12 .50 128.62 S.% Lot 11, 21 and 22-24-6E 56.05 .50 56.55 61.70 .50 62.20 Lot 6, Sec. 27-24-6E 101.45 .50 101.95 171.63 .50 172.13 S.% Lot 1, Sec. 34-24-6E 127.21 .50 127.71 133.71 106.75 163.64 .50 .50 .50 134.21 107.25 164.14 Dated at Arborg, in the Province of Manitoba, day of October, A.D. 1936. this 31st 98.93 .50 99.43 G. D. CARSCADDEN, Secretary-Treasurer. EF ÞÉR KENNIÐ MAGNLEYSIS NOTIÐ NUGA-TONE pau hin ýmsu eiturefni, er setjast að i líkamanum og frá meltingarleysi stata,. verða að rýma sæti, er NUGA-TONK kemur til sögunnar; gildir þetta einnig um höfuðverk, o. s. írv. NUGA-TONE vlaar óhollum efnum á dyr, enda eiga miljónir manna og kvenna þvi heilsu sína að þakka. Kaupið aðeins ekta NUGA-TONE I ábyggilegum lyfjabúðum. Við hægðaleysi notið UGA-SOL — bezta lyfið, 50c. samræma kenningar Krists við boð- skap Nazistanna. En þeir komast furðulega út úr þeim. Göbbels er til dæmis ekki í verulegum vandræð- um með þann fræga stað í f jallræð- unni um að elska óvini sína. “Að vera kristinn,” segir hann, “er að elska náunga sinn eins og sjálfan sig. Náungi minn er samlandi minn og sá, sem er af sama kynþætti. Elski eg hann, verð eg að hata hans óvini.” Og erkibiskupinn skýrir þetta frekar: “Þið verðið ávalt að gera yður ljóst, að það þýzka er betra en það, sem framandi er, og þið verðið að segja því síðara óaf- látanlega stríð á hendur.” Nazist- arnir leggja áherzlu á, að þegar Jesús tali um ófrið, þá eigi hann við frið i hjartanu, sem ríki í hjarta bardagamannsins. Og sé ekki þetta hugsunin, “þá var Jesús veslings fífl,” segir Otto Bangart. Rosen- berg bendir á þær miklu breytingar, sem orðið hafi, “einnig á hugmynd- unum um annað líf. Nationalsósíal- istar koma t. d. ekki eingöngu í himnaríki, heldur safnast þeir. þar saman um Nazistasönginn.” Allir kristnir menn ættu að vera þakklátir Nazistum fyrir þau kom- pliment, sem þeir sýna Jesú, með því að segja, að hann sé germansk- ur. Því eins og einn mannfræðing- urinn bendir á er ónorrænn maður “ekki maður í eiginlegri merkingu.” Hann er lágmaður, eins konar mis- hepnuð tilraun náttúrunnar til þess að skapa norrænan mann. Fyrir þessu eru færðar góðar og gildar sannanir: Blygðunartilfinning eða smánar eða feimni, er til dæmis hvergi til nema hjá norrænum manni. Þetta dökkleita fólk getur ekki einu sinni roðnað af smán! Og horfa á þá, þegar þeir tala! Þeir tala með höndum og fótum, þar sem hinsvegar norræni maðurinn stendur alveg rólegur, “oft með hendurnar í vösunum.” En biðji maður þessa kóna að opna á sér túlann, þá kem- ur í ljós, að tannræturnar eru skakk- ar á þeirn, eins og á dýrunum. Þeg- ar hann etur, þá 'smjattar hann. Norrænn maður af hreinu kyni, smjattar aldrei. Og lítum svo á munninn. Hinn rauði, norræni munnur hvetur til bliðláta og kossa, vegna þess að hann er aðlaðandi og kyssilegur — “kussfáhig” kalla þeir það. En þessir ónorrænu, breiðu varaflipar og uppistandandi, breiðu nasahoíur bera vott um nautnasýki, sýna illgimi og sviksemi. Og lítum á kvenfólkið — nei, ef held eg hætti við að lýsa því. Norræn, meðfædd feimni varnar mér frá því að fara inn á það svið, sem Nazistarnir eru svo berorðir um, vitaskuld af vís- indalegum áhuga einum. Það var svo tilætlast, að eg stæði hér fyrir framan ykkur í stundar- fjórðung. Hann er sennilega lið- inn. Aðeins þetta að endingu. Eg er sannfærður um, að í margar ald- ir hefir engin öflug hreyfing risið upp meðal hvitra manna, sem hefir verið eins viðsjárverð og eins þrung- in af andstygð, eins og hin fasistiska hreyfing. Engin lýgi er of auð- virðileg til þess að hreyfingin geti ekki tekið hana í sína þjónustu, ef búist er við, að gagn megi af henni hljóta. Traðkað er á hverri hugsun velgerðamanna mannkynsins, sem horfði til meira frelsis og mannlegr- ar fullkomnunar. Og engin hreyf- ing á minna erindi til vors lands en þessi. Megi sá visir visna, sem hér er þegar til af henni. Og megi hún krókna fyrir utan landssteinana áð- ur en meira kemst inn. Megi sigur fylgja vopnum frelsishetjanna á Spáni, sem nú berjast baráttu menn- ingarinnar fyrir gjörvalla Norður- álfu.—Alþ.bl. 15. okt. + Borgið LÖGBERG!

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.